Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Nóvember

07.11.2015 10:02

Gröfutækni bauð lægst í strandstíginn

 Eyrarbakki. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

Gröfutækni bauð lægst í strandstíginn

 

Gröfutækni ehf á Flúðum bauð lægst í gerð strandstígsins milli Stokkseyrar og Eyrarbakka sem ljúka á við næsta vor.

 

Sex verktakar buðu í verkið og hljóðaði tilboð Gröfutækni upp á tæpar 17,5 milljónir króna. Kostnaðaráætlun sveitarfélagsins er rúmar 19,9 milljónir króna.

 

Tvö tilboð voru undir kostnaðaráætlun en næst lægsta tilboðið var frá Borgarverki ehf. Tæpar 18,9 milljónir króna.

 

Aðrir sem buðu í verkið voru Þjótandi ehf tæpar 21,5 milljónir, Fögrusteinar ehf tæpar 23,3 milljónir, Gröfuþjónusta Steins ehf rúmar 23,3 milljónir og Skúli Ævarr Steinsson rúmar 23,8 milljónir.

 

Verkið felur í sér uppbyggingu á göngustíg milli Stokkseyrar og Eyrarbakka. Stígurinn liggur frá gamla ruslahaugaveginum við Eyrarbakka að sjóvarnargarði rétt við Hraunsá.

 

Stígurinn liggur um gróin tún, eftir gömlu fráveitulagnastæði og einnig um mýrlendi að hluta. Að auki liggur stígurinn um svæði þar sem líkur eru á fornminjum. Á því svæði er skylda að það sé viðstaddur eftirlitsmaður meðan grafið er fyrir neðra burðarlaginu.

 

Hluti verksins skal unnin á árinu 2015 en heildarverklok eru 17. maí 2016.Stokkseyri. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

Af www.sunnlenska.is

Skráða f Menningar-Staður

05.11.2015 07:09

Kirkjuráð Hrútavina fundaði á Kastrup

 

 

 

Kirkjuráð Hrútavina fundaði á Kastrup


Helmingur Kirkjuráðs Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi var á dögunum á ferð um Þýskaland og Danmörku.

Farið var í nokkrar kirkjur og meira um það síðar.

Kirkjuráðsmennirnir Björn Ingi Bjarnason og Hannes Sigurðsson funduði í lok ferðar á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn.Skráð af Menningar-Staður
 

04.11.2015 06:35

Kynningarfundur um kjarasamning - Selfoss

 

 

Kynningarfundur um kjarasamning SFR - Selfoss

 

Dagsetning:

4. nóvember 2015

Staðsetning:

Tryggvaskáli Selfossi kl 16:00

 

Opinn kynningarfundur um kjarasamning SFR og ríkisins verður haldinn í Tryggvaskála Selfossi miðvikudaginn 4. nóvember kl. 16:00.

 

Félagsmenn á svæðinu sem vinna hjá ríkinu eru hvattir til að koma og kynna sér efni samningsins.

Af heimasíðu SFR

 
Skráð af Menningar-Staður

03.11.2015 21:07

Byggð og samfélag í Árnessýslu á 18. öld

 

 

Byggð og samfélag í Árnessýslu á 18. öld

 

Málstofa um byggð og samfélag í Árnessýslu á 18. öld

í Húsinu á Eyrarbakka 5. nóvember kl. 19

 

Byggðasafn Árnesinga og Sögufélag Árnesinga í samvinnu við Háskóla Íslands efna til málstofu um byggð og samfélag í Árnessýslu á 18. öld. Málstofan er hluti af námskeiði í sagnfræði og munu sex sagnfræðinemar greina frá rannsóknum sínum um efnið. Kennari námskeiðsins er Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur. Málstofan hefst kl. 19 og eru allir velkomnir og frítt inn. Fundarstjóri er Baldur Þór Finnsson sagnfræðinemi.

 

Dagskrá

19:00: Setning málþings.

19:10-19:30

Harpa Rún Ásmundsdóttir: Almenna verslunarfélagið á Eyrarbakka 1764-1774.

Eignir félagsins, umsvif kaupmanna og samskipti við Íslendinga.

19:30-19:50

Arnfríður I. Arnmundsdóttir: Veturseta kaupmanna á Eyrarbakka frá 1765.

Áhrif vetursetunnar á byggð og samfélag í Stokkseyrarhreppi.

19:50-20:10

Guðríður S. Óskarsdóttir: Kona í þorpi. Lífið á verslunarstað skoðað út frá

lífi Ingveldar “ekkju” Láritsdóttur (1720-1770) frá Eyrarbakka.

Kaffihlé 20:10-20:30

20:30-20:50

Ólafía Þyrí Hólm Guðjónsdóttir: Óboðinn gestur. Afkoma fólks í fjárkláðanum fyrri.

20:50-21:10

Guðmundur A. Guðmundsson: Skaftáreldar og Móðuharðindi.

Einföld söguskýring eða margbreytilegir þættir.

21:20-21:30

Aðalsteinn Vestmann: Móða mikil og mannafellir.

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við hamförum 18. aldar.

 

Byggðasafn Árnesinga                     Sögufélag Árnesinga

AF: www.husid.com


 

Skráð af Menningar-Straður.

03.11.2015 12:45

Björgvin G. Sigurðsson ráðinn ritstjóri Suðra

 

Björgvin G. Sigurðsson

 

Björgvin G. Sigurðsson ráðinn ritstjóri Suðra
 

Björgvin G. Sigurðsson hefur verið ráðinn ristjóri sunnlenska héraðsfréttablaðsins Suðra, sem gefið er út af Pressunni ehf. Björgvin hefur mikla reynslu af ritstörfum og ritstjórn, bæði sem ritstjóri og blaðamaður og á vettvangi stjórnmálanna um langt árabil.

Hann ritstýrði m.a. Stúdentablaðinu, blaði Félagsstofnunar Stúdenta, Menningarpressunni og fjölda sérblaða fyrir flokka og félagasamtök. Þá starfaði hann sem blaðamaður á Vikublaðinu og Mannlífi um skeið.  Árið 2010 skrifaði Björgvin bókina Stormurinn – reynslusaga ráðherra sem Nýtt land gaf út.

Suðri er nýtt héraðsfréttablað sem byggir á grunni blaðsins Selfoss. Suðra verður dreift á öll heimili á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum og kemur út a.m.k. tvisvar í mánuði. Útgefandi þess er Björn Ingi Hrafnsson. Auglýsingastjóri er Ámundi Ámundason. Framkvæmdastjóri er Arnar Ægisson.

Þetta nýja starf leggst vel í mig og er þakklátur fyrir skemmtilegt tækifæri til að spreyta mig við ritstjórn að nýju. Ég hef ágæta reynslu af ritstörfum og mikla ánægju af þeim. Þangað stefndi hugurinn alltaf enda verið viðloðandi skriftir og útgáfu frá unga aldri. Reynslan spannar allt frá því að ritstýra miðlum á borð við Stúdentablaðið og Menningarpressunni til þess að skrifa bók.

Björgvin segir markmiðið að gefa út metnaðarfullt og sanngjarnt fréttablað sem birtir fréttir og frásagnir úr héraðinu, auk viðamikilla viðtala og frétta af vettvangi sveitarstjórna, menningar, mannlífs og landsmála sem tengjast svæðinu.

Menningin mun fá mikið vægi enda blómlegt mjög. Ég er viss um að það er gott rými fyrir sanngjarnt og yfirvegað blað sem leggur sig fram um að segja frá fólki og atburðum með gagnrýnum en hófstilltum hætti. Þetta verður vonandi skemmtilegt blað sem margir sjá ástæðu til að birta aðsent efni í. Þannig sköpum við lifandi og hressilegan vettvang fyrir gott héraðsblað. Það er spennandi að spanna Eyjarnar líka. Þar er mikil deigla sem er gaman að fylgjst með og segja frá,

segir Björgvin um ritstjórastarfið hjá Suðra. Fyrsta blað hins nýja ritstjóra kemur út á næstu dögum.

Af www.pressan.is

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.