Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Apríl

07.04.2015 07:51

Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi miðsvæðis Eyrarbakka

 

 

 

 Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi miðsvæðis Eyrarbakka

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um  tillögu að deiliskipulagi miðsvæðisins á Eyrarbakka.

 

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 8. apríl 2015  kl. 19:30 í Samkomuhúsinu Stað  - Búðarstíg 7 á Eyrarbakka.

 

Höfundar deiliskipulagstillögunar frá Landform  munu kynna tillöguna  og svara fyrirspurnum fundarmanna.

 

Fundurinn er öllum opinn.

 

Sveitarfélagið Árborg

Af www.arborg.is

Skráð af Menningar-Staður

 

06.04.2015 21:12

Sófaspjall í Svartakletti á Stokkseyri

 


 

Elfar Guðni Þórðarson.

 

Sófaspjall í Svartakletti á Stokkseyri

 

Við lok sýningardags í dag,  annars í páskum - 6. apríl 2015,  hjá Elfari Guðna Þórðarsyni  -listmálara-  í Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri var blásið til Sófaspjalls.

Þátttakendur voru:

Elfar Guðni Þórðarson í Sjólyst á Stokkseyri
Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson í Fagurgerði á Stokkseyri
Þórður Guðmundsson að Hólmi á Stokkseyri
Hreggviður Hermannsson í Langholti I í Flóahreppi

og Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka.

Farið var vítt og breitt yfir svið; sögu, mannlífs og menningar að hætti Hrútavina og fleiri aðila.


Sófaspjallið var sérlega vel heppnað og víst er að  þau verða fleiri á næstu vikum, mánuðum og misserum.

Menningar-Staður færði til myndar og er albúm hér á Menningar-Stað.

 

Smella á þessa slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271076/

 

Nokkrar myndir hér:

.F.v.: Þórður Guðmundsson, Hreggviður Hermannsson, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og Elfar Guðni Þórðarson.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður


 

06.04.2015 10:55

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 6. apríl 2015

 

 
 
Fv.: Jón Gunnar Gíslason, Alda Guðjónsdóttir og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 6. apríl 2015
 

 

Skráð af Menningar-Staður

05.04.2015 10:23

Gleðilega páska

 

 

Gleðilega páska

 

 

Skráð af Menningar-Staður

04.04.2015 20:36

Selfosskirkja: - Sóknarnefndin bíður í kaffi eftir messu að páskadgsmorgni

 

Selfosskirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

-Selfosskirkja:

- Sóknarnefndin bíður í kaffi eftir messu að páskadgsmorgni

 

Sá siður hefur myndast að eftir messu í Selfosskirkju á páskadagsmorgun bíður sóknarnefnd kirkjugestum í morgunkaffi, en messan hefst klukkan 8:00 eins og undanfarin ár.

Það er okkur sem skipum sóknarnefnd Selfosskirkju mikill heiður að fá að standa að morgunhressingu fyrir kirkjugesti  á páskadagmorgun, 5. apríl 2015.

Það eru nokkur fyrirtæki hér í bæ sem hafa lagt okkur til hráefni til morgunverðarins ásamt því sem sóknarnefndin leggur til. Vonandi koma sem flestir í messu á páskadagsmorgun og njóti  síðan hressingar á eftir. 
 

Hlökkum til að sjá ykkur og gleðilega páska.

 

Með kveðju, 
Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar. 

 

Björn Ingi Gíslason að klippa Eyrbekkinginn Björn Inga Bragason.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason
 

Skráð af Menningar-Staður. 

04.04.2015 07:20

"Ekta söguleg byggð"?

 

Inga Lára Baldvinsdóttir.

 

„Ekta söguleg byggð“ ?

 

Í kynningu á nýju skipulagi fyrir miðbæ Selfoss í Dagskránni 26. mars sl. er vitnað í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um ágæti tillögunnar. Þar segir að hann telji „að þetta verði alvöru söguleg byggð, á réttum stað, í réttu samhengi, og þar af leiðandi ekta.“

Árið 1930 voru hús á Selfossi, fyrir utan Selfossbæina átta talsins. Af þeim standa nú aðeins tvö á sínum stað; Tryggvaskáli og gamla Bankahúsið.

Leitað er fanga víða bæði í tíma og rúmi að fyrirmyndum þeirra húsa sem á að reisa samkvæmt tillögunni að þessu nýja skipulagi.  Elsta húsið sem byggja á eftir er sagt frá 12. öld, síðan er hálf kirkja frá miðöldum, eitt hús er sagt frá 16. öld, tvö hús eru frá 18. öld, flest eru húsin frá þeirri nítjándu en fjögur frá þeirri tuttugustu. Tuttugustu aldar húsin eru allt hús sem áður stóðu á Selfossi (Pósthús, Höfn, Sigtún og Ingólfur). Það eru einu húsin sem hafa tengingu við staðinn sem á að reisa þau á. Farið er víða um land í leit að gömlum horfnum húsum til að endurbyggja, til Stykkishólms, Eyjafjarðar, Akureyrar og Reykjavíkur, auk Skálholts, Þingvalla, Kaldaðarness, Stokkseyrar og Eyrarbakka. Hugmyndirnar byggja allar á ljósmyndum af viðkomandi húsum.

Í tillögunni er talað um Söguhús á Selfossi. Hvaða sögu er þeim ætlað að segja? Þetta er eins konar útisafn með nýbyggingum. Lengi hafa verið skiptar skoðanir um ágæti slíkra þyrpinga, eins og Árbæjarsafns og eru þó þar gömul uppgerð hús en ekki ný. Af upptalningunni er ljóst að hér ægir saman húsum frá ólíkum tímaskeiðum og héðan og þaðan af landinu. Ekki er hægt að sjá að þau eigi sér neinn samnefnara eða myndi skýrt hugsaða heild. Slík húsaþyrping getur aldrei orðið „alvöru söguleg byggð“.

Selfoss er stærsti þéttbýlisstaðurinn í áttunda stærsta sveitarfélagi landsins. Miðbæir eiga fyrst og fremst að þjóna íbúum í eigin bæ og í þessu tilviki einnig íbúum sveitarfélagsins sem eru búsettir utan Selfoss. Þeir eiga að vera samnefnari þeirra og sameiginlegur vettvangur til að byggja upp samfélag og samkennd. Í þessari tillögu er lagt upp með að miðbærinn þjóni hins vegar aðallega ferðamönnum. Þessi „sögulega byggð“ er því ekki „á réttum stað“.

Stundum var sagt að Kaupfélag Árnesinga tæki á samkeppni annarra aðila með því að taka upp þann söluvarning sem aðrir væru með í boði til að knésetja þá. Með þeim tillögum sem hér eru settar fram er sótt að ýmsum aðilum sem hafa verið að byggja upp ferðaþjónustu og viðhalda menningararfi í Árnessýslu. Hér er sótt að Sögualdarbænum í Þjórsárdal með byggingu annars tilgátuskála, íslenska torfbænum í Eystri-Meðalholtum með sínum gamla torfbæ og fræðslusetri með byggingu splunkunýs torfbæjar og sótt er að ekta gamalli sögulegri byggð á Eyrarbakka og Stokkseyri. Menn geta byggt Disneyþorp á Selfossi og talið sér trú um að það sé ósvikið eða „ekta“. Það verður samt aldrei nema tilbúningur eða leiktjöld.

Það er umhugsunarefni að bæjarstjórn Árborgar móti ekki eigin hugmyndir um nýjan miðbæ á Selfossi, heldur bíði eftir að verktakar leggi sínar tillögur á borðið. Hvort sem byggja á tvo turna eins og fyrri hugmyndir sýndu eða ímyndað gamalt þorp eins og nú. Bæjarstjórnin kokgleypir ávallt þær tillögur sem lagðar eru fram hverjar sem þær eru og gerir að sínum. Kaldar eru kveðjurnar sem bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar sendir íbúum á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem hafa af hugsjón viðhaldið sögulegri byggð sem er ekki bara á réttum stað, heldur líka ekta. Enda eru skilaboðin skýr: Það er sjálfsagt að rífa hús því það má svo bara endurbyggja þau seinna einhvers staðar annars staðar. Hér er ekki horft á sérkenni hvers staðar í Sveitarfélaginu Árborg og reynt að ýta undir þau með einhverjum hætti, heldur aðeins hugað að einum stað og honum hyglað. Hvað hefur Sveitarfélagið Árborg gert til stuðnings gömlu byggðinni á Eyrarbakka eða Stokkseyri?

Takist að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd er eitt víst: Vilji menn heimsækja alvöru sögulega byggð, á réttum stað, í réttu samhengi, og þar af leiðandi ekta, er rétt að vísa þeim frá nýjum miðbæ á Selfossi og á þorpin Eyrarbakka og Stokkseyri. Því þar er hana að finna og hún verður ekki frá okkur tekin þó að menn reyni hvað þeir geta.

 

Inga Lára Baldvinsdóttir

 

Myndirnar eru teknar af Árna Geirssyni hjá þjónustufyrirtækinu Alta ehf. og eru sóttar á loftmyndavef fyrirtækisins http://loftmyndir.alta.is/

Af www.eyrarbakki.is


.
 

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

03.04.2015 06:47

Passíusálmar lesnir í Selfosskirkju í dag föstudaginn langa

 

 

Passíusálmar lesnir í Selfosskirkju í dag  föstudaginn langa

 

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Selfosskirkju í dag föstudaginn langa, 3. apríl 2015.

Lesturinn hefst kl. 13 og Píslarsagan verður lesin milli sálma. Lestrinum lýkur með 50. sálminum en hann byrjar kl. 17:14 eða um það bil.

Óskað er eftir fólki til að lesa og gott tækifæri gefst til dæmis fyrir hjón eða barn og foreldri til að lesa einn sálm saman.

Umsjón með Passíusálmalestrinum þetta árið er í höndum sr. Axels og þau sem vilja ljá þessum lestri lið eru beðin að hringja í hann í síma 856 1574 sem fyrst eða senda tölvupóst á  axel.arnason@kirkjan.is.

 

Allir hjartanlega velkomnir að líta við í kirkjunni og íhuga um stund dauða og pínu Jesú.

 

Af www.dfs.is

 

 




Skráð af Menningar-Staður

03.04.2015 06:27

Eyrarbakkaprestakall - Messur í kyrruviku og á páskum 2015

 

 

Eyrarbakkaprestakall  - Messur í kyrruviku og á páskum 2015

 

Skírdagur:

Kvöldmessa í Stokkseyrarkirkju kl. 20.00. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup pré-

dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Organisti: Haukur Arnarr Gíslason.

 

Föstudagurinn langi:

Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju kl. 11.00. Prestur: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Organisti: Haukur Arnarr Gíslason.

 

Páskadagur:

Hátíðarguðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju kl. 08.00.

Hátíðarguðsþjónusta í Stokkseyrarkirkju kl. 11.00

Hátíðarguðsþjónusta í Gaulverjabæjarkirkju kl. 14.00.

Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, organisti Haukur Arnarr Gíslason.

Kirkjukórar viðkomandi kirkna syngja í öllum messunum undir stjórn organistans.

 

Jón Dalbú Hróbjartsson, settur sóknarprestur.

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

02.04.2015 22:28

Fyrsta kvöldmáltíð Hjallastefnunnar á Eyrarbakka

 

Frá Hjalli til Hjallastefnumáltíðar.

 

Fyrsta kvöldmáltíð Hjallastefnunnar á Eyrarbakka

 

Í kvöld, fimmtudaginn 2. apríl 2015 – skírdagskveldi-  komu nokkrir af áhrifamönnum Hjallastefnunnar á Eyrarbakka saman að Ránargrund á Eyrarbakka til fyrstu kvöldmáltíðar Hjallastefnunnar.

 

 Á borðum var að sjálfsögðu siginn fiskur sem er verkun annarar lotu Hjallastefnunnar við Stað á Eyrarbakka þessar vikurnar.

 

Yfirkokkur kvöldssins var Halldór Páll Kjartansson á Eyrarbakka og Sægreifasonur en Halldór býr yfir mikilli reynslu í hinum „signu fiskifræðum.“

Hjallastefnumenn kvöldsins voru:

Siggeir Ingólfsson
Ragnar Emilsson
Jóhann Jóhannsson
Guðmundur Sæmundsson
Ingólfur Hjálmarsson

Rúnar Eiríksson
Halldór Páll Kjartansson
Björn Ingi Bjarnason


Fram fór bókalottó frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri og voru vinningshafar þeir Ragnar Emillssson, skipstjóri á Mána ÁR 70, sem fék „Vestfirska sjómenn í blíðu og stríðu“ og Rúnar Eiríksson sem fék „Frá Bjargtöngum að Djúpi.“

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð.
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/270933/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

02.04.2015 10:15

Hrútavinir heima að Hólum í Hjaltadal 27. mars 2015

 

Karlakórinn Heimir.

 

 Hrútavinir heima að Hólum í Hjaltadal 27. mars 2015

 

Föstudaginn 27. mars 2015 var skrifað undir samning vegna Landsmóts hestamanna 2016 við hátíðlega athöfn á Hólum í Hjaltadal en Landsmótið 2016 verður að Hólum. Fjölmenni var við athöfnina sem stýrt var af formanni LH, Lárusi Á. Hannessyni. Hestamannafélögin í Skagafirði stóðu fyrir fánareið og Karlakórinn Heimir söng nokkur lög.

 

Ásamt Lárusi ávörpuðu samkomuna Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Ingimar Ingimarsson og Jónína Stefánsdóttir formaður hestamannafélagsins Stíganda.

 

Forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi var við athöfnina að Hólum og hitti þar gamla og nýja Hrútavini.  Forsetinn hitti Erlu Björk Örnólfsdóttur, rektor Háskólans á Hólum, og þakkaði henni sérlaga góðar móttökur að Hólum í Hjaltadal er Hrútavinafélagið Örvar var þar á ferð þann 3. október 2014 á leið sinni með fosyrstusauðinn Gorba frá Brúnastöðum til framtíðardvalar í Forystufjársetrinu að Svalbarði í Þistilfirði.

Menningar-Staður færði til myndar og er myndaalbúm komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/270923/

Nokkrar myndir hér:

Í Reiðhöllini að Hólum.

Forseti Hrútavinafélagsins og Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.

F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Magnea K. Guðmundsdóttir, Steinþór Tryggvason, Björn Sveinsson og Pétur Björnsson. 

F.v.: Þórólfur Gíslason, Björn Magnússon og Björn Ingi Bjarnason.

F.v.: Pétur Björnsson, Helgi Magnússon, Magnea K. Guðmundsdóttir og Víðir Björnsson.

F.v.: Pétur Björnsson, Björn Ingi Bjarnason og Sveinn Einarsson.

Hólar í Hjaltadal

 

Skráð af Menningar-Staður