Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Maí

10.05.2015 06:56

Tónleikar í Knarrarósvita

 

 

 

Tónleikar í Knarrarósvita

 

Í dag, sunnudaginn 10. maí 2015 mun Kolbrún Hulda Tryggvadóttir á Stokkseyri framkvæma lokaverkefni sitt í meistaranámi við Listaháskóla Íslands.

 

Í verkefninu tengir Kolbrún saman eldri borgara og grunn- og leikskólabörn með sameiginlegum tónlistarflutningi.

 

Lögð er áhersla á staðartónskáld og íslensk þjóðlög og verða tónleikarnir haldnir á fjórum stöðum á Stokkseyri.

 

Byrjar verður í Knarrarósvita kl 14:00,

því næst verður farið í Stokkseyrarkirkju,

svo á Orgelverkstæðið í Menningarverstöðinni Hólmaröst

og að lokum endað í gamla barnaskólanum.Skráð af Menningar-Staður

09.05.2015 09:01

-M2 TEIKNISTOFA- að Stað á Eyrarbakka-

 

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Jón Friðrik Matthíasson ganga frá leigusamningi.

 

-M2 TEIKNISTOFA- að Stað á Eyrarbakka-

 

Frá því nú síðla vetrar hefur  Jón Friðrik Matthíasson á Eyrarbakka verið með teiknistofu sína – M2 TEIKNISTOFA- til húsa í vesturenda á annari hæð í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Nú á dögunum var gengið formlega frá leigusamningi og færði Menningar-Staður þá stund til myndar.

M2 TEIKNISTOFA var stofnuð af Jóni Friðriki Matthíassyni byggingafræðingi árið 2006. M2 tekur að sér alhliða hönnunar- og ráðgjafarþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila.

Lögð er áhersla á hagkvæmni, útlit og nytsemi hönnunar.

Jón Friðrik Matthíasson hefur BSc gráðu í byggingafræði (Construction Architect) frá  Vitus Bering háskólanum í Danmörku og meistarabréf í blikksmíði. Jón Friðrik hefur áratuga reynslu af byggingariðnaði sem iðnaðarmaður, sölumaður á byggingavörum og mannvirkjahönnuður.


Heimasíða: http://www.m2teiknistofa.is/

 

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

08.05.2015 16:14

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 8. maí 2015

 

.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 8. maí 2015

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð:


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271864/

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

08.05.2015 07:42

Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í 100 ár

 

Fjölmennur ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna var haldinn í Þorlákshöfn laugardaginn 18. apríl sl.
Ljósm.: Sigríður Egilsdóttir.

 

Hækkum flugið – kosningaréttur kvenna í 100 ár

 

Fjölmennur ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna var haldinn í Þorlákshöfn laugardaginn 18. apríl sl. Innan SSK eru 26 kvenfélög í Árnes- og Rangárvallasýslum og áttu 24 þeirra fulltrúa á ársfundinum. Félagskonur eru skv. árskýrslum kvenfélaganna samtals 947. Kvenfélag Þorlákshafnar var gestgafi ársfundarins að þessu sinni og tóku þær myndarlega á móti fulltrúum og gestum fundarins. Einnig bauð Sveitarfélagið Ölfus öllum þingfulltrúum til kvöldverðar. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru helstu mál fundarins: ART, fjáröflunarverkefni SSK og 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Gestafyrirlestur ársfundar var að þessu sinni í höndum Kolbrúnar Sigþórsdóttur og Sigríðar Þorsteinsdóttur sem kynntu ART, sem er ákveðin leið til að vinna með jákvæð samskipti og hefur reynst vel fyrir börn sem glíma við ADHD og fjölskyldur þeirra. Næsta fjáröflunarverkefni SSK er engill 2016 og eru fimm kvenfélög austan Þjórsár að undirbúa verkefnið í samvinnnu við fjáröflunarnefnd SSK. Allur ágóði af sölu þessara engla rennur í  sjúkrahússjóð SSK.

 

Í framhaldi haustfundar formanna í SSK fóru mörg kvenfélaga að undirbúa viðburði tengda 100 ára kosningaafmælis kvenna. Mörg félög minnast þess á afmælisárinu svo sem sjá má á slóðinni http://kosningarettur100ara.is/vidburdir/. Landsþing Kvenfélagasambands Íslands er haldið á þriggja ára fresti. SSK er gestgjafi og framkvæmdaaðili þingsins að þessu sinni og er það því stórt verkefni sem framundan er í byrjun október. Yfirskrift landsþingsins er „Hækkum flugið“ - kosningaréttur kvenna í eina öld. Hugmyndin er að hafa opna fyrirlestra fyrir almenning eftir hádegi á laugardeginum 10. október og umræður af pallborði að þeim loknum um hvernig konur geta hækkað flugið í margvíslegum skilningi.

Í stjórn Sambands sunnlenskra kvenna eru nú: Elinborg Sigurðardóttir formaður, Þórunn Ragnarsdóttir gjaldkeri og Guðrún Þóranna Jónsdóttir ritari. Varastjórnarkonur eru R. Anna Jónsdóttir, Bryndís Snorradóttir og Helga Haraldsdóttir.

-Stjórn SSK frá vinstri: Guðrún Þóranna Jónsdóttir ritari, Elinborg Sigurðardóttir formaður, Þórunn Ragnarsdóttir gjaldkeri, Helga Haraldsdóttir og Bryndís Snorradóttir varastjórn. Ljósmynd: Sigríður Egilsdóttir.

Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður

07.05.2015 06:40

"Merkustu verk Hallgríms Péturssonar urðu til á Vesturlandi og tengsl hans þar voru sterk"

 

 
Steinunn Jóhannesdóttir við afsteypu af minnismerki Einars Jónssonar myndhöggvara um Hallgrím Pétursson. Verkið stendur í garðinum við listasafn Einars á Skólavörðuholti í Reykjavík skammt frá Hallgrímskirkju sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.
 
 

 

„Merkustu verk Hallgríms Péturssonar urðu til á Vesturlandi og tengsl hans þar voru sterk“

 

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru ortir á Vesturlandi á þeim árum þegar skáldið og presturinn bjó í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd með eiginkonu sinni Guðríði Símonardóttur. 

Þegar Hallgrímur hafði lokið við að yrkja þá skrifaði hann út fimm eintök af sálmunum eigin hendi. Eitt þeirra sendi hann prófasti sínum að Melum í Melasveit á Vesturlandi. Hin fjögur sendi hann til jafn margra kvenna. Tvær þeirra bjuggu á Vesturlandi, það er í Borgarfirði og á Mýrum. Sú þriðja var fædd og uppalin á Akranesi en nýlega brottflutt austur í Flóa. 

Fjórða konan var svo Ragnheiður Brynjólfsdóttir Skálholtsbiskups Sveinssonar sem fæddur var að Holti í Önundarfirði. Hann var á þeim tíma umsvifamikill jarðaeigandi og útgerðarmaður á Vesturlandi. 

Nú í vor rekur Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur, leikari og leikstjóri lífssögur þeirra hjóna Hallgríms og Guðríðar í sýningu á Sögulofti Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi. Það er vel við hæfi, mitt á Vesturlandi þar sem Hallgrímur og Guðríður áttu sín bestu ár.

 

Skilað miklu verki

 

Sjálf er Steinunn fædd og uppalin á Akranesi, dóttir hjónanna Jóhannesar Finnssonar frá Görðum og Kaldá í Önundarfirði og Bjarnfríðar Leósdóttur sem lést í marsmánuði síðastliðnum. 

Steinunn bjó á Akranesi til 16 ára aldurs að hún hleypti heimdraganum til náms. Í dag býr hún í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum Einari Karli Haraldssyni.


Á kvöldi skírdags frumsýndi Steinunn „Örlagasögu Hallgríms og Guðríðar“ fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu. Sýningar standa enn yfir en Steinunn hefur um árabil kynnt sér sögu þeirra hjóna. 

Þegar liggja eftir hana tvær stórar heimildaskáldsögur. Sú fyrri er Reisubók Guðríðar Símonardóttur sem kom út árið 2001. Sú bók hefur komið út í mörgum prentunum og verið gefin út í Noregi og Þýskalandi. Hin bókin er „Heimanfylgja. Skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð,“ frá árinu 2010. Auk þessa hefur Steinunn skrifað leikrit um sögu Guðríðar, barnabók um æsku Hallgríms auk ritgerða. Hún hefur líka haldið ótal fyrirlestra um þau hjón og sögu þess tíma er þau voru uppi. 

Sýningin í Landnámssetrinu er nýjasti afrakstur þeirrar vinnu sem Steinunn hefur lagt í að rannsaka og koma á framfæri sögu Hallgríms og Guðríðar.

 

Skessuhorn greinir frá.

Skráð af Menningar-Staður  

06.05.2015 20:32

Styrkjum til atvinnumála kvenna úthlutað

 

 
Nokkrar af styrkhöfum ársins 2015
 

 

Styrkjum til atvinnumála kvenna úthlutað

 

Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað við hátíðlega athöfn í Bláa lónin þann 30 apríl og fengu 33 verkefni styrki að heildarupphæð kr. 35 milljónir.  Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti styrkina en í ár bárust 239 umsóknir hvaðanæva af landinu og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum.
 

Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað síðan 1991, en það var þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafði frumkvæði að styrkveitingunum.  Þeir eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum.

Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar, hönnunar og vegna launakostnaðar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar.
 

Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Fjölmörg ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta.    Einnig er styrkveiting sem þessi mikil hvatning fyrir þær sem er ekki síður mikilvæg þegar á hólminn er komið.
 

Hæsta styrki hlutu eftirfarandi verkefni:
 

Elísabet Axelsdóttir, Borgarfirði,  kr. 3.000.000 vegna verkefnisins  „Þróun og smíði á gagnagrunni vegna efnamælinga“.   Verkefnið snýst um að setja upp rannsóknarstofu til efna- og örverugreininga á fóðri og jarðvegi og selja niðurstöðurnar til aðila í landbúnaði og öðrum sem þörf hafa fyrir hana, en nú er enginn aðili í landinu sem sinnir þessari þjónustu.   


Eyrún Huld Ásvaldsdóttir, Akureyri, kr. 2.350.000 vegna verkefnisins "Krummusæti, auka sæti til að festa á hnakk"   Krummusæti er auka sæti sem festist á hnakk framan við knapa og er ætlað 1-7 ára börnum. Með sætinu er öryggi barna á hestbaki betur tryggt og knapinn með lausar hendur til að stjórna hestinum. 


Hildur Þóra Magnúsdóttir,  Skagafirði, kr.2.300.000 vegna verkefnisins "Pure Thyroid- þurrkun og nýting skjaldkirtla úr sláturdýrum"   Inntaka á þurrkuðum skjaldkirtli úr hreinum dýraafurðum virkar  vel á vanvirkan skjaldkirtil en hráefnið er afgangsafurð sem fellur til við slátrun.    Varan sem um ræðir eru hylki sem innihalda þurrkaða skjaldkirtla úr íslenskum sláturdýrum. 


Ankra, Reykjavík, kr. 2.200.000 vegna verkefnisins "Þróun á íslenskum collagen hylkjum við liðverkjum" Ankra ehf mun þróa og markaðssetja náttúruleg fæðubótaefni úr íslensku fiskicollageni Collagen er eitt aðal uppbyggingar prótein líkamans Rannsóknir hafa sýnt fram á að með inntöku á Collagen próteini er hægt að minnka verki í liðum og draga verulega úr hrukkumyndun.
 

Hér má sjá lista yfir styrkhafa ársins 2015

Smelltu hér til að skoða.

Skráð af Menningar-Staður

05.05.2015 21:29

Bakkablíða 5. maí 2015

 

F.v.: Gunnar Guðsteinn Gunnarsson, Jóhann Ágústsson og Halldór Páll Kjartansson.

 

Bakkablíða 5. maí 2015

 

Gríðarleg blíða var á Eyrarbakka í dag, þriðjudaginn 5. maí 2015.

Halldór Páll Kjartansson og frú Elín Birna Bjarnfinnsdóttir notuðu tækifærið og settu nýtt þakjárn á hús sitt að Háeyrarvöllum 46  á Eyrarbakka.

Nutu þau aðstoðar starfsfélaga Halldórs Páls úr fangavarðastétt á Lilta-Hrauni á Eyrarbakka

Þeirra:
Gunnars Guðsteins Gunnarssonar á Stokkseyri
Jóhanns Ágústssonar á Selfossi

og Björns Hilmarssonar á Eyrarbakka.

Menningar-Staður færði til myndar og er myndaalbúm komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/271819/

Nokkrar myndir hér:

F.v.: Björn Hilmarsson og Jóhann Ágústsson.

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

05.05.2015 11:45

Ríflega 29 þúsund manns búin að skrifa undir

 

 

 

Ríflega 29 þúsund manns búin að skrifa undir

Nú hafa ríflega 29 þúsund landsmenn skrifað undir yfirlýsingu á vefnum þjóðareign. is þar sem skorað er á forseta Íslands að samykkja ekki kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar um úthlutun á makríl til næstu sex ára. Yfirlýsingin hljóðar svo: ,,Við skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir og úthlutar fiskveiðiauðlindinni til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðaraeign á auðlindinni hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni hefur ekki verið tryggt fullt afgjald af henni." Aðeins fjórir dagar eru síðan undirskriftasöfnunin hófst og stöðugt bætist í hópinn.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi rétt fyrir páska um úthlutun á makrílkvóta til næstu sex ára. Miklir hagsmunirnir eru í húfi þegar kemur að makrílveiðum, líkt og var raunin með lögfestingu kvótakerfisins. Heildartekjur af makríl hafa verið um og yfir 20 milljarðar á ári, síðustu árin. Ekki á að greiða fyrir makrílkvótann, frekar en annan kvóta, nema það sem ákveðið er í reglum um veiðigjöld.

Samkvæmt frumvarpinu verður aflahlutdeildum (kvóta) úthlutað á skip í áþekkum hlutföllum og á yfirstandandi fiskveiðiári, sem aftur byggir á veiðireynslu fyrri ára. Útgerðir skipa og báta sem hafa aflareynslu frá árunum 2011-2014 fá aflahlutdeild í makríl úthlutað. Hömlur eru á viðskiptum með aflaheimildir. Framsal verður óheimilt en tilflutningur milli skipa innan sömu útgerðar verður heimil. Þetta þýðir að makrílkvótinn mun ekki geta gengið kaupum og sölum á milli útgerða líkt og tíðkast með aðrar tegundir innan kvótakerfisins. Í það minnsta ekki fyrst um sinn.

Í makrílfrumvarpinu verður kvótaskiptingin þannig:
a) 90% til báta/skipa sem hafa aflareynslu frá árunum 2011-2014 (uppsjávar-, frysti- og ísfiskskip).
b) 5% til smábáta sem veitt hafa makríl með línu eða handfæri á árunum 2009-2014.
c) 5% til fiskiskipa í flokki a) sem unnu sérstaklega í manneldisvinnslu.
Á yfirstandandi fiskveiðiári, líkt og á fiskveiðiárunum þar á undan, var makrílkvótanum skipt niður á skip í uppsjávar-, frysti- og ísfiskskipaflokkum. Frá árinu 2009 hefur makrílveiðum verið stýrt með útgáfu veiðileyfa sem gilt hafa í eitt ár í senn á grundvelli reglugerða. Í smábátaflokknum eru veiðar frjálsar á bátum með sérútbúin veiðarfæri til makrílveiða, þar til ákveðnum heildarafla fyrir smábáta er náð.Skráð af Menningar-Staður

05.05.2015 07:30

Friðrik Erlingsson svarar þremur greinum

 

Friðrik Erlingsson. 

 

Friðrik Erlingsson svarar þremur greinum

 

„...prakka - ritvél hefur takka,
hverjum sem það er að þakka.“ *)

Ég vil þakka Matthíasi Péturssyni fyrir greinina, sem birtist í Dagskránni 30. apríl, þar sem hann rekur sögu og tilurð Kaupfélagssafnsins á Hvolsvelli. Ég vona sannarlega að skrif hans verði til þess að vekja áhuga fólks á að sækja safnið heim og kynna sér þann merka tíma í sögu þjóðarinnar sem Samvinnuhreyfingin og kaupfélögin áttu sinn þátt í að móta.

En um leið verð ég biðjast undan því að vera sendur tónninn á almannafæri, fyrir það eitt að setja fram staðreyndir um slaka aðsókn og áhugaleysi, bæði Íslendinga og útlendinga, á téðu safni. Ég geri ekki lítið úr því góða fólki sem lyfti Grettistaki við að bjarga sögulegum minjum frá glötun og koma þeim fyrir á góðum stað. En það er ekki nóg, út af fyrir sig, síst af öllu í því harða samkeppnisumhverfi sem nú er til staðar í afþreyingu og ferðaþjónustu. Ég gæti áreiðanlega upplýst Matthías jafn mikið um markaðssetningu og ferðaþjónustu, eins og hann getur upplýst mig og aðra um sögu kaupfélaganna.

Þó vil ég benda Matthíasi á, að ég er ágætlega kunnugur sögu þessa safns, og hef raunar mikinn áhuga á að það fái notið sín, og verði sett í þess konar samhengi að það höfði til nýrra kynslóða. En hvort mér „líður ekki sérlega illa af hrifningu“ yfir safninu, eins og hann orðar það, þá hefur persónuleg skoðun mín nákvæmlega engin áhrif á þær staðreyndir, að sárafáir sækja safnið heim; að útlendingar eiga bágt með að skilja fyrir hvað það stendur; að áhugi almennings, og þá sérstaklega yngri kynslóða, á sögu kaupfélaganna og samvinnuhreyfingarinnar er ekki meiri en raun ber vitni. Og ég skal ekki fara í grafgötur með það, að ég tel að rækileg endurnýjun þessa safns og sýningarinnar, sé forsenda þess að því verði forðað frá að verða rykfallin geymsla.

Ástæðan fyrir því að ég nota orðið „jarðsett“ um Kaupfélagssafnið, í fyrri grein minni, er sú, að tilurð þess, tilgangur og erindi kveikir takmarkaðan áhuga almennings á að sækja safnið heim. Upplýsingar eins og þær sem Matthías setur fram í grein sinni, gætu hins vegar kveikt þann áhuga, ef þeim væri betur komið á framfæri. Því vil ég hvetja hann, og aðra sem tengjast stofnun þessa safns, að bretta nú upp ermarnar og kynna það almennilega, með greinaskrifum, eða með því að standa fyrir viðburðum í safninu sjálfu, t.d. á þeim dögum ársins sem tengjast sögu kaupfélaganna á Suðurlandi. (t.d. Fæðingardegi Egils Thorarensen, stofnunardegi Kaupfélags Rangæinga o.s.frv.)

Ég vil einnig þakka Margréti Auði Björgvinsdóttur fyrir grein hennar í sama blaði. Mér þykir leitt að heyra að henni hafi verið brugðið við lestur greinar minnar, en þá verð ég að benda henni á það, sem ég nefndi hér að ofan, að eitt og sér er það ekki nóg að koma merkum hlutum fyrir á góðum stað, ef hvorki fylgir kynningarstarf eða markaðssetning.

Þeir aðilar, sem stóðu fyrir því að koma Kaupfélagssafninu heim og saman, og bera þannig á því nokkra ábyrgð, geta ekki bara gengið í burtu og ímyndað sér að safnið gangi af sjálfu sér um alla framtíð. Sé þeim aðilum illa brugðið, eins og Margréti, við að heyra þau tíðindi að Kaupfélagssafnið dragi hvorki að sér innlenda né erlenda gesti, - en það hefur væntanlega verið tilgangur safnsins í upphafi, - þá hlýtur ábyrgðin á því að liggja að stærstum hluta hjá þessum sömu aðilum, sem búa yfir þekkingu á sögu þess tímabils sem um ræðir, en hafa ekki fyrir því að miðla þeirri þekkingu, eða nýta hana til að vekja athygli á safninu, sem þeim er þó svo ákaflega annt um, eins og greinar þeirra Matthíasar og Margrétar Auðar bera með sér.

Varla er hægt að sakast við mig um þá staðreynd að tímarnir breytist og mennirnir með. Kaupfélögin tilheyrðu afmörkuðu tímabili, sem er liðið undir lok. Það unga fjölskyldufólk, sem nú ferðast um landið, þekkir ekki hugtakið „kaupfélag“ þótt þau skilji e.t.v. orðið sem slíkt. Við áhugamönnum og unnendum Kaupfélagssafnsins á Hvolsvelli hlýtur því að blasa sú spurning og áskorun, hvernig vekja megi áhuga almennings, og erlendra ferðamanna, á sögu kaupfélaganna og þeim munum og minjum – að ógleymdum ritvélum – sem safnið geymir.

Ef Kaupfélagssafnið á í framtíðinni að verða eitthvað annað og meira en hljóðlát geymsla fyrir þessa muni, þá hljóta þeir aðilar, sem hafa taugar til þessara gripa, og þekkja sögu kaupfélaganna, að verða að gera eitthvað í málinu til þess að koma Kaupfélagssafninu á Hvolsvelli almennilega á kortið.

Ég yrði fyrsti maður til að fagna því einlæglega, ef Kaupfélagssafnið yrði eftirsóttur áfangastaður ferðamanna, sem hefðu áhuga á að kynna sér sögu kaupfélaganna, samvinnuhreyfingarinnar og þessa merka tímabils í sögu verslunar og þjónustu hér á Suðurlandi. En til þess að svo megi verða, þarf meiriháttar átak í kynningu- og markaðssetningu; en fyrst og síðast meiriháttar endurskoðun á því, hvernig þessi hluti menningarsögunnar verði best framreiddur fyrir nýjar kynslóðir.

Hafi Matthías og Margrét Auður skilið grein mína svo, að ég væri að gera lítið úr Kaupfélagssafninu, eða gera tilraun til að níða af því skóinn, þá er það fullkominn misskilningur. Grein mín snerist aðallega um að benda á það rugl, að setja hundruðir milljóna í að búa til einhvers konar „Eyrarbakka“ á Selfossi, þegar saga Selfoss væri fyrst og fremst saga kaupfélagsins og mjólkuriðnaðarins. Þess vegna benti ég á Kaupfélagssafnið, sem fær litla athygli á Hvolsvelli, en geymir þó hluta af raunverulegri sögu Selfoss, ásamt munum og minjum sem þeirri sögu tilheyra.

Í lok greinar sinnar spyr Matthías mig hvar þessir merku munir væru í dag ef Kaupfélagssafnið hefði ekki verið stofnað. Þeirri spurningu get ég að sjálfsögðu ekki svarað, og hann augljóslega ekki heldur. Hinu get ég svarað, að meirihluti ferðamanna, innlendra sem erlendra, er ekki sérlega áhugasamur um þá merku muni, sem hann nefnir, hvernig sem á því stendur. En ég get fullvissað Matthías um það, hér og nú, að ég ber enga ábyrgð á því.

Birni G. Björnssyni vil ég líka þakka góða grein, sem er upplýsandi um sögu og tilurð Kaupfélagssafnsins á Hvolsvelli, þó hann segist einnig vera ósáttur við orð mín um safnið. Í því sambandi vil ég benda Birni á svar mitt hér að ofan, en mér sýnist hann einnig hafa skilið orð mín svo, að ég hafi horn í síðu þessa safns, sem er alrangt.
Ég skal þó játa, að persónulega hef ég afskaplega takmarkaðan áhuga á skrifborði Egils Thorarenssen, nema ef það væri þægilegt til ritstarfa; skrifborð Egils Skallagrímssonar, væri hins vegar mun áhugaverðari gripur í mínum augum. En nú er því ekki til að dreifa.

Að öllu gamni slepptu vil ég benda á það, sem Matthías, Margrét Auður og Björn G. öll nefna, sem er, að þeir sem lögðu safninu til muni, og höfðu forgöngu um stofnun þess, voru annað hvort fyrrum starfsmenn kaupfélaganna, eða afkomendur kaupfélagsstjóra. Þetta er að sjálfsögðu athyglisvert og afar virðingarvert.

Nú var Samband íslenskra samvinnufélaga í eina tíð sem ríki í ríkinu, hér á landi, og réði því sem það vildi ráða. Um fjárhirslur þess og kaupfélaganna í landinu fóru hundruðir milljarða á verðlagi dagsins í dag, ef ekki miklu meira. Þau kaupfélög, sem enn eru starfandi, reyndar í mjög breyttri mynd, sem fasteigna- eða rekstrarfélög, ættu þess vegna að sjá sóma sinn í að leggja Kaupfélagssafninu á Hvolsvelli veglega sjóði til kynningar- og markaðsstarfs og endurnýjunar safnsins og sýningarinnar. Það gæti meira að segja flokkast undir siðferðislega og menningarlega skyldu þessara stórfyrirtækja.

En það stendur þá líka þessu fólki næst, fyrrum starfsmönnum kaupfélaganna og niðjum kaupfélagsstjóranna, hvers minningu þeir vilja halda á lofti, að sækja fé í þau fyrirtæki sem standa í dag á hinum gamla kaupfélags- og samvinnufélagamerg; fé til þess að efla rekstur og markaðssetningu Kaupfélagssafnsins, svo það fái staðið undir nafni, sem kynningarvettvangur fyrir hina löngu og merku sögu kaupfélaganna á Suðurlandi, jafnvel kaupfélaganna almennt á landsvísu.

Margrét Auður nefnir merka muni, sem Kaupfélagssafninu hefur áskotnast úr skrifstofu Hallgríms Kristinssonar, fyrrum kaupfélagsstjóra KEA og fyrsti forstjóra Sambandsins. Eitt er að veita slíkum gripum viðtöku, en hitt er þá eftir, að gera KEA, sem á feita sjóði*, grein fyrir því að það kostar peninga að vekja athygli á þessum gripum, svo fólk vilji koma og skoða þá. (*Eigið fé KEA, samkv. nýjustu ársskýrslu, er 5.3 milljarðar; hagnaður síðasta árs, eftir skatta, var 467 milljónir; laun framkvæmdarstjóra KEA hækkuðu um 23% milli 2013 og 2014)

Það hlýtur því að falla í skaut þeim samtökum, félögum og einstaklingum, sem unna Kaupfélagssafninu, að gera nú gangskör að því að afla þess fjár sem þarf, svo gera megi safnið sýnilegra og áhugaverðara í augum innlendra sem erlendra ferðamanna.

Það væri sannarlega verðugt verkefni. Mun verðugra en að hnýta að ósekju í mig, fyrir það eitt að nefna staðreyndir um núverandi stöðu safnsins og benda á leiðir til úrbóta. Þangað til veglegt átak í endurnýjun og endurhugsun á framsetningu Kaupfélagssafnsins á Hvolsvelli á sér stað, ásamt alvöru markaðs- og kynningarstarfi, þá fer ég ekki ofan af þeirri skoðun minni, að örlög þess eru, að verða grafreitur fölnandi minninga.

En aftur að aðalefni fyrri greinar minnar: Hvað varðar hið nýja miðbæjarskipulag á Selfossi, þá undrast ég að þessar þrjár greinar, sem ég tel mig nú hafa svarað, og snúa að aukaatriði fyrri greinar minnar, séu einu viðbrögðin, ekki bara við minni grein, heldur einnig grein Ingu Láru Baldvinsdóttur, grein Lindu Ásdísardóttur og afar faglegri grein Óla Rúnars Eyjólfssonar, arkitekts. Hvers vegna þegja Selfyssingar þunnu hljóði, um það „Eyrbekkska Disneyland“, sem einhver óþekkt peningaöfl hafa si sona ákveðið að skuli rísa í miðbænum, án þess að spyrja bæjarbúa álits? Hvað segja ferðaþjónustuaðilar, fjölskyldufólk og hinn almenni Selfyssingur? Finnst þeim þetta bara allt í lagi?

*) Fyrirsögn greinarinnar er úr lagi Valgeirs Guðjónssonar og Sigurðar Bjólu, „Reykingar“ úr kvikmyndinni „Með allt á hreinu“, eftir Stuðmenn, kvikmyndaleikstjórann Ágúst Guðmundsson og Eggert Þorleifsson, leikara.

 

Friðrik Erlingsson.


Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður

04.05.2015 21:40

Sæmundur gefur út "Jómfrú Ragnheiði"

 

image

Bókarkápu prýðir mynd Gríms Bjarnasonar

af Þóru Einarsdóttur söngkonu í hlutverki Ragnheiðar í samnefndri óperu.

 

Sæmundur gefur út „Jómfrú Ragnheiði“

 

Bækurnar „Jómfrú Ragnheiður“ og „Mala domestica“ eftir Guðmund Kamban komu út hjá bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi í síðustu viku.

 

Jómfrú Ragnheiður kom fyrst út 1930 og var fylgt eftir á næstu árum með þremur bókum sem saman mynda stórvirkið Skálholt. Hér er ein þekktasta og dramatískasta ástarsaga Íslandssögunnar dregin fram í stórkostlegu bókmenntaverki sem hlaut þegar við útkomu frábæra dóma. Sagan hefur þrisvar verið endurprentuð en hefur nú um áratugaskeið verið ófáanleg.

 

Jómfrú Ragnheiður var dóttir hins stórlynda og mikilhæfa Skálholtsbiskups frá Holti í Önundarfirði, Brynjólfs Sveinssonar (1605-1675).

Á Skálholtsstað er ungur og myndarlegur prestssonur frá Hruna, Daði Halldórsson. Hann er í miklum metum hjá biskupi sem felur honum að annast um einkakennslu dóttur sinnar. Þegar grunur um ástarsamband fellur á Ragnheiði og Daða gerir biskup dóttur sinni að sverja eið að hreinleika sínum. Fjörutíu vikum síðar elur hún barnið Þórð Daðason.

 

Ragnheiður Brynjólfsdóttir er í meðförum Kambans sterk kona og gegnheil í ást sinni og viljastyrk. En í henni býr einnig stórlyndi og sjálfstæði sem ögrar kristilegu feðraveldi 17. aldar. Höfundur teflir hér fram sammannlegri baráttu ástar og lífs gagnvart öfgafullu og refsiglöðu kirkjuvaldi.

 

Sá hluti af stórvirki Kambans sem hér birtist er fyrstu tvær bækur höfundar, Jómfrú Ragnheiður ogMala domestica. Hér er sögð öll saga Ragnheiðar Brynjólfsdóttur og bókin nær þannig yfir sömu atburði og sagt var frá í Óperunni Ragnheiði eftir þá Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson.

Af www.sunnlenska.is

Brynjólfskirkja í Skálholti.Skráð af Menningar-Staður