Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Ágúst

08.08.2015 11:37

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 2015 er hafin

 

 

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 2015 er hafin

 

.

.

.

.

.


Skráð af menningar-Staður

08.08.2015 06:31

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

 

 

 

             Aldamótahátíð á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

 

    

 

Skráð af Menningar-Staður

07.08.2015 19:40

Fiskverkun um aldamótin 1900 á planinu við Félagsheimilið Stað

 

F.v.: Hannes Sigurðsson og Siggeir Ingólfsson.

 

Fiskverkun um aldamótin 1900 á planinu

við  Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka

 

Á  -Aldamótahátíðinni- á Eyrarbakka á morgun, laugardaginn 8. ágúst 2015 kl. 15:00 verður sett á svið fiskverkun fyrri tíðar á sjávarfangi bæði til átu, sem söluvöru, og einnig til upphitunar á þeim húsakynnum sem hér voru og tíðkaðist um aldamótin 1900.

Siggeir Ingólfsson skrapp til Þorlákshafnar í dag og hitti Hannes Sigurðsson á Hrauni, útvegsbónda í   Ver- Hafnarnesi.

Hannes leggur til fiska í þetta sýningaratriði.

Haukur Jónsson og Jóhann Jóhannsson tóku á móti Geira á Bakkanum þegar hann kom með fiskinn á Eyrarbakka.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/273868/

 

Nokkrar myndir hér:

F.v.: Haukur Jónsson og Siggeir Ingólfsson.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Jóhann Jóhannsson.

 

Skráð af Menningar-Staður
 

07.08.2015 17:28

7. ágúst 1772 - Fjalla-Eyvindur Jónsson og Halla Jónsdóttir voru handtekin

 

 

Vörubíllinn Fjalla-Eyvindur.

 

 
Bílstjórinn á Fjalla-Eyvindi er Hrútavinuruinn Guðmundur Jón Sigurðsson.
 

 

7. ágúst 1772 -

- Fjalla-Eyvindur Jónsson og Halla Jónsdóttir voru handtekin
 


Þann 7. ágúst 1772 voru Fjalla-Eyvindur Jónsson og Halla Jónsdóttir handtekin á Sprengisandi og flutt norður í Mývatnssveit.

Skömmu síðar slapp Eyvindur og tekst fljótlega að frelsa Höllu.

Þau liggja úti í tæpa tvo áratugi.


 

6. ágút 2015

Vörubíllinn Fjalla-Eyvindur  kom við á Litla-Hrauni á Eyrarbakka í gær að sækja trébekki með borðum sem fangar þar smíðuðu og nota skal inná Hveravöllum.

Bílstjóri var Hrútavinurinn og yfir-smali félagsins Guðmundur Jón Sigurðsson. Hann kom við um stund að Ránargrund á Eyrarbakka, forsetasetri Hrútavinafélagsins Örvars, til þess að uppfylla ákvæðiu laga nr. 46 frá 1980.

Ferðarisinn Allrahanda vinnur að mikilli og vandaðri uppbyggingu fyrir ferðamenn á Hveravöllum og var Fjalla-Eyvindur á ferð á þeirra vegum.

 

Á Hveravöllum er minnisvarði um Fjalla-Eyvind og Höllu – Fangar frelsins-


-Fangar frelsisins- minnisvarðinn um Fjalla-Eyvind og Höllu á Hveravöllum

 

Skráð af Menningar-Staður

07.08.2015 15:58

Pútnahúsið á Eyrarbakka

 

 

F.v.: Ingólfur Hjálmarsson og Siggeir Ingólfsson.

 

Pútnahúsið á Eyrarbakka

 

Pútnahúsið að Stað á Eyrarbakka tilbúið fyrir Aldamótahátíðina á morgun, 

laugardaginn 8. ágúst 2015

 

Velkomin!

 

   


  

Skráð af Menningar-Staður

07.08.2015 13:05

Rokkað í Hafnarfirði á nýrri tónlistarhátíð

 

Kiriyama Family verða á hátíðinni í Hafnarfirði.

 

Rokkað í Hafnarfirði á nýrri tónlistarhátíð

 

„Auðvitað á rokktónlist heima í Hafnarfirði og með rokkhátíðinni Rokk í Hafnarfirði vonumst við eftir því að styrkja og efla rokktónlistarlífið í Firðinum,“ segir Hálfdán Árnason, einn skipuleggjenda hátíðarinnar og meðlimur í hljómsveitinni Himbrima.

„Við erum að halda Rokk í Hafnarfirði í fyrsta skipti í ár og gerum það í samstarfi við Ölstofuna. Gangi allt að óskum er það von okkar að hægt verði að halda hátíðina árlega og við getum virkilega stimplað Hafnarfjörð inn sem heimili rokksins.“

 

Inni- og útitónleikar

Fjöldi hljómsveita mun stíga á svið á hátíðinni, en hún fer fram í Flatahrauni 5 og hefst í kvöld, föstudaginn 7. ágúst 2015, klukkan 18 og stendur langt fram á nótt.

„Fyrsta hljómsveitin stígur á svið fljótlega upp úr klukkan sex en við gerum ráð fyrir að tónleikarnir sjálfir hefjist um 18.20. Það er samt um að gera fyrir fólk að koma örlítið fyrr til að koma sér vel fyrir. Eins verður hægt að kaupa sér hamborgara og gos á staðnum áður og meðan á tónleikunum stendur. Útitónleikarnir standa svo til hálftólf, en þá færum við stuðið inn á Ölvar þar sem hljómsveitirnar Kiriyama Family, 3B og Vintage Caravan munu spila fram á nótt.“

Á stóra sviðinu úti fyrr um daginn koma fram Caterpillarmen, Endless Dark, Himbrimi, Ensími og Agent Fresco.

„Okkur finnst mikilvægt fyrir Hafnarfjörð að koma á fót hátíð sem þessari,“ segir Hálfdán, sem vill sjá meiri fjölbreytni í menningarlífi Hafnarfjarðar og aukinn kraft í hátíðarhöld á höfuðborgarsvæðinu yfir sumartímann.

„Við viljum efla og bæta menningarlífið í Hafnarfirði og góð fjölskylduskemmtun sem þessi og tónleikar eru ekkert nema jákvæðir fyrir bæinn. Þá er líka frítt inn á hátíðina og því engin afsökun fyrir fólk að mæta ekki.“
 

Morgunblaðið föstudagurinn 7. ágúst 2015
 

Skráð af Menningar-Staður

07.08.2015 06:29

Bestu lög Gunnars Þórðar flutt á Selfossi

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Gunnar Þórðarson.

 

Bestu lög Gunnars Þórðar flutt á Selfossi

 

Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson flytur bestu lög sín á tónleikum í hátíðartjaldi í Sigtúnsgarðinum á Selfossi í kvöld milli kl. 21 og 23, en tónleikarnir eru hluti af bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. Með honum leikur fimm manna hljómsveit auk þess sem söngvararnir Stefán Jakobsson úr Dimmu og Una Stefánsdóttir syngja lögin með Gunnari.

Morgunblaðið föstudagurinn 7. ágúst 2015

Skráð af Menningar-Staður


 

06.08.2015 22:26

Sumar á Selfossi 2015

 

Sumar á Selfossi 2015

 

 Sumar á Selfossi 2015

 

 

ATH. Dagskráin getur tekið breytingum
fylgist með á facebook

Sjá pdf skjal með dagskrá


Miðvikudagurinn 5. ágúst

Íbúar Árborgar skreyta húsin sín í litum hverfanna. Þátttakan hefur verið frábær undanfarin ár og vonumst við til að hún haldi áfram að aukast. Hvaða gata mun hljóta nafnbótina, Skemmtilegasta gatan í Árborg 2015? Stjórn Kaupfélags Árnesinga mun ganga frá samningum við Guðjón Friðriksson um ritun samvinnusögu Suðurlands eða öllu heldur sögu kaupfélaganna á Suðurlandi. Um er að ræða nokkurra ára verkefni. Skrifað verður undir samninginn kl 16:00 á Bókasafni Árborgar. Eru bæjarbúar sem og aðrir gestir hátíðarinnar hvattir til að mæta á þennan merka menningarviðburð.

16:00 – Samvinnusaga

Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi mætir fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborg og heldur setningarræðu. Pylsur og drykkir verða í boði.

18:00 – Setningarathöfn við bókasafnið

Myndlistafélag Árnessýslu verður með myndlistasýningu í Hótel Selfoss alla Hátíðina á meðan Hótelið er opið.

Hvetjum við alla til að mæta og skoða glæsilegar myndir.

18:00 – Myndlistasýning í Hótelinu

Afmæliskaffi frá 16.30 – 18:00 í hátíðartjaldinu í Sigtúnsgarðinum,

kaffiboð fyrir alla íbúa Sveitarfélagsins Árborgar sem fæddir eru árið 1940 og fagna því 75 ára afmæli á þessu ári. Þeim er boðið til kaffisamsætis ásamt mökum, boðið verður upp á létta harmónikkutónlist, söngatriði og létta stemmningu.

16:30 – Afmæliskaffi í Sigtúnsgarðinum

17:00 – Myndlistasýning í Hótelinu

Framtíðarstjörnur karlafótboltans á Selfossi mæta þar öflugu liði Þróttar. Um að gera að mæta á völlinn og hita upp raddböndin fyrir Suðurlandsskjálftann.

17:30 – 2. fl. Selfoss KK vs Þróttur

 

Fimmtudagurinn 6. ágúst

Suðurlandsskjálftinn verður með þeim stærri þetta árið. Hin sjóðandi heita hljómsveit Úlfur Úlfur mun mæta í hátíðartjaldið í Sigtúnsgarðinum og rífa þakið af tjaldinu. Á undan þeim munu stíga á stokk Aragrúi og aðrar sunnlenskar sveitir ásamt DJ-unum

Hannes & Ella. Tónleikar sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara. Miðaverð kr. 1.500,- við dyr en 1.000 kr. í forsolu.

FORSALA MIÐA er í Bónus frá 5.-6. Ágúst nk. frá 16:00 – 18:00.

21:00 – Suðurlandsskjálftinn

Frón opnar nýjan og endurbættan stað og mun taka á móti þér með góðum tilboðum og góðri tónlist í tilefni dagsins til 01:00.

23:00 – Hátíðin heldur áfram á FRÓN

Glæsileg myndlistarsýning sem enginn má láta framhjá sér fara.

13:00 – Myndlistarsýning í Hótelinu

Myndlistarfélag Árnessýslu stendur fyrir myndlistarvinnustofu í Sandvíkursetri. (gengið inn við Bankaveg, s.s. í portinu á móti Hótelinu)

13:00 – Myndlistarstofa

Frá kl 13:00 – 18:00 mun Sólrún Björk vera til viðtals á bókasafni Árborgar vegna sýningar sinnar Listagjá Bókasafnsins. Tilvalið fyrir hátíðargesti að hitta listamanninn og ræða verkin.

13:00 – Listasýningin Listagjá

Bókasafnsins

Olísmótið í knattspyrnu hefst á Selfossvelli þar sem leikmenn í 5. Flokki karla etja kappi. Mótið er eitt það flottasta á landinu og mun verðandi landsliðsmenn leika listir sínar þar.

14:00- Olísmótið í knattspyrnu

Fjölskyldudagur Arionbanka fer fram á Arionbankaplaninu frá kl 15:00 – 17:00.

Hoppukastalar frá Sprell, andlistmálun, Sparilandskallar Arion banka mæta með gleði og gjafir fyrir þau yngstu. Dagur sem þú vilt ekki láta framhjá þér fara.

15:00- Arionbankadagurinn

 

Föstudagurinn 7. ágúst

Sveitarfélagið Árborg mun útnefna fallegustu götu sveitarfélagsins. Íbúum götunnar verður boðið að vera viðstödd afhjúpun skiltisins þegar úrslit liggja fyrir.

17:00 – Fallegasta gatan í Árborg

Gunnar Þórðarson mun mæta með 5 manna hljómsveit og söngvarana Unu Sighvatsdóttur og Sigurð Jakobsson í hátíðartjaldið í Sigtúnsgarðinum og taka þar sín bestu lög. Tónleikar ársins á Suðurlandi. Veitingasala á staðnum. Ekki missa af þessu! Miðaverð við tjaldið er 2.500 krónur en forsöluverð er 1.500 kr. Forsala fer fram í BÓNUS 5 – 7. ágúst

21:00 – Bestu lög Gunna Þórðar

Magnús Kjartan, útvarspmaður, trúbador og söngvari í Stuðlabandinu mun halda uppi stuðinu eftir stórtónleika Gunnars Þórðarsonar.

23:00 – Magnús Kjartan, trúbador

Frón tekur á móti þér með tilboð á barnum og DJ Kiddi Ghozt mun þeyta skífum.

00:00 – Hátíðin heldur áfram á FRÓN

Selfyssingar taka daginn snemma, skjóta upp fána og gera sig klára fyrir morgunmat í hátíðartjaldi.

07:30 – Skjótum upp fána

Fyrirtæki á Selfossi bjóða til morgunverðar í hátíðartjaldi í Sigtúnsgarði. Guðnabakarí, Krás, HP Kökugerð, MS, Ölgerðin, Samkaup, Bónus og Flytjandi bjóða til veislunnar.

Sumar á Selfossi viðurkenningin 2015 afhent. Fjölmennum í morgunverðinn í bæjargarðinum og tökum þátt í skemmtilegri samverustund.

09:00 – Morgunmatur í hátíðartjaldi í

Sigtúnsgarði

Olísmótið heldur áfram. Mætum og hvetjum okkar lið til sigurs.

09:00 – Olísmótið

 

Laugardagurinn 8. ágúst

Karl Úrsmiður vill þakka öllum fyrir frábærar viðtökur þau fimmtíu ár sem

fyrirtækið hefur verið starfrækt. Húllum hæ í búðinni og tjald fyrir utan með sérstökum varningi til sölu. Kíktu endilega við hjá Kalla Úr.

10:00 – Afmælishátíð Karls úrsmiðs

Glæsileg myndlistarsýning sem enginn má láta framhjá sér fara.

10:00 – Myndlistarsýning í Hótelinu

Afhending viðurkenninga fyrir fegurstu garðana og snyrtilegasta fyrirtækið í Árborg fer fram í morgunverðarhlaðborðinu í hátíðartjaldinu í Sigtúnsgarði.

10:00 – Umhverfisverðlaun Árborgar

Brúarhlaupið er orðinn fastur viðburður meðal íbúa Árborgar. Hlaupið er orðið stór partur af hátíðinni Sumar á Selfossi og hverjum við sem flesta til að taka þátt, unga sem aldna. Ræst er á mismunandi stöðum en allir koma í mark í Sigtúnsgarðinum. Í boði verður: 2,8 km skemmtiskokk, 5km og 10km hlaup og 5km hjólreiðar.

11:00 – Brúarhlaup

Leiktækjaleigan Sprell með fjölbreytt tæki fyrir krakka á öllum aldri í bæjargarðinum allan daginn.

11:00 – Sprell leiktæki opna

Hverjum langar ekki að skora á einhvern í loftbolta. Komdu og taktu á því með öllum í fjölskyldunni, stórfjölskyldunni, vinahópnum, saumaklúbbnum í öruggu umhverfi í lofbólu í Sigtúnsgarðinum. Þú munt ekki sjá eftir því.

11:00 – Loftboltinn opnar

Frá kl 13:00 – 18:00 mun Sólrún Björk vera til viðtals á bókasafni Árborgar vegna sýningar sinnar Listagjá Bókasafnsins. Tilvalið fyrir hátíðargesti að hitta listamanninn og ræða verkin. Boðið verður upp á Harmonikkutónlist frá 13:00 – 14:00

11:30 – Listasýningin Listagjá

Bókasafnsins Hæfileikaríkt handverksfólk með margbreytilegt handverk til sölu og sýnis frá öllum landshornum.

13:00 – Handverksmarkaður á

hátíðarsvæði

Afmælishátíðarhöld Selfossbíó orðin fastur dagskrárliður í Sumar á Selfossi. Nóg um að vera ásamt því að boðið verður upp á pylsur, candyfloss, íspinna, popp, kók o.fl. á meðan birgðir endast. Ekki láta þig vanta í þetta stórafmæli.

13:00 – Afmælishátíð Selfossbíó

Hekla mætir á svæðið með nokkra af sínum flottustu bílum og verða þeir til sýnis í Sigtúnsgarðinum. Tónlist og gjafavarningur fyrir þá sem vilja. Ekki láta þig vanta á flotta sýningu í hátíðargarðinum.

13:00 – Bílasýning Bílasölu Selfoss og

Heklu

Starfsmenn Landsvirkjunar munu mæta með efni í rafmagnsvindmyllur og gefa íbúum Árborgar færi á að framleiða sitt eigið rafmagn. Kjörið tækifæri fyrir unga sem aldna til að kynnast þessari frábæru orkuframleiðslu sem er að riðja sér til rúms hér á landi.

13:00 – Vindmyllusmíð með

Landsvirkjun Dans og útivistarhópurinn Dönsum á Selfossi mætir og sýnir skemmtilega dansa í hátíðartjaldinu í Sigtúnsgarðinum. Viðburður sem ekki má láta framhjá sér fara.

13:30 – Dönsum á Selfossi

Sterkustu men íslands og þó víða væri leitað keppa í aflarunum. Frábær viðburður sem hefur fest rætur sínar á hátíðinni. Komdu og sjáu þessa menn lyfta þyngdum sem hinum meðal manni dreymir um.

13:30 – Suðurlandströllið

Froðufjör í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu. Slökkviliðsmenn munu sjá um að sprauta froðu niður vesturbrekkuna í Sigtúnsgarðinum. Í ár munum við ekki klikka á því NÓG AF FROÐU

14:00 – Froðufjör

Björgunarfélag Árborgar mætir með kranann og kassana í Sigtúnsgarðinn. Hver kemst næst skýjunum?

14:00 – Kassaklifur Björgunarsveitarinnar

Vígsla nafns á hringtorgið við Tryggvagötu og Norðurhóla, skilti afhjúpað, allir velkomnir.

14:30 – Hvað á torgið að heita?

Einar Einstaki mætir og sýnir frábær töfrabrögð, Magnús Kjartan tekur vel valin Disney lög, Fimleikadeild Selfoss og BMX Brós (í boði Pylsuvagnsins) verður með sýningu sem og Karmelluregn mun vera yfir Sigtúnsgarðinn ef veður leyfir.

15:00 – Barnadagskrá á útisviði

Menningargangan „Gengið um gamla bæinn“ er orðinn fastur liður á hátíðinni og í samstarfi við íþrótta og menningarnefnd sveitarfélagsins. Gangan leggur upp frá Tryggvaskála klukkan 16.00. Gengið verður um Heiðarveg, Lyngheiði og nýrri hluta

Kirkjuvegar og endað inni á Heiðarvegs/Kirkjuvegs róló þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur, þátttaka er ókeypis. Öllum er heimilt að leggja orð í belg og ausa úr viskubrunni sínum en við munum hitta fyrir í göngunni heiðursfólk sem lengi bjó og býr enn í þessum götum til þess að uppfræða okkur.

16:00 – Gengið um gamla bæinn

Íbúar Árborgar sýna öllum hvað sé mikil samstaða í þeirra götu. Íbúar hittast og grilla og gera sér glaðan dag og hópast síðan allir saman í skrúðgöngum í bæjargarðinn og syngja af lífs og sálarkröftum á sléttusöngnum.

18:00 – Götugrill og garðagleði

Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, flytur ávarp í upphafi sléttusöngsins.

21:30 – Hátíðarávarp Árborgarinn Magnús Kjartan Eyjólfsson, heitasti trúbador landsins um þessar mundir, mun af sinni einstöku snilld leiða fjölmennasta kór Suðurlands í sléttusöngnum í Sigtúnsgarðinum. Íbúar hverfanna eru hvattir til að streyma tímanlega saman í Sigtúnsgarðinn. Fyrir flugeldasýningu verða svo veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu götuna 2015. Hvaðagata verður það?

21:30 – Sléttusöngur

Bílverk BÁ bjóða upp á glæsilega flugeldasýningu. Sýningin er í öruggum höndum félaga úr Björgunarfélagi Árborgar. Hljómsveit sem kann að halda uppi stuði og fá fólk til að dansa. Ekki láta þig vanta á þetta frábær ball. Flottasta hljómsveit landsins um árabil verður með stórdansleik í Hvítahúsinu þar sem spiluð verða lög sem íbúar Árborgar kannast vel við. Ekki láta þig vanta!

22:30 – Flugeldasýning BÁ Bílverk

23:00 – Bjórbandið í hátíðartjaldinu

23:00 – Sálin í Hvíta Húsinu

23:00 – DJ Áki Pain á FRÓN

 

Sunnudagurinn 9. ágúst

09:00 – Úrslit Olísmótssins

Úrslitaleiki í Olísmótinu fara fram. Mættu og sjáðu góða og upprennandi knattspyrnudrengi leika listir sínar.

10:00 – Myndlistasýning í Hótelinu Glæsileg myndlistarsýning sem enginn má láta framhjá sér fara.

15:00 – Fjölskyldubíó í Selfossbíó Ljúkum þessari frábæru helgi með því að fara með alla fjölskylduna í bíó í Selfossbíó.


Skráð af Menningar-Staður

06.08.2015 17:09

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

 

 

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

 

    

 

Skráð af Menningar-Staður

06.08.2015 12:00

Undirritun samnings um ritun sögu kaupfélaganna á Suðurlandi

 F.v.: Guðjón Friðriksson, Guðmundur Búason, Ragnar Pálsson og Jón Ólafur Vilhjálmsson

formaður stjórnar KÁ.

 

Undirritun samnings um ritun sögu kaupfélaganna á Suðurlandi

 

Stjórn Kaupfélags Árnesinga og Guðjón Friðriksson undirrituðu samning um ritun sögu kaupfélaganna á Suðurlandi í Bókasafni Árborgar, í húsi sem kemur við sögu, kl. 16:00 miðvikudaginn 5. ágúst sl.

Samið hefur verið við Guðjón en hann hefur skrifað m.a. sögu Faxaflóahafna, ævisögu Hannesar Hafstein, Reykjavík bernsku minnar, sögu Reykjavíkur, um forsetatíð Ólafs Ragnars og sögu Jónasar frá Hriflu og er þá bara fátt eitt talið.  Saga kaupfélaganna á Suðurlandi er verk sem mun taka nokkur ár og því gott að fá svo vel hæfan mann til verksins.
 

Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður