Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Apríl

26.04.2015 20:29

Valgeir Guðjónsson og hljómsveitin NilFisk

 

 

Valgeir Guðjónsson og hljómsveitin NilFisk

      Valgeir Guðjónsson og hljómsveitin NilFisk í -"Selfossbíói"

      - Árið er 2005-

F.v.: 
Sveinn Ásgeir Jónsson
Sjonni DanJóhann Vignir VilbergssonVíðir Björnsson og Valgeir Guðjónsson.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

26.04.2015 13:31

Mynd dagsins

 

Frá vinstri.:

Vernharður Reynir SigurðssonGuðrún Jóna ValdimarsdóttirHelga Björg MagnúsdóttirGylfi PéturssonIngibjörg Ársælsdóttir,Ingibjörg Birgisdóttir og Torfi Askelsson.

 

Mynd dagsins

 

Stórsveit Ungmennafélags Stokkseyrar í Menningarsal Hólmarastar á Stokkseyri fyrir tæpum áratug.
 

Skráð af Menningar-Staður

 

25.04.2015 07:36

Fjölmenni í Fiskiveislunni að Stað á Eyrarbakka

 

 

Fjölmenni í Fiskiveislunni að Stað á Eyrarbakka

 

Fjölmenni var í Fiskiveislunni að Stað á Eyarrbakka í gær, föstudaginn 24. apríl 2015 og var samkoman sérlega vel heppnuð.

Á borðum var siginn fiskur sem verkaður var af Hjallastefnunni við Félagsheimilið Stað ní í vor.

Kokkar voru þeir Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson og Halldór Páll Kjartansson.

Menningar-Staður færði til myndar og er myndaalbúm með 30 myndum komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271550/

 

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

24.04.2015 12:32

Hjallastefnan á Eyrarbakka að störfum - fiskiveisla í kvöld að Stað

 Halldór Páll Kjartansson.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Halldór Páll Kjartansson.

 

Hjallastefnan á Eyrarbakka að störfum – fiskiveisla í kvöld að Stað

 

Vinir alþýðunnar á Eyrarbakka voru að störfum í morgun, föstudaginn 24. apríl 2015, að undirbúa fiskiveislu sem verður kl. 18:00 í dag í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. 


Þar verður á borðum siginn fiskur með öllu tilheyrandi sem verkaðaur er af Hjallastefnunni við Félagsheimilið Stað og hefur vakið verulega athygli gesta og gangandi.

Verð aðeins kr. 500.-.

Myndaalbúm frá verkuninni í morgun er komið hér inná Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271540/


Nokkrar myndir hér:

.

Björn Ingi Bjarnason.

 

Haukur Jónsson.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

23.04.2015 07:27

Vor í Árborg hefst í dag - 23. apríl 2015 - sumardaginn fyrsta

 

 

Vor í Árborg hefst í dag - 23. apríl 2015 - sumardaginn fyrsta
 

Gleðilegt sumar
 

Menningarhátíðin Vor í Árborg var fyrst haldin í kringum síðustu aldamót í nokkur skipti. Hátíðin hefur síðan verið haldin árlega frá 2008 en þá átti Sveitarfélagið Árborg 10 ára afmæli. Að sögn Braga Bjarnasonar, íþrótta- og menningarfulltrúa Árborgar, er aðalmarkmiðið með hátíðinni að skapa öllum aðilum tækifæri til að opna vinnustofur sínar eða taka þátt með öðrum hætti, hvort sem fólk er í myndlist, ljósmyndun, tónleikahaldi eða annarri viðburðastarfssemi.

 

Gaman saman


„Fjölskylduleikurinn Gaman saman hefur verið á dagskrá hátíðarinnar frá 2008. Við tókum hann inn m.a. til þess að auka áhuga barnafólks og líka til að vekja áhuga hjá krökkunum. Við erum með sérstök vegabréf þar sem krakkarnir fá stimpil fyrir að mæta á tiltekinn viðburð. Á fimmtudaginn er Skákfélagið t.d. með atriði. Þá er hægt að fara til þeirra og læra aðeins um skákina og fá að tefla og svo fá stimpil fyrir að taka þátt. Það er alveg eins mikil menning að upplifa skák, fjallgöngu eða eitthvað annað. Með því að tengja leikinn svona inn í hátíðina náum við að stækka hópinn sem tekur þátt í henni,“ sagði Bragi.

 

Hefst á sumardaginn fyrsta

Hátíðin er nú annað árið í röð aðeins fyrr á ferðinni en hún hefur verið áður en hún byrjar á sumardaginn fyrsta. „Við byrjum hátíðina um kl. 10:00 á fimmtudaginn með fjallgöngu á Ingólfsfjall. Björgunarfélag Árborgar hefur umsjón með göngunni og verður með eitthvað skemmtilegt uppi á toppnum. Gangan er partur af vegabréfaleiknum þannig að það er um að gera fyrir foreldra að vakna snemma og skella sér í fjallgöngu. Við vonum að sjálfsögðu að veðrið verði gott. Skátafélagið Fossbúar mun síðan sjá um þá dagskrá sem jafnan hefur fylgt sumardeginum fyrsta. Hún hefst með skrúðgöngu þar sem lagt verður af stað frá Tryggvatorgi kl. 13:00. Gengið verður eftir Austurvegi og Reynivöllum í átt að Glaðheimum við Tryggvagötu þar sem verða skátaþrautir og alls kyns kynning á þeirra starfsemi. Það er líka partur af vegabréfaleiknum.“

 

Margar sýningar opnar


Sumardaginn fyrsta opna margar sýningar. Má þar nefna ljósmyndasýningu Bliks og myndlistasýningu Myndlistafélags Árnessýslu í Hótel Selfoss, sýningar á Stokkseyri og Eyrarbakka, sýningu Elvars og Valgerðar í menningarmiðstöðinni á Stokkseyri o.fl. Þá verða söfnin öll opin.

 

Opnunarhátíð í Hótel Selfoss

„Opnunarhátíðin sjálf þ.e. formleg opnun Vors í Árborg verður kl. 17:00 á fimmtudeginum 23. apríl í anddyri Hótel Selfoss þar sem menningarviðurkenning Árborgar 2015 verður afhent. Þar verða flutt tónlistaratriði frá Hverafuglum, félagi eldri borgara í Hveragerði, en það er 30–40 manna kór og svo ætlar hljómsveitin Mánar frá Selfossi að spila. Mánarnir eiga 50 ára starfsafmæli á þessu ári og er mikill heiður að fá þá til að taka þátt í hátíðinni með okkur. Þennan dag byrjar líka á Eyrarbakka alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn, en hún er partur af Vor í Árborg þetta árið. Þau byrja með samsöng í Húsinu kl. 14:00. Það verður því nóg í gangi og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þennan fyrsta dag hátíðarinnar,“ sagði Bragi.

 

Tónlistarveisla á föstudeginum

„Á föstudeginum byrja elstu leikskólabörnin daginn með því að fara í rútuferð og syngja á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Fyrir því hefur verið skemmtileg hefð síðastliðin fjögur ár. Þau enda svo öll á tröppunum við bókasafnið um kl. 11 um morguninn þar sem fólk getur hlustað á þau syngja nokkur lög. Þau hafa gert ýmislegt skemmtilegt í kringum þetta. Á föstudeginum eru flestar sýningarnar opnar og um kvöldið er fjöldi áhugaverðra viðburða. Þar má nefna að kl. 18:00 verður opnuð ljósmyndasýning í Eldhúsinu við Tryggvagötu og þar sem verður hægt að dansa fram eftir kvöldi. Á sama tíma er líka fiskiveisla á Stað á Eyrarbakka. Þar ætla Vinir alþýðunnar að bjóða upp á siginn fisk, rauðmaga og eitthvað fleira með því. Klukkan átta hefjast síðan tónleikar í Eyrarbakkakirkju sem er partur af alþýðutónlistarhátíðinni Bakkanum. Þar verða Lay Low, Hafdís Huld og Halli Reynis. Um níuleytið opnar síðan Hvítahúsið en þar spilar hljómsveitin AmabAdamA. Tónlistarunnendur ættu því að hafa nóg fyrir stafni á föstudagskvöldinu.“

 

Laugardagurinn pakkaður

„Aðaldagur hátíðarinnar er laugardagurinn. Sýningarnar opna fyrir hádegi, og Grýlupottahlaupið og Hópshlaupið á Eyrarbakka fara fram. Eftir hádegið er fjöldi minni viðburða. Þá verður Valgeir Guðjónsson með tónleika í Bakkastofu kl. 14:00 og UniJon verða með tónleika í Eyrarbakkakirkju kl. 16:00. Um kvöldið verða svo stórtónleikar í Gónhól á Eyrarbakka með Bjartmari Guðlaugssyni, Sveitasonum, Ragnheiði Gröndal og Skúla mennska. Frítt er inn á alla þessa tónleika. Í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi verður Kvenfélag Selfoss með „kosningakaffi” í bókasafninu kl. 14:00 þar sem verða t.d. fyrirlestrar. Svo verður Laugabúðin opin, Minute-to-win-it í félagsmiðstöðinni kl. 12:30, Gestastofa orgelsmiðsins og Gallerý Gimli verða opin á Stokkseyri sem og Óðinshús á Eyrarbakka, ásamt fjölda fleiri viðburða. Það má því segja að laugardagurinn sé pakkaður.“

 

Nóg af sýningum á sunnudag

„Á sunnudeginum er minna um fasta viðburði en allar sýningarnar verða opnar, Konubókastofan og Húsið á Eyrarbakka, Veiðisafnið og allar myndlista- og ljósmyndasýningarnar. Við endum svo Vor í Árborg í Barnaskólanum á Stokkseyri á sunnudeginum kl. 16:00. Þar ætlar Hörpukórinn frá félagi eldri borgara á Selfossi og Harmonikkufélag Selfoss, ásamt nemendum úr Tónlistarskóla Árnesinga að spila og syngja. Mögulega verður boðið upp á kaffiveitingar þannig að þetta geti verið skemmtilegur sunnudagseftirmiðdagur með flottum tónum. Við endum Vor í Árborg með stæl sem vonandi er upphafið að veðursælu vori,“ sagði Bragi að lokum.
 

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

22.04.2015 07:08

Veglegur Vorfagnaður; Dýrfirðinga - Önfirðinga - Súgfirðinga og Hljómsveitarinnar Æfingar

 

Formenn átthagafélaganna.
F.v.: Bergþóra Valsdóttir, formaður Dýrfirðingafélagsins, Eyþór Eðvarðsson,

formaður Súgfirðingafélagsins og Jón Svanberg Hjartarson formaður Önfirðingafélagsins.

 

Veglegur Vorfagnaður; Dýrfirðinga - Önfirðinga - Súgfirðinga

og Hljómsveitarinnar Æfingar

 

Átthagafélögin úr  Vestur-Ísafjarðarsýslu; Dýrfirðingafélagið, Önfirðingafélagið og Súgfirðingafélagið og Hljómsveitin Æfing frá Flateyri stöðu fyrir glæsilegum Vorfagnaði í Súlnasalnum á Hótel Sögu í Bændahöllini í Reykjavík , föstudagskvöldið 17. apríl 2015.

Mjög góð þátttaka brottfluttra var og einnig komu allnokkrir að vestan til hátíðarinnar. Rúmlega 200 manns sátu borðaldið með frábærri dagskrá. Síðan komu vel á annað hundarð til viðbótar á dansleikinn með Hljómsveitinni  Æfingu þannig að vel á fjórða hundrað þátttakendur voru í heildina á Vorfagnaðinum.

Formenn átthagafélaganna settu hátíðina og stýrðu fagmannlega dagskráratriðum.

Formenn félagsnna eru:

Bergþóra Valsdóttir formaður Dýrfirðingafélagsins,

Eyþór Eðvarðsson formaður Súgfirðingafélagsins

og Jón Svanberg Hjartarson formaður Önfirðingafélagsins.

Fulltrúar ungafólksins úr Dýrafirði fluttu tvö lög en það  voru þau Agnes og Arnar sem gerðu það gott í „Ísland got Telent“ á Stöð 2 í vetur.

Emil Ragnar Hjartarson f.v. skólastjóri á Flateyri steig á stokk og rifjaði upp ýmsilegt frá fyrri tíð vestra á sinn léttleikandi hátt og voru Héraðsmótin að Núpi í Dýrafirði oft nefnd til sögu.

 

Súgfirska danssveitin Grárófurnar var með dansatriði og voru nokkrir nýir dansarar frá hinum fjörðunum teknir með í danssýninguna.

Jóhannes Kristjánsson  „grínari“ frá Brekku á Ingjaldssandi  fór á kostum með sínar landsfrægu persónur að vestan og víðar að af landinu.

Hljómsveitin Æfing útnefndi Björn Inga Bjarnason frá Flateyri sem „Stærsta aðdáanda“  Hljómsveitarinnar Æfingar frá upphafi og færði honum heiðursskjöld þessu til staðfestingar.

Þá gaf Björn Ingi Bjarnason Hljómsveitinni Æfingu  „frumseintök“ af fyrsta bindi sögu Æfingar sem verið er að skrifa og verður í mörgum bindum.
Ritstjóri þessa fyrsta bindis er Júlía B. Björnsdóttir, menningarfrömuður í Berlín en hún vann þessa bók upp úr gagnasöfnum Björns Inga Bjarnasonar á Eyrarbakka og Guðmundar Jóns Sigurðssonar í Reykjavík. 

-Eins og margir Sunnlendingar vita kom Hljómsveitin Æfing með afgerandi hætti að Stofnun Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi haustið 1999 á Hrútasýningu að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna.-

Síðan var dansleikur með Hljómsveitinni Æfingu með troðfullu dansgólfi frm til kl. 2 um nóttina.

Hljómsveitina Æfingu skipuðu að þessu sinni:
Árni Benediktsson – gítar - söngur
Siggi Björns – gítar - söngur
Ásbjörn Björgvinsson  - bassi - söngur
Halldór Gunnar Pálsson – gítrar - söngur
og nýir Æfingarmenn þeir:
Óskar Þormarsson á trommur

og Pálmi Sigurhjartarson á hljómborð - og söngur.

Jón Ingiberg Guðmundsson einn af hinu föstu Æfingarmeðlimum var bundinn við störf í Noregi.

Gríðarleg ánægja allra var með þennan glæsilega Vorfagnað og margir settu strax fram óskir um að yrði aftur næsta vor.Björn Ingi Bjarnason og Guðmundur Jón Sigurðsson færðu Vorfagnaðinn til myndar og eru rúmlega 150 myndir hér í þremur söfnum.

Smella á þessar slóðir:

1. Safn: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271458/

2. Safn: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271459/

 

3. Safn: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271460/


Nokkrar myndir hér:


.

.

.

.

.

.

 

.

.

.

,Skráð af Menningar-Staður
 

21.04.2015 21:58

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 21. apríl 2015

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 21. apríl 2015

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður

21.04.2015 08:17

Allt stopp vegna skipulagsferlis

 

image

Fyrsta skóflustungan að stígnum var tekin á Stokkseyri í september árið 2012.

Ljósmynd/Gunnar Gränz

 

Allt stopp vegna skipulagsferlis

 

Hverfisráð Eyrarbakka er orðið þreytt á seinagangi við lagningu nýs göngustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Fyrsta skóflustungan að stígnum var tekin í september 2012.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, sagði í samtali við Sunnlenska að í upphafi hafi nokkrar ábendingar borist við legu stígsins, meðal annars frá Minjastofnun.

„Það leiddi til þess að legu stígsins var hnikað til frá því sem gert var ráð fyrir í upphaflegri skipulagslýsingu. Vonandi fellur sú leið, sem er í þeirri tillögu sem nú er auglýst, vel í kramið þannig að ekki verði frekari tafir á verkefninu,“ segir Ásta og bæti við að hún skilji vel óþolinmæði hverfisráðsins.

„En það er ekki heimilt lögum samkvæt að gefa framkvæmdaleyfi fyrr en skipulagsmálin eru í höfn. Í fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir fjármagni til að klára að leggja endanlegan malarstíg á milli þorpanna. Síðan þarf að malbika til að fá full not af stígnum. Sá kafli sem þegar er kominn, malarstígur og göngubrú, er mikið notaður og ég spái að svo verði einnig um stíginn í heild,“ segir Ásta ennfremur.

Af  www.sunnlenska.is

.


 

Skráð af Menningar-Staður

20.04.2015 15:39

Ólafur Helgi hefur gefið 191 blóðgjöf

 

Ólafur Helgi Kjartansson.
 

 

Ólafur Helgi hefur gefið 191 blóðgjöf

 

180 blóðgjafir á Íslandi!


Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og f.v. sýslumaður á Selfossi og Ísafirði, gaf blóðgjöf í hundrað áttugasta skiptið í dag mánudaginn 20. apríl 2015 í Blóðbankanum í Reykjavík. Enginn hefur gefið eins oft blóð á Íslandi eins og hann. 
 

Ólafur Helgi  var til margra ára formaður Blóðgjafafélagsins og vann þar þarft og gott starf.
Til hamingju með árangurinn Ólafur og takk fyrir allar gjafirnarl

Ólafur Helgi hefur ekki bara gefið blóð hér í Blóðbankanum, hann hefur einnig gefið á fleiri stöðum þannig að gjafirnar eru orðnar 191 hjá honum.


Einu sinni á gamla og einu sinni á nýja sjúkrahúsinu á Ísafirð vegna bráðatilfella.
Þrisvar sinnum í USA (2 x í New York og 1 x í Norfolk í Blóðbankabíl)
Fimm sinnum í London og einu sinni í Warnambool í Viktoríu í Ástralíu. 

Blóðbankinn greinir frá á Facebook.


 

Skráð af Menningar-Staður
 

 

 

20.04.2015 15:16

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 20. apríl 2015

 

 
 

F.v.: Haukur JónssonMár Michelsen Rúnar Eiríksson, Siggeir Ingólfsson Jóhann Jóhannsson og Ragnar Emilsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 20. apríl 2015

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður