Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 September

02.09.2015 07:05

Tíu sóttu um Oddaprestakall

 



Oddakirkja.

 

Tíu sóttu um Oddaprestakall

 

Tíu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Oddaprestakalli Suðurprófastsdæmi en umsóknarfrestur rann út 25 ágúst sl.

 

Umsækjendurnir eru:

séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir

séra Elína Hrund Kristjánsdóttir, cand. theol.

Erla Björk Jónsdóttir, mag. theol.

Fritz Már Berndsen Jörgensson, mag. theol.

Hildur Björk Hörpudóttir, cand. theol.

Kristinn Snævar Jónsson, mag. theol.

María Rut Baldursdóttir, cand. theol.

María Gunnarsdóttir

séra Úrsúla Árnadóttir, mag. theol.

Viðar Stefánsson.

 

Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts. Embættið veitist frá 1. október nk.



Af www.dfs.is


 
 
Skráð af Menningar-Staður


 

01.09.2015 21:03

1. september 2015 - Vífilsstaðaspítali 105 ára

 

 
Vífilsstaðaspítali sem Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson teiknaði.

 

1. september 2015 - Vífilsstaðaspítali 105 ára

Vífilsstaðaspítali var tilbúinn sem spítali fyrir berklasjúklinga 1. september árið 1910. 

Vífilsstaðaspítali var hannaður af Dýrfirðingnum Rögnvaldi Ólafssyni, einum af stofnendum Verkfræðingafélags Íslands. Lokið var við húsið á 16 mánuðum.

Upp úr 1970 var farið að taka við öndunarfærasjúklingum á Vífilsstöðum og meðferðardeild fyrir áfengissjúklinga sem tilheyrði Kleppsspítala starfaði þar frá 1976 til 2002.
 

Hrafnista hefur rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Vífilsstöðum frá ársbyrjun 2004. Flestir sem dvelja þar koma þangað af öldrunardeildum Landspítala. 

 

 


Af: www.landspitali.is
 


Skráð af Menningar-Staður