Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Júlí

05.07.2015 09:00

Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur leiðir gesti um sýninguna Samspil - Sigurjón Ólafsson & Finn Juh

 

Listasafn Eyrbekkingsins Sgurjóns Ólafssonar

sem er í Laugarnesi í Reykjavík.

 

Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur leiðir gesti um sýninguna

Samspil − Sigurjón Ólafsson & Finn Juh

 

Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur leiðir gesti um sýninguna Samspil - Sigurjón Ólafsson & Finn Juhl í dag, sunnudaginn 5. júlí 2015  kl. 15 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.

Ásamt Birgittu Spur er Æsa sýningarstjóri og hefur hún rannsakað áður ókönnuð tengsl milli þessara tveggja listamanna og ritað um það grein í sýningarskrá.

 

Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson.

 

Skráð af Menningra-Staður

 

04.07.2015 10:02

Maður dagsins - Ólafur Jónsson

 

 

 

Maður dagsins - Ólafur Jónsson
 

Skráð af Menningar-Staður

03.07.2015 09:28

Rjómabúið á Baugsstöðum

 

Í Rjómabúinu á Baugsstöðum.

 

Rjómabúið á Baugsstöðum

 

Rjómabúið á Baugsstöðum austan Stokkseyrar verður opið laugardaga og sunnudaga í júlí og ágúst frá kl. 13 til 18.

Rjómabúið hóf starfsemi sína 1905 og starfaði nær óslitið til 1952. Þangað komu bændur úr  nágrenninu með rjóma sem hraustar rjómabússtýrur unnu úr smjör og osta. Það var opnað sem safn árið 1975.

Vatnshjólið og tækin í vinnslusalnum munu snúast þegar gesti ber að garði og minna á löngu liðna tíma.

10 manna hópar eða fleiri geta fengið að skoða búið á öðrum tímum ef haft er samband með góðum fyrirvara við Andra í síma 846 1358, Siggeir í síma 898 4240 eða Lýð Pálsson safnstjóra í síma 891 7766.


Hér á meðfylgjandi myndun má sjá Siggeir Ingólfsson við lagfæringar

við Rjómabúið á Baugsstöðum fyrir nokkru:

.

.

.

.

F.v.: Lýður Pálsson, safnstjóri og Siggeir Ingólfsson, staðarhaldiri að Stað á Eyrarbakka. Ljósm.: BIB
 

Skráð af Menningar-Staður
 

01.07.2015 07:23

Trúðu engu fyrr en miðarnir komu í hús

 

 

Kiriyama Family

 

Trúðu engu fyrr en miðarnir komu í hús

 

Kiriyama Family bregður aldeilis út af vananum þegar sveitin skemmtir

í spænsku brúðkaupi í lok sumars, en skipuleggjandi brúðkaupsins vill ólmur fá þau.

"Við héldum að þetta væri eitthvert grín, bara einhver að rugla í okkur," segir Víðir Björnsson, meðlimur sveitarinnar Kiriyama Family sem hyggst leggja land undir fót síðar í sumar til að spila í brúðkaupi spænsks pars, þar í landi.

 

"Við töluðum við þessa konu, Martinu, sem hafði samband en hún sér um að skipuleggja brúðkaupið, í tæpa þrjá mánuði, uppfullir efasemda um að um raunverulegt boð væri að ræða. Það var ekki fyrr en við fengum flugmiðana til okkar sem við áttuðum okkur á að við værum að fara út," útskýrir Víðir, yfir sig ánægður með að ekki hafi verið brögð í tafli.

 

Ku parið hafa trúlofað sig á Ísland í fyrra er það heimsótti landið. Á ferðalagi sínu heyrðu þau lag með sveitinni, en Víðir hefur ekki hugmynd um hvaða lag það var eða hvar þau heyrðu það. Úr varð að þeim þótti afbragðs hugmynd að hafa íslenska hljómsveit í brúðkaupinu og vildu ólm fá Kiriyama Family til að sjá um herlegheitin. "Martina keypti svo af okkur fullt

af plötum, sem ég held að hún ætli að gefa gestum brúðkaupsins," útskýrir Víðir, en segist ekki viss um hvort það sé til að spænsku gestirnir geti sungið með í veislunni eða hvort þær verði í boði að loknum veisluhöldum. "Það væri auðvitað geggjað ef gestirnir myndu taka rækilega undir. Við höfum aldrei farið í spænskt brúðkaup svo við vitum ekkert hvað við erum að fara út í."

 

Þess ber að geta að enginn meðlima bandsins hefur nokkru sinni talað við verðandi hjónin þar sem öll samskipti fara í gegnum áðurnefndan skipuleggjanda, Martinu. "En þetta er líklega sæmilega ríkt fólk, öðruvísi held ég að fólk flytji ekkert inn band frá Íslandi til að spila í brúðkaupi," skýtur Víðir léttur inn í.

 

Má með sanni segja að Kiriyama-fjölskyldan hafi dottið í lukkupottinn, en þeirra bíður fjögurra stjörnu hótel fyrir utan Barcelona þar sem þau munu dvelja í fjóra daga og svo hefur hljómsveitin íbúðarhús á vegum brúðhjónanna til yfirráða í

nokkra daga til viðbótar, ásamt bíl. "Eftir brúðkaupið munum við svo nýta ferðina til hins ítrasta og fá til okkar fjölskyldurnar. Þá munum við njóta sólarinnar í sex daga áður en við höldum aftur heim," segir Víðir og spennan leynir sér ekki.

 

Burtséð frá ævintýralegu brúðkaupsspileríi á Spáni er bandið í óðaönn að setja saman nýja plötu. "Við sendum frá okkur annað lagið í síðasta mánuði, Innocence, sem hefur verið að gera ágætis hluti," bendir Víðir á, en kýs að tjá sig ekki frekar um útgáfu plötunnar þar sem slíkar yfirlýsingar virðast hlaðnar bölvunum og hætt við að platan frestist enn frekar ef nokkuð er sagt.

Fréttablaðið miðvikudagurinn 1. júlí 2015


 

Skráð af Menningar-Staður