Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Desember

25.12.2015 06:20

Gleðilega jólahátíð

 

Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson.

 

 

Gleðilega jólahátíð

 

                                          Gleðileg jól

                             gott og farsælt komandi ár
 

                                      Þökkum liðin ár
                            

                   Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka
                                       
                                     Menningar-Staður

 

                             Alþýðuhúsið á Eyrarbakka

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

23.12.2015 13:12

Hátíðarguðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju á jólanótt kl. 23.30

 


Eyrarbakkakirkja.

Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson

 

Hátíðarguðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju

á jólanótt kl. 23.30

 

Hátíðarguðsþjónusta verður á jólanótt í Eyrarbakkakirkju.

Kór Eyrarbakkakirkju syngur.

Organisti verður Haukur Arnarr Gíslason.

Séra Kristján Björnsson prédikar.

Fimmtudagurinn 24. desember 2015 kl. 23:00
 

 


 

                 Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár
 

                                      Þökkum liðin ár
                            

                   Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka
                                       
                                     Menningar-Staður

 

                             Alþýðuhúsið á Eyrarbakka

 

 


Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

23.12.2015 08:39

Myndskreytir jólakort

 

 

 

Myndskreytir jólakort

 

• Ásmundur Friðriksson, alþingismaður,

tekur þátt í listahátíðinni Ferskum vindum sem haldin er í Garði

 

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, verður í öðru hlutverki en venjulega á hátíðinni Ferskum vindum í Garði, sem nú stendur yfir. Þar er hann á meðal 50 listamanna af 20 þjóðernum sem taka þátt í þessari listahátíð sem er nú haldin í fjórða sinn. Mireya Samper er sýningarstjóri hátíðarinnar, sem er haldin annað hvert ár.

„Ég er teiknari að upplagi og hef haft það áhugamál lengi, sótt fjölda námskeiða og menntað mig í myndlist. Ég var síðast á námskeiði núna í haust,“ segir Ásmundur.

„Ég var fyrst í handleiðslu hjá Sigurfinni Sigurfinnssyni sem var teiknikennari í Vestmanneyjum og síðar hjá Páli Steingrímssyni, þeim mikla lífskúnstner, og stofnaði með honum og fleiri góðum mönnum Listafélag Vestmannaeyja,“ segir hann en þetta var uppúr 1970. Ásmundur stefndi á Myndlista- og handíðaskólann en ekkert varð úr þeim plönum. Rétt fyrir aldamótin fór hann á myndlistarnámskeið og eftir það blossaði bakterían upp að nýju og hann fór að vinna m.a. olíumálverk en dæmi um verk hans má sjá á vef hátíðarinnar, fresh-winds.com.

 

Til minningar um móður sína

Hann hefur þó aldrei pakkað pennanum alveg því hann hefur í um tuttugu ár myndskreytt sín eigin jólakort. „Ég hef undantekningarlítið teiknað og málað mín jólakort sjálfur,“ segir Ásmundur.

Hann er búinn að senda út kortin fyrir jólin. „Í ár er jólakortið mynd sem ég teiknaði af foreldrum mínum með mig sjálfan eins árs gamlan,“ segir hann.

Hann sendir ekkert endilega jólalega mynd heldur segist nota einhverja góða mynd sem hafi heppnast vel. „Ég hef málað kirkjur, fjöll og ýmislegt,“ segir hann.

Myndavalið í ár ræðst af því að móðir hans, Valgerður Erla Óskarsdóttir, lést í byrjun nóvember og vildi hann því minnast hennar.

Þessi skemmtilega jólakortahefð hefur notið hljómgrunns í vinahópnum og hafa einhverjir þeirra rammað myndirnar inn og hengt upp. „Nú er ég farinn að gera það sjálfur,“ segir hann en margar myndir prýða skrifstofu hans í Alþingi.

Ásmundur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga frá aldamótum en listsýningin í heimabæ hans, Garði, er sú stærsta. „Ég verð þarna amatörinn innan um 50 atvinnumenn. Þetta er bara eins og íslenskur fótboltamaður fengi að æfa með Manchester United,“ segir Ásmundur sem ætlar að drekka í sig þekkinguna og reynsluna sem hann kemst í tæri við þarna.

Ferskir vindar hófust 15. desember og koma listamennirnir á staðinn til að vinna við listsköpun. Sýningarnar á verkum listamannanna verða síðan opnaðar 9. janúar.

„Listafólkið kemur til að skipta um umhverfi og fá nýjar hugmyndir og er oft að gera annað en það er vant að gera,“ segir hann.

Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin yfir jól og ármót en eitt skiptið fór hún fram yfir hásumarið á bjartasta tímanum. Hann segir að listafólkið fái ekki síður innblástur frá myrkrinu. „Þeim finnst myrkrið og þetta einkennilega veðurfar eiginlega merkilegra en birtan.“

Ásmundur er nú að vinna að nýjum verkum fyrir hátíðina. „Ég er með þrjár myndir sem ég er byrjaður á sem ég ætla að klára,“ segir Ásmundur sem er með fleiri verk í huga sem hann ætlar að vinna að en í þetta sinn einbeitir hann sér að landslagi.

Ennfremur verður opnuð yfirlitssýning á verkum hans í Einarsstofu í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum 6. janúar. Ásmundur gaf síðan út bókina Hrekkjalómafélagið - Prakkarastrik og púðurkerlingar fyrir jólin en hann segir þessa áfanga vel við hæfi nú því hann fagnar sextugsafmæli sínu í janúar.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 23. desember 2015.


 


Ásmundur Friðriksson.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

22.12.2015 20:33

Vetrarsólstöður í dag, 22. desember 2015

 

Sólin verður á lofti í rúmar fjórar klukkustundir á Þingvöllum á morgun, stysta dag ársins.

Sólin verður á lofti í rúmar fjórar klukkustundir á Þingvöllum á morgun, stysta dag ársins.

 

Vetrarsólstöður í dag, 22. desember 2015

 

Vetrarsólstöður í ár voru í dag, 22. desember 2015, nánar tiltekið klukkan hálfsex að morgni, samkvæmt upplýsingum Almanaks Háskóla Íslands.

Í Reykjavík var birting þennan stysta dag ársins klukkan 10.03 en myrkur klukkan 16.49. Sólris var í Reykjavík í morgun klukkan 11.22 en sólarlag klukkan 15.30. 

Á Selfossi-Eyrarbakka

Sólarupprás 11:15
Sólsetur 15:30


Þorsteinn Sæmundsson, annar ritstjóra almanaksins, segir breytilegt eftir öldum hvaða dag ársins vetrarsólstöður ber upp en þau geti orðið frá 20. til 23. desember. Það séu aðallega hlaupárin sem rugli þessu. Algengasta dagsetningin á þessari öld er 21. desember en á síðustu öld var það 22. desember, að sögn Þorsteins. 

 

Vetrarsólstöður tákna að eftir daginn í dag fer daginn að lengja, reyndar aðeins um hænufet fyrstu dagana. Þannig verður birtutíminn á aðfangadag búinn að lengjast um þrjár mínútur í Reykjavík. Mánuði síðar verður birtutíminn búinn að lengjast um eina og hálfa klukkustund. 

Á Akureyri var sólris í dag klukkan 11.38 en sólarlag klukkan 14.44, á Norðfirði rís sólin klukkan 11.08 en sest klukkan 14.38 en stystur var dagurinn hérlendis í Grímsey í dag. Þar kom sólin upp klukkan 12.03 en sest klukkan 14.18, samkvæmt Almanaki Háskólans.

Af www.visir.is

 
Skráð  af Menningar-Staður
 

22.12.2015 06:52

Skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar 2015

 

 

 

Skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar 2015

 

Árviss skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar verður í Íþróttahúsinu á Stokkseyri á morgun, 23. desember 2015, Þorláksmessu, kl. 11:30 – 14:00


Verð aðeins kr. 2.500


Ungmennafélagið er brautryðjandi á Suðurlandi í slíkum mannfögnuðum og hefur verið með veislur á Þorláksmessu frá árinu 1999 sem byggir á vestfirskri skötumenningu í bland við sunnlenskar hefðir. Þetta er því 17. skötuveislan frá upphafi.


Það var Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem leiðbeindi Ungmennafélaginu í byrjun við skötuveislurnar og er gott dæmi um hina gjörfu hönd Hrútavina hvar markar fingraför blessunarlega í samfélaginu á Suðurlandi.


Á Suðurlandi eru nú víða skötuveislur á Þorláksmessu og er þetta glæsileg opnun jólahaldsins.


Nokkrar myndir frá fyrri skötuveislum á Stokkseyri.


 

 

.


.


 

.


 

.

Skráð af Menningar-Staður

 

22.12.2015 06:40

Hrekkjalómabókin slær í gegn

 

 

 

Hrekkjalómabókin slær í gegn

 

Bókin mín HREKKJALÓMAFÉLAGIÐ, prakkarastrik og púðurkerlingar er að gera það gott á jólamarkaðinum.

Önnur prentun bókarinnar streymir nú í búðir um land allt og karlar og kerlingar eru að springa úr hlátri yfir skemmtilegum sögum og fíflaskap hverskonar sem allir hafa gaman af. Ég er ánægður með viðtökurnar sem bókin færi og eru þær langt framar vonum.

Ég er að árita bækur fyrir fólk og ef einhverjum vantar áritaða bók má hafa samband við mig í síma 8943900 eða senda mér skilaboð á félsbókinni.

Fyllum jólin með gleði og skemmtilegum sögum, þá er Hrekkjalómafélagið bókin.

Ásmundur Friðriksson.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

20.12.2015 20:14

Oddafélagið 25 ára

 

 

Sæmundur á selnum við Oddakirkju. Ljósm.: BIB

 

Oddafélagið 25 ára

 

Oddafélagið, samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum, varð 25 ára 1. desember sl.

Oddi á Rangárvöllum er sögufrægur staður. Þar bjuggu Oddaverjar, ein merkasta ætt þjóðveldisaldar. Þeirra á meðal voru Sæmundur fróði Sigfússon (1056–1133), lærðasti maður á landinu um sína daga, og sonarsonur hans, Jón Loftsson (1124–1197), voldugasti höfðingi á Íslandi. Hjá Jóni ólst upp Snorri Sturluson (1178–1241), sagnaritari og lögsögumaður, sem telja má frægasta Íslending fyrr og síðar. Allar aldir síðan var Oddi eftirsóttur staður og bjuggu þar ýmsir nafntogaðir prestar, en kunnastur þeirra er þjóðskáldið sr. Matthías Jochumsson (1835–1920).

En Oddi á Rangárvöllum hefur fleira til síns ágætis. Hann er á miðju Suðurlandi og víðsýni af Gammabrekku í Odda mikið. Blasir þar fjallahringur undirlendisins fagurlega við í heiðskíru veðri. Oddi er því vel í sveit settur fyrir miðstöð fræða og fræðslu í framtíðinni til gagns og ánægju heimamönnum og gestum og gangandi.

Fyrstu áratugi Oddafélagsins voru gerðar ýmsar tilraunir til að vekja áhuga almennings og ráðamanna á Odda og nauðsyn þess að efla staðinn. Staðið var fyrir ýmsum mannfundum í héraði og kynningu í höfuðborginni. Snemma komst á sú hefð að halda árlega Oddastefnu. Það voru málþing, ýmist heilan dag eða hálfan, sem fjölluðu um sögu og náttúru, hin fjölbreytilegustu efni þar sem lærðir og leikir fluttu erindi. Þótt oftast væri hugað að Rangárþingi og Suðurlandi, voru mörg erindanna almenns eðlis og ekki bundin við umhverfi Odda.
Stjórnin gerði sér far um að halda Oddastefnurnar víða um sveitina og er vandfundinn staður í Rangárþingi sem ekki hefur hýst Oddastefnu einu sinni eða tvisvar. Frá upphafi komst á góð samvinna við ritstjórn Goðasteins með og birtust langflest erinda á Oddastefnum í Goðasteini árið eftir. Þannig gagnast fróðleikurinn fleirum en þeim sem hafa getað sótt málþingin.
Oddafélagið hefur stuðlað að framgangi ýmissa framkvæmda, svo sem útsýnisskífu á Gammabrekku í Odda í samvinnu við Oddasókn og í samvinnu við Háskóla Íslands uppsetningu á afsteypu af styttu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara af Sæmundi á selnum. Afsteypan prýðir hólinn fyrir ofan Oddakirkju.

Oddafélagið eru samtök hugsjónafólks, áhugamanna um framtíð Odda, en ekki að sama skapi auðugt og hefur því ekki getað staðið í stórræðum. Engu að síður hefur verið unnið að hugmyndum um umhverfi Odda og uppbyggingu er fram líða stundir. Þannig var um tíma unnið að tillögu um skipulag fræðslumiðstöðvar, Sæmundarstofu. Þá hefur verið lögð fram uppástunga um framtíð Odda á Rangárvöllum og umhverfisins sem unnið yrði að næstu áratugina. Teiknaður hefur verið uppdráttur og kallast hugmyndin „Sæmundarvellir“. Mest er um vert að sveitarstjórn og aðrir ráðamenn geri sér grein fyrir því að þeir hafi dýrgrip í höndum þegar hugað er að Odda. Oddafélagið hefur bent á að framkvæmdir þar í kring verði að falla að kröfum um varðveislu á sögustaðnum og uppbyggingu fræðslumiðstöðvar í fremstu röð.

Oddafélagið hefur alla tíð notið stuðnings margra, sveitarstjórnar Rangárþings ytra, héraðsnefndar, Oddasóknar og sóknarprestanna í Odda. Þá hefur Landgræðsla ríkisins og Byggðasafnið í Skógum tekið rausnarlega á móti fundargestum þegar Oddastefna hefur verið haldin þar á bæjum. Sögulegir þræðir liggja frá Odda til Reykholts og hafa nútímaoddaverjar á bernskuskeiði notið velvilja og hvatningar Reykhyltinga, sem vissulega eru komnir til nokkurs þroska frá því um miðja síðustu öld.

Stjórn félagsins hafa lengi skipað Þór Jakobsson formaður, Drífa Hjartardóttir varaformaður, sr. Guðbjörg Arnardóttir ritari, Íris Björk Sigurðardóttir gjaldkeri, Sigrún Ólafsdóttir, Helgi Þorláksson og Birgir Jónsson. Á tímamótum í sögu félagsins verður sú endurnýjun á aðalfundi 17. febrúar nk. að Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra tekur sæti Þórs og sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, nýr sóknarprestur í Odda, tekur við af sr. Guðbjörgu. Þór mun sinna að mestu Oddastefnum áfram og skrifa sögu félagsins.

Velvildarmönnum Oddafélagsins er hér með þakkað fyrir stuðning við hugsjón félagsins. Að lokum ber þess að geta að allir eru velkomnir að slást í hópinn og ganga í félagið.

Reykjavík, 22. október 2015.
Þór Jakobsson, formaður Oddafélagsins


 


Oddakirkja á Rangárvöllum. Ljósm.: Kirkjuráð Hrútavinafélagsins - BIB
Skráð af Menningar-Staður

20.12.2015 15:44

Ljósbrot liðinna stunda Helga

 

Ljósbrot liðinna stunda

 

Ljósbrot liðinna stunda Helga

Ljósbrot liðinna stunda  heitir safn gamansagna, smásagna, leikþátta, kvæða og kveðlinga eftir Helga Seljan.

Í bókinni eru líka þankabrot frá þingmannsárum, en Helgi sat á Alþingi í sextán ár.

Einnig er í bókinni erindið Þar mörg stundin var mæt er hann reit við starfslok hjá Öryrkjabandalaginu, en Helgi starfaði hjá bandalaginu í þrettán ár.

Morgunblaðið sunnudagurinn 20. desember 2015.


 

Skráð af Menningar-Staður

20.12.2015 15:39

Skemmtanalífið skrásett í svarthvítu

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Skemmtanalífið skrásett í svarthvítu

Í bókinni  Öll mín bestu ár  birtist úrval úr einstöku myndasafni Kristins Benediktssonar og sýnir skemmtanalíf unga fólksins árin 1966 til 1979. Myndirnar eru af tónleikum, dansleikjum, útihátíðum, fegurðarsamkeppnum, leiksýningum, árshátíðum og tískusýningum, en einnig eru birtar myndir frá því er Kristinn tók auglýsingamyndir fyrir ýmsar hljómsveitir.

Stefán Halldórsson sér um útgáfuna, en Kristinn lést fyrir þremur árum.

Þeir Kristinn og Stefán unnu saman á Morgunblaðinu um 1970, Stefán sem blaðamaður en Kristinn sem ljósmyndari, og fóru víða saman 1968 til 1971, en Kristinn hélt áfram að taka myndir þó Stefán hafi hætt að skrifa um poppmúsík.

Stefán valdi í bókina um þúsund ljósmyndir Kristins og skrifar texta við, nefnir þá sem eru á myndunum og skýrir tilefni myndatökunnar, en Sigrún, dóttir Kristins, fór í gegnum filmusafnið með Stefáni.

Elstu myndirnar í bókinni eru frá 1966, en um það leyti hóf Kristinn ljósmyndanám, en nokkar myndir eru líka frá Hafnarfirði frá 1967.

Morgunblaðið sunnudagurinn 20. desember 2015.


 

Skráð af Menningar-Staður

20.12.2015 09:18

Hreinsanir hjá SASS

 

Fjórum var sagt upp hjá SASS. Kaldar kveðjur nú fyrir jólin, segja starfsmenn og eru ósáttir við framkvæmdastjórann Bjarna Guðmundsson.

Fjórum var sagt upp hjá SASS. Kaldar kveðjur nú fyrir jólin, segja starfsmenn og eru ósáttir við framkvæmdastjórann Bjarna Guðmundsson.

Hreinsanir hjá SASS

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa sagt upp fjórum starfsmönnum sem allir bera titilinn ráðgjafar. Veruleg óánægja er með uppsagnirnar og segja starfsmenn þetta kaldar kveðjur. 

„Þetta er mjög falleg jólagjöf,“ segir Dorothee Katrin Lubecki, ráðgjafi hjá SASS, en hún hefur verið með starfsstöð á Selfossi. Hún segir að með þessu sé verið að fórna áratuga reynslu á þessu sviði á einu bretti.

 

Dorothee segir fyrir neðan allar hellur hvernig staðið er að uppsögnunum.

Dorothee segir fyrir neðan allar hellur hvernig staðið er að uppsögnunum.

 

Dorothee segir fyrir neðan allar hellur hvernig staðið hafi verið að uppsögnunum. 

„Ég get alveg keypt það að menn vilji gera breytingar, en með þessum hætti? Það er ekki góð lykt af þessu,“ segir Dorothee. Hún vísar til þess að ekkert hafi verið rætt við starfsmennina, engir fundir hafi verið haldnir. 

„Okkur hefur ekki tekist að fá neinar skýringar. Við fengum tölvupóst fyrir tveimur til þremur vikum þar sem okkur var tilkynnt að framundan væru hugsanlega skipulagsbreytingar,“ segir Dorothee. 

En síðan ekki söguna meir. Uppsagnirnar komu því fólki í opna skjöldu, voru fyrirvaralausar.

Bjarni Guðmundsson umdeildur
Dorothee segir að einn þeirra sem fengu uppsagnarbréf hafi verið í veikindaleyfi en hún telur víst að það sé ólöglegt að segja fólki upp sem er í veikindaleyfi. 

 

Sjálf var hún kölluð inn á skrifstofu í lok vinnudags í gær, henni var sagt upp og gefinn kostur á því að þiggja starfslokasamning. Dorothee segist gera ráð fyrir því að hún muni kæra það til verkalýðsfélagsins hvernig að þessu er staðið.

 

Reyndar er það svo að eftir að Bjarni Guðmundsson tók við framkvæmdastjórn hjá SASS, en hann var áður hjá RUV, hefur starfsandinn verið afskaplega slæmur, ef marka má Dorothee; „leiðindamórall“. 

Bjarni tók við fyrir ári, og svo slæmt var ástandið að Dorothee kvartaði undan einelti á vinnustað fljótlega eftir að Bjarni tók við en dró síðan þá kvörtun til baka, í samráði við stjórn. En ástandið hefur verið slæmt.

 

Dorothee segir að eftir að Bjarni Guðmundsson tók við fyrir ári sem framkvæmdastjóri hafi mórallinn orðið slæmur, svo slæmur að hún kvartaði undan einelti á vinnustað.

Dorothee segir að eftir að Bjarni Guðmundsson tók við fyrir ári sem framkvæmdastjóri hafi mórallinn orðið slæmur, svo slæmur að hún kvartaði undan einelti á vinnustað.

 

Vandlifað í þessum heimi
Dorothee rekur uppsagnirnar þráðbeint til Bjarna, hún telur þær allar undan hans rifjum runnar en, Bjarni nýtur stuðnings stjórnar. Formaður þar er Gunnar Þorgeirsson og hann kannast við óánægjuna. 

„Klárlega,“ segir Gunnar í samtali við Vísi.

Þetta mega heita heldur kaldar kveðjur fyrir jólin?

„Jájá, það er oft vandlifað í þessum heimi. En, þetta er ákvörðun sem stjórn hefur tekið og stefnum við á að auka enn frekar tengingar við þessar stofnanir sem við höfum nú þegar. Þetta eru almennar skipulagsbreytingar,“ segir Gunnar.

 

Gunnar Þorgeirsson er formaður stjórnar SASS. Hann segir vandlifað í þessum heimi.

Gunnar Þorgeirsson er formaður stjórnar SASS. Hann segir vandlifað í þessum heimi.

 

Hann segir að gagnrýnt hafi verið að kröftum sé dreift meira; að sameiginlegt fé sveitarfélagana á svæðinu hafi farið í of staðbundin verkefni. 

„Það verður ekki bæði sleppt og haldið í þeim efnum,“ segir Gunnar og bendir á að til standi að efla tengsl við þær stofnanir sem fyrir eru svo sem þekkingarsetrið í Höfn, þekkingarsetrið í Eyjum, markaðsstofu Suðurlands og fleiri stofnanir vítt og breytt um hinar dreifðari byggðir Suðurlands. „Og eftir stjórnarfund var þessi niðurstaðan,“ segir Gunnar.

SASS veltir í heild árlega um 7 til 8 hundruð milljónum en stór hluti þess, eða 250 milljónir fara í rekstur Strætós; almenningssamgöngur.

Af www.visir.is 

Skrifstofa SASS er við Austurveg á Selfossi. Ljósm.:sunnlenska.is/Guðmundur Karl


Skráð af Menningar-Staður