Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Maí

24.05.2015 18:53

Hrútar sigruðu í Cannes

 

 

Grímur og fylgdarlið á frumsýningu Hrúta í Cannes.  Ljósmynd/Hrútar

 

Hrútar sigruðu í Cannes

 

Kvikmyndin Hrútar, eftir Grím Hákonarson, frá Vorsabæ í Flóa og Holti í Stokkseyrarhreppi hinum forna, vann í gær til verðlauna á Cannes kvikmyndahátíðinni í flokki nýliða og frumlegra og djarfra verka.

 

Alls voru 19 kvikmyndir tilnefndar í flokknum en um fjögur þúsund myndir sóttu um að komast að. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna á hátíðinni. 

„Þetta er í rauninni stór og persónulegur sigur fyrir mig og sigur fyrir íslenska kvikmyndagerð. Og bara frábært. Maður er bara í skýjunum,“ sagði Grímur í samtali viðRÚV. Hann bætir við að verðlaunin hafi mikla þýðingu fyrir myndina.

„Alveg brjálæðislega mikla þýðingu upp á dreifingu og að hafa unnið þessi verðlaun hjálpar myndinni í sölu, til dæmis hérna í Frakklandi. Hún fer í sýningar hérna í nóvember og þetta gulltryggir að hún fær góða aðsókn og líka upp á framhaldið varðandi aðrar hátíðir og allan þann pakka,“ segir Grímur.

Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi. Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting á meðal bændanna þar. Yfirvöld ákveða að skera niður allt sauðfé til þess að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa það sem er þeim kærast og grípa til sinna ráða.

Tökur fóru fram á bæjunum Mýri og Bólstað, sem staðsettir eru hlið við hlið í Bárðardal á Norðurlandi.

Af www.sunnlenska.isSkráð af Menningar-Staður 

22.05.2015 17:07

Fangelsi og samfélagsleg leiðsögn

 

Frá hátíðarguðsþjónustu á Litla-Hrauni.

F.v.: Haukur A. Gíslason, organisti, Kristbjörn Guðmundsson, Gunnar Einarsson,

Guðmundur Búason og séra Hreinn S. Hákonarson.

 

Fangelsi og samfélagsleg leiðsögn

 

Fólk úr öllum stéttum samfélagsins getur brotið af sér og hlotið fangelsisdóm eins og dæmin sanna. En sumir eru líklegri en aðrir til að ganga gegn grundvallarlögum samfélagsins og komast í flokk brotamanna. Þar koma iðulega við sögu félagslegar aðstæður sem rót ógæfunnar. Margir brotamanna hafa búið við lakari kjör en aðrir – uppeldi verið slakt og aðbúnaður í sumum tilvikum hörmulegur. Koma þeirra í fangelsi kemur oftast nær ekki á óvart þegar haft er í huga vaxtar- og mótunarumhverfi sem þeir eru sprottnir upp af og það getur vakið umhugsun um mörk sektar einstaklings og sektar samfélags. Aðrir hafa hrakist af gæfuleið af ýmsum ástæðum enda þótt þeir hafi búið við gott atlæti.

Fangelsisrefsingar nútímans verða sífellt þyngri út frá því sjónarhorni einu að fangelsun útilokar menn frá fleiru en fyrr á tímum: nútímasamfélag veitir óþrjótandi möguleika á tölvuöld hvað t.d. atvinnu og tómstundir snertir. Fangelsið þrengir að lífskjörum fangans og möguleikar til lífsviðurværis eru skertir svo bitnar á börnum og maka, sé þeim til að dreifa. Margur segir auðvitað að þeim sjálfum sé um að kenna en málið er ekki ætíð svo einfalt og leysir ekki heldur vandann sem afplánuninni fylgir.

Orðin betrun og betrunarhús heyrast stundum þegar talað er um fangelsi. Með þeim orðum er búið að skilgreina þau sem eru bak við lás og slá sem verri manneskjur en aðrar – þær þurfi að gera betri og siða til. Í nútímanum er skynsamlegra að tala í þessu sambandi um samfélagslega leiðsögn án þess að fella gildisdóma um hvort manneskjan sé góð eða slæm; hvort tveggja er til í öllum.

Leiðsögnin er samtal og samvinna

 

Það eina sem sameinar fanga er að þeir hafa hlotið dóm fyrir afbrot og stundum svo alvarleg að aldrei verður um bætt. Annars er fangahópurinn mjög sundurleitur og að vissu leyti ónákvæmt að tala um hann sem hóp – þetta eru margir hópar eða þegar öllu er á botninn hvolft fyrst og fremst einstaklingar á svipuðu reki. Það er mjög mikilvægt að þurrka ekki út einstaklinginn sem er fangi og tala um hópinn sem einlita hjörð eins og gjarnan er gert. Samfélagsleg leiðsögn fanga á að draga dám af því að hann er einstaklingur.


Með samfélagslegri leiðsögn er í raun átt við að hafa siðferðilega jákvæð áhrif á einstakling sem brotið hefur af sér, veita honum tækifæri til að sýna að hann geti axlað ábyrgð á sjálfum sér og komið sómasamlega fram gagnvart öðrum. Mikilvægt er að koma fram við brotamanninn á fordómalausan hátt sem manneskju, sýna honum virðingu og traust. Þessi leiðsögn fer iðulega fram á stað þar sem frelsi einstaklingsins hefur verið úthýst, í lokuðu fangelsi eða opnu.

 

Hvernig er námskrá samfélagslegrar leiðsagnar? Hún er ekki til sem slík en daufan óm hennar má finna í lögum og reglugerðum sem rekja hvað fangavist er og hvað föngum standi þar til boða. En brýnt er að móta heildstæða atvinnu- og skólastefnu fyrir fangelsin og hún má ekki vera tilviljanakennd heldur úthugsuð.

 

Atvinna og nám eru grunnþættir í samfélagslegri leiðsögn fanga. Skólahald þarf að stórefla en það hefur víða gengið býsna vel. Allt námið þarf að vera einstaklingsmiðað því margur fanginn hefur orðið viðskila við skólakerfið á unglingsaldri. Vinna og nám eru mikilvægir þættir til að byggja upp líf sitt og móta betri sjálfsmynd. Hvað skyldi það vera við vinnu sem býr til betri sjálfsmynd? Það er meðal annars tilfinning fyrir því að geta komið að gagni, þá laun og vinna sem hentar viðkomandi og höfðar til hans. Flestir fangar vilja vinna – sumir ekki. Ef vinna á að vera veigamikill hluti af samfélagslegri leiðsögn fangans þurfa launin að vera sem næst taxtakaupi með þeim skyldum og sköttum sem greiða þarf. Auk þess myndi það auka svigrúm fangelsa til að auka fjölbreytni vinnunnar. Vandinn er sá að fangelsum er örðugt um vik að stofna til nýrra arðbærra atvinnutækifæra. Um leið og einhverju er komið á koppinn innan fangelsis heyrast raddir fyrir utan fangelsin um að samkeppnislög séu brotin enda laun fanga lægri en taxtakaup á almennum vinnumarkaði.

 

Fangelsi er ekki nein endastöð í mannlífinu sem betur fer – en það er mannlífstorg sem ýmsir fara um – og þar getur svo sem gengið á ýmsu eins og á öðrum torgum. Endastöð brotamannsins er góðu heilli úti í samfélaginu og þá sem frjáls einstaklingur. Það er mikilvægt að hann sé vel útbúinn til að koma þangað aftur eftir fangavist. Þess vegna þarf hin samfélagslega leiðsögn að hafa styrkt sjálfsmynd og hóflega bjartsýni. Komið honum á fætur til að taka þátt í samfélaginu eftir því sem kostur er.

 

Fangaverðir vinna afar mikilvæga vinnu í dagsins önn og eiga dagleg samskipti við fanga. Þar reynir á almenna skynsemi, festu og umhyggju. Menn geta orðið fyrir góðum áhrifum með því að kynnast góðu fólki í slæmum aðstæðum og þegar þeir hafa komið lífi sínu í hönk. Þá þarf að huga að því að fá tómstundaráðgjafa og félagsmálafræðing til að leiðbeina föngum þegar þeir eiga lausar stundir en þær eru býsna margar. Mikilvægast er að sinna föngum með viturlegum hætti þar sem mannúð, skilningur og kærleikur eru í fyrirrúmi.

 

Eftir Hrein S. Hákonarson

Höfundur er fangaprestur þjóðkirkjunnar.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

20.05.2015 06:24

Alþýðuveislan að Stað á Eyrarbakka 19. maí 2015

 

.

 

Alþýðuveislan að Stað á Eyrarbakka 19. maí 2015

 

-Vinir alþýðunnar-  sem aðsetur hafa í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka en það er forsalurinn í Félagsheimilinu Stað, héldu þjóðlega og  veglega sjávarfangsveislu í gærkveldi.

Á borðum var:


siginn fiskur Hjallastefnunnar við Stað

sigin og söltuð grásleppa

kæst skata

söl

harðfiskur

kartöflur og hamsatólg

 

Í lokin var síðan Alþýðulottóið þar sem í verðlaun voru fjórar bækur Vestfirska forlagsins á Þingeyri  -Hornstrandir og Jökulfirðir-  og einnig hljómdiskar með -Stúlknakór Gagnfræðaskóla Selfoss- sem Eyrbekkingurin Jón Ingi Sigurmundsson stjórnaði á sinum tíma.

 

Kristján Runólfsson, skál í Hveragerði, orti  í veislunni sem var sérlega vel heppnuð.

Siggeir bauð mér siginn fiskinn,

soðinn var á Staðnum þar,

og með floti fyllti diskinn,

fínar voru kræsingar.

 

Elsku vinur. Þér ég þakka,

þessar ljúfu veitingar,

aftur kem á Eyrarbakka,

ef mér bjóðast kræsingar.
 

 

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndalabúm með 40 myndum er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/272129/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.


Skráð af Menningar-Staður.


 

19.05.2015 17:30

Ungmennafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands

 

 

 

Ungmennafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands

 

 

Ungmennafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands er félag fyrrverandi kennara og starfsmanna skólans og er nýlega stofnað.

Félagið var í ferð um Eyrarbakka í dag, 19. maí 2015, undir farstjórn Eyrbekkingsins Jóns Inga Sigurmundssonar sem lengi starfaði við skólann.

Ungmennafélagið kom á útsýnispallinn við Félagsheimilið Stað og Siggeir Ingólfsson bauð upp á  –söl-  sem tekin voru á Eyrarbakkaskerjum í fyrra og verkuð á Sölvabakka á Eyrarbakka.

 

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndalabúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/272125/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.


 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Arnheiður Jónsdóttir.

 

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

19.05.2015 10:35

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 19. maí 2015

 

 

F.v.: Jón Guðmundsson, Haraldur Ólason og Siggeir Ingólfsson. Símamynd: BIB

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 19. maí 2015

 

Skráð af Menningar-Staður

 

18.05.2015 21:15

Lífið er sigið góðgæti á Sölvabakka

 

 

F.v.: Ingólfur Hjálmarsson, Halldór Páll Kjartansson og Siggeir Ingólfsson.

 

Lífið er sigið góðgæti á Sölvabakka

 

Ljóst er að lífið á Sölvabakka á Eyrarbakka í dag og á morgun er siginn fiskur og sigin grásleppa.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 


 

.


.

 

.

 

Skráð af Menningar-Staður

18.05.2015 20:54

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 18. maí 2015

 

 

F.v.: Arnar Sverrisson, Haukur Jónsson og Siggeir Ingólfsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 18. maí 2015

 

Athafnamenn í morgunkaffi í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka á 118 ára afmælisdegi Eyrarbakkahrepps hins forna sem varð til við skiptingu úr Stokkseyrarhreppi hinum forna þann 18. maí 1897.

 


 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

18.05.2015 20:10

71.600 FERÐAMENN Í APRÍL 2015

 

 

71.600 FERÐAMENN Í APRÍL 2015

 

Ferðamenn í aprílTæplega 72 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í apríl síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 12.400 fleiri en í apríl á síðasta ári. Aukningin nemur 20,9% milli ára.

Aukning hefur verið milli ára alla mánuði frá áramótum eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar og 26,8% í mars.

Tveir af hverjum fimm frá Bretlandi og Bandaríkjunum

10 fjölmennustu þjóðerniUm þrír af hverjum fjórum ferðamönnum í apríl árið 2015 voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 26,4% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn eða 15,2% af heildarfjölda. Þar á eftir fylgdu Norðmenn (6,9%), Danir (6,0%), Þjóðverjar (5,2%), Svíar (4,6%), Frakkar (4,1%), Kanadamenn (3,4%), Kínverjar (2,4%) og Spánverjar (2,0%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum og Bandaríkjamönnum mest milli ára en 3.269 fleiri Bretar komu í apríl í ár en í sama mánuði í fyrra og 3.179 fleiri Bandaríkjamenn. Bretar og Bandaríkjamenn báru uppi ríflega helmings aukningu ferðamanna í apríl milli ára.

Þróun á tímabilinu 2002-2015

Ferðamenn eftir markaðssvæðumFerðamenn í aprílmánuði hafa nærri fjórfaldast frá árinu 2002. Oftast hefur verið um aukningu að ræða milli ára en mest hefur hún þó verið síðustu fjögur árin. Þannig hafa ferðamenn meira en tvöfaldast í aprílmánuði frá árinu 2011. Ferðamenn frá N-Ameríku hafa meira en þrefaldast, ferðamenn frá Bretlandi og löndum sem flokkast undir annað nærri þrefaldast og ferðamenn frá Mið og S-Evrópu nærri tvöfaldast. Norðurlandabúum hefur fjölgað í minna mæli en hlutdeild þeirra í aprílmánuði hefur minnkað jafnt og þétt með árunum. Hlutfall Norðurlandabúa í apríl var um þriðjungur framan af en í aprílmánuði 2015 voru þeir orðnir fimmtungur ferðamanna.

Um 288 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 288.700 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 64.200 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 28,6% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; Mið- og S-Evrópubúum hefur fjölgað um 36,9 %, Bretum um 28,7%, N-Ameríkönum um 26,5%, Norðurlandabúum um 8,8% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 42,4%.

Ferðir Íslendinga utan

Tæplega 36 þúsund Íslendingar fóru utan í apríl síðastliðnum eða álíka margir og í apríl 2014.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll

 

Af www.ferdamalastofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður

18.05.2015 07:51

Láta hjólin snúast á ný á Bakkanum

 


92 ÁRUM SÍÐAR

Margrét Anna Símonardóttir var skírð í Eyrarbakkakirkju fyrir 92 árum síðan. Hér er hún ásamt Ástu Kristrúnu við skírnarfontinn. 

 

 

Láta hjólin snúast á ný á Bakkanum

 

Bakkastofa á Eyrarbakka er nýtt menningar- og fræðslusetur sem býður upp á dagskrá sem nefnist Eyrarbakkabrúin. "Þar gerum við sögunni, menningu og náttúrunni skil í samvinnu við Byggðasafn Árnesinga," segir Ásta Kristrún Ragnarsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum, Valgeiri Guðjónssyni, stendur fyrir Eyrabakkabrúnni.

 

Föngulegur hópur eldri borgara frá Hallgrímskirkjusöfnuði kom í síðustu viku og voru flestir gestirnir á níræðis og tíræðisaldri. "Á sagnavökunni í kirkjunni kom í ljós að ein konan í hópnum hafði verið skírð í kirkjunni fyrir nítíu og tveimur árum. Þar var á ferð sómakonan Margrét Anna Símonardóttir ekkja Guðmundar Kjærnested, þorskastríðshetju þjóðarinnar," segir Ásta Kristrún.

 

Hún segir nafnið á dagskránni vera tilkomið vegna þess að brýr, vegir og breyttar samgöngur hafi orðið til þess að Eyrarbakki var ekki lengur í þjóðbraut. "Þorpið einangraðist og blómlegt líf menningar og verslunar, sem þorpið var víðfrægt fyrir, fjaraði smám saman út. Óseyrarbrúin kom ekki til sögunnar fyrr en löngu síðar. Nú hefur opnast fagur hringur sem leiðir fólk heim að strandþorpunum Stokkseyri og Eyrarbakka. Suðurstrandavegur, Þrengslin, Óseyrarbrúin og áhuginn á sögu og sérstöðu Bakkabyggðanna hafa látið hjólin snúast á ný," segir Ásta.
 

Fréttablaðið mánudagurinn 18. maí 2015.Skráð af menningar-Staður

17.05.2015 06:30

Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag 17. maí 2015 en 201 ár eru síðan landið fékk stjórnarskrá

 

Norski fáninn

 

Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag 17. maí 2015

en 201 ár eru síðan landið fékk  stjórnarskrá

 

Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag en 201 ár eru síðan landið fékk  stjórnarskrá.

 

17. maí 1814 fékk Noregur stjórnarskrá, en varð sjálfstætt land 7. júní árið 1905 af völdum sambandslita á milli Noregs og Svíþjóðar.  Eftir það hefur 17. maí alltaf verið þjóðhátíðardagur Noregs.

 

 Saga þessa dags er allmerkur þ á t t u r í sögu norskrar  sjálfstæðisbaráttu, og hann öðlaðist nýtt gildi á stríðsárunum, þegar Norðmenn urðu að heyja nýja b a r á t t u um líf eða dauða við öflugri fjendur en nokkru sinni fyrr.

 

Íslendingar bera trúlega hlýrri hug til Norðmanna en nokkurr a r  a n n a r r a r erlendrar þjóðar.

Skráð af Menningar-Staður