Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 September

30.09.2015 14:35

Finnar heimsmeistarar í skyrsölu

 

 

Eigendur Skyr Finland taka á móti bikar úr hendi Ara Edwald, forstjóra MS.

Stofnendurnir, þeir Mika Leppäjärvi og Miikka Eskola, eru lengst til vinstri.

 

Finnar heimsmeistarar í skyrsölu

• Umboðsmenn MS í Finnlandi fengu viðurkenningu fyrir einstæðan árangur í sölu á skyri á mikilli skyrhátíð sem þeir efndu til í Helsinki um helgina

• Byrjuðu að selja skyr frá Íslandi fyrir 5 árum

 

Selt er tvöfalt meira af skyri í Finnlandi en sjálfu upprunalandinu, Íslandi. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, útnefndi umboðsmenn skyrsins í Finnlandi heimsmeistara í skyrsölu á skyrhátíð sem efnt var til í Helsinki um helgina. Hann tók jafnframt fram að Finnar ættu enn langt í land með að ná heimsmetinu í skyrneyslu miðað við höfðatölu. Þar hefðu Íslendingar vinninginn.

Skyr Finland oy og frumkvöðlarnir sem standa að baki því og starfsmenn hafa góða ástæðu til að gleðjast. Þeir halda upp á þau tímamót að fimm ár eru liðin frá því þeir hófu að selja skyr frá Íslandi. Fyrsta árið seldu þeir tæp 150 tonn af skyri og á síðasta ári var salan komin upp í um 3000 tonn. Í ár má búast við að salan verði hátt í 5.500 tonn. Salan í Finnlandi sprengdi strax á öðru ári innflutningskvóta Evrópusambandsins og nú er megnið af því framleitt í Danmörku með aðferðum MS.

 

Ísland í Helsinki

Af þessu tilefni efndu þeir til skyrhátíðarinnar í Helsinki. Leigðu litla eyju, Lonna, og gáfu henni nafnið „Ísland“. Út um alla borgina voru skilti sem sögðu hvað væri lengi verið að ganga eða sigla til „Íslands“. Þeir buðu blaðamönnum og fleiri gestum í veislu þar sem boðið var upp á íslenskar veitingar að hætti Sigga Hall og skyráhugafólk gat komið til að smakka skyrafurðir og taka þátt í Íslandshátíð. Íslenskar hljómsveitir og plötusnúðar skemmtu fólki, meðal annars Retro Stefson, og margir vildu fá að mynda sig með Hafþóri Júlíusi Björnssyni, leikara og kraftajötni. Eyjan rúmaði fimm hundruð manns í einu og var áætlað að um þúsund manns hefðu komið þangað hvort kvöld.

„Við höfum haft þessa hugmynd í þrjú eða fjögur ár en þetta er dýrt og við höfðum ekki efni á að hrinda henni í framkvæmd fyrr en núna,“ segir Mika Leppäjärvi, stofnandi og aðaleigandi Skyr Finnland oy ásamt Miikka Eskola. Þeir félagar eru ánægðir með veisluna og vissu í gær ekki annað en fólkið væri ánægt. Geta þess að erfitt sé að fá jafnmarga blaðamenn til að sýna sig á viðburði og stoppa þar heilt kvöld. Þeir vonast síðan til að fá umfjöllun í finnskum fjölmiðlum næstu daga.

 

Kynning á landinu

Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Finnlandi, segir að kynning á skyri sé jafnframt mikil kynning á Íslandi. Finnsku umboðsmennirnir tengi skyrið við hreysti og heilbrigða lífshætti og geri mikið úr upprunanum. Í ávarpi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, sem sýnt var á skjá í veislunni, minnti hann á að Finnar og Íslendingar líktust á ýmsan hátt, töluðu til dæmis tungumál sem enginn annar skildi. Nú hefði skyrið bæst við þessi tengsl.

„Ég sá þetta á Facebook,“ segir Heimir Gunnarsson, fimleikaþjálfari í Finnlandi, sem mætti á hátíðina með finnskri konu sinni. „Skyr er orðið ótrúlega vinsælt hér, þeim finnst það betra en jógúrt. Þegar fimleikaþjálfararnir taka sér hlé draga þeir alltaf upp skyrdósir til að næra sig,“ segir Heimir.

Morgunblaðið mánudagurinn 28. september 2015


Skráð af Menningar-Staður 

30.09.2015 09:24

Menningarmánuðurinn október í Árborg

 


Menningarverstöðin Hólmaröst á Stokkseyri.

 

 

Menningarmánuðurinn október í Árborg

 

Fjölbreytt menningardagskrá verður í Árborg á næstunni, en október er menningarmánuður þar í sveit. Er þá efnt til ýmissa atburða þar sem saga bæjarins er rifjuð upp á samkomum, sem hafa mælst vel fyrir.

Dagskráin hefst laugardaginn 3. október á Hótel Selfossi þegar sýning um 100 ára kosningarétt kvenna verður opnuð í hótelinu. Kvenfélag Selfoss mun af þessu tilefni heiðra minningu nokkurra mætra kvenna sem störfuðu á þessu svæði.

Helgina eftir, 10 og 11. október, eru viðburðir í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri. Á laugardegi er málþing í Hólmarastardsalnum um Þuríði formann og sjósókn kvenna . Á sunnudeginum tónleikar í minningu Páls Ísólfssonar á Orgelverkstæði Björgvins Tómassonar sjávarmegin í Menningarverstöðinni  Hólmaröst.

Dagana 16.-18. október verður dagskrá um Gunnar Sigurgeirsson með sunnlenskum kvik- og heimildarmyndum.

Hinn 24. október fara Magnús Karel Hannesson og Örlygur Benediktsson yfir sögu tónlistarlífsins á Eyrarbakka og verður samkoman í Rauða-Húsinu.

Mánuðurinn endar 30. október á Hótel Selfossi þegar farið verður í gegnum sögu fyrirtækisins Hafnar á Selfossi, sem lengi hélt úti starfsemi sem nú heyrir sögunni til.

Rauða-Húsið á Eyrarbakka.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

29.09.2015 21:23

29. september 1833 - Jón Sigurðsson hélt til Kaupmannahafnar

 

 

 

29. september 1833 - Jón Sigurðsson hélt til Kaupmannahafnar

 

Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, 22 ára stúdent, hélt með skipi frá Hafnarfirði til Kaupmannahafnar þann 29. september 1833, þar sem hann bjó síðan. 
Skipið hreppti slæmt veður og lenti í hafvillum en kom að landi við vestanvert Jótland. 

Jón komst til Hafnar fyrir jól en fór ekki aftur til Íslands fyrr en tólf árum síðar, þegar endurreist Alþingi tók til starfa.

 

Morgunblaðið þriðjudaguronn 29. september 2015 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

Skráð af Mennigar-Staður

 

 

29.09.2015 07:05

Skyrsetur í Gamla mjólkurbúinu

 

Frá undirrituninni. F.v.: Ari Edwald, Egill Sigurðsson, Grímur Jónasson og Leó Árnason.

Ljósm.: GKS.

 

Skyrsetur í Gamla mjólkurbúinu

 

„Við höfum mikinn áhuga á því að áformin um endurreisn Gamla mjólkurbúsins nái fram að ganga“, sagði Egill Sigurðsson, stjórnarformaður MS, við undirritun viljayfirlýsingar sem fram fór í Tryggvaskála fimmtudaginn 17. september sl. „og tökum þennan fegusta dag haustsins sem tákn um að vel muni ganga.“

Í yfirlýsingu MS og Sigtúns þróunarfélags segir að efnt verði til samstarfs um hugmyndir er varða endurreisn Gamla mjólkurbúsins, sýningu um sögu mjólkuriðnaðar og rekstur sem tengist skyri og öðrum mjólkurvörum. MS mun leggja fram fjármuni til þróunar á sýningu og hönnunar á markaðs- og sýningarrými, auk þess sem til greina kemur að MS tryggi leigugreiðslur fyrir ákveðinn hluta hússins. Á móti kæmi að Sigtún kostaði og reisti Gamla mjólkurbúið og annaðist rekstur fyrirhugaðrar sýningar.

Einnig verði hugað að fyrri áformum um rekstur upplýsingamiðstöðvar Árborgar í tengslum við skyrsetur á Selfossi og mótun sýningar um byggingarlist Guðjóns Samúelssonar frá Eyrarbakka, sem meðal annarra merkra bygginga á Íslandi teiknaði Gamla mjólkurbúið, Landsbankann á Selfossi og fangelsið á Eyrarbakka.


Í yfirlýsingunni segir orðrétt: „MS hefur um árabil hugað að möguleikum til þess að kynna almenningi á Íslandi og erlendum gestum sögu og þróun mjólkuriðnaðarins með sérstakri áherslu á úrvalsvörur eins og íslenska skyrið. Áform hafa verið uppi um mótun sýningar á þessu sviði í samvinnu við bæjaryfirvöld í Árborg og vel gæti farið á því að þau yrðu að veruleika í endurreistu mjólkurbúi, sem á sínum tíma markaði upphaf að þéttbýli á Selfossi.“ 

Af: www.dfs.is

 

Landsbankinn á Selfossi sem Guðjón Samúelsson teiknaði.


Litla-Hraun sem Guðjón Samúelsson teiknaði.


Skráð af Menningar-Staður

28.09.2015 06:27

Kirkjuráð Hrútavina við messu í Eyvindarhólakirkju

 

Eyvindarhólakirkja. Hrútafell í baksýn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Kirkjuráð Hrútavina við messu í Eyvindarhólakirkju

 

Messa var í Eyvindarhólakirkju undir Eyjafjöllum í gær, sunnudaginn 27. september 2015.

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var við messuna en Kirkjuráðið hefur m.a. það verkefni að vera við messur í öllum kirkjum Suðurlands. Þetta verkefni er hálfnað og tekur nokkur ár.

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi er félagslegt samafl aðfluttra Vestfirðinga og heimamanna og hefur víða komið að félags- mannlífs- og menningarstarfi.

Haraldur M. Kristjánsson í Vík, sóknarprestur, þjónaði fyrir altari.

Þorgils Hlynur Þorbergsson cand. theol predikaði.

Organisti var Guðjón Halldór Óskarsson og sönginn leiddu félagar í Kirkjukór Eyfellinga.

Meðhjálpari var Sigurgeir L. Ingólfsson frá Drangshlíðardal en hann býr í Hveragerði.

 

Eyvindarhólakirkja er í Holtsprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Kirkjuna teiknaði Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins og yfirsmiður var Þorsteinn Jónsson frá Drangshlíðardal. Hún var vígð 1961 af Sigurbirni Einarssyni, biskupi.

Menningar-Staður færði til myndar og er myndaalbúm komið á síðuna.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/274839/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

27.09.2015 10:56

Tugir sleppa við fangelsi

 


Litla-Hraun á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 Tugir sleppa við fangelsi

• 75 refsingar hafa fyrnst frá 2013

 

Það sem af er ári hafa 23 fangelsisrefsingar fyrnst. Í fyrra sluppu 32 við fangelsisvist af sömu sökum og 20 árið 2013, en sakir fyrnast á tveimur til 20 árum samkvæmt hegningarlögum.

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að tölurnar komi ekki á óvart. Um 2008 hafi refsingar íslenskra dómstóla þyngst heiftarlega, um 35% á milli ára, og síðan hafi sá toppur hækkað. Fangelsismálastofnun hafi strax varað við því að framundan væri mjög alvarlegt ástand og við því þyrfti að bregðast. Á þeim tíma hafi menn verið uppteknir við að rífast um staðsetningu nýs fangelsis og sá pólitíski leikur í nokkur ár hafi seinkað framkvæmdum. Jafnframt hafi Fangelsismálastofnun fært rök fyrir því að nýtt fangelsi yrði að vera stærra en á endanum hafi verið samþykkt.

 

Um 450 manns bíða

Hérlendis eru rúmlega 150 fangelsispláss. Fangelsisstofnun er með samning um vistun fanga á áfangaheimili Verndar, þar sem eru 20 til 25 pláss, um 200 manns eru á reynslulausn og um 450 manns bíða eftir að komast í afplánun. Stefnt er að því að nýtt fangelsi á Hólmsheiði með 56 plássum verði tilbúið um áramót, en á móti kemur að plássum fækkar eða hefur fækkað um 25 í Kópavogi og Reykjavík. Fleiri pláss vinna ekki á fyrningunum en hafa mikil áhrif. Páll segir að finna þurfi önnur úrræði til þess að fullnusta dóma. Skoða þurfi reglur um reynslulausn, samfélagsþjónustu og fleira.

Vegna niðurskurðar á fjárlögum líðandi árs segir Páll að loka hafi þurft kvennafangelsinu í Kópavogi um mitt ár. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir enn meiri niðurskurði og því blasi ekkert annað við en að loka fleiri plássum. „Það er pólitísk ákvörðun,“ segir hann og áréttar að ákveði Alþingi að skera niður til málaflokksins sé eðlilegt að það ákveði líka hvar á landinu eigi að fækka störfum.

Forgangsraðað er inn í fangelsin. Þeir sem dæmdir eru fyrir alvarlegustu brotin eru í forgangi auk þeirra sem eru virkir í brotum eftir að dómur er kveðinn upp. Þeir sem eru með tiltölulega vægar refsingar, teljast ekki hættulegir umhverfi sínu og eru til friðs eftir að dómur hefur verið kveðinn upp sitja eftir á boðunarlistanum.

Morgunblaðið laugardagurinn 26. septemb
er 2015.

 

Fangelsið á Litla-Hrauni. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

Skráð af Menningar-Staður

27.09.2015 09:27

Niðurskurður nær til Barnakots á Litla-Hrauni

 Fangelsið að Litla-Hrauni. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Niðurskurður nær til Barnakots á Litla-Hrauni

 

• Barnakot, aðstaða barna til heimsókna á Litla-Hrauni, lokað um helgar

• Umboðsmaður barna segir það ekki samrýmast réttindum barna

• „Einvörðungu vegna niðurskurðar á fjárheimildum“

 

„Þetta er einvörðungu vegna niðurskurðar á fjárheimildum. Við fórum af stað með þetta verkefni til að bæta aðstöðu barna sem koma í heimsókn til fanga, því aðbúnaðurinn var ekki bjóðandi börnum eins og hann var,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um þá ákvörðun fangelsismálayfirvalda að hafa Barnakot á Litla-Hrauni lokað um helgar. Enn verður þó opið fimm daga vikunnar.

 

Samrýmist ekki réttindum

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, sendi formlegt bréf til Fangelsismálastofnunar hinn 18. september síðastliðinn þar sem lokunin um helgar var gagnrýnd og farið var fram á skýringar.

Segir meðal annars í bréfi umboðsmanns að lokunin um helgar leiði til þess að börn þurfi að taka frí frá skóla til að nýta aðstöðuna á Litla-Hrauni ásamt því að forráðamenn þeirra muni þurfa frí frá vinnu af sömu ástæðu.

„Þessar hindranir samræmast illa réttindum barna og eru líklegar til þess að draga úr möguleikum þeirra til þess að heimsækja foreldri á Litla-Hrauni,“ segir umboðsmaður og bætir við að ávallt beri að leita annarra leiða til hagræðingar en að skerða þjónustu við börn.

 

Helgaropnunin of dýr

Fangelsismálastjóri segir í svarbréfi sínu að ákveðið hafi verið fyrir um ári að nýta 4 milljónir króna af rekstrarfé stofnunarinnar í að koma upp aðstöðunni enda hafi málið verið brýnt. „Fljótlega kom í ljós að það var of dýrt. Vegna enn frekari niðurskurðarkröfu af hálfu Alþingis var Fangelsismálastofnun nauðugur einn kostur að stytta þann tíma sem opið er, sérstaklega á þeim tímum þegar lágmarksmönnun er í fangelsinu, þ.e. um helgar.“

Ekki var lagt sérstakt mat á það, þegar þessi ákvörðun var tekin, hvort hún hefði áhrif á hagsmuni og réttindi barna. 

 

Í forgang

Umboðsmaður barna segir Barnakot, aðstöðuna á Litla-Hrauni, taka tillit til hagsmuna og þarfa barna. Lokunin um helgar hafi mikil áhrif á börn fanga og möguleika þeirra til að njóta samvista við foreldra sína í sem bestu umhverfi miðað við aðstæður.

Í barnasáttmálanum og barnalögum segir að það sem börnum sé fyrir bestu eigi ávallt að hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn.

Morgunblaðið föstudagurinn 25. ágúst 2015

 

Skráð af Menningar-Staður

27.09.2015 07:35

Eyvindarhólakirkja undir Eyjafjöllum

 

 

Eyvindarhólakirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Eyvindarhólakirkja undir Eyjafjöllum

 

Guðsþjónusta verður í Eyvindarhólakirkju í dag, sunnudaginn 27. september 2015, kl. 14:00.

Þorgils Hlynur Þorbergsson cand. theol predikar.

Haraldur M. Kristjánsson sóknar- prestur þjónar fyrir altari.

Organisti er Guðjón Halldór Óskarsson og sönginn leiða félagar í Kirkjukór Eyfellinga.

Gefum okkur tíma í önnum haustsins og fjölmennum til kirkju Þetta eru nú ekki nema 45 mínútur. Sérstaklega eru Eyfellsk fermingarbörn næsta vors, foreldrar þeirra og forráðamenn hvött til að mæta.

Sóknarprestur
Haraldur M. Kristjánsson
Vík

___________________________

Eyvindarhólakirkja er í Holtsprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Kirkjuna teiknaði Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins og yfirsmiður var Þorsteinn Jónsson frá Drangshlíðardal. Hún var vígð 1961 af Sigurbirni Einarssyni, biskupi.Ki

rkjaKirkjan var byggð eftir teikningum Harðar Bjarnasonar húsameistara ríkisins, yfirsmiður var Þorsteinn Jónsson frá Drangshlíðardal. n var byggð eftir t

Katólskar kirkjur voru helgaðar Maríu guðsmóður og útkirkjur voru í Ytri-Skógum og Steinum. Þær voru lagðar niður 1890 og sóknirnar sameinaðar Eyvindarhólssókn, sem var síðan lögð niður 1904 og lögð til Holts.

 

 

Eyvindarhólakirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður

27.09.2015 07:10

Leiðsögn á síðustu sýningarhelgi ljósmyndasýningar í Húsinu

 

 

Leiðsögn á síðustu sýningarhelgi ljósmyndasýningar í Húsinu

 

Leiðsögn verður á sumarsýningu Byggðasafns Árnesinga, Konur, skúr og karl - Ljósmyndarar á Stokkseyri 1896–1899, í Húsinu á Eyrarbakka í dag, sunnudaginn 27. september 2015 kl. 16.

Linda Ásdísardóttir, safnvörður segir frá starfi og umhverfi þriggja ljósmyndara sem störfuðu á Stokkseyri á árunum 1896–1899. Þetta voru Margrét Möller, Lára Ólafsdóttir og Ingimundur Eyjólfsson sem voru öll áhugaverðir einstaklingar bæði í sínu fagi og utan þess. Fjölmargar konur störfuðu sem ljósmyndarar á upphafsárum fagsins á Íslandi sem er merkilegt við skoðun á þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Stokkseyri var á þessum tíma öflugur verslunarstaður og var ljósmyndarekstur í þorpinu eitt merki þess.

Frítt verður á leiðsögnina og heitt á könnunni.

Þessi helgi er síðasta opnunarhelgi sumarsins og  þá er kjörið tækifæri að skoða safnið. 

Skráð af Menningar-Staður

 

26.09.2015 11:32

Hraungerðishreppur sigraði Selfoss í útiskák

 

.

 

Hraungerðishreppur sigraði Selfoss í útiskák

 

Í gær, föstudaginn 25. september 2015, var útitaflið fyrir framan Fischer-setur, Gamla-bankann á Selfossi, vígt.

Guðni Ágústsson og Kjartan Björnsson  fluttu stutar tölur við Fischer-setrið að þessu tilefni.

Tefldar voru síðan tvær vígsluskákir á útitaflinu og var um  „Svæðiskeppni“  að ræða því Hraungerðishreppur hinn forni  og Selfosskaupstaður hinn forni kepptu. 

Fyrir Hraungerðishrepp kepptu; Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum, fyrrverandi ráðherra, og Gunnar Finnlaugsson einn af drifkröftum Fischer-seturs. Fyrir Selfoss  kepptu; Kjartan Björnsson á Selfossi, formaður bæjarráðs Árborgar og Vilhjálmur Þór Pálsson. Dómari var Jónas Ingvi Ásgrímsson.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, lék fyrsta leiknum fyrir Hraungerðishrepp.

 

Fischer-setur var opið almenningi í gær í tilefni vígslunnar og frítt var inn.

Að loknum vígsluskákunum , sem Hraungerðishreppur vann með 1.5 vinningi gegn 0.5 vinningi Selfoss, var boðið í veglegt Skák-kaffi og kræsingar í Fischer-setrinu.

Menningar-Staður var á Staðnum og færði til myndar.

50 myndir eru komnar í albúm á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:         http://menningarstadur.123.is/photoalbums/274816/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður