Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Október

15.10.2015 20:55

Bjarkar Snorrason í Brattsholti

 

 

 

Bjarkar Snorrason í Brattsholti

 

Bóndi að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna.

Fangavörður á Litla-Hrauni til margra ára.

Guðfaðir Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

14.10.2015 12:16

Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915

 

 

Kápa bókarinnar er frá hvalveiðistöðinni að Framnesi í Dýrafirði.

 

Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915

 

Sögufélag hefur gefið út bókinaStórhvalaveiðar við Ísland til 1915eftir Smára Geirsson.

Í þessu mikla verki birtist í fyrsta sinn ítarleg rannsókn á hvalveiðum við Ísland síðan land byggðist uns þær voru bannaðar með lögum árið 1915. gerð er grein fyrir veiðum Íslendinga en meginumfjöllunin er um hvalveiðar erlendra manna. Þegar á 17. öld komu útlendingar upp hvalstöðvum í landinu en umsvið þeirra urðu mest á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar.

Í bókinni er lögð áhersla að fjalla um daglegt líf fólksins á hvalstöðvunum og eins er lítarleg grein gerð fyrir afstöðu Íslendinga og stjórnvalda til veiðanna. Sú umfjöllun er svo sannarlega forvitnileg.

Í bókinni er sagt frá athyglisverðum tilraunaveiðum Bandaríkjamanna, Dana og Hollendinga við landið á árunum 1863-1872. Hvalstöð sem Bandaríkjamenn reistu á Vestdalseyri í Seyðisfirði eystra er án efa fyrsta vélvædda verksmiðjan á Íslandi og reyndar einnig fyrsta vélvædda hvalstöðin í veraldarsögunni. Mest fer þó fyrir Norðmönnum í þessari sögu.

Á síðari hluta 29. aldar urðu Norðmenn forystuþjóð á sviði hvaleiða og árið 1883 hófst norska hvalveiðitímabilið á Íslandi. Þá urðu veiðarnar umfangsmestar við landið.

Bókina prýða um 470 myndir og kort sem gæða umfjöllunina lífi og hefur drjúgur hluti myndefninsins ekki komið fyrir sjónir Íslendinga fyrr.

Útgáfuhóf vegna bókarinnar var í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu 32 í Reykjavík þann 1. október sl.

Ráðherrabústaðurinn er fyrrum íbúðarhús hvalfangarans Hans Ellefsen að Sólbakka ofan Flateyrar í Önundarfirði þar sem hvalveiðistöð var frá 1889 - 1901 og var framleiðslumesta hvalveiðistöð Norðmanna á Íslandi á tímabilinu 1883 - 1915.

 

Menningar-Staður var í Ráðherrabústaðnum og færði til myndar.
 

Nokkrar myndir hér:

 

.

F.v.: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Sögufélagsins og Smári Geirsson, höfundur bókarinnar.

.

.
F.v.: Sigurður Ingi Jóhannsson, Smári Geirsson og Björn Ingi Bjarnason.
.

.

Í Ráðherrabústaðnum.

.

 

F.v.: Sigurður Ingi Jóhannsson, Smári Geirsson, Kristján Loftsson og Björn Ingi Bjarnason.
.

.

F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Guðni Th. Jóhannesson.

.

 

F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Smári Geirsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

14.10.2015 11:32

Einstök fasteign á Eyrarbakka

 

 

Búðarstígur 12 á Eyrarbakka. 
Úr Fréttablaðinu.

.Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir. 

 

Einstök fasteign á Eyrarbakka

 

Húsið stendur við eina elstu götu á Bakkanum.

Húsið er þrílyft, steypt jarðhæð, miðhæð og ris, samtals að gólffleti 210,4 fm. Húsið er bárujárnsklætt timburhús á háum steyptum kjallara. Risið er portbyggt og með kvisti að sunnan og norðan.

Forstofuviðbyggingar og tröppur eru bæði vestan og norðan megin á húsinu. Í því eru tvær íbúðir. Á lofti eru fjögur herbergi og eldhús á palli. Á hæðinni eru tvö herbergi og stórt eldhús, en herbergjaskipan var nokkuð breytt til að þjóna nýju hlutverki sem veitingastaður fyrir nokkrum árum (Rauða húsið). Í kjallara er eitt stórt rými og tvö salerni. Geymsluloft er yfir risinu. Húsið er því stórt og myndarlegt og eitt af glæsilegri timburhúsum á Eyrarbakka. Jafnframt er innri gerð þess og viðir að stórum hluta upprunalegir. Það ber ýmis einkenni svokallaðs Sveitzer-stíls en hann varð algengur hér a landi i kjölfar þess að tilsniðin hús voru flutt inn frá Noregi. Húsið var reist í núverandi mynd árið 1913, fært og sett á steyptan kjallara.

Húsið hefur mikið menningarsögulegt gildi og tengist sögu fyrsta barnaskóla landsins sem settur var a fót 1852 og hefur starfað óslitið í þorpinu frá stofnun hans. Árið 1880 var skólahúsið endurbyggt eftir bruna. Í því fór líka fram fullorðinsfræðsla bæði fyrir konur og karla og einnig var þar vísir að sjómannaskóla, jafnframt því sem húsið þjónaði menningarlegri starfsemi.

Lóðin er talin um 630 fm og eru miklir möguleikar varðandi nýtingu hennar. Stutt í fjöruna, náttúruna og fuglaskoðun i fuglafriðlandinu i Flóa.

 

Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla i síma 585-8800 eða hibyli@hibyli.is

Fréttablaðið mánudagurinn 12. október 2015

  

Skráð af Menningar-Staður

14.10.2015 09:19

Módernismi og íslensk byggingarhefð mætast

 

 

Ísólfsskáli á Stokkseyri og styttan af Páli Ísólfssyni sem flutt hefur verið í miðbæ Stokkseyrar.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Módernismi og íslensk byggingarhefð mætast

• Minjastofnun vill friðlýsa sumarhús Páls Ísólfssonar

 

Hjá Minjastofnun Íslands er nú hafinn undirbúningur að friðun Ísólfsskála á Stokkseyri, sumarhúss Páls Ísólfssonar tónskálds. Erindi um áform þessi var á dögunum sent til Sveitarfélagsins Árborgar til kynningar og gerir bæjarráð engar athugasemdir við þau.

 

Ísólfsskáli er austarlega í byggðinni á Stokkseyri og var teiknaður af Gunnari Hanssyni arkitekt fyrir Pál. Húsið var reist árið 1962. Það er þekkt kennileiti í þorpinu og einnig höggmyndin af Páli, sem stendur í garði þess (hefur verið flutt í miðbæ Stokkseyrar).

Húsið er, að mati Minjastofnunar, áhugavert að því marki að þar mætist í einni heild hrein form módernismans og íslenskrar byggingarhefðar sem birtist í steinhlöðnum veggjum og görðum umhverfis húsið. Raunar einkenndu steingarðar byggðina á Stokkseyri, rétt eins og fleiri byggðarlög, langt fram eftir 20. öldinni og því er lagt til að húsið verði friðað ásamt görðunum.

Páll Ísólfsson var í áratugi organisti við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hann var einnig tónskáld og sagt er að hann hafi gjarnan sótt innblástur í tónsmíðar sínar í brimhljóðið eystra. Páll fæddist á Stokkseyri árið 1893 og lést 1974. Ekki löngu eftir það var sumarhúsið selt úr fjölskyldueign.

 

sbs@mbl.is

Morgunblaðið þriðjudagurinn 13. október 2015

 

 
 
 

Skráð af Menningar-Staður

13.10.2015 07:30

13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð

Séð frá Valþjófsdal og yfir til Flateyrar. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð

 

Kýr synti yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal þann 13. október 1987.

Hún hafði verið leidd til slátrunar en reif sig lausa og lagðist til sunds. Kýrin hét Harpa en eftir afrekið var hún kölluð Sæunn.

Á sjómannadaginn árið eftir eignaðist hún kálf sem nefndur var Hafdís.

Sæunnarhaugur í Valþjófsdal hvar sundkýrin Sæunn er heygð. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 13. október 2015 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

Skráð af Menningar-Staður

12.10.2015 21:23

12. október 2015 - afmælisdagur Páls Ísólfssonar

 

 

Styttan af Páli Ísólfssyni við Ísólfsskála austan Stokkseyrar. 

Myndina tók Björn Ingi Bjarnason sumarið 2005

Styttan hefur nú verið flutt inn að miðhluta Stokkseyrarþorps.

 

12. október 2015 - afmælisdagur Páls Ísólfssonar

 

Páll Ísólfsson (12. október 1893 – 23. nóvember 1974) var íslenskt tónskáld, orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á 20. öld.


Páll fæddist í Símonarhúsi á Stokkseyri.

Til Reykjavíkur kom hann árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni.

 

Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet.

 

Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur.

Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957.

Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.

 

"Hundanþúfan og ég erum vinir."

Sagði Páll Ísólfsson organisti og tónskáld í viðtalsbókinni Hundaþúfan og hafið

sem Matthías Johannessen skrifaði.Skráð af Menningar-Staður
 

11.10.2015 12:30

Þuríður formaður og sjókvenska

 

.

 

Þuríður formaður og sjókvenska

 

Dagskrá var í Hólmarastarsalnum í Menningarverstöðinni að Hafnargötu 9 á Stokkseyri í gær, laugardaginn 10. október 2015 kl. 14 – 17 sem nefndist  -Þuríður formaður og sjókvenska-

 

Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands flyti inngangsorð.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi í  Árborg var kynnir.

 

 Dr. Margaret Elizabeth Willson flutti mjög fróðlegt  erindi sem nefnist: Sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútið.

Mannfræðingurinn Margaret Willson er dósent í mannfræði og Kandadafræðum í Seattle og ólst upp í fiskveiðisamfélagi í Oregon í Bandaríkjunum. Hún stundaði sjálf sjómennsku á sínum yngri árum, meðal annars við strendur Ástralíu. Áhugi hennar á sjósókn íslenskra kvenna kviknaði fyrst fyrir um þrettán árum þegar hún dvaldi á Íslandi. Þá skoðaði hún Þuríðarbúð og varð gagntekin af sögu Þuríðar Einarsdóttur formanns, og má segja að þar með hafi teningunum verið kastað. Leiðsögumaður henna þá var Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka.

Undanfarin ár hefur hún safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna frá upphafi byggðar til dagsins í dag. Niðurstöður dr. Willson varpa nýju ljósi á þær hugmyndir sem uppi eru um sjósókn kvenna, en hún var og er mun almennari en almennt var talið. Þann 5. júní 2015 var opnuð sýning í Sjóminjasafni Reykjavíkur sem byggir mjög á rannsóknum dr. Willson.

Fyrirlesturinn var á ensku en útdráttur var fluttur samtímis á íslensku af Birnu Lárusdóttur.

  

Sigurbjörg Árnadóttir formaður Íslenska Vitafélagsins og Nordisk kustkultur var með kynning á Vitafélaginu og norræna tengslanetinu „Nordisk kustkultur“ sem staðið hefur fyrir fimm norrænum strandmenningarhátíðum: á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og á Álandseyjum. Sigurbjörg sagði einnig frá norrænum sjókonum.

 

Stýrimaðurinn Inga Fanney Egilsdóttir  – „Sjókona nútímans“ – sagði frá sjómennskuferli sínum sem hófs á Fróða ÁR frá Stokkseyri fyrir nokkrum áratugum.

Þá voru pallborðsumræður sem  Dorothee Lubecki stjórnaði og þátttakendur voru:

Inga Fanney Egilsdóttir, Sigurbjörg Árnadóttir, dr. Margaret Willson, Sandra Dís Hafþórsdóttir og Þórður Guðmundsson,  fulltrúi félags „825 þorpara“.

 

Í lokin var farið í vettvangsferð  að  Þuríðarbúð þar sem Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson tók ámóti gestum.  Nýtt upplýsingaskilti við Þuríðarbúð var afhjúpað af Söndru Dís og Sigurgeiri HIlmari.

Boðið var upp á léttar veitingar og harðfisk og söl.

Menningar-Staður var  ásvæðinu og færði til myndar.

Myndaalbúm með 42 myndum er komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/275116/Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

11.10.2015 10:41

Vígsluafmæli Þorlákskirkju í dag, sunnudag 11. otk. 2015

 

 

Vígsluafmæli Þorlákskirkju í dag,  sunnudag 11. otk. 2015

 

Vígsluafmæli Þorlákskirkju er í dag, sunnudag 11. okt 2015, og eru að sjálfsögðu allir hjartanlega velkomnir.

 

Biskup Íslands prédikar og sóknarprestur og nýráðinn djákni Guðmundur Brynjólfsson á Eyrarbakka þjóna fyrir altari.

Á eftir veður kaffi í Ráðhúsinu þar sem Sgurður Jónssn fer yfir byggingarsögu kirkjunnar.

 

Þorlákskirkja hefur alla tíð gegnt mikilvægu hlutverki í lífi Þorlákhafnarbúa og nágranna þeirra, en áður áttu þeir messusókna að Hjalla sem er reyndar líka sóknarkirkja þeirra. 

Þorlákskirkja var vígð var af biskupi Íslands herra Pétri Sigurgeirssyni þann 28. júlí 1985. Fyrsta skóflustungan tekin 28. apríl 1979.Þorlákskirkja (hin forna) í Þorlákshöfn var rifin um 1770 og hafði þá staðið í að minnsta kosti í 250 ár og ef til vill í 450 ár ef marka má afrit Vilcninsmáldaga.

Altari og predikunarstóll er úr íslensku grágrýti. Teiknað af Jörundi Pálssyni arkitekt. Skírnarfontur er úr íslensku grágrýti og gabbró. Lítið orgel er stofuorgel Ingimundar Guðjónssonar. Pípuorgel er átján radda smíðað af Björgvini Tómassyni.

Arkitekt kirkjunnar er Jörundur Pálsson. Jörundur teiknaði líka altari, prédikunarstól sem eru úr íslensku grágrýti og skírnarfont sem er úr íslensku gabbrói. Altaristaflan er múrrista eftir Gunnstein Gíslason. Hún heitir „Herra bjarga þú mér” og byggir á 30. versi í 14. kafla Matteusarguðspjalls. Teikningar á útihurð eru eftir Jörund Pálsson. Útskurður er unnin af Erlendi Magnússyni í Hveragerði. Tákn kirkjunnar minna á hafið.

Fiskar (ICHTHIS) eru í glugga yfir innri dyrum, á reku til moldunar inni, á kaleik og hökkli sem er eini handprjónaði hökullinn á landinu.

Byggingameistari kirkjunnar var Sverrir Sigurjónsson.Guðmundur Brynjólfsson.
 

Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður

11.10.2015 09:42

12. október 2005 - Menningarverstöðin Hólmaröst á Stokkseyri

 

 

12. október 2005 - Menningarverstöðin Hólmaröst á Stokkseyri

 

Tónleikar í minningu Páls Ísólfssonar á afmælisdegi hans 12. október 2005

Hlín Pétursdóttir einsöngvari og undirleikari Hrefna Eggertsdóttir.

Skrifað undir samning um smíði orgels í Orgelverkstæði Björgvins Tómassonar í Menningarverstöðinni Hólmarsöst á Stokkseyri fyrir Grindavíkurkirkju.

Myndalabúm með 42 myndum á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/275110/Nokkrar myndir hér:

 

.


.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

10.10.2015 09:03

Skólamaður frá Núpi - Aðalsteinn Eiríksson, fyrrv. skólameistari - 75 ára

 

Aðalsteinn með séra Sigtryggi, stofnanda Núpsskóla.

Elsti og yngsti stúdent MR, 1959.

 

Skólamaður frá Núpi

- Aðalsteinn Eiríksson, fyrrv. skólameistari - 75 ára

 

Aðalsteinn fæddist á Núpi í Dýrafirði 10.10. 1940. »Ég hafði aldursforystu í stórum barnahópi á hlaðinu undir Núpi. Stóreygð störðum við systkinin á höfunda nýrra glósubóka, enn ekki nema föl í miðjar hlíðar, en fyrr en varði lokaði snjórinn þetta samfélag alveg af, oft vikum saman.

 

Bernskuminningar eru margar frá Gemlufalli. Þar voru mót tvennra tíma. Strokkur í búri, barinn steinbítur, reyktur rauðmagi, gota og ábrystir, súrt slátur. Bryddaðir skinnskór, undanrennuskol handa kaula, heitar rúgkökur af hringum kolaeldavélarinnar, peli heimalningsins sem lifði fyrir náð hofmannsdropa og upphitunar í ofninum.

Amma Ágústa og afi voru »að handan« frá Brekku og Hólum. Það styttist í barnaskólann hjá Svövu Thoroddsen og landafræðina hjá Ólafi H. Kristjánssyni, síðar á Reykjum. Landsprófið táknaði svo skilnað við móðursveitina en syðra beið annar skóli og kynnin hófust af föðurættinni: Hildur föðuramma var frá Iðu en bjó á Eyrarbakka

Í Reykjavík var Aðalsteinn til húsa hjá bróðurdóttur Hildar, Aldísi Kristjánsdóttur, á Bergþórugötu 16a, en smátt og smátt tók Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri Kvennaskólans, við uppeldinu og gerði hann að kennara hjá sér.

 

Aðalsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1959, fyrrihlutaprófi í guðfræði við HÍ 1963, BA-prófi í landafræði, sögu, grísku og uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1971 og lauk fyrsta stigi í íslensku í HÍ 1977.

 

Aðalsteinn var kennari við Héraðsskólann á Núpi 1960-61, við VÍ 1961-63, við Iðnskólann og Austurbæjarskólann 1961-63, við Kvennaskólann 1964-77, kennari við KHÍ 1978, yfirkennari í Kvennaskólanum 1977-82 og skólameistari 1982-2000.

 

Aðalsteinn réðst síðan til menntamálaráðuneytis til þess að kvelja fyrri kollega sína með naumum fjárveitingum, eins og hann orðar það.

 

Aðalsteinn var í stúdentaráði HÍ 1963-64, með Ellert B. Schram, frænda sínum, var formaður Stúdentafélags HÍ 1966-67, formaður Félags guðfræðinema og formaður Bræðralags, formaður borðtennisklúbbsins Arnarins 1974-78, formaður mótanefndar BTÍ 1975-85, sat í stjórn og launamálaráði FHK 1974-78, í sameininganefnd FHK og Félags menntaskólakennara 1978-79, var ritstjóri Stúdentablaðsins 1966, í ritnefnd afmælisritsins Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974 og var í starfshópi á vegum Skólarannsókna 1977-84.

 

Öllum sínum skólaafskiptum er Aðalsteinn nú að ljúka með söfnun gagna um sögu Núpsskóla og vonast til að ljúka ritun þeirrar sögu. Með ýmsum öðru félagsmálum hefur hann látið sér annt um Skrúð. Þess á milli gengur hann með samstúdentum MR 59, spilar borðtennis eða fær sér kaffi í Kvennaskólanum og á Sölvhóli.

 

Fjölskylda

Eiginkona Aðalsteins er Guðrún Larsen, f. 1.11. 1945, jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun HÍ og lærisveinn Sigurðar Þórarinssonar í gjóskulagafræðum.

 

Börn Aðalsteins og Guðrúnar eru Eiríkur Kristján, f. 22.12. 1966, starfsmaður hjá Samherja á Akureyri, og eru synir hans og Önnu Sigríðar Jökulsdóttur sálfræðings, Egill og Atli, en dóttir hans og núverandi sambýliskonu, Guðrúnar Sigurjónsdóttur, er Sigrún Dalrós; Brynhildur Kristín, f. 29.9. 1980, lögfræðingur hjá Yfirskattanefnd en hún á Aðalstein og Þorgerði, með Jónasi Þór Gunnarssyni en er nú í sambúð með Ólafi Arnari Þórðarsyni, starfsmannastjóra hjá Hagstofunni.

 

Systkini Aðalsteins eru: Guðmundur, f. 6.5. 1943, d. 10.7. 1946; Jón, f. 23.9. 1944, dr. í jarðfræði, sérfræðingur á Raunvísindastofnun HÍ; Hildur, f. 21.3. 1947, lengi á tónlistardeild RÚV; Ágústa, f. 18.6. 1948, hjúkrunarfræðingur á Sauðárkróki; Jónína, f. 14.2. 1952, verkefnisstjóri við Snorrastofu í Reykholti; Magnús, f. 10.12. 1953, véltæknifræðingur og kennari við Iðnskólann í Hafnarfirði, búsettur í Reykjavík; Guðmundur, f. 14.5. 1955, forstöðumaður tæknideildar Faxaflóahafna, Reykjavík; Ásmundur, f. 6.10. 1959, tölvunarverkfræðingur í Reykjavík; Aldís, f. 2.10. 1960, iðjuþjálfi í Borgarnesi, og Ingveldur, f. 9.4. 1965, skólastjóri á Þórshöfn á Langanesi.

 

Foreldrar Aðalsteins voru sóknarpresturinn og kennarinn við Núpsskóla, Eiríkur Júlíus Eiríksson, f. 22.7. 1911, d. 11.1. 1987, og Sigríður Kristín Jónsdóttir, f. 5.10. 1917, d. 17.2. 1999, frá Gemlufalli innar í Mýrahreppi.

 

 


Aðalsteinn og Guðrún.

 

 

 

 

Morgunblaðið laugardagurinn 10. október 2015

 

Skráð af Menningar-Staður