Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Ágúst

18.08.2015 07:08

Eyrbekkingur er nýr skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn

 

 

Guðni Pétursson og Guðrún Jóhannsdóttir. 

 

Eyrbekkingur er nýr skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn

 

Guðrún Jóhannsdóttir nýr  skólastjóri  Grunnskólans í Þorlákshöfn tók við lyklavöldum að skólanum úr hendi Guðna Péturssonar bæjarrritara sveitarfélagsins þann 4. ágúst s.l. en hún hefur verið  ráðin frá  og með 1. ágúst s.l.

 

Guðrún er ættuð frá  Eyrarbakka og hefur starfað sem deildarstjóri yngri deildar og forstöðumaður skólavistunar í Vallaskóla á Selfossi siðustu ár.  

 

Bæjarstjórn Ölfuss starfsmenn  sveitarfélagsins svo og íbúar Þorlákshafnar bjóða hana hjartanlega velkomna til starfa og hlakka til samstarfs við hana við frekari uppbyggingu og þróun skólastarfs við Grunnskólann í Þorlákshöfn.

 

Af www.olfus.is

Skráð af Menningar-Staður

17.08.2015 17:17

Lífið er saltfiskur að Stað á Eyrarbakka

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Atli Guðmundsson, Lýður Pálsson, Finn Nílssen, Rúnar Eiríksson

og Jóhann Jóhannsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. 

 

Lífið er saltfiskur að Stað á Eyrarbakka

 

Meðal þess, sem  -Vinir alþýðunnar- í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, tóku sér fyrir hendur í morgun var að legga út saltfiski til sólþurrkunar að fyrri tíma hætti.

Þarna voru menn með verulega reynslu til sjávar og sveita eins og glöggir munu sjá á mannauði myndanna sem hér fylga.

Myndalbúm komið á Menningar-Stað:
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/274099/


Nokkrar myndir hér: 

.

.

.
 

.

.

Skráð af Menningar-Staður

16.08.2015 15:29

Íbúafjöldinn í Árborg 1. ágúst 2015

 

 

 

Íbúafjöldinn í Árborg 1. ágúst 2015

 

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

16.08.2015 07:11

Maríumessa í Strandarkirkju , sunnudag 16. ágúst 2015

 

 

Maríumessa í Strandarkirkju , sunnudag 16. ágúst 2015

 

Lokatónleikar tónlistarhátíðarinnar Englar og menn í Strandarkirkju verður í dag sunnudag 16.ágúst 2016, kl. 14.

Tónleikana ber upp á Maríumessu að sumri og af því tilefni verða felld saman guðsþjónusta og tónleikar. Prestur er sr. Baldur Kristjánsson og organisti Hilmar Örn Agnarsson. Björg Þórhallsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja og Elísabet Waage leikur á hörpu.

Í guðsþjónustunni syngja söngkonurnar englalög og dúetta ásamt því að leiða almennan safnaðarsöng. Á tónleikunum, sem koma strax í kjölfarið, verður slegið á létta og ástríka strengi þar sem m.a. heyrist allt frá barokkmúsík til dægurlaga og óperudúetta.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Hilmar Örn Agnarsson, Elísabet Waage, Björg Þórhallsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir.

Morgunblaðið greinir frá

 

.


 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

15.08.2015 21:45

15. ágúst 2015 - Rakarastofa Björns og Kjartans 67 ára

 Björn Ingi Gíslaason klippir hér Eyrbekkinginn Björn Inga Bragason úr Kaupmannahöfn.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

15. ágúst 2015 - Rakarastofa Björns og Kjartans 67 ára

 

Í tilefni 67 ára afmælis Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi er hér nokkrar myndir sem teknar voru þar í slippnum þann 4. ágúst 2015.


Þeir sem þá voru í slippnum:

Björn Ingi Bragason, Eyrbekkingur í Kaupmannahöfn
Ólafur Bragason,  Eyrbekkingur í Kaupmannahöfn
Leifur Leifsson,  Selfossi

Björn Hartmannsson, Selfossi

Einar G. Þorsteinsson, Ytri-Sólheimum - Skaftafellsýslu
Víðir Björnsson,  Eyrarbakka

 

Myndaalbúm er á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/274058/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

15.08.2015 13:03

15. ágúst 2015 - Rakarastofa Björns og Kjartans 67 ára

 

Í slipp á Rakarastofu Björn og Kjartams á Selfossi 19. júní 2015
F.v.: Ásmundur Friðriksson (í stólnum hjá Birni Inga), Björn Ingi Gíslason, Björn Daði Björnsson, Kjartan Björnsson, Ingimar Pálsson (í stólnum hjá Kjartani) og Eyrbekkingurinn ungi Sveinn Ísak Hauksson, Guðmundssonar (í stólnum hjá Birni Daða). Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

15. ágúst 2015 - Rakarastofa Björns og Kjartans 67 ára

 

Í tilefni 67 ára afmælis Rakarastofu BJörns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi er hér nokkrar myndir sem teknar voru þar í slippnum þann 19. júní 2015.

Myndaalbúm er á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/274053/


Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.


 

Skráð af Menningar-Staður

15.08.2015 09:15

Upplestur skálda og bókauppboð í Hveragerði í dag - 15. ágúst 2015

 

image

 

Upplestur skálda og bókauppboð í Hveragerði

í dag - 15. ágúst 2015

 

Bókamarkaður Bókabæjanna austanfjalls hefur staðið með miklum blóma í Leikhúsinu í Hveragerði um helgar í sumar og markaðnum lýkur með glæsibrag nú um helgina.

Höfuðþema síðustu helgarinnar verður „Núlifandi skáld á Suðurlandi“. 

Verða bækur skáldanna áberandi síðustu markaðsdagana og efnt verður til ljóðadagskrár í Leikhúsinu laugardaginn 15. ágúst klukkan 15-16 með skáldum af svæðinu. Á sunnudeginum verður svo eldfjörugt bókauppboð klukkan 14 sem Ölfusingar stýra af röggsemi. Þar verða boðnir upp merkir bókagripir allt frá 18. öld en einnig nýlegar bækur á hóflegu verði. 

 

Eftirtalin tíu skáld taka þátt í dagskránni á laugardag:

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, Kristian Guttesen, Kristján Runólfsson, Norma E. Samúelsdóttir, Pétur Önundur Andrésson, Sigríður Jónsdóttir, SJÓN, Steinunn P. Hafstað, Þorsteinn Antonsson, Þór Stefánsson og Þórður Helgason.

 

Á uppboðinu verða meðal annars boðnar upp eftirsóttar og fágætar bækur eins og Saga Hraunshverfis, Einræður Steinólfs, Lúsa-Sólveig og einstök myndabók um Ólympíuleika Hitlers. En einnig algengari gripir á frábæru verði svo sem Þúsund ára sveitaþorp, Að breyta fjalli, Snaran eftir Jakobínu, Mullersæfingar og árituð ævisaga Ingólfs á Hellu og fleira og fleira. Þá eru ótaldir hinir dýru kjörgripir uppboðsins þar sem hæst ber tvö erlend átjándu aldar rit, annarsvegar Ferðabók Eggerts og Bjarna á þýsku í samtíma forlagsbandi og fágætt sagnfræðiverk um dönsku Jómfrúreyjarnar. Listi með uppboðsgripum er birtur hér að neðan. 

 

Markaðurinn er opinn frá föstudegi til sunnudags klukkan 12 til 18.

Dagskrá laugardags. 15. ágúst 2015 hefst kl. 15 og sunnudags kl. 14.

 Kristján Runólfsson les upp í dag.

af www.sunnlenska.is
 

Skráð af Menningar-Staður

14.08.2015 17:02

Aðeins einn fór til Ástralíu!

 

 

 

Aðeins einn fór til Ástralíu!

 

Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi hefur sent frá sér bókina Vinur Landeyings eftir ævintýramanninn Thorvald Peter Ludvig Weitemeyer í þýðingu Ragnars Böðvarssonar.

Hér er á ferðinni 19. aldar frásögn frá Ástralíu kom fyrst út á ensku 1892 undir heitinu Missing friend. Í frásögn þessari koma meðal annars fram afdrif þess eina Íslendings sem flutti til Ástralíu á tímum þjóðflutninga 19. aldar þegar allt að fimmtungur íslensku þjóðarinnar fór til Vesturheims. 

Líkt og í Kanada gerðu yfirvöld í þessari fyrrum fanganýlendu Breta Evrópumönnum boð um að koma og setjast að. En lífið þar syðra var hart og ævintýralegt og þar segir fátt af einum. Í meira en öld voru afdrif Þorvaldar jarðyrkjumanns frá Bryggjum ókunn jafnt ættmennum hans og ættfræðingum hér heima. Fréttir af Þorvaldi og andláti hans bárust fyrst um aldamótin 2000 þegar aldargömul bók Weitemeyers barst í hendur Magnúsi Ó. Ingvarssyni í Keflavík. 

Hér rekur danskur ævintýramaður sögu sína og segir um leið sögu vinar síns og ferðafélaga frá Íslandi. Sveitadrengs sem var alltof blíðlyndur fyrir hið hrjúfa líf óbyggðanna. Þorvaldur frá Bryggjum var kominn langt að heiman þegar hann veiktist skyndilega í tjaldi sínu á regnvotum degi í janúarmánuði 1874. Frásagnir af andláti hans eru hinar ævintýralegustu og rithöfundurinn gefur skáldfáki sínum lausan tauminn.

Öll frásögn Weitemeyers af lífi landnema í Drottningarlandi í Ástralíu er lífleg og skemmtileg. Hann gerir lítið til að fegra sjálfan sig og segir jafnt frá eigin hetjudáðum og asnaskap. Ferðalangurinn kemst í hann krappan í baráttu við flóð, sjúkdóma og krókódíla. En hann er ekki síður í vandræðum þegar hann reynir að temja sér siði breskra herramanna og leggur á flótta undan unnustu sem tekur að sér að temja hinn óstýriláta sögumann.

Bók Weitemeyers kemur nú fyrir sjónir íslenskra lesenda í frábærri þýðingu Ragnars heitins Böðvarssonar frá Bolholti á Rangárvöllum. Ragnar náði að ljúka við þýðinguna í ársbyrjun 2014 en veiktist meðan sú vinna stóð yfir og lést í maímánuði 2014.
 

Af www.sunnlenska.is

Skráð af menningar-Staður

14.08.2015 12:45

14. ágúst 2015 - Alþýðuhúsið á Eyrarbakka

 

 

F.v.: Finnur Kristjánsson, Rúnar Eiríksson, Siggeir Ingólfsson, Jón Guðmundsson

og Ingólfur Hjálmarsson.  Símamynd.: BIB

 


14. ágúst 2015 - Alþýðuhúsið á Eyrarbakka


 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað og Matthías Gíslason frá Siglufirði,

einn þeirra fararstjóra sem komu með hópa að Stað í morgun. Ljósm.: BIB

 

Skráð af Menningar-Staður

 

14.08.2015 12:37

UM 180 ÞÚSUND FERÐAMENN Í JÚLÍ

 

 

Mörg hundruð ferðamanna koma að Stað á Eyrarbakka á hverjum degi.

 

 

UM 180 ÞÚSUND FERÐAMENN Í JÚLÍ

 

Um 180 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 36 þúsund fleiri en í júlí á síðasta ári. Aukningin nemur 25% milli ára.

Það sem af er ári hefur mælst aukning milli ára alla mánuði eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí og 24,2% í júní.

70% ferðamanna í júlí af tíu þjóðernum

10 fjölmennustu þjóðerniUm 70% ferðamanna í júlí síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 20,6% af heildarfjölda en næstir komu Þjóðverjar (11,1%) og Bretar (8,6%). Þar á eftir fylgdu síðan Frakkar (6,7%), Danir (4,7%), Kínverjar (4,1%), Kanadamenn (3,9%), Svisslendingar (3,6%), Svíar (3,4%) og Norðmenn (3,4%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Kínverjum, Bretum, Þjóðverjum og Kanadamönnum mest milli ára í júlí en 14.237 fleiri Bandaríkjamenn komu í júlí í ár en í fyrra, 3.171 fleiri Kínverjar, 2.960 fleiri Bretar, 1.988 fleiri Þjóðverjar og 1.741 fleiri Kanadamenn. Þessar fimm þjóðir báru uppi 66,8% aukningu ferðamanna í júlí.
Nokkrum þjóðum fækkaði hins vegar í júlí ár frá því í fyrra. Þannig fækkaði Rússum um 40,2% og Norðurlandaþjóðunum um 5,5%.

Fjöldi ferðamanna í júlí á tímabilinu 2002-2015

júlí eftir markaðssvæðumFerðamönnum í júlí hefur fjölgað jafnt og þétt frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli árið 2002. Heildarfjöldi ferðamanna í júlímánuði hefur nærri fjórfaldast frá árinu 2002 og munar þá mestu um aukningu N-Ameríkana sem hafa meira en sjöfaldast og þeirra sem flokkast undir ,,annað“ sem hafa nærri áttfaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu hafa á sama tíma nærri þrefaldast, Bretar nærri þrefaldast og Norðurlandabúar ríflega tvöfaldast.

Tæplega 700 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 697.716 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 151.363 fleiri en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 27,7% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum nema Norðurlöndunum sem hafa staðið í stað. Aukningin hefur verið 44,4% frá N-Ameríku, 27,5% frá Bretlandi, 21,0% frá Mið- og S-Evrópu, og 40,9% frá öðrum löndum sem ekki eru talin sérstaklega og flokkast undir ,,annað“.

Ferðir Íslendinga utan

Um 44 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí síðastliðnum eða um fimm þúsund fleiri en í júlí árið 2014. Frá áramótum hafa 253.194 Íslendingar farið utan eða 28.700 fleiri en á sama tímabili árið 2014.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

ferðamenn júlí 2015

 


 

Af www.ferdamalastofa.isSkráð af Menningar-Staður