Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Október

09.10.2015 06:49

Menningarmánuðurinn október í Árborg

 

Menningarverstöðin Hólmaröst á Stokkseyri.

 

Menningarmánuðurinn október í Árborg

 

Fjölbreytt menningardagskrá verður í Árborg á næstunni, en október er menningarmánuður þar í sveit. Er þá efnt til ýmissa atburða þar sem saga bæjarins er rifjuð upp á samkomum, sem hafa mælst vel fyrir.

Dagskráin hófst laugardaginn 3. október á Hótel Selfossi þegar sýning um 100 ára kosningarétt kvenna verður opnuð í hótelinu. Kvenfélag Selfoss mun af þessu tilefni heiðra minningu nokkurra mætra kvenna sem störfuðu á þessu svæði.

 

Helgina eftir, 10 og 11. október, eru viðburðir í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

 

Á laugardegi kl. 14:00 er málþing í Hólmarastarsalnum um Þuríði formann og sjósókn kvenna .

Dagskrá:
14:00 inngangur Dorothee Lubecki.

Dagskrárkynning - Sandra Dís Hafþórsdóttir.
14:10 Dr. Margaret Willson: Sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð. - Útdráttur verður fluttur á íslensku.
15:30 Hlé: Kaffisala og sýndir munir sem tengjast Þuríði.
16:00 Sigurbjörg Árnadóttir: Vitafélagið, norræn strandmenning og norrænar sjókonur.
16:20 Inga Fanney Egilsdóttir: Sjókona nútímans.
16:40 Pallborðsumræður.
17:00 Ráðstefnuslit.
17:10 Vettvangsferð í Þuríðarbúð: 
Nýtt upplýsingaskilti - léttar veitingar í boði.
AÐGANGUR ÓKEYPIS

 

Á sunnudeginum kl. 17:00 verða tónleikar í minningu Páls Ísólfssonar á Orgelverkstæði Björgvins Tómassonar sjávarmegin í Menningarverstöðinni  Hólmaröst.

Douglas A Brotchie, organisti og Hugi Jónsson, bariton, flytja verk eftir Pál Ísólfsson og fl.
Tónleikarnir hefjast í Orgelsmiðjunni, Hafnargötu 9 - inngangur frá bryggjunni - á Stokkseyri og flytjast eftir hlé yfir í kirkjuna .
Aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á kaffi og kleinur í Orgelsmiðjunni að tónleikum loknum.

 

Dagana 16.-18. október verður dagskrá um Gunnar Sigurgeirsson með sunnlenskum kvik- og heimildarmyndum.

 

Hinn 24. október fara Magnús Karel Hannesson og Örlygur Benediktsson yfir sögu tónlistarlífsins á Eyrarbakka og verður samkoman í Rauða-Húsinu.

 

Mánuðurinn endar 30. október á Hótel Selfossi þegar farið verður í gegnum sögu fyrirtækisins Hafnar á Selfossi, sem lengi hélt úti starfsemi sem nú heyrir sögunni til.

Rauða-Húsið á Eyrarbakka.

 


Skráð af Menningar-Staður

06.10.2015 20:54

Kiriyama Family á topppi X-ins

 

Toppur listans þessa vikuna.

 

Kiriyama Family á topppi X-ins  FM 97.7
 

Með lagið - Innocence

 

 

Hljómsveitin Kiriyama Family frá; Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi.
 

 

Skráð af Menningar-Staður

 
 

06.10.2015 09:24

25 ár frá Önfirsku bítlavökunni að Efstalandi í Ölfusi þann 6. október 1990

 

 

6. október 2015

 

25 ár frá Önfirsku bítlavökunni

að Efstalandi í Ölfusi þann 6. október 1990Hljómsveitin Æfing frá Flateyri sem enn er starfandi.

 

Tveir af Suðurlandinu núna.
T.v.: Árni Benediktsson, verslunarstjóri í Húsasmiðjunni á Selfossi og

t. h. Björn Ingi Bjarnason, fangavörður á Litla-Hrauni.Skráð af Menningar-Staður


 

05.10.2015 08:40

Regnboginn, lista- og menningarhátíð í Vík

 

Vík í Mýrdal.
 

Regnboginn, lista- og menningarhátíð í Vík

 

Senn líður að 9. lista- og menningarhátíð Mýrdælinga, Regnboganum – List í fögru umhverfi, en hátíðin verður haldin 9.–11. október nk. Dagskráin er gífulega fjölbreytt og spennandi í ár, þar sem bæði fastir liðir og nýir sameinast. Tónlistaratriði eru mörg  og koma bæði stórstjörnur úr Mýrdal og annars staðar af landinu. 

Hátíðin hefst á Icelandair Hótel Vík þar sem flygill Mýrdælinga verður vígður. Opnunarhátíðin verður í íþróttahúsinu á föstudagskvöld þar sem boðið verður uppá alþjóðlegt matarsmakk og Stebbi og Eyfi spila. Við erum lánsöm að hafa fjölþjóðlegt samfélag hér í Mýrdal og tekur það höndum saman að kynna sína matarmenningu.

Á laugardeginum bjóða sveitastjórinn og frú í morgunkaffi, Eiríkur Vilhelm leiðir morgungöngu um þorpið, opin hús og sýningar verða víða og Regnbogamarkaðurinn í Víkurskóla sem er framúrskarandi handverks og matarmarkaður í bland við skran. Skemmtidagskráin er svo á sínum stað í  íþróttahúsinu en meðal atriða eru Vox Felix og Eldklerkurinn.

Fyrir partýdýrin þá verður Suður-Vík með Pup-Quiz og Partý á föstudagskvöld þar sem hviðmávarnir Einar og Jói troða upp. Á laugardagskvöld verður hið eina sanna Regnbogaball haldið í Leikskálum með einni vinsælustu sveitaballahljómsveit landsins, Stuðlabandinu.

Á sunnudeginum mun Skeiðflöt Farmhouse vera með opið hús, það verður messa í Víkurkirkju, Hátíðarkaffi í Suður-Vík og Lily of the Valley mun enda þessa frábæru menningarveislu með lokatónleikum í Víkurkirkju seinnipart sunnudags.

Endilega kynnið ykkur dagskrána á www.vik.is og Facebook síðu Regnbogans en þar má einnig nálgast nánari upplýsingar um sýningar og opin hús ásamt öðrum viðburðum. 

Við vonumst til að sjá sem flesta búsetta, brottflutta og gesti. Njótið, skemmtið ykkur vel, fallega og saman.

 

Undirbúningsnefnd Regnbogans 2015
 

Af: www.dfs.is

Skráð af  Menningar-Staður

03.10.2015 06:59

World Class opnar á Selfossi 2. janúar 2016

 

Ásta, Björn K. Leifsson, sem er frá Flateyri og Gylfi handsala samningana að undirskrift lokinni.

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

World Class opnar á Selfossi 2. janúar 2016

 

Í gær voru undirritaðir samningar milli JÁVERK ehf og Lauga ehf um leigu þeirra síðarnefndu á líkamsræktaraðstöðu á efri hæð nýbyggingar Sundhallar Selfoss.

Einnig var undirritaður samningur á milli Sveitarfélagsins Árborgar og Lauga ehf um afnot Lauga af aðstöðu í Sundhöll Selfoss og aðgangi að sundlaug fyrir gesti líkamsræktarinnar. Undirritunin fór fram á efri hæð nýbyggingarinnar en þar skrifuðu undir samninga Björn Leifsson fyrir hönd Lauga, Gylfi Gíslason fyrir hönd JÁVERK og Ásta Stefánsdóttir fyrir hönd Árborgar.

Að sögn Björns mun líkamsræktarstöðin opna þann 2. janúar næstkomandi en stöðin mun samnýta afgreiðslu og búningsklefa með Sundhöllinni.

"Það leggst mjög vel í okkur og opna hérna og ég er þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri. Hérna verður 550 fermetra tækjasalur og 180 fermetra leikfimisalur sem er hægt er að nýta undir margskonar leikfimi og dans. Auk þess verða hér 80 fm spinningsalur með þrjátíu hjólum og 90 fm jógasalur fyrir hot-jóga og jóga. Svo hafa allir gestir stöðvarinnar aðgang að sundhöllinni," sagði Björn í samtali við sunnlenska.is. "Það er búið að panta tækin í stöðina, þau verða öll ný og af fullkomnustu gerð."

Björn reiknar með því að um fjögur stöðugildi verði við stöðina auk fleiri kennara. Líkamsræktarstöðin á Selfossi verður sú tíunda á landinu sem rekin er undir merkjum World Class og segir Björn að langflestir viðskiptavina þeirra séu með kort sem veitir aðgang í allar stöðvarnar.

"Í desember verðum við með forsölu þar sem við seljum 25% ódýrari árskort og þau munu bara gilda hér á Selfossi. Öll önnur kort gilda allstaðar," segir Björn.

Af www.sunnlenska.isSkráð af Menningar-Staður

02.10.2015 06:25

Nýr dagskrárstjóri á Suðurlandi FM

 

Henný Árnadóttir, dóttir Árna Benediktssonar og Elsu Jónsdóttur á Selfossi sem öll eru frá Flateyri.

 

Nýr dagskrárstjóri á Suðurlandi FM

 

Henný Árnadóttir hefur verið ráðin dagskrárstjóri á Suðurlandi FM, en hún hóf störf við dagskrárgerð á stöðinni í byrjun sumars. Henný er með áralanga reynslu af fjölmiðlun og hefur starfað á Bylgjunni, N4, K-100, Fréttablaðinu o.fl. Auk stöðu dagskrárstjóra er Henný einnig í loftinu alla virka daga frá kl. 13–16:30 og bætist því við í hóp góðra dagskrárgerðarmanna stöðvarinnar.

„Ég hef lengi verið aðdáandi stöðvarinnar og hlakka mikið til að takast á við þetta skemmtilega verkefni. Það eru spennandi tímar framundan og nýir þættir eru í burðarliðunum. Miklar endurbætur hafi verið gerðar á útsendingum stöðvarinnar með tilkomu nýrra útvarpssenda á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Fleiri endurbætur eru framundan, m.a. stækkun á hlustunarsvæðinu til vesturs sem gerir höfuðborgarbúum betur kleift að njóta stöðvarinnar“, segir Henný.

Áfram verður lögð áhersla á að bjóða upp á sunnlenskar fréttir og fróðleik ásamt því að spila fjölbreytta og skemmtilega tónlist og hefur Gulli G., sem starfað hefur á stöðinni frá upphafi, tekið við stöðu tónlistarstjóra.

Stöðin hefur verið samfleytt í loftinu frá árinu 2007 og fagnar því 8 ára afmæli nú í nóvember. Hægt er að hlusta á stöðina á FM 96,3 í Árnessýslu og FM 93,3 í Vestmannaeyjum og í Rangárvallarsýslu. Einnig er hægt að hlusta um land allt á VOD sjónvarpi Símans og á netinu um heim allan á www.sudurlandfm.is

Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður

01.10.2015 11:20

1. október 1846 - Hús Hins lærða skóla í Reykjavík (nú Menntaskólans) var vígt

 


Menntaskólinn í Reykjavík.

 

1. október 1846 -  Hús Hins lærða skóla í Reykjavík var vígt

(nú Menntaskólans) 

Þann 1. október 1846 var hús Hins lærða skóla í Reykjavík (nú Menntaskólans) vígt, en skólinn hafði áður verið á Bessastöðum.

Þetta var lengi stærsta hús bæjarins. Flutningur skólans „átti drjúgan þátt í að breyta Reykjavík úr hálfdönsku sjávarkauptúni í alíslenskan kaupstað,“ að mati Jóns Helgasonar biskups.

Meðal rektora Hins lærða skóla var Jens Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð sem var rektor 1869 - 1872. Jens Sigurðsson var árið 1852 fyrsti kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri sem er elsti barnaskóli Íslands.


 

Rektorar Hins lærða skóla frá 1846

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 1. október 2015 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.
 

Jens Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
 

 

Skráð af Menningar-Staður