Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 September

26.09.2015 08:46

26. september 1915 Minnisvarði af Kristjáni konungi níunda var afhjúpaður

 

 

Nær er Kristján níund, konungur Danmerkur og Íslands, framan við Stjórnarráðið í Reykjavík.

Fjær er Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands þann 1. febrúar 1904. Ljósm.: BIB
 

 

26. september 1915 -
Minnisvarði af Kristjáni konungi níunda var afhjúpaðurFyrir sléttum 100 árum þann 26. september 1915 var minnisvarði af Kristjáni konungi níunda afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík (á afmælisdegi Kristjáns tíunda).

Með hægri hendi réttir konungur fram skjal sem á að tákna stjórnarskrána 1874.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 26. september 2015 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

 

Nær er Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands og fjær er Kristján níundi konungur.

 

 

 

Í Hróarskeldudómkirkju í Danmörku.

Kista Kristjáns konungs níunda  - f. 8. apríl 1818  -  d. 29. janúar 1906 -
og Louise drottningar en hún málaði altaristöflu Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: BIB

 

Kristján níundi var konungur 1863 - 1906

 

Blaðið Lögrétta sagði 31. janúar 1906:

Kristján konungur IX. hefur verið íslandi allra konunga bestur, enda ástsælastur konungur hjer á landi. Tvisvar hefur ísland fengið stjórnarbót á ríkisstjórnarárum hans, fyrst 1874 og síðar 1903, og oft hefur hann sýnt það, að hann var velviljaður íslandi, einkum eftir að hann kom hingað, á þúsundárahátíðinni 1874. Hann er hinn eini rikjandi konungur er stigið hefur hjer fæti á land.  

 


Skráð af Menningar-Staður

 

26.09.2015 07:52

Aðalfundarboð og byggðaþing

 

 

 

Aðalfundarboð og byggðaþing

Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi (LBL) verður haldinn laugardaginn 10. október í húsnæði Skjálftasetursins á Kópaskeri (skólahúsinu) og hefst kl. 13.30. Byggðaþing verður haldið á sama stað kl. 10-12. Á dagskrá aðalfundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.

 

Landsbyggðin lifi er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Samtökin eru regnhlífarsamtök félaga og einstaklinga sem áhuga hafa á landsbyggðarmálum.

 

Ef einhverjir utan stjórnar hafa áhuga á að komast í aðalstjórn eða varastjórn samtakanna er því tekið fagnandi. Mörg spennandi verkefni eru í farvatninu og sum þeirra komin af stað, segir í tilkynningu frá stjórn LBL.

 

Vinsamlegast hafðu samband við Sigríði Svavarsdóttur gjaldkera ef þig langar að ganga til liðs með okkur, segir þar einnig. Þeim sem hafa hug á að nýta ferð með stjórnarmönnum er bent á að hafa samband við Siggu Svavars í netföngunum landlif@landlif.is eða melateigur@gmail.com eða í síma 772 9632.

 

Allir eru velkomnir, bæði á byggðaþingið og aðalfundinn.

 

Skráð af Menningar-Staður

25.09.2015 07:20

Útitaflið verður vígt á Selfossi í dag - 25. september 2015

 

 

 

Útitaflið verður vígt á Selfossi í dag - 25. september 2015

 

Í dag, föstudaginn 25. september 2015, verður útitaflið fyrir framan Fischer-setur, Gamla-bankann á Selfossi, vígt. Tefldar verða tvær skákir á útitaflinu og hefst taflmennskan kl. 15.30. Liðsstjórar verða Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og Kjartan Björnsson, formaður bæjarráðs Árborgar. Gunnar Finnlaugsson verður aðstoðarmaður Guðna.

„Samkvæmt upplýsingum Gunnars munu þeir Guðni starfa í anda samvinnu og vaða áfram á miðjunni, en Kjartan og hans menn sennilega á hægri kantinum,“ segir í frétt á skak.is.

Á meðan á vígslunni stendur verður Fischer-setur opið almenningi og frítt verður inn.

Allir eru velkomnir á viðburðinn.


 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.09.2015 07:19

Merkir Íslendingar - Bergur Jónsson

 

 

Bergur Jónsson

 

Merkir Íslendingar - Bergur Jónsson

 

Bergur fæddist í Reykjavík 24. september 1898. Foreldrar hans voru Jón Jensson háyfirdómari, og k.h., Sigríður Hjaltadóttir húsfreyja.
 

Jón var sonur Jens Sigurðssonar, rektors Lærða skólans í Reykjavík og fyrsta kennara við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, elsta barnaskóla landsins, bróður Jóns Sigurðssonar forseta frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Móðir Jóns var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stærðfræðings, stjörnufræðings og yfirkennara. Sigríður var dóttir Hjalta Ólafssonar Thorberg, bónda á Gunnsteinsstöðum í Langadal, bróður Bergs Thorberg landshöfðinga. Móðir Sigríðar var Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja.
 

Systir Bergs lögfræðings var Ólöf, móðir Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra, föður Ólafar Nordal innanríkisráðherra.
 

Fyrri kona Bergs var Guðbjörg Lilja Jónsdóttir og eignuðust þau þrjú börn, Sigríði Þórdísi húsfreyju, móður Bergs S. Oliverssonar lögmanns, Jón deildarstjóra og Þóri tryggingastærðfræðing.
 

Seinni kona Bergs var Ólafía Valdimarsdóttir.
 

Bergur lauk stúdentsprófi 1919, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1923, öðlaðist hdl.-réttindi 1947 og hrl.-réttindi 1953. Hann var fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík 1923-27, sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1927-28, var skipaður bæjarstjóri í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1935-45, var sakadómari í Reykjavík 1945-47 og starfrækti lögfræðiskrifstofu í Hafnarfirði og Reykjavík frá 1947 og til æviloka.
 

Bergur var alþingismaður Barðastrandarsýslu 1931-42, sat í milliþinganefnd í kjördæmaskipunarmálinu fræga 1931, var formaður lögfræðinganefndar um réttarfarslöggjöf 1934, átti sæti í milliþinganefnd til að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðar 1938, var formaður og gjaldkeri Eyrarsparisjóðs á Patreksfirði, sat í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1934, sat í landskjörstjórn frá 1943 og til æviloka og í stjórn Dómarafélags Íslands 1941-47.
 

Bergur lést 18. október 1953.

 

 

 

Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 24. september 2015 - Merkir Íslendingar - Jónas Ragnarsson.

 

Skráð af Menningar-Staður.

23.09.2015 20:55

23. september 2015 - haustjafndægur

 

 

 

23. september 2015 - haustjafndægur

 

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. 

Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar. Þessi atburður er á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um haustjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og styttist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.

 

Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart

 
 

nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.

Ástæða þessa fráviks er af tvennum toga. Í fyrsta lagi miðast sólarupprás og sólarlag ekki við augnablikið þegar sólmiðjuna ber við sjónbaug (láréttan sjóndeildarhring), heldur er miðað við fyrstu og síðustu geisla sólar, þ.e. efri rönd sólkringlunnar. Í öðru lagi veldur ljósbrot í lofthjúpi jarðar því að við getum séð í sólina þar til sólmiðjan er komin um 1,1° niður fyrir sjónbaug.

 

 

 


 

 

Skráð af Menningar-Staður

22.09.2015 12:41

Fjölsóttur og líflegur íbúafundur á Selfossi

 

 

Fjölsóttur og líflegur íbúafundur á Selfossi

 

Sigtún þróunarfélag hélt íbúafund á Hótel Selfossi fimmtudagskvöldið 17. september sl. og var hann bæði fjölsóttur og líflegur.

Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu, sýndi og skýrði tillögu að deiliskipulagi og nýjustu útlitshugmyndir af miðbæjarhverfinu.

Leó Árnason gerði grein fyrir fjárhagslegum forsendum verkefninsins og áhrifum þess á atvinnulíf á Selfossi og í Árborg, svo og á tekjur bæjarfélagsins. Fram kom að verkefnið mun kosta um 3 milljarða króna og verða lyftistöng fyrir atvinnulíf á svæðinu á byggingartíma. Áætlað er að það muni skapa að minnsta kosti 200 störf eftir að starfsemi hefst í nýjum miðbæ. Leó upplýsti einnig að Sigtún ætti í viðræðum við stóra hótelkeðju um rekstur hótels í nýjum miðbæ.

Guðjón Arngrímsson sagði frá þeim sýningum sem fyrirhugað er að koma upp í tengslum við miðbæjnn, en þar eru m.a. á hugmyndastigi sögusýning um íslenska byggingarlist frá upphafi, sýning á lífsverki Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar, sýning um Tryggva Gunnarsson og sýning um konungsheimsóknir í „Konungshúsinu“ frá Þingvöllum.
Að loknum framsögum lögðu hátt í þrjátíu fyrirspyrjendur fram fjölmargar spurningar til fundarboðenda og komu á framfæri margvíslegum athugasemdum. Rætt var um málin í eina og hálfa klukkustund. Tónninn í fundarmönnum var almennt jákvæður og talið að tillögurnar að miðbæjarhverfinu hefðu tekið verulegum framförum frá fyrstu gerð, meðal annars með tilkomu Gamla mjólkurbúsins. Sem slíkar hefðu þær skapað áhuga og forvitni. Forráðamenn Sigtúns kváðust hafa fengið margar gagnlegar ábendingar frá fundarmönnum sem skoðaðar yrðu í framhaldinu.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, stýrði fundinum.

Skipulagið má sjá á heimasíðunni midbaerselfoss.is.

Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður

 

 

22.09.2015 09:31

RUV á hringferð um landið

 

 
 

 

RUV á hringferð um landið

Selfoss 22. september 2015
í Tryggvaskála kl. 20:00

 

Reykjavík - Var fimmtudaginn 17. september.
Ísafjörður Edinborg menningarmiðstöð, mánudaginn 21. september kl. 20:00 – 22:00
Selfoss Tryggvaskála, þriðjudaginn 22. september kl. 20:00 – 22:00
Akureyri Hofi, mánudaginn 28. september kl. 20:00 – 22:00
Egilsstaðir Hótel Héraði, þriðjudaginn 29. september kl. 20:00 – 22:00
Borgarnes Landnámssetri, mánudaginn 5. október kl. 20:00 – 22:00

Dagskrá á fundum á landsbyggðinni:

  • Ríkisútvarpið í dag og til framtíðar. Staða, hlutverk og stefna, 
    Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri
  • RÚV á landsbyggðinni, Freyja Dögg Frímannsdóttir, svæðisstjóri RÚVAK
  • Dreifikerfi RÚV, Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður tæknideildar RÚV,
  • Landinn og Landakortið, Gísi Einarsson, dagskrárgerðarmaður Landans
  • Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Gísli Einarsson

 

Skráð af Menningar-Staður

21.09.2015 15:37

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 21. september 2015

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 21. september 2015

 

.

 


Skráð af Menningar-Staður
 

17.09.2015 21:01

63 ára afmæli Geira á Bakkanum

 

 

63 ára afmæli Geira á Bakkanum

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka og Yfir-Strandvörður Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, fagnaði 63 ára afmælisdeginum með því að bjóða Vinum alþýðunnar í Vöfflukaffi með sultu og rjóma í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í morgun 17. september 2015.

Eftir kaffi var gengið upp á útsýnispallinn við Stað og horft yfir; fjöruna, hafið og til fjalla. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum gerist það ekki flottara við Ströndina en í morgun.

Myndaalbúm er hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/274663/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.


Skráð af Menningar-Staður
 

17.09.2015 07:39

Hátíðarstund í Hallskoti á Eyrarbakka

 

.

 

Hátíðarstund í Hallskoti á Eyrarbakka

 

Félagar í Skógræktarfélagi Eyrarbakka tóku á móti gestum í Hallskoti við Eyrarbakka síðdegis í gær og sýndu áhugasömum svæðið en þeir hafa unnið að snyrtingu og gróðursetningu þar í sumar.

 

Kl. 19:45 skrifuðu  Skógræktarfélag Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg undir samstarfssamning um svæðið ásamt því að gróðursetja plöntur í Hallskoti í tilefni af degi umhverfisins 16. september.

 

Myndaalbúm með 67 myndum er komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/274654/

 

Hér má sjá samning Skógrætarfélagsins við Sveitarfélagið Árborg

 

Skógræktarfélags Eyrarbakka og leggur sitt af mörkum til að búa sem best að starfsemi félagsins og efla samstarf milli sveitarfélagsins og Skógræktarfélagsins.

 

Samningsaðilar eru sammála um að vinna saman að eftirtöldum meginmarkmiðum:

• að eflingu félagsauðs í samfélaginu

• að eflingu skógræktarstarfs í sveitarfélaginu

• að ræktun og viðhaldi skógræktar í landi sveitarfélagsins í Hallskoti til afnota

fyrir íbúa og gesti

• að byggja markvisst upp öflugt og fjölbreytt útivistasvæði fyrir þá sem njóta

vilja útivistar í grónu og fögru umhverfi.

 

B. Verkefni

1. gr.

Sveitarfélagið Árborg á Hallskot, 5,27 hektara spildu, á Eyrarbakkamýri. Afmörkun svæðisins er sýnt á meðfylgjandi uppdrætti frá Verkfræðistofu Suðurlands, sem er hluti þessa samnings.

2. gr.

Sveitarfélagið Árborg felur Skógræktarfélagi Eyrarbakka alla umsjón og framkvæmdir í Hallskoti.

3.gr.

Hallskot er friðað fyrir ágangi búfjár á sama hátt og önnur skógræktarsvæði. Svæðið skal opið öllum almenningi og öllum frjálst að dveljast þar enda sé þeim reglum hlítt sem settar verða um umgengni og umferð í samráði Skógræktarfélags Eyrarbakka og sveitarfélagsins. Samráð skal haft við sveitarfélagið um alla mannvirkjagerð í Hallskoti, komi til slíks, svo sem byggingaframkvæmdir, vegagerð og aðveitulagnir, rafmagn og vatn. Lausaganga hunda er bönnuð í Hallskoti.

4.gr.

Skógræktarfélag Eyrarbakka tekur að sér að hafa umsjón með skógrækt í Hallskoti eftir þeim reglum sem samningsaðilar setja. Sveitarfélagið leggur til vinnuframlag starfsmanna framkvæmdasviðs og vinnuskóla við eftirtalda þætti árlega: slátt þrisvar sinnum á sumri (1.000 til 1.500 fermetrar, slegið með lítilli dráttarvél), vinnu ungmenna við sérverkefni innan svæðisins í eina viku á sumri, miðað við vinnuhóp ungmenna 17 ára og eldri og útvegar gáma fyrir garðaúrgang ef fjarlægja þarf úrgang af svæðinu og kostar flutning þeirra.

2

5.gr.

Sveitarfélagið Árborg ákveður styrk til Skógræktarfélags Eyrarbakka í fjárhagsáætlun ár hvert. Árlegt framlag Árborgar til félagsins skal innt af hendi með tvennskonar hætti, annarsvegar með beinum greiðslum inn á bankareikning félagsins, hinsvegar með vinnuframlagi framkvæmdasviðs og vinnuskóla, sjá 4. gr. Sveitarfélaginu er heimilt að leggja fram tillögur um sérstakar framkvæmdir í Hallskoti og skal bera þær undir stjórn Skógræktarfélags Eyrarbakka til samþykktar. Aðrir styrkir sem Skógræktarfélagi Eyrarbakka kunna að hlotnast ár hvert hafa ekki áhrif á fjárveitingar þær sem Sveitarfélagið Árborg veitir Skógræktarfélaginu. Sama á við um aðrar tekjur Skógræktarfélags Eyrarbakka s.s. tekjur af árgjöldum eða aðrar tekjur.

Stjórn Skógræktarfélags Eyrarbakka mun ár hvert skipuleggja launalaust starf félagsmanna í Hallskoti ásamt því sem félagið mun reglulega standa fyrir fræðslu og kynningu á svæðinu. Einnig mun félagið, eftir því sem unnt er, taka á móti hópum sjálfboðaliða til starfa í Hallskoti sé þess óskað.

6.gr.

Í lok hvers starfsárs sendir stjórn Skógræktarfélags Eyrarbakka sveitarfélaginu skýrslu um unnin störf ásamt reikningsskilum fyrir því fé sem varið hefur verið til framkvæmda í Hallskoti.

7.gr.

Sveitarfélagið Árborg og Skógræktarfélag Eyrarbakka setja reglur um alla starfstilhögun og umgengni í Hallskoti. Reglum þeim má breyta eftir því sem þurfa þykir á hverjum tíma án þess að breyta samningi þessum.

8.gr.

Samningur þessi er uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila með fimm ára fyrirvara. Rísi ágreiningur um framkvæmd ákvæða samningsins sem ekki næst að finna lausn á sem aðilar samningsins sætta sig við innan sex mánaða frá því að ágreiningurinn er staðfestur í fundargerðarbókum bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar eða Skógræktarfélags Eyrarbakka, með gagnkvæmri tilkynningarskyldu þar um, er aðilum heimilt að segja upp samningnum með eins árs fyrirvara. Uppsagnartími miðast við 1. nóvember ár hvert.

9.gr.

Sveitarfélagið Árborg lýsir því yfir með samningi þessum, að verði óhjákvæmilegt útfrá skipulagsforsendum eða af öðrum ófyrirséðum ástæðum að skerða umrætt ræktunarland, muni það greiða Skógræktarfélagi Eyrarbakka bætur fyrir þann trjágróður sem félagið hefur ræktað og kann að verða innan þess lands og þau mannvirki sem Skógræktarfélag Eyrarbakka hefur kostað innan þess lands.

Komi til einhliða uppsagnar Sveitarfélagsins Árborgar á samningi þessum, þannig að Skógræktarfélag Eyrarbakka hafi ekki lengur umsjón með svæðinu, sbr. 2. gr. samnings þessa, greiðir Sveitarfélagið Árborg Skógræktarfélagi Eyrarbakka bætur fyrir þann trjágróður sem félagið hefur ræktað og kann að verða innan þess lands og þau mannvirki sem Skógræktarfélag Eyrarbakka hefur kostað innan þess lands.

3

Komi til þess að meta þurfi tjón á trjágróðri eða mannvirkum skulu til kvaddir tveir hlutlausir matsmenn sem báðir aðilar samþykkja.

 

C. Almenn ákvæði

a) Ágreiningur - Komi til ágreinings varðandi skilning á samningi þessum eða fylgiskjölum hans getur hvor aðili um sig skotið slíkum ágreiningi til úrskurðar gerðardóms sem þannig sé skipaður: Hvor aðili um sig tilnefnir einn mann í dóminn, en sýslumaðurinn á Suðurlandi tilnefnir oddamann. Komi til málshöfðunar út af samningi þessum, er hvorum aðila um sig heimilt að sækja málið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.

b) Endurskoðun - Hvor aðili um sig getur óskað eftir endurskoðun samningsins fyrir lok gildistíma hans með að minnsta kosti þriggja mánaða fyrirvara. Vinna við endurskoðun skal hafin a.m.k. þremur mánuðum áður en samningstíma lýkur.

c) Riftun – Verði annar hvor aðili samnings þessa uppvís að því að brjóta gróflega eða ítrekað ákvæði samnings þessa eða um er að ræða stórfelldar vanefndir á samningum eða forsendur samningsins breytast verulega, getur hinn aðilinn krafist tafarlausrar riftunar. Tilkynning um riftun skal vera skrifleg og fellur samningurinn úr gildi mánuði eftir að slík krafa hefur borist riftunarþola. Frá og með þeim tíma falla úr gildi allar skyldur og réttindi aðila.

d) Undirskrift - Samningur þessi er gerður í þremur samhljóða frumritum og heldur hvor aðili sínu eintaki og eitt fer til þinglýsingar.

 

Eyrarbakka,   16. september 2015

F.h. Sveitarfélagsins Árborgar                     F.h. Skógræktarfélags Eyrarbakka
_______________________________________________________________________________


 

Nokkrar myndir úr myndasafninu frá Hallskoti í gær:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.


Skeráð af Menningar-Staður