Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Desember

31.12.2015 07:15

Áramótabrennur í Sveitarfélaginu Árborg

 

Áramótabrennur í Sveitarfélaginu Árborg

.

Áramótabrennur í Sveitarfélaginu Árborg

 

Áramótabrennur í Sveitarfélaginu Árborg verða með hefðbundnu sniði en kveikt verður á eftirfarandi stöðum þann 31. desember nk. ef veður leyfir.


*Á gámasvæðinu, Víkurheiði á Selfossi kl. 16:30
*Við Hafnarbrú á Eyrarbakka kl. 20:00
*Við Arnhólma á Stokkseyri kl. 20:00

 

Fólk er hvatt til að fylgjast með fréttum ef veðurspáin lítur illa út.

Af www.arborg.is

 Skráð af Menningar-Staður

 

31.12.2015 06:31

"Allrahanda menning" veitir 10 milljónir í menningarstyrk

 

 

Í stjórn „Allrahanda menningarsjóðsins „ eru:  
F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Guðmundur Sigurðsson, Reynir Traustason, Sigurdór Sigurðsson

og Þórir Garðarsson.

 

„Allrahanda menning“ veitir 10 milljónir í menningarstyrk

 

Í fyrradag, þriðjudaginn 29. desember 2015, kom stjórn sjóðsins „Allrahanda menning“ saman í Múlakaffi í Reykjavík til úthlutunar menningarstyrkja á árunum 2016 – 2020.

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi fékk 10 milljónir til mannlífs- og menningarstarfs. Er þetta framhald á stuðningi sjóðsins við Hrútavinafélagið á árunum 2010 – 2015 sem var þá 5 milljónir. 

 

Hrútavinafélagið Örvar er; félags-, mannlífs- og menningarlegt samafl brottfluttra Vestfirðinga og heimamanna á Suðurlandi og hefur hin gjörva hönd félagsins komið víða að málum mannlífinu til heilla.

 

Í stjórn „Allrahanda menningarsjóðsins „ eru: Björn Ingi Bjarnason, Guðmundur Sigurðsson, Reynir Traustason, Sigurdór Sigurðsson og Þórir Garðarsson.

 

Hrútavinafélagið Örvar þakkar þennan mikla stuðning og er þegar hafin stefnumótun menningarstarfs á tímabilinu 2016 – 2020.

 

Myndirnar eru frá fundinum í Múlakaffi og sérstakir gestir fundarins í lokin voru Hrútavinirnir í Noregi þau Svanhildur Guðmundsdóttir og Sigurður Skagfjörð Ingvarsson.

 


F.v.: Sigurður Skagfjörð Ingvarsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Sigurðsson,

Reynir Traustason, Sigurdór Sigurðsson og Þórir Garðarsson. 

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

30.12.2015 23:38

Eyrarrósin 2016 auglýsir eftir umsóknum

 Forsetasetrið að Bessastöðum. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

Eyrarrósin 2016 auglýsir eftir umsóknum

 

Eyrarrósin verður veitt í tólfta sinn snemma árs 2016, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.

Tíu verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar ásamt peningaverðlaunum og flugmiðum frá Flugfélagi Íslands.

Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur verðlaun að upphæð 1.650.000 krónur.

Frú Dorrit Moussaieff, forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar.

Umsóknum skal fylgja:

 • Lýsing á verkefninu
 • Tíma- og verkáætlun
 • Upplýsingar um aðstandendur
 • Fjárhagsáætlun

Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. janúar 2016 og verður öllum umsóknum svarað. Þær skulu sendar með tölvupósti til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið eyrarros@artfest.is

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Listahátíðar í síma 561–2444 og á vefsvæði Eyrarrósarinnarwww.listahatid.is/eyrarrosin

eyrarrósin

Skráð af Menningar-Staður

29.12.2015 22:06

Hjallastefnan á Seltjarnarnesi

 

.

 

Hjallastefnan á Seltjarnarnesi

Að morgni 29. desember 2015


Myndalbúm hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276467/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

.

 

28.12.2015 17:50

Starfsemi Byggðasafns Árnesinga

 

 

Starfsemi Byggðasafns Árnesinga

 

Uppbygging í Kirkjubæ, 250 ára afmæli Hússins á Eyrarbakka, sýning í Þuríðarbúð og sumarsýning um Selvog er það sem helst er á baugi hjá Byggðasafni Árnesinga um þessar mundir.  Víst er að verkefni safnsins eru margvísleg og sum taka lengri tíma en önnur.

 

Við safnið starfa tveir starfsmenn í fullu starfi við að reka safnið og njóta viðbótarstarfkrafta yfir sumarið til að halda söfnunum á Eyrarbakka opnum.  Söfnin á Eyrarbakka eru opin allt árið en áhersla er lögð á aðsóknina yfir sumarmánuðina þar sem komið er að opnum dyrum í fimm mánuði en eftir samkomulagi á öðrum tímum.  Um fimm þúsund gestir koma til okkar árlega en yfir sumarið er stærstur hluti gesta af erlendu bergi brotið. 

 

Hjá safninu fer fram öflugt innra starf. Við safnið fer fram stöðug söfnun á munum sem vert er að varðveita.  Er það í samræmi við hlutverk safnsins samkvæmt stofnskrá en þar segir: „Hlutverk Byggðasafns Árnesinga er að safna, skrá, varðveita, forverja og rannsaka minjar um byggða-, menningar- og atvinnusögu Árnessýslu og kynna þær almenningi.“ Safnað er eftir söfnunarstefnu. Skráð er í gagnagrunninn Sarp sem sýnilegur er á www.sarpur.is. Við safnið fer jafnframt fram forvarsla, rannsóknir, ráðgjöf, upplýsingagjöf, umsýsla í geymslum, undirbúningur og gerð sýninga, frágangur sýninga og útlán. Safnið hefur miðlað á sýningar í héraðinu og er að finna gripi frá safninu á ýmsum stöðum þar sem komið hefur verið upp sýningum á vegum sveitarfélaga, samtaka og einstaklinga.

Gamalt faktorssetur í gamalli byggð


Á Eyrarbakka hefur tekist að varðveita gömlu byggðina. Gömlu húsin eru byggð á tímabilinu 1765 til 1930 og setja sterkan svip á þennan gamla verslunarstað sunnlendinga. Þar eru engar eftirlíkingar eða tilgátuhús heldur ekta gömul byggð sem gera Eyrarbakka að einum mest aðlaðandi bæ landsins.  Sérstaklega hefur tekist vel að varðveita lítil alþýðuhús sem byggð voru af vanefnum á sinni tíð og hefur verið sagt um eitt tiltekið hús að ótrúlegt hafi verið að tekist hafi að búa til svo mikla fegurð úr svo mikilli fátækt.
Sem fyrr er Húsið á Eyrarbakka miðpunktur þorpsins ásamt Eyrarbakkakirkju. Grunnsýning og aðalaðsetur safnsins er í Húsinu sem var kaupmannssetur frá 1765 til 1927. Í Húsinu mættust  tveir menningarheimar, annarsvegar dönsk borgarmenning og hinsvegar íslensk bændamenning. Húsið var landsfrægt fyrir íbúa þess og áhrifa þeirra á mannlífið en á sviði tónlistar reis reisn Hússins hæst og fjölmargar frásagnir og sögur til um tónlistarleg áhrif frá Húsinu. Viðbyggingin Assistentahúsið er frá 1881. Hnignun var í verslun á 3. áratug síðustu aldar, húsið hætti að hýsa kaupmenn og fjölskyldur þeirra. Húsinu var bjargað af efnuðum hjónum úr Reykjavík en síðasti íbúi Hússins var Auðbjörg Guðmundsdóttir sem seldi Ríkissjóði árið 1992. Frá 1995 hefur Byggðasafn Árnesinga verið með starfsemi sína þar. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka


Öld er síðan Steinn Guðmundsson skipasmiður í Steinsbæ á Eyrarbakka smíðaði Farsæl, tólfróinn teinæring, sem er stærsti og merkasti gripur Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka.  Steinn smíðaði tæplega 400 báta og skip á sinni löngu starfsævi.  Af þeim er Farsæll einn eftir en það var Sigurður Guðjónsson á Litlu-Háeyri sem á heiðurinn af því að koma upp Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Það var í hans einkaeigu til 1987 að hann gaf það Eyrarbakkahreppi. Þá tók við umsjón þess Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræðingur sem skráði munina og mótaði sýningarhald.  Í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka er sögð saga atvinnuvega við ströndina með áherslu á Eyrarbakka en sjóminjar eru þar í öndvegi. Beitingaskúrinn við Óðinshús tilheyrir einnig Sjóminjasafninu á Eyrarbakka  og er hafður til sýnis. 
 


Rjómabúið og Þuríðarbúð


Byggðasafn Árnesinga er  aðili að rekstri Rjómabúsins á Baugsstöðum. Rjómabúið á Baugsstöðum er til staðar í landi Baugsstaða í fyrrum Stokkseyrarhreppi. Það var starfrækt frá 1905 til 1952 lengst allra rjómabúa á landinu og hefur varðveist í upprunalegri mynd. Helsta verkefni við Rjómabúið á Baugsstöðum er að skipta um klæðingu á veggjum og þaki. Nýtur rjómabúið styrkja frá Húsafriðunarsjóði og má áætla að verkið taki nokkur ár, en ein og ein hlið er tekin í gegn hverju sinni.  Rjómabúið er opið um helgar í júlí og ágúst og eftir samkomulagi á öðrum tímum.  Byggðasafn Árnesinga varðveitir muni Þuríðarbúðar á Stokkseyri. Á árinu var lokið við viðgerð á sjóbúðinni og raflýsing endurbætt.  Til stendur að færa meira líf í búðina og bæta miðlun. 

 

Góð heimsókn frá Washington-eyju


Haustið 2014 var í Assistentahúsinu opnuð sýning um Sunnlenska vesturfara hönnuð af Hildi Hákonardóttur.  Þar er greint frá Vesturheimsferðum allt frá Bjarna Herjólfssyni til Halldórs Einarssonar frá Brandshúsum. Upphaf Vesturheimsferða má rekja til Hússins á Eyrarbakka en danskur verslunarþjónn fór um 1865 vestur um haf og skrifaði gamla vinnuveitandanum sínum á Eyrarbakka bréf þar sem hann lýsti dásemdum þess að flytja til Vesturheims. Fór það svo að tveir hópar fóru frá Eyrarbakka árin 1870 og 1872 og voru það fyrstu skipulögðu ferðir vestur um haf. 

Nokkuð er um það að fólk ættað úr héraðinu leiti upprunans. Húsið á Eyrarbakka fékk góða heimsókn fimmtudaginn 11. júní sl.  Þá voru á ferð Richard Purington og fjölskylda, en kona hans er Vestur-Íslendingurinn Mary Purington fædd Ricther, afkomandi Árna Guðmundssonar frá Litla-Hrauni sem fór vestur um haf árið 1870 í fyrsta hópnum sem fór frá Íslandi. Fjölskyldan er búsett á Washington-eyju á Michigan-vatni og reka þar ferjufyrirtæki milli eyjar og lands. Ein ferjan heitir Eyrarbakki og var tekin í notkun 1973. Til að gefa ferjunni nafn á sínum tíma var vatn sótt yfir hafið í brunn á Eyrarbakka. Purington-fjölskyldan skoðaði söfnin  og snæddur var léttur hádegisverður í Kirkjubæ. Þar afhenti  Hulk Purington sonur Richards safninu gamlan björgunarhring af ferjunni Eyrarbakki. Björgunarhringurinn sem kyrfilega er merktur nafni ferjunnar er til sýnis í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka.Kirkjubær


Vel gengur að setja upp sýningu í Kirkjubæ. Kirkjubær var byggður 1920 og er dæmigert alþýðuhús  byggt af vanefnum af fátæku verkafólki. Í Kirkjubæ verður sýning sem sýnir inní heim alþýðufólks um 1930 og verður gott mótvægi við höfðingjaheimilið Húsið sem er aðalsýningarhúsnæði og næsti nágranni við Kirkjubæ. Sýningin verður samtvinningur af hefðbundinni uppsetningu á heimili og sýningu með vísun á veröldina utan veggja heimilis. Þannig gefst safninu gott færi til að varpa fram áhugaverðum gripum í breiðu samhengi  og ákveðið frelsi við framsetningu. Starfsmenn safnsins sjá um uppsetningu en hafa notið ráðgjafar Sylvíu Kristjánsdóttur hönnuðar og Hjörleifs Hjartarsonar textahöfundar.  Stefnt er að opnun um næstu páska.   
 


250 ára afmæli Hússins


Í heilsíðu grein undiritaðs í Dagskránni 6. ágúst sl. var greint frá afmælishaldi Hússins á Eyrarbakka en það var fyrir 250 árum eða sumarið 1765 að Húsið var reist. Jens Lassen hét fyrsti kaupmaðurinn í Húsinu en hann var mikill bóndi en síður kaupmaður. Í tilefni 250 ára afmælis Hússins var boðað til afmælishátíðar þann 9. ágúst kl. 14 og var aðsókn meiri en búist var við sem sýnir hvaða sess þessi aldna og virðulega bygging hefur  í huga fólks. Mannfjöldi fór að safnast í Húsið upp úr hálf tvö, rétt fyrir tvö var ákveðið að halda dagskrána í Eyrarbakkakirkju. Fjölmörg erindi og ávörp voru flutt á hátíðardagskránni sem tókst með ágætum. Síðan var gestum boðið í Húsið þar sem hlýða mátti á tónlist tengda  Húsinu og snæða veitingar. Gleði og ánægja ljómaði af hverju andliti þrátt fyrir þrengsli en talið er að um 200 manns hafi sótt samkomuna.

Að lokum


Hér hef ég stiklað á stóru um ýmislegt í starfi Byggðasafns Árnesinga um þessar mundir. Margt  fleira en það sem nefnt hefur verið hér hefur borið að safninu eins og málverkasýning Jóns Inga Sigurmundssonar um páskana, leikþáttur Sejer Andersen í Sjóminjasafninu í apríl, sýningin Konur, skúr og karl í borðstofu Hússins um sumarið, þátttaka í bæjar- og menningarhátíðum, samstarf við Bakkastofu, sýning á altarisdúkum í nóvember svo lengi mætti telja.  
Litið er björtum augum til næsta árs. Verkefnin verða fjölbreytt. Við munum m.a. gera dulúð Selvogs skil á sýningu í safninu um sumarið og ef allar áætlanir standast verður ný viðbót við safnið Kirkjubær opnaður gestum. 

Lesendum óska ég gleðilegrar jólahátíðar og þakka samstarfið á árinu sem er að líða. 

Eyrarbakka,  4. desember 2015
Lýður Pálsson, safnstjóri 

 

Húsið 250 ára. Mynd/husid.com

Frá 250 ára afmæli Hússins á Eyrarbakka. Ljósm.: BIB

.

Húsið afmæli 2

Valgeir Guðjónsson, Linda Ásdísardóttir, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Lýður Pálsson. Mynd/husid.com

 


Skráð af Menningar-Staður

 

28.12.2015 08:54

81.600 FERÐAMENN Í NÓVEMBER

 

 

81.600 FERÐAMENN Í NÓVEMBER

 

Um 81.600 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nóvember síðastliðnum (2015) samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 20.700 fleiri en í nóvember á síðasta ári. Aukningin nemur 34,1% milli ár. Fjöldi erlendra ferðmanna er þar með kominn í um 1,2 milljónir frá áramótum.

Ferðamenn í nóvember 2015

Aukning eftir mánuðum:

 • 34,5% í janúar
 • 34,4% í febrúar
 • 26,8% í mars
 • 20,9% í apríl
 • 36,4% í maí
 • 24,2% í júní
 • 25,0% í júlí
 • 23,4% í ágúst
 • 39,4% í september
 • 49,3% í október
 • 34,1% í nóvember
    

Bretar og Bandaríkjamenn 55% ferðamanna

10 fjölmennustu þjóðerni í nóvember 2015Um 78% ferðamanna í nóvember síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bretar voru langfjölmennastir eða 35,5% af heildarfjölda og næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn (18,8%). Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar (3,8%), Norðmenn (3,6%), Danir (3,6%), Svíar (3,2%), Frakkar (2,8%), Kanadamenn (2,8%), Japanir (1,9%) og Hollendingar (1,9%). 

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum og Bandaríkjamönnum mest milli ára í nóvember en um 9.300 fleiri Bretar komu í nóvember í ár en í fyrra og um 5.600 fleiri Bandaríkjamenn. Þessar tvær þjóðir báru uppi 71,7% aukningu ferðamanna í nóvember.

Fjöldi ferðamanna í nóvember á tímabilinu 2002-2015

10 fjölmennstu þjóðerniFerðamönnum í nóvember hefur fjölgað verulega frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli árið 2002 og þá einkum síðastliðin fjögur ár. Þannig hefur heildarfjöldi ferðamanna í nóvembermánuði nærri fjórfaldast frá árinu 2011 og munar þá mestu um aukningu Breta sem hafa meira en fimmfaldast, N-Ameríkana sem hafa fjórfaldast og þeirra sem flokkast undir ,,önnur þjóðerni“ sem hafa fjórfaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu hafa á sama tíma ríflega tvöfaldast og Norðurlandabúar nærri tvöfaldast.

Um 1,2 milljón ferðamanna frá áramótum

Það sem af er ári hafa 1,2 milljónir erlendra ferðamanna farið frá landinu eða um 275.600 fleiri en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 30,1% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum nema Norðurlöndunum sem hafa staðið í stað. Aukningin hefur verið 51,1% frá N-Ameríku, 33,0% frá Bretlandi, 20,5% frá Mið- og S-Evrópu og 41,4% frá öðrum löndum sem ekki eru talin sérstaklega og flokkast undir ,,annað“.

Ferðir Íslendinga utan

Um 35.700 Íslendingar fóru utan í nóvember síðastliðnum eða um 3.200 fleiri en í nóvember árið 2014. Frá áramótum hafa um 417.400 Íslendingar farið utan eða um 45.500 fleiri en á sama tímabili árið 2014.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð þannig að inn í tölunum eru erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í nóvember - tafla

 

Af www.ferdamalastofa.is


 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

28.12.2015 06:47

Flugeldasala á Eyrarbakka

 

 

 

Flugeldasala á Eyrarbakka

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

27.12.2015 06:49

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri 47 ára

 

 

Hljómsveitin Æfing í Berlín.
F.v.: Ásbjörn Björgvinsson, Árni Benediktsson, Siggi Björns og sonur hans Magnús Emil,

og Halldór Gunnar Pálsson.

 

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri 47 ára

 

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri, sem þá hét reyndar Víkingar, kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.
Í hljómsveitinni Víkingum voru: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson.

Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.

Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti.
Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið:
Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigurður Björnsson,
Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson,
Halldór Gunnar Pálsson og Önundur Hafsteinn Pálsson.
___________________________________________________

 

Samkomur þar sem Hljómsveitin Æfing hefur verið frá 1990:

1. 
Október 1990 - Bítlavakan að Efstalandi í Ölfusi

2. 
Júní 1991 - Búbbulínuvaka í Vagninum á Flateyri

3. 
Júní 1992 - Vagninn Flateyri. Flateyrarhreppur 70 ára

4. 
Júlí 1993- Sumarhátíð Vestur-Ísfirðinga í Aratungu

5. 
Október 1993 - Búbbulínuvaka í Vagninum á Flateyri

6. 
Október 1997 - Bíla-Bergur 50 ára. Félagsheimilið á Seltjarnarnesi

7. 
Júní 1998 - Catalina, Hamraborg - Sjómannadagurinn í Kópavogi

8. 
Júní 2000 - Íþróttahúsið á Flateyri - Vilbergsfólkshátíð á Flateyri

9. 
Maí 2001 – Oddfellowsalurinn á Selfossi - Árni Benediktsson á Selfossi 50 ára

10. 
September 2002 - Við Fjöruborðið á Stokkseyri. Með Sigga Björns og Dönum

11. 
Júlí 2003 - Grænlenskar nætur á Flateyri

12. 
Júlí 2003 – Menningarverstöðin Hólmaröst á Stokkseyri
Björn Ingi Bjarnason á Stokkseyri/Eyrarbakka 50 ára

13. 
Mars 2005 - Skútan, Hafnarfirði 
Guðbjartur Jónsson, Búbbulína, 50 ára.

14. 
Maí 2009 – hvítasunnuhelgin - Vagninn á Flateyri. Hljómsveitin. Æfing 40 ára. Minnnig Kristjáns J. Jóhannessonar og Sólveigar Kjartansdóttur. Æfingar-Sviðið á Sólbakka vígt

15. 
10. október 2009 - Veitingahúsið Catalina, Hamraborg, Kópavogi. Hljómsveitin Æfing 40 ára

16. 
23. febrúar 2013 – Æfing lék fyrir Alla í Allabúð á heimili hans í Keflavík. Sýnt í Kastljósi 26. febrúar 2013

17. 
17. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, föstudagur – Æfing lék í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði – Heimsóttu Villa Valla á Ísafirði

18. 
17. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, föstudagur – Vagninn á Flateyri - Nýr hljómdiskur Æfingar

19. 
18. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, laugardagur - Félagsheimilið á Flateyri – Hljómsveitin Æfing 45 ára í desember 2013 – Útgáfuhátíð - nýr hljómdiskur Æfingar

20. 
19. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, sunnudagur – Æfing tók lagið í fermingarmessu í Flateyrarkirkju

21. 
19. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, sunnudagur - Vagninn á Flateyri – Nýr hljómdiskur Æfingar

22. 
7. júlí 2013 – Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka – 100 ára afmælishátíð Björns Inga Bjarnasonar, 60 lífár og 40 ár í félagsmálaforystu

23.
1. nóvember 2014
Súlnasalur Hótel Sögu í Reykjavík - Brúðkaup Ásbjörns Björgvinssonar og Hildar Guðnadóttur

24.
17. aprí 2015

Súlnasalur Hótel Sögu í Reykjavík - Vorhátíð átthagafélaganna: Önfirðinga – Dýrfirðinga og Súgfirðinga

25.

23. október 2015 í Berlin - Rickenbacker´s MUSIK INN
Afmælishátíð Sigga Björns 60 ára. Fyrsta utanlandsferð Æfingar.

 

 

 

 

 

Hljómsveitin ÆFING og harðir aðdáendur við Brandenborgarhliðið í Berlín.
 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

26.12.2015 06:27

Mannbætandi sögur, hlátur og gleði

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

.

 

 

Mannbætandi sögur, hlátur og gleði

Hrekkjalómafélagið – Prakkarastrik og púðurkerlingar ****

 

Stundum er haft á orði að Íslendingar séu alvarlegir. Það sem ýtir undir það álit er hvað sprelligosar ná yfirleitt vel til þjóðarinnar. Þeir koma ekki aðeins fram á skemmtunum heldur leynast víða.

Í Vestmannaeyjum eru þekktustu gaurarnir tengdir við Hrekkjalómafélagið og þó að það sé liðið undir lok lifa hrekkirnir og sögurnar, þökk sé Ásmundi Friðrikssyni og bók hans, Hrekkjalómafélagið – Prakkarastrik og púðurkerlingar.

 

Hrekkjalómafélagið varð til eftir gos og lifði í 20 ár, frá 1984 til 2004. Í þessari bók segir Ásmundur sögur af prakkarastrikum félagsmanna og með fylgja ýmsar aðrar sögur sem eru ekki til uppfyllingar heldur góð viðbót, sem rjómi á gómsæta hnallþóru.

 

Þegar sá sem hér slær á lyklaborðið las bókina gat hann oft ekki á sér setið og hló svo mikið að konan kom askvaðandi til hans og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Betri meðmæli með gamansögum er vart hægt að hugsa sér.

 

Sumir taka sig alvarlega en Hrekkjalómarnir eru ekki í þeim hópi og skiptir engu hvaða hlutverki þeir gegna í samfélaginu. Bílstjóri er ekki merkilegri en bæjarstjóri eða öfugt. Það er með ólíkindum hvað þeim dettur í hug og enn betra er að þeir láta ekki þar við sitja heldur framkvæma hlutina, sama hvað vitlausir þeir eru. Í því sambandi má nefna ýmsar vafasamar afmælisgjafir og matarpantanir en reyndar er af nógu að taka í bókinni og ástæðulaust að spilla veislunni með því að taka einn rétt eða tvo út úr.

 

Ásmundur er góður sögumaður og góð saga er ekki skemmd með staðreyndum. Hrekkjalómar svara bara fyrir sig með betri sögu og láta ýkjur ekki standa í veginum. Menn fá það óþvegið og á stundum liggur við að maður vorkenni fórnarlömbunum, sérstaklega einu, en það er veikleikamerki, því eftir því sem hrekkjalómar segja eiga allir skilið það sem um þá er sagt og við þá gert. En þeir eru mjúkir inn við beinið og hafa látið gott af sér leiða án þess að beita brellum. Það er kannski stílbrot – og þó.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 24. desember 2015 - Steinþór Guðbjartsson

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.