![]() |
Gamla Ölfusárbrúin. |
8. september - 1891 Ölfusárbrú var vígð
Ölfusárbrú var vígð þann 8. september 1891, að viðstöddum um 1.800 manns.
Hún var fyrsta hengibrú landsins og ein mesta verklega framkvæmd til þess tíma.
Brúin skemmdist 1944 og ný brú var byggð 1945.
Morgunblaðið þriðjudaginn 8. september 2015 - Dagar Íslands Jónas Ragnarsson.
„Þekktasti maður í sambandi við Ölfusárbrúna var Tryggvi Gunnarsson. Hann lagði fram tilboð í brúarsmíðina og fékk verkið. Til liðs við sig fékk hann Vaughan & Dymond-málmsmíðafyrirtækið í Newcastle on Tyne. Tilboð Tryggva og Vaughan & Dymond hljóðaði upp á 66.000 kr.
1889 fór Tryggvi að undirbúa komu brúarinnar og samdi við ýmsa Flóamenn, ýmist til að skipa upp efni eða vinnu við brúarsmíðina. Um haustið kom Sigurður Sveinsson steinsmiður suður og fór að undirbúa steypu stöplanna hvoru megin við ána. Uppsteypu stöplanna lauk á höfuðdegi 1890. Þetta sama sumar var reist íbúðarhús Tryggva, sem þá var kallað „Brohús“ en gengur nú undir nafninu Tryggvaskáli.
Síðsumars 1890 var brúarefninu sjálfu skipað upp á Eyrarbakka. Þá um sumarið var rudd slétt braut upp að Selfossi og sleðar notaðir til að draga stykki uppeftir næsta vetur á ís . Síðustu bitarnir komust á Selfoss í janúar 1891.
Þann 15. júní 1891 hófst brúarsmíðin af alvöru, en byrjaði þó illa því um kvöldið drukknaði Englendingur nokkur sem hafði farið út á efnispramma. Prammanum hvolfdi og bæði maður og stálstykkin á prammanum fóru í ána. Við þetta tafðist verkið nokkuð.
Fleiri þrándar voru í götu brúarsmiða. Þegar stöplar brúarinnar höfðu verið steyptir kom í ljós að þeir voru ekki nógu háir til að mestu klakahrannir kæmust undir. Því lét Tryggvi hækka stöplana. Einnig kom í ljós að burðarstengurnar voru of langar. Tók Tryggvi þá til ráðs að kalla til verksins vegagerðarmanninn Sigurð Gunnarsson. Hann tók allar stengurnar í sundur og sauð saman aftur með svokallaðri stúfsuðu.
Vígsla brúarinnar var 8. september 1891, eins og konungur hafði fyrirskipað Tryggva.“ (Wikipedia)
![]() |
.
![]() |
|
![]() |
Hrútavinir heimsóttu Alþingi í sumar.
F.v.: Páll Valur Björnsson, Siggeir Ingólfsson, Guðbjartur Hannesson og Ásmundur Friðriksson.
Alþingi verður sett á morgun, þriðjudag, 8. september 2015. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 10.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, prédikar og séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina.
Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setur Alþingi, 145. löggjafarþing, og að því loknu flytur forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, ávarp. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 13.00.
Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 verður þá útbýtt.
![]() |
F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Ásmundur Friðriksson og Siggeir Ingólfsson.
.
![]() |
|
Skráð af Menningar-Staður
Ánægðir ferðamenn við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Um 189 þúsund ferðamenn í ágúst 2015
Um 189 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í ágúst síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 36 þúsund fleiri en í ágúst á síðasta ári. Aukningin nemur 23,4% milli ára og hefur hún ekki mælst svo há milli ára í ágúst frá því Ferðamálastofa hóf talningar.
Aukning hefur verið alla mánuði ársins á milli ára eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí, 24,2% í júní og 25,0% í júlí.
Um 72% ferðamanna í ágúst síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 19,2% af heildarfjölda og næstfjölmennastir voru Þjóðverjar eða 12,3% af heild. Þar á eftir fylgdu síðan Frakkar (8,5%), Bretar (8,0%), Ítalir (4,8%), Spánverjar (4,8%), Kínverjar (4,3%), Kanadamenn (3,7%), Danir (3,2%) og Svíar (3,1%).
Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Þjóðverjum, Bretum og Kínverjum mest milli ára í ágúst en 13.897 fleiri Bandaríkjamenn komu í ágúst í ár en í fyrra, 3.906 fleiri Þjóðverjar, 3.907 fleiri Bretar og 3.698 fleiri Kínverjar. Þessar fjórar þjóðir báru uppi 70,6% aukningu ferðamanna í ágúst. Nokkrum þjóðum fækkaði hins vegar í ágúst í ár frá því í fyrra. Þannig fækkaði Rússum um 51,3% og Norðmönnum um 12,2%.
Ferðamönnum í ágúst hefur fjölgað jafnt og þétt frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli árið 2002. Heildarfjöldi ferðamanna í ágústmánuði hefur nærri fjórfaldast frá árinu 2002 og munar þá mestu um aukningu N-Ameríkana sem hafa meira en sjöfaldast og þeirra sem flokkast undir ,,annað“ sem hafa einnig sjöfaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu og Bretlandi hafa nærri þrefaldast og Norðurlandabúar ríflega tvöfaldast.
Það sem af er ári hafa 887.146 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 187.336 fleiri en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 26,8% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum nema Norðurlöndunum sem hafa staðið í stað. Aukningin hefur verið 46,4% frá N-Ameríku, 28,2% frá Bretlandi, 19,5% frá Mið- og S-Evrópu og 36,1% frá öðrum löndum sem ekki eru talin sérstaklega og flokkast undir ,,annað“.
Tæplega 40 þúsund Íslendingar fóru utan í ágúst síðastliðnum eða um þrjú þúsund fleiri en í ágúst árið 2014. Frá áramótum hafa 293.083 Íslendingar farið utan eða 31.805 fleiri en á sama tímabili árið 2014.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
.
Af www. ferdamalastofa.is
Skráð af Menningar-Staður.
Siggeir Ingólfsson.
Sölvavinnsla að Sölvabakka á Eyrarbakka
Töluverður atgangur var í morgun að Sölvabakka á Eyrarbakka.
Þar voru Siggeir Ingólfsson og Gísli Níelsen við sölvavinnslu þ.e. þurrkun og frekari framhaldsvinnsla.
Sölvasveit Siggeirs Ingólfsson hefur á síðustu dögum fangað og fært að landi verulegt magn sölva sem nú eru til vinnslu að Sölvabakka.
Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/274416/
Nokkrar myndir hér:
Siggeir Ingólfsson og Gísli Níelsen.
.
Gísli Níelsen.
.
.
.
Lög nr. 46 frá 1980.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Sigurgeir Már Jensson og Helga Þorbergsdóttir í Vík.
Fyrir 30 árum tóku hjónin Helga Þorbergsdóttir og Sigurgeir Már Jensson sér ferð á hendur frá Akureyri, suður Sprengisand og settust að í Vík í Mýrdal.
Þar hafa þau starfað óslitið síðan, hann sem héraðslæknir og hún hjúkrunarfræðingur staðarins. Þau hafa staðið vaktina fyrir íbúa héraðsins og fjölda ferðamanna.
Á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kemur fram að framlag þeirra til samfélagsins er ómetanlegt.
Í tilefni tímamótanna þakkaði framkvæmdastjórn HSU þeim tryggð við stofnunina, dugnað og eljusemi í störfum sínum.
Frá Vík í Mýrdal. Næst á myndinni eru Heilsugæslan í Vík og Hjallatún, heimili eldri borgara.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Séð yfir Vík í Mýrdal og að Reynisdröngum. Ljósm.: BIB
![]() |
og oddviti Mýrdalshrepps t.v. Elín Einarsdóttir, færðu þeim blómakörfu.
|
Af: www.dfs.is
Skráð af Menningar-Staður
Örn Guðnason við nokkur merkja sinna á sýningunni í Listagjánni.
Lógó í Listagjánni
Sýningin „Lógó í Listagjánni“ verður opnuð í Listagjánni í Bókasafni Árborgar fimmtudaginn 3. september kl. 17:00. Sýningin samanstendur af 40 lógóum eða merkjum sem Örn Guðnason hefur hannað á yfir þrjátíu ára tímabili.
Elstu lógóin eru frá því um 1980 eða nokkru áður en Örn hóf nám í grafískri hönnun. Stór hluti lógóanna var hannaður fyrir íþrótta- og ungmennafélög en einnig eru á sýningunni mörg lógó sem voru hönnuð fyrir ýmis samtök, fyrirtæki og einstaklinga.
Örn stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1981–1985 og útskrifaðist sem grafískur hönnuður úr auglýsingadeild. Hann stundaði einnig framhaldsnám í Suður-Frakklandi 1985–1986. Örn stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og lauk kandítatsprófi 1992.
Örn vann í mörg ár við grafíska hönnun og markaðsmál á nokkrum auglýsingastofum auk þess sem hann starfaði sjálfstætt með eigið fyrirtæki Indígó ehf. Örn fluttist á Selfoss árið 2006 og tók við starfi framkvæmdastjóra Umf. Selfoss. Því starfi gegndi hann til 2013. Frá því í október 2013 hefur Örn starfað sem ritstjóri á Dagskránni á Selfossi.
Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins og stendur til 30. september.
Af: www.sunnlenska.is
Skráð af Menningar-Staður
Hella.
Margir áhugasamir um starf markaðs-
og kynningarfulltrúa Rangárþings ytra
Umsóknarfrestur um starf markaðs- og kynningarfulltrúa Rangárþings ytra rann út þann 5. ágúst sl. og bárust 23 umsóknir. Verið er að vinna úr umsóknum og taka viðtöl við umsækjendur en gert er ráð fyrir að ráða í starfið nú á haustdögum.
Umsækjendur um starf markaðs- og kynningarfulltrúa hjá Rangárþingi ytra:
1. Ástvaldur Helgi Gylfason
2. Björk Grétarsdóttir
3. Björn Hólmsteinsson
4. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
5. Fjóla Einarsdóttir
6. Helgi Hjálmtýsson
7. Hjalti Þorsteinsson
8. Jens Einarsson
9. Jón Óli Sigurðsson
10. Kristín Bára Gunnarsdóttir
11. Laufey Guðmundsdóttir
12. Magnús Hlynur Hreiðarsson
13. Margrét Grétarsdóttir
14. María Einarsdóttir
15. Nanna Fanney Björnsdóttir
16. Nína Margrét Pálmadóttir
17. Ollý Björk Ólafsdóttir
18. Sigþór Árnason
19. Stefán Friðrik Friðriksson
20. Sunna Jónína Sigurðardóttir
21. Sveinn Sigurðsson
22. Valgerður Guðrún Halldórsdóttir
23. Þórey S Þórisdóttir
Af: www.ry.is
Skráð af Menninga-Staður
![]() |
Vindmyllurnar tvær sem komnar eru upp í Þykkvabænum. Ljósm.: BIB |
„Það sem við erum að ra´ðgera er vindorkugarður með allt að ti´u vindmyllum norðan nu´verandi vindmylla í Þykkvabænum. Verkefnið mun skapa allt að fimmti´u sto¨rf a´ framkvæmdati´ma og svo nokkur varanleg sto¨rf með eftirliti og viðhaldi.“
Þetta segir Snorri Sturluson hja´ Biokraft sem fer fyrir verkefninu sem kynnt hefur verið fyrir skipulagsyfirvo¨ldum i´ Ranga´rþingi ytra.
Ætlað er að hver vindmylla framleiði um 3 til 3,5MW af rafmagni. Að so¨gn Snorra hljo´ðar kostnaðara´ætlun upp a´ fimm til sex miljarða kro´na og gangi a´ætlanir eftir, standi framkvæmdir yfir a´rið 2017.
Fyrirtækið hefur so´tt um að aðal- og deiliskipulagi Ranga´rþings ytra verði breytt a´ þa´ vegu að heimila vindorkugarðinn en sveitarstjo´rn a´ eftir að setja sinn lokastimpil a´ ma´lið að so¨gn Snorra.
„Verkefnið er einnig til þess fallið að skapa tækifæri i´ sveitarfe´laginu til að byggja upp aðsto¨ðu fyrir frekari iðnað. Það væri t.d. gott að eiga frystigeymslu undir makri´l eins og heimsma´lin eru i´ dag. Verkefnið verður lyftisto¨ng fyrir atvinnuli´fið a´ svæðinu og na´grenni og vonandi tækifæri til frekari uppbyggingar. Ef það er eitthvað sem við eigum no´g af þa´ er það vindurinn, þvi´ ekki að la´ta hann skapa tækifæri til að byggja upp?" bætir Snorri við.
Af: www.sunnlenska.is
Skráð af Menningar-Staður.
Ólafur Helgi Kjartansson með Eyrbekkingum fyrir nokkrum árum.
Ólafur Helgi Kjartansson er 62ja ára í dag -
Hugurinn er frjór og skýr á morgnana
Síðasta ár hefur verið lærdómsríkt. Það var í septemberbyrjun í fyrra sem ég tók við embætti lögreglustjóra hér á Suðurnesjunum; starfi sem er ólíkt öllu öðru sem ég hef áður kynnst. Þunginn er alþjóðaflugvöllurinn, þar sem farþegum hér fjölgar stöðugt. Slíkt kallar á vinnu svo sem vegna fólks sem yfirvöld þurfa að kanna betur,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson sem er 62ja ára í dag.
Þótt starfið sé annasamt segist Ólafur Helgi alltaf gefa sér tíma til að sinna hugðarefnum sínum, svo sem að sækja áhugaverða tónleika erlendis. Þannig hafi Glastonbury tónleikarnir í Englandi í sumar verið skemmtilegir – og tillegg stirnisins Burt Bacharach, sem nú nálgast nírætt, áhugavert. Þá detti tónleikar með Rolling Stones inn alltaf mjög reglulega og þá segist viðmælandi okkar reyna að komast á, eins og tök leyfa hverju sinni.
Ólafur Helgi er uppalinn austur við Sog og ólst þar upp, en hefur á embættisferli sínum starfað á Ísafirði, Selfossi og nú í Keflavík. „Það verða engin sérstök tilþrif á dagskránni, þrátt fyrir afmælið. Þessi dagur verður öðrum líkur,“ segir Ólafur Helgi sem kveðst jafnan fara snemma á stjá. Byrjar daginn jafnan á sundlauginni í rauðabítið og er kominn til starfa á skrifstofunni um klukkan hálf átta. „Morgunninn er drjúgur; lítið áreiti og hugurinn bæði frjór og skýr,“ segir Ólafur sem er kvæntur Þórdísi Jónsdóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn.
Í Vesturbúðinni á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is