Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Ágúst

22.08.2015 08:26

Hjallastefnustund að Stað á Eyrarbakka 21. ágúst 2015

 

 

Hjallastefnustund að Stað á Eyrarbakka 21. ágúst 2015

 

Vinir alþýðunnar  að Stað á Eyrarbakka og nokkrir gestir gæddu sér á Hjallastefnunni í gærmorgun, föstudaginn 21. ágúst 2015.

Glatt var á hjalla á þessari Hjallastefnustund og bragðaðist framleislan sérlega vel eins og ævinlega enda sérfræðingar verkunarinnar á hverju strái.

Nokkrar myndir í mynðaalbúmi hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/274199/

Nokkrar myndir hér:.

.

.


.
 

.

 
.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

 

 

 

 

 

22.08.2015 06:44

Skólasetning 2015 í Þorlákshöfn

 

Guðrún setur skólann

Eyrbekkingurinn Guðrún Jóhannsdóttir.

 

Skólasetning 2015 í Þorlákshöfn

 

Það var söguleg stund í gærmorgun, föstudaginn 21. ágúst 2015, þegar Grunnskólinn í Þorlákshöfn var settur. Í fyrsta sinn í 27 ár var það ekki ásýnd Halldórs Sigurðssonar sem blasti við nemendum og foreldrum. Í stað hans stóð við ræðupúltið Guðrún Jóhannsdóttir. Hún kom til starfa sem skólastjóri 4. ágúst síðastliðinn.

Guðrún er 44 ára gömul, alinn upp á Eyrarbakka en er búsett á Selfossi. Hún er gift og á þrjú börn á aldrinum 11-22 ára.

Þegar Guðrún leit yfir nemendahópinn minntist hún þess að hún stóð í þeirra sporum haustið 1977, þá að byrja í 1. bekk. Hún sýndi nemendunum fyrstu skólatöskuna sem hún fékk áður en hún byrjaði í skólanum. Það tíðkaðist ekki þá að foreldrar fylgdu börnunum sínum í skólann fyrsta skóladaginn og trítlaði hún því með vinkonu sinni kotroskinn í nýjum fötum og með stutt hár.

Guðrún sagðist taka við góðu búi úr höndum Halldórs fyrrum skólastjóra og jafnframt ætla að hlúa að því sem vel hefði verið gert en óhjákvæmilega fylgdu einhverjar breytingar nýjum skólastjóra en það kæmi í ljós með tíð og tíma. Hennar sýn á skólastarf er að nemandinn sé ávallt í aðalhlutverki og samvinna við foreldra þar af leiðandi mjög mikilvæg.

Guðrún gat þess að þeir sem sinntu kennslu eða stuðningi við skólann væri vel menntað fólk sem byggi yfir mikilli fagþekkingu og nokkrir væru miklir sérfræðingar á sínu sviði. Hér hefði náðst góður árangur sem skólar um allt land horfðu til og menntamálaráðuneytið.

Það eru tæplega 200 nemendur skráðir í Grunnskólann í Þorlákshöfn í 11 bekkjardeildum. Starfsmenn eru 53 og af þeim eru 21 sem sinnir kennslu í 27 stöðugildum. Nýir starfsmenn, fyrir utan skólastjórann, eru fjórar ungar konur. Erla Sif Markúsdóttir mun kenna tónmennt og sinna forfallakennslu, Lára Hrund Bjargardóttir kennir ensku á unglingastigi, Sylwia Brulinska vinnur í Frístund og Unnur Ábergsdóttir er náms- og starfsráðgjafi.

Sú nýbreytni verður í mötuneyti skólans að nemendur geta nú skammtað sér sjálfir á diska undir eftirliti starfsmanna. Þetta er meðal annars liður í því að minnka sóun á mat og koma til móts við þarfir hvers og eins.

Að lokum hvatti Guðrún kennara og foreldra til að nota Mentor sem allra mest en þar er á ferðinni gott samskiptatæki með ótal möguleikum. Einnig minnti hún á heimasíðu skólans og nýstofnaða Facebook-síðu.

Að því mæltu tók Guðrún upp bjöllu og hringdi og sagði Grunnskólann í Þorlákshöfn settan skólaárið 2015-2016.

Það má geta þess að á skólasetningunum tveimur voru tónlistaratriði. Á yngra stigi spilaði Auður Magnea Sigurðardóttir á saxafón lagiðKisa mín við undirleik Gests Áskelssonar. Á eldra stigi spiluðu þær Erla María Ingólfsdóttir, Rebekka Matthíasdóttir og Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir saman á þverflautu lagiðMy heart will go on, Gestur Áskelsson spilaði undir á píanó.

Guðrún skólastjóri
 

Af heimasíðu Grunnskólans í Þorlákshöfn.

Skráð af Menningar-Staður

21.08.2015 21:26

Menningarnótt á Sjóminjasafninu í Reykjavík

 


Menningarnótt á Sjóminjasafninu í Reykjavík

Á Sjóminjasafninu í Reykjavík verður fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt, laugardaginn 22. ágúst 2015 kl. 10 - 22

Lifandi tónlist bátasmiðja föndur og ratleikir.

Auk þess verður hægt að spjalla við fyrrum áhafnarmeðlimi Óðins um borð í skipinu.

 

Frítt inn og allir velkomnir!

 

Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarður 8

 

Kl. 14:00 – 18:00

Á Víkinni kaffihúsi verða lifandi tónleikar frá 14:00- 18:00 á Menningarnótt. Ýmsar spennandi hljómsveitir koma fram.


Allir velkomnir!


Sjóminjasafnið, Grandagarður 8 - Reykjavík

 Skráð af Menningar-Staður

21.08.2015 17:20

Vinir alþýðunnar að Stað

 F.v.: Siggeir Ingólfsson á Eyarrbakka og Ingvar Jónsson á Selfossi.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Vinir alþýðunnar að Stað 

 

Vinir alþýðunnar að Stað á Eyrarbakka í morgun - föstudaginn 21. ágúst 2015.

 

Glatt á hjalla enda Hjallastefan nærri !

F.v.: Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka og Ingvar Jónsson á Selfossi.
Skráð af Menningar-Staður
 

21.08.2015 07:58

Vinir alþýðunnar af Eyrarbakka í Herdísarvík

 Kristján Runólfsson, skáld frá Skagafirði, Eyrarbakka og Hveragerði á skáldaslóð

Einars Benediktssonar í Herdísarvík. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Vinir alþýðunnar af Eyrarbakka í Herdísarvík

Vinir Alþýðunnar á Eyrarbakka og Hrútavinir af Suðurlandi fóru í fjölbreytta  menningarferð um Suðurstrandarveg og á Suðurnes, miðvikudaginn 19. ágúst 2015, í boði Ásmundar Friðrikssonar, alþingismanns Suðurkjördæmis.


Á heimleiðinni var komið við í Herdísarvík á söguslóðum Einars Benediktssonar skálds.

Þar fékk Kristján Runólfsson andann eins og hér má sjá:


Hópurinn kom við í Herdísarvík,
á heimleið og litu á staðinn,

árangur varð af og áhrifin slík,
og andinn í skyndingu hlaðinn..

.

.F.v.: Ingólfur Hjálmarsson, Einar Elíasson, Kristján Runólfsson, Haukur Jónsson, Jóhann Jóhannsson, Rúnar Eiríksson og Siggeir Ingólfsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Skráð af Menningar-Staður

21.08.2015 07:10

Myndlistarsýning í Óðinshúsi á Eyrarbakka helgina 21. - 23. ágúst 2015

 

 

Charlotte Clausen, Helga Kristjánsdóttir, Ásdís Bjarnardóttir, Kolbrún Jónsdóttir

halda myndlistarsýningu í Óðinshúsi á Eyrarbakka helgina 21. - 23. ágúst 2015

 

Myndlistarsýning í Óðinshúsi á Eyrarbakka helgina 21. - 23. ágúst 

 

Charlotte Clausen, Helga Kristjánsdóttir, Ásdís Bjarnardóttir og Kolbrún Jónsdóttir halda sína fyrstu samsýningu í Óðinshúsi á Eyrarbakka dagana 21, - 23. ágúst 2015!  En þær hafa komið saman og málað um árabil.

Sýningin verður opnuð föstudagskvöldið 21.ágúst og mun KK halda tónleika á opnunarkvöldinu. Sýningin verður svo opin frá kl 12:00-18:00 Laugardaginn 22.ágúst og Sunnudaginn 23.ágúst.

Það má búast við töfrandi sýningu í Óðinshúsi!

Óðinshús hlaut nýverið Menningarstyrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Í Óðinshúsi verður boðið uppá ýmsa menningarviðburði í sumar. 

Hjónakornin UniJon eru forsvarsmenn menningarstarfs í Óðinshúsi, en þau bjuggu áður í Merkigili þar sem þau stóðu fyrir tónleikahaldi í nokkur ár.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

21.08.2015 06:52

KK í Óðinshúsi í kvöld - 21. ágúst kl. 20:00

 

 

 

KK í Óðinshúsi í kvöld - 21. ágúst kl. 20:00

 

Kristján Kristjánsson mun heiðra Eyrbekkinga og nærsveitunga með nærveru sinni og í kvöld. föstudaginn 21. ágúst 2015.

 
KK hefur fyrir löngu spilað sig inní íslenska þjóðarsál og því er um einstakt tækifæri að ræða til að fá að upplifa manninn og listina í návígi. 

Tónleikarnir hefjast kl 20:00
Frítt inn en frjáls framlög vel þegin


Haldnir hafa verið nokkrir tónleikar í Óðinshúsi í sumar og hefur stemningin verið dásamleg. Þarna er hægt og koma og njóta tónlistar í sinni tærustu mynd án barglaums og dægurþras.

Í Óðinshúsi er einnig Myndlistarsýning helgina 21. - 23. ágúst. En þar sýna myndlistarkonurnar Charlotta, Helga, Ásdís og Kolbrún. 

Það má því búast við töfrandi stemningu við hafið á Eyrarbakka. 
KK mun leika af fingrum fram umvafinn list og fegurðarinnar sem Eyrarbakki hefur ávallt verið rómaður fyrir. 


Óðinshús hlaut nýverið Menningarstyrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Í Óðinshúsi verður boðið uppá ýmsa menningarviðburði í sumar. Hjónakornin UniJon eru forsvarsmenn menningarstarfs í Óðinshúsi, en þau bjuggu áður í Merkigili þar sem þau stóðu fyrir tónleikahaldi í nokkur ár.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

20.08.2015 07:46

Vinir alþýðunnar á ferð um Suðurnes

 

.

.

 

Óskar Karlsson leiðsögumaður á Keflavíkurflugvelli.

 

Vinir alþýðunnar á ferð um Suðurnes

 

Vinir Alþýðunnar á Eyrarbakka og Hrútavinir af Suðurlandi fóru í fjölbreytta  menningarferð um Suðurstrandarveg og á Suðurnes í gær, miðvikudaginn 19. ágúst 2015, í boði Ásmundar Friðrikssonar, alþingismanns Suðurkjördæmis.

Fyrst var farið í magnaða heimsókn á Keflavíkurflugvöll undir leiðsögn Óskars Karlssonar.

 

Síðan í saltkjötsveisli í Garðinn hjá Ásmundi og Sigríði Magnúsdóttur konu hans.


Þá var farið til Ásgeirs Hjálmarssonar í tómstundasetur hans í Garðinum.

Farið var í Helguvíkurhöfn.

Skoðað var bátasafn Gríms Karlssonar í Duushúsum í Keflavík undir leiðsögn hans.

Á heimleiðinni var komið við í Herdísarvík á söguslóðum Einars Benediktssonar skálds.

 

Þátttakendur í ferðinnu voru:

  1. Björn Ingi Bjarnason, Eyrarbakka -

  2. Siggeir Ingólfsson, Eyrarbakka –

  3. Haukur Jónsson, Eyrarbakka –

  4. Einar Elíasson, Selfossi -

  5. Jóhann Jóhannsson, Eyrarbakka

  6. Rúnar Eiríksson, Eyrarbakka -

  7. Ingólfur Hjálmarsson, Eyrarbakka -

  8. Kristján Runólfsson, Hveragerði -

Nokkrar myndir hér en um 100 koma síðar í myndasöfnum hér á Menningar-Stað:

 

.

.

.

 
.

.

 

.

.

 

.

.

 

.

.Skráð af Menningar-Staður

 

18.08.2015 19:52

Viðskiptabann á Rússa kemur verst niður á sjávarbyggðum

 

Ásmundur Friðriksson.

 

Viðskiptabann á Rússa kemur verst niður á sjávarbyggðum

 

Nú hefur það gerst sem vofði yfir þeim þjóðum sem skrifuðu upp á viðskiptabann Evrópusambandsins og Bandaríkjanna á Rússland að Rússar hafa sett viðskiptabann á innflutning matvæla frá þeim þjóðum sem undanþegnar voru frá banninu fyrsta árið. Ísland er eitt þeirra ríkja. Í þessu máli er ekki aðeins verið að setja í stórhættu afkomu þess hluta sjávarútvegsins sem mestum hagnaði hefur skilað undanfarin ár. Heldur er hér verið að setja afkomu margra sjávarplássa og íbúa þeirra í algjört uppnám og skaða hagsmuni þjóðarinnar til lengri tíma. Og hvaða þjóðum erum við svo að fylgja? Við erum að fylgja þjóðunum sem ætluð að láta okkur hanga í sama gálganum og Grikkir hanga nú, með Icesave snöruna um hálsinn. Og til að þakka þessari leiðitömu þjóð leggur Evrópusambandið 18% refsitolla á makrílinnflutning frá Íslandi. Þetta er gert vegna þess að ekki hefur verið samið um hlutdeild Íslendinga í veiði úr sameiginlegum makrílstofninum, þar sem Íslendingar hafa verið beittir ofríki og ósanngirni. Svo því sé haldið til haga þá beita þessar þjóðir Íslendinga diplómatískum þvingunum vegna hvalveiða okkar þó  bæði Normenn og Bandaríkjamenn veiði fleiri hvali en við á hverju ári. Þessar þjóðir eru ekki mjög uppteknar af okkar hagsmunum og láta nægja að sparka í sinn minnsta bróður sem samt gengur áfram hnípinn aftastur í röðinni og hefur enga aðkomu að ákvörðunum viðskiptabannsins. Evrópuþjóðirnar settu viðskiptabann á hergögn, bankaviðskipti við tiltekna banka og frystingu eigna rússneskra auðmanna en ekkert af þessu eru viðkomandi Íslandi. Á sama tíma flæðir bæði gas og olía til Evrópu sem aldrei fyrr frá Rússlandi og svo bílar og tískufatnaður svo fátt eitt sé talið frá Evrópulöndunum til Rússlands. En Íslendingar leggja undir eina af þremur mikilvægustu stoðum atvinnulífsins í landinu, sjávarútveginn sem mun stórskaðast.  Engin Evrópuþjóð eða Bandaríkin myndu ganga svo nærri eigin hagsmunum í viðskiptabanni á Rússa eða nokkur önnur þjóð eins og Íslendingar gera sjálfum sér með þátttöku í viðskiptabanninu. Svo hvers vegna ættum við að gera það? Við, sem erum rétt að stíga upp úr mestu efnahagskreppu sem riðið hefur yfir þessa þjóð og erum að rétta úr kútnum en setjum sjálfviljug þann árangur í uppnám.

 

Tvískinnungur Íslendinga


Sú afstaða einstaka Íslendinga eins og forseta ASI, að viðskiptabannið á Rússland sé ásættanlegt til skamms tíma vegna manréttindabrota Rússa á sér ekki stoð. Ég vil taka fram að ég mun aldrei skrifa upp á mannréttindabrot þeirra né nokkurra annarra þjóða. Viðskiptabannið mun engu breyta fyrir kúgaða þegna Rússlands eða annarra landa eins og hefur sýnt sig þegar litið er til reynslunnar. Ef við ætlum að beita aðrar þjóðir viðskiptaþvingunum vegan mannréttindabrota eins og við gerum við Rússa hvarnast fljótt úr hópi viðskiptalanda okkar. Hvernig haga Kínverjar sér, en nýlega var samþykktur á Alþingi viðskiptasamningur við þá voldugu þjóð sem hefur fótumtroðið mannréttindi íbúa í Tíbet og hinsegin fólk í Kína býr við lítil eða engin mannréttindi. Bandaríkjamenn voru okkar tryggasta bandalagsþjóð til langs tíma og þar eiga Íslendingar mikla viðskiptahagsmuni. Er sú mikla þjóð alltaf ríðandi á hvítum hesti yfir akur mannréttinda víða um heim? Nígería sem er mikilvægur markaður í Afríku er ekki þekkt fyrir höfðinglega framkomu hers og lögreglu við þegna sína og ég spyr er það öðruvísi mannréttindabrot en hjá Rússum?  Er engin tvískinnungur Íslendinga í þessu máli?

 

Hundruð starfa í húfi


Það eru fleiri hliðar á þessu mái. Við setningu laga um veiðigjöld á síðast þingi fannst vinstri blokkinni á Alþingi veiðigjöld á sjávarútveginn allt of lág og sérstaklega á uppsjávarveiðiflotann. Þrátt fyrir að gengið var mun nær þeim hluta útgerðarinnar með álagningu gjaldsins en öðrum. Ef marka má sameiginlega niðurstöðu Utanríkismálanefndar þá er þverpólitíkur stuðningur við það að kippa mikilvægasta markaði uppsjávarvinnslunnar úr sambandi með tekjumissi upp á tæplega 40 milljarða króna á sama tíma og þungbær veiðigjöld eru á uppsjávarveiðum. Ég velti fyrir mér hvort sá einbeitti vilji sé enn til staðar að hækka beri veiðigjöld á uppsjávarflotann þegar þing kemur saman aftur. Það væri þá í takt við þann tvískinnung að á sama tíma ræddi Utanríkismálanefnd um það hvernig ríkissjóður gæti komið að og styrkt útgerð uppsjávarskipa í þeim mikla tekjumissi sem útgerðin verður fyrir vegna viðskiptannsins. Ákvörðun sem við Íslendingar tókum sjálfir og ógnar atvinnulífi í sjávarplássum eins og á Höfn, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Vopnafirði og víðar um land. Er það svo að það sé meirihluti fyrir því á Alþingi Íslendinga að setja hundruði starfa í uppsjávarveiðum og vinnslu í hættu með því að standa að viðskiptabanni á Rússland sem eingöngu hefur  þær afleiðingar að það hittur okkur sjálf sem þjóð beint í bakið og stórskaðar hagsmuni veiða og vinnslu, sveitarfélaga og íbúa þeirra sérstaklega.

Það er mín skoðun að haldið hafi verið illa á þessu máli en lausn málsins er í okkar höndum. Hún fellst ekki í því að kasta frá okkur mörkuðum og hundruðum starfa og láta sér svo detta í hug að ríkið beri það tap. Hverslag eiginlega ráðdeild er þetta? Ef það er ekki verkefni þingmanna og Alþingis að vernda störfin í landinu og hagsmuni atvinnulífsins þá er starfið ekki beisið. Miðað við opinbera umræðu er ég eini þingmaðurinn á Alþingi Íslendinga sem hefur mótmælt opinberlega stuðningi okkar við Evrópusambandið og Bandaríkin í þessu máli og ég mun ekki kvika frá þeirri afstöðu Á þeim báti sem ég ræ í þessu máli er lang stærsti hluti þjóðarinnar í áhöfninni.

 

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

Skráð af Menningar-Staður

18.08.2015 08:23

Sólstafamorgun á Eyrarbakka- 18. ágúst 2015

 

 

 

Sólstafamorgun á Eyrarbakka - 18. ágúst 2015

 

Sólstafir Guðmundar Inga Kristjánssonar (1907 - 2002)

skálds á Kirkjubóli í Bjarnardal, Önundarfirði.

 

Sólstafir glitra um sumardag,
sælt er á grund og tindi.
Algróið tún og unnið flag,
ilmar í sunnanvindi.
Kveður sig sjálft í ljóð og lag,
landssins og starfsins yndi.

 

Annir og fegurð augað sér,
yfir er sólarbjarmi,
léttklætt til vinnu fólkið fer,
fölbrúnt á háls og armi.
Sumarsins gleði í svipnum er, 
sólstafir innst í barmi.

  

Skráð af Menningar-Staður