Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 September

17.09.2015 06:51

Gamla mjólkurbúið í miðbæ Selfoss

 

 

Gamla mjólkurbúið í miðbæ Selfoss

 

„Stóru fréttirnar eru endurreisn Gamla mjólkurbúsins og samstarf við MS um þróun sýningar sem tengist íslenska skyrinu og mjólkuriðnaðinum“, segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags, sem í kvöld (fimmtudag 17. september 2015) kl. 19:30 efnir til íbúafundar á Hótel Selfossi, þar sem tillögur að deiliskipulagi miðbæjarreitsins og útlitshönnun verða kynntar.

Forráðamenn Sigtúns þróunarfélags sögðu í vor, þegar félagið fékk vilyrði bæjarráðs Árborgar, fyrir úthlutun mibæjarreitsins til þróunar á byggð fyrir almenna miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu, að ætlunin væri að kynna í haust útfærðar tillögur að nýjum bæjarhluta.

„Það á margt eftir að koma á óvart í þessu, enda hefur þróunarvinnan verið ákaflega spennandi og gefandi ferli, og fleiri og sterkari stoðum verið rennt undir verkefnið“, segir Leó. „Við komum nú til leiks með fullunna tillögu Batterísins arkitekta og VSÓ- ráðgjafar að deiliskipulagi, sem lögð verður fyrir næsta fund bygginga- og skipulagsnefndar Árborgar. Í dag verður einnig skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf milli MS og Sigtúns um þróun sýningar í Gamla mjólkurbúinu sem á eftir að sæta miklum tíðindum. Við erum einkar ánægðir með undirtektir Egils Sigurðssonar, stjórnarformanns, Ara Edwalds, nýs forstjóra MS,  og Guðmundur Geirs Gunnarssonar, fv. mjólkurbússtjóra MS á Selfossi, við hugmyndir okkar um að tengja miðbæ Selfoss við matarhefðir og matarmenningu á Suðurlandi. Hér stóð vagga mjólkuriðnaðarins og ætlunin er að kynna það bæði fyrir Íslendingum og erlendum gestum með sérstakri áherslu á skyrið sem hlotið hefur alþjóðlega frægð.“

Á fundinum í kvöld, þar sem Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Áborgar, er fundarstjóri, verða sýndar nýjar myndir sem gefa góða innsýn í það hvernig væntanleg byggð á miðbæjarreitnum mun líta út. „Þessar myndir gefa góða hugmynd um hvernig þetta kemur til með að líta út. Mér finnst sjálfum að matar- og veitingatorgið og kirkju- og hóteltorgið gefi fyrirheit um að þarna verði umhverfi sem verður eftirsóknarvert fyrir íbúa í Árborg og hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn“.

Gamla mjólkurbúið var tekið í notkun 1929 og byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Eins og sjá má á módeli í höfuðstöðvum MS á Selfossi var það einkar glæsilegt hús en var orðið of lítið tuttugu árum eftir að það var reist. Nýtt mjólkurbú var vígt árið 1955, en það hefur lengi verið talið slys að Gamla mjólkurbúið skyldi vera molað niður á sínum tíma.

 

.

.

 

Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður

17.09.2015 06:36

Heklusýn frá Eyrarbakka

 

 

17. september 2015.  Ljósm.: BJörn Ingi Bjarnason.

 

Heklusýn frá Eyrarbakka

 

17. september 2015
 

Siggeir Ingólfsson 

Til hamingju með daginn.

 

 

Siggeir Ingólfsson 16. september 2015

 

 

Heklusýn - 17. september 2015

 

Skráð af Menningar-Staður

16.09.2015 09:04

Haldið upp á Dag umhverfisins í Hallskoti á Eyrarbakka

 

Í Hallskoti ofan Eyrarbakka.

 

Haldið upp á Dag umhverfisins í Hallskoti á Eyrarbakka

 

Í tilefni af degi umhverfisins, sem er í dag 16. september 2015, verður Sveitarfélagið Árborg með viðburði í Hellisskógi samvinnu við Skógræktarfélag Selfoss og Hallskoti í samvinnu Skógræktarfélag Eyrarbakka.

Dagskráin í Hellisskógi hefst kl. 16:45 við minnisvarðann á bökkum Ölfusár. Gengið er inn í skóginn eftir nýjum stíg sem skógræktarfélagið hefur lagt í sumar í samstarfi við vinnuskólann ásamt því að vígja ný æfingatæki sem hafa verið sett upp eftir stígunum. Öllum gefst færi á að prófa nýju æfingatækin en þau verða opin almenningi allt árið um kring.

 

Félagar í Skógræktarfélagi Eyrarbakka taka á móti gestum í Hallskot frá kl. 18:00 og sýna áhugasömum svæðið en þeir hafa unnið að snyrtingu og gróðursetningu á svæðinu í sumar.

Kl. 19:30 mun svo skógræktarfélag Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg skrifa undir samstarfssamning um svæðið ásamt því að gróðursetja plöntu í Hallskoti í tilefni af degi umhverfisins.

 

Allir velkomnir, heitt á könnunni og bakkelsi í boði.

Í Hallskoti rétt ofan Eyrarbakka.


Skráð af Menningar-Staður

 

16.09.2015 08:38

Hvor kápan er flottari?

 


Græna kápan.
 

 

Hvor kápan er flottari?

 

Vestfirska forlagið hefur lýst því yfir að það sé eiginlega hætt að gefa út bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. En þær eru nú orðnar 300 talsins. Þrátt fyrir þetta koma út 5 bækur á vegum forlagsins á þessu ári! Þetta er náttúrlega eins og hver önnur klikkun, en það verður bara að hafa það. 

Þessar bækur eru:

 

Hjólabók nr. 4  Árnessýsla eftir Ómar Smára Kristinsson.

Hornstrandir og Jökulfirðir 4. bók.

Á hjara veraldar eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni í Strandasýslu.

Hornstrandir og Jökulfirðir 5. bók.

Vestfirðingar í dagsins önn. Gamansögur úr daglega lífinu á Vestfjörðum.
 

    Og nú datt okkur í hug að biðja velunnara Vestfirska forlagsins að hjálpa okkur aðeins með því að svara einni spurningu: Hvor kápan er flottari, sú  græna eða sú  dökkbláa?  Sendið okkur bara tölvupóst í netfangið jons@snerpa.is

    
Kærar þakkir.

     
Vestfirska forlagið.


 

 

Bláa kápan.Skráð af Menningar-Staður.
 

14.09.2015 21:39

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Sveinsson

 

Brynjólfur Sveinsson.

 

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Sveinsson

 

Brynjólfur Sveinsson biskup fæddist 14. september 1605 í Holti í Önundarfirði. Foreldrar hans voru Sveinn Símonarson prestur þar og seinni kona hans, Ragnheiður, dóttir Staðarhóls-Páls Jónssonar og Helgu Aradóttur. Var Jón Arason biskup langafi Brynjólfs.

 

Brynjólfur þótti afburðanámsmaður og var orðlagður grísku maður. Hann var í Skálholtsskóla 1617-1623 og lærði við Kaupmanna hafnarháskóla 1624-1629. Þá kom hann heim en fékk ekki embætti sem honum líkaði svo að hann las grísku heima í Holti en sigldi aftur til Kaupmanna hafnar 1631 og hélt áfram námi. Ári síðar var hann ráðinn konrektor við Hróarskelduháskóla 1632-1638. Þá fór hann heim til Íslands í heimsókn og ætlaði síðan að mennta sig enn frekar suður í Evrópu, var búinn að fá fjárstyrk til þess frá Hróarskelduháskóla, en var þá kjörinn biskup í Skálholti þvert gegn vilja sínum. Hann reyndi að koma sér undan embættinu, sagðist fyrst og fremst vera skólamaður og kennari en ekki guðfræðingur, en það var einmitt talin þörf á slíkum manni til að efla skólann í Skálholti og Brynjólfur var biskup næstu 35 árin.

 

Brynjólfur var áhugasamur um náttúruvísindi og hugvísindi, safnaði fornritum og var áhugamaður um útgáfu þeirra. Biskupsstóllinn í Skálholti þótti dafna vel í biskupstíð Brynjólfs, enda var fremur gott í ári og Brynjólfur góður fjáraflamaður.

 

Brynjólfur kvæntist Margréti Halldórsdóttur, f. 4.12. 1615, d. 21.7. 1670. Foreldrar hennar: Halldór Ólafsson, lögmaður á Grund í Eyjafirði, og k.h. Halldóra Jónsdóttir Björnssonar Jónssonar Arasonar. Voru þau Brynjólfur þremenningar og þurftu undanþágu til hjú skaparins.

 

Þau eignuðust sjö börn en einungis tvö þeirra komust á legg. Halldór sonur þeirra dó hálfþrítugur í Yarmouth á Englandi 1666. Ragnheiður dóttir þeirra eignaðist barn í meinum og lést ári eftir barnsburðinn, einungis 22 ára gömul. Brynjólfur tók son hennar, Þórð Daðason, að sér og arfleiddi að öllum eigum sínum. Pilturinn lést aðeins 11 ára gamall og skildi Brynjólfur því enga afkomendur eftir sig.

 

Brynjólfur lést 5. ágúst 1675.

Morgunblaðið mánudagurinn 14. september 2015 - Merkir Íslendingar

 

 

Holt í Önundarfirði þar sem

minningarsteinn er um Brynjólf Sveinsson.

.
 


Í Skálholti. Minningarsteinn um Brynjólf Sveinsson og hans fólk.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

  

14.09.2015 20:06

Haldið upp á Dag umhverfisins í Hellisskógi og Hallskoti

 

 

Í Hallskoti rétt ofan Eyrarbakka.

 

Haldið upp á Dag umhverfisins í Hellisskógi og Hallskoti

 

Í tilefni af degi umhverfisins þann 16. september 2015 verður Sveitarfélagið Árborg með viðburði í Hellisskógi samvinnu við Skógræktarfélag Selfoss og Hallskoti í samvinnu Skógræktarfélag Eyrarbakka.

Dagskráin í Hellisskógi hefst kl. 16:45 við minnisvarðann á bökkum Ölfusár. Gengið er inn í skóginn eftir nýjum stíg sem skógræktarfélagið hefur lagt í sumar í samstarfi við vinnuskólann ásamt því að vígja ný æfingatæki sem hafa verið sett upp eftir stígunum. Öllum gefst færi á að prófa nýju æfingatækin en þau verða opin almenningi allt árið um kring.

 

Félagar í Skógræktarfélagi Eyrarbakka taka á móti gestum í Hallskot frá kl. 18:00 og sýna áhugasömum svæðið en þeir hafa unnið að snyrtingu og gróðursetningu á svæðinu í sumar.

Kl. 19:30 mun svo skógræktarfélag Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg skrifa undir samstarfssamning um svæðið ásamt því að gróðursetja plöntu í Hallskoti í tilefni af degi umhverfisins.

 

Allir velkomnir, heitt á könnunni og bakkelsi í boði.
 

 

Í Hallskoti rétt ofan Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður

13.09.2015 21:19

Hafnarfjörður sigraði Árborg í Útsvari

 

 

Íbúar Árborgar horfðu á Útsvar hvar í veröldinni sem þeir voru staddir eins og sjá má dæmi

um út um gluggann. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Hafnarfjörður sigraði Árborg í Útsvari
 

Fyrsta viðureign vetrarins í Útsvari var á  föstudagskvöldi, 11. september 2015,  í sjónvarpssal Rúv. Þar áttust við Hafnarfjörður og Árborg. Keppnin var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu spurningunum. Lokatölur voru 73 - 67, Hafnarfirði í vil.

En ekki er öll von úti fyrir Árborg þar sem fjögur stigahæstu tapliðin fara áfram í sextán liða úrslit.

 

 
Lið Árborgar. F.v.: Gísli Kristjánsson, Gísli Þór Axelsson og Herborg Pálsdóttir.

Af www.ruv.is

Skráð af Menningar-StaðuM

 

11.09.2015 09:45

Mið-Evrópu deildin á Menningar-Stað

 

 

F.v.: Júlía B. Björnsdóttir og Siggeir Ingólfsson.Mið-Evrópu deildin á Menningar-Stað

 

Deildarstjóri Mið-Evrópu deildar Hrútavinafélagsins Örvars, Júlía B. Björnsdóttir í Berlín, leit við í morgun að Menningar-Stað á Eyrarbakka.

Stöðugreiningar og stefnumótun færð til myndar.

 

 

F.v.: Jón Friðrik Matthíasson, Júlía B. Björnsdóttir, Siggeir Ingólfsson og Haukur Jónsson.
 

Skráð af Menningar-Staður 
 

10.09.2015 06:54

Fundir um uppbyggingu íþrótta-, tómstunda- og menningarmannvirkja í Árborg

 

 

Fundir um uppbyggingu íþrótta-, tómstunda-

og menningarmannvirkja í Árborg

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til tveggja funda um uppbyggingu íþrótta-, tómstunda- og menningarmannvirkja í sveitarfélaginu í dag, fimmtudaginn 10. september 2016 í Ráðhúsi Árborgar, 3. hæð.

Íþrótta- og tómstundamálin verða rædd kl. 18:15 og menningarmálin kl. 19:30.

Markmið fundanna er að fara yfir uppbyggingarþörf þessara málaflokka. Hvar sé brýnast að fara í uppbyggingu og hvar við stöndum vel.

 

Allir eru velkomnir.

 

Af: www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

09.09.2015 20:24

Taka þátt í gleði og sorg íbúanna

 

Hjónin Sigurgeir Már Jensson læknir og Helga Þorbergsdóttir frá Bolungarvík,

hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður, hafa starfað saman í Vík í 30 ár.

 

Taka þátt í gleði og sorg íbúanna

 

• 30 ára starfsafmæli samhentra hjóna í Vík
 

Sami læknirinn og hjúkrunarfræðingurinn hafa staðið vaktina á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal nánast allan sólarhringinn síðustu 30 ár. Það sem meira er; hjúkrunarfræðingurinn Helga Þorbergsdóttir og læknirinn Sigurgeir Már Jensson eru hjón.

Hinn 1. september síðastliðinn voru 30 ár liðin frá því þau keyrðu að norðan og tóku við starfinu í Vík, sem þau hafa sinnt óslitið síðan. Af því tilefni þakkaði sveitarfélagið þeim fyrir vel unnin störf á 30 ára starfsafmælinu. Íbúar Víkur þurfa þó ekki að örvænta, því þau eru ekki að hætta.

 

Hjón og traustir vinir
 

„Þetta er lífsstíll, við vinnum náið saman og búum við hliðina á heilsugæslunni. Þetta er eins og á sveitabæjunum þar sem hjón vinna saman úti og inni,“ segir Helga. Ágætlega gengur að sögn Helgu að halda vinnunni og fjölskyldulífinu aðskildu en vissulega þurfi þau oft að ræða vinnuna þótt það sé ekki gert við eldhúsborðið.

„Við notum hvort annað sem stuðningsaðila því það er gott að hafa hvort annað til að vinna úr erfiðum hlutum tengdum vinnunni. Við tengjumst íbúunum bæði á sorgar- og gleðistundum, sem er í senn krefjandi og gefandi.“

 

Hlakka til að mæta í vinnuna
 

Helga segir að þau hafi í raun hlakkað til að mæta í vinnuna í 30 ár. Annars hefðu þau ekki enst jafn lengi og raun ber vitni í starfinu.

Á heilsugæslunni í Vík starfa auk hjónanna læknaritari og sjúkrabílstjórar. Helga er einn sjúkraflutningamanna í Vík og er því oft á vakt.

Héraðið sem heilsugæslan þjónar er í Vestur-Skaftafellssýslu og í Rangárvallarsýslu. Störfin eru fjölbreytt, allt frá ungbarnavernd til öldrunar- og bráðaþjónustu og allt þar á milli.

Hjónin gerðu upphaflega ráð fyrir að stoppa í Vík í ár, en hvorugt þeirra er þaðan; Helga er Bolvíkingur og Sigurgeir er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. „Okkur líður afskaplega vel hér og erum ákaflega þakklát fyrir þennan tíma sem við höfum átt með góðu fólki. Við höfum alið upp fjögur börn sem öll hafa sterka tengingu við svæðið. Svo er þetta einstaklega fallegt hérað,“ segir Helga.

Í litlu samfélagi þekkjast allir vel og segir Helga það kosti og allir þurfi að vera virkir í samfélaginu. Hún hefur sjálf gegnt hinum ýmsu hlutverkum í samfélaginu, verið í sveitarstjórn og gegnt embætti oddvita. „Fyrst hafði ég áhyggjur af því að það færi ekki saman að sinna báðum störfunum því það þurfti að taka óvinsælar ákvarðanir en þetta gekk upp.“

 

Innviðir ferðaþjónustunnar
 

Mesta breytingin á seinni árum er gríðarleg fjölgun ferðamanna til Víkur og kemur þessi fjöldi fram í heilbrigðisþjónustunni, að sögn Helgu. Vík og nágrenni er þriðji vinsælasti viðkomustaður ferðamanna. „Þegar talað er um uppbyggingu innviða í ferðaþjónustunni þarf ekki að einblína eingöngu á stíga og klósett heldur einnig heilbrigðisþjónustuna. Hún er einn af þessum innviðum sem þarf að hlúa vel að,“ segir Helga. Spurð hvort fjölga þyrfti starfsfólki í heilbrigðisþjónustunni í Vík segir hún að það mætti skoða.
 

Í starfi sínu sem sjúkraflutningamaður þarf Helga oft að fara upp um fjöll og firnindi til að koma fólki til hjálpar. Í sumar þurfti hún til að mynda að fara nokkrum sinnum upp göngustíginn hjá Skógafossi. Spurð hvort hún væri ekki í fantaformi sagði hún það vera „fínt“. Helga, sem er 56 ára, bætti því við að hún hreyfði sig reglulega, „annað gengur ekki upp“. Hún syndir á hverjum morgni og er í hópi vaskra kvenna sem hittast á hverjum morgni í sundi.

 

 

Elín Einarsdóttir lengst til vinstri, oddviti Mýrdalshrepps, og Ásgeir Magnússon frá Flateyri, lengst til hægri, sveitarstjóri í Vík, gáfu hjónunum blóm 1. sept sl. á 30 ára starfsafmæli þeirra.

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 9. september 2015.

Skráð af Menningar-Staður