Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Júní

01.06.2015 07:08

Spennandi saga um íslenska landnema í Kanada

 

 

Geiri á Bakka, Siggeir Ingólfsson leiðsögumaður, fór með þau Carol og Garaðar um Eyarbakka og Stokkseyri og sagði þeim frá og fræddi þau um ýmislegt sem þar hefur gerst. Hann sagði Carol meðal annars draugasögur sem hún hefur einmitt mikinn áhuga á. 

 

Spennandi saga um íslenska landnema í Kanada

 

Í maí kom út svolítið óvenjuleg bók sem byggð er á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Kanada. Þar segir frá komu íslenskra landnema til Manitoba og hvernig kona með lítið barn villist frá eiginmanni sínum og systur á leið þeirra frá Winnipeg að Gimli. 

Höfundur bókarinnar er Carol Gardarsson og er þetta fyrsta bókin í fimm bóka flokki. Á íslensku heitir bókin Illur seiður: Norn er fædd. Það er Salka bókaútgáfa sem gefur bókina út en þýðandi er Einar Örn Stefánsson. Bókaflokkurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem faðirinn í fjölskyldunni kemur þaðan.

Carol Gardarsson og maður hennar, Garðar Garðarson, heimsóttu fyrir skömmu Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfoss. Geiri á Bakka, Siggeir Ingólfsson leiðsögumaður, fór með þau um Eyarbakka og Stokkseyri og sagði þeim frá og fræddi þau um ýmislegt sem þar hefur gerst. Hann sagði Carol meðal annars draugasögur sem hún hefur einmitt mikinn áhuga á. 

Carol er kanadísk en Garðar fluttist hins vegar vestur upp úr 1970. Hann var prentari og starfaði lengi við að setja og búa til prentunar blaðið Lögberg Heimskringlu. Carol var blaðamaður og vann við ýmiss blöð í Manitoba. Þegar hún eitt sinn var að taka viðtal við fólk af íslenskum uppruna barst talið að ættmóður fólksins sem hafði fundist sem ungabarn úti á sléttunum. Móðir barnsins fannst þarna einnig en dó fljótlega eftir að þær mæðgur fundust. Enginn vissi hvaðan þær komu eða hvert þær ætluðu en fólkið sem fann þær tók að sér litlu stúlkuna. Bækurnar fimm í bókaflokknum Illur seiður fjalla síðan um það sem á eftir kom, sumt er byggt á staðreyndum annað hefur Carol tekið sér skáldaleyfi til að koma í orð. Bækurnar hafa vakið mikla athygli í Kanada og hafa meira að segja verið settar á skrá yfir bækur sem rétt sé að kynna fyrir framhaldsskólanemum svo þeir megi á þann hátt kynnast betur því sem dreif á daga innflytjenda seint á 19. og snemma 20. öld. 

Þess má geta að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hitti Carol í Kanada og heyrði um verk hennar sem varð til þess að hún hlaut styrk til að geta komið bókinni út hér á landi.
Carol var sérlega ánægð með heimsókn sína hér í bæjina á suðurströndinni og að fá tækifæri til að heyra þar sögur frá fyrri tíð, en hún hefur reyndar komið hingað áður. Garðar, maður hennar, hefur einnig hjálpað henni mikið við að afla upplýsinga um sögustaði sem og þýða fyrir hana bæði bréf og skjöl sem gefa upplýsingar um íslensku landnemana í Kanada.
Vissulega verðum við að vonast til þess að haldið verið áfram að gefa út á íslensku bækurnar í flokknum Illur seiður svo við getum fengið að heyra meira um landa okkar fyrir vestan og hvað á daga þeirra dreif fyrir mörgum áratugum, og jafnvel fyrir meira en heilli öld. Nú mun bók Carlol Gardarsson, Illur seiður: Norn er fædd vera komin í bókasöfnin á svæðinu eða vera á leiðinni þangað.

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður