Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Maí

16.05.2015 22:43

Merkir íslendingar - Björn R. Einarsson

 

Björn R. Einarsson.

 

Merkir íslendingar - Björn R. Einarsson

 

Björn fæddist í Reykjavík 16. maí 1923. Hann var sonur hjónanna Einars Jórmanns Jónssonar, hárskurðarmeistara og tónlistarmanns, og Ingveldar Rósenkranz Björnsdóttur, húsfreyju og kjólameistara.

Einar var sonur Jóns Jónssonar, b. í Hraunkoti, af Járngerðarstaðaætt en móðir hans var Helga, systir Katrínar, langömmu Þorvalds, föður Guðlaugs ríkissáttasemjara og Tómasar, útgerðarmanns. Móðir Einars var Ólöf Benjamínsdóttir.

Ingveldur var dóttir Björns Rósenkranz, kaupmanns í Reykjavík, og Elínar Björnsdóttur af Bergsætt, systur Einars, föður Steindórs bílakóngs, afa Geirs Haarde sendiherra.

Eiginkona Björns var Ingibjörg Gunnarsdóttir hárgreiðslukona sem lést 1999. Þau eignuðust fimm börn, Gunnar, Björn, Ragnar, sem er látinn, Ragnheiði og Odd. Fyrir átti Björn soninn Jón.

Björn lauk meistaraprófi í rakaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1945 og stundaði píanó- og básúnunám 1936-53, meðal annars við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Björn lék með Hljómsveit Reykjavíkur, Hljómsveit Ríkisútvarpsins og Hljómsveit FÍH og var fyrsti básúnuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá stofnun 1950. Hann lék með sinfóníuhljómsveitinni til ársloka 1994 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Þá lék Björn með danshljómsveitum frá stríðslokum, ýmist með hljómsveitum undir eigin nafni eða annarra við miklar vinsældir.

Björn kenndi hljóðfæraleik m.a. við tónlistarskólana í Reykjavík og Garðahreppi. Hann var um árabil formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur og stjórnaði sveitinni einnig í nokkur ár. Björn sat um hríð í stjórn FÍH og einnig í starfsmannastjórn sinfóníuhljómsveitarinnar. Hann var sæmdur gullmerki FÍH á 50 ára afmæli félagsins og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2007. Árið 2010 hélt Jazzhátíð Reykjavíkur honum heiðurstónleika og var honum um leið þakkað frumkvöðulsstarf í þágu djassins á Íslandi.

Björn lést 19.maí 2014.

Morgunblaðið 16. maí 2015 - Merkir ÍslendingarSkráð af menningar-Staður.

15.05.2015 21:12

Konur, skúr og karl

 

 

Konur, skúr og karl

 

Sumarsýning Byggðasafns Árnesinga opnar í borðstofu Hússins sunnudaginn 17. maí kl. 16. Þar er fjallað um þrjá ljósmyndara sem störfuðu á Stokkseyri á árunum kringum aldamótin 1900. Þetta eru þau, Margrét Árnason Möller, Lára Ólafsdóttir og Ingimundur Eyjólfsson. Á sýningunni er varpað ljósi á starfsferil þeirra þriggja og sýnishorn af ljósmyndum þeirra frammi. Sýningin er sérstaklega tileinkuð 100 ára kosningarétti kvenna. 

Sýningin verður opnuð á Íslenska safnadeginum. Íslenski safnadagurinn er nú í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur í tengslum við alþjóðlega safnadaginn 18. maí, og fer fram sunnudaginn 17. maí 2015.


Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn að frumkvæði Alþjóðaráðs safna ICOM 18. maí ár hvert. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi safna í þróun samfélagsins en dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti frá árinu 1977 um allan heim. Yfirskrift dagsins er að þessu sinni „söfn í þágu sjálfbærni“ en ein af helstu áskorunum samtímans er að þróa lifnaðarhætti sem stuðla að verndun náttúruauðlinda, aukinni samvinnu og sjálfbærni samfélaga.

Í tilefni Íslenska safnadagsins er ókeypis aðgangur í söfnin á Eyrarbakka.

Ljósmyndin hér að ofan er tekin af Láru Ólafsdóttur og sýnir Eugeniu Th. Nielsen faktorsfrú í Húsinu ásamt dætrum sínum Guðmundu og Karenu og Halldóru Guðmundsdóttur úr Kirkjuhúsi sem er í íslenskum peysufötum. Myndin er tekin skömmu fyrir aldamótin 1900.
 

Skráð af Menningar-Staður

14.05.2015 20:46

14. maí 2015 - uppstigningardagur - dagur eldri borgara - Víkurkirkja í Mýrdal

 

 

14. maí 2015 - uppstigningardagur – dagur eldri borgara -

- Víkurkirkja í Mýrdal -

 

Í tilefni af degi eldri borgara í Þjóðkirkjunni á uppstigningardegi,  fimmtudaginn 14. maí 2015, var guðsþjónusta í Víkurkirkju í Mýrdal kl. 14:00.


Prestur  var séra Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík.  Meðhjálpari var Áslaug Vilhjálmsdóttir.

Samkór Mýrdælinga leiddi söng undir stjórn Kára Gestssonar organista.

 

Eftir guðsþjónustuna, sem ætluð var eldri borgurum í Vestur-Skaftafellssýslu og ágætlega sótt, var  viðstöddum boðið til kaffidrykkju í veitingahúsinu Suður-Vík í  boði eigenda staðarins.

Helga Halldórsdóttir, formaður sóknarnefndar,  bauð gesti velkomna til kirkjukaffisins og  með þökkum til eigenda Suður-Víkur.

Nýstofnaður kór eldri borgara í Mýrdal tók þar lagið undir stjórn Önnu Björnsdóttur og var kórnum sérlega vel tekið af kaffigestum. Uppklappslag hjá kórnum var  -Smaladrengurinn-  við lag Skúla Halldórsson og ljóð Steingríms Thorsteinssonar.


 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvar var í Vík í dag og færði guðsþjónustuna í Víkurkirkju og kirkjukaffið í Suður-Vík  til myndar.

Myndaalbúm með 40 myndur er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/272010/


Nokkrar myndir hér:


.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

14.05.2015 08:37

14. maí - afmælisdagur forseta Íslands - Ólafur Ragnar Grímsson

 

Ólafur Ragnar Grímsson

Forseti Íslands
herra Ólafur Ragnar Grímsson.

 

14. maí - afmælisdagur forseta Íslands - Ólafur Ragnar Grímsson

 

Fimmti forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, er fæddur á Ísafirði 14. maí 1943. Foreldrar hans voru Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar.

 

Ólafur Ragnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962, lauk BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester árið 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1970, fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í þeirri fræðigrein.

 

Ólafur Ragnar Grímsson var skipaður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1970 og lagði grunn að kennslu í stjórnmálafræði, þá nýrri námsbraut við Háskóla Íslands. Árið 1973 var hann skipaður fyrsti prófessor við Háskóla Íslands í stjórnmálafræði. Á árunum 1970-1988 mótaði hann kennslu og stundaði rannsóknir í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, einkum á íslenska stjórnkerfinu og tók þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi stjórnmálafræðinga.

 

Ólafur Ragnar Grímsson lét snemma að sér kveða á vettvangi íslenskra þjóðmála. Var hann m.a. stjórnandi útvarpsþátta og sjónvarpsþátta á árunum 1966-1971 sem vöktu þjóðarathygli og ruddu nýjar brautir í fjölmiðlun. Hann sat í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1966-1973 og í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1971-1973.

 

Árið 1974 var Ólafur Ragnar Grímsson í framboði til Alþingis fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og sat á Alþingi sem varaþingmaður 1974 og 1975. Þá var hann formaður framkvæmdastjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974-1975.

 

Á árunum 1978-1983 var Ólafur Ragnar Grímsson þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið og svo þingmaður Reyknesinga 1991-1995, varaþingmaður 1983-1991. Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins var hann 1980-1983 og formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins 1983-1987. Hann starfaði sem ritstjóri Þjóðviljans 1983-1985 og var árið 1987 kjörinn formaður Alþýðubandalagsins og gegndi því embætti til ársins 1995. Á árunum 1988-1991 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar.

 

Ólafur Ragnar hefur sinnt ýmsum öðrum félags- og nefndarstörfum. Hann sat í hagráði 1966-1968, í útvarpsráði 1971-1975, var formaður milliþinganefndar um staðarval ríkisstofnana 1972-1975, formaður Félagsvísindafélags Íslands 1975, varaformaður Öryggismálanefndar 1979-1990, sat í stjórn Landsvirkjunar 1983-1988, sat þing Evrópuráðsins 1981-1984 og aftur 1995-1996, var formaður skipulagsnefndar þingmannaráðstefnu Evrópuráðsins um ráðstefnuna Norður-Suður: Hlutverk Evrópu 1982-1984 og var formaður og síðar forseti alþjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action 1984-1990 og sat í stjórn samtakanna til ársins 1996. Fyrir störf sín á þessum vettvangi tók hann við Friðarverðlaunum Indiru Gandhi árið 1987 en auk þeirra hefur hann hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga, svo sem The Robert O. Anderson Sustainable Arctic Award frá Institute of the North í Alaska 2007 og Jawaharlal Nehru Award for International Understanding sem forseti Indlands afhenti árið 2010. Hann var í stjórn friðarfrumkvæðis sex þjóðarleiðtoga 1984-1989. Ólafur Ragnar var kjörinn heiðursdoktor frá háskólanum í Ås í Noregi 1997, háskólanum í Manchester 2001, Ríkisháskólanum í Ohio árið 2009 og Laval háskólanum í Québec árið 2015.

 

Ólafur Ragnar Grímsson er höfundur fjölda fræðigreina og ritgerða sem birst hafa bæði í íslenskum og erlendum tímaritum.

 

Ólafur Ragnar kvæntist hinn 14. nóvember 1974 Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur framkvæmdastjóra. Hún var fædd 14. ágúst 1934 og lést 12. október 1998. Foreldrar hennar voru Þorbergur Friðriksson skipstjóri og Guðrún Bech. Tvíburadætur Ólafs og Guðrúnar eru Guðrún Tinna viðskiptafræðingur og Svanhildur Dalla stjórnmálafræðingur og lögfræðingur, fæddar 1975.

 

Hinn 14. maí 2003 kvæntist Ólafur Ragnar Dorrit Moussaieff skartgripahönnuði. Hún er fædd 12. janúar 1950. Foreldrar hennar eru Shlomo Moussaieff og Alisa Moussaieff.

 

 

Ólafur Ragnar Grímsson sem púki á Þingeyrarbryggju árið 1951.

Ljósm.: Vigfús Sigurgeirsson.Skráð af Menningar-Staður

13.05.2015 12:44

10 ára afmæli Gjafabréfs Gorba

 

 

 

10 ára afmæli Gjafabréfs Gorba

 

10 ár eru í dag  - 13. maí 2015- frá því Kaupfélag Árnesinga afhenti Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi Hrútinn/forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum.

Afhendingun fór fram við hátíðlega athöfn í Menningarverstöðinni Hólmarsöst á Stokkseyri að viðstöddu fjölmenn.

Gorbi er nú í heiðurssæti í Forystufjársetrinu að Svalbarði í Þistilfirði eftir 15 ára frægðar afmælisferð Hrútavinafélagsins Örvars  sl. haust hringinn um Ísland eins og alþjóðin naut hraustlega með ýmsri miðlun.

 

 

.


 

.

 Skráð af Menningar-Staður

13.05.2015 07:54

Rauða-húsið 10 ár og opnar nýtt kaffihús

 

 

 

Rauða-húsið 10 ár og opnar nýtt kaffihús

 

Rauða húsið á Eyrarbakka heldur upp á 10 ára afmæli veitingahússins í Mikligarði fimmtudaginn, 14. maí 2015.

Í tilefni dagsins opnar nýtt kaffihús í kjallaranum á Rauða húsinu, Rauða kaffihúsið.

Rauða kaffihúsið mun bjóða upp á kaffi, kökur, drykki og fjölbreyttan mat af bistroseðli eins og t.d. hamborgara, samlokur og pítsur.

Opið hús verður á Rauða húsinu frá kl. 11:30 og kynning og dagskrá frá kl. 17:00.

 

Rauða húsið er opið alla daga kl. 11:30–21:00 (22:00 um helgar).

Almennur opnunartími á kaffihúsinu verður kl. 8:00–16:00 alla daga í sumar.

  

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

13.05.2015 07:36

Bakki Hostel & Apartments opnar á Eyrarbakka

 

 

Bakki Hostel & Apartments opnar á Eyrarbakka

 

Bakki Hostel & Apartments opnar í Frystihúsinu (gamla Gónhól) á Eyrarbakka fimmtudaginn 14. maí næstkomandi.

Íbúðagisting hefur verið í boði hjá Bakka síðan í fyrrasumar en núna opnar nýtt hostel með 36 kojurýmum í fjórum herbergjum með sameiginlegu eldhúsi og snyrtingu.

 

Kynning verður á Bakka Hosteli fimmtudaginn 14. maí 2015 kl. 16:00.Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður 

12.05.2015 22:58

Lárus Jóhannsson - Fæddur 5. maí 1933 - Dáinn 5. maí 2015 - Minning

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Lárus Jóhannsson

 

Lárus Jóhannsson - Fæddur  5. maí 1933 - Dáinn 5. maí 2015  - MinningLárus Jóhannsson fæddist í Sölkutóft á Eyrarbakka 5. maí 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 5. maí 2015.

Foreldrar hans voru Jóhann Bjarni Loftsson, f. 24. janúar 1892, d. 26. október 1977, og Jónína Hannesdóttir, f. 8. ágúst 1895, d. 19. júní 1942. Systkini hans voru Jóhanna Margrét, f. 1919, d. 1920, Jórunn, f. 1920, d. 2000, Valgerður Hanna, f. 1922, d. 2007, Loftur, f. 1923, d. 2011, Árni, f. 1926, d. 1984, Þórunn, f. 1927, d. 1999, Gestur, f. 1929, d. 1974, Jón, f. 1930, d. 2003, Halldóra, f. 1938, d. 1985, Jóna Árný, f. 1938, d. 1983.

Lárus ólst upp í faðmi fjölskyldu sinnar á Eyrarbakka en eftir andlát móður sinnar, þá aðeins níu ára, ólst hann upp á Seli á Stokkseyri hjá móðurbróður sínum. Hann lauk námi í bifreiðasmíði við Iðnskólann í Reykjavík árið 1958. Hann starfaði við fagið og auk þess við sjómennsku. Hann vann einnig um tíma við línulagnir hjá Rafmagnsveitum ríkisins, Vegagerðinni og síðustu 30 starfsárin á verkstæði hjá Mjólkurbúi Flóamanna.

Hinn 1. janúar 1960 kvæntist Lárus eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Sveinsdóttur, f. 10. desember 1932. Þeirra börn eru: 1) Elín Arndís, f. 1956, maki Guðmundur Jósefsson, f. 1956, börn þeirra a) Jósef Geir, f. 1978, b) Lárus, f. 1981, maki Ingunn Helgadóttir, f. 1987, c) Bjarki Þór, f. 1985. 2) Jónína, f. 1959, maki Sigurður Traustason, f. 1954, börn þeirra a) Helgi Alexander, f. 1981, maki Sigrún Kristjánsdóttir, f. 1982, börn þeirra Lukka, f. 2010, og Máni, f. 2012, b) Margrét Lára, f. 1984. 3) Sveinn Elfar, f. 1962, maki Guðbjörg Eiríksdóttir, f. 1962, börn þeirra a) Sigríður Elfa, f. 1983, maki Björn Larsen, f. 1974, börn þeirra Ane Madelen, f. 2011, og Aron Elfar, f. 2011, b) Eiríkur Heiðar, f. 1986, maki Ingrid Knutsen, f. 1986, börn þeirra Saga, f. 2009, og Ari, f. 2014, c) Sigurjón Bjarni, f. 1998. 4) Jóhanna, f. 1965, börn hennar a) Florence Jónína, f. 1999, Julian Lárus, f. 2002. 5) Ásmundur, f. 1970, maki Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir, f. 1969, börn þeirra a) Árný Fjóla, f. 1991, b) Hannes Orri, f. 1996, c) Bergsveinn Vilhjálmur, f. 2001, d) Elín Ásta, f. 2004.

Lárus og Sigríður byggðu sér hús á Kirkjuvegi 31 á Selfossi og bjuggu þar alla tíð.

Útför Lárusar fór fram frá Selfosskirkju í dag, 12. maí 2015.
_________________________________________________

 

Minningarorð Sigurjóns Erlingssonar

Þegar góður vinur er fallinn frá vil ég minnast hans með fáeinum kveðjuorðum. Við erum jafnaldrar, fæddir 1933. Ég úr Gaulverjabæjarhreppnum en hann frá Eyrarbakka. Við kynntumst fyrst við fermingarundirbúning hjá sr. Árelíusi sem stóð yfir í eina viku. Það var sérstakur lúxus að afloknum spurningum hjá sr Árelíusi á Eyrarbakka, þá gátum við farið í bakaríið þar og gætt okkur á glænýju vínarbrauði. Þá vorum við sælir með okkur bæði andlega og líkamlega.

Um það bil 10 árum síðar lágu leiðir okkar aftur saman, þá á Selfossi. Við hjónin vorum þá að byggja okkur íbúðarhús syðst við Lyngheiði, en Lárus og Sigríður, kona hans, voru á sama tíma að byggja sitt hús á Kirkjuvegi 31, en örskammt er á milli þessara húsa. Þá var góður kunningsskapur aftur upp tekinn og einhvern veginn af sjálfu sér varð til félagsskapur okkar nokkurra ungra hjóna sem voru að byggja þarna á sama tíma. Við kölluðum þetta hreppsfélag. Þessi félagsskapur fólst í sameiginlegu þorrablóti og auk þess einhverri skemmtisamkomu að sumri til, útigrilli eða skemmtiferð. Á þeim hátt í 60 árum sem síðan eru liðin hefur sem von er fækkað í þessum félagsskap enda flestir í honum nú á níræðisaldri.

Nú í nokkur ár hafði illvígur sjúkdómur sótt að Lárusi. Samt var hann alltaf hress í viðmóti og þau hjón góð heim að sækja. Á fáeinum síðustu árum fórum við hjónin ásamt Lárusi og Sigríði í stutta sunnudagsbíltúra og þá helst um Flóann neðanverðan ásamt Stokkseyri og Eyrarbakka og með ströndinni út í Selvog. Það var ótrúlegt hvað Lárus var vel að sér um menn og málefni á þessu svæði. Hann þekkti nöfnin á hverjum bæ enda sagðist hann hafa verið í vinnuflokki við að leggja raflínur á þessu svæði á árunum um og eftir 1950.

Lárus var lærður bílasmiður og vann við það um árabil. Þá kom fyrir að hann byggði yfir einn og einn jeppa í bílskúrnum heima hjá sér en hann var þekktur fyrir fallegt handbragð. Það var gaman að heimsækja hann í bílskúrinn. Hartnær 70 ára kynnum við þennan góða dreng verða lítil skil gerð í fáeinum minningarorðum.

Við vorum búin að ráðgera skemmtiferð í vor austur í Fljótshlíð. Við heimsóttum hann á sjúkrahúsið á Selfossi daginn áður en hann fór. Þá var hann vel málhress. Kona mín minntist á þessa fyrirhuguðu Fljótshlíðarferð, þá sagði Lárus „þá verður lagt á hvíta hestinn handa mér“.

Að leiðarlokum þökkum við hjónin fyrir vinskap heillar ævi. Sigríði konu hans og öðrum nánustu ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðju,

Sigurjón Erlingsson.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 12. maí 2015

Selfosskirkja.Skráð af Menningar-Staður 
 

12.05.2015 07:08

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

 


Frá fundinum á Selfossi 20. apríl 2015. Símamyndir: Hrútavinafélagið Örvar - Björn Ingi Bjarnason

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

 

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2015

Uppbyggingarsjóður Suðurlands tekur við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands. Uppbyggingarsjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands og er á ábyrgð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

·        Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi

·        Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

·        Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Stuðningur við styrkþega, frumkvöðla og einstök verkefni getur einnig falið í sér tímabundna vinnuaðstöðu í frumkvöðlasetri SASS og/eða beina aðstoð ráðgjafa við verkefnið.

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn www.sudurland.is.

Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna á vefnumwww.sudurland.is.

 

Kynningarfundir voru haldnir;

Selfoss – 20. apríl kl. 12:30 – Austurvegur 56 (3.hæð)

Vestmannaeyjar – 21. apríl kl. 12:00 – Þekkingarsetur VE (4. hæð)

Hella – 22. apríl kl. 12:00 – Stracta hótel

Kirkjubæjarklaustur – 27. apríl kl. 13:00 – Kirkjubæjarstofa

Höfn – 30.apríl kl. 12:00 – Nýheimar

 

Sjá nánari upplýsingar um viðveru ráðgjafa á sudurland.is

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.
 

Menningar-Staður færði fundinn á Selfossi til myndar:

.

.


.
Skráð af Menningar-Staður.

10.05.2015 22:26

-Allt á hreinu til 2040-

 

Sigurður Sigurðarson.

 

-Allt á hreinu til 2040-

 

Sigurður Sigurðarson, f.v. yfirdýralæknir, kom í kvöld við í Menningar-Sellu forsetaseturs Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi hvar er að Ránargrund á Eyrarbakka.


Var ferð yfirdýralæknisins vegna undirbúnings hans að endurnýja heilbrigðisvottorð Hrútavinafélagsins til 10 ára. Það yrði fjórða 10 ára bréfið frá honum eða samtals 40 ár.

 

Aðeins hafa verið notuð 15 ár og er því "allt á hreinu" til 2040.Skráð af Menningar-Staður