Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Ágúst

31.08.2015 19:18

Ein milljón og eitthundraðþúsund á Menningar-Stað

 

 

 

Ein milljón og eitthundraðþúsund á Menningar-Stað

 

Rétt í þessu náði  -Vefurinn Menningar-Staður.123.is- því að flettingar á vefnum eru orðnar yfir - 1.100.000  -  einmilljón og eitthundraðþúsund- samtals.

 

Vefurinn hefur verið í loftinu í tvö-  og hálft ár.

 

Gestir eru orðnir samtals um 142.000 eða um 160 að meðaltali á dag.

Flettingarnar eru eins og fyrr segir 1.100.000 eða að meðaltali 1.200 á dag.

 

Takk fyrir þetta kæru gestir.

Höldu sama striki sem aldrei fyrr!Skráð af Menningar-Staður 

31.08.2015 12:42

Sölvasveit Siggeirs Ingólfssonar

 

 

.

 
 
.
 

 

Sölvasveit Siggeirs Ingólfssonar


Sölvatekja er nú í fullum gangi í Eyrarbakkaskerjum.

Sölvaseit Siggeirs Ingólfssonar er þessa dagana þar að störfum enda er nú stórstreymt og aðstæður til sölvatekju því bestar. 

Sölin eru nú síðsumars eins og þau gerast best og nota þarf stórsteymsfjörurnar eins og kostur er til öflunar.


 

Myndirnar tóku Ingólfur Hjálmarsson og Björn Ingi Bjarnason á og við sandvarnargarðinn langa nokkru fyrir vestan Eyrarbakkabryggju og nærri munna Ölfusár.

 


.


.

.

 
 
 

.
Skráð af Menningar-Staður

 

31.08.2015 07:18

Baráttan við millimetrana

 

 


Baráttan við millimetrana

Vinnubrögð í rennismíði hafa lítið breyst þó árin líði. Sem fyrr snýst þetta um að koma stykkjum fyrir í bekknum, láta hann snúast og sverfa hlutina til svo allt smelli saman. Allt þarf að vera hárnákvæmt. Þetta er endalaus barátta við millimetra og þaðan af minni stærðir,“ segir Björn Jensen rennismiður á Selfossi. „Sem stákur átti ég skellinöðru sem var sífellt að bila og í sveitinni kom í hlut unglingsins að sjá um dráttarvélarnar og lagfæra það sem hægt var. Því kom af sjálfu sér að ég legði járniðn fyrir mig.“

Í júníbyrjun voru 60 ár síðan Björn hóf feril sinn í rennismíði. Það var 6. júní 1955 sem hann byrjaði hjá Kaupfélagi Árnesinga sem þá rak eitt stærsta vélaverkstæði landsins. Þar starfaði Björn í aldarfjórðung, en 1980 setti hann á fót eigið verkstæði í bílskúrnum heima. Fyrir sjö árum, þá tæplega sjötugur, flutti hann starfsemina í iðnaðarhús á Selfossi.

 

Tölvurnar eru betri en ég

„Nei, ég set árin ekkert fyrir mig né sest í sófann þeirra vegna. Starfið gefur mér mikið og ég stend hér við bekkinn jafnan þetta sjö til átta stundir á dag. Leyfi mér þó stundum að taka skemmri vinnudaga ef þannig liggur á mér. Kem svo að morgni alveg eins og nýsleginn túskildingur.“

Verkstæði Björns er vel vélum búið, með rennibekkjum, heflum, sög, borvél, fræsurum. Þetta eru traust tæki og nú léttir tölvutæknin rennismiðum starfið. „Það er auðvelt að forrita þessar græjur sem fylgja öllu upp á punkt. Þær eru miklu betri rennismiðir en ég,“ segir Björn og hlær.

Í starfinu segir hann viðfangsefnin hafa breyst mikið. Fyrir 50 til 60 árum hafi þjónusta við bændur og búalið verið rauði þráðinn, svo sem þegar bændur í heyönnum komu í öngum sínum á verkstæðið með brotna öxla og drif eða stykki úr sláttugreiðum eða múgavélum. Þá hafi nánast á hverjum bæ verið bilanagjarnar vatnsdælur og súgþurrkunarmótorar sem hafi þurft að tjasla saman með einhverjum ráðum.

 

Tannhjólin smella saman

„Ég hef yfirleitt verið einn hér á verkstæðinu og alltaf haft næg verkefni. Vinnudagurinn er kannski aldrei nógu langur og alltaf eitthvað sem bíður. Í gegnum tíðina hefur smíði og þjónusta við verktakafyrirtækin og plastverksmiðjurnar hér á Selfossi verið stór þáttur í allri vinnu hjá mér. Ef vélar bila og menn eru í stórverkefnum eru allar frátafir dýrar og þá þarf að hafa snör handtök,“ segir Björn og heldur áfram.

„Mjög oft, nánast í hverri viku, fær maður í hendurnar hluti sem virðist engin leið að lagfæra eða ekki borga sig að gera við. En oft rætist úr. Maður tekur hlutinn í hendururnar og les í línurnar. Skrúfar í sundur og pælir í málinu. Mælir þetta út og byrjar svo að smíða og renna stykkin til og yfirleitt leysist þrautin og tannhjólin smella saman. Lagfæringar á stykkjum í jarðbora eru oft snúnar til dæmis, en þegar maður hefur þetta í höndunum alla daga leysast þrautirnar fljótt.“

 

Mekkanikkið snýst og gengur

Þrátt fyir að vera orðinn 76 ára slær Björn hvergi af í starfi sínu. „Margir karlar á mínum aldri hafa aldrei sinnt því að skapa sér áhugamál; vera í hrossum, golfi eða veiði heldur finna lífsfyllingu í starfinu. Reyndar finnst mér gaman að skreppa hér upp í Grímsnes þar sem ég á hús og jarðarpart, og hamarinn, sög og skrúfjárn eru alltaf tiltæk. Á ferðalögum bæði heima og heiman er það líka svo að alltaf mallar eitthvað í kollinum, því ósjálfrátt er ég farinn að að taka mál, spá í vélar, verkfæri og hvernig allt mekkanikkið snýst og gengur.“

Morgunblaðið sunnudagurinn 30. ágúst 2015

Skráð af Menningar-Staður

28.08.2015 09:30

Súlusýning á Stað

 

.

Sigurður Egilsson og Rúnar Eiríksson á -Súlusýningu við Stað- í morgun. Ljósm.: BIB

.

 

 
 

Súlusýning á Stað

 

Súlur í þúsundatali voru með glæsilega flugsýningu framan við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka í morgun.
 

 

.

 

 

Skráð af Menninga-Staður

28.08.2015 07:45

Réttir á Suðurlandi 2015

 

Bjarkar Snorrason í Brattsholti í Stokkseyrarrétt fyrir nokkrum árum.Réttir á Suðurlandi 2015
 

Réttardagar á Suðurlandi eru nú óðum að koma í ljós og margir bíða spenntir eftir þessum dögum. Búnaðarsamband Suðurlands hefur birt lista yfir þá réttardaga sem komnir eru. Alltaf getur orðið breyting á réttardögum og eru áhugasamir hvattir til að fá þetta staðfest hjá heimamönnum, sérstaklega ef um lengri leið er að fara. Fólk er vinsamlegast beðið að senda ábendingar á helga@bssl.is ef það eru með athugasemdir eða leiðréttingar á yfirlitinu.

Fyrstu réttir eru föstudaginn 11. september, Skaftholtsréttir og Hrunaréttir, en þær síðustu fimmtudaginn 24. september, Landréttir við Áfangagil.

 


Réttardagar á Suðurlandi haustið 2015

 

Austur-Landeyjaréttir við Miðey    Rangárvallasýslu    Sunnudaginn 20. september
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit    Árnessýslu    Sunnudaginn 20. september    Um kl. 17.00
Fjallrétt við Þórólfsfell    Rangárvallasýslu    Mánudaginn 14. september
Fjótshlíðarrétt í Fljótshlíð    Rangárvallasýslu    Sunnudaginn 20. september
Fossrétt á Síðu    Vestur-Skaftafellssýslu    Laugardaginn 12. september    Um kl.13.00
Grafarrétt í Skaftártungu    Vestur-Skaftafellssýslu    Vantar upplýsingar
Haldréttir í Holtamannaafrétti    Rangárvallasýslu    Sunnudaginn 20. september    Óstaðfest
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit    Árnessýslu    Laugardaginn 19. september    Um kl.15.00
Hrunaréttir í Hrunamannahreppi    Árnessýslu    Föstudaginn 11. september    Kl.10.00
Húsmúlarétt við Kolviðarhól    Árnessýslu    Laugardaginn 19. september    Um kl.14.00
Landréttir við Áfangagil    Rangárvallasýslu    Fimmtudaginn 24. september    Um kl.12.00
Laugarvatnsrétt, Laugarvatni    Árnessýslu    Sunnudaginn 13. september    Kl.16.00
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum    Rangárvallasýslu    Laugardaginn 19. september
Reykjaréttir á Skeiðum    Árnessýslu    Laugardaginn 12. september    Um kl. 09.00
Selflatarrétt í Grafningi    Árnessýslu    Mánudaginn 21. september    Um kl.10.00
Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum    Rangárvallasýslu    Sunnudaginn 20. september
Selvogsrétt í Selvogi    Árnessýslu    Sunnudaginn 20. september    Um kl.09.00
Skaftárrétt í Skaftártungu    Vestur-Skaftafellssýslu    Laugardaginn 12. september    Um kl.09.00
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi    Árnessýslu    Föstudaginn 11. september    Kl.11.00
Tungnaréttir í Biskupstungum    Árnessýslu    Laugardaginn 12. september    Um kl.09.00
Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti    Rangárvallasýslu    Sunnudaginn 20. september
Þóristunguréttir Holtamannaafrétti    Rangárvallasýslu    Sunnudaginn 20. september    Óstaðfest
Ölfusréttir í Reykjadal, Ölfusi    Árnessýslu    Sunnudaginn 20. september    Um kl.16.00


 

Skráð af  Menningar-Staður 
 

27.08.2015 18:38

Breiðabólstaðrakirkja í Fljótshlíð

 


Breiðabólstaðarkirkja í Fljótshlíð. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.

 

 

 

Breiðabólstaðrakirkja í Fljótshlíð

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var á ferð um Suðurland í gær og myndaði m.a. Breiðahólstaðarkirkju í Fljótshlíðinni.
 

Byggingarár 1911. Hönnuður Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson arkitekt. Kirkjan var friðuð 1990.

Breiðabólstaðarkirkja er timburkirkja. Áður fyrr var Breiðabólstaður talið eitt af bestu brauðum landsins og þaðan lá leið presta oft í biskupsembætti.

Breiðabólstaðarkirkja er í Breiðabólstaðarprestakalli.

Sóknarprestur er Önfirðingurinn Önundur Björnsson.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

27.08.2015 11:35

27. ágúst 2015 - Alþýðuhúsið á Eyrarbakka

 

 

 

27. ágúst 2015 - Alþýðuhúsið á Eyrarbakka

 

Í og við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka í morgun.

 

 

F.v.: Sólrún Júlíusdóttir, Skúli Ævarr Steinsson og Ai Björn Thorarensen. Ljósm.: BIB

.

.

.

.

Skráða f Menningar-Staður

27.08.2015 07:04

Í Vestmannaeyjum 26. ágúst 2015

 

 

 

Í Vestmannaeyjum 26. ágúst 2015

 

Sigurður VE 15 og fleiri skip.
 

 


.


.


 

Skráð af Menningar-Staður

 

26.08.2015 08:00

Heiðursstund með Hljómsveitinni Æfingu

 

 

F.v.: Davíð Kristjánsson og Árni Benediktsson.

 

 

.

 

Heiðursstund með Hljómsveitinni  Æfingu

 

Davíð Kristjánsson á Selfossi, sem er frá Skógsnesi í Flóa, hefur í fimmtán ár haldið úti vandaðri vefsíðu með íslenskum textum og  blandað metnaðarfullu tónlistarívafi.

Mörg þúsund textar eru komnir á vefsíðuna sem nýtur aðdáunar margra, er fjölsótt og hefur vefsíðan augljóslega; félags, mannlífs- og menningarlegt mikilvægi.

Hljómsveitin Æfing fékk pat af því að allmargir gestir á vefsíðu Davíðs væru með fyrirspurnir með textum af gullplötu Æfingar sem út kom á 45 ára afmæli sveitarinnar árið 2013. Svo sem með texanum „Fínn karl kerlingin hans“ og fleiri sem eru glæsilegt menningarlegt bergmál lífs og leikja á Flateyri og í Önundarfirði frá samtíma Æfingar.

Í ljósi þessa var Davíð Kristjánsson boðaður í gær, mánudaginn 25. ágúst 2015, í kaffisal Húsasmiðjunnar á Selfossi. Þar afhenti hljómsveitarstjóri Æfingar, Árni Benediktsson,  honum með viðhöfn og virðuleika gullplötu Æfingar.


Í framhaldi þessa fræddu Árni  hljómsveitarstjóri og Björn Ingi Bjarnason, stærsti aðdándi Æfingar, Davíð nokkuð um feril hljómsveitarinnar og mikilvægi hennar í mannlífi og menningu Önfirðinga.

Það nýjasta af Hljómsveitinni Æfingu er; að hún fer í sína fyrstu tólnleikaferð á erlenda grund er hún heldur til Berlínar í Þýskalandi í lok október n.k
.  

 

.

 


Skráð af Menningar-Staður.

26.08.2015 06:37

Gullfoss í Hvítá

 

 

 

Gullfoss í Hvítá

 

 


Skráð af Menningar-Staður