Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Nóvember

30.11.2015 17:19

Sólarlag við Stokkseyrarbryggju-Svið

 

.

 

 

Sólarlag við Stokkseyrarbryggju-Svið
 

Eins og alþjóð Hrútavina veit er Bryggju-Sviðið á Stokkseyri eitt af fjölmörgum "menningarundrum"

Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

Hrútavinafélagið Örvar er félags- og menningarlegt samafl Vestfirðinga og Sunnlendinga og þess
gjörva hönd hefur víða komið að málum frá stofnun félagsins árið 1999. 


 

Svið- snjór - sjór og sólarlag fært til myndar 30. nóvember 2015.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

30.11.2015 11:33

Skáldastund og jólasýning í Húsinu

 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

Skáldastund og jólasýning í Húsinu

Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 5. desember 2015 kl. 16.00.

 

Anna Rósa Róbertsdóttir fjallar um bókina Vörubílstjórar á vegum úti en þar er rakin saga Mjölnis, félags vörubílstjóra. Bókin er ríkulega myndskreytt og myndir af bílstórum að störfum verður í forgrunni. 

 

Einar Már Guðmundsson færir síðan gesti inn í allt aðra veröld í skáldsögunni Hundadagar sem fjallar öðrum þræði um ævintýri Jörunds hundadagakonungs. 

 

Eftir kaffihlé mun Eyrbekkingurinn  Guðmundur Brynjólfsson les úr sinni spaugilegu hörmungarsögu Líkavöku. 

 

Glæpasögudrottningin Yrsa Sigurðardóttir slær svo botninn í þessa beittu dagskrá með upplestri úr spennitryllinum Sogið.

 

Jólasýningin safnsins verður opin sama dag frá 14.00 – 16.00.

 

Frítt er inn á safnið og heitt á könnunni, verið velkomin. 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

29.11.2015 06:59

Kveikt á jólatrjánum á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag, sun. 29. nóv. 2015

 

Kveikt á jólatrjánum á Eyrarbakka og Stokkseyri sun. 29. nóv.

 

Kveikt á jólatrjánum á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag,

sunnudaginn 29. nóv. 2015

 

Í dag, sunnudaginn 29. nóvember 2015,  er fyrsti í aðventu og þá kveikjum við á fyrsta kertinu í aðventukransinum sem kallast „spádómskertið“.

Þennan sama dag verður líka kveikt á stóru jólatrjánum á Stokkseyri og Eyrarbakka.

Byrjað verður á Stokkseyri kl. 17:00 en þá verður kveikt á trénu sem er staðsett á horninu við Stjörnusteina. Kl. 18:00 er síðan kveikt á Eyrarbakkatrénu en það er staðsett við Álfstétt.

Ungmennafélögin á staðnum sjá um dagskrána en frést hefur að jólasveinarnir kíki í heimsókn og syngi með gestum.

Af www.arborg.isSkráð af Menningar-Staður

 

28.11.2015 20:55

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka - 29. nóvember 2015

 

 

 

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka -
sunnudaginn 29. nóvember 2015


Að Stað á Eyrarbakka kl. 14:00

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

27.11.2015 06:45

HREKKJALÓMUR Á ALÞINGI

 

 

 

HREKKJALÓMUR Á ALÞINGI
 

Ásmundur Friðriksson

alþingismaður í Garði var einn helsti forsprakki í Hrekkjalómafélagagsins í Vestmannaeyjum en þeir félagar voru tíðir gestir í fréttum allra fjölmiðla á árum áður vegna uppátækja sem voru flest með ólíkindum.

Nú er að koma út bók um félagsskapinn og ætlar Ásmundur að efna til útgáfuhófs, í dag föstudaginn 27. nóvember 2015 kl. 16:00 - 18:00 í Eymundsson í Austurstræti þangað sem hann bíður öllum.

Kíkið við og njótið þess að eig stund með þingmanninum sem er bæði skemmtilegur og hjartahlýr.

hrekkjalomar


Skráða f Menningar-Staður

25.11.2015 21:57

Aðalfundur Sólvalla var í kvöld

 

Fráfarandi Stjórn Sólvalla. F.v.: Guðjón, María og Sandra Dís. 

 

Ný stjórn Sólvalla. F.v.: Guðjón, María og Þórdís. Ljósmyndir Björn Ingi Bjarnason.

 

Aðalfundur Sólvalla var í kvöld

 

Aðalfundur Sólvalla, dvalarheimilis aldraðra á Eyrarbakka var haldinn í kvöld, miðvikudaginn 25. nóvember 2015.

Fundurinn var haldinn í sal heimilisins og ágætlega sóttur.

 

Dagskrá fundarins:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Önnur mál

Fráfarandi stjórn Sólvalla gerði grein fyrir; starfsemi og rekstri síðasta árs og lagði fram ársreikninga.

Í stjórn voru:
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Guðjón Guðmundsson

og María Gstesdóttir.

Að loknum umræðum var árskýrslan og reikningar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Ný stjórn var kosin og hana skipa:
Guðjón Guðmundsson
María Gestsdóttir

og Þórdís Kristinsdóttir
 

Í varstjórn eru:
Íris Böðvarsdóttir

og Tyrfingur Halldórsson.

Staða Sólvalla og framtíðarsýn voru síðan rædd nokkuð.


Forstöðukonur á Sólvöllum eru Hafdís Óladóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir.

Fráfarandi stjórn Sólvalla voru þökkuð góð störf og sér í lagi Söndru D. Hafþórsdóttur sem fer úr stjórn eftir stjórnarsetu frá árinu 2007.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/275881/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.


 

Stjórn, varastjórn og forstöðukonur Sólvalla.
F.v.: Guðjón Guðmundsson, María Gestsdóttir, Þórdís Kristinsdóttir, Hafdís Óladóttir,

Ingibjörg Gunnarsdóttir, Íris Böðvarsdóttir og Tyrfingur Halldórsson.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

25.11.2015 12:18

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka að Stað

 

 

 

 
 

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka að Stað

 

Verður sunnudaginn 29. nóvember 2015 kl. 14:00

 


 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.11.2015 21:12

Eyrbekkingur með ljósmynd á vef BBC

 

A photograph of the lunar rainbow

Ljósm.: Víðir Björnsson á Eyrarbakka.
"Það er virkilega gaman að sjá mynd sem maður tók á litla Íslandi

birtast á vef BBC og viðtal í þokkabót."

 

 

Eyrbekkingur með ljósmynd á vef BBC

 

A rare lunar rainbow - or "moonbow" - has been spotted in the night sky over western Iceland.

It was caught on camera near the small town of Stykkisholmur on Sunday evening by keen photographer Vidir Bjornsson. "I was driving in heavy rain and so much wind and I just stopped the car because I could not believe what I was seeing," Mr Bjornsson tells the BBC. "First I thought I was just seeing some reflection from the window of my car, but then me and my friend who was driving decided to stop and try to get a picture of it." A second moonbow was also visible at the time, although it is hard to make out in the photograph.

Lunar rainbows are formed when moonlight, rather than direct sunlight, is refracted by moisture in the atmosphere. They are much harder to see than the daytime versions because moonlight is so much fainter, meaning they often look white to the naked eye, although the colours emerge in long-exposure photographs, Visir's Iceland Magazine website explains.

The combination of conditions required for a lunar rainbow to appear makes it a rare sight, even in the dark skies of Iceland. "I have never seen this before," Mr Bjornsson saysadding that he had "never heard of a moonbow" until now.

Af: 
www.bbc.com/news/blogs-news-from-elsewhere-34909259?SthisFBVíðir Björnsson.


Skráð af Menningar-Staður

 

24.11.2015 06:28

24. nóvember 2015 - Ingigerður Ingimarsdóttir 50 ára

 Gerða Ingimarsdóttir á Eyrarbakka.

Bænda góða blaðið nú
búðardaman skoðar.
Hörður stjóri heill og trú
Hrútavinum boðar.

 

24. nóvember 2015 - Ingigerður Ingimarsdóttir 50 ára

 

Ingigerður er frá Andrésfjósi á Skeiðum en býr á Eyrarbakka og vinnur við umönnun.

Maki: Guðjón Guðmundsson, f. 1970, rafvirki.

Börn: Ingunn, f. 1987, Ægir, f. 1991, Guðmundur Ingi, f. 1997, og Ingimar, f. 2000.

Foreldrar: Ingimar Þorbjörnsson, f. 1939, og Magnea Ragnheiður Ástmundsdóttir, f. 1945, bændur í Andrésfjósi.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 24. nóvember 2015.

 


.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

23.11.2015 21:20

Aðalfundur Sólvalla

 


 

Aðalfundur Sólvalla

 

Aðalfundur Sólvalla, dvalarheimilis aldraðra á Eyrarbakka, verður haldinn miðvikudaginn 25. nóvember 2015.

Fundurinn verður haldinn í sal heimilisins og hefst kl. 20:00.

Dagskrá fundarins:


1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Önnur mál

Eyrbekkingar og aðrir velunnarar heimilisins eru hvattir til að mæta.


Stjórnin.


 

Skráð af Menningar-Staður