Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Ágúst

12.08.2015 06:52

Dælengi 12 og Hótel Fosstún fengu umhverfisverðlaun Árborgar

 

Hjónin Guðmundur Þ. Óskarsson og Elísabet Ingvarsdóttir í Dælengi 12 á Selfossi og á milli þeirra er Ásta Stefánsdóttir. Ljósm.: ÖG

 

Dælengi 12 og Hótel Fosstún fengu umhverfisverðlaun Árborgar

 

Umhverfisverðlaun Árborgar 2015 voru afhent í Sigtúnsgarðinum sl. laugardag í tengslum við Sumar á Selfossi.

 

Fallegasti garðurinn var valinn garðurinn að Dælengi 12 þar sem hjónin Guðmundur Þ. Óskarsson og Elísabet Ingvarsdóttir búa.

 

Snyrtilegasta fyrirtækið var valið Hótel Fosstún, Eyravegi 26. Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar afhenti verðlaunin.Garðurinn við Dælengi 12 á Selfossi Ljósm.: ÖG
 

Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður

 

12.08.2015 06:41

Selfossbæir fallegasta gatan í Árborg 2015

 Íbúar götunnar og fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar. Ljósm.: ÖG.

 

Selfossbæir fallegasta gatan í Árborg 2015

 

Selfossbæir var valin fallegasta gatan í Árborg 2015, en framkvæmda- og veitustjórn Árborgar sér um valið eftir ábendingar frá íbúum sveitarfélagsins.

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, afhjúpaði sérstakt verðlaunaskilti við hátíðlega athöfn sl. föstudag og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, afhenti yngsta og elsta íbúa götunnar blómvönd.

Aldursforsetinn er Gunnar Gunnarsson, 86 ára, og sú yngsta er Sigrún Drífa Þorfinnsdóttir, sem er 18 ára.

Aldursforsetinn er Gunnar Gunnarsson, 86 ára, og sú yngsta er Sigrún Drífa Þorfinnsdóttir, sem er 18 ára.

Þau eru hér með Ástu Stefánsdóttur frá Stokkseyri  og Ara Birni Thorarensen frá Eyrarbakka.
Af www.dfs.is


Skráð af menningar-Staður

 

11.08.2015 22:19

400. lax sumarsins í Ölfusá

 

F.v.: Sverrir Einarsson, gjaldkeri SVFS og Eyrbekkingurinn Hafsteinn Jónsson með 400. laxinn.
Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

400. lax sumarsins í Ölfusá

 

Frábær laxveiði hefur verið í Ölfusá í sumar en í kvöld landaði Eyrbekkingurinn Hafsteinn Jónsson 400. laxi sumarsins, ellefu punda hæng á efsta veiðisvæði árinnar.

Þetta er aðeins í fjórða skiptið síðan árið 1950 að Ölfusá nær fjögurhundruð löxum. Ef fram heldur sem horfir mun áin velgja metsumrinu 1978 undir uggum, en þá komu 577 laxar á land.

Hængurinn hans Hafsteins var fjórði lax dagsins í ánni en að sögn veiðimanna hefur veiði verið að glæðast á efsta svæðinu, eins og venja er þegar líður á sumarið.

Sverrir Einarsson, gjaldkeri Stangaveiðifélags Selfoss, leit við á árbakkanum og færði Hafsteini koníkaksflösku frá félaginu í verðlaun fyrir 400. laxinn.

Af www.sunnlenska.isSkráð af Menningar-Staður

10.08.2015 21:05

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 8. ágúst 2015 - myndir 4. hluti

 

.

 

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 8. ágúst 2015 – myndir 4. hluti

 

Myndaalbúm  -4. hluti- með myndum frá Aldamótahátíðinni  á Eyrarbakka, laugardaginn 8. ágúst 2015, er komið hér á Menningar-Stað

 

Ljósmyndarar:

 

Björn Ingi Bjarnason

Ástrós Werner Guðmundsdóttir

Rúnar Eiríksson

Jón Ingi Sigurmundsson

Ásmundur Friðriksson

Ragnar Emilsson.

 

Brúðkaup og grillveisla.

Myndirnar eru á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273937/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

Kristján Runólfsson orti brúðkaupsbrag sem hér er verið að syngja:
 

Haninn:
Hér er lítið hænugrey,
hún verður ekki piparmey,
ef hún giftist, ef hún bara giftist,
ef hún giftist mér.

 

Hænan:
Heyrðu góði, hani minn,
hættirðu þér í búskapinn,
ef þú giftist, ef þú vinur giftist,
ef þú giftist mér.
Áttu vinur undir þér,
eitthvað sem að hentar mér,
ef þú giftist, ef þú vinur giftist,
ef þú giftist mér.

 

Haninn:
Ég skal gefa þér efni í egg,
svo ungar komist fljótt á legg,
ef þú giftist, ef þú bara giftist,
ef þú giftist mér.

 

Hænan:
Ég skal vera þér trygg og trú,
og taka boði hér og nú,
ég vil giftast, ég vil bara giftast,
ég vil giftast þér.

 

Hani og hæna saman:
Saman göngum sæluveg,
sinnum búi þú og ég,
ef við giftumst, ef við bara giftumst,
giftumst þú og ég.


 

Og síðan var gengið til veislu.

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

10.08.2015 15:05

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 8. ágúst 2015 - myndir 3. hluti

 

 

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 8. ágúst 2015 – myndir 3. hluti

 

Myndaalbúm  -3. hluti- með myndum frá Aldamótahátíðinni  á Eyrarbakka, laugardaginn 8. ágúst 2015, er komið hér á Menningar-Stað

 

Ljósmyndarar:

 

Björn Ingi Bjarnason

Ástrós Werner Guðmundsdóttir

Rúnar Eiríksson

Jón Ingi Sigurmundsson

Ásmundur Friðriksson

Ragnar Emilsson.

 

Heyannir:

Myndirnar eru á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273917/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

Kristján Runólfsson við slátt og orti:
Brýndi ljáinn, bar í gras,
byrjaði að slá með krafti,
rakt var á en en bölvað bras ,
beit ei hjá þeim rafti.

Ljáinn setti á lítil strá,
lundin þjál með gáska,
mér fannst þetta minna á,
Magnús sálarháska.

 

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

.

 

10.08.2015 11:12

Æskuheimilið 250 ára

 

 

Guðmundur Ármann Pétursson í Eyrarbakkakirkju 9. ágúst 2015.

 

 

Æskuheimilið 250 ára

 

Í dag var því fagnað að Húsið á Eyrarbakka er 250 ára gamalt.  Um 200 manns mættu á hátíðarhöldin og þó Húsið sé rúmgott og stórt að þá varð að færa dagskránna yfir í Eyrarbakkakirkju og fór vel á því.

Mér þótti vænt um að vera boðið að vera með stutt innlegg á þessum tímamótum með góðu fólki, en í Húsinu við Götuna á Eyrarbakka ólst ég upp.

Mér þykir vænt um Húsið, mér þykir vænt um Eyrarbakka og Eyrbekkinga. Sagði frá Hertu minni, Guðlaugi kaupmanni, sögu af okkur bræðrum, vatninum í brunninum og fleiri minningum.

Það var mér mikil gæfa að fá að alast upp á Eyrarbakka og að sjá móður mína breyta engu venjulegu húsi í heimili.

Að fá að kynnast þeim merka manni Guðmundi Einarsyni smið frá Ásheimum handverksmanni af gamla skólanum sem gat gert allt og gerði allt þegar kom að Húsinu á Eyrarbakka. Við urðum vinir, hann byggði hús á lóðinni við hliðina á húsinu sínu og gaf það Heilbrigðisstofnun Suðurlands svo hægt væri að hafa heilsugæslu í viðunandi húsnæði á Eyrarbakka. Aldrei talaði hann um það, hann bara gerði það, maður lærir mikilvæga hluti af svo vönduðum einstakling.

Olga og Dagbjartur voru einstök hjón sem bjuggu í Garðbæ og hafði Dagbjartur um árabil passað vel upp á Húsið og allt sem því tengist áður en foreldrar mínir eignuðust Húsið.  Dagbjartur var orðinn fullorðinn maður þegar ég kynntist honum, en við kynntumst og ég fann í honum einstaklega góðan og vandaðan mann sem mér þótti vænt um.  Olga var einstök kona sem sýndi mér væntumþykju líkt og væri ég hennar eigið og inn á hennar heimili gat ég farið um eins og það væri mitt.  Hún bjó til þær bestu lagkökur sem gerðar hafa verið.  Olga er kenndi mér, leiðbeindi og studdi á allan hátt.

Það er mikill fjöldi fólks sem hefur áhrif á líf ungs manns og það var mín gæfa að alast upp á Eyrarbakka og að fá tækifæri til að kynnast því einstaka mannlífi sem þar var.

Það eru forréttindi að fylgjast með sinni gömlu heimabyggð þróast og þroskast, þar eru svo margir góðir einstaklingar að vinna gott starf, þar sem byggt er á sögu Eyrarbakka og þar sem byggt er upp af virðingu.

Mér finnst til fyrirmyndar vinna þeirra Ingu Láru og Magnúsar Karels við Lauga-búð, að sjá Rauða Húsið (MiklaGarð) blómstra í endurbyggðu húsi. Gistingin hjá Margréti Kristjáns þar sem hún breytir gömlum húsum og leigir til ferðamanna og að dást að því hvernig þeir Guðmundur og Gísli Kristjánssynir hafa endurgert fjölda húsa á Eyrarbakka, kraft Siggeirs í að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum á Eyrarbakka og Björn lngi sem leggur stöðugt gott til Eyrarbakka með sinni vinnu.

Árborg leggur sitt til með því að laga götumyndina af virðingu fyrir einstakri húsasögu Eyrarbakka.

Auðvitað er fjöldi annara einstaklinga sem ég nefni ekki að leggja Eyrarbakka gott til en þar liggur styrkur Eyrarbakka, Eyrabekkingar eru gott fólk sem vilja leggja samfélaginu sínu gott til.

Á Eyrarbakka er sár, en það sár myndaðist þegar verslunarhúsin voru rifin.  Verslunarhúsin þarf að endurbyggja í sinni upprunalegu mynd, þau eiga að segja sögu einokunnarverslunar Dana á Íslandi, frá sjónarhorni bæði dana og íslendinga.  Dönum væri sómi af því að færa Íslendingum þau að gjöf og svo íslendingum að reka í þeim safn um einokunarverslunina, slíkt safn á hvergi betur heima en í gömlu verslunarhúsunum á Eyrarbakka.

Mín von er að Eyrarbakki muni sem aldrei fyrr blómstra á grunni sinna sérkenna sem eru Húsið, alþýðumenning og saga einokunnarverslunar Dana á Íslandi.

9. ágúst 2015
Guðmundur Ármann Pétursson.


 

.

.

.

.

 

.

Skráð af Menningar-Staður

10.08.2015 07:44

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 8. ágúst 2015 - myndir 2. hluti

 Björn Ingi Bjarnason að störfum.

 

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 8. ágúst 2015 – myndir 2. hluti

 

Myndaalbúm  -2. hluti- með myndum frá Aldamótahátíðinni  á Eyrarbakka, laugardaginn 8. ágúst 2015, er komið hér á Menningar-Stað

 

Ljósmyndarar:

 

Björn Ingi Bjarnason

Ástrós Werner Guðmundsdóttir

Rúnar Eiríksson

Jón Ingi Sigurmundsson

Ásmundur Friðriksson

Ragnar Emilsson.

 


Fiskverkun:

 

Myndirnar eru á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273915/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

09.08.2015 15:30

Húsið á Eyrarbakka 250 ára - Hátíðarsamkoma í Eyrarbakkakirkju

 

 

 

Húsið á Eyrarbakka 250 ára -

-Hátíðarsamkoma í Eyrarbakkakirkju stendur nú yfir-


Húsið á Eyrarbakka 250 ára – dagskrá afmælissamkomu

Dagskrá 250 ára afmælishátíðar Hússins á Eyrarbakka sunnudaginn 9. ágúst 2015. Dagskráin hefst kl. 14.

(Gestir í stássstofunni og bláu stofunni) - (Fært í Eyrarbakkakirkju)

Kynnir og stjórnandi dagskrár Lýður Pálsson safnstjóri.

Tónlist. Vals-æfing, útsett af Guðmundu Nielsen. Jón Sigurðsson, píanó.

Ávarp safnstjóra. Býður gesti velkomna.

Stiklur um fyrstu öldina í sögu Hússins á Eyrarbakka. Lýður Pálsson og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson.

Sylvía og Guðmundar Thorgrímsen og niðjar þeirra sem bjuggu í Húsinu 1847-1930. Mælt mál og tónlist. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson.

Nokkur orð um þau straumhvörf sem urðu í verslun á 3. Áratugnum. Lýður Pálsson.

Háteigshjónin. Halldór Blöndal rekur sögu Ragnhildar og Halldórs í Háteigi en þau kaupa Húsið 1932.

„Húsið“ ljóð eftir Guðmund Daníelsson. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson flytur.

Tónlist eftir Elínu Gunnlaugsdóttur sérstaklega samin fyrir Húsið á Eyrarbakka. Flytjendur: Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Bryndís Björgvinsdóttir selló og Jón Sigurðsson píanó.

Að alast upp í Húsinu. Guðmundur Ármann Pétursson. Foreldrar hans keyptu Húsið og verður greint frá því hvernig var að alast upp í Húsinu á Eyrarbakka.

Kveðja frá Þjóðminjasafni Íslands. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður flytur ávarp.

Ávarp fulltrúa Héraðsnefndar Árnesinga: Ari Thorarensen formaður.

Tónlist Lækurinn eftir Guðmundu Nielsen útsett af Elínu Gunnlaugsdóttur. Píanó Jón Sigurðsson, fiðla Hildigunnur Halldórsdóttir, selló Bryndís Björgvinsdóttir og söngur Hlín Pétursdóttir.

Arna Ír Gunnarsdóttir formaður fagráðs Byggðasafns Árnesinga slítur dagskránni og býður gestum upp á tertu og aðrar veitingar í borðstofu og eldhúsi.

Eftir að dagskrá lýkur og meðan á kaffiveitingum stendur mun Hlín Pétursdóttir syngja þrjú lög eftir Pál Ísólfsson við píanóleik Jóns Sigurðssonar.

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273906/

 

Nokkrar myndir hér:


.

.

.

.


.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.

 

09.08.2015 09:04

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 8. ágúst 2015 - myndir 1. Hluti

 

 

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 8. ágúst 2015 – myndir 1. hluti

 

Myndaalbúm  -1. hluti- með myndum frá Aldamótahátíðinni  á Eyrarbakka, laugardaginn 8. ágúst 2015, er komið hér á Menningar-Stað

Ljósmyndarar:

Björn Ingi Bjarnason

Ástrós Werner Guðmundsdóttir

Rúnar Eiríksson

Jón Ingi Sigurmundsson

Ásmundur Friðriksson

Ragnar Emilsson.

Myndirnar eru á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273897/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

08.08.2015 20:50

Innsetning sunnudag 9. ágúst í Selfosskirkju

 

alt

Guðbjörg Arnardóttir.

 

Innsetning á morgun,

sunnudag 9. ágúst 2015, í Selfosskirkju

 

Nýju prestarnir í Selfossprestakalli, þær séra Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur og séra Ninna Sif Svavarsdóttir prestur verða settar formlega í embætti í messu á morgun, sunnudaginn 9. ágúst 2015 kl. 11. 

Innsetninguna  annast séra Halldóra Þorvarðardóttir prófastur í Suðurprófastsdæmi.

Sóknarnefnd býður kirkjugestum í kaffi af þessu tilefni.  

alt

Ninna Sif Svavarsdóttir 


Selfosskirkja.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Skráð af Menningar-Staður.