Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Apríl

02.04.2015 08:52

Opið hjá Elfari Guðna í Svartakletti á Stokkseyri

 

 

Opið hjá Elfari Guðna í Svartakletti á Stokkseyri

 

Það verður opið í Svartakletti Menningarverstöðinni Hólmarsöst á Stokkseyri um páskana

Opið 2. 4. 5. 6.  apríl kl 14:00  til 18:00  en  lokað á föstudaginn langa 3. apríl.

 

Nú stendur yfir málverka- og ljósmyndasýning í Menningarverstöðinni að Hafnargötu 9 Stokkseyri. Sýningin er opin föstudag -laugardag og sunnudag frá klukkan 14 til 18 eða í annan tíma eftir samkomulagi sýningunni lýkur Sjómannadaginn 9. júní 

Allir hjartanlega velkomnir 
Elfar Guðni

 

Þúfur í Stokkseyrarfjöru

Ljósmyndir af þúfunum í Stokkseyrarfjöru. Þúfurnar eru síbreytilegar stundum í kafi, stundum á þurru, þær geta verið úfnar eftir norðanáttina og stundum sísléttar eins og nýkomnar úr lagningu eftir lognölduna. Stundum vaxa þær og stækka, stundum láta þær á sjá eftir ágang sjávar, þær eru líka í klakaböndum. Þúfurnar í Stokkseyrarfjöru eiga í harðri baráttu við brimrótið. En oftar en ekki eru náttúruöflin blíð og góð, og fegurðin ein ræður ríkjum við Stokkseyrarströnd. Nálægðin við hafið er ómetanleg.

 

Elfar Guðni Þórðarson.

 

.

 

Skráð af Menningar-Staður

02.04.2015 07:42

Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi miðsvæðis Eyrarbakka

 

 

 

 Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi miðsvæðis Eyrarbakka

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um  tillögu að deiliskipulagi miðsvæðisins á Eyrarbakka. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 8.apríl 20ö15  kl. 19:30 í samkomuhúsinu Stað Búðarstíg 7 Eyrarbakka.

Höfundar deiliskipulagstillögunar frá Landform  munu kynna tillöguna  og svara fyrirspurnum fundarmanna.

Fundurinn er öllum opinn.

 

Sveitarfélagið Árborg

Af www.arborg.is

Skráð af Menningar-Staður

01.04.2015 11:29

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 1. apríl 2015

 

 

.

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 1. apríl 2015

 

 

.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

01.04.2015 08:42

1. apríl 1957

 

 

Frétt í Morgunblaðinu þann 2. apríl 1957.

 

 

1. apríl 1957

 

Útvarpið flutti þær fréttir þann 1. apríl 1957 að 600 lesta flatbotna fljótaskip, Vanadís, sem áður sigldi á Saxelfi, hefði verið keypt til landsins og hefði hafið ferðir til Selfoss. Þetta mun vera eitt frægasta aprílgabbið.
 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 1. apríl 2015

 

Skráð af Menningar-Staður
 

01.04.2015 06:40

Jón Ingi sýnir í Húsinu um páskana

 

 

Jón Ingi sýnir í Húsinu um páskana

 

Eyrbekkingurinn á Selfossi Jón Ingi Sigurmundsson heldur málverkasýningu í borðstofu Hússins á Eyrarbakka um páskana.

Opið verður frá 28. mars til 6. apríl kl. 13 til 17 og sömuleiðis helgina 11.–12. apríl á sömu tímum. Á sýningunni eru aðallega vatnslitamyndir en einnig nokkrar olíumyndir.

Jón Ingi er fæddur á Eyrarbakka en hefur starfað við kennslu og tónlistarstörf á Selfossi. Hann hefur auk þess lengi fengist við myndlist og haldið fjölda einkasýninga, flestar á Suðurlandi en einnig á Norðurlandi og í Danmörku.  Jón Ingi hefur sótt ótal námskeið í myndlist hér á landi, auk myndlistarnáms hjá Ulrik Hoff í Kaupmannahöfn og  Ron Ranson vatnslitamálara í Englandi. Hann hlaut menningarverðlaun Árborgar 2011.

Fjöldi mynda Jóns Inga eru í eigu einkaaðila auk ýmissa fyrirtækja og stofnana m.a. í Listasafni Árnesinga og Listasafni Landsbankans. Nánari upplýsingar má finna á www.husid.com og www.joningi.com. 

 

Jón Ingi Sigurmundsson, lengst til vinstri, á Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum.

Síðan eru: Sigurður Sigurdórsson, Erla Ragnarsdóttir og Jón Hákon Magnússon.

 

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður