Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Ágúst

25.08.2015 20:56

Endurbætt hljóðkerfi á Stað

 

 

Siggeir Ingólfsson með disk Hljómsveitarinnar Æfingar frá Flateyri. Ljósm.: BIB


Endurbætt hljóðkerfi á Stað


Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka, lét endurbæta hljóðkerfi hússins á dögunum.

Formleg víglsa á hinu endurbætta kerfi var í morgun, þriðjudaginn 25. ágúst 2015.

Fyrsti diskurinn sem fór í græjurnar var 45 ára afmælisdiskurinn góði með Hljómsveitinni Æfingu frá Flateyri. 

Sérstaka gleði færði lagið um Allabúð á Flateyri og heyrði  Siggeir mikla samsvörun við Geirabúð á Stokkseyri sem hann rak um tíma.

Víst er að Æfing verður leikinn við allar uppsetningar og niðurtökur borða og stóla í sal næstu vikurnar.


 

 


Sráð af Menningar-Staður.

25.08.2015 15:54

Vinningshafar í verðlauna krossgátu Vestfirska forlagsins og Sunnlenska fréttablaðsins

 

 

Grétar B. Þorsteinsson á Selfossi er einn vinningshafa. Ljósm.: BIB

 

Vinningshafar í verðlauna krossgátu Vestfirska forlagsins

og Sunnlenska fréttablaðsins

 

Nokkrir vinir Hafliða Magnússonar á Suðurlandi heiðruðu minningu hans með samkomu í Bókakaffinu á Selfossi á 80 ára afmælisdegi hans þann 16. júlí sl. en Hafliði lést 25. júní 2011.


Á afmælisdeginum kom verðlauna krossgáta í Sunnlenska fréttablaðinu eftir Hafliða  en hann samdi mjög  vinsælar krossgátur fyrir blaðið í um áratug.

Vestfirska forlagið á Þingeyri gaf bækur til verðlauna í krossgátunni en Hafliði var dugmikill liðsmaður forlagsins alla tíð.

 

Dregið hefur verið úr innsendum lausnum og þessir eru vinningshafar:

Grétar B. Þorsteinsson á Selfossi,

 Guðbjörg Kristín Haraldsdóttir í Kópavogi,

 Sigrún Þorsteinsdóttir á Stóra-Hálsi í Grafningi,

 Óskar H. Ólafsson á Selfossi,

 Ásdís Kristinsdóttir, Miðkoti í Landeyjum,

 Steinunn Eyjólfsdóttir á Selfossi,

Guðfinna Sveinsdóttir á Eyrarbakka

og Gróa Björnsdóttir á Ísafirði

 

 Þakkir til þeirra sem tóku þátt og hamingjuóskir til vinningshafa.
 

Allir vinningshafar hafa fengið verðlaunin sem eru tvær af bókum Hafliða Magnússonar; Saltstorkin bros og Engill ástarinnar. 

 

 

Hafliði Magnússon. (1935 - 2011)

Skráð af Menningar-Staður

25.08.2015 10:38

25. ágúst 2015 - Alþýðuhúsið á Eyrarbakka

 

 

 

25. ágúst 2015 - Alþýðuhúsið á Eyrarbakka

 

Morgunstund í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka þriðjudaginn 25. ágúst 2015.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

24.08.2015 14:11

Eistlendingar hrifnir af Stað og Eyrarbakka

 

 

Eistlendingar hrifnir af Stað og Eyrarbakka

 

Um 50 Eistlendingar komu að Stað á Eyrarbakka að morgni föstudagsins 21. ágúst 2015.

Þau voru að leggja upp í hringferð um Ísland og hefur fararstjórinn, sem er Eistlendingur, komið margar ferðir með hópa til Íslands á síðustu árum. Kemur hún í öllum ferðum við á Eyrarbakka sem hún dáir mjög.

Eistlendingarnir voru sérlaga hrifnir að hinni nýju viðbót á svæðinu sem er hin hangandi „Hjallastefna“ þ.e. verkunin á signa fiskinum, skreið, saltfiski til þurrkunar og sölin.
Þau vildu kaupa afurðir en Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, gaf þeim söl og skreið

Gestirnir frá Eistlandi héldu frá Eyrarbakka sælir og glaðir og voru kvaddir með stæl eins og sjá má á myndum.

Menningar-Staður færði til myndar.
Mynðaalabúm á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/274232/


Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

24.08.2015 12:12

Haukadalskirkja

 

 

Kirkjan í Haukadal er stílhrein og falleg. Hún tekur um 85 manns í sæti. Ljósm.: BIB

 

Haukadalskirkja

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var á ferð um Suðurland í gær og myndaði m.a. Haukadalskirkju.

Fyrsta kirkjan í Haukadal mun hafa verið byggð árið 1030.

Kirkjan sem nú stendur var upphaflega reist á árunum 1842?43 en var rifin 1939 og endurbyggð á steyptum grunni.

Endurbyggingin var kostuð með gjafafé frá Kristian Kirk, dönskum manni sem gaf Skógrækt ríkisins jörðina Haukadal 1937.

Þá var kirkjuskipið lengt og gluggum fjölgað. Altaristafla, altari, bekkir og fleira var endurnýjað.

Ásmundur Sveinsson skar altaristöfluna út í perutré og sýnir hún krossfestinguna. Kirkjan á silfurkaleik með patínu, altarisstjaka úr kopar og ljósahjálm.

Haukadalskirkja er nú sóknarkirkja í Haukadal en heyrir undir Skálholt. Viðhald og endurbætur hafa verið kostaðar af Haukadalssókn.


 

 

.

 

.

 

.


 


Skráða f Menningar-Staður

24.08.2015 07:54

Sjóminjasafnið Víkin í Reykjavík

 

 

 

Sjóminjasafnið -Víkin- í Reykjavík

 

Menningar-Staður leit við í Sjóminjasafninu -Víkinni- við Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt, laugardaginn 22. ágúst 2015.

Færð var til myndndar skreiðarverkunn fyrri tíðar og saltfiskþurrkun á reitum.

Hér er um að ræða hinn þjóðlega verkunargrunn sem Hjallastefnan á Eyrarbakka hjá Vinum Alþýðunnar er að vinna með og vekur mikla athygli og ánægju gesta og gangandi á Bakkanum.

 

 


.

 

.

 

Skráð af Menningar-Staður.

23.08.2015 22:27

The Orlando Singers með kórtónleika í Selfosskirkju

 

 

The Orlando Singers með kórtónleika í Selfosskirkju

 

Mánudaginn 24. ágúst 2015 kl. 19.30 halda The Orlando Singers frá Bretlandi (London) tónleika í Selfosskirkju.

 

Á efnisskrá eru verk eftir Josph Haydn, Wolfgang Amadeus Mozart, Georg Friedrich Händel, Marcel Dupré o.fl.

Stjórnandi kórsins er David Everett, Steven Maxson spilar á orgelið.

 

Aðgangseyrir 1.000 krónur, miðasala við innganginn.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

23.08.2015 11:24

Samúel Örn Erlingsson ráðinn frétta- og dagskrárgerðarmaður RUV á Suðurlandi

 

 

 

Samúel Örn Erlingsson ráðinn frétta-

og dagskrárgerðarmaður RUV á Suðurlandi

 

RÚV tilkynnti fyrir stuttu um ráðningu þriggja nýrra starfsmanna á fréttastofu RÚV á landsbyggðinni.

 

Halla Ólafsdóttir var í vikunni ráðin í starf frétta- og dagskrárgerðarmanns hjá Ríkisútvarpinu á Vesturlandi og Vestfjörðum. Halla verður með aðsetur á Ísafirði. Hún er menntuð í kvikmyndagerð og hefur unnið við gerð bæði stuttmynda og heimildarmynda. Halla mun flytja fréttir af Vesturlandi og Vestfjörðum, auk þess að vinna dagskrárefni fyrir útvarp.Þórgunnur Oddsdóttir hefur verið ráðin í starf dagskrárgerðarmanns á Norðurlandi, með aðsetur á Akureyri. Hún mun fyrst og fremst vinna efni fyrir sjónvarpsþáttinn Landann.

 

Þá var Samúel Örn Erlingsson ráðinn frétta- og dagskrárgerðarmaður RÚV á Suðurlandi. Samúel hefur áratuga reynslu sem fréttamaður, lengst af sem íþróttafréttamaður RÚV. Samúel bauð sig fram til Alþingis fyrir hönd Framsóknarflokksins í kosningunum 2007 og var varaþingmaður flokksins á kjörtímabilinu 2007 til 2009. Samúel Örn verður með aðsetur á Hellu.

 

„Þessir nýju starfsmenn verða hluti af kraftmiklum starfsmannahópi RÚV um allt land og munu taka virkan þátt í að miðla lífinu í landinu til fólksins í landinu. Enn hefur ekki verið ráðið í auglýsta stöðu frétta – og dagskrárgerðarmanns á Austurlandi en stefnt er að því í haust,“ segir í tilkynningu frá RÚV. „Markmiðið með þessum ráðningum er á meðal annars að auka svæðisbundna umfjöllun í hverjum landshluta fyrir sig, bæði í málum og myndum, á sérmerktum landshlutasíðum á vef RÚV. Auk þess verður áfram lögð áhersla á vandaðan fréttaflutning úr öllum landshlutum í öllum miðlum RÚV.“

Nokkuð verður um mannabreytingar innan útvarpssviðs RÚV á næstunni.

 

Skráð af Menningar-Staður

23.08.2015 06:52

Í varðskipinu Óðni á Menningarnótt

 

 

Pálmi Hlöðversson í brúnni á Óðni í gær. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

 

Í varðskipinu Óðni á Menningarnótt
 

Menningar-Staður leit við á Menningarnótt í Reykjavík nú um miðjan dag í gær, laugardaginn  22. ágúst 2015. 

Farið var í Sjóminjasafnið Víkina við Reykjavíkurhöfn. Opið skip var í varðskipinu Óðni hvar gamlir skipverjar þar um borð tóku á móti hinum fjölmörgum gestum og gangandi. Meðal þeirra var Pálmi Hlöðversson f.v. stýrimaður og skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Pálmi er tengdasonur Vestfjarða en kona hans er Guðmunda Helgadóttir frá Hvallátrum.

Í febrúar 1968 var Pálmi í lykilhlutverki við björgunarafrek skipshafnar Óðins í Ísafjarðardjúpi.

Það er rifjað hér upp: 


Sjómannablaðið Víkingur  9 – 10 tölublað 1968


Fjórða febrúar s.l. gerði aftaka veður á Vestfjörðum. Fórust þá tvö skip við Ísafjarðardjúp, Heiðrún II frá Bolungarvík  og tyogarinn Ross Cleveland. Þriðja skipið, togarinn Notts County,strandaði skammt frá Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi, og nokkrir togarar reyndu að halda sjó í ofsastormi og byl á Ísafjarðardjúpi.
 

Á þessum slóðum var þá varðskipið Óðinn. Fylgdust varðskipsmenn med skipunum eftir því  sem hægt var, en áttu sjálfir í erfiðleikumvegna ísmyndunar á ratsjám skipsins.
 

Með Heiðrúnu II fórst öll áhöfnin og af Ross Cleveland bjargaðist aðeins 1 maður.
 

Óðinsmönnum tókst að finna hinn strandaða togara, Notts County, og bjarga áhöfn togarans yfir í Óðin.
 

Notuðu Óðinsmenn gúmbát til að flytja mennina á milli. Tveir stýrimenn Óðins, þeir Sigurjón Hannesson og Pálmi Hlöðversson fóru á bátnum frá Óðni gegnum brimgarðinn að togaranum og tókst giftusamlega að bjarga togaramönnum yfir í varðskipið. Sýnir þetta atvik í senn hugrekki, fórnfýsi og dugnað hinna ungu stýrimanna. Hafa þeir með þessu afreki sínu varpað Ijóma á nafn íslenzkra sjómanna.
 

Í tilefni þessa atburðar hafa Bretar í þakklætisskyni sýnt islendingum virðingu sína með því að heiðra skipherrann á Óðni, Sigurð Árnason, sem stjórnaði björguninni, og hina tvo ungu stýrimenn, sem framar öðrum lögðu lif sitt í hætfu við björgunina.
 

Heiðrunin fór fram um borð í Óðni 16. okt. s.l. (1968).  Sendiherra Breta á Islandi, Halford-McLeod, afhenti heiðursmerkin. Þá hlaut skipið sjálft áletraða plötu, sem mun hanga um borð til minningar um þennan atburð".

Sigurður Árnason, skipherra, var sæmdur orðunni „The Insigna of an Officer of the Brijkish Empire," sem er æðsta viðurkenning, sem brezka heimsveldið veitir fyrir björgunarafrek. Mun þetta í fyrsta sinn sem útlendingur hlýtur þetta heiðursmerki.

Stýrimennirnir, Sigurjón og Pálmi, voru sæmdir orðunni „Sea Gallantry Meddl in gold."

Það er viðskipta- og siglingamálaráðuneytið, sem veitir þessa orðu og er eina orðan í Bretlandi, sem veitt er í gulli.
 

Við afhendingu heiðursmerkjanna voru eiginkonur yfirmannanna viðstaddar. Einnig voru viðstaddir athöfnina Brian Holt, sendiherra, Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra, Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar og nokkrir aðrir gestir.
 

Í ræðu, sem Halford-McLeod hélt, lauk hann miklu lofsorði á skipshöfn Óðins, sem vann þetta afrek við einkar erfiðar aðstæður.

 

Heimildir:
Sjómannablaðið Víkingur 9. – 10. tbl. 1968

Tímarit.is

 


.

.

.

 

 

 

 

Varðskipið Óðinn í Reykjavíkurhöfn þar sem það er hluti af Sjóminjasafninu -Víkinni-

Ljósm.: BIB

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

 

22.08.2015 18:40

Stuðprófun Stuðmanna við Arnarhól

 

 
 

Stuðprófun Stuðmanna við Arnarhól

 

Hljómsveit allra landsmanna -Stuðmenn- voru síðdegis í dag við hljóðtjekk á sviðinu við Arnarhól í Reykjavík fyrir stórtónleika RÁSAR 2 á Menningarnótt í kvöld.

 

 


Skráð af Menningar-Staður