Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Júlí

31.07.2015 06:41

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

 

 

 

 

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

 

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 8. ágúst 2015.

 Það verður stemmning í þorpinu og dagskrá fyrir alskonar upplifun.

 Ekki missa af neinu!

 Svo endar allt í stórkostlegum aldamótadansi.

 

 Skoðaðu dagskrána hér.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

30.07.2015 16:17

Tónleikar í Óðinshúsi á Eyrarbakka fimmtudaginn 30. júlí kl 20:00

 

alt

 

Tónleikar í Óðinshúsi á Eyrarbakka fimmtudaginn 30. júlí kl 20:00

 

Söngvaskáldin Danimal, Bara Heiða og Gary Donald koma og leika tónlist sína í Óðinshúsi 30. júlí kl 20:00. Búast má við léttum og skemmtilegum tónleikum þar sem húmor og tregi haldast lauflétt í hendur.

Óðinshús hlaut nýverið Menningarstyrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Í Óðinshúsi verður boðið uppá ýmsa menningarviðburði í sumar. Hjónakornin UniJon eru forsvarsmenn menningarstarfs í Óðinshúsi, en þau bjuggu áður í Merkigili þar sem þau stóðu fyrir tónleikahaldi í nokkur ár.

Frítt inn en frjáls framlög eru vel þegin
 

Skráð af Menningar-Staður

29.07.2015 07:04

29. júlí 2015 - þjóðhátíðardagur Færeyinga - Ólafsdagur - Ólafsvaka

 

.
Flaggað þjóðfána Færeyinga 29. júlí 2015 á þjóðhátíðardegi þeirra.

 

 

29. júlí 2015 - þjóðhátíðardagur Færeyinga

- Ólafsdagur - Ólafsvaka

 

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna

 

Álandseyjar 

9. júní   Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.

 

Danmörk            

16. apríl eða 5. júní     16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.

 

Finnland             

6. desember      Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917. 

 

Færeyjar            

29. júlí   Ólafsvaka.

 

Grænland          

21. júní  Lengsti dagur ársins.

 

Ísland   

17. júní Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.

 

Noregur             

17. maí  Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.

 

Svíþjóð

6. júní   Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523

 

 

Á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn við Sendiráð Íslands. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

Skráð af Menningar-Staður 

 

29.07.2015 06:38

Sólþurrkun hafin við Stað á Eyrarbakka

 F.v.: Jóhann Jóhannsson, Ragnar Emilsson og Haukur Jónsson.

 

Sólþurrkun hafin við Stað á Eyrarbakka

 

Að þessu þjóðlega fiskvinnslu verkefni standa:

Siggeir Ingólfsson
Haukur Jónsson
Ragnar Emilsson
Jóhann Jóhansson
Björn Ingi Bjarnason

 

.

.

 Skráð af Menningar-Staður 
 

28.07.2015 06:24

Minningin og sagan í Skálholti

 


Skálholt í júlí 2015. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Minningin og sagan í Skálholti

Eftir Steinunni Jóhannesdóttur

 

Ragnheiður Brynjólfsdóttir var 19 ára þegar henni barst gjöf frá mesta skáldi 17. aldar, Hallgrími Péturssyni, sem haldið hefur nafni beggja á lofti til okkar daga og tengt þau saman í þjóðarminninu. Þetta var í maímánuði 1661. Pakkinn innihélt Passíusálmana ritaða eigin hendi skáldsins með stuttri tileinkun til ungu konunnar. Ragnheiður var fjórða nafngreinda konan sem hlaut sálmana að gjöf, ári síðar en hinar þrjár. Þá hafði skáldið aukið við verk sitt tveim ljóðum: „Um fallvalt heimsins lán“og „Um dauðans óvissa tíma“ eða „Allt eins og blómstrið eina“. Ljóðin verka nánast eins og spádómur um þau grimmu örlög sem biðu hinnar gáfuðu og glæsilegu biskupsdóttur. Á tæpum tveim árum var allt af henni tekið, maðurinn sem hún elskaði, sonurinn sem hún fæddi, heilsan og að lokum lífið. Heimildir geyma dagsetningar sem lýsa píslarsögu Ragnheiðar í stórum dráttum frá 11. maí 1661 þegar faðir hennar og klerkdómurinn í Skálholti létu hana sverja opinberan eið að skírlífi sínu í samræmi við lög samtíma síns, svonefndan stóradóm. Fjörutíu vikum síðar, 15. febrúar 1662, fæddi Ragnheiður son í skjóli frænku sinnar, Helgu Magnúsdóttur í Bræðratungu. Einungis tveggja mánaða var Þórður litli Daðason tekinn af móður sinni og sendur í fóstur til föðurforeldra sinna í Hruna. Hinn 20. apríl 1662 varð Ragnheiður að taka opinbera aflausn í Skálholtsdómkirkju fyrir skírlífisbrot sitt. Um haustið lagðist hún veik. Hún lést í Skálholti 23. mars 1663 á tuttugasta og öðru aldursári. Allt eins og blómstrið eina er talið hafa verið sungið yfir moldum hennar í fyrsta sinn.

 

Sjáið konuna

Á nýliðinni Skálholtshátíð voru þessir atburðir til umfjöllunar á málþingi þar sem reynt var að varpa ljósi á það samfélag sem gat af sér stóradóm. Miskunnarleysið sem einkenndi hin illræmdu lög bitnaði ekki síður á íslenskum almenningi en hinni ættgöfugu biskupsdóttur. Örlög Ragnheiðar voru því ekki einsdæmi á 17. öld, en tilraun ungu konunnar til þess að ögra valdi föður síns og stóradómi gerði sögu hennar að fjölskylduharmleik í forngrískum stíl. Síðari tíma skáld og listamenn hafa gert efninu mögnuð skil eins og Guðmundur Kamban í Skálholti, Þorsteinn Erlingsson í Eiðnum og nú síðast þeir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson í óperunni Ragnheiði. Ragnheiður var frumflutt í Skálholti fyrir tveim árum en síðan sviðsett af Íslensku óperunni í Hörpu, ógleymanlegar uppfærslur báðar tvær. Og það er fyrir áhrif óperunnar sem vígslubiskupinn Kristján Valur Ingólfsson ákvað í samvinnu við Skálholtsfélagið hið nýja að helga Skálholtshátíð nú minningu Ragnheiðar. Hápunktur hátíðarinnar var þegar minnisvarði um Ragnheiði og fjölskyldu hennar var afhjúpaður í grasinu norðan við Þorláksbúð. Í skjóli við torfvegginn söng Vörðukórinn Allt eins og blómstrið eina við lag Gunnars Þórðarsonar og snart hvert viðstatt hjarta. Athöfnin inni í kirkjunni snerist um syndajátningu fyrir hönd genginna kynslóða sem og þeirra sem á okkar tímum beita konur og mæður órétti. Textinn „Sjáið manninn“, lokakór óperunnar, vísar bæði í forna guðspjallatexta og 25. Passíusálm, en í samhengi Skálholtshátíðar ómaði hann sem áminning um að sjá konuna, sjá Ragnheiði og kynsystur hennar á öllum tímum.

 

Minningin og sagan

Viðstöddum var að síðustu boðið að syngja sálm Hallgríms í heild sinni á leið úr kirkju að minningarsteininum, þar sem nöfn Ragnheiðar og fjölskyldu hennar eru römmuð inn í orð skáldsins með rithönd þess úr handritinu sem hún fékk að gjöf, því eina sem enn er varðveitt: „Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey“. Steinninn er mikil listasmíð og á vafalaust eftir að draga að sér fjölda söguþyrstra ferðalanga og pílagríma, því Skálholt er hvort tveggja í senn helgistaður og sögustaður. Skálholt spannar nær alla kristnisögu Íslands sem um leið er drjúgur hluti mennta-, menningar-, lista- og jafnvel stjórnsýslusögu landsins. Skálholt var í reynd höfuðstaður okkar fyrir daga Reykjavíkur og raunverulegrar þéttbýlismyndunar.

Frá vígslu Skálholtsdómkirkju 1963 hefur það verið lögbundið hlutverk þjóðkirkjunnar að standa vörð um og efla Skálholt sem helgistað. Þar hefur margt tekist framúrskarandi vel, einkum á sviði arkitektúrs, myndlistar og tónlistar. En til þess að viðhalda lifandi samtali þjóðarinnar við fortíð sína er mikilvægt að sagan sé sýnileg og aðgengileg nútíma Íslendingum í síbreytilegu samfélagi. Sagan í allri sinni dýpt og breidd, sagan með sínum björtu og dökku hliðum, sigrum og ósigrum. Til þess þurfa kirkja og ríki að taka höndum saman í Skálholti, fornleifafræðingar, trúfræðingar, sagnfræðingar og sýningahönnuðir að ógleymdum sérfræðingum á sviði ferðamála.

Flest er breytt í Skálholti frá því að Ragnheiður og Daði gáfu sig ástinni á vald nokkra ljósa sumardaga árið 1661, flest nema víður og fagur fjallahringurinn sem blasir við frá steininum hennar. Flest breytt nema fegurðin og mannlegt eðli.
 

.

.

 

.

 


Steinunn Jóhannesdóttir í Skálholti fyrir nokkrum árum.

Höfundur er rithöfundur.

Ættuð úr Önundarfirði - frá; Görðum - Kaldá og Hjarðardal.

 

Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti,

var fæddur að Holti í Önundarfirði 14. september 1605

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 28. júlí 2015

 

Skráð af Menningar-Staður
 

27.07.2015 19:57

Í slipp við Austurveginn á Selfossi

 

F.v.: Gylfi Haraldsson, Laugarási
Björn Sigurðsson, Úthlíð

og Kristján Runólfsson í Hvaragerði.

 

Í slipp við Austurveginn á Selfossi

 

Í málfari Hrútavina og Vina alþýðunnar  er talað um að fara í slipp þegar farið er í klippingu. Grunnur þessa liggur í beitingaskúramenningu vestur á Flateyri.

Menningar-Staður var í slippnum á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi í dag, 27. júlí 2015, og færði mannlífið til myndar.

Þarna voru m.a:

Uppsveitamennirnir:
Björn Sigurðsson í Úthlíð
Gylfi Haraldsson í Laugarási


Víkurdrengirnir úr Mýrdalnum:
Vignir Jóhannsson og
Egill Atlason

Þeir voru í fylgd með hjónunum Hróbjarti Vigfússyni og Sigríði Einarsdóttur á Brekkum

Skáldið í Hveragerði; Kristján Runólfsson úr Skagafirði og frá Eyrarbakka

Önfirðingurinn; og forseti Hrútavinafélagsins á Örvars á Suðurlandi - Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka

og önfirsk ættaði Selfyssingurinn af Eyrarbakkaætum - Haukur Páll Hallgrímsson.


Það bar m.a. til tíðinda að meðan Björn Sigurðsson í úthlíð var í slippnum var hann formlega útnefndur sem tengdapabbi Önundarfjarðar og tók hann því fagnandi.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273579/


Nokkrar myndir hér:

 

.F.v.: Krsitján Runólfsson og Björn Sigurðsson.


F.v: Björn Daði Björnsson, Vignir Jóhansson, Kjartan Björnsson og Egill Atlason.

.

.

.F.v.: Kristján Runólfsson og Hróbjartur Vigfússon.

.

Nær f.v.: Kjartan Björnsson og Björn Sigurðsson.

.F.v.: Kristján Runólfsson og Björn Daði Björnsson.

Kristján Runólfsson . orti:

Hér virðist Björn vera feginn að fá,
ferlegan loðhöfða í stólinn,
mér yfir kollinum mundaði þá,
margfrægu klippingatólin
.

.

Kristján Runólfsson orti:

Ég er orðinn gamall, sem á grönunum má sjá,
genginn upp að hnjám í lífsins brasi.
Úfinn líkt og hænurass og eftir kannske fá,
ævikorn í lífsins stundaglasi.

.

.F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Kristján Runólfsson.
.

.Lengst til hægri er Haukur Páll Hallgrímsson.
.

Skráð af Menningar-Staður

27.07.2015 17:08

137.000 FERÐAMENN Í JÚNÍ 2015

 

 

137.000 FERÐAMENN Í JÚNÍ 2015

 

ferðamenn júníUm 137 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 26.712 fleiri en í júní á síðasta ári. Aukningin nemur 24,2% milli ára.

Aukning hefur verið milli ára alla mánuði frá áramótum eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl og 36,4% í maí.

Fjórðungur frá Bandaríkjunum

fjölmennustu þjóðerniUm 72% ferðamanna í júní árið 2015 voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 24,5% af heildarfjölda en næstir komu Þjóðverjar (10,5%) og Bretar (8,4%). Þar á eftir fylgdu síðan Frakkar (5,3%), Kínverjar (5,1%), Kanadamenn (4,6%), Norðmenn (4,1%), Svíar (3,3%), Danir (3,1%) og Pólverjar (2,9%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Kínverjum, Bretum og Kanadamönnum mest milli ára í júní en 12.334 fleiri Bandaríkjamenn komu í júní í ár en í fyrra, 3.167 fleiri Kínverjar, 2.060 fleiri Bretar og 1.008 fleiri Kanadamenn. Þessar fjórar þjóðir báru uppi 69,5% aukningu ferðamanna í júní.

Nokkrum þjóðum fækkaði hins vegar í júní ár frá því í fyrra. Rússum fækkaði um 40,6%, Svíum um 16,7%, Dönum um 13,6% og Norðmönnum um 10,2%.

Fjöldi ferðamanna í júní á tímabilinu 2002-2015

ferðamenn eftir markaðssvæðumFerðamönnum í júní hefur fjölgað jafnt og þétt frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli árið 2002, með örfáum undantekningum. Heildarfjöldi ferðamanna í júnímánuði hefur meira en fjórfaldast frá árinu 2002 og munar þá mestu um aukningu N-Ameríkana sem hafa ríflega sexfaldast og þeirra sem flokkast undir ,,annað“ sem hafa áttfaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu hafa á sama tíma meira en þrefaldast, Bretar nærri þrefaldast og Norðurlandabúar nærri tvöfaldast en hlutdeild þeirra síðastnefndu hefur minnkað með árunum í júnímánuði.

Um 517 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 517.037 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 115.265 fleiri en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 28,7% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; 40,3% aukning frá N-Ameríku, 28,1% frá Bretlandi, 24,6% frá Mið- og S-Evrópu, og 43,5% frá öðrum löndum sem ekki eru talin sérstaklega og flokkast undir ,,annað“. Lítilsháttar aukning hefur verið frá Norðurlöndunum eða rétt innan við 3% milli ára.

Ferðir Íslendinga utan

Tæplega 48 þúsund Íslendingar fóru utan í júní síðastliðnum eða um 6.600 fleiri en í júní árið 2014. Frá áramótum hafa 208.535 Íslendingar farið utan eða 23.700 fleiri en á sama tímabili árið 2014.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.Skráð af  Menningar-Staður

 

 

 

27.07.2015 11:59

26. júlí 2015 - Mynd kvöldsins

 

 

 

 

26. júlí 2015 - Mynd kvöldsins

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

25.07.2015 22:06

Mynd dagsins - Forsetaleikvangurinn á Eyrarbakka

 

 

 

   Mynd dagsins - Forsetaleikvangurinn á Eyrarbakka

 


 

 

Skráð af Menningar-staður

25.07.2015 06:46

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

 

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

 

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

 

Aldamótahátíð verður haldinn á Eyrarbakka laugardaginn 8. ágúst 2015.

 

Margt verður á dagskrá yfir daginn,   sjá dagskrá 

 

Endar hátíðin á aldamótadansleik í Rauða húsinu.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður