Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Apríl

20.04.2015 10:50

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

 

Sóknaráætlun Suðurlands 2015

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

 

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi

 

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí  2015.

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands tekur við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands. Uppbyggingarsjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands og er á ábyrgð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.


Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

·        Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi

·        Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

·        Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

 

Stuðningur við styrkþega, frumkvöðla og einstök verkefni getur einnig falið í sér tímabundna vinnuaðstöðu í frumkvöðlasetri SASS og/eða beina aðstoð ráðgjafa við verkefnið.

 

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn www.sudurland.is.

Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna á vefnumwww.sudurland.is.

 

Eftirfarandi kynningarfundir verða haldnir;

Selfoss – 20. apríl kl. 12:30 – Austurvegur 56 (3.hæð)

Vestmannaeyjar – 21. apríl kl. 12:00 – Þekkingarsetur VE (4. hæð)

Hella – 22. apríl kl. 12:00 – Stracta hótel

Kirkjubæjarklaustur – 27. apríl kl. 13:00 – Kirkjubæjarstofa

Höfn – 29.apríl kl. 12:00 – Nýheimar

 

Sjá nánari upplýsingar um viðveru ráðgjafa á sudurland.is

 

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.

 

Af www.sass.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

20.04.2015 08:10

Vor í Árborg - dagskráin komin á netið

 

vor_i_arborg_ferkantad

Vor í Árborg – dagskráin komin á netið

 

Dagskráin fyrir Vor í Árborg sem fram fer dagana 23. – 26. apríl 2015 er komin á netið og er aðgengileg hér að neðan.

 

Dagskrá Vors í Árborg 2015

 

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

19.04.2015 20:17

Bakkinn alþýðutónlistarhátíð á Eyrarbakka 23.-25. apríl

 

alt

 

Bakkinn alþýðutónlistarhátíð á Eyrarbakka 23.–25. apríl

 

Haldin verður alþýðu- og hljómbær tónlistarhátíð á Eyrarbakka 23. - 25. apríl 2015 

Tónlistarfólkið sem boðað hefur komu sína í ár er ekki af verri endanum, og má segja að rjómi íslenskrar alþýðutónlistar fái að njóta sín.

Tónleikar verða haldnir á nokkrum stöðum á Eyrarbakka, og má búast við nánu og notalegu andrúmslofti um allan bæ. 
 

Tónleikar verða haldnir í:

Gónhól,

Eyrarbakkakirkju,

Húsinu

og í Bakkastofu.

 

Tónlistarfólkið sem fram kemur eru:

Bjartmar Guðlaugsson,

Lay Low,

Valgeir Guðjónsson,

Ragga Gröndal,

Hafdís Huld,

Skúli Mennski,

Halli Reynis,

UniJon

og Sveitasynir.

 

Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin!

 

Allar nánari upplýsingar má finna á www.bakkinn.org.

17.04.2015 17:24

Miðaldakirkja á Selfossi?

 

alt

Linda Ásdísardóttir

 

Miðaldakirkja á Selfossi?

 

Nú er búið að kynna nýja og glæsilega tillögu að miðbæjarskipulagi á Selfossi.

Íbúar sveitarfélagsins Árborgar hafa ólíkar skoðanir á verkefninu eins og eðlilegt má vera. Helst er undrunarvert að sjá að farin var sú leið að teikna leikmynd en sviðið er fallegt og það er léttir að horfið er frá háhýsahugmyndum sem voru á einhverju teikniborði fyrir kreppu. Ég spyr mig hins vegar eftir að hafa kynnt mér skipulagið hvað þessi sviðsmynd hefur með Selfoss að gera? Horfin hús sem gefa hugmynd um þróun húsagerðar á Íslandi og svo miðaldakirkja sem mun vaka yfir svæðinu. Vill Selfoss merkja sinn bæ sem miðaldabæ? Hver og einn ferðamaður sem lítur við á Selfossi á eftir að fara heim með þá hugmynd að miðaldakirkja hafi verið á Selfossi á öldum áður sama hvað stendur á einhverjum skiltum. Því af hverju annars hefði einhverjum átt að detta í hug að byggja minnisvarða um slíka kirkju í hjarta bæjarins? 

Það er ekki alltaf hægt að stýra því hvaða ímynd festist við bæ, það er svo margt sem kemur til. Sumt virðist liggja í augum uppi. Siglufjörður er síldarævintýri og þeir eiga safn i takt við það, Höfn er humar og þeir halda bæjarhátíð til marks um það og Vestmannaeyjar þurfa ekki að velja sér ímynd það er auðvitað sjávarútvegur og eldgosið. Stundum er það einkaframtak sem skapar ímynd fyrir þorp og bæi. Skagaströnd er gott dæmi en bærinn var lengi vel þekktur sem Kántrýbær.

Ég er úr borginni og úr fjarlægð var myndin af Selfossi ekki flókin: bílar, bensínstöðvar, sveitaböll og tónlist. Töffarabær. Þegar ég flyst í sveitarfélagið sé ég að Selfoss er meira en þetta, hann er öflugur íþróttabær, miðstöð verslunar og þjónustu með langa sögu mjólkuriðnaðar að ógleymdri ánni sem setur sinn mikla svip á náttúruna í kring. Af hverju er ekki unnið neitt með þessar borðliggjandi áherslur fyrst menn hafa möguleika á að skapa ímynd? Hugmyndir um mjólkursafn virðast hafa dottið upp fyrir sökum fjárskorts og aðstöðuleysis en þegar peningaöfl koma með hugmynd er hún miðaldakirkja og horfin hús úr öðrum bæjum og byggðum. Ef Selfoss vill sviðsmynd af hverju er ekki tekið mjólkurþema, endurbyggt mjólkurbú, rjómabú og fjós eða bílaþema með byggingar í stíl við 1960–70 og urrandi átta gata kaggar á hverju horni? Af hverju er seilst í það eina sem litlu þorpin á ströndinni hafa sem sérstöðu, gömul hús?

Ég hef búið á Eyrarbakka í 20 ár og kannski er álit mitt litað af hlutdrægni en ég sé ekki hvernig væntanleg leikmynd miðbæjar Selfoss eigi að styrkja þorpin á ströndinni. Ég les frekar í þessar hugmyndir tákn um að það sé gjá á milli Selfoss og þorpanna og lítill vilji til að beina ferðamönnum á þessar hálfduldu paradísir húsagerðar. Auðvitað heldur jörðin áfram að snúast þótt þessar hugmyndir verði að veruleika og þorpið mitt verður tiltölulega ósnortið af framkvæmdinni.

Þegar upp er staðið skiptir í raun mun meira máli að Selfyssingar sjálfir séu ánægðir með tillöguna, að þeir vilji þessa leikmynd, að þeir vilji merka sig sem miðaldakirkjubæinn. Stóra spurningin er kannski af hverju þarf Selfoss leikmynd í nýja miðbæinn? 

Linda Ásdísardóttir, Hlöðufelli, Eyrarbakka

Af www.dfs.is

Skráða f Menningar-Staður

17.04.2015 06:57

Merkir Íslendingar - Gylfi Gröndal

 

 

Gylfi Gröndal.

 

Merkir Íslendingar - Gylfi Gröndal

 

Gylfi fæddist í Reykjavík 17. apríl 1936. Foreldrar hans voru Sigurður B. Gröndal, veitingamaður og rithöfundur, og Mikkelína Sveinsdóttir Gröndal húsfreyja frá Hvilft í Önundarfirði. Systir Mikkelínu var Áslaug kona Sigurðar Þórðarsonar tónskálds sem fæddur var að Gerðhömrum í Dýrafirði. 


Meðal systkina Gylfa eru Benedikt, fyrrv. forsætisráðherra, Halldór, fyrrv. sóknarprestur, og Ragnar Þórir, framkvæmdastjóri.


Gylfi var kvæntur Þórönnu Tómasdóttur Gröndal, íslenskufræðingi og framhaldsskólakennara og eignuðust þau fjögur börn.


Gylfi lauk stúdentsprófi frá MR 1957 og stundaði nám í íslenskum fræðum við HÍ. Hann starfaði við blaðamennsku í rúm þrjátíu ár, lengst af ritstjóri og sinnti ritstörfum. Gylfi átti ljóð í Ljóðum ungra skálda sem Magnús Ásgeirsson gaf út og Árbók skálda sem Kristján Karlsson annaðist. Hann gaf út alls sjö ljóðabækur og ljóð eftir hann hafa verið valin í kvæðasöfn. Ljóðabækur hans: Náttfiðrildi; Draumljóð um vetur; Döggslóð; Hernámsljóð; Eilíft andartak; Undir hælinn lagt, og Eitt vor enn?


Gylfi skrifaði 30 ævisögur og viðtalsbækur. Sjö af bókum hans fjalla um ævi kvenna, ekki síst þeirra sem voru á undan samtíð sinni í jafnréttismálum, eins og Ástu Árnadóttur málara, Helgu M. Níelsdóttur ljósmóður og Jóhönnu Egilsdóttur verkalýðsforingja. Hann ritaði sögu þriggja fyrstu forseta lýðveldisins, Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns auk fjölda annarra merkra Íslendinga.


Gylfi var virkur í Rótarýklúbbi Kópavogs um árabil og forseti klúbbsins 2005-2006. Hann átti sæti í stjórn Bókasafns Kópavogs 1978-86 og Héraðsskjalasafns Kópavogs 2001-2005.
 

Gylfi var m.a. tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001 fyrir bók sína um Stein Steinar, kjörinn eldhugi Rótarýklúbbs Kópavogs 2001, valinn heiðurslistamaður Kópavogs 2003 og hlaut Steininn, viðurkenningu Ritlistarhóps Kópavogs, árið 2005.
 

Gylfi lést 29. október 2006.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 17. apríl 2015

 

 

Skráð af Menningar-Staður

16.04.2015 09:32

"Alltaf fer ég vestur"

 

 

Hljómsveitin Æfing á sviðinu í Félagsheimilinu á Flateyri 18. maí 2013.

 

„Alltaf fer ég vestur“

 

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri efnir til stórhátíðar í Súlnasal Hótels Sögu á morgun, föstudagskvöldið 17. apríl 2015, undir yfirskriftinni „Alltaf fer ég vestur“.

Þarna er um að ræða sameiginlea vorhátíð Flateyringa, Dýrfirðinga og Súgfirðinga. Eftir borðhald og alls konar skemmtilegheit, sér Flateyrarhljómsveitin ÆFING um að þetta verði almennilegt skrall.

Hljómsveitin Æfing gaf út plötu á síðasta ári sem notið hefur mikilla vinsælda hjá unnendum skemmtilegrar tónlistar.

Aðalsprauta hljómsveitarinnar, tónlistarmaðurinn Siggi Björns, heimsótti Bændablaðið í vikubyrjun ásamt fríðu föruneyti Guðmundar Sigurðssonar. Siggi hefur um áratuga skeið búið og starfað við tónlistarflutning í Danmörku og í Þýskalandi og slær þar hvergi af. Þegar sól hækkar meira á lofti mun hann hefja sína 26. sumarvertíð í Borgundarhólmi, dönsku sólskinseyjunni í Eystrasalti. Þar er hann mjög vel kynntur og flaggað í ferðabæklingum við hlið þess athyglisverðasta sem þar er að finna á sumrin. Hann kemur samt nokkuð reglulega til Íslands bæði til að spila og hitta ættingja og vini.

 

Endurvekja vestfirsku ballstemninguna í höfuðborginni Þeir félagar voru ekki í nokkrum vafa um að allir þeir sem muna eftir 16. júní-böllunum á Súganda, hestamannaböllum á Þingeyri og Æfingaböllum á Flateyri munu mæta á hátíðina á Sögu. Hvetja þeir þá eldri og reyndari í hópi Flateyringa, Dýrfirðinga og Súgfirðinga sem og Ísfirðinga, Bolvíkinga og Súðvíkinga til að kynna þeim yngri sem þangað eiga ættir að rekja, hversu gríðarlega skemmtileg og menningarleg þessi böll voru. Við slíka upplýsingagjöf eru Siggi og Guðmundur vissir um að unga fólkið muni ekki láta sig vanta á „Alltaf fór ég suður“.

Þeir tóku þó fram í samtali við blaðið að það væri kannski óþarfi að segja mjög ítarlega frá „öllu“ sem gerðist á þessum böllum á árum áður. „Þarna verður hægt að upplifa öll þessi böll á einum stað,“ sagði Siggi Björns, „og getur orðið áhugavert og örugglega skemmtilegt.“

Miðasala á „Alltaf fer ég vestur“ er hjá Ömmu mús – handavinnuhúsi, Grensásvegi 46, Reykjavík. Tekið er fram að greiðslukort duga ekki við miðakaup. Einnig er hægt að kaupa miða með því að greiða inn á bankareikning 0567-26-3003, kennitala; 040957- 5459. Þeir sem kaupa miða með þeim hætti fá miðana afhenta við innganginn. 
 

Bændablaðið fimmtudagurinn 16. apríl 2015

 

 

F.v.: Guðmundur J. Sigurðsson og Siggi Björns.

Skráð af Menningar-Staður
 

15.04.2015 16:38

Fjölmenni skoðaði Hjallastefnuna á Eyrarbakka í morgun - 15. apríl 2015

 

F.v.: Guðmundur Magnús Kristjánsson og Skúli Möller.

Guðmundur Magnús Kristjánsson.

 

Fjölmenni skoðaði Hjallastefnuna á Eyrarbakka

- í morgun – 15. apríl 2015

 


Gríðarlegur fjöldi ferðamanna leggur leið sína um Eyrarbakkalönd  þessar vikurnar.

Eitt það vinsælasta sem menn skoða og mynda er Hjallastefnan við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.
Þar er verið að verka og þurrka þorsk eftir aldagamalli verkunarhefð og víst má segja nú „ lífið er  siginn fiskur.“

Meðal gesta í morgun var full rúta af stærstu gerð frá  -Allrahanda –Gray line- og fóru allir ferðamennirnir upp á útsýnispallinn á sjóvarnagarðinum við Stað. Allir skoðuðu  -signa fiskinn- og margir létu mynda sig við fiskinn eins og menn gera við önnur náttúrudjásn svo sem Gullfoss og Geysi.

Fararstjóri var Skúli Möller og bílstjóri var Guðmundur Magnús Kristjánsson frá Þingeyri þar sem hann var skipstjóri til margra ára. Hann dásamaði Hjallasefnuna á Eyrarbakka enda er siginn fiskur í miklu uppáhaldi margra Vestfirðinga svo sem Dýrfirðinga, Önfirðinga og Súgfirðinga.

Myndaalbúm frá í morgun er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271331/


Nokkrar myndir hér:

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

15.04.2015 15:06

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Pétursson

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Fjölnismenn: 

Tómas, Brynjólfur, Konráð og Jónas Hallgrímsson.

 

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Pétursson

 

 
Brynjólfur fæddist á Víðivöllum í Skagafirði 15. apríl 1810, sonur Péturs Péturssonar, prófasts þar, og s.k.h., Þóru Brynjólfsdóttur húsfreyju.

 

Báðir bræður Brynjólfs Fjölnismanns komust til æðstu metorða, þeir Pétur Pétursson biskup, sem varð einn auðugasti maður landsins, og Jón Pétursson dómstjóri.

Brynjólfur útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1828 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1837. Hann var síðan búsettur í Danmörku til æviloka. Eftir útskrift hóf hann störf í Rentukammerinu, sem var danska fjármálaráðuneytið, og var skrifstofustjóri íslensku stjórnarskrifstofunnar í Kaupmannahöfn frá 1848 til dauðadags. Hann var auk þess fulltrúi Íslands á stjórnlagaþingi Dana 1848-49.

Brynjólfur er þó þekktastur fyrir það að ganga í félag við þá Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason, og skömmu síðar Tómas Sæmundsson, um að stofna tímarit, „árs-rit handa Íslendingum“, sem þeir kölluðu Fjölni. Tímaritið kom fyrst út árið 1835 og átti eftir að brjóta blað í bókmenntasögu þjóðarinnar og þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga.

Þeir Fjölnismenn voru um margt ólíkir. Tómas var framfarasinni í anda fræðslustefnunnar, Jónas var skáld, náttúrufræðingur og boðberi rómantísku stefnunnar, Konráð málfræðingur en Brynjólfur, sem skrifaði minnst í ritið, var öðrum fremur framkvæmdastjóri. Mun hann og hans fjölskylda hafa fjármagnað Fjölni að mestu.

Brynjólfur sat í stjórn Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og forseti þess 1848-1851.

Brynjólfur lést 18. október 1851.Morgunblaðið miðvikudagurinn 15. apríl 2015 - Merkir Íslendingar
 

Skráð af Menningar-Staður

15.04.2015 07:52

15. apríl 2015 - Ástsælasti forseti Íslands fagnar stórafmæli

 

 

.

Fyrsta embættisverk Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta var á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 3. ágúist 1980.

 

15. apríl 2015 - Ástsælasti forseti Íslands fagnar stórafmæli

 

Vigdís Finnbogadóttir, fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti heims, er 85 ára í dag.

Vigdís Finnbogadóttir fagnar 85 ára afmæli sínu í dag en hún fæddist 15. apríl árið 1930. Hún var fjórði forseti Íslands og gegndi embætti í fjögur kjörtímabil frá árinu 1980 til 1996. 

Það vakti gríðarlega athygli um allan heim þegar kona var í fyrsta sinn kjörin leiðtogi þjóðar sinnar í lýðræðislegri kosningu. 

Vigdís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og stundaði þar á eftir nám í Frakklandi í frönsku og frönskum bókmenntum. Hún lauk prófi í frönsku og ensku frá Háskóla Íslands og stundaði einnig nám í uppeldis- og kennslufræði. 

Vigdís starfaði sem blaðafulltrúi Þjóð- leikhússins og kenndi frönsku við Menntaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún kenndi franskar leikbókmenntir við Háskóla Íslands frá 1972 þar til hún var kjörin forseti og starfaði einnig sem leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. 

Dóttir Vigdísar er myndlistarmaðurinn Ástríður Magnúsdóttir. 

Vigdís hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt og hefur alla tíð látið að sér kveða þegar kemur að lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. 

Vigdís stofnaði meðal annars Heimsráð kvenleiðtoga og gegndi formennsku í ráðinu. Hún er velgjörðarsendiherra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna í tungumálum og er fyrsti og eini talsmaður tungumála á heimsvísu. Hún er einnig heiðursdoktor og heiðursprófessor í háskólum og stofnunum víðs vegar um heim. 

Vigdís var einn dáðasti forseti Íslands og auk þess vinsæl um allan heim.

 

Fréttablaðið miðvikudagurinn 15. apríl 2015

 

 

.

 


Skráð af Menningar-Staður

14.04.2015 07:17

Tekist á um númerslausan bíl

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Tekist á um númerslausan bíl

• Aðeins Vegagerðin má fjarlægja bílinn • Áminning frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands

 

Í tæpa þrjá mánuði hefur númerslaus bíll staðið í vegkanti á Eyrarbakka. Í fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka kemur fram að tekist hafi verið á um það milli embættismanna sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar hvorum beri að fjarlægja bílinn.

Siggeir Ingólfsson, formaður hverfisráðs Eyrarbakka, segir sveitarfélagið ekki geta fjarlægt bílinn þar sem hann standi á vegstæði Vegagerðarinnar. „Sveitarfélagið getur ekkert gert þar sem það hefur ekki umráðarétt yfir þessum vegi, það er Vegagerðin sem hefur það,“ segir Siggeir.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vera nýbúin að kynna sér efni þessa ágreinings. Bíllinn stæði á þjóðvegi alveg upp við Eyrarbakka. Starfsmenn sveitarfélagsins hefðu rætt við Vegagerðina þar sem vegurinn væri á þeirra forræði og unnið væri að lausn á málinu.

Í gær var síðan settur miði á framrúðu bílsins frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Var frestur gefinn til 23. apríl til að fjarlægja bílinn, að öðrum kosti yrði honum fargað eða tekinn í vörslu í einn mánuð.

„Hafi eigandi ekki vitjað bifreiðarinnar að þeim tíma liðnum verður henni fargað, allt á kostnað eiganda og með lögveði í bifreiðinni,“ segir m.a. í áminningu heilbrigðiseftirlitsins.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 14. apríl 2015.

Skráð af Menningar-Staður