Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Apríl

13.04.2015 21:17

13. apríl 1844 - Jón Sigurðsson kosinn á Alþingi

 

Jón Sigurðsson.

 

13. apríl 1844 - Jón Sigurðsson kosinn á Alþingi

 

Jón Sigurðsson var kosinn á þing í fyrsta sinn, á kjörfundi sem haldinn var í kirkjunni á Ísafirði. 
Hann hlaut 50 atkvæði af 52 sem er 96.2%.

Alþingi kom saman 1. júlí 1845 og var Jón yngstur þingmanna, 34 ára. Hann sat á þingi til 1879 og var oft þingforseti.


Varaþingmaður Jón Sigurðssonar í kosningunum 1844 var kosinn Magnús Einarsson á Hvilft í Önundarfirði. Hann var helsti stuðningsmaður Jóns vestra og í raun fyrsti önfirski kosningasmalinn sem sögur fara af og sýndi með kjöri Jóns mikilvægi kosningasmalanna. Jón  Sigurðsson hafði búið í Kaupmannahöfn í rúman áratug þegar hann bauð sig fram til Alþingis og hafði ekki tök á kosningavinnu á vettvangi í Vestur-Ísafjarðarsýslu. 

Önfirðingar hafa margir fetað í fótspor Magnúsar Einarssonar sem dugmiklir kosningasmalar allt til þessa dags.


Foreldrar Jón Sigirðssonar voru Þórdís Jónsdóttir, prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði og séra Sigurður Jónsson á Hrafnseyri.

Jón var fæddur 17. júní árið 1811 og var 200 ára afmælis hans minnst með ýmsum hætti á Hrafnseyri árið 2011.

 

Skráð af Menningar-Staður

12.04.2015 07:21

83.900 FERÐAMENN Í MARS 2015

 

 

83.900 FERÐAMENN Í MARS 2015

 

Ferðamenn í marsTæplega 84 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 17.700 fleiri en í mars á síðasta ári. Aukningin nemur 26,8% milli ára. 

Ferðaárið fer því afar vel af stað en í janúar og febrúarmánuði mældist aukning milli ára um 34%.

Helmingur frá Bretlandi og Bandaríkjunum

10 fjölmennustu þjóðerni78,8% ferðamanna í nýliðnum marsmánuði voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 33,6% af heildarfjölda en næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 17,2% af heildarfjölda. Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar (6,0%), Frakkar (4,7%), Danir (3,8%), Norðmenn (3,7%), Svíar (2,7%), Kanadamenn (2,6%), Kínverjar (2,2%) og Hollendingar (2,2%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum mest milli ára en 7.049 fleiri Bretar komu í mars í ár en í sama mánuði í fyrra, 2.174 fleiri Bandaríkjamenn og 1.657 fleiri Þjóðverjar. Þessar þrjár þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í mars milli ára eða um 61,4% af heildaraukningu.

Þróun á tímabilinu 2002-2015

Þróun ferðamanna eftir markaðssvæðumÞegar þróunin er skoðuð frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkur-flugvelli sést hvað ferða-mönnum hefur fjölgað mikið í mars og þá einkum síðastliðin fjögur ár. Mismikil fjölgun eða fækkun hefur hins vegar átt sér stað eftir því hvaða markaðs-svæði á í hlut. Aukning Breta er mest áberandi enda langfjölmennastir í mars-mánuði en þeir hafa fimmfaldast frá árinu 2011. Fjölgun hefur ennfremur verið umtalsverð frá öðrum markaðssvæðum síðustu fjögur árin. Þannig hafa ferðamenn frá N-Ameríku fjórfaldast, ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu meira en tvöfaldast og frá löndum sem flokkast undir ,,önnur markaðssvæði“ meira en fjórfaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli.

Um 217 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 217.092 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 51.800 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 31,4% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; Mið- og S-Evrópubúum hefur fjölgað um 44,3%, Bretum um 30,7%, N-Ameríkönum um 26,5%, Norðurlandabúum um 10,0% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 42,4%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 33 þúsund Íslendingar fóru utan í mars síðastliðnum eða 8.300 fleiri en árið 2014. Um er að ræða 34,1% fleiri brottfarir en í mars 2014.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í mars 205 - tafla


Af www.ferdamalastofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

11.04.2015 09:41

Fjölmenni á skipulagsmálafundi á Eyrarbakka 8. apríl 2015

 

.

 

 

Fjölmenni á skipulagsmálafundi á Eyrarbakka 8. apríl 2015

 

Fjölmenni vari þriiðjudagskvöldið 8. apríl 2015 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka á fundi um skipulagsmál í miðbæ Eyrarbakka.  Sveitarfélagið Árborg stóð fyrir fundinum.

 

Frummælendur voru:

Oddur Þ. Hermannsson

Svanhildur Gunnlaugsdóttir

og Margrét Hrönn Hallmundsdóttir

 

Menningar-Staður færði fundin til myndar og er myndaalbúm komið hér á Menningar-Stað.
 

Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271217/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

11.04.2015 06:35

Hljómsveitin Æfing í Prentmeti á Selfossi

 

F.v: Siggi Björns, Steingerður Katla Harðardóttir, Örn Grétarsson og Kjartan Már Hjálmarsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Hljómsveitin Æfing í Prentmeti á Selfossi

 

Siggi Björns, einn af gleði- og menningargjöfunum í Hljómsveitinni Æfingu frá Flateyri, kom í gær, föstudaginn 10. apríl 2015, við í Prentmeti á Selfossi færandi gulldiskinn með Æfingu sem kom út fyrir nokkru. Vildi Æfing með heimsókninni þakka frábært samstarf við Prentmet fyrr og nú í prent- og kynningarmálum. 

Hljómsveitin Æfing verður á Átthagahátíð; Önfirðinga, Dýrfirðinga og Súgfirðinga í Súlnaslnum á Hótel Sögu föstudakvöldið og nóttina 17. apríl 2015.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

10.04.2015 17:02

Vitus Bering í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka

 

Danski leikarinn Sejer Andersen.

 

Vitus Bering í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka

 

Danski leikarinn Sejer Andersen flytur einleikinn Vitus Bering í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka laugardaginn 11. apríl kl. 15 og sunnudaginn 12. apríl kl. 17. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Sejer Andersen er vel kunnur leikari í Danmörku. Hann rekur Vitus Bering teatret í Kaupmannahöfn og hefur farið með þennan einleik um víða veröld. Einleikurinn er eftir Gregers Dirckinck-Homfeld en tónlistina samdi Bo Holten.

Vitus Bering var danskur landkönnuður sem líkja mætti við Kristófer Kólumbus. Hann var fæddur í Horsens 1681 og dáinn á Beringseyju í Kyrrahafinu árið 1741. Hann var siglingafræðingur og höfuðsmaður í rússneska sjóhernum. Hann fann Beringssund 1728, kannaði Aljútaeyjar og sigldi meðfram strönd Alaska 1741 og lagði þannig grunninn að landnámi Rússa þar. Við Vitus Bering eru Beringssund og Beringshaf kennd.

Eins og áður segir þá verður einleikurinn fluttur í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Sejer Andersen verður í áraskipinu Farsæl og flytur þaðan leikritið um landkönnuðinn danska. Einleikurinn verður fluttur á dönsku en íslenskum texta varpað á vegg.

 

Af www.husid.com

 

Sjóminasafnið á Eyrarbakka.


05,8,18 014

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

10.04.2015 16:45

Hafsteinn Þorvaldsson - Fæddur 28. apríl 1931 Dáinn 26. mars 2015 - Minning

 

 

Hafsteinn Þorvaldsson

 

Hafsteinn Þorvaldsson - Fæddur 28. apríl 1931  Dáinn  26. mars 2015 - Minning

 

Hafsteinn Þorvaldsson fæddist í Hafnarfirði 28. apríl 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 26. mars 2015.

Foreldrar hans voru Þorvaldur Guðmundsson, f. 25.9. 1900, d. 26.6. 1975, og Lovísa Aðalbjörg Egilsdóttir, f. 7.9. 1908, d. 8.2. 1994.

Hafsteinn ólst upp í Hafnarfirði til fermingaraldurs en fluttist með foreldrum sínum að Lambhúskoti í Biskupstungum og síðar að Syðri-Gróf í Villingaholtshreppi. Hafsteinn tók við búskapnum í Syðri-Gróf árið 1953 ásamt konu sinni Ragnhildi og bjó þar til 1961 að hann fluttist á Selfoss ásamt fjölskyldu sinni.

Bræður Hafsteins eru Eysteinn, f. 23.6. 1932, Svavar, f. 5.8. 1937, og Gunnar Kristinn, f. 5.8. 1945, d. 12.7. 2009.

Hafsteinn giftist Ragnhildi Ingvarsdóttur, f. 13.8. 1929, d. 16.12. 2006, hinn 27.5. 1951, hún var dóttir hjónanna Ingvars Jóhannssonar og Jónínu R. Kristjánsdóttur frá Hvítárbakka í Biskupstungum. Þau eignuðust fimm börn: 1) Þorvaldur, f. 1950, kvæntur K. Hjördísi Leósdóttur og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 2) Ragnheiður, f. 1952, gift Birgi Guðmundssyni og eiga þau tvö börn. 3) Þráinn, f. 1957, kvæntur Þórdísi L. Gísladóttur og eiga þau tvær dætur. 4) Aðalbjörg, f. 1959, gift Ólafi Ó. Óskarssyni og eiga þau eina dóttur. 5) Vésteinn, f. 1960, kvæntur Önnu Östenberg og eiga þau þrjú börn.

Hafsteinn nam við Íþróttaskólann í Haukadal 1946-1948. Hann lauk fyrri hluta Lögregluskólans 1964 og kennaranámskeiði í hjálp í viðlögum hjá RKÍ 1968. Þá sótti hann ýmis námskeið m.a. í Stjórnunarskóla Íslands og endurmenntun. Hafsteinn var starfsmaður Selfosshrepps, lögreglumaður og sölumaður 1961-1967. Hann var forstöðumaður Sjúkrahússins á Selfossi 1967-1981 og framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands og Heilsugæslustöðvar Selfoss 1982-1995.

Hafsteinn tók mikinn þátt í félagsmálum og gegndi þar mörgum ábyrgðarstörfum. Hann var formaður Umf. Vöku 1950-1961 og Umf. Selfoss 1962-1963, ritari HSK 1961-1970 og UMFÍ 1965-1969 og formaður UMFÍ 1969-1979. Hann var formaður Æskulýðsráðs ríkisins 1974-1978 og sat í stjórn Frjálsíþróttasambandsins, Íþróttakennaraskólans og Íþróttamiðstöðvar á Laugarvatni og var fulltrúi UMFÍ í Íþróttanefnd ríkisins. Hann sat 14 ár í sveitarstjórn á Selfossi og var forseti bæjarstjórnar eitt kjörtímabil. Hann sat á Alþingi sem varaþingmaður Framsóknarflokksins 1972. Þá sat hann í fjölmörgum nefndum og ráðum á vegum UMFÍ, ríkis og sveitarfélaga. Hann var framkvæmdastjóri landsmóts UMFÍ á Laugarvatni 1965. Hafsteinn var fjögur ár í stjórn Landssambands eldri borgara og formaður Hörpukórsins á Selfossi í tíu ár. Hann var kjörinn heiðursfélagi Umf. Vöku, Umf. Selfoss, HSK og UMFÍ og var sæmdur fálkaorðunni 2009. Síðustu sex árin átti Hafsteinn í góðu og gefandi vinasambandi við Ingunni Pálsdóttur frá Búrfelli.

Útför Hafsteins Þorvaldssonar var gerð frá Selfosskirkju föstudaginn 10. apríl 2015.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Minningarorð Guðna Ágústssonar

 

Við fráfall Hafsteins Þorvaldssonar koma upp í hugann myndir og minningar um góðan félaga og einstakan samferðamann. Það er á fögru vorkvöldi austur í Flóa að í hlaðið á Brúnastöðum er kominn aðsópsmikill maður, hann er að sækja eldri systkini mín og smala ungu fólki saman til að æfa víkivakadansa fyrir Þjórsár-túnsmótið. Faðir minn fer hlýjum orðum um gestinn, segir hann frænda sinn frá Auðsholti í Biskupstungum og að þeir séu komnir af ætt hinna fornu Haukdæla.

Næsta minning mín er í íþróttahúsinu á Laugarvatni veturinn 1964, það er að hefjast íþróttamót. Það vekur athygli mína að á miðju gólfi salarins standa nokkrir sparibúnir menn, þar sé ég í fyrsta sinn glímukónginn og leiðtogann mikla, Sigurð Greipsson í Haukadal. Nú gerist það að Hafsteinn Þorvaldsson stígur fram og flytur snjallt ávarp. Hann er að kynna áform um hið mikla Landsmót ungmennafélaganna sem halda skal á Laugarvatni sumarið 1965. Hafsteinn var þarna ungur og óvenjulega glæsilegur maður, hann talaði blaðlaust og hreif samkomuna. Segja má um hann eins og sagt var um annan mann af Haukdælum kominn: „Mál hans rann sem ránarfall, rómurinn blíður hár og snjall.“ Við krakkarnir sátum sem bergnumin og við ræddum það, strákar, byrjaðir að halda ræður, að þessari snilld þyrftum við að ná í ræðumennskunni.

Þriðja minningin er frá alþingiskosningunum 1971, Helgi Bergs segir sig frá baráttusæti flokksins í Suðurlandskjördæmi. Mikil stemning verður um að Hafsteinn taki sætið en eins og oft þá verða átök um málið og allmiklar deilur. Hafsteinn reynir að miðla málum og skapa sættir, þá heyri ég að nokkrir harðjaxlar segja að líklega sé hann alltof sáttfús til að verða stjórnmálamaður. En sætið vann hann og þar var m.a. kosið milli hans og núverandi forseta Íslands sem þá var framgjarn ungur framsóknarmaður. Flokkurinn fékk góða útkomu í þessum kosningum og var góður rómur gerður að framgöngu Hafsteins. Hinsvegar sóttist Hafsteinn ekki eftir að halda áfram í pólitíkinni, kannski leist honum ekki á að leggja lífsbaráttu sína í stríðið og persónulegu átökin sem fylgja landsmálunum, þar sem aðalsmerkið er að berja á sínum bestu mönnum innan flokkanna eins og dæmin sanna. Hann kaus að vera áfram á þeim vettvangi sem heillaði hann ungan og þar er sáttfýsi aðalsmerkið enda varð hann formaður UMFÍ og með Sigurði Geirdal og góðu fólki endurreisti hann hreyfinguna og gerði hana að stórveldi. Jafnframt sat hann í bæjarstjórn Selfoss og kom þar áfram mörgum mikilvægum málum fyrir bæinn sinn og héraðið.

En ævistarfið var mest og best fyrir Sjúkrahús Suðurlands, síðar Heilbrigðisstofnun Suðurlands og verkin sýna merkin. Þar dugði honum vel eldmóðurinn til að ná samstöðu heima og með stjórnvöldum. Hann kunni að stilla strengi með sveitarstjórnarfólki og kvenfélögin voru bakvarðarsveitin hans þegar þurfti að kaupa tæki á Sjúkrahúsið, svo ekki sé talað um uppbyggingu Ljósheima á Selfossi. Ég minnist Hafsteins Þorvaldssonar með þökk og virðingu, þau Hildur kona hans voru alltaf til staðar við hin stóru tækifæri á Selfossi. Okkur sem í pólitíkinni störfuðum þótti hver fundur góður ef Hafsteinn opnaði hann með jákvæðni og barátturæðu.

Drengskaparmaður er nú horfinn á braut en skarðið er stórt sem stendur autt, minningin lifir um hamingjumann sem hreif fólk með sér. Við Margrét sendum fjölskyldu hans djúpa samúðarkveðju og einnig hans góðu vinkonu, Ingunni Pálsdóttur og hennar fjölskyldu.

 

Guðni Ágústsson.Morgunblaðið föstudagurinn 10. apríl 2015

 


Hafsteinn Þorvaldsson


Skráð af Menningar-Staður

 

09.04.2015 07:07

Fjölmenni á skipulagsfundi á Eyrarbakka

 

 

 

Fjölmenni á skipulagsfundi á Eyrarbakka

 

Fjölmenni var í gærkvöldi í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka á fundi um skipulagsmál í miðbæ Eyrarbakka en Sveitarfélagið Árborg stóð fyrir fundinum

Frummælendur voru:


Oddur Þ. Hermannsson

Svanhildur Gunnlaugsdóttir

og Margrét Hrönn Hallmundsdóttir

Menningar-Staður færði fundin til myndar og mun myndaalbúm koma bráðlega hér á Menningar-Stað

 

Nokkrar myndir:

.


F.v.: Svanhildur Gunnlaugsdóttir, Oddur Þ. Hermannsson og Margrét Hrönn Hallmundsdóttir.

 


.


F.v.: Bárður Guðmundsson Siggeir Ingólfsson og Oddur Þ. Hermannsson.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

08.04.2015 07:07

Leiksýning um Grettir sterka Ásmundarson

 

 

 

Leiksýning um Grettir sterka Ásmundarson

 

Leiksýning (einþáttungur) um Grettir sterka Ásmundarson leikinn af Elfari Loga Hannessyni og fyrirlestur Einars Kárasonar um Gretti verður á lofti Gamla-bankans á Selfossi laugardaginn 11. apríl og sunnudaginn 12. apríl  2015, sjá meðf. auglýsingu 

Allur ágóði sýninganna rennur í Fischersetrið.


Viðburðurinn um Gretti hefst kl. 20:00 á lofti Gamla-bankans, og húsið opnar kl. 19:30.

Miðaverð er kr. 3500 og miðapantanir eru í síma 894-1275.Af www.sass.is

Skráð af Menningar-Staður

07.04.2015 20:48

Bakkinn aftur haldinn á Eyrarbakka

 

 

Bakkinn aftur haldinn á Eyrarbakka

 

Siðsumars 2013 var haldin veglega tónlistahátíð á Eyrarbakka. Þar kenndi margra grasa og iðaði bærinn af lífi þess ljúfu helgi í Ágúst.

Nú er aftur komið að því að halda hljómbæra tónlistarhátið sem kennd er við Bakkann, og mun hún fara fram dagana 24.-26. apríl 2015.  Frábærir listamenn og konur hafa boðað komu sína og munum við kynna þau hér á næstu dögum.

 

Okkur hlakkar til að taka á móti vorinu með tónlistarhátíð á Eyrarbakka með þér!!!!

 

Endilega fylgist með á næstu vikum og deilið endilega þessu fagnaðarerindi!

 

Bestur kveðjur,

Bakkinn.

http://bakkinn.org/

  

Skráð af Menningar-Staður

 

07.04.2015 12:31

Fundargerð: - Íbúafundur á Eyrarbakka um ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg

 

Helga Gísladóttir og Heiðar Guðnason.

 

Fundargerð: - Íbúafundur á Eyrarbakka um ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg


Þriðjudaginn 17. mars 2015 kl: 20:00 stóð Sveitarfélagið Árborg fyrir íbúafundi á Eyrarbakka um ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og samstarf á þeim vettvangi. Fundurinn var haldinn í Félagsheimilinu Stað og mættu um 25 manns. Fundarstjóri var Heiðar Guðnason og fundargerð ritaði Helga Gísladóttir.


Dagskrá fundarins:


1. Ásta Stefánsdóttir opnar fundinn. Kynnir starfshóp í ferðamálum, aukin umsvif upplýsingamiðstövarinnar og stefnu sveitarfélagsins í ferðamálum.


2. Heiðar Guðnason fer yfir verkefni upplýsingamiðstöðvarinnar og fjallar um sýn þeirra Heiðars og Helgu á ferðamálum í sveitarfélaginu.
 

3. Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands kynnir hóp fólks sem hefur verið að hittast á Eyrarbakka í sambandi við ferðaþjónustu og segir frá þeirri umræðu sem hefur átt sér stað innan hópsins. Hún ræðir þau verkefni sem eru farin af stað og þau sem eru í umræðu.
 

4. Heiðar Guðnason stýrir umræðum um ferðaþjónustutengd mál í sveitarfélaginu.
 

Dagskrárliður 1:


Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar setti fundinn og kynnti störf sveitarfélagsins í ferðamálum. Hún sagði frá starfshópi í ferðamálum sem nýlega tók til starfa og er skipaður þremur bæjarfulltrúum, þeim Eggerti Vali Þorkelssyni, Viðari Helgasyni og Ástu Stefánsdóttur auk Braga Bjarnasonar menningar- og frístundafulltrúa Árborgar. Hópurinn hefur fundað með ýmsum aðilum innan ferðaþjónustunnar til þess að fá betri innsýn og upplýsingar um ferðaþjónutu í sveitarfélaginu. Niðurstaða fundanna hjá starfshópnum er sú að sveitarfélagið þurfi að vinna ýmsa grunnvinnu líkt og að móta stefnu í ferða- og kynningarmálum. Því var ákveðið að auka hlutverk upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn og gerður nýr samningur við þau Heiðar Guðnason og Helgu Gísladóttur sem reka miðstöðina um að taka þátt í þeirri vinnu sem væri að fara í gang í ferðamálum.
Ásta velti upp hver stefna sveitarfélagsins væri í ferðamálum og nefndi í því samhengi fjölskylduvæna ferðamennsku sem fellur að hugtakinu „soft“ ferðamennska. Hugtök sem mikilvægt er að skilgreina vel og koma fyrir í stefnumótun ferðamála. Hún talaði um mikilvægi samvinnu í kynningarmálum fyrir allt sveitarfélagið og sagðist vera ánægð með það grasrótarstarf sem hefur átt sér stað í hverjum byggðarkjarna fyrir sig. Hún vill að starfshópurinn og Heiðar og Helga taki þátt í þessu starfi. Það góða starf sem nú þegar hefur verið unnið mun koma sér vel í samvinnunni því hver byggðakjarni þarf að skilgreina fyrir hvað hann stendur áður en farið er að kynna allt sveitarfélagið í heild sinni út á við.
Ásta einnig ræddi þau miklu tækifæri sem eru í ferðaþjónustu, sem er sívaxandi atvinnugrein, og lagði áherslu á samvinnu allra hagsmunaaðila í sveitafélaginu til að nýta þann ferðamannastraum sem fer um sveitarfélagið betur.


Dagsskrárliður 2:


Heiðar Guðnason tók til máls og kynnti bakgrunn hans og Helgu. Hann sagði frá upplýsingamiðstöðinni og hvernig rekstur hennar hefur gengið síðan þau tóku við í maí 2014. Hann kynnti síðan þau verkefni sem eru framundan hjá þeim en þau eru:


-  Rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Árorg.
-  Umsjón með útgáfu götukorts fyrir allt sveitarfélagið.
-  Vinna að stefnumótun ferðamála í samvinnu við sveitarfélagið og aðra hagsmunaðila.
-  Þátttaka í vinnuhópum ferðaþjónustuaðila.
-  Móttaka kynningarhópa á vegum Markaðsstofunnar og kynning á sveitarfélaginu.
-  Skipulagning og móttaka vegna kynningar á sveitarfélaginu fyrir ferðaskrifstofum o.fl.
-  Þátttaka í sýningum og öðru er snýr að því að kynna sveitarfélagið.
-  Gerð kynningarefnis um það hvað er í boði, hvort sem er í bæklingum eða heimasíðu upplýsingamiðstöðvarinnar.
-  Aðkoma að hátíðum í formi ráðgjafar eða skipulagi.


Heiðar sagði einnig frá sýn þeirra á ferðaþjónustu í Árborg og nefndi þar:


- Fyrst og fremst að fá fleiri af þeim fjölda ferðamanna sem við vitum að fara um sveitarfélagið til þess að stoppa og nýta sér það sem hér er í boði.
-  Samstarf um sýn, tækifæri og hagsmuni þeirra sem starfa og búa í sveitarfélaginu.
-  Við kynnum okkur út á við sem eina heild, eitt svæði.
-  Styrkja þá innviði sem við höfum og kynna þá betur.
-  Náttúruperlur.

-  Gönguleiðir.
 - Fuglalíf.
-  Menningu.
-  Sögu.
-  Hjólreiðar- og útivistarmöguleika.


Dagsskrárliður 3:


Dorothee Lubecki menningarfulltrúi Suðurlands tók til máls, kynnti sig og sinn bakgrunn. Hún sagði frá því hvernig hún hefði komið inn í hópinn á Eyrarbakka til að veita ráðgjöf. Hún lýsti yfir ánægju sinni á að allir í sveitarfélaginu væru að vakna til vitundar um mikilvægi ferðamála á sama tíma. Hópurinn á Eyrarbakka hefur útbúið svokallað hugarkort þar sem veikleikar og styrkleikar byggðarlagsins eru skilgreindir og tækifæri greind bæði inn á við og út á við. Hópurinn hefur ákveðið að standa fyrir ferð um byggðarlagið þar sem öllum gefst tækifæri á að kynnast betur og bauð hún öllum sem vilja að taka þátt í þeirri ferð. Helstu áherslumál innan hópsins eru að láta lagfæra merkingar við bæjarmörkin og að láta útbúa kort af bænum. Verið að skoða að gera önnur kort eins og göngukort og fleira sem sýnir ókeypis afþreyingu. Hópurinn ætlar að halda áfram að hittast og funda og bjóða starfshópnum ásamt Heiðari og Helgu að taka þátt í þeim fundum.


Dagsskrárliður 4:


- Umræða um síðuna visitarborg.is og hvernig hægt væri að nýta hana sem innihaldsríka og aðgengilega heimasíðu um gistingu, afþreyingu og þjónustu í sveitafélaginu.
- Umræða um að stefna að því að gera Árborg að meiri miðpunkti ferðaþjónustunnar. Frá Árborg er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands.
-  Hugmynd rædd um að koma upp leiðurum, sem leiða ferðamenn frá einum áhugaverðum stað á þann næsta.
-  Rætt um mikilvægi þess að vinna ákveðna grunnvinnu í ferðamálum, skilgreina hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Skilgreina hvaða innviði við höfum og hvernig við getum bætt þá.
-  Umræða um hvort það myndi ekki styrkja sveitarfélagið að setja göngustíg á milli Selfoss og Eyrarbakka og síðan Eyrarbakka og Stokkseyrar. Einnig kom fram að þau mál væru öll í vinnslu hjá sveitarfélaginu og á stefnuskrá þess. Um leið og búið er að malbika stíginn á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar geta þessi byggðarlög tengst betur og unnið betur saman. Það eru ekki allir á einkabílum til þess að keyra á milli staða. Mikilvægt er að gangandi vegfarendur komist auðveldlega leiðar sinna
-  Umræða um mikilvægi þess að vinna saman til þess að kynna okkur sem eina heild út á við. Yfirskriftin „fjölskylduvæn ferðamennska“ rædd.
-  Upp kom sú umræða að margir sem fari í gegnum Selfoss séu á leið til Víkur. Hvað er þar sem við höfum ekki? Mikilvægt að kynna betur það sem við höfum svo sem: ströndina, sjóinn, fuglafriðlandið og aðrar náttúru- og afþreyingarperlur.
-  Í Vík er eitt aðal aðdráttaraflið að fá að fara í Víkurprjónsverksmiðjuna, það þarf ekki að vera flókið, hvað getum við gert sem er sambærilegt og einfalt? Mjólkurbúið og mjólkurvinnsla nefnd í því samhengi.
-  Tala um mikilvægi þess að setja á laggirnar mjólkuriðnaðarsafn á Selfossi.
-  Umræða kom upp um það að nýta betur það sem við höfum, en ekki hugsa bara um það sem okkur vantar.
-  Umræða um að ef maður leitar á leitarvélum á netinu eftir gistingu í Árborg þá komi ekki gagnlegar niðurstöður. Heiðar og Helga ætla að skoða upplýsingamiðstöðvarsíðuna í því samhengi og laga hana betur að leitarvélum. Þau buðu einnig öllum sem vildu fá betri upplýsingar um leitarvélarbestun að koma í heimsókn og læra meira um málið.
-  Fuglafriðlandið. Ef það á að kynna það betur fyrir ferðamönnum verðum við líka að hafa meiri umsjón með því. Viljum ekki of mikinn ágang þar. Væri möguleiki að setja upp fuglahorn á Stað í tengslum við friðlandið. Mikilvægt að við kynnum okkur betur hvernig hægt sé að nýta friðlandið. Kynna okkur svipaða staði erlendis og hérlendis.
-  Vinnuhópurinn þarf að reyna að átta sig á því hvar á að byrja. Það þarf að forgangsraða og velja hvað þarf að leggja áherslu á að bæta sem fyrst. Fuglafriðlandið nefnt í því samhengi.
-  Hugmynd kom upp um að nýta íþróttasvæðin á Selfossi betur til kynningar í ferðaþjónustu.
-  Einnig kom upp sú hugmynd að búa til afsláttarhefti fyrir öll söfnin í Árborg.
- ætt um hátíðina „Saga Festival“ sem haldin verður í maí. Erum við í stakk búin til að taka á móti öllu þessu fólki ef veðrið er til dæmis ekki nógu gott?
-upp kom sú hugmynd um að hafa bílabíó á Selfossi því hér er svo mikið af bílaáhugafólki.
- póstnúmerið rætt, oft mikill misskilningur hjá ferðafólki því alltaf er talað um 800 Selfoss, 801 Selfoss, 802 Selfoss o.s.frv.

- Ákveðið að fundargerð yrði birt á vef sveitarfélagsins.


Að loknum umræðum sagði Ásta Stefánsdóttir nokkur lokaorð og þakkaði fyrir fundinn.

Menningar-Staður færði fundinn til myndar og sjá má myndir á þessari slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/270606/

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður