Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Maí

31.05.2015 20:23

Guðmundur Finnbogason - Fæddur 3. júlí 1923 - Dáinn 25. maí 2015 - Minning

 

 

Guðmundur Finnbogason.

 

Guðmundur Finnbogason - Fæddur  3. júlí 1923 - Dáinn 25. maí 2015 - Minning

Guðmundur Finnbogason fæddist á Hóli á Eskifirði 3. júlí 1923.

Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 25. maí 2015.

 

Foreldrar hans voru Finnbogi Erlendsson og María Ólafía Þorleifsdóttir. Hann var yngstur sex barna þeirra hjóna. Eldri voru Erlendur, Ólena, Magnús, Bogi og Gústaf sem öll eru nú látin. 

Guðmundur var kvæntur Guðrúnu Jónu Sæmundsdóttur frá Neistastöðum í Flóa, hún lést 14. desember 2006. Foreldrar hennar voru Sæmundur Jónsson og Þuríður Björnsdóttir, sem bjuggu lengst af í Einarshúsi á Eyrarbakka.

Guðmundur og Guðrún eignuðust sex börn.
Þau eru: 1) Sæmundur Þór, f. 1946, kvæntur Báru Jónasdóttur, búsett í Reykjavík. Dóttir þeirra er Guðrún Jóna, gift Smára Stefánssyni, þau eiga tvær dætur. 2) María Erla, f. 1947, búsett í Mosfellsbæ, hún á a) Jóhönnu Margréti, gifta Guðlaugi Magnússyni, þau eiga þrjá syni, b) Guðmund og c) Láru Steinunni, í sambúð með Vigni Ófeigssyni, þau eiga einn son. 3) Hildur, f. 1949, búsett á Selfossi, hún á tvær dætur með Jóni Grétari Guðmundssyni a) Anítu, gifta Sigurði Magnússyni, hún á tvo syni, b) Írisi, gifta Jóni Elvari Númasyni, þau eiga fjóra syni. 4) Finnbogi, f. 1954, kvæntur Sigríði Matthíasdóttur, búsett á Selfossi, þau eiga a) Ívar Frey, kvæntan Söndru Rán Garðarsdóttur, þau eiga tvö börn, b) Guðmund, kvæntan Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur, þau eiga þrjú börn og c) Söru Kristínu. 5) Svanur, f. 1955, kvæntur Kristjönu Ólöfu Valgeirsdóttur, búsett í Mosfellsbæ. Börn hans eru a) Guðrún María, gift Stefan Sundberg, hún á þrjú börn, móðir Fanný Kristín Heimisdóttir, b) Rakel, gift Hauki Gunnarssyni, þau eiga tvær dætur, móðir Hansína Gísladóttir, c) Berglind og d) Hrönn, móðir þeirra er Signý Ingibjörg Hjartardóttir, e) Ragnheiður Ósk og f) Halla Þórdís, móðir þeirra er Kristjana Ólöf. 6) Sigurborg Svala, f. 1957, búsett í Mosfellsbæ, var gift Sigurði Rúnari Ívarssyni, synir þeirra a) Egill, í sambúð með Gyðu Rán Árnadóttur, þau eiga eina dóttir, b) Kári, í sambúð með Ástu Ólafsdóttur.

 

Guðmundur ólst upp á Eskifirði og fór ungur á sjó með föður sínum. Einnig var hann á millilandaskipum, hann var á Goðafossi þegar árásin var gerð og bjargaðist hann á fleka á ótrúlegan hátt. Hann var á síldarskipum, m.a. Pétri Sigurðssyni og á Sigurvon. Hann lærði kjötiðn hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi og var kokkur á Litla-Hrauni í fjölda ára, þar rak hann mötuneytið fyrir starfsmenn og fanga. Hann vann í Steingrímsstöð og í Búrfellsvirkjun þegar þær voru byggðar.

Guðmundur var mikill veiðimaður, bæði gæsa-, silungs- og laxveiðimaður, og var það hans helsta áhugamál, ásamt ferðalögum innanlands með Guðrúnu konu sinni. Þau bjuggu allan sinn búskap á Selfossi, fyrir utan Á. Þar til Guðrún veiktist að þau fengu íbúð að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Þegar Guðrún lést 2006 flutti Guðmundur af elliheimilinu og leigði sér íbúð að Heimalandi undir Eyjafjöllum. Síðustu árin átti Guðmundur vinkonu og ferðafélaga, Ástu Valhjálmsdóttur frá Akureyri.

 

Útförin fórr fram frá Eyrarbakkakirkju í gær laugardaginn, 30. maí 2015.

Morgunblaðið laugardagurinn 30. maí 2015Skráð af Menningar-Staður

 

30.05.2015 07:10

Heiðraður fyrir 175 blóðgjafir

 

 

F.v.: Jón Svavarsson, formaður BGFÍ, Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri

og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

 

Heiðraður fyrir 175 blóðgjafir

 

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra heiðraði á dögunum Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra á Suðurnesjum fyrir að hafa gefið blóð í 175 skipti. Ólafur Helgi er fyrrverandi formaður Blóðgjafafélag Íslands, þar sem hann hefur sýnt gott fordæmi og unnið að hagsmunum blóðgjafa og Blóðbankans við Snorrabraut, segir í tilkynningu. 

Blóðgjafafélagið heiðrar árlega stóran hóp manna og kvenna fyrir góðan árangur og fjölda blóðgjafa en Ólafur Helgi er annar Íslendinga til að ná þessu marki. „Blóðhlutar eru taldir til líffæra og blóðgjöf er því tæknilega líffæragjöf, því blóðgjöf er lífgjöf,“ segir í tilkynningunni.

Ólafur Helgi Kjartansson var áður sýslumaður á Ísafirði og síðan á Selfossi.

 

Á myndinni eru Jón Svavarsson, formaður BGFÍ, Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.


Morgunblaðið 30. maí 2015

 

 Skráð af Menningar-Staður

 

 

29.05.2015 20:34

Hrútar í Selfossbíói

 

 

 

Hrútar í Selfossbíói

 

Nýjasta kvikmynd Gríms Hákonarsonar frá Hólti í Stokkseyrarhreppi hinum forna og Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi hinum forna, Hrútar, er komin í sýningar í Selfossbíói. Myndin var frumsýnd og verðlaunuð á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum.

Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi.

Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting á meðal bændanna þar. Yfirvöld ákveða að skera niður allt sauðfé til þess að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa það sem er þeim kærast og grípa til sinna ráða.

Aðalhlutverkin í myndinni eru í höndum Sigurðar Sigurjónssonar og Theodórs Júlíussonar.

Af www.sunnlenska.is

 

 

 Myndin var frumsýnd og verðlaunuð á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum.

 

Skráð af Menningar-Staður

29.05.2015 06:49

Fangelsisminjasafn

 

 

Hreinn S. Hákonarson

 

Fangelsisminjasafn
 

Mjög víða í útlöndum er að finna söfn sem geyma sögu fangelsa. Stundum eru þessi söfn í gömlum fangelsum og geta þá safngestir farið um og skoðað hvernig aðbúnaði fanga var háttað. Að sjálfsögðu er að finna í þessum fangelsisminjasöfnum flest sem tilheyrði hversdagslegu lífi í fangelsum, tæki og tól, amboð og áhöld. Líka hvers kyns pyntingatól sem notuð voru fyrr á tímum enda þótt tilhneiging hafi verið til að farga þeim svo sagan yrði fegurri. Þessi söfn hafa þó nokkurt aðdráttarafl eins og Clink-fangelsissafnið í London. Í Danmörku var hluta af hinu kunna Horsensfangelsi breytt í fangelsisminjasafn sem er mjög nútímalegt. Af öðrum toga en þó mjög skyldum er í borginni Lviv í Úkraínu fangelsisminjasafn sem segir sögu fólks sem ógnarstjórnir nasista og kommúnista fangelsuðu og snertu greinarhöfund djúpt er hann skoðaði það fyrir fáeinum árum.

Markmiðið með söfnum af þessu tagi er að varðveita og segja sögu fangelsa; vekja athygli á sögu fólksins sem var frelsissvipt og mannréttindum þess.

Sú saga getur verið skelfileg í vissum tilvikum og átakamikil enda þótt hún hafi oftast gengið árekstralítið fyrir sig. Saga sem geymir oft hvort tveggja í senn réttlæti og óréttlæti. Stundum hefur verið sagt að menn eigi að spyrja um aðbúnað fanga í löndum sem þeir heimsækja því hann segi töluvert um afstöðu viðkomandi þjóðar til manngildis og mannréttinda.

Nú er tækifæri til að sporna við því að saga fangelsa á Íslandi glatist, saga þess lífs sem lifað hefur verið innan þeirra.

Fyrir dyrum standa ýmsar breytingar í fangelsismálum hér á landi. Nýbúið er að loka Kópavogsfangelsinu – Kvennafangelsinu – þar sem konur voru m.a. hýstar. Þá stendur til að loka Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg þegar Hólmsheiðarfangelsið verður tekið í notkun.

Í báðum þessum fangahúsum er margt sem heima ætti á fangelsisminjasafni ef til væri. Það er mjög mikilvægt að ýmsir munir úr þessum húsum lendi ekki í glatkistunni eða verði hugsanlega seldir. Augljóst er að Hegningarhúsið frá árinu 1873 hlýtur að geyma fjölda muna sem ættu heima á fangelsisminjasafni en safnasérfræðingar verða að vega það og meta.

Ýmsir munir úr sögu fangelsa hafa farið forgörðum vegna þess að menn hafa verið sofandi á verðinum gagnvart sumum menningarverðmætum og talið þau vera eins og hvert annað rusl sem fleygja ætti – enda úr fangelsi. Það er til dæmis merkilegt að engir rimlar af Litla-Hrauni skuli hafa varðveist. Fyrr á árum var það hús girt þungum rimlum svo ekki fór fram hjá neinum að þar var fangelsi. Þær voru ófáar hellurnar sem steyptar voru á Litla-Hrauni á sínum tíma. Hvað er til af þeim tækjum sem notuð voru við steypuvinnuna? Um Síðumúlafangelsið í Reykjavík verður sennilega því miður að segja að flest sem þar var innanstokks og átti heima á safni er týnt og brotið. Og hvað með sögu fangavarða – hver ætli sé til dæmis elsta fangavarðahúfa sem til er? Nú og saga fanganna – hverjir voru þeir? Hvernig tók samfélagið á brotum þeirra?

Víst er að aðbúnaður fanga á Íslandi hefur verið með ýmsu móti og um það má lesa víða. Gagnmerk og stórfróðleg bók um þau mál þó gömul sé er doktorsritgerð Björns Þórðarsonar: Refsivist á Íslandi 1761-1925, sem út kom 1926. Þar má m.a. lesa um aðbúnað fanga í Múrnum og Hegningarhúsinu á sínum tíma. Á umliðnum áratugum hafa fjölmiðlar fjallað um aðbúnað fanga, bæði það sem vel er gert og sömuleiðis það sem betur mætti fara. Allt eru þetta á vissan hátt heimildir um líf innan fangelsa og með mörgum þessara greina fylgdu myndir sem hafa mikið heimildargildi. Í því sambandi mætti spyrja hver sé elsta ljósmyndin sem tekin var innan dyra á Litla-Hrauni af föngum? Var það árið 1941 í tengslum við dreifibréfamálið svokallaða? Eða fyrr? Hefur einhver slíkar gamlar myndir í fórum sínum? Þær eru örugglega til en eru fáar því bannað hefur verið að taka myndir af föngum. Engu að síður eru þær heimild þegar þær sýna fanga t.d. við vinnu eða í fótbolta.

Nú ætti að hefjast handa sem fyrst við að undirbúa stofnun fangelsisminjasafns sem varðveitti þennan menningarþátt í sögu þjóðarinnar. Kannski væri heppilegasti staðurinn Eyrarbakki en árið 1929 var vinnuhælið að Litla-Hrauni tekið þar í notkun, og varð síðar fangelsi. Eyrarbakki er staður sem geymir mikla sögu og þar má finna margvísleg söfn. Fyrir nokkru var kynnt að til stæði að koma upp á Bakkanum Prentsögusetri. Á Eyrarbakka eru þessi söfn fyrir: Byggðasafn Árnesinga, Sjónminjasafnið og Konubókasafn. Á Selfossi og Stokkseyri er svo að finna merk söfn eins Fischersetrið og Rjómabúið á Baugsstöðum.

Rekstrarform á slíku safni getur verið með margvíslegum hætti. Það gæti verið sjálfseignarstofnun, samvinnurekstur sveitarstjórnar og ríkis, eða rekið af einkaaðilum.

Innanríkisráðuneytið ætti að hafa frumkvæði að þessu í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og kalla til skrafs og ráðagerða fólk með rekstrar- og safnamenntun, fulltrúa fangelsismálayfirvalda, áhugafólk um málið og sveitarstjórnarfólk í Árborg. Því fyrr því betra.

 

Hreinn S. Hákonarson

Höfundur er fangaprestur þjóðkirkjunnar.

Morgunblaðið föstudagurinn 29. maí 2015.

 


 

Skráð af Menningar-Staður 

28.05.2015 15:54

Yfir-Strandvörðurinn við strandeftirlit

 

 

Yfir-Strandvörðurinn við strandeftirlit

 

Yfir-Strandvörður Hrútavinafélagsins Örvars, Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka, var við strandeftirlit í dag, fimmtudaginn 28. maí 2015.

Besta aðstaðan til þess er við Íslandsmyndina í Ráðhúsi Reykjavíkur eins og sjá má á mefylgjandi myndum.

Smella á þessa slóð: 
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/272328/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

27.05.2015 19:13

Nýtt lag frá Kiriyama Family

 

image

 

Nýtt lag frá Kiriyama Family

 

 

Hljómsveitin Kiriyama Family hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir „Innocence“.

Lagið mun koma til með að vera á næstu breiðskífu hljómsveitarinnar sem stefnt er á að gefa út síðla sumars. Lagið er eftir hljómsveitina og textinn eftir Karl Magnús Bjarnarson.

 

Hér að neðan má sjá flutning hljómsveitarinnar á laginu í Stúdíó A á RÚV.

https://www.youtube.com/watch?v=-ldYuRjDT6w

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

26.05.2015 21:15

Fyrsta Brimflöggunin á Bakkanum

 

 

Fyrsta Brimflöggunin á BakkanumUm tilraunaflöggun var að ræða en formleg vígsluflöggun verður

á sjómannadeginum 7. júní 2015.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

26.05.2015 06:27

Stofnfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 26. maí kl 20

 

 
 

 

Stofnfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka  26. maí kl. 20

 

Í dag, þriðjudaginn  26. maí 2015, verður stofnfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka í Félagsheimilinu kl. 20:00

 
 

Kveikju stofnunar skógræktarfélags á Eyrarbakka má rekja til kaupa sveitarfélagsins á Hallskoti, gróðurvinar með óþrjótandi  möguleika.

 

Stofnfundurinn mun kjósa stjórn félagsins sem í framhaldinu mun ákveða verksvið þess sem m.a. mun hafa áhrif á framtíð Hallskots og fleiri skógræktarsvæða í nágrenni Eyrarbakka.

 

Allt áhugafólk um skógrækt og útivist hvatt til að mæta og taka þátt í uppbyggjandi starfi.

 

Skráð af Menningar-Staður

25.05.2015 22:22

Brimflöggun á Bakkanum bráðlega

 


 

.

 

 

Brimflöggun á Bakkanum bráðlega
 

 

Að frumkvðði Siggeirs Ingólfssonar á Stað og  -Vina alþýðunnar-


Himna-faðirinn setti gullhring sinn á himininn yfir verkin þessu til blessunar.

 


 

.

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.05.2015 21:50

Hjallastefnan í heimsókn að Bollastöðum í Kjós

 

F.v.: Ragnar Gunnarsson ábúandi að Bollastöðum í Kjós og síðan burðarmenn Hjallastefnunnar

f.v.:  Kristófer Ari  Te Maiharosa frá Selfossi, Ragnar Helgi Pétursson frá Selfossi, Halldór Páll Kjartansson frá Eyrarbakka og Sigurður Rúnar Hafliðason frá Selfossi.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka. 

 

 

Hjallastefnan í heimsókn að Bollastöðum í Kjós

 

Í gær, laugardaginn 23. maí 2015 – á aðfangadegi hvítasunnu- fór sendinefnd frá Hjallastefnunni á Eyrarbakka í opinbera heimsókn að Bollastöðum í Kjós.

Erindið var að veita ábúendum að Bollastöðum þeim Ragnari Gunnarssyni frá Þingeyri og Unni Sigfúsdóttur viðurkenningu Hjallastefnunnar.

Viðurkenninguna fá þau fyrir –Frumkvæði og hæfni með framkvæmdagleði í anda Hjallastefnunnar  sem byggir á þjóðlegri stefnumótun-

Ragnar og Unnur byggðu fyrir nokkru veglegan og dæmigerðan þurrkhjall á Bollastöðum sem mikið hefur verið notaður og Hjallastefnan hefur fylgst með framferði ábúenda af aðdáun.

Verðlaunin voru fjórar spyrður af hálfsignum þorski sem forverkaður var af Hjallastefnunni á Eyrarbakka en fær nú fullnaðarverkun í hjallinum góða á Bollastöðum og hátíðarborðun þegar þar að kemur.

Viðurkenningin var veitt með mjög formlegum og virðulegum hætti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þetta er fyrsta viðurkenning -Hjallastefnunnar hinnar nýju á Eyrarbakka- sem vekur mikla athygli og ánægju gesta og gangandi á Eyrarbakka og er sérlega mikið mynduð af útlendingum.  

Myndalabúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.F.v.: Vestfirðingarnir Ragnar Gunnarsson á Bollastöðum og Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka.

Ljósm.: Ingvar Magnússon.

.

.

Skráð af Menningar-Staður