Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Júlí

24.07.2015 21:52

Laugabúð í bókabænum Eyrarbakka

 

 

 

Laugabúð í bókabænum Eyrarbakka

 

Eyrarbakki er einn af bókabæjunum austanfjalls og Laugabúð lætur ekki sitt eftir liggja í því að koma bókum á framfæri við almenning. Guðlaugur kaupmaður seldi bækur á sínum tíma og var með þær á austurveggnum hjá sér í búðinni, aftan við skrifpúltið með viðskiptamannabókunum.

Og nú eru þær sömu hillur fullar af bókum; barnabókum og fullorðinsbókum, gömlum og nýjum, lesnum og ólesnum. Það eru fullar hillur af spennusögum og þjóðlegum fróðleik og allt þar á milli. Og verðið er eins og þegar Guðlaugur seldi bækur (og þið þekkið blíðuna).

Tilvalið að skella sér í ferð á Bakkann.

Af www.dfs.is

 

.

.

 


.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.


 

23.07.2015 19:50

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. júlí 2015

 

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Ólafur Ragnarsson, Jóhann Jóhannsson og Siggeir Ingólfsson.
Hjallastefnan blasir við utan við gluggann og mjög mikið mynduð af gestum sem

fara uppá útsýnispallinn. Ljósm.: BIB

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. júlí 2015
 

Skráð af Menningar-Staður

22.07.2015 14:11

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

 

 

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

 

 
 
 


Skráð af Menningar-Staður

22.07.2015 08:29

Skötumessa að sumri í Garðinum

 

 

Skötumessa að sumri í Garðinum

 

Skötumessa að sumri verður haldin í Miðgarði Gerðaskóla í Garði í kvöld, miðvikudaginn 22. júlí klukkan 19.00.

Að venju verður skata og annað fiskmeti og meðlæti á borðum og fjölbreytt skemmtidagskrá.

Ræðumaður kvöldsins verður Össur Skarphéðinsson alþingismaður en auk hans koma fram Rúnar Þór og hljómsveit, Dói og Baldvin, Grænir vinir, Einar Freyr, Sigurður Smári og Már Gunnarsson. Þá verða einstaklingum og félagasamtökum veittir styrkir frá Skötumessunni, sem er áhugafélag um velferð fatlaðra, og gestum í sal.

Aðgangurinn kostar 4.000 krónur og er hægt að kaupa miða með því að leggja inn á reikning Skötumessunnar 0142-05-70506, kt. 580711-0650 og gildir innleggsnótan sem aðgöngumiði. Venjulega hefur verið uppselt á Skötumessuna.

 

.Skráð af Menningar-Staður

21.07.2015 06:59

Skötuát að Þorláksmessu að sumri

 

 

Skötuát á Þorláksmessu að sumri

 

Þorláksmessa á sumri 20. júlí, lögleidd 1237 í minningu þess að þann dag 1198 voru upp tekin bein Þorláks biskups helga Þórhallssonar í Skálholti. Ein mesta hátíð ársins fyrir siðaskipti.  

Þorláksmessa 23. desember, dánardagur Þorláks biskups 1193. Messa lögleidd 1199.

 

Skötuát fylgir Þorláksmessu

Á Þorláksmessu að sumri þann 20. júlí 2005 og var haldin skötuveisla að vestfirskum hætti í Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokksaeyri með sama brag og á Þorlaksmessu að vetri 23. desember. 


Líklegt er að þetta hafi verið eini staðurinn á landinu þar sem svo fjölmenn skötuveisla var í tilefni Þorláksmessu á sumri. Um þrjátíu manns sátu þessa veislu sem samanstöð af nokkrum Vestfirðingum, Sunnlendingum, Vestmanneyingum og Suðurnesjamönnum. 

Árni Johnsen var upphafsmaður þessa nýja skötusiðar að sumri enda er hann einn mesti skötumaður landsins.

Að loknu skötuáti fluttu skötutölu þeir; Árni Johnsen,  Ólafur Helgi Kjartansson á Selfossi og ræddi um vestfirskar skötuhefðir, síðan Magnús Karel Hannesson á Eyrarbakka um sunnlenskar hefðir og síðast Sigurjón Vilhjálmsson um hefðir í skötu á Suðurnesjum.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar og er 31 mynd í myndasafni hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð hér:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/243576/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

20.07.2015 20:40

20. júlí - Þorláksmessa að sumri

 

Í Skálholti. Þorláksbúð . Skálholtsdómkirkja sem Hörður Bjarnason teiknaði.

 

20. júlí - Þorláksmessa að sumri

 

Þorláksmessa á sumri er 20. júlí. Verndardýrlingur Íslendinga er Þorlákur helgi. 


Sumarið 1198 var helgi Þorláks Þórhallssonar samþykkt á Alþingi og bein hans tekin upp og skrínlögð 20. júlí. 

Þorláksmessa á vetur er 23. desember, á dánardegi hans. 

Þorláksmessa á sumar var til siðaskipta einn helsti hátíðisdagur sunnanlands  og þá var haldin mikil samkoma í Skálholti.


Síðustu ár eru einnig til dæmi um skötuveislur þennan dag.Skráð af Menningar-Staður

19.07.2015 07:02

Húsið á Eyrarbakka 250 ára

 

 

Við Húsið á Eyrarbakka -nýmálað-  F.v.: Björn Ingi Bragason og Ólafur Bragason. Ljósm.: BIB

 

Húsið á Eyrarbakka 250 ára

 

Í sumar eru 250 ár liðin síðan Húsið á Eyrarbakka var byggt. Af því tilefni boðar Byggðasafn Árnesinga til hátíðarsamkomu í Húsinu þann 9. ágúst næstkomandi og hefst kl. 14.

Húsið var byggt af Jens Lassen kaupmanni á Eyrarbakka sem íbúðarhús fyrir sig og starfsmenn sína og var kaupmannssetur til 1927.

Byggðasafn Árnesinga hefur haft það til sýnis undanfarin 20 ár.

Nánar verður sagt frá hátíðinni þegar nær dregur.

 

 

Við Húsið á Eyrarbakka -nýmálað-  F.v.: Ólafur Bragson og Björn Ingi Bragason. Ljósm.: BIB

 

Af www.husid.com

Skráð af Menningar-Staður.

18.07.2015 12:25

Jómfrú Ragnheiðar minnst í Skálholti

 

alt

Þór Sigmundsson, steinsmiður,

við lokahöggið á minnismerki Ragnheiðar.

 

Jómfrú Ragnheiðar minnst í Skálholti

 

Kastljósinu verður beint að Ragnheiði biskupsdóttur og 200 ára afmæli Hins íslenska Biblíufélags á Skálholtshátíð 18.–19. júlí nk.

Dagskrá hátíðarinnar hefst kl. 10 á laugardaginn með málþingi í Skálholtsskóla um Ragnheiði Brynjólfsdóttur en þar flytja erindi Hildur Hákonardóttir listakona, Jón Sigurðsson formaður Skálholtsfélags hins nýja og Sólveg Anna Bóasdóttir, prófessor.

Útimessa verður við Þorlákssæti kl. 12:45 en kl. 14:00 munu Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, afhjúpa minningarmark í Skálholtskirkjugarði um Ragnheiði Brynjólfsdóttur og fjölskyldu hennar. Síðan er minningarstund í kirkjunni.

Fornleifarannsóknir í Skálholti verða kynntar kl. 15:00, en kl. 15:15 verður opnuð sýning á Biblíum úr Skálholtsbókasafni í tilefni af 200 ára afmæli Hins Íslenska Biblíufélags, en safnið á mjög fágætar bækur, m.a. eintök allra elstu Biblíuútgáfa á Íslandi.

Kaffisala verður í Skálholtsskóla milli kl. 15 og 17. Tónleikar eru í Skálholtsdómkirkju á vegum Sumartónleikanna Kl. 16 og 21.

Sunnudaginn 19. júlí kl. 11.00  verður Jón Bjarnason organisti með orgeltónleika í kirkjunni en kl. 14:00 verður hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju með þátttöku pílagríma. Að þessu sinni koma sumir  frá Bæ í Borgarfirði, en aðrir frá Þingvöllum og Hruna. Þetta mun vera í tólfta sinn sem pílagrímar ganga í Skálholt en pílagrímagöngur njóta vaxandi vinsælda víða um Evrópu. Við hátíðarmessuna predikar Dr. Einar Sigurbjörnsson en Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar og Margrét Bóasdóttir syngur einsöng. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, þjónar fyrir altari auk vígslubiskups og sóknarprests. Kirkjukaffi verður í skólanum að lokinni messu.

Hátíðarsamkoma verður í kirkjunni kl. 16:15 þar sem þess verður sérstaklega minnst að 200 ár eru liðin frá stofnun Hins íslenska Biblíufélags. Þar flytur Dr. Guðrún Kvaran aðalerindi hátíðarinnar: Brautryðjendur í biblíuþýðingum á Íslandi. - Um þátt þeirra Odds Gottskálkssonar og Gissurar biskups Einarssonar. Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts, flytur ávarp og Biskup Íslands  lýkur dagskránni. Eftir samkomuna eða um kl. 17:30 verður afhjúpaður minningarsteinn um Sveinbjörn Finnsson, staðarráðsmann í Skálholti 1964–1990, á mörkum skógræktarsvæðisins í Ásunum norðan Skálholtsstaðar. Steinninn er gjöf barna Sveinbjörns. Þannig lýkur Skálholtshátíð 2015.
 

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

17.07.2015 13:03

16. júlí 2015 - Hafliðadagurinn í Bókakaffinu á Selfossi

 

Standandi f.v.: Pálmi Jónsson, Ómar Ragnarsson, Kristján Runólfsson, Bjarni Harðarson,

sitjandi f.v.: Victor Gunnarsson og Siggeir Ingólfsson. Ljósm.: BIB

 

16. júlí 2015 – Hafliðadagurinn í Bókakaffinu á Selfossi

 

Í gær voru 80 ár liðin frá fæðingu alþýðulistamannsins Hafliða Magnússonar frá Bíldudal en hann var fæddur í Hergilsey á Breiðafirði þann 16. júlí 1935. Hafliði bjó á Selfossi rúman síðasta áratuginn og lést þar þann 25. júní 2011.

Í minningu Hafliða Magnússonar komu saman í gær,  í Bókakaffinu á Selfossi,  nokkrir vina hans og samferðamenn og heiðruðu minningu listamannsins.

Þetta voru þeir:
Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka
Bjarni Harðarson á Selfossi
Kristján Runólfsson í Hveragerði
Jóhann Páll Helgason á Selfossi
Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka
Elín Gunnluagsdóttir á Selfossi
Victor Gunnarsson á Selfossi

og sérstakir gestir voru:
Pálmi Jónsson á Akri, f.v. landbúnaðarráðherra

og Ómar Ragnarsson í Hveragerði.

 

Meðal annars las Kristján Runólfsson upp úr óútgefinni bók sinni, sem er nafnlaus eins og er.

Er það bók með allskyns þjóðlegum fróðleik, efnið í henni er hvergi til á prenti.

 

Um Hafliða Magnússon Orti Kristján Runólfsson:

Maðurinn þessi var menningartröll,
margbrotinn samfélagsþegn,
innviðir allir sem hátimbruð höll,
heilsteyptur alveg í gegn.

 

Vestfirska forlagið á Þingeyri var bakhjarl samkomunnar og fengu allir tvær bækur Hafliða Magnússonar að gjöf frá forlaginu.
Það voru bækurnar; Saltstorkin bros og Engill ástarinnar.

 

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273394/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.
Skráða f Menningar-Staður

 

16.07.2015 07:36

16. júlí 2015 - 80 ára minning Hafliða Magnússonar

 

Hafliði Magnússon árið 2009 á hlaðinu á Hrafnseyri framan við fæðingarbæ Jóns Sigurðssonar.

Aðrir á myndinni eru: Gunnar Marel Friðþjófsson og Bjarkar Snorrason. Ljósm.: BIB

 

16. júlí 2015 - 80 ára minning Hafliða Magnússonar

 

Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, var fæddur þann 16. júlí 1935 og í dag eru því 80 ár frá fæðingun hans. Hafliði lést þann 25. júní 2011  á heimili sínu á Selfossi.
 

Hafliði var fæddur í Hergilsey á Breiðafirði. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hann bjó einnig um tíma í Reykjavík.
 

Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
 

Frá árinu 1998 bjó Hafliði síðan á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Á Selfossi vann hann ýmis störf, síðast hjá SG við trésmíðar þar sem hann lauk hefðbundinni starfsævi árið 2002.
 

En Hafliði Magnússon var fyrst og fremst rithöfundur, ljóðskáld, söngleikjahöfundur og málari. Þá lagði hann mikla rækt við sagnaþætti af ýmsum toga og flest í því tengdist Bíldudal og Arnarfirði. Hann var svo sannarlega margþættur listamaður og þeim störfum helgaði hann sig alfarið eftir að hann hætti störfum hjá SG. 

 

_____________________________________________________________________

 

Minningarorð Hallgríms Sveinssonar á Þingeyri á útfarardegi Hafliða Magnússonar þann 2. júlí 2011
 

Hafliði Magnússon, alþýðulistamaður frá Bíldudal, var einn af þessum hæfileikamönnum sem leynast ótrúlega víða. Hafliði er fyndnasti höfundur landsins, sagði Oddur Björnsson og Hafliði hefur endurvakið smásöguna, skrifaði Erlendur Jónsson. Ekki er amalegt að geta veifað slíkum umsögnum þegar komið er til Lykla-Péturs, enda allt slíkt trúlega niðurskrifað hjá honum.
 

Undirritaður kynntist Hafliða fyrst árið 1994 þegar hann vann við endurbyggingu burstabæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Þar var verklaginn og duglegur maður á ferð við grjóthleðslur og annað sem við átti, enda vanur erfiðisvinnu til sjós og lands frá blautu barnsbeini. Þeir náðu vel saman við bæjarbygginguna, hann og Elís Kjaran, undir stjórn þess eftirminnilega manns, Auðuns H. Einarssonar, enda svipaðir karakterar um margt. Hafliði, hávaxinn og myndarlegur, enda kallaður Evróputröllið af sumum sérfræðingum, bauð af sér góðan þokka, hógvær maður sem þó vildi halda sínu fram þegar við átti, var líkur sumum persónum Íslendingasagna. Þeir félagar höfðu margt í flimtingum þau þrjú sumur sem bærinn var í byggingu, ekki síst ef fallegar konur komu í heimsókn og voru ekki með gaur með sér eins og Hafliði hafði gjarnan á orði af innlifun sinni.
 

Hafliði gerðist fljótlega eitt af lárviðarskáldum Vestfirska forlagsins og þakkar forlagið honum nú öll þau skrif af hvers konar tagi, smásögur, skáldsögur, ljóð og viðtöl að ógleymdum öllum græskulausu gamansögunum en í þeim var hann sérfræðingur. Bækur hans, Togarasaga með tilbrigðum og Saltstorkin bros, eru undirstöðurit um gömlu togarajaxlana á síðutogurunum. Þar var Hafliði á heimavelli. Og þá var ekki fúlsað við góðu staupi er komið var í höfn. Karakterar þeir sem Hafliði færði til bókar af þeim góðu skipum heyra nú Íslandssögunni til. En persónusköpunin og frásagnarháttur Arnfirðingsins eru rannsóknarefni sem liggur óbætt hjá garði.


Megi Hafliði Magnússon, listamaður alþýðunnar, fá góða heimkomu.


Hallgrímur Sveinsson.

 

 

Á hlaðinu að Brekku í Dýrafirði hjá Hallgrími Sveinssynib árið 2009. 

F.v.: Hlynur Gylfason, Einar Loftur Högnason, Hallgrímur Sveinsson, Hafliði Magnússon og Jóhann Páll Helgason.
Ljósm.: BIB

 

Í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi  í desember 2008.

F.v.:Steingrímur Stefnisson, frá Flateyri, Hafliði Magnússon frá Bíldudal, fór á kostum við lestur, sitjandi við borðið; Guðrún Jónína Magnúsdóttir, frá Ingjaldssandi, síðan Þingeyringarnir Regína Höskuldsdóttir og Gerður Matthíasdóttir.

Ljósm.: BIBSkráð af Menningar-Staður