Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Ágúst

13.08.2015 17:30

Aldamótahátíðin 2015 í Dagskráinni

 

 

                          Dagskráin 13. ágúst 2015

 
 

 

171 mynd frá Aldamótahátíðinni á Eyrarbakka 8. ágúst 2015 

 

4 myndaalbúm  með 171 mynd frá Aldamótahátíðinni  á Eyrarbakka, laugardaginn 8. ágúst 2015, er komið hér á Menningar-Stað

1. hluti - http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273897/

2. hluti - http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273915/

3. hluti - http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273917/

4. hluti - http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273937/

 

Ljósmyndarar:

Björn Ingi Bjarnason

Ástrós Werner Guðmundsdóttir

Rúnar Eiríksson

Jón Ingi Sigurmundsson

Ásmundur Friðriksson

Ragnar Emilsson.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

13.08.2015 10:02

Frá Eyrarbakka 10. júní 1971

 

 

 

Frá Eyrarbakka 10. júní 1971

 

Úr Morgunblaðinu 10 . júní 1971
 

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=114772&pageId=1422017&lang=is&q=Eyrarbakki

 

 
 


Skráð af Menningar-Staður

 

13.08.2015 09:26

Skólasetning Grunnskóla í Árborg

 

Ragnar Gestsson og nemendur fyrir nokkrum árum. Ljósm.: BIB

 

Skólasetning Grunnskóla  í Árborg

 

Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir mánudaginn 24. ágúst 2015.

Meðfylgjandi eru upplýsingar um tímasetningar hvers skóla.

 

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

Kl. 09.00    Skólasetning 1.–6. bekkjar, f. 2004−2009,  á Stokkseyri.

Kl. 11.00    Skólasetning 7.–10. bekkjar, f. 2000?2003, á Eyrarbakka.

Skólabíllinn fer frá skólanum á Eyrarbakka kl. 8.45 og frá skólanum á Stokkseyri kl. 10.45 fyrir þá sem þurfa.

 

Sunnulækjarskóli

Kl. 09:00  Nemendur í 1.−4. bekk, f. 2006−2009.

Kl. 11:00  Nemendur í 5.−10. bekk, f. 2000–2005.

Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í Fjallasal en síðan munu nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara.

 

Vallaskóli

Skólasetning fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla.

Kl. 10:00  Nemendur í 2.−5. bekk,  f. 2005−2008.

Kl. 11:00  Nemendur í 6.−10. bekk,  f. 2000−2004.

Nemendur í 1. bekk (f. 2009) og forráðamenn þeirra eru boðaðir sérstaklega í viðtöl eins og þegar hefur verið tilkynnt.

 

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta skóladag. 

 

Skólastjórnendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, Vallaskóla og Sunnulækjarskóla.

 

Á kennarastofunni á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum.

.


 

Skráð af Menningar-Staður

13.08.2015 08:16

Einar Benediktsson kominn að Höfða

 

.

 

Einar Benediktsson  kominn að Höfða

 

Styttan af Einari Benediktssyni er komið að Höfða í Reykjavík þar sem Einar bjó um tíma. Hún var um árabil á Klambratúni í Reykjavík.

Styttan er eftir Ásmund Sveinsson, myndhöggvara.

Framan við Höfða er listaverk Eyrbekkingsins  Sigurjóns Ólafssonar  - Öndvegissúlur- sem þar hefur staðið frá árinu 1971.


 

Menningar-Staður var á svæðinu og færði til myndar.

 

.

Framan við Höfða er listaverk Eyrbekkingsins  Sigurjóns Ólafssonar  - Öndvegissúlur-

.

 


 

Skráð af Menningar-Staður

13.08.2015 07:09

Eru launin þín rétt?

 Gils Einarsson.

 

Eru launin þín rétt?

 

Nú er farið að síga á seinnihluta sumarfría og atvinnulífið að komast í sinn venjulega farveg. Unga fólkið að hverfa til annara starfa í skólunum eftir annasamt sumarstarf. Heilsársstarfsmenn að hefja vinnu eftir sólríkt sumar a.m.k. í júlímánuði hér sunnanlands.

Eftir strangar kjarasamningsviðræður á vordögum sem lauk með samningi sem er líklega einhver sá besti sem gerður hefur verið lengi, a.m.k. hvað varðar þá sem lægstu launin hafa, eru að koma fram ýmsir hnökrar  hjá atvinnurekendum við að gera upp samkvæmt þeim.

Við hjá stéttarfélögunum höfum fengið að heyra frá atvinnurekendum að samningarnir séu svo flóknir að ekki sé hægt að fara eftir þeim. Vissulega er það rétt að samningarnir eru alls ekki einfaldir, en þetta er nú sú niðurstaða sem við komumst að í lokin. Til þeirra atvinnurekenda sem skamma okkur vil ég segja þetta: Þessi  kjarasamningur er á milli launþega annars vegar og Samtaka atvinnulífsinns og Félags atvinnurekanda hins vegar þannig að þið ættuð að snúa ykkur með þær aðfinnslur til ykkar manna, það eru jú þeir sem stóðu að þessum „flóknu“ kjarasamningum.

Nú er það svo að mikill meirihluti atvinnurekenda gerir hlutina alveg hárrétt, þeir hafa lagt vinnu í að finna út úr þessum „flóknu“ samningum og gera upp eftir þeim, þetta eru fyrirtæki sem við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af, allir hlutir í lagi, svo eru sumir, sem vegna vanþekkingar hafa ekki  gert hlutina rétt, flestir þeirra hafa bara samband og fá leiðbeiningar og vandamálin eru leyst. Það eru hinir fáu sem eiga í erfiðleikum með að fara að leikreglum, ekki bara í þessu heldur í mörgu öðru. Stundum hvarflar að manni að þeir nýti sér „flóknu“ samningana til þess að hagnast og það á kostnað annarra og hverra þá? Jú starfsmanna sinna, fólksins sem á sunnudögum er kallað ómissandi drifkraftur og ómetanlegur fyrir hvert fyrirtæki. En hjá þeim er greinilegt að ekki eru allir dagar sunnudagar.

Eins og menn muna voru samningarnir undirritaðir í júní en voru afturvirkir frá 1. maí, það er að kjarabæturnar giltu fyrir maímánuð líka. Nú er að koma í ljós að til eru fyrirtæki sem hafa „gleymt“ að greiða maí-hækkunina og einnig hafa þau fyrirtæki „gleymt“ að leiðrétta orlofsuppbótina sem er árið  2015 kr. 42.000.

Nú þegar sumri hallar er nauðsynlegt að fólk skoði launaseðla sína og vakni einhver minnsti grunur um að einhver hlutur sé ekki í lagi þá skuluð þið koma til stéttarfélags ykkar og þar verður farið yfir málin. Stéttarfélögin sem eru vörsluaðilar samninga hver á sínu svæði geta ekki haldið uppi því eftirliti sem með þarf nema þið séuð þátttakendur og komið með þau gögn sem ekki eru í lagi, það eru vopn stéttarfélaganna og þið eruð bakland þeirra.

Gils Einarsson, formaður Veslunarmannafélags Suðurlands.


Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður

12.08.2015 20:36

Listasafn Árnesinga leit við á Stað

 

 

Í  morgun á Stað.  F.v.: Inga Jónsdóttir, dönsku stúlkurnar og Siggeir Ingólfsson. Ljósm.: BIB

 

Listasafn Árnesinga leit við á Stað

 

Inga Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns Árnesinga í Hverasgerði, leit við í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í morgun.

Með henni voru tvær danskar stúlkur frá Kaupmannahöfn sem þar eru í listnámi og vera þeirra í Listasafni Árnesinga er hluti af náminu. Dönsku stúlkurnar eru þær Siv Werner og Siv Aldeshvile Nielsen.

Siggeir Ingólfsson tók á móti gestunum og var farið nokkuð yfir hið margra alda samband Eyrarbakka við Danmörku; í verslun, mannlífi og margþættri menningu.

 

Skráð af Menningar-Staður

12.08.2015 18:21

Fjölmenni sótti afmælishátíð Hússins á Eyrarbakka

 

Húsið á Eyrarbakka.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Fjölmenni sótti afmælishátíð Hússins á Eyrarbakka

 

Sunnudaginn 9. ágúst 2015 var haldið upp á 250 ára afmæli Hússins á Eyrarbakka.

Mannfjöldi fór að safnast í Húsið upp úr hálf tvö, rétt fyrir tvö var ákveðið að halda dagskrána í Eyrarbakkakirkju og fóru allir þangað.

Þar fluttu erindi Lýður Pálsson safnstjóri sem stýrði dagskránni, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson sem las upp vel valda texta, Valgeir Guðjónsson söng og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir greindi frá Guðmundi Thorgrímsen forföður sínum og hans fjölskyldu og niðjum sem voru í Húsinu 1847-1930. Halldór Blöndal flutti erindi um hjónin í Háteigi sem keyptu Húsið 1932. Sigurgeir Hilmar las upp ljóðið Húsið eftir Guðmund Daníelsson og Guðmundur Ármann Pétursson greindi frá því hvernig var að alast upp í Húsinu.

Þá ávörpuðu samkomuna Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Ari Björn Thorarensen formaður Héraðsnefndar Árnesinga og Arna Ír Gunnarsdóttir formaður fagráðs Byggðasafns Árnesinga sem sleit dagskránni og bauð gestum að ganga í Húsið og hlýða þar á tónlist og þiggja veitingar.

Hlín Pétursdóttir söngkona, Jón Sigurðsson píanóleikari, Bryndís Björgvinsdóttir sellóleikari og Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari sáu um tónlistardagskrá í stássstofu Hússins þar sem leikin var tónlist tengd Húsinu.

Gestir snæddu veitingar og meðal annars var stór afmælisterta sem Guðnabakarí á Selfossi á heiðurinn af.

Dagskráin var vel sótt og gleði ljómaði af hverju andliti þrátt fyrir þrengsli en talið er að um 200 manns hafi sótt samkomuna.

 

.

.

 

F.v.: Valgeir Guðjónsson, Linda Ásdísardóttir, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Lýður Pálsson.
 

Af www.husid.com

Skráð af Menningar-Staður

12.08.2015 14:53

Árlegt Íslandsmót í hrútadómum í Sævangi á sunnudag

 

 
 

 

Árlegt Íslandsmót í hrútadómum í Sævangi á sunnudag

 

Framundan er stærsta samkoma ársins í Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum.

 

Á sunnudag, 23. ágúst 2015, fer þar fram árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum og hefst keppnin klukkan 14. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir og verður safnið opið daglega út ágústmánuð frá 10 til 18 og um helgar í september.

Á síðasta ári sigraði Björn Þormóður Björnsson, Ytra-Hóli, Austur-Húnavatnssýslu í keppninni. Þa með hampaði hann Íslandsmeistaratitlinum í hrútadómum í annað skipti, en hann sigraði áður árið 2005. Í öðru sæti var Kristján Albertsson bóndi á Melum í Árneshreppi en hann hefur fjórum sinnum farið með sigur af hólmi og hafa hæfileikar hans í þessari sérstæðu keppnisgrein vakið mikla athygli. Í þriðja sæti urðu jöfn Helga Guðmundsdóttir í Stykkishólmi og Guðbrandur Björnsson á Smáhömrum í Strandabyggð.

Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftinaSauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Manstu? sem er greiningarsýning á ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem voru teknar á árabilinu 1950-1970. Á listasviðinu er sýningin Álagablettir og í sérsýningarherbergi er sögusýning sem ber yfirskriftina Brynjólfur Sæmundsson og starf héraðsráðunauta. Brynjólfur var ráðunautur á Ströndum í nærri 40 ár og var þessi sýning opnuð á Hrútadómum í fyrra.


Í Sauðfjársetrinu er rekið kaffihúsið Kaffi Kind og þar verður veglegt kaffihlaðborð á boðstólum. Í sumar hefur verið starfræktur Náttúrubarnaskóli á vegum Sauðfjársetursins og verður yfirnáttúrubarnið Dagrún Ósk Jónsdóttir með kynningu á verkefninu á Hrútadómunum. Safnið verður opið alla daga milli 10-18 út ágústmánuð og um helgar í september. Í haust er stefnt að frekari viðburðum. Þá verða m.a. þjóðtrúarkvöldvaka, handverksnámskeið og leiksýning þar sem draugum á Ströndum verða gerð skil. Árleg sviðaveisla verður haldin í október.


Bjarkar Snorrason t.h. í Sauðfjársetrinu í Sævangi fyrir nokkrum árum.
 

Af.www.skutull.isSkráð af Menningar-Staður

 

12.08.2015 14:43

Einstök stund í kirkjusögunni

 


 

Einstök stund í kirkjusögunni

• Konur í öllum hlutverkum í Selfosskirkju
 

Sunnudaginn 9. ágúst 2015var innsetningarmessa í Selfosskirkju. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur setti prestana Guðbjörgu Arnardóttur og Ninnu Sif Svavarsdóttur inn í embætti í Selfossprestakalli og las upp skipunarbréf frá biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur.

„Það er gaman að vera hluti af þessari sögulegu stund, þar sem tvær konur eru settar inn í embætti af prófasti sem er kona og lesið upp bréf frá biskupi sem er kona,“ segir Guðbjörg, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist hérlendis. „Við vorum stoltar og hrærðar yfir því að fá að vera þátttakendur í þessari sögu.“

Nanna Sif tekur í sama streng. „Þetta var dásamleg stund, einstök í íslenskri kirkjusögu,“ segir hún um athöfnina í þétt setinni kirkjunni. „Það er dýrmætt að vera hluti af henni og við vorum umvafðar hlýju og vináttu safnaðarins sem fagnaði okkur svo innilega.“

 

Öllum hnútum kunnugar

Guðbjörg er fædd og uppalin á Selfossi og segir að því hafi verið sérstakt að taka við embætti sóknarprests í Selfosskirkju. „Það var mjög sterk og falleg tilfinning og góð að ganga inn kirkjugólfið,“ segir hún, en undanfarin ár hefur Guðbjörg verið sóknarprestur í Odda.

Nanna Sif var áður safnaðarráðinn prestur með umsjón með æskulýðsstarfi Selfosskirkju. „Það er frábært að starfa í söfnuðinum,“ segir hún. „Selfyssingum þykir svo vænt um kirkjuna sína, þeir eru kirkjuræknir og það er mikill metnaður fyrir góðu og öflugu kirkjustarfi. Ég er því lánsöm að fá að starfa í þessu umhverfi.“

Selfossprestkall samanstendur af fjórum sóknum – Hraungerðissókn, Laugardælasókn, Selfosssókn og Villingaholtssókn. Árið 1941 var fyrst farið að ræða kirkjubyggingu á Selfossi. Selfosskirkja var byggð á árunum 1952 til 1956 og vígð á pálmasunnudag, 25. mars 1956. Íbúar í Selfossprestkalli eru rúmlega sjö þúsund.

Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju, segir að allt starf kirkjunnar sé mjög fjölbreytt og öflugt og margir komi að því.

Messað er í Selfosskirkju á hverjum sunnudegi allan ársins hring en sjaldnar í hinum kirkjunum. Guðbjörg segir að fram undan sé vika með fermingarbörnin í ágúst og síðan taki við skipulagning vetrarstarfsins. „Samstarf allra sem starfa í Selfosskirkju er mjög gott og spennandi og við finnum fyrir mikilli jákvæðni og gleði.“

 


Morgunblaðið 11. ágúst 2015

Skráð af Menningar-Staður

 

12.08.2015 07:08

171 mynd frá Aldamótahátíðinni á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

 

 

171 mynd frá Aldamótahátíðinni á Eyrarbakka 8. ágúst 2015 

 

4 myndaalbúm  með 171 mynd frá Aldamótahátíðinni  á Eyrarbakka, laugardaginn 8. ágúst 2015, er komið hér á Menningar-Stað

1. hluti - http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273897/

2. hluti - http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273915/

3. hluti - http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273917/

4. hluti - http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273937/

 

Ljósmyndarar:

 Björn Ingi Bjarnason

Ástrós Werner Guðmundsdóttir

Rúnar Eiríksson

Jón Ingi Sigurmundsson

Ásmundur Friðriksson

Ragnar Emilsson.Nokkrar myndir hér:

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður