Duo Harpverk
Ný músík í Bókakaffinu á Selfossi
Duo Harpverk verður með tónleika í Bókakaffinu á Selfossi fimmtudaginn 2. júlí, kl. 20:30. Dúóið er skipað þeim Katie Buckley, hörpuleikara og Frank Aarnink, slagverksleikara og hefur dúóið getið sér einkar gott orð fyrir flutning á nýrri tónlist.
Á tónleikunum á fimmtudaginn verða frumflutt verk eftir Ruud Wiener, Áka Ásgeirsson, Guðmund Stein Gunnarsson og Jeffrey Mumford. Auk þessara verka verður leikið verkið Á himini og jörðu (2011) sem er svíta úr ballettinum Englajólum eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.
Skráð af Menningar-Staður
Svavar Knútur og Kristjana Stefáns á miðsumarstónleikum
í Eyrarbakkakirkju
Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns koma saman á miðsumarstónleikum í Eyrarbakkakirkju, miðvikudaginn 1. júlí 2015 og eiga saman dásamlega dúettastund. Sérstakir gestir þeirra verða söngvaskáldin og hjónin UniJon.
Kristjana og Svavar Knútur hafa undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir stórskemmtileg dúettakvöld. Þar ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Nick Cave og Páli Ísólfssyni, auk frumsaminna laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er aðgangseyrir 2.500 kr. Frítt er fyrir börn.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Bragi Eiríksson 1915 - 2015 |
29. júní 1915 - 2015 - Aldarminning - Bragi Eiríksson
- (Hjallastefna) -
Bragi Eiríksson fæddist 29. júní 1915 á Ísafirði. Foreldrar hans voru Eiríkur Finnsson, f. 10.11. 1875, d. 9.11. 1956, verslunarmaður á Flateyri, og k.h. Kristín Sigurlína Einarsdóttir, f. 29.8. 1888, d. 18.5. 1968, húsfreyja á Flateyri, síðar á Ísafirði.
Bragi varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1934. Hann starfaði sem túlkur hjá breska hernum 1940-1943, var síðan starfsmaður Síldarbræðslustöðvarinnar á Dagverðareyri hf. í Eyjafirði, fyrst skrifstofustjóri á árunum 1943-1948 og síðan framkvæmdastjóri árin 1948-1953.
Hjallastefna
Hann var skrifstofumaður hjá Samlagi skreiðarframleiðenda í Reykjavík frá árinu 1953-1960 og framkvæmdastjóri frá 1961-1985. Hann var um áratuga skeið einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í skreiðarsölumálum - (Hjallastefna).
Bragi var kennari við Iðnskólann á Akureyri á árunum 1941-1947 og við Gagnfræðaskólann á Akureyri frá árinu 1943-1945. Bragi var staðgengill ræðismanns Norðmanna á Akureyri á árunum 1946-1948, ræðismaður Grikklands í Reykjavík frá árinu 1964 og aðalræðismaður frá árinu 1986.
Bragi átti sæti í sjó- og verslunardómi Akureyrar árið 1953, sat í stjórn og aðalstjórn Landssambands ísl. stangveiðifélaga frá árinu 1960-1962 og í stjórn Fiskræktarfélagsins Fróðár hf. frá stofnun árið 1971 og var endurskoðandi hjá samtökum aldraðra í Reykjavík frá árinu 1987. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.
Eiginkona Braga var Ragnheiður Valgerður Sveinsdóttir, f. 13.6. 1915, d. 26.12. 1999, verslunarmaður. Foreldrar hennar voru Sveinn Sigurjónsson, kaupmaður og bæjarfulltrúi á Akureyri, og k.h. Jóhanna Sigurðardóttir, kaupmaður og húsfreyja á Akureyri. Börn Braga og Ragnheiðar: Böðvar, f. 1938, fv. lögreglustjóri í Rvík, Sigtryggur Sveinn, f. 1943, verkfræðingur, Eiríkur Brynjólfur, f. 1949, d. 1954, og Jóhann, f. 1955, matreiðslumeistari.
Bragi Eiríksson lést á heimili sínu í Reykjavík 24. apríl 1999.
Morgunblaðið mánudagurinn 29. júní 2015 - Merkir Íslendingar ( Með viðbótum Menningar-Staðar)
![]() |
||||
|
Skráð af menningar-Staður
![]() |
Vigdís Finnbogadóttir.
|
29. júní 1980 - Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna
Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna, á þessum degi árið 1980. Hún varð um leið fyrsta konan í heiminum til að verða lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi.
Mótframbjóðendur Vigdísar í kosningunum voru þeir Guðlaugur Þorvaldsson, Albert Guðmundsson og Pétur J. Thorsteinsson.
Svo fór að lokum að Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða, rétt meira en Guðlaugur
sem hlaut 32,3%. Á þeim munaði rétt tæpum tvö þúsund atkvæðum í heildina.
Albert og Pétur komu nokkru á eftir. Albert hlaut 19,8 prósent atkvæða og Pétur 14,1.
Vigdís var fjórði forseti Íslands og gegndi hún embætti allt þar til 1996 þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við. Sama ár var henni
veittur stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslensku þjóðarinnar.
Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands var tekin í mars síðastliðnum. Byggingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík.
Fréttablaðið mánudagurinn 29. júní 2015
![]() |
|
|
||
Frú Vigdís Finnbogadóttir á tröppum Alþingishússins. |
Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá sögulegu kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands verður efnt til hátíðardagskrár á Arnarhóli í dag, sunnudaginn 28. júní 2015, kl. 19.40-21.10.
Fjöldi listamanna kemur fram, en dagskránni er ætlað að höfða til alls almennings, ekki síst ungs fólks.
Vert er að taka fram að dagskránni verður sjónvarpað beint á RÚV.
Félagar úr blásarasveitinni Wonderbrass leika, Edda Þórarinsdóttir og Felix Bergsson flytja brot úr sápuóperunni Leitin að Jörundi í tónlistarstjórn Karls Olgeirssonar og Hjörleifur Hjartarson kynnir brot úr Sögu þjóðar.
Þá mun færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir og dönsku og sænsku óperusöngvararnir Palle Knudsen og Ylva Kihlberg flytja kveðjur frá frændþjóðum með söng sínum.
Hljómsveitirnar Baggalútur og Samaris leika og syngja og ungt tónskáld, Már Gunnarsson, flytur frumsamið lag til Vigdísar. Sviðshöfundar og leikarar frá Listaháskóla Íslands og Stúdentaleikhúsinu varpa með sínum hætti ljósi á viðtekin viðhorf í þjóðfélaginu og hvernig framboð Vigdísar og forsetakjör breytti hugsunarhætti fólks.
Rithöfundarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir og Jón Kalman Stefánsson flytja enn fremur tveggja manna tal.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, flytja ávörp.
Allir eru hvattir til að fjölmenna á Arnarhól, gleðjast saman og heiðra Vigdísi á þessum merku tímamótum.
Að dagskránni standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskóli Íslands í samvinnu við Alþingi, ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Skógræktarfélag Íslands, Samtök atvinnulífsins og tugi stofnana og félagasamtaka sem beita sér fyrir málefnum sem Vigdísi eru hugleikin.
Vert er að taka fram að dagskránni verður sjónvarpað beint á RÚV.
Morgunblaðið.
![]() |
||||||||
|
Nýverið auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga eftir umsóknum um styrki til menningar- og nýsköpunarverkefna á Suðurlandi. Um er er að ræða fyrri úthlutun styrkveitinga á árinu úr nýjum sjóði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Alls bárust að þessu sinni 184 umsóknir. Styrkur var veittur 93 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna rúmlega 42 milljónir. Styrkveitingar til menningarverkefna voru um 18 mkr. og 24 mkr. til nýsköpunarverkefna. Verkefnin eru fjölbreytt og ná til ólíkra atvinnu- og listgreina og styðja við verkefni vítt og breytt um landshlutann. Innsendar umsóknir að þessu sinni gefa okkur tilefni til að vera bjartsýn þegar litið er til framtíðar. Úthlutað verður héðan í frá tvisvar sinnum á ári úr sjóðunum, bæði til menningar- og nýsköpunarverkefna.
Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur það hlutverk að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun Suðurlands og stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með endanlegt hlutverk úthlutunarnefndar en úthlutunarnefndir á sviði menningarmála annars vegar og atvinnuþróunar og nýsköpunar hins vegar, skiluðu tillögum til verkefnastjórnar. Umsjón og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.
Sjá lista yfir samþykktar styrkveitingar hér.
Nánari upplýsingar um úthlutunina veitir verkefnisstjóri Uppbyggingarsjóðsins, Þórður Freyr Sigurðsson, í síma 480-8200 eða með tölvupósti á netfangið thordur@sudurland.is.
Eftirfarandi styrkveitingar hafa verið samþykktar á fundi verkefnastjórnar
Sóknaráætlunar Suðurlands þann 24. júní 2015.
Menningarverkefni;
Sumartónleikar í Skálholtskirkju 2015 |
Sumartónleikar í Skálholtskirkju |
700.000 |
Gullkistan 20 ára - sýning í Listasafni Árnesinga |
Gullkistan í samvinnu við Listasafn Árnesinga |
600.000 |
Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri - Sönghátíð og tónlistarsmiðja fyrir börn |
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi |
600.000 |
Barnabókahátíð haustið 2015 |
Bókabæirnir austanfjalls |
550.000 |
Eyvindartunga, uppbygging minjasafns |
Jón Snæbjörnsson |
500.000 |
Gullkistan, miðstöð sköpunar |
Gullkistan, miðstöð sköpunar |
500.000 |
Kammerkór Suðurlands |
Kammerkór Suðurlands |
500.000 |
Ratatam rýfur þögnina |
Halldóra Rut Baldursdóttir / Hildur Magnúsdóttir |
500.000 |
samtímalist og samfélagið |
Listasafn Árnesinga |
500.000 |
Þjóðleikur |
Stjórn Þjóðleiks á Suðurlandi |
500.000 |
Óðinshús - Menningarsetur á Eyrarbakka |
Unnur Arndísardóttir |
450.000 |
Fuglar og fiskar |
Sæheimar - Fiskasafn |
400.000 |
Gler&listsköpun ljósmynda. |
Solveig Stolzenwald |
400.000 |
Listamannabærinn Hveragerði - sýning í Lystigarðinum í Hveragerði |
Listvinafélagið í Hveragerði |
400.000 |
Lítil saga úr orgelhúsi |
Guðný Einarsdóttir |
400.000 |
Safnakeðja á Suðurlandi - menningarhátíð |
Samtök safna á Suðurlandi |
400.000 |
Söguleg leiksýning í Sögusetrinu |
Atgeir ehf |
400.000 |
UPPHAF OG ENDIR |
Hlynur Pálmason |
400.000 |
Þjóðhátíð í 140 ár - heimildarmynd / framhaldsstyrkur |
SigvaMedia |
400.000 |
Þjóðlífsmyndir |
Unglingakór Selfosskirkju |
400.000 |
Saga Fest- lista og tónlistahátíð. Markaðssetning fyrir Suðurland og mögulega atvinnuskapandi |
Saga Fest félagasamtök |
350.000 |
Þöggun sunnlenskra skáldkvenna |
Konubókastofa |
350.000 |
Að TALA er málið |
Kolbrún Hjörleifsdóttir |
300.000 |
Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn Eyrarbakka |
ÁSmundur Þórir Ólafsson |
300.000 |
Englar og menn - tónlistarhátíð Strandarkirkju 2015 |
Björg Þórhallsdóttir |
300.000 |
GULL-AUGAÐ Sunnlensk kvikmyndahátíð |
Filmsýn ehf |
300.000 |
Prentsögusetur |
Prentsögusetur |
300.000 |
Tónar og Trix |
Ása Berglind |
300.000 |
Tónleikaröð í Orgelsmiðjunni |
Björgvin Tómasson, orgelsmiður sf |
300.000 |
Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar 2016 |
Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar |
250.000 |
Minningar frá 20. öld |
Bjarki Sveinbjörnsson |
250.000 |
Músiktilraunir/listsköpun barna og ungs fólks á aldrinum 15 - 25 ára |
Ingibjörg Erlingsdóttir |
250.000 |
Ný tónlist í Skálholti |
Unnur Malín Sigurðardóttir |
250.000 |
Sönggleði |
Barnakór Selfosskirkju |
250.000 |
Tónahátíð í Flóahreppi |
Umf. Samhygð |
250.000 |
Verkakonur/þvottakonur í bókmenntum kvenna |
Konubókastofa |
250.000 |
Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan |
Leikfélag Hveragerðis |
200.000 |
Einn rjúkandi kaffibolli - íslenskt leikverk í fullri lengd |
Leikfélag Ölfuss |
200.000 |
Hans og Gréta |
Leikfélag Vestmannaeyja |
200.000 |
Hátíð í tilefni 250 ára afmælis Hússins á Eyrarbakka |
Byggðasafn Árnesinga |
200.000 |
Heimildir fyrir framtíðina um fortíðana úr nútímanum |
Kvenfélag Grímsneshrepps fyrir hönd 5 annarra kvenfélaga í uppsveitum Árnessýslu |
200.000 |
Heilsugæslan - leikrit |
Leikdeild ungmennafélags Gnúpverja |
200.000 |
Kóramót og samstarf við aðra kóra eldri borgara |
Hörpukór |
200.000 |
Leiklist fyrir unglinga á aldrinum 12 til 16 ára á Eyrarbakka og Stokkseyri |
Leikhópurinn Lopi / Magnús J. Magnússon |
200.000 |
Leiksýningin Bót og betrun hjá Leikfélagi Selfoss |
Leikfélag Selfoss |
200.000 |
Líf og atvinnuþátttaka kvenna í 100 ár ( í Djúpárhreppi hinum forna) |
Kvenfélagið Sigurvon |
200.000 |
Margt er skrítið |
Leikfélag Austur-Eyfellinga |
200.000 |
Mjólk og menning |
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir |
200.000 |
Röð listviðburða í Einarsstofu í Vestmannaeyjum. |
Bókasafn Vestmannaeyja |
200.000 |
Saga og súpa í Sagnheimum |
Sagnheimar, byggðasafn |
200.000 |
Sumar í Odda |
Kirkjukór Odda-og Þykkvabæjar |
200.000 |
Sungið á Suðurlandi |
Hringur, kór eldri borgara í Rángárþingi |
200.000 |
Söngferð um Suðurland |
Söngsveit Hveragerðis |
200.000 |
Tréskurðaverk um gangtegundir íslenska hestsins - stökk |
Sigríður Jóna Kristjánsdóttir |
200.000 |
Upplifðu Vík - Saga og menning |
Kötlusetur |
200.000 |
860 plús útiljósmyndasýning |
Sigurður Jónsson f.h. ljósmyndaklúbbsins 860 plús |
150.000 |
Baðstofukvöld |
Meike Erika Witt |
150.000 |
Klaustur og eldsveitirnar. Vefur þar sem fléttað er saman ljósmyndum og frásögnum af menningu og náttúru í Skaftárhreppi |
Lilja Magnúsdóttir |
150.000 |
Málþing um sjókvensku |
825 Þorparar |
150.000 |
Heimsóknir til átthaga. |
Árnesingafélagið í Reykjavík |
100.000 |
Konur, skúr og karl - sýning |
Byggðasafn Árnesinga |
100.000 |
Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni;
Uppsetning og hönnun á stórgripalínu í Sláturhúsinu í Seglbúðum |
Sláturhús Seglbúðum ehf |
1.750.000 |
Batasetur Suðurlands, virknimiðstöð fyrir fólk með geðraskanir |
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir |
1.500.000 |
Nýting á sunnlenskri repjuolíu saman með loðnulýsi |
Fjósakot ehf. |
1.500.000 |
Tímabundin ráðning sérfræðings til að hefja tilraunaframleiðslu á humarkjöti úr humarklóm |
Skinney-Þinganes |
1.450.000 |
Íshellasýning - ný tegund afþreyingar |
Aron Franklín Jónsson |
1.250.000 |
Áhrif ljósstyrks á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsajarðarberja að vetri |
Christina Stadler, Landbúnaðarháskóla Íslands |
1.200.000 |
Kókos jógúrt |
Ösp Viðarsdóttir |
1.200.000 |
Norðurljósa- og stjörnuskoðunarstöð í Vestmannaeyjum |
Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja |
1.200.000 |
Lífrænt fóður fyrir Landnámshænur |
Brekkukot - Nærandi |
1.000.000 |
Gingó hönnun - þróun nýrrar aðferðar við nýja vörulínu |
Guðrún Ingólfsdóttir |
750.000 |
Loftsýn |
Tómas Einarsson |
750.000 |
Þurrkaðar krydd- te- og lækningajurtir úr lífrænni ræktun |
Sigrún Elfa Reynisdóttir |
750.000 |
Rannsóknir á styrk efna í jurtum |
Særún Stefánsdóttir |
650.000 |
Vöruþróun og heimavinnsla - Kjötvinnslan Borgarfell |
Sigfús Sigurjónsson |
650.000 |
Kayakferðir á Heinabergslóni |
Iceguide ehf |
600.000 |
Framkvæmd sölu- og markaðsáætlunar Arctic Mood ehf. |
Arctic Mood ehf. |
500.000 |
Grænt kort Suðurland |
Náttúran er ehf. |
500.000 |
Hólmur brugghús |
Þorgrímur Tjörvi Halldórsson |
500.000 |
Lírukassaorgel |
Björgvin Tómasson, orgelsmiður sf |
500.000 |
Lítið hátækni málmsmíðaverkstæði á Jaðri í Suðursveit |
Bjarni Malmquist Jónsson |
500.000 |
Nammi gott (næringar og orkurík nammistöng) |
Dröfn Svavarsdóttir |
500.000 |
Sagnasetur Eyjólfs á Hvoli |
MIð-Hvoll ehf |
500.000 |
Sæbjúgu við Vestmannaeyjar |
Godthaab í Nöf |
500.000 |
Torfbærinn í Efri-Vík. Afþreying og upplifun í Skaftárhreppi |
Hótel Laki |
500.000 |
Vöruþróun á bjór úr hráefnum úr náttúru Vestmannaeyja |
Einsi Kaldi ehf |
500.000 |
Þjóðmenningarsetrið Laugarvatni |
Þórarinn Þórarinsson |
500.000 |
Þróun á nýtingu lífrænna sala |
Arctic Mood ehf. |
500.000 |
Íbúavefurinn - Samfélag íbúanna á netinu |
Hugveitan samfélagslausnir ehf. |
400.000 |
Nytjagripir úr náttúru Hornafjarðar - Vöruþróun |
Ingibjörg Lilja Pálmadóttir |
300.000 |
Söguskart - Hringrás Lundans |
Karitas Valsdóttir |
300.000 |
Móðurhof |
Unnur Arndísardóttir |
250.000 |
Tafl í nýjum búningi |
Halldór Guðnason |
250.000 |
Af www.sass.is
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Siggi Björns á Borgundarhólmi. |
Í dag, 26. júní 2015, er Siggi Björns sextugur, auðvitað sándar þetta ótrúlega og vonlegt að einhverjir muni ekki trúa. Ég hef þekkt Siggi í hálfa öld eða jafnvel lengur og mér er mjög til efs að þetta geti verið rétt.
Ætla samt að óska kallinum til hamingju svona meira til öryggis og láta fylgja með þunnfljótandi æviágrip eins og ég held að það sé:
Hinn alþjóðlegi trúbador, Siggi Björns er fæddur og uppalinn á Flateyri. Litlu sjávarþorpi út við ysta haf. Þar voru hetjur lífsins ekki popparar heldur voru það sjóararnir sem voru hetjur dagsins. Þetta var á þeim árum sem skipin voru úr tré en karlarnir úr stáli, nú hefur þetta allt snúist við og kerlingar af báðum kynjum komnar til sjós.
Leikvöllur púkanna var fjaran, höfnin og beitningaskúrarnir en þeir voru viskubrunnar hvers sjávarþorps. Þjónuðu í senn sem einskonar félagsmálaskólar og mannlífsmiðstöðvar. Siggi byrjaði líkt og aðrir púkar að beita með skólanum til að eiga fyrir bíói og heimsóknum í Allabúðina sem er einhver merkasta verslun sem til hefur verið, enda krakkarnir komnir í föst reiknisviðskipti um 10 ára aldur hjá Alla.
Með Bítlabylgjunni sem reið yfir heimsbyggðina fór ekki hjá því að poppstjörnur samtímans nálguðust frægð og frama hörðustu sjósóknara og Flateyringar eignuðust sína stjörnu þegar Ingólfur R. Björnsson, stóri bróðir Sigga, sló í gegn með hljómsveitinni Geislum frá Akureyri með laginu Skuldir. Oft hefur verið bent á þetta lag sem hugsanlegan þjóðsöng Íslendinga.
Ingólfur hætti í poppinu um það leiti sem litli bróðir hans var að fara í Héraðsskólann að Núpi og gaf honum gítargarminn sinn og kenndi honum öll þrjú gripin sem hann kunni.
Með kunnáttuna að vopni og gítarinn í farteskinu stofnaði Siggi sína fyrstu hljómsveit 15 ára gamall. Þetta var skólahljómsveit sem starfaði á Núpi 1970 – 1972, á sumrin starfaði hann við beitningu á Flateyri og spilaði í partýum um allar trissur, það var trygging fyrir fjörugu partýi ef Siggi var með gítarinn og kvenfólkið sogaðist þar að.
Þegar Siggi var 10 ára lenti hann í því óláni að einn af leikfélögum hans henti í hann steini sem lenti svo illa á honum að mikið mein varð af. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Danmerkur þar sem hann gekkst undir aðgerð hjá færustu sérfræðingum þess tíma á norðurlöndunum. Það var einhvern tímann sagt að það væri með fegurðina eins og fjarlægðina, að hún væri í augum þess sem horfði. Eins var með þetta óhapp sem Siggi hefði feginn viljað vera laus við. Púkarnir í plássinu öfunduðu Sigga mjög af því að hafa farið til útlanda og litu á þetta slys sem mikið happ og var fljótlega farið að kalla hann Danskinn og hefur það loðað við hann fram á þennan dag enda hefð fyrir því í þorpinu að hver maður hafi viðurnefni, skírnarnöfnin eru ekki notuð hvunndags.
Eftir að Siggi hleypti heimdraganum og flutti sig um set fór hann að sjálfsögðu til hins hálf danska Stykkishólms. Þar gekk hann til liðs við hljómsveitina Álos sem fyllti öll félagsheimili á Snæfellsnesi og í nærsveitum svo sem á Norðurlandi og Austfjörðum. Álos hét eftir merkri flautu sem þekkt var meðal tónlistarmanna í Grikklandi hinu forna, óhætt er því að fullyrða að tónlist Sigga Björns. standi á nokkuð gömlum merg og hafa margir aðdáendur hans einmitt veitt því eftirtekt á knæpum landsins að iðulega eru einhver gömul lög í bland við nýja efnið.
Eftir veru sína í Stykkishólmi byrjaði Siggi margra ára vertíðarflakk sitt um Ísland þar sem hann stundaði sjómennsku og beitti með sínum fiskilega stíl. Verbúðir á stöðum eins og Patró, Tálknafirði, Sandgerði, Höfn, Akranesi, Garði, Hafnarfirði, Vopnafirði, Bakkafirði og víðar urðu heimili hans á þessum árum og er óhætt að fullyrða að enginn nústarfandi tónlistamaður hafi viðlíka vertíðarreynslu. Íslenskar verbúðir eru musteri drykkju og djamms og oftast var Siggi sá sem hélt fjörinu uppi þrátt fyrir að eiga ekki einusinni gítarræfil á þessum árum. Ávallt var einhver sem var til að leggja til gítar og bús ef Siggi var til í að glamra gömlu lummurnar í partýunum.
Þrátt fyrir allt þetta partýglamur með sukki og kvennafari gleymdist öll hugsun um tónlist og allar alvarlegar pælingar voru löngu sigldar í strand. Að vísu lá leið hans oft til Flateyrar á sumrum þar sem hann spilaði með ýmsum hljómsveitum en þekktust er þó vafalítið hin geðþekka Æfing sem samanstóð af Danna sveitó, Árna strút, Nonna halló og Rápa rafvirkja (Kristján Jóhannesson, Árni Benediktsson, Jón Ingiberg Guðmundsson og Ásbjörn Björgvinsson hvalatemjari)
Það var svo í ársbyrjun 1983 að drengurinn sneri við blaðinu og gaf sukkið og allt svínarí verbúðanna upp á bátinn. Hann fór heim til Flateyrar til að ná áttum og gerðist þar togarasjómaður. Pilturinn helgaði sig algjörlega þorpslífinu og föndraði við að festa það á myndbönd en árið 1985 varð vendipunktur á ferli hans. Þá kom í heimsókn mikill vinur hans, Pétur Blöndal Gíslason sem var á hljómleikaferðalagi með sjálfan kónginn, Bubba Morthens. Sveitapilturinn fékk að fylgjast með kónginum á nokkrum tónleikum og það fæddist hugmynd. Gerðu þetta, þú getur þetta sagði Bubbi Morthens
Siggi ákvað að reyna sig með gítarinn og Bubbi hjálpaði honum af stað með hugmyndina, að troða upp með kassagítar og skemmta fólki. En hvar átti að byrja. Guðbjartur Jónsson æskuvinur Sigga gat ekki séð að þetta væri neitt til að setja fyrir sig heldur setti á fót pöpp á Flateyri og Siggi skemmti þar. Allar götur síðan hefur Vagninn á Flateyri verið einhver þekktasta og kraftmesta krá landsbyggðarinnar. Það gefur auga ljós að þetta er krá er langt á undan sinni framtíð. Vegur Sigga sem trúbadors óx hröðum skrefum og loks kom að því að hann hitaði upp fyrir Bubba sjálfan á tónleikum á Borginni og eftir það lá leiðin inná pöbba höfuðborgarinnar. 1998 hætti þessi spilandi sjóari á togaranum og hefur tónlistin verið hans starf síðan. Það voru margir til að styðja Sigga í .þessu og þar var fremstur Petur Gisla, sem óþreytandi var á að segja honum að það væri ekkert mál að sitja frammi fyrir fullum sal af fólki og spila á gítar, þó er ekki vitað til þess að jarlinn kunni eitt einasta gítargrip og hvað þá að hann haldi laglínu. En þetta hreif.
Árið eftir spilaði Danskurinn á heimavelli þegar hann fékk djopp í Kaupmannahöfn og upphófst með því nýtt vertíðarævintýri og nú var gjörvöll heimsbyggðin undir. Þetta ár spilaði hann meðal annars í Noregi, Danmörku, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Frá þessum tíma hefur hann troðið upp í öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu en þar er 90% af öllum ís sem til er í veröldinni og því ekkert pláss fyrir listamenn. Sumarið 1990 fékk þessi heimshornaflakkari óvænt starf sem sýningargripur á Borgundarhólmi og þar hefur hann verið öll sumur síðan og lengst af spilað á sama pöppnum og þjónar þar sem segull á ferðafólk. Nú er svo komið að mikill fjöldi fólks skipuleggur sumarleyfi sín eftir því hvenær hann er að spila á þessari merku sögueyju.
Siggi hefur nú fasta búsetu í Berlín og sinnir starfi sínu þaðan, flakkar um fjölmörg lönd og yfir höfin sjö og flytur fólki alla mögulega tónlist og ómögulega í bland. Þar sem Siggi mætir og lemur slaggígjuna og þenur munnhörpuna verður engin svikin af stemmingunni sem hann framkallar öllum betur.
Á þessum skrykkjótta og skrýtna ferli hefur Siggi gefið út fjölda geisladiska ýmist einn eða með öðrum. Hátindur útgáfunnar er að sjálfsögðu viðhafnardiskur með hljómsveitinni Æfingu frá Flateyri, á diskinum er stiklað á stóru um fyrstu 45 ár bandsins. Siggi spilaði fyrst með Æfingu á Páskaballi 1970. Síðan eru liðin mörg ár.
Ef einhverjum er nóg boðið við þennan lestur, er það bara gott á hann. Sá vægir sem veit ekki meira.
Guðmundur Jón Sigurðsson
Hveravöllum
![]() |
Önfirðinga, Dýrfirðinga og Súgfirðinga. F.v.: Óskar Þormarsson, Pálmi Sigurhjartarson, Halldór Gunnar Pálsson, Siggi Björns, Árni Benediktsson og Ásbjörn Björgvinsson. Ljósm.: BIB
|
Bjartmar Guðlaugsson.
Bjartmar Guðlaugsson í Óðinshúsi á Eyrarbakka
Laugardaginn 27. júní 2015 heldur Bjartmar Guðlaugsson tónleika í Óðinshúsi á Eyrarbakka. Bjartmar mun fara létt yfir tónlistarsögu sína, flytja helstu smelli og segja nokkrar skemmtisögur tengda þeim. Þarna munu mæta kunningjar eins og Fúll á móti, Sumarliði, mamman með beyglaða munninn og þeirra nánasta fólk. Búast má við skemmtilegum tónleikum.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og standa í tvær klst. með 15 mínútna hléi.
Aðgangseyrir er 2.500 kr.
Stemmning í Óðinshúsi
UniJon eða Unnur Arndísardóttir og Jón Tryggvi Unnarsson héldu um 60 tónleika í þáverandi heimili sínu, Merkigili á Eyrarbakka, á árunum 2010 til 2013. Náðu þau upp einstakri stemningu með það að leiðarljósi að búa til þægilegan vettvang fyrir tónlistarmenn að fremja seið sinn. Þau ætla nú að halda áfram þeirri stemningu í Óðinshúsi á Eyrarbakka í sumar.
Óðinshús var byggt 1913 af Kaupfélaginu Heklu á Eyrarbakka sem pakkhús og er eina pakkhúsið á Eyrarbakka frá þessum tíma og eitt elsta steinsteypta hús á landinu. Húsið er í eigu Sverris Geirmundarsonar og hefur hann staðið fyrir myndlistarsýningum með hléum frá árinu 2002. Tilfinningin fyrir sögu hússins, tímanstönn ásamt myndlistinni er áþreifanleg í salnum og því má búast við ótrúlegri upplifun fyrir öll skilningarvitin.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Göngufólkið og Siggeir Ingólfsson gerðu stuttan stans til myndatöku við forsetasetur Hrútavinafélagsins Örvar á Suðurlandi að Ránargrund á Eyrarbakka. Ljósm.: BIB |
Jónsmessuganga á Eyrarbakka
Siggeir Ingólfsson leiðir nú -Jónsmessugöngu- frá Eyrarbakka og yfir til Stokkseyrar.
Göngufólkið er gönguhópur -TBK- úr Reykjavík sem stundað hefur gönguferðir í 25 ár og er þessi Jónsmessuganga afmælisferð.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
F.v.: Jóhann Jóhannsson og Siggeir Ingólfsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. |
Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 24. júní 2015
Jónsmessan
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is