Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Nóvember

17.11.2015 17:34

Strákarnir frá Selfossi í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 

F.v.: Ingvari Jónsson, Guðmundur Lýðsson, Sævar Sigursteinsson, Ólafur H. Guðmundsson
og Siggeir Ingólfsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Strákarnir frá Selfossi í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 

Góðir gestir komu í Alþýðuhúsið á Eyrarbakka í morgun, þriðudaginn 17. nóvember 2015.

Þetta var strákahópur á besta aldri frá Selfossi undir forystu Ingvar Jónssonar sem er tíður og auðfúsugestur í Alþýðuhúsinu.


 

Með Ingvari Jónssyni í morgun voru:

Guðmundur Lýðsson,

Sævar Sigursteinsson

og Ólafur H. Guðmundsson
 
Vinir alþýðunnar á Eyrarbakka tóku gestunum fagnandi sem voru sérlega hrifnir af gömlu og nýju ljósmyndunum í  myndasafninu í Alþýðuhúsinu.

Skemmtilegar umræður fóru fram með víðfemu innihaldi og mikilli breidd í tíma og rúmi.

Í lokin komu svo í Alþýðuhúsið þeir Finnbogi Guðmundsson og Þórður Grétar Árnason, tengdasonur Eyrarbakka.

 

.

.

.

.

. 

Skráð af Menningar-Staður

17.11.2015 15:19

List á Vestfjörðum komin út

 

 

List á Vestfjörðum komin út

 

„Við höfum gert róttækar breytingar á ritinu, breytt stefnu þess og fjölgað útgáfudögum,“ segir Thelma Hjaltadóttir, ritstjóri tímaritsins List á Vestfjörðum sem nú er nýkomið út í breyttri mynd. Hún segir blaðinu dreift frítt í hvert hús á Vestfjörðum. 

En um hvað er hún að skrifa?

„Bara til að nefna einhver dæmi sem lýsa breiddinni þá er sagt frá leikriti sem nýbúið er að frumsýna á Ströndum, það kallast Draugasaga og er eftir Strandamann, við segjum frá sjónvarpsþáttum sem byggðir eru á sögu Sigvalda Kaldalóns, læknis og tónskálds í Ísafjarðardjúpi á öndverðri síðustu öld, sem kvikmyndafélagið Í einni sæng er með í smíðum. Svo er tónlistarmaðurinn Skundi að gefa út hljóðbók um músafjölskyldu í Súðavík og henni gefum við gaum. Við erum með viðtal við Ragnheiði Gröndal söngkonu og Fjallabræður segja skondna sögu í kringum nafngift nýja disksins þeirra. Svona mætti lengi telja.“
 

List á Vestfjörðum er gefið út af félagi vestfirskra listamanna og stjórnin er jafnframt í ritnefnd. „Þetta er fyrsta blaðið sem ég ritstýri,“ segir Thelma sem um árabil starfaði sem blaðamaður á BB. 

Ritinu er dreift frítt í hvert hús í fjórðungnum og einnig er það komið inn á netið. 
Slóðin er:

http://issuu.com/gunnibje/docs/lav_2015-2016_umbort_issu
 

Fram að þessu hefur ritið List á Vestfjörðum verið gefið út einu sinni á ári og þá í annálsstíl en nú er það í fréttastíl og á að koma út þrisvar yfir árið, að sögn Thelmu. Hún segir allan Vestfjarðakjálkann undir og allt efni sem fellur undir menningu og biðlar til listamanna og annarra velunnara listarinnar á svæðinu að vera duglegir við að senda henni efni og ábendingar. „Blaðið leggur áherslu á það sem er að gerast á hverjum árstíma fyrir sig. Tilgangurinn er auðvitað að vekja athygli á hversu fjölbreytt og auðug menningarflóran er hér fyrir vestan.“

 

Fréttablaðið þriðjudagurinn 17. nóvember 2015

 

 

 

Síða Vestfirska forlagsins í ritinu.

 

 

 

Thelma Hjaltadóttir, ritstjóri tímaritsins List á Vestfjörðum.


Skráð af Menningar-Staður

17.11.2015 12:53

Líkvaka eftir Guðmund S. Brynjólfsson

 

alt

 

Líkvaka eftir Guðmund S. Brynjólfsson

 

Út er komin skáldsagan Líkvaka eftir Guðmund S. Brynjólfsson á Eyrarbakka.

Sögupersónan Engilbert kynnist ungur ofbeldi og djöfulskap mannlífsins. Uppkominn samsamar hann sjálfsmynd sína kenningum heilagrar ritningar þar sem hann sjálfur er andstæða mannsonarins. Skólaganga, sjómennska, stofnanavist og sólarströndin á Spáni litast jafnan af dökkleitu skopskyni og takmarkaðri ást sögupersónunnar á sjálfri sér og samferðamönnum. 

Glæp Engilberts er lýst í smáatriðum og hann er að vonum óhugnanlegur en um leið rökrétt endurspeglun þeirrar hliðar sem heimurinn snýr að honum allt frá barnæsku. 
Kolsvört og skelfileg hörmungarsagan er vörðuð spaugilegum uppákomum, kynlegum kvistum og leiftrandi snilld höfundar í samfélagsgreiningu. Yfir og allt um kring eru svo ljúfsárar minningar um dagana, allt of fáu, hjá séra Þórði og frú Oddnýju. 

Líkvaka er í senn þjóðfélagsádeila og guðfræðileg pæling sem á erindi við okkur öll.

Guðmundur S. Brynjólfsson hefur fengist við ritun leikrita og skáldsagna og hlotið viðurkenningar fyrir störf sín. Þar ber hæst Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2009 og Grímuna 2010. Síðustu bækur Guðmundar, Kattasamsærið (2012) og Gosbrunnurinn (2014) hlutu báðar mikið lof gagnrýnenda. 

 

Útgefandi er Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi.Guðmundur S. Brynjólfsson.


Skráð af Menningar-Staður

16.11.2015 20:15

Hljómsveitarstjóri Æfingar í jólastuði

 

Árni Benediktsson, hljómsveitarstjóri Æfingar og verslunarstjóri í Húsasmiðjunni á Selfossi.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Hljómsveitarstjóri Æfingar í jólastuði

Menningarfulltrúi Hljómsveitarinnar Æfingar frá Flateyri leit við hjá hljómsveitarstjóranum, - Árna Benediktssyni í Húsasmiðjunni á Selfossi í dag, 16. nóvember 2015 á degi íslenskrar tungu.

Var Árna fært blaðið Vestfirðir, undir ritstjórn Kristins H. Gunnarssonar, sem gerði Berlínarferð Hljómsveitarinnar Æfingar góð skil í síðasta blaði og var því dreift um alla Vestfirði.
 

Síðan var drukkið kaffi samkv. lögum nr. 46. frá 1980 um; aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum.

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður

16.11.2015 17:01

Dagur íslenskrar tungu á Eyrarbakka

 F.v.: Siggeir Ingólfsson og Björn Ólafsson frá Hafnarfirði.

 

Dagur íslenskrar tungu á Eyrarbakka

 

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á morgunfundi Vina alþýðunnar í Alþýuðhúsinu á Eyrarbakka í morgun, mánudaginn 16. nóvember  2015. 16 nóvember er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar árið 1807.

Sér stakur gestur var Hafnfirðingurinn Björn Ólafsson sem starfar sem sölumaður hjá Selgætisgerðinni Góu í Hafnarfirði.

Færði hann alþýðunni sem var að Stað í morgun sælgæti svo sem; súkkulaði rúsínur, hraun og fleira góðgæti.

Féll þetta sérlega vel að tungu og tönn Vina alþýðunnar sem komu að Stað í morgun. Var Birni þökkuð þessi góða heimsókn á Eyrarbakka og beðinn fyrir góðar kveðjur í Hafnarfjörð.

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

16.11.2015 13:04

Hjallastefnan við Alþýðuhúsið á Eyrarbakka

 F.v.: Haukur Jónsson og Siggeir Ingólfsson.

 

Hjallastefnan við Alþýðuhúsið á Eyrarbakka
 

16. nóvember 2015

 

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

16.11.2015 07:40

Degi íslenskrar tungu fagnað víða um land

 

 

Jónas Hallgrímsson

 

Degi íslenskrar tungu fagnað víða um land

 

Dagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, og verður haldið upp á hann með margvíslegum viðburðum víða um land.

Meðal þeirra eru tónleikar hljómsveitarinnar Hundur í óskilum á Gljúfrasteini kl. 17.  

Á Ísafirði mun rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl lesa upp úr nýútkominni skáldsögu sinni, Heimsku.

Dagskrá verður í hátíðarsal Háskólans á Akureyri, málþing haldið í Hallgrímskirkju um Viðeyjarbiblíu og í Landakotsskóla verður haldið upp á daginn með því að skreyta skólann með veðurorðum tæplega 200 nemenda frá fimm ára aldri upp í 10. bekk.

 

Frekari upplýsingar má finna á vef menntamálaráðuneytisins á slóðinni menntamalaraduneyti.is/menningarmal/dit/.

 

16. nóvember 1907

Stytta af Jónasi Hallgrímssyni var afhjúpuð í tilefni þess að hundrað ár voru liðin frá fæðingu skáldsins. Styttan er eftir Einar Jónsson og var sú fyrsta sem hér var sett upp eftir Íslending, annan en Thorvaldsen. 

Styttan af Jónasi Hallgrímssyni er í Hljómskálagarðinum í Reykjavík.

 

 

Morgunblaðið mánudagurinn 16. nóvember 2015.


Skráð af Menningar-Staður
 

16.11.2015 07:31

Merkir Íslendingar - Jónas Hallgrímsson

 


Jónas Hallgrímsson.

 

Merkir Íslendingar - Jónas Hallgrímsson

 

Jónas Hallgrímsson fæddist á Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807. Foreldrar hans voru séra Hallgrímur Þorsteinsson, astoðarprestur séra Jóns Þorlákssonar, skálds á Bægisá, og Rannveig Jónsdóttir af Hvassafellsætt. Er Jónas var á níunda árinu drukknaði faðir hans í Hraunsvatni.
 

Jónas hóf nám við Bessastaðaskóla 1823, lauk stúdentsprófum 1829 og sigldi síðan til Kaupmannahafnar 1832 og hugðist stunda laganám en söðlaði fljótlega um, hóf nám í náttúrufræði við Hafnarháskóla.
 

Árið 1835 stofnuðu Jónas og félagar hans, þeir Brynjólfur Pétursson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson, ársritið Fjölni. Fjölnir setti sér það markmið að vekja þjóðina af pólitískum dvala, blása í þjóðfrelsisglóðina og upplýsa hana um það besta í skáldskap og vísindum álfunnar. Jónas varð fljótlega helsta skáld íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn og í meira en hundrað ár hefur hann almennt verið talinn ástsælasta skáld þjóðarinnar. Dagur íslenskrar tungu er haldinn á fæðingardegi Jónasar til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Hann bjó til ýmis nýyrði, m.a. aðdráttarafl, fjaðurmagnaður, hitabelti, ljósvaki, sjónarhorn, sólmyrkvi og sporbaugur.
 

Jónas lauk prófum í náttúrufræði (steinafræði og jarðfræði) við Kaupmannahafnarháskóla 1838. Hann fékk styrk úr ríkissjóði til rannsókna á náttúrufari Íslands, vann að því verki árin 1839-1842 og fór í rannsóknaferðir um landið. Jónas lenti í hrakningum í aftakaveðri síðsumars 1839 og hafði þá næstum orðið úti, fékk slæma brjósthimnubólgu og náði sér aldrei eftir það. Hann lá rúmfastur í Reykjavík nánast allan næsta vetur. Hann hélt til Kaupmannahafnar 1842 og var búsettur í Danmörku þrjú síðustu æviárin.
 

Jónas var á leiðinni heim til sín, seint um kvöld, 20. maí 1845, er hann datt í stiganum og fékk slæmt opið fótbrot fyrir ofan ökkla og var fluttur á Friðriksspítala daginn eftir.
 

Jónas lést 26. maí 1845.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 16. nóvember 2015.

 

 

 

 

Framan við heimili Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. 
 

Skráð af Menningar-Staður

15.11.2015 20:56

Úthlutun styrkja úr Lista- og menningarsjóði Ölfuss

 

Ráðhús Ölfuss 2006

Ráðhúsið í Þorlákshöfn.

 

Úthlutun styrkja úr Lista- og menningarsjóði Ölfuss
 

Á síðasta fundi menningar- og markaðsnefndar Ölfuss var gengið frá úthlutun úr Lista- og menningarsjóði sveitarfélagsins.  Sex styrkumsóknir bárust, samtals að upphæð 2.905.000 krónur. Til úthlutunar voru 315.000 krónur.

Ákveðið var að styrkja fjögur verkefni. Stærsta styrkinn hlýtur Leikfélag Ölfuss vegna sýningar sinnar Einn rjúkandi kaffibolli, sem nú er á fjölunum hjá leikfélaginu. Verkefnið fær styrk upp á 150.000 krónur.

Þá hlýtur verkefnið Síung 65.000 krónur. Það er Sigríður Guðnadóttir sem hefur haft umsjón með Síung, gerð vefsíðu um starfsemi eldri borgara í Ölfusi. Vefsíðan er mjög lifandi og metnaðarfull þar sem gerð hafa verið glæsileg myndbönd sem sýna fjölbreytt starf og tómstundir eldri borgara í Ölfusi.

Bryndís Víglundsdóttir hlýtur 60.000 króna styrk til að setja upp ljósmyndasýningu við Selvogsbraut. Myndirnar á sýningunni tengjast allar náttúrunni í Ölfusi og eiga eflaust eftir að kveikja áhuga þeirra sem skoða sýninguna, að fara um falleg svæði í sveitarfélaginu. Styrkurinn nýtist við gerð texta og þýðingar hans yfir á ensku.

Rafn Gíslason hlýtur 40.000 króna styrk vegna sýningar á auðkennum sem hann hefur hannað. Sýningin kemur til með að vera í Gallerí undir stiganum á næsta ári.

Nefndin lýsti yfir ánægju sinni með fjölda styrkumsókna og er greinilegt að áfram er þörf á sjóðnum og þeim tækifærum sem hann veitir þó upphæðin sé ekki há.

 

 


Meðal merkja sem Rafn Gíslason hefur gert er hið glæsilega

merki Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

 


Rafn Gíslason, grafískur hönnuður í Þorlákshöfn, er hér á milli þeirra;

Björns Inga Bjarnasonar t.v. og  Jóns Jónssonar t.h.

Myndin er tekin á Stokkseyrarbryggju á Bryggjuhátíð árið 2010.

 


Af  www.olfus.is
 


Skráð af Menningar-Staður

 

14.11.2015 20:50

Hljómsveitin Æfing í útrás til Berlínar

 

Hljómsveitin Æfing í Berlín. F.v.: Ásbjörn Björgvinsson, Árni Benediktsson,

Siggi Björns og sonur hans Magnús Emil og Halldór Gunnar Pálsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Hljómsveitin Æfing í útrás til Berlínar

 

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri, sem þá hét reyndar Víkingar, kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.

 

 Í hljómsveitinni Víkingum voru:  Árni Benediktsson,  Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson.

 

Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.
 

Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti.

 

Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið:

Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigurður Björnsson,

Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson,

Halldór Gunnar Pálsson og Önundur Hafsteinn Pálsson.

 
Hljómsveitin Æfing í útrás til Berlínar
 

Tuttugasta og fimmta uppákoma Hljómsveitarinnar Æfingar frá endurreisnarupphafinu magnaða þann 6. október 1990 að Efstalandi í Ölfusi var svo í Berlín, höfuðborg Þýskalands, þann 23. október sl. Tilefnið var að þann 26. júní sl. varð Siggi Björns  60 ára en þá var hann við spilamennsku á Borgundarhólmi í Danaveldi eins og hann hefur verið hvert sumar í rúman aldarfjórðung. Bauð hann því til glæsilegrar afmælishátíðar á veitingastaðnum Richenbecker MUSIK INN í Berlín föstudagskvöldið 23. október. Veitingastaðurinn var troðfullur og komu gestir víða að svo sem frá; Íslandi, Noregi, Færeyjum, Danmörku, Englandi, Austurríki og Þýskalandi.  


Siggi Björns setti hátíðina með hnittnu ávarpi og kynnti síðan dagskrá sem voru glæsileg tónlistaratriði með fólki sem hann hefur átt tónlistarlega samleið með síðustu áratugina.

 

Fyrstir á svið voru Hljómsveitin Æfing frá Flateyri sem þarna var að koma fram í fyrsta sinni á erlendri grundu. Hljómsveitinni var gríðarlega vel tekið og sérstaklega nýjum trommuleikara sem kom þarna til liðs við sveitina en það er sonur Sigga, Magnús Emil Björnsson og er hann 8 ára. Lokalagið hjá Æfingu var „Hafið eða fjöllin“ og þá risu gestir úr sætum og fögnuðu gríðarlega og minnti það á stemmninguna í Vagninum á Flateyri.


Þá lék Stórsveit Sigga Björns sem eru tónlistarlegir félagar hans til margra ára og þar var Magnús  Emil sonur hans einng á trommum.

 

Í lokin var síðan kvennahljómsveitin  GABYS sem fór á sviðið en hún er vinsælasta kvennasveit Berlínar og ætlaði allt um koll að keyra.


Daginn eftir, laugardaginn 24. október, var síðan afmælisgestunum boðið i sögugöngu um Berlin undir leiðsögn Júlíu B. Björnsdóttur frá Flateyri sem býr í Berlin og starfar m.a. við fararstjórn þar. Flestir Íslendingarnir sem komu til afmælishátíðarinnar fóru í gönguna eða rúmlega 30 manns.

Að kveldi þess 26. október bauð Júlía B. Björnsdóttir Íslendingunum, sem enn voru í Berlín, til kvöldverðar að  heimili sínu í Berlín. Í spjalli Æfingarmeðlima þar er ljóst að Hljómsveitin Æfing er ekki hætt og í stefnumótun kvöldsins er m.a farið að horfa til 50 ára afmælis Æfingar sem verður  þann 27. desember 2018. Víst er að þetta gleður hina fjölmörgu aðdáendur Æfingar.

Björn Ingi Bjarnason
Eyrarbakka.

 

 

Siggi Björns setur afmælishátíðina í Berlín.

 

 

F.v.: Árni Benediktsson og feðgarnir Siggi Björns og Magnús Emil.

 

 

Þjóðverjarnir í fjölskyldu Magnúsar Emils klöppuðu vel er hann lék með Æfingu.

 

 

F.v.: Elsa Jónsdóttir, María Árnadóttir og Svala Björnsdóttir.

 

 

Siggi Björns spjallar við elsta gestinn, langömmu Magnúsar Emilis,

Louise Thurau 95 ára og Björn Inga Bragason 4 ára.

 

 

Siggi og systkini sem komu til Berlínar. Standandi f.v.: Svala Björnsdóttir, Björn Kúld Björnsson,

Siggi Björns og Jóhann Kúld Björnsson. Sitjandi er Eydís Kúld Björnsdóttir Petersen.

 

 

Klappað fyrir Æfingu. F.v.: Björn Ágúst Jónsson, Hildur Guðnadóttir, Anna María Sigurðardóttir,

Hinrik Kristjánsson, Helga Ingibjörg Guðmundsdóttir, Svanhildur Bára Jónsdóttir,

Þorsteinn Garðarsson Ingibjörg Kristjánsdóttir og Guðbjartur Greipsson.

 

 

Og nú er risið úr sætum enda lagið „Hafið eða fjöllin“ - Guðbjartur Greipsson,

gamli rótari Æfingar, lyftir höndum af fögnuði.

 

 

Stórsveit Sigga Björns á sviðinu.

 

 

F.v.: Einar Guðbjartsson, Kristinn Halldórsson , María Árnadóttir, Elsa Jónsdóttir, 

Árni Benediktsson  og Guðrún Pálsdóttir.

 

 

F.v.: Halldór Gunnar Pálsson, Víðir Björnsson, Júlía B. Björnsdóttir,

Guðbjartur Greipsson, Árni Benediktsson, Hildur Guðnadóttir og Ásbjörn Björgvinsson.

 

 

F.v.: Ólafur Bragason, Guðbjartur Greipsson, Jóna Guðrún Haraldsdóttir, Björn Ingi Bragason og Inga Rún Björnsdóttir.

 

 

Hin frábæra þýska kvennahljómsveit í Berlín -GABYS- á sviðinu.

 

 

Feðgunum fagnað; Siggi Björns og Magnús Emil.

 

 

Gönguhópurinn með Hljómsveitinni Æfingu við Brandenborgarhliðið i Berlín.

 

 

Kvöldverðurinn 26. október. F.v.: Einar Guðbjartsson, Elsa Jónsdóttir, Árni Benediktsson,

Halldór Gunnar Pálsson, Brynja Dögg Heiðudóttir, Siggi Björns, Jóna Guðrún Haraldsdóttir,

Björn Ingi Bjarnason, Víðir Björnsson, Júlía B. Björnsdóittir og Guðrún Pálsdóttir.

Ljósm.: Inga Rún Björnsdóttir.

 

 

Myndasafn á þewssari slóð: 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/275638/
 

 

Skráð af Menningar-Staður.