Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Nóvember

13.11.2015 07:14

Kirkjan er stór á allan mælikvarða

 

 

Kirkjan er stór á allan mælikvarða

• 75 ára vígsluafmæli á Akureyri

 

„Meðal myndasmiða er kirkjan sennilega vinsælasta mótífið, svo stór hluti af bæjarmyndinni er hún. Kirkjan er stór á allan mælikvarða, bæði er arkitektúr hennar fallegur og svipsterkur og svo finnst bæjarbúum og fleirum vænt um þetta hús þar sem þeir hafa átt margar sínar stærstu stundir í sorg og gleði,“ segir séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur við Akureyrarkirkju.

Á hárréttum stað

Þess verður minnst um helgina að 75 ár eru liðin frá því Akureyrarkirkja var vígð. Það var sunnudaginn 17. nóvember árið 1940 sem þáverandi biskup Íslands, Sigurgeir Sigurðsson, vígði kirkjuna sem byggð var samkvæmt teikningum Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Var guðshúsið þá, að sögn arkitektsins, veglegasta og fegursta kirkjubygging sem nokkru sinni hafði veirð reist á Íslandi.

Allar götur síðan hefur kirkjan verið eitt helsta kennileiti bæjarins og á margan hátt miðdepill mannlífs í höfuðstað Norðurlands. Er til dæmis einhver vinsælasti viðkomustaður ferðamanna og þeir koma í kirkjuna svo tugum þúsunda skiptir á hverju ári.

„Kirkjan er á hárréttum stað í bænum og sést víða frá,“ segir séra Svavar Alfreð. Kirkjustarfið segir hann vera fjölbreytt, safnaðarlíf öflugt og athafnir margar. „Svo við færum þetta í tölur þá eru 111 krakkar í fermingarfræðslu hér í vetur og útfarir á hverju ári 80 til 90. Þeim er raunar að fjölga, enda er þjóðin að eldast. Þá er messusókn hér með miklum ágætum.“

Hátíðarmessa og tónleikar

Afmælisdagskráin í Akureyrarkirkju hefst á morgun, laugardag, með sýningum á tónlistarævintýrinu Lítil saga í orgelhúsi eftir Guðnýju Einarsdóttur orgelleikara. Sýningarnar eru kl. 13 og 14:30. Klukkan 18 á laugardeginum verður kirkjuklukkunni hringt með sama hætti og kvöldið fyrir vígsluathöfnina fyrir 75 árum.

Dagskrá sunnudagsins hefst svo með sunnudagaskóla kl. 11 og klukkan 14 er hátíðarmessa. Prestar kirkjunnar, sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Svavar Alfreð Jónsson, þjóna fyrir altari en biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Kór Akureyrarkirkju syngur ásamt kammerkórnum Hymnodiu. Eftir messu verður Kvenfélag Akureyrarkirkju með sína árlegu kaffi- og lukkupakkasölu. Á sunnudagskvöldið kl. 20 verða tónleikar í Akureyrarkirkju til styrktar Ljósberanum, líknarsjóði kirkjunnar. Þar koma fram Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar og stúlknakór og eldri barnakór kirkjunnar. Ýmislegt fleira verður svo gert á næstu mánuðum svo sem á kirkjuviku, sem verður á útmánuðum á næsta ári.

 


 

Morgunblaðið föstudagurinn 13. nóvember 2015 - Sigurður Bogi Sævarsson
 

 

Skráð af Menningar-Staður

 


 

12.11.2015 20:22

Ásmundur Friðriksson- Saga Hrekkjalómafélagsins í Vetmannaeyjum í 20 ár

 

 

Ásmundur Friðriksson -

Saga Hrekkjalómafélagsins í Vetmannaeyjum í 20 ár

 

Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina HREKKJALÓMAFÉLAGIÐ, Prakkarastrik og púðurkerlingar en bókin er skrifuð af Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni og kemur í verslanir 20 nóvember nk.. Í bókinni er fjallað um þann jarðveg sem glettni og skemmtilegur andi Eyjamanna er sprottin úr. Þá er saga Hrekkjalómafélagsins í 20 rakin í máli og myndum. Reynt er að varpa fram þeirri gleði og stemningu sem ríkti í félaginu og þeim anda sem var í samfélaginu á þessum tíma. Þá eru sögur af orginal hrekkjalómum meins og Jóni Berg Halldórssyni og Sigurði Sigurðssyni, Didda í Svanhól og fleiri góðum mönnum. Einnig er kafli um ýkjusögur frá Eyjum sem eru mjög skemmtilegar og lýsa því hvernig sögur „lagast“ í meðförum annarra.
 
 
Á bókakápu segir; Hrekkjalómafélagið í Vestmannaeyjum var landsfrægt fyrir prakkaraskap og frumleg uppátæki. Sjálfur bæjarstjórinn, forstjórar og ýmsir frammámenn í Eyjum voru fundvísir á frumlega hrekki og létu ekkert tækifæri ónotað til að stríða samferðamönnum og gera tilveruna aðeins léttbærari. Blaðurfulltrúi félagsins Ásmundur Friðriksson leysir loksins frá skjóðunni. Hrekkjalómur lagðist undir rúm brúhjóna á brúðkaupsnóttinni. Halli í Turninum fræ ís í tonnatali. Bæjarstjórahjónum er gert rúmrusk. Maggi Kristins útgerðarmaður „býður“ öllum Eyjabúum í afmæli sitt.
 
Geir Jón Þórisson lögregluþjónn handtekur formann Hrekkjalómafélagsins. Sjálfvirkur sleppibúnaður er kynntur til sögunnar með kjaftshöggi. Össur Skarphéðinsson skartar skófari á rassinum. Bæjarstjórinn prófar sjónvarpssíma. Aflaskipstjóri leikur á fakír og gengur berfættur yfir flöskubrot. Sýslumaðurinn er flengdur með svipu á Skötukvöldi. Frómakærir sómamenn eru kjörnir „Klámkóngar Eyjanna.“ Þá fá lesendur að kynnast nokkrum hrekkjalómum utan félags og fræknum ýkjumeisturum.F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ásmundur Friðriksson og Júlía B. Björnsdóttir.
Hér eru þau að Stað á Eyrarbakka.


Skráð af Menningur-Staður

12.11.2015 17:24

Hótel á Óseyrartanga

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Hótel á Óseyrartanga

• Rís á svörtum sandi á milli hafs og Ölfusárósa

 

Unnið er að skipulagi á Óseyrartanga við brúna yfir Ölfusárósa. Þar er fyrirhugað að reisa rúmlega 60 herbergja hótel.

„Þetta er ofboðslega flott staðsetning. Húsið rís upp úr svörtum sandinum. Útsýni er út á hafið og ósinn er hinum megin þannig að það er eins og haf sé beggja vegna,“ segir Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri innflutningsfyrirtækisins Makron, sem unnið hefur að verkefninu. Að því standa einstaklingar.

Lóð hótelsins er Þorlákshafnarmegin við veitingahúsið Hafið bláa, á lóð úr landi jarðarinnar Hrauns. Óseyrartangi er vinsæll viðkomustaður fólks í norðurljósaskoðun.

Nafn hótelfyrirtækisins vísar til norðurljósanna, NL hotels ehf. Kristinn segir þó margar aðrar hugmyndir í umræðunni.

Á neðri hæð hótelsins verða 60 herbergi og móttaka í miðrými. Á efri hæð, sem er yfir hluta byggingarinnar, er gert ráð fyrir fjórum svítum. Kristinn segir að framkvæmdir verði hafnar um leið og byggingarleyfi fáist. Það verði vonandi með vorinu. 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 12. nóvember 2015Skráð af Menningar-Staður

12.11.2015 14:40

Biluð fangelsi

 Páll Winkel fangelsismálastjóri.

 

Biluð fangelsi

 

Allt upp undir fimm til sex fangar á hverjum tíma eiga við einhver vandamál að stríða, til dæmis þroskaskerðingu. Þetta kom fram í máli Páls Winkel fangelsismálastjóra í föstudagsviðtalinu í síðustu viku (6. nóvember 2015). 

Mál þroskahamlaðs hollensks manns sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl, hefur verið til umræðu undanfarið. Maðurinn hefur verið í einangrun og gæsluvarðhaldi frá 28. september. Að sögn móður mannsins skilur hann ekki aðstæður sökum fötlunar sinnar. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag sagði móðirin að þótt fjölskyldan vilji ekki firra hann ábyrgð sé honum ekki fullkomlega ljóst fyrir hvað hann sé ákærður.

Páll segir að menn sem glíma við andleg veikindi eða fötlun eigi ekki að vera í fangelsi. Dæmi séu um að menn fari í geðrof í fangavistinni en sjaldgæft sé að fangar fái inni á geðdeild. „Enda er geðdeild að taka við alls konar fólki – allt frá ungu fólki sem líður illa yfir í gamalt fólk sem er þunglynt og allt þar á milli.

Ég hef fullan skilning á því að kolbrjálaður fangi, svo maður tali íslensku, passi ekki alveg inn,“ segir Páll. Vöntun er á lokaðri deild þar sem öryggisskilyrði eru uppfyllt. Umboðsmaður Alþingis hefur vakið athygli á þessari aðstöðu, og segir hana mögulega brjóta bæði gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, sé geðveikum eða fötluðum mönnum ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta. Pyntinganefnd Evrópuráðsins hefur tekið í sama streng og bent á bága geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga hér á landi. Ekkert hefur þó breyst.

Páll segir málið snúast um pólitískan vilja. Svona úrræði kostar jú peninga. Nú er yfirstandandi bygging nýs fangelsis við Hólmsheiði – hins fyrsta sem hannað er frá grunni sem fangelsi síðan 1871 á Íslandi. Áætlað er að fangelsið verði tilbúið til notkunar um páskana. Þar með batnar til muna fangelsisaðstaða fyrir konur, gæsluvarðhalds- og einangrunarvistarfanga.

En byggingin leysir á engan hátt vanda þeirra fanga sem eiga við andleg vandamál að stríða. Það gengur ekki upp að fársjúkum eða fötluðum mönnum sé ekki veitt þjónusta við hæfi. Menn sem sitja af sér refsivist í fangelsi eiga alveg nógu erfitt meðan á dvöl þeirra stendur þótt mannréttindi þeirra séu ekki brotin samhliða.

Í mars sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra á Alþingi að til greina kæmi að vista þessa fanga á Hólmsheiði en einnig sé til umræðu að útbúa aðstöðu fyrir þá á Litla-Hrauni á sérstakri sjúkradeild. Þetta verði ákveðið þegar í ljós komi hvernig skipulagsmálum verður háttað eftir að fangelsið á Hólmsheiði verður tekið í gagnið.

Skýrsla umboðsmanns kom út árið 2013. Ábendingar Pyntinganefndar Evrópuráðsins komu einnig út árið 2013. Ekkert hefur gerst síðan, þrátt fyrir að þá hafi löngu legið fyrir að aðstaðan fyrir þessa fanga væri óviðunandi. Fyrir liggur, samkvæmt þessum svörum ráðherra, að engin lausn er í sjónmáli fyrr en í það minnsta eftir páska og líklegt að þegar skipulag fangelsismálanna skýrist með nýju fangelsi þurfi nokkurn tíma til að koma deildum og úrræðum á legg.

Á meðan situr hollenski fanginn inni og skilur ekki af hverju.

 

Image result for páll winkel

Páll Winkel.Skoðun  (leiðari)  Fréttablaðsins miðvikudaginn 11. nóvember 2015
 

Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri

 
 
 


Skráð af Menningar-Staður

11.11.2015 22:26

HeimaAðhlynning

 

Gróa Skúladóttir

Gróa Skúladóttir.

 

HeimaAðhlynning

 

HeimaAðhlynning er einkarekin sjúkraliðaþjónusta í neðanverðri Árnessýslu fyrir eldri borgara, fatlað fólk og aðra sem þurfa aðstoð heima fyrir í lengri eða skemmri tíma.

Lögð er áhersla á persónulega og sveigjanlega þjónustu með það að markmiði að mæta þörfum einstaklingsins sem best, þannig að hann hafi tækifæri til að búa á sínu eigin heimili sem lengst.

Gróa Skúladóttir, sjúkraliði á Eyrarbakka, stofnaði sjúkraliðaþjónustuna HeimaAðhlynningu sumarið 2015. Gróa hefur langa og fjölþætta reynslu af ummönnunarstörfum hjá mörgum stofnunum og var um árabil forstöðukona dvalarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka, en hefur undanfarin ár starfað á hjúkrunarheimilinu að Kumbaravogi á Stokkseyri.

Gróa hefur leyfi Landlæknisembættisins til að bjóða upp á sjálfstæða sjúkraliðaþjónustu. Hún er reiðubúin til þess að kynna þjónustuna frekar með heimsókn, símtali eða með tölvupósti.

Síminn er 661 4336; netfangið er heimaadhlynning@eyrarbakki.is; og vefsíða með nánari upplýsingum er www.heimaadhlynning.wordpress.com.

Af wwww.hafnarfrettir.isSkráð af Menningar-Staður

11.11.2015 17:04

Prakkarastrik og púðurkellingar

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson, Júlía B. Björnsdóttir og Siggeir Ingólfsson.
 

Prakkarastrik og púðurkellingar

 

Ásmundur Friðriksson þingmaður er búinn að skrifa nýja bók, sem er að koma út. Bókaútgáfan Hólar gefur bóina út. 

 

Að þessu sinni fjallar Ásmundur um Hrekkjalómafélagið-prakkarastrik og púðurkellingar.

Hér er sögð saga þesa merka félagsskapar sem lifði góðu lífi í Vestamannaeyjum í ein 20 ár.

Þetta verður örugglega skemmtileg frásög enda með ólíkindum hvað félagarnir gátu látið sér detta í hug til að hrekkja og grínast svolítið. 

Skráð af Menningar-Staður

 

11.11.2015 11:52

FERÐAMENN Í OKTÓBER SLÁ ÖLL FYRRI MET

 

Ánægðir ferðamenn við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

FERÐAMENN Í OKTÓBER SLÁ ÖLL FYRRI MET

 

Ferðamenn í október 3003-2015Um 99 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 32 þúsund fleiri en í október á síðasta ári. Aukningin nemur 48,5% milli ára og hefur hún ekki mælst svo mikil milli ára í október frá því Ferðamálastofa hóf talningar. Fjöldinn frá áramótum er nú kominn vel yfir eina milljón.

Aukning alla mánuði ársins

Aukning hefur verið alla mánuði ársins á milli ára, þó aldrei jafn mikil og nú í október. Aukningin var 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí, 24,2% í júní, 25,0% í júlí, 23,4% í ágúst og 39,4% í september.

10 fjölmennustu þjóðerni í október 2015

Þrír fjórðu ferðamanna í október af tíu þjóðernum

Um 75% ferðamanna í október síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 24,4% af heildarfjölda og næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn (16,3%). Þar á eftir fylgdu síðan Norðmenn (6,3%), Þjóðverjar (5,8%), Danir (5,0%), Kínverjar (4,4%), Svíar (3,7%), Kanadamenn (3,6%), Frakkar (3,0%) og Pólverjar (2,2%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum, Þjóðverjum, Kínverjum og Pólverjum mest milli ára í október en 7.891 fleiri Bretar komu í október í ár en í fyrra, 7.568 fleiri Bandaríkjamenn, 2.462 fleiri Þjóðverjar, 2.330 fleiri Kínverjar og 1.227 fleiri Pólverjar. Þessar fimm þjóðir báru uppi 66,5% aukningu ferðamanna í október.

Fjöldi ferðamanna í október á tímabilinu 2002-2015

Ferðamenn eftir markaðssvæðumFerðamönnum í október hefur fjölgað verulega frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli árið 2002 og þá einkum síðastliðin fimm ár. Heildarfjöldi ferðamanna í októbermánuði hefur t.a.m. nærri þrefaldast frá 2010 og munar þá mestu um aukningu Breta og Bandríkjamanna og þeirra sem flokkast undir ,,önnur þjóðerni“ sem hafa nærri fjórfaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu hafa á sama tíma nærri þrefaldast og Norðurlandabúar nærri tvöfaldast.

Um 1,1 milljón ferðamanna frá áramótum

Það sem af er ári hafa 1.108.986 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 254.371 fleiri en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 29,8% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum nema Norðurlöndunum sem hafa staðið í stað. Aukningin hefur verið 51,7,% frá N-Ameríku, 31,0% frá Bretlandi, 21,2% frá Mið- og S-Evrópu og 40,6% frá öðrum löndum sem ekki eru talin sérstaklega og flokkast undir ,,annað“.

Ferðir Íslendinga utan

Um 45 þúsund Íslendingar fóru utan í október síðastliðnum eða um 3.700 fleiri en í október árið 2014. Frá áramótum hafa 381.458 Íslendingar farið utan eða 42.038 fleiri en á sama tímabili árið 2014.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð þannig að inn í tölunum eru erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Tafla yfr fjölda ferðamanna í október 2015


 

Af www.ferdamalastofa.is


 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

11.11.2015 09:31

Kirkjuráð Hrútavina í Dómkirkjunni í Berlín

 

 


Kirkjuráð Hrútavina í Dómkirkjunni í Berlín

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi sótti kvöldmessu í Dómkirkjunni í Berlín að kveldi sunnudagsins 25. október 2015.

 


 


 

 

Skráð af Menningar-Staður

10.11.2015 07:05

Tæknin tefur fyrir frágangi fangelsis á Hólmsheiði

 

Fangelsið á Hólmsheiði. Ljósm.: Morgunblaðið/RAX

 

Tæknin tefur fyrir frágangi fangelsis á Hólmsheiði

Vegna vandkvæða við uppsetningu tæknibúnaðar er búist við að frágangur nýs fangelsis á Hólmsheiði tefjist um nokkra mánuði. Áætlanir gerðu ráð fyrir að fangelsið yrði tekið í gagnið í janúar næstkomandi en nú lítur út fyrir að rekstur þess geti ekki hafist fyrr en í aprílmánuði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Morgunblaðið að huga þurfi að mörgu við uppsetningu tæknibúnaðarins og að framkvæmdin sé að ýmsu leyti flókin. „Þetta átti að komast í gagnið í janúar en nú vonast ég til að við getum tekið við fyrstu föngunum í apríl ef allt gengur eftir. Það verður ekki fyrr en svo. Þangað til er unnið á fullum afköstum að því að klára bygginguna. Við höfum ekki gert þetta í nærri 150 ár og þetta tekur tíma,“ segir Páll og vísar þar til byggingar Hegningarhússins árið 1871, sem er síðasta fangelsið sem var hannað frá grunni hér á landi. „Hólmsheiðarfangelsið verður mjög tæknivætt og húsnæðið sem slíkt verður virkilega öruggt. Af þeim sökum er þetta kannski flóknara en við áttum von á.“

Morgunblaðið þriðjudagurinn 10. nóvember 2015

Skráð af Menningar-Staður

09.11.2015 07:19

Fangelsismál í algjöru öngstræti

 

Páll Winkel fangelsismálastjóri. - VÍSIR/ANTON

Fangelsismál í algjöru öngstræti

Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður afhent í byrjun næsta árs, en lítið sem ekkert fjármagn er til staðar til reksturs fangelsisins, samkvæmt því sem Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í Fréttablaðinu í dag. (föstudaginn 6. nóv. 2015) Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, skorar á innanríkisráðherra að leggja til aukið fé til fangelsismála í annarri umræðu fjárlaga.

„Ég gladdist mjög að sjá hækkun í málaflokknum en svo kemur það í ljós við vinnslu fjárlagafrumvarpsins að þetta er aukning upp á 75 milljónir sem fara beint til borgarinnar í formi fasteignagjalda. Við sjáum bara að þetta er komið út í algjöra vitleysu,“ segir Vigdís. 

Hún er þó um leið gagnrýnin á byggingu fangelsisins á Hólmsheiði. „En þetta er kannski líka dæmigert um íslenska meðvirkni að byggja fangelsi fyrir langt yfir 2000 milljónir og svo þegar farið er að sjá fyrir lokin á því þá er ekkert fé til að borga starfsfólkinu til þeirrar starfsemi sem þar á að vera inni.“

 

Fangelsismálastjóri gagnrýnir í Fréttablaðinu í dag að pólitískan vilja skorti til að gera langtímaáætlun í fangelsismálum, því árangurinn sjáist ekki á einu kjörtímabili. Vigdís tekur undir með honum að umbóta sé þörf. 
Hún gagnrýnir forgangsröðun á fjárlögum og bendir á að auknu fé hafi verið veitt til dómsmála og rannsóknaraðila, en hafa verði í huga að afurðin af því lendi á fangelsismálastofnun og fangelsunum í landinu.

„Ég er mjög velviljuð fyrir því að við setjum frekara fjármagn til reksturs fangelsana því ég tel að þetta sé komið að öryggismörkum núna, starfsöryggi fangavarða. Líka út af því að það er búið að loka tveimur fangelsum og það er að hlaðast upp mikill biðlisti til afplánunnar sem er í eðli sínu mannréttindabrot fyrir þá sem þurfa að taka út sína refsingu. Þannig að málaflokkurinn er kominn í algjört öngstræti.

 


 

Vigdís Hauksdóttir.Af www.visir.is

Skráða f Menningar-Staður