Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Desember

19.12.2015 20:18

Veirurnar í Orgelsmiðjunni í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri 19. des. 2015

 

 

Veirurnar í Orgelsmiðjunni í

Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri 19. des. 2015

 

Sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur fluttu jóladagskrá sína í dag, laugardaginn 19. desember 2015, í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri, bryggjumegin.

 

Aðgangur var ókeypis, en frjáls framlög voru vel þegin. Veirurnar eru mjög góður kór og var gríðarlega vel tekið af hinum fjölmörgu tónleikagestum í dag í Orgelsmiðjunni.

 

Saga Veiranna er um margt ólík sögu annarra kóra. Lengi framan af var hann stjórnandalaus, æfði ákaflega stopult og hélt ekki tónleika. Kórinn á sér engu að síður 25 ára farsæla sögu og meira en helmingur kórfélaga hefur verið með frá upphafi. Til gamans má geta þess að flestir kórfélagarnir eru í öðrum kórum s.s. Óperukórnum, Dómkórnum, Karlakór Rangæinga, Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss, Kirkjukór Kálfholtskirkju, Kirkjukór Miðdalskirkju og Kirkjukór Vídalínskirkju. Veirurnar hafa gefið út tvo geisladiska Stemning og Jólastemning sem verða til sölu fyrir og eftir tónleikana.

 

Margrét S. Stefánsdóttir

Stjórnandi Sönghópsins Veiranna hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Skagafjarðar og síðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún stundaði nám hjá Rut Magnússon, Sieglinde Kahmann og Alinu Dubik og hefur lokið einsöngvara – og söngkennaraprófi. Margrét var einnig í píanónámi hjá Jónasi Ingimundarsyni. Margrét hefur víða komið fram sem einsöngvari og stjórnar Söngsveit Hveragerðis. Hún starfar jafnframt sem söng – og píanókennari við Tónlistarskóla Árnesinga.

Menningar-Staður var á tónleikunum í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnmason og Halldór Páll Kjartansson.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276273/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 


Skráð af Menningar-Staður.

19.12.2015 10:27

19. desember 2015 - Móttaka í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Eggert Valur Guðmundsson og Ingólfur Hjálmarsson. Símamynd: BIB

 

19. desember 2015 - Móttaka í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka að morgni laugardagsins 19. desember 2015.


Sérstakur gestur var Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Árborg, og nýfluttur er á Eyrarbakka.

Hann var sérstaklega boðinn velkominn á Bakkann og í samfélag Vina alþýðunnar sem láta sig öll samfélagsleg framfaramál miklu varða og leggja sínar gjörvu hendur að með einum eða öðrum hætti.

Eggert þakkaði þessar góðu og mannlegu móttökur. Hann boðaði reglulegar komur sínar í Alþýðuhúsið með öll heitustu málin úr Ráðhúsi Árborgar á Selfossi og var þessu fagnað.


 

Skráð af Menningar-Staður.
 

19.12.2015 07:51

Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 28 mkr. til 66 verkefna

 

 

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands

úthlutar 28 mkr. til 66 verkefna

 

Nýverið auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eftir umsóknum um styrki til menningar- og nýsköpunarverkefna á Suðurlandi. Um er er að ræða síðari úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á þessu ári.

Alls bárust sjóðnum 122 umsóknir að þessu sinni. Styrkur var veittur 66 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna rúmlega 28 milljónir. Úthlutað var 13 mkr. til 42 menningarverkefna og 15 mkr. til 24 nýsköpunarverkefna.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Við mat á umsóknum vísast til úthlutunarreglna og viðmiða um mat á umsóknum sem finna má á heimasíðu SASS. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með hlutverk úthlutunarnefndar en fagráð á sviði menningarmála annars vegar og atvinnuþróunar og nýsköpunar hins vegar, skila tillögum til verkefnastjórnar. Umsjón og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands – síðari úthlutun 2015

Úthlutað samtals kr. 28.025.000 til 66 verkefna, þ.e. til 24 nýsköpunarverkefna samtals að upphæð kr. 15.175.000 og til 42 menningarverkefna að upphæð kr. 12.850.000.

Menningarverkefni:

Heiti verkefnis Umsækjandi Upphæð
     
Hollywood á Hornafirði Emil Morávek      800.000
Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri – Sönghátíð og tónlistarsmiðja fyrir börn Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi      700.000
Sumartónleikar í Skálholti 2016 Sumartónleikar í Skálholtskirkju      700.000
Menningarveisla Sólheima 2016 Sólheimar      600.000
Lament for a horse Hlynur Pálmason      500.000
Moving Classics – Kammerkór Suðurlands Kammerkór Suðurlands      500.000
Uppbygging myndlistarþekkingar með listasmiðjum Listasafn Árnesinga      500.000
Ný tónlist í Skálholti Unnur Malín Sigurðardóttir      450.000
Eflandi leiklist á ströndinni Leikhópurinn Lopi      400.000
Gönguleið ömmu á Hala Berglind Steinþórsdóttir      400.000
Leikfélagið Borg Leikfélagið Borg      400.000
Merking pílagrímaleiðar frá Strandarkirkju í Skálholt Sveitarfélagið Ölfus (samstarfsverkefni fimm sveitarfélaga)      400.000
Saga music Bakkastofa , fræðslu- og menningarsetur      350.000
Brynjólfskirkja Tölvufyrirtækið Blekking og Skálholtsstaður      300.000
Einkasýning Péturs Thomsen í Listasafni Árnesinga Pétur Thomsen      300.000
Garðurinn í Múlakoti Sjálfseignarstofnunin Gamli bærinn í Múlakoti ásamt Vinafélagi gamla bæjarins í Múlakoti      300.000
Þjóðleikur á Suðurlandi 2015 – 2017 Þjóðleikur á Suðurlandi      300.000
Afmælishátíð Héraðsbókasafns Rangæinga Héraðsbókasafn Rangæinga      250.000
Beint í æð Leikfélag Vestmannaeyja      250.000
Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar      250.000
Búskaparhættir í Hornafirði fyrr og nú Búnaðarfélagið Afturelding      250.000
Frá Heimaey á heimsenda Helgi Bragason      250.000
Hugprýði og handstyrkur Heimildir og fræðsla      250.000
Hvar er lundinn? Birgir Örn Sigurðsson      250.000
Málþing um barnabókmenntir og læsi Bókabæirnir austanfjalls      250.000
20 ára afmælistónleikar Jórukórsins Jórukórinn Selfossi      200.000
60 ára afmælistónleikar Björgvins Þ. Valdimarssonar Tónskálds Björgvin Þ. Valdimarsson      200.000
Auka hróður kvenna í tónlistarlífinu Hljómsveitin Guggurnar  c/o Ragnheiður Sigjónsdóttir      200.000
Konur á vettvangi karla Héraðsskjalasafn Árnesinga      200.000
LandArt í Skaftárhreppi Kirkjubæjarstofa      200.000
Leikritunarnámskeið Leikfélag Ölfuss og Leikfélag Selfoss      200.000
Ljóðasetur Hveragerðis Sigurður Blöndal      200.000
Miðlun í Þuríðarbúð Byggðasafn Árnesinga      200.000
Minningar á aðventu Héraðsskjalasafn Árnesinga      200.000
Sjónrænn tónlistarviðburður í íshelli við rætur Vatnajökuls Tjörvi Óskarsson      200.000
Stella Hauks – minningartónleikar Kristín Jóhannsdóttir og „Vinir Stellu“      200.000
Efla safnið um Bobby Fischer í Fischersetri Fischersetrið á Selfossi      150.000
Eldfjallaglerungar, heimildarmynd Eldstó ehf      150.000
Fljúgandi virki Merkurbúið sf      150.000
Baðstofukvöld Vörðukórinn      100.000
Brunnurinn við gamla bæinn í Tungu Theodór Guðmundsson og Sigurður Sigurðsson      100.000
Íslenskir veiðimenn – Sigmari B. Haukssyni og Sveini Einarssyni frv. veiðistjóra Veiðisafnið      100.000

 

Nýsköpunarverkefni:

Heiti verkefnis Umsækjandi Upphæð
     
Áhrif ljósstyrks á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsajarðarberja að vetri – önnur tilraun Christina Stadler, Landbúnaðarháskóla Íslands      1.500.000
Ægissíðuhellar – frumhönnun og fýsileikakönnun Þórhallur Ægir Þorgilsson      1.300.000
Þurrkun á loðnuhæng – nýsköpunarverkefni Langa ehf.      1.200.000
Niðursuðuverksmiðja í Vestmannaeyjum – fýsileikakönnun Daði Pálsson      1.200.000
Þróun fullvinnslu á svínakjöti Miðskersbúið      1.000.000
Feldfé – þróunarverkefni Kristbjörg Hilmarsdóttir      1.000.000
Kartöfluflögur – nýsköpunarverkefni Viðar Reynisson          800.000
Bætt mál betri líðan – atvinnusköpun á sviði talmeinaþjónustu fyrir fullorðna Málfríður, félag talmeinafræðinga á Suðurlandi          600.000
Haugsnerill – Umbreyting á lífrænu efni í lífrænt vottaða mold Sesseljuhús á Sólheimum          600.000
Þróun fjárvogar til vigtunar og flokkunar á sauðfé Eyjablikk ehf          500.000
„Taktu Vatnajökul með þér heim“ – minjagripur og kynningarefni Ríki Vatnajökuls          500.000
Mosey – markaðssetning á nýjum vörum Mosey ehf          500.000
Renniverkstæðið Háin – sértæk markaðssókn Renniverkstæðið Háin ehf.          500.000
TöfraTröll – vöruþróunarverkefni Berglind Steinþórsdóttir          500.000
Markaðssetning ljósmyndaferða á Íslandi í USA Sumarhúsið og garðurinn ehf / Landscape Photography Iceland          425.000
Markaðssetning og vöruþróun Hallahvönn ehf.          400.000
Gull úr fjörunni – framleiðsla á hálkusandi Þröstur Þorsteinsson          400.000
Litla Lopasjoppan – kynningarverkefni Berglind Kristinsdóttir          400.000
Hugarflug í verki – vinnustofa um framleiðslu á víkinga glerperlum Fanndís Huld Valdimarsdóttir          400.000
Þróun námsefnis í sjálfbærni og umhverfismálum fyrir erlenda skólahópa sem dvelja á Sólheimum Sesseljuhús umhverfissetur á Sólheimum          400.000
Nytjagripir úr náttúru Hornafjarðar – Vöruþróun Ingibjörg Lilja Pálmadóttir          300.000
Námsefnisbankinn Már Ingólfur Másson          300.000
Arðsemismat hleðslustöðva fyrir rafbíla á Suðurlandi Stefán Birnir Sverrisson          300.000
Hvað gerðist hér – aukin upplifun ferðamanna Gunnar Stígur Reynisson          150.000

 

Nánari upplýsingar um úthlutunina veitir verkefnisstjóri Uppbyggingarsjóðsins, Þórður Freyr Sigurðsson, í síma 480-8200 eða með tölvupósti á netfanginu thordur@sudurland.is.

Af www.sass.is


Skráð af Menningar-Staður

18.12.2015 13:30

18. des. 2015 - Jólaglugginn opnaði að Stað á Eyrarbakka

 

.

 

 

18. des. 2015 - Jólaglugginn opnaði að Stað á Eyrarbakka

 

Jólagluggarnir hjá Sveitarfélaginu Árborg  byrjuðu  þann 1. desember sl.  en það munu opnast einhverjir gluggar á hverjum degi fram að jólum.

 

Í tengslum við jólagluggana er gáta fyrir yngri kynslóðina en í hverjum glugga leynist bókstafur sem þarf að finna og setja inn á ákveðið þátttökueyðublað. Í lokin ætti að hafa myndast setning sem ætti að geta svarað tveimur spurningum á blaðinu.Síðan er hægt að skila blaðinu og eiga möguleika á veglegum verðlaunum. Hægt er að fylgjast með jólagluggum á hnapp á forsíðu Sveitarfélagsins.

Fjöldi fyrirtækja og stofnana taka þátt í jólagluggunum og þakkar Sveitarfélagið Árborg fyrir áhugan en verkefnið hefur vaxið og dafnað með hverju árinu en þetta er sjötta árið sem það er í gangi.

 

Í dag, föstudaginn 18. desember 2015, opnaði glugginn í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka með töluverðri  viðhöfn kl. 10:00.

Vinir alþýðunnar undir forystu Siggeir Ingólfssonar sáu um athöfnina og færði Menningar-Staður til myndar.

Myndalbúm er hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276254/Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

17.12.2015 21:46

Viskíflaska með ösku í

 

Á Nýja-Sjálandi 1990

Siggi Björns á Nýja-Sjálandi 1990

 

Viskíflaska með ösku í

 

Í jólablaði Bæjarins  Bæjarins besta - http://bb.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=105018

á Ísafirði sem kom út í dag er flakkað um æviferil trúbadorsins Sigga Björns frá því að hann steig sín fyrstu skref í tónlistinni heima á Flateyri. Fyrsti gítarinn hans var rafmagnsgítar sem Ingó bróðir hans gaf honum; annars hefur Siggi alltaf verið órafmagnaður. Hljómsveitin Æfing á Flateyri kemur af skiljanlegum ástæðum við sögu. Áfengið og flóttinn frá sjálfum sér eru þarna líka, annað hvort væri nú, Bubbi Morthens, Guðbjartur Jónsson og Vagninn á Flateyri, Jói Sandari, Reynir Traustason, Bíbbarinn og Önfirðingafélagið, Lýður læknir, foreldrarnir og börnin og starfsöryggið á síðari árum, svo fátt eitt sé nefnt. 


Yfirleitt er Siggi Björns kallaður trúbador en í fréttum og viðtölum hafa honum verið gefnir hinir og þessir titlar sem allir passa, eða gerðu það hver á sínum tíma, svo sem beitningamaður, farandverkamaður, togarajaxl, kráarspilari, tónlistarverkamaður (þann titil notaði hann um sjálfan sig í viðtali í Pressunni árið 1991), flakkari, heimshornaflakkari, trúbadorinn rámi, maðurinn sem bræddi Dani með rólegri gítartónlist sinni. Í Extrablaðinu danska var sagt að röddin minnti helst á viskíflösku með ösku í, og Jyllandsposten sagði að Siggi Björns væri „en dynamisk sanger med en robust og kraftfuld stemme“. 

Á sínum tíma sagði hann upp á aflatogaranum Gylli á Flateyri, reif sig upp og fór á flandur með kassagítarinn. Tónlistin hefur verið hans lifibrauð síðan 1988. Lengst af þeim tíma hefur hann verið búsettur erlendis þó að oft hafi hann skroppið heim til Íslands með gítarinn og rámu röddina. Hann bjó í Danmörku í tólf ár og núna eru bráðum komin önnur tólf í Þýskalandi. 

Viðtalið við Sigga, sem Hlynur Þór Magnússon tók í síðustu viku, er mjög efnismikið og fylgja því liðlega tuttugu ljósmyndir sem spanna hátt í hálfa öld. 

Svo sem þessi:

 Af www.bb.is

http://bb.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=105018

Siggi Björns á góðri stund eftir tónleika að Stað á Eyrarbakka í fyrra.
F.v.: Árni Benediktsson, Selfossi, Gunnar Benediktsson, Selfossi, Hannes Sigurðsson Hrauni í Ölfusi,

Elfar Guðni Þórðarson, Stokkseyri og Siggi BJörns frá Flateyri en hann býr í Berlín. 

  

Skráð af Menningar-Staður

16.12.2015 07:09

16. desember 1993 - Guðlaugur Pálsson lést

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

16. desember 1993 - Guðlaugur Pálsson lést

 

Guðlaugur Pálsson kaupmaður lést þann 16. desember 1993, 97 ára.

Hann stofnaði verslun á Eyrarbakka árið 1917 og rak hana til dauðadags eða í 76 ár, öllum öðrum lengur hérlendis og þótt víðar væri leitað.


Morgunblaðið miðvikudagurinn 16. desember 2015 - Dagar Íslands | Jónas RagnarssonSkráð af Menningar-Staður

15.12.2015 15:57

Embætti forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni og Sogni laust til umsóknar

 

 

Litla-Hraun á Eyrarbakka.

Embætti forstöðumanns fangelsisins

á Litla-Hrauni og Sogni laust til umsóknar

 

Forstöðumaður

 

Fangelsismálastofnun auglýsir embætti forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni og Sogni laust til umsóknar. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 15. janúar 2016 til fimm ára, sbr. 5. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Fangelsi ríkisins eru starfrækt á grundvelli laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 og reglugerðar nr. 961/2005.

Helstu verkefni og ábyrgð

Forstöðumaður fangelsis ber ábyrgð á að fangelsin, sem hann stýrir, starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Hann ber ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé innan þess fjárhagsramma sem ákveðinn er í samráði við fangelsismálastofnun og að fjármunir séu nýttir á eins árangursríkan hátt og kostur er. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri fangelsanna og gefur fyrirmæli þar að lútandi í samræmi við lög og reglugerðir. Þá ber hann ábyrgð á starfsmannahaldi, skipulagi öryggis og þjónustu í fangelsunum. Forstöðumaður sér til þess að starfsmenn fangelsanna ræki störf sín af alúð og samviskusemi, þannig að föngum sé tryggð örugg og skipuleg fangavist, að mannlegrar virðingar sé gætt og að fangar fái þá þjónustu og aðhlynningu sem þeim ber. Forstöðumaður hefur, samkvæmt ákvæðum laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005, ákvörðunarvald um ýmis atriði er varða réttindi og skyldur fanga. Nánari upplýsingar um starfsemi fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni má finna á www.fangelsi.is

Hæfnikröfur

- Góð þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
- Góður skilningur á rekstri og rekstrarumhverfi opinberra stofnana
- Æskilegt að viðkomandi sé með háskólapróf sem nýtist í starfi
- Leiðtogahæfileikar mikill kostur ásamt þekkingu á sviði stjórnunar og stefnumótunar
- Þekking og reynsla af störfum innan fullnustukerfisins, fangelsismálum og öryggismálum í fangelsum mikill kostur
- Viðkomandi þarf að búa yfir góðri hæfni að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og einu norðurlandamáli
- Reynsla af störfum innan fangelsiskerfisins s.s. fangavarsla eða annarskonar starf í kerfinu er kostur
- Góðir skipulagshæfileikar og nákvæmni í störfum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfsmaður er með starfsstöð á Litla-Hrauni og sinnir jafnframt reglubundnum heimsóknum í fangelsið að Sogni. 

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um, eftir því sem við á: 1) menntun 2) reynslu af störfum innan fullnustu- og refsivörslukerfisins 3) reynslu af stjórnsýslustörfum 4) reynslu af stjórnun og rekstri stofnana eða fyrirtækja, þ.m.t. starfsmannahaldi, áætlanagerð og verkefnastjórnun 5) upplýsingar sem snúa að andlegu atgervi, mannlegum samskiptum og sjálfstæði í störfum 6) upplýsingar um þrjá núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn sem geta veitt upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda.

Fylla skal út umsókn á heimasíðu fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is eða á Starfatorgi

Stofnunin áskilur sér rétt til þess að leita eftir sakavottorði.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns, eru hvattir að sækja um.

 

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2015

Nánari upplýsingar veitir

Páll Egill Winkel- pw@fangelsi.is - 520 5000
Jakob Magnússon- jakob.magnusson@fangelsi.is - 520 5000


FMS Fang.stofn, yfirstjórn
Austurströnd 5
170 Seltjarnarnes

 


 

Skráð af Menningar-Staður

14.12.2015 12:50

Girndarráð

 

 

 

Girndarráð

Úr blaðinu - Reykjavík vikublað
laugardaginn 12. desember 2015


 

 

Skráð af Menningar-Staður

13.12.2015 07:30

Bækur Vestfirska forlagsins árið 2015

 

 

Bækur Vestfirska forlagsins árið 2015

 

 
 
 

Skráð af Menningar-Staður

12.12.2015 23:22

Aðventuhátíð 13. desember kl. 17 í Eyrarbakkakirkju

.

Eyrarbakkakirkja.

Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson.

 

Aðventuhátíð 13. desember kl. 17 í Eyrarbakkakirkju

Á morgun, -sunnudaginn 13. desember 2015 kl. 17:00 verður aðventuhátíð í Eyrarbakkakirkju og 125 ára kirkjuafmæli.

Magnús Karel Hannesson rekur sögu kirkjunnar í stuttu máli. 
 

Fyrrverandi sóknarprestur, séra Sveinn Valgeirsson kemur í heimsókn.

 

Sameinaðir kirkjukórar Eyrarbakka og Stokkseyrar syngja kórverk.

Ungir hljóðfæraleikarar.

Organisti Haukur Arnarr Gíslason.

Hugvekju flytur sr. Kristján Björnsson, Eyrarbakkaprestur.


Hugvekju flytur sr. Kristján Björnsson, Eyrarbakkaprestur.


Skráð af Menningar-Staður