![]() |
Tillaga að sundlaug á Eyrarbakka – Vesturbað
Jón Friðrik Matthíasson, byggingafræðingur BFÍ, sem býr á Eyrarbakka, kynnti í morgun fyrir Vinum alþýðunnar á morgunfundi á Stað, hugmyndir sínar um sundlaugarbyggingu á Vesturbúðarlóðinni vestan við Stað.
Jón Friðrik lagði fram teikningu í þessa veru en sundlaugarbyggingin yrði með sama útliti í megindráttum og gamla Vesturbúðin sem fyrr stóð á þessu svæði.
Tillaga Jóns Friðriks hefur fengið nafnið -Vesturbað- og voru morgungestirnir á Stað sérlega ánægðir með þessar hugmyndir Jóns Friðriks.
Teikningin hangir uppi í Félagsheimilinu Stað til skoðunar fyrir gesti og gangandi.
![]() |
||
|
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
1. maí 2015 - Hátíðarkaffi Kvenfélags Eyrarbakka á Stað
Að venju verður Kvenfélag Eyrarbakka með kaffisölu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka á morgun föstudaginn -1. maí 2015- kl. 15:00 - 17:00
Allur ágóði rennur til líknarmála
Posi á staðnum
Kvenfélag Eyrarbakka
Kaffinefnd Kvenfélags Eyrarbakka 1. maí 2013.
Skráð af Menningar-Staður
Fischersetrið er í Gamla bankanum við Austurveg.
Landsmótið í skólaskák 2015 hefst í kvöld í Fischersetrinu á Selfossi en því lýkur á sunnudag. Fyrsta umferð hefst í kvöld kl. 20:00 með því að framkvæmdastjóri Árborgar leikur fyrsta leikinn.
Keppt er í eldri flokki (8.-10. bekk) og yngri flokki (1.-7.bekk). Keppendur koma víðs vegar að frá landinu og margir af efnilegustu skákmönnum landsins taka þátt. Þar á meðal Vignir Vatnar Stefánsson Kópavogi og Jón Kristinn Þorgeirsson Akureyri sem sigruðu á mótinu í fyrra. Fulltrúar Suðurlands eru Almar Máni Þorsteinsson og Katla Torfadóttur en þau koma bæði frá Hellu.
Dagskráin er nokkuð stíf, teflt verður á morgnana, eftir hádegi og sum kvöldin, en loka skákirnar verða tefldar að morgni sunnudagsins 3. maí og eftir hádegið fer fram afhending verðlauna.
Áhorfendur eru velkomnir.
Af www.dfs.is
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
|
Björg á Eyrarbakka æfði með Landhelgisgæslunni og Landsbjörgu
Á sumardaginn fyrsta, þann 23. apríl 2015, tók Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka þátt í sameiginlegri æfingu með Landhelgisgæslu Íslands og björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og var æfingin fram af Eyrarbakka.
Á æfingunni voru björgunarskipin Oddur V. Gíslason úr Grindavík og Þór úr Vestmannaeyjum, björgunarbáturinn Gaui Páls frá Eyrarbakka og slöngubátur frá Eyrarbakka.
Frá LHG var varðskipið Þór og þyrlan TF-LÍF. Markmið æfingarinnar var að æfa samskipti milli eininga og fara yfir leitarferla á sjó.
Var almenn ánægja með æfinguna.
Af. www.dfs.is
Skráð af Menningar-Staður
Indriði Einarsson.
Merkir Íslendingar - Indriði Einarsson
Indriði fæddist á Húsabakka í Skagafirði 29. apríl 1851. Hann var sonur Einars Magnússonar, smiðs og bónda á Húsabakka, og k.h., Eufemíu Gísladóttur húsfreyju.
Einar var sonur Magnúsar Magnússonar, prests í Glaumbæ, og Sigríðar Halldórsdóttur, systur Reynistaðarbræðra, en Eufemía var systir Konráðs Fjölnismanns, dóttir Gísla Konráðssonar, sagnaritara, skálds og hreppstjóra, og Eufemíu Benediktsdóttur húsfreyju.
Eiginkona Indriða var Marta, dóttir Péturs Guðjohnsen, söngkennara og dómorganista, sem var mikill frumkvöðull í tónlistarlífi Reykjavíkur, og Guðrúnar Sigríðar, dóttur Lauritz Knudsen, ættföður Knudsenættar á Íslandi.
Meðal systkina Indriða var Halldór Einarsson, bóndi á Ípishóli, langafi Vilhjálms Egilssonar og Álftagerðisbræðra.
Meðal barna Indriða og Mörtu voru leikkonurnar Eufemía Waage og Guðrún Sigríður, Ingbjörg Thors forsætisráðherrafrú og Einar Viðar söngvari, faðir Jórunnar tónskálds.
Indriði lauk stúdentsprófum frá Reykjavíkurskóla 1872, var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka hagfræðiprófi, frá Hafnarháskóla 1877 og stundaði framhaldsnám í Edinborg. Hann var fulltrúi í stjórnarráðinu frá upphafi heimastjórnar, 1904, og skrifstofustjóri þar frá 1909-1918, en hann hafði yfirumsjón með hagsýslugerð stjórnarinnar þar til Hagstofan var stofnuð 1914. Þá var hann alþm. Vestmannaeyja skamma hríð.
Indriði var frumherji í íslenskri leikritagerð en frægustu leikverk hans eru Nýjársnóttin, Dansinn í Hruna og Hellismenn. Hann þýddi einnig Vetrarævintýri eftir William Shakespeare og Víkingana á Hálogalandi, eftir Henrik Ibsen, ásamt Eggert Ó. Briem, 1892.
Indriði kom að stofnun Leikfélags Reykjavíkur 1897 og var alla tíð virkur félagi þess.
Endurminningar hans, Sjeð og lifað, komu út 1936.
Indriði lést 31.mars 1939.
Morgunblaðið fimmtudagurinn 30. apríl 2015 - Merkir Íslendingar
Skráð af Menningar-Staður
Akureyri fyrr.
Söguslóðaþing, félagsfundur og aðalfundur Samtaka um söguferðaþjónustu fer fram fram á Akureyri 1.-2. maí. Auk fundarstarfa verður haldið málþing í samstarfi við Markaðsstofu Noðurlands og fleiri aðila.
Þungamiðja fundarins verður að kynna og ræða nýja markaðsáætlun samtakanna og síðan hvernig hægt sé að efla innra starf samtakanna. Nýir félagar eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Aðalfyrirlesari á Söguslóðaþinginu 2015 "Söguferðaþjónusta frá Jórvík til Eyjafjarðar", sem hefst kl. 13 þann 1. maí, verður Sarah Maltby frá York á Englandi. Auk þess mun skoski ljósmyndarinn Frank Bradford kynna störf sín á Íslandi, myndir frá sögustöðum o.fl. Þá munu sex valinkunnir heimamenn af Eyjajarðarsvæðinu einnig halda fróðleg erindi.
Fyrri daginn er fundað í Lionssalnum að Skipagötu 14, 4 hæð og síðari daginn á Strikinu á hæðinni þar fyrir ofan. Skoðunarferð verður farin til Siglufjarðar 1. maí og hátíðarkvöldverður í Bátahúsi Síldarminjasafnsins (verð fyrir kvöldverðinn 4.970 kr).
Skráið er á netfangið info@sagatrail.is eða hringja í s. 693 2915. Tilboð á gistingu er á Hótel KEA.
Akureyri nú.
Af www.ferdamalastofa.is
Skráð af Menningar-Staður
F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson og Þórður Grétar Árnason.
Vestutbúðin á Eyrarbakka flutt á sinn stað
Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, og fleiri af „Vinum alþýðunnar“ - fluttu í morgun líkanið glæsilega af Vesturbúðinni til sumarsetu vestan við Stað.
Þar hefur Vesturbúðin staðið um aldir; í fyrstu sem ein veglegustu verslunarhús landsins og nú síðustu árin sem vandað líkan og minnisvarðiu hinnar glæstu verslunartíma á Eyrarbakka.
Menningar-Staður færði til myndar opg er albúm komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271635/
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
Á Stokkseyrartorgi í júlí 2005
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
Eyrbekkingurinn
Haukur Guðlaugsson.
Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju í dag 28. apríl 2015
Valgeir Guðjónsson og hljómsveitin NilFisk á -Stokkseyrartorgi-
-Árið er 2005-
.
.
F.v.: Grétar Zophoníasson, Henning Fredriksen og Jón Áskell Jónsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is