Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Október

24.10.2015 09:42

Eyrarbakki í dúr og moll

 

Eyrarbakki í dúr og moll

 

Í kvöld, laugardagskvöldið 24. október nk. kl. 20:00 verður menningarkvöld í Rauða húsinu á Eyrarbakka.

Þar munu Magnús Karel Hannesson og Örlygur Benediktsson fara í gegnum tónlistarsögu Eyrarbakka í máli, myndum og lifandi tónlist ásamt tónlistarmönnunum Karenu Dröfn Hafþórsdóttur, Gísla Ragnari Kristjánsson og Jóhannesi Bjarnasyni.

Frítt er inn á kvöldið en húsið opnar kl. 19:30.

Að formlegri dagskrá lokinni mun Örlygur Ben spila fyrir gesti fram eftir kvöldi.

 

Skráð af Menningar-Staður

23.10.2015 15:46

Kiriyama Family með nýtt lag og myndband

Eins og sést er Björn Harðarson í Holti með stórleik í myndbandinu.

 

Kiriyama Family með nýtt lag og myndband

 

 

Nútíminn frumsýndi nýtt myndband í gær með hljómsveitinni Kiriyama Family. Lagið heitir Chemistry og þú getur horft á myndbandið hér fyrir ofan.

Skráð af Menningar-Staður

22.10.2015 18:32

Arfleið NilFisk lifir

 

F.v.: Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Stokkseyri, Víðir Björnsson, Eyrarbakka, Jóhann Vignir Vilbergsson, Eyrarbakka og Sveinn Ásgeir Jónsson, Stokkseyri.

 

Arfleið NilFisk lifir

 

Fréttablaðið 22. október 2015 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.10.2015 21:56

Hljómsveitin Æfing í útrás til Berlínar

 

Hljómsveitin Æfing þann 6. október 1990 að Efstalandi í Ölfusi á fyrstu samkomunni í endurreisn sveitarinnar.

Þær samkomur eru nú að verða alls 25 og hinar glæsilegustu.

F.v.: Árni Benediktsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Siggi Björns, Kristján J. Jóhannesson (látinn)

og Ásbjörn Björgvinsson. Ljósm.: Spessi.

 

Hljómsveitin Æfing í útrás til Berlínar

 

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri, sem þá hét reyndar Víkingar, kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.
Í hljómsveitinni Víkingum voru: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson

Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.

Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík
hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti.

Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigurður Björnsson,
Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson og Önundur Hafsteinn Pálsson.

 

Samkomur þar sem Hljómsveitin Æfingur hefur verið frá 1990:

1. 
6. október 1990 - Bítlavakan að Efstalandi í Ölfusi

2. 
Júní 1991 - Búbbulínuvaka í Vagninum á Flateyri

3. 
Júní 1992 - Vagninn Flateyri. Flateyrarhreppur 70 ára

4. 
Júlí 1993- Sumarhátíð Vestur-Ísfirðinga í Aratungu

5. 
Október 1993 - Búbbulínuvaka í Vagninum á Flateyri

6. 
Október 1997 - Bíla-Bergur 50 ára. Félagsheimilið á Seltjarnarnesi

7. 
Júní 1998 - Catalina, Hamraborg - Sjómannadagurinn í Kópavogi

8. 
Júní 2000 - Íþróttahúsið á Flateyri - Vilbergsfólkshátíð á Flateyri

9. 
Maí 2001 - Árni Benediktsson á Selfossi 50 ára

10. 
September 2002 - Við Fjöruborðið á Stokkseyri. Með Sigga Björns og Dönum

11. 
Júlí 2003 - Grænlenskar nætur á Flateyri

12. 
Júlí 2003 - Björn Ingi Bjarnason á Stokkseyri/Eyrarbakka 50 ára

13. 
Mars 2005 - Guðbjartur Jónsson, Búbbulína, 50 ára. Skútan, Hafnarfirði

14. 
Maí 2009 – hvítasunnuhelgin - Vagninn á Flateyri. Hljómsveitin. Æfing 40 ára. Minnnig Kristjáns J. Jóhannessonar og Sólveigar Kjartansdóttur. Æfingar-Sviðið á Sólbakka vígt

15. 
10. október 2009 - Veitingahúsið Catalina, Hamraborg, Kópavogi. Hljómsveitin Æfing 40 ára

16. 
23. febrúar 2013 – Æfing lék fyrir Alla í Allabúð á heimili hans í Keflavík. Sýnt í Kastljósi 26. febrúar 2013

17. 
17. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, föstudagur – Æfing lék í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði – Heimsóttu Villa Valla á Ísafirði

18. 
17. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, föstudagur – Vagninn á Flateyri - Nýr hljómdiskur Æfingar

19. 
18. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, laugardagur - Félagsheimilið á Flateyri – Hljómsveitin Æfing 45 ára í desember 2013 – Útgáfuhátíð - nýr hljómdiskur Æfingar

20. 
19. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, sunnudagur – Æfing tók lagið í fermingarmessu í Flateyrarkirkju

21.
19. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, sunnudagur - Vagninn á Flateyri – Nýr hljómdiskur Æfingar

22. 
7. júlí 2013 – Félahsheimilið Staður á Eyrarbakka – 100 ára afmælishátíð Björns Inga Bjarnasonar, 60 lífár og 40 ár í félagsmálaforystu

23.
1. nóvember 2014
Brúðkaup Ásbjörns Björgvinssonar og Hildar Guðnadóttur í Súlnasalnum á Hótel Sögu í Reykjavík

24.
17. aprí 2015
Vorhátíð átthagafélaganna: Önfirðinga – Dýrfirðinga og Súgfirðinga. Hótel Saga Reykjavík, Súlnasalurinn

25.
23. október 2015 í Berlín.
Afmælishátíð Sigga Björns 60 ára. Útrás. Fyrsta utanlandsferð Æfingar

 

Björn Ingi Bjarnason.

 

 


.

Hljómsveitin Æfing í Súlnasalnum á Hótel Sögu 17. apríl 2015.

 

Ljósm.: BIB

.

 

.

 

 

.

Hljómsveitin Æfing í Félagsheimilinu á Flateyri 2013.

 

Ljósm.: BIB

.

 

.

 

 

Hljómsveitin Æfing í Vagninum á Flateyri 2013. Ljósm.: BIBSkráð af Menningar-Staður

19.10.2015 20:07

Gamli tíminn endurvakinn á aðventu jóla á Eyrarbakka

 

 

Gamli tíminn endurvakinn á aðventu jóla á Eyrarbakka

 

Margir muna tilfinninguna sem aðdragandi jólanna framkallaði í „gamla daga“ og kveikti ljós í hjörtum og hugum barna á öllum aldri. Menningar- og veitingakjarninn á Eyrarbakka býður nú landsmönnum upp á aðventu- og nýársdagskrá í anda þessarar gömlu tíðar.

Umgjörð og staðhættir í þessu einstaka sögulega þorpi eru kjörin til að endurvekja gamla jólastemningu sem val og mótvægi við aðra kosti í jólahlaðborðsmenningu, sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum árartugum. Jólasögur og tónlist í Eyrarbakkakirkju eru upptaktur að hátíðarmáltíð í Rauða Húsinu.  

Næring sem gleður og fræðir


Jólamatseðillinn tekur mið af íslenskum jólasiðum á 20. öldinni þegar jólalambið og hangkjötið voru þungamiðjan.
Þótt gamli tíminn hafi ekki einkennst af bauna- og grænmetissteikum, þá verða þær samt hluti af hátíðarmatseðlinum á Eyrarbakka. Dönsku eplakökurnar sem fóru fyrst á borð Íslendinga í „Húsinu” á Eyrarbakka, eggja- og rjómabúðingar, möndlugrautur með vinningum, súkkulaði með þeyttum rjóma, randalínur og smákökur það eru „Gömlu Jólin” okkar á Eyrarbakka.

Eyrbekkingar taka höndum saman um gamla siði


Fagur sveigur hefur verið myndaður af Eyrbekkingum sem kunna að taka vel á móti gestum og taka nú höndum saman um þessa dagskrá ljóss og friðar: Eyrarbakkakirkja, „Húsið“ Byggðasafn Árnesinga, þar sem jólaandinn býr í hverri fjöl, Rauða húsið, sem kynnir til sögunnar rétti frá blómaskeiði „Hússins“ sem var þekkt fyrir yfirburða eldamennsku á 19. öldinni og Staður verður móttökustöð þar sem gestir safnast saman í upphafi dagskráa. Þá stendur innlit í Bakkastofu sem lagði grunninn að þessari nýjung til boða þeim sem hafa áhuga á að upplifa heimili sem tengir saman nútíð og fortíð.

Snemmbær aðventuinnblástur


Dagskrárnar hefjast síðla í október og eru tilvalinn kostur fyrir fjölskyldur, vinnustaði og hverskyns samsetningar góðs fólks. Sérstakar barna- og fjölskyldudagskrár verða á sunnudögum og öðrum dögum samkvæmt óskum. Þegar vel er bókað bætast ungar söngkonur úr Hveragerði í hópinn, þær Þórunn Antonía og Ágústa Eva sem skipatst á, Valgeiri Guðjónssyni og öllum hinum börnunum án efa til mikillar gleði.

Sjá nánar á www.bakkastofa.is en stofan sér um upplýsingamiðlun og bókanir.

  

Skráð af Menningar-Staður  

19.10.2015 12:51

Gamli tíminn endurvakinn á aðventu jóla á Eyrarbakka

 

 

Gamli tíminn endurvakinn á aðventu jóla á Eyrarbakka

 

Margir muna tilfinninguna sem aðdragandi jólanna framkallaði í „gamla daga“ og kveikti ljós í hjörtum og hugum barna á öllum aldri. Menningar- og veitingakjarninn á Eyrarbakka býður nú landsmönnum upp á aðventu- og nýársdagskrá í anda þessarar gömlu tíðar.

Umgjörð og staðhættir í þessu einstaka sögulega þorpi eru kjörin til að endurvekja gamla jólastemningu sem val og mótvægi við aðra kosti í jólahlaðborðsmenningu, sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum árartugum. Jólasögur og tónlist í Eyrarbakkakirkju eru upptaktur að hátíðarmáltíð í Rauða Húsinu.  

Næring sem gleður og fræðir


Jólamatseðillinn tekur mið af íslenskum jólasiðum á 20. öldinni þegar jólalambið og hangkjötið voru þungamiðjan.
Þótt gamli tíminn hafi ekki einkennst af bauna- og grænmetissteikum, þá verða þær samt hluti af hátíðarmatseðlinum á Eyrarbakka. Dönsku eplakökurnar sem fóru fyrst á borð Íslendinga í „Húsinu” á Eyrarbakka, eggja- og rjómabúðingar, möndlugrautur með vinningum, súkkulaði með þeyttum rjóma, randalínur og smákökur það eru „Gömlu Jólin” okkar á Eyrarbakka.

Eyrbekkingar taka höndum saman um gamla siði


Fagur sveigur hefur verið myndaður af Eyrbekkingum sem kunna að taka vel á móti gestum og taka nú höndum saman um þessa dagskrá ljóss og friðar: Eyrarbakkakirkja, „Húsið“ Byggðasafn Árnesinga, þar sem jólaandinn býr í hverri fjöl, Rauða húsið, sem kynnir til sögunnar rétti frá blómaskeiði „Hússins“ sem var þekkt fyrir yfirburða eldamennsku á 19. öldinni og Staður verður móttökustöð þar sem gestir safnast saman í upphafi dagskráa. Þá stendur innlit í Bakkastofu sem lagði grunninn að þessari nýjung til boða þeim sem hafa áhuga á að upplifa heimili sem tengir saman nútíð og fortíð.

Snemmbær aðventuinnblástur


Dagskrárnar hefjast síðla í október og eru tilvalinn kostur fyrir fjölskyldur, vinnustaði og hverskyns samsetningar góðs fólks. Sérstakar barna- og fjölskyldudagskrár verða á sunnudögum og öðrum dögum samkvæmt óskum. Þegar vel er bókað bætast ungar söngkonur úr Hveragerði í hópinn, þær Þórunn Antonía og Ágústa Eva sem skipatst á, Valgeiri Guðjónssyni og öllum hinum börnunum án efa til mikillar gleði.

Sjá nánar á www.bakkastofa.is en stofan sér um upplýsingamiðlun og bókanir.

  

Skráð af Menningar-Staður  

19.10.2015 11:25

Einn síðasti vitavörðurinn

 

Vitavörðurinn Þorsteinn Gunnarsson við vitann í Dyrhólaey

sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson húsameistari frumhannaði.

 

Einn síðasti vitavörðurinn

• Búnaðurinn í vitanum í Dyrhólaey endist í 100 ár

 

Vegagerðin sér um 104 ljósvita, en aðeins sjö vitaverðir eru eftir í landinu og enginn þeirra í fullu starfi. Tveir eru í föstu hlutastarfi og annar þeirra er Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Vatnsskarðshólum og vitavörður í Dyrhólaeyjarvita. „Ég verð meðan stætt er,“ segir hann. „Þó að veðurtaka og vitavarsla séu bindandi og ekki vel launuð störf eru þau skemmtileg.“

Viti var fyrst reistur í Dyrhólaey 1910 og var það fyrsti járngrindarvitinn sem settur var upp hérlendis. Núverandi viti var steyptur 1927 og er fyrsti eiginlegi landtökuvitinn. Hæsti punktur á ljóskerinu er 123 metra yfir sjávarmáli og er vitinn ljóssterkasti viti landsins, sést í 27 mílna fjarlægð, en hvítt leiftur er á 10 sekúndna fresti.

 

Fjórði vitavörðurinn

Þorsteinn er fjórði vitavörðurinn í Dyrhólaey, tók við af Stefáni, bróður sínum, 1999. Guðbrandur Þorsteinsson á Loftsölum var fyrsti vitavörðurinn og Þorsteinn, sonur hans, tók við af honum. Starfið felst í því að vakta það að vitinn logi alltaf og snúist, ásamt þrifum á linsu og húsi. „Á fyrstu árum vitans þurfti að kveikja á honum á kvöldin og slökkva á honum á morgnana, en með rafvæðingu 1964 varð starfið auðveldara enda þá allt orðið meira og minna sjálfvirkt,“ segir Þorsteinn, sem sinnir jafnframt veðurtöku á þriggja tíma fresti, þó ekki klukkan þrjú á nóttu.

Þó að ferðum í vitann hafi fækkað hefur veðrið ekki breyst. „Áður fyrr þurftu vitaverðirnir að fara fótgangandi í vitann í misjöfnu veðri tvisvar á dag, en nú fer ég að jafnaði ekki nema vikulega og oftast akandi, þó ég fylgist daglega með því að heiman að ljósið logi og það snúist. En þarna uppi er oft ofsalega vont veður, veðravíti ekki ólíkt því sem getur verið á Stórhöfða, og ég hef stundum þurft að brjótast í mjög vondu veðri.“

Íbúð ætluð vitaverði hefur verið leigð út í sumar og er Þorsteinn ekki hrifinn af því. „Mér finnst þetta hús vera heilagt og að það verði að passa rétt eins og kirkjurnar,“ segir hann.

Vitinn í Dyrhólaey var tekinn í gegn fyrir nokkrum árum og í kjölfarið var hann friðlýstur í desember 2003. Þá var hugsunin að gera hann að safni. Þorsteinn segir að rætt hafi verið um að keyra vitann á núverandi búnaði þar til ljósvitar verði aflagðir og vonar að sú hugmynd verði ofan á. „Það er verið að vinna í því að smíða snúningsgírinn upp að nýju og takist það ætti að vera hægt að keyra hann næstu 100 árin þess vegna.

Morgunblaðið mánudagurinn 19. október 2015.


Vitar Íslands á listaverkinu -Brennið þið vitar- í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.
F.v.: Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins og Elfar Guðni Þórðarson, listmálari merksins.


 

Skráð af Menningar-Staður.

19.10.2015 10:06

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 19. október 2015

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 19. október 2015

 

Nýr -kaffibar- var tekinn í notkun í morgun í Alþýðuhúsinu að Menningar-Stað

á Eyrarbakka eins og sjá má á mynd.
 
Skráð af Menningar-Staður

17.10.2015 21:58

Auðvelda nýliðun og snúa þróun við

 


Þingeyri við Dýrafjörð.

 

Auðvelda nýliðun og snúa þróun við
 

Byggðaröskun sé stöðvuð


Sú þróun að áfram sé dregið úr þjónustu við landsmenn með samdrætti í starfsemi í byggðarkjörnum er andstæð fyrri stefnu um að viðhalda og efla byggð í landinu. Þetta segir í ályktun samtakanna Landsbyggðin lifi sem héldu aðalfund sinn á Kópaskeri fyrir nokkrum dögum.

 

Samtökin benda á að forsætisráðherra hafi talað þannig að vinna þurfi gegn fækkun fólks á landsbyggðinni og koma í veg fyrir byggðaröskun. Samt sem áður sé það svo í raun að fækkað sé einkum í opinberum störfum á landsbyggðinni og nú virðist sem bankastarfsemi eigi eingöngu að vera í fjölmennustu byggðunum. Samþjöppun í aflaheimildum sem eru kvótabundnar hafi einnig haldið áfram bæði í aflamarkskerfi stærri skipa og krókaaflamarkskerfi smærri báta.

 

Horfa með gagnrýnum augum

 

»Samtökin Landsbyggðin lifi hvetja stjórnvöld og alþingismenn til þess að horfa með gagnrýnum augum á þessa þróun og hvernig megi efla og auðvelda nýliðum í sjávarútvegi og landbúnaði og snúa byggðaþróun til sóknar að nýju,« segir í ályktun.

 

 

Morgunblaðið laugardagurinn 17. október 2015Skráð af Menningar-Staður

 

16.10.2015 06:35

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

 

Pétur Pétursson.

 

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

Pétur Pétursson fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918 en ólst upp á Bráðræðisholtinu og á Framnesveginum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka, og k.h., Elísabet Jónsdóttir húsfreyja.

Pétur skólastjóri var sonur Guðmundar, bónda í Langholtsparti í Flóa Sigurðssonar, bróður Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups.

Móðurbróðir Péturs var Bergsteinn, langafi Atla Heimis Sveinssonar, en móðursystir Péturs var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagnfræðiprófessors.

Elísabet var dóttir Jóns, alþm. á Eyvindarmúla Þórðarsonar.

Meðal systkina Péturs var Jón Axel bankastjóri.

Eiginkona Péturs var Ingibjörg Birna Jónsdóttir húsfreyja en dóttir þeirra, Ragnheiður Ásta, var útvarpsþulur um áratuga skeið, móðir Eyþórs Gunnarssonar tónlistarmanns.

Pétur stundaði nám við lýðháskólann í Tarna og í skólum sænska alþýðusambandsins og samvinnusambandsins í Svíþjóð og Pitman's College í London 1937-38. Hann var sendill og síðar bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík, 1931-42, og þulur hjá Ríkisútvarpinu 1941-55 og 1970-88. Auk þess var Pétur kaupmaður í Reykjavík og umboðsmaður skemmtikrafta 1955-70, var leiðsögumaður hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1950-60 og auglýsingastjóri Alþýðublaðsins 1958-59.

Pétur sá um útgáfu og ritaði formála að bókinni Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni, útg. í Reykjavík 1986. Hann sinnti dagskrárgerð í fjölda ára, stýrði m.a. barnatíma á árunum 1943-44, og sá um útvarpsþættina Lög og létt hjal og Sitt af hverju tagi. Þá tók hann saman fjölda þátta um mannlífið í Reykjavík fyrri tíma. Hann stóð fyrir fyrstu dægurlagasamkeppninni hér á landi á Hótel Íslandi árið 1939.

Pétur var vinsæll útvarpsþulur, hafði hljómþýða rödd og listilega framsögn. Hann lést 23. apríl 2007.

Morgunblaðið föstudagurinn 16. október 2015.Skráð af Menningar-Staður