Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Desember

12.12.2015 06:52

Hrekkjalómur í 60 ár

 

Ásmundur Friðiksson og eiginkona hans Sigríður Magnúsdóttir.

 

Hrekkjalómur í 60 ár

 

Í jólabókaflóðinu í ár er bókin Hrekkjalómafélagið, prakkarastrik og púðurkerlingar eftir Ásmund Friðriksson alþingismann áberandi. Bókin fjallar um 20 ára sögu Hrekkjalómafélagsins í Vestmannaeyjum, aðra hrekkjalóma og ýkjusögur. Bókin er full af gleði og bráðskemmtilegum sögum og hefur hún fengið viðtökur langt umfram væntingar höfundar og útgefanda eins og sjá má á sölulistum. Við leituðum því til höfundar bókarinnar og ræddum við hann um tilurð bókarinnar, en fyrir tveimur árum gaf höfundur út bókina „Ási grási í Grænuhlíð, Eyjapeyi í veröld sem var“ og er sú bók uppseld.
 

Ásmundur sagði að hann hafi lengi verið búinn að ganga með þessa bók í maganum og í tilefni af 60 ára afmæli hans í janúar hafi hann ákveðið að gefa bókina út. Eins ætlar hann að halda málverkasýningar víða í kjördæminu á afmælisárinu.

„Hrekkjalómafélagið var stórskemmtilegur félagsskapur sem lét verulega að sér kveða frá stofnun þess 16. janúar 1984 og fram að hausti 2003. Það var sérstakur jarðvegur í Eyjum eftir Heimaeyjargosið og Hrekkjalómafélagið og fleiri álíka félög í Eyjum hittu í mark í samfélagi þar sem mikil hefð var fyrir alls konar prakkarastrikum og fíflagangi, Hrekkjalómafélagið var svar við þeirri eftirspurn.“

Bókina skrifaði Ásmundur að mestu síðsumars og skilaði henni af sér í lok september, en bókaútgáfan Hólar gefur bókina út. „Bókin hafði nokkuð langa meðgöngu en tíminn til að skrifa hana var styttri en ég ætlaði en þegar ég ræddi við útgefandann í byrjun ágúst hélt ég að hann væri að gera mér hrekk þegar hann sagði að texti bókarinnar ætti að vera klár 15. september. Ég setti mér því fastar vinnureglur og skrifaði 2-4 tíma á morgnanna, oftast kl. 05:00–08:00 sem er minn besti tími. Allt gekk upp, ég skilaði af mér um 20. september og bókin kom út viku fyrr en reiknað var með eða um miðjan nóvember.“

„Bókin fjallar að mestu um andrúmsloftið í félaginu og stærstu viðburðina sem oft tengdust afmælum okkar Hrekkjalóma og mikið var þá langt undir í undirbúningi hrekkjanna. Hrekkjalómarnir voru 15 strákar á góðum aldri og eins og gengur voru menn misáberandi og þannig endurspeglar bókin félagið, gleðina og það mikla fjör sem var í félagsskapnum allan tíman. En allt tekur sinn enda og Hrekkjalómakvótinn kláraðist og félagið hefur verið í dvala síðan 2003.“ Kynning bókarinnar er á vegum útgefanda og þá er höfundurinn bókaður mjög víða til að kynna og lesa úr bókinni og m.a. verður höfundur við lestur á bókinni í Vinaminni, Árbliki og Bókakaffi á Selfossi fimmtudaginn 10. desember.

 

Afmæli og öskudagur


(Stuttur kafli úr bókinn, hrekkirnir taka allir mun lengra pláss)
Okkur fannst tilheyra að halda upp á afmæli hvers annars og ekki óalgengt á fyrstu árunum að við mættum heim til afmælisbarnsins árla morguns, oft milli klukkan fjögur og fimm, með félaga úr Lúðrasveit Vestmannaeyja. Þá voru spiluð uppáhaldslög afmælisbarnsins með miklu trukki og flugeldum skotið á loft í aftureldingu með tilheyrandi blossum og hávaða. Fátt var betur fallið til að gleðja afmælisbarn dagsins en falleg flugeldasýning og ljúf lúðrasveitartónlist svo ekki sé minnst á nágrennið sem ekki var skilið eftir í fögnuðinum og fékk að vera með hvort sem það kaus eða ekki.

Þá var það fastur liður hjá Hrekkjalómum að halda upp á öskudaginn eins og börnin á Íslandi gera öll. Okkar þátttaka var þó einfaldari því við Hrekkjalómar fórum í aðeins eina búð. Við sungum fyrir afgreiðslufólkið og útibústjórann Svein Tómasson í ÁTVR, Ríkinu í Eyjum. Við urðum alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum því við fengum ekkert að launum þrátt fyrir okkar útgáfu af laginu „María með mussuna, hún er gæðakona“. Það er einhver magnaðasta útgáfa af því lagi sem heyrst hefur, enda lögðum við allt okkar í sönginn. Sú ritsmíð og útgáfa öll er fyrst og fremst á ábyrgð Guðjóns Hjörleifssonar, fyrrverandi bæjarstjóra og alþingismanns.

Af www.dfs.is

Ásmundur Friðriksson las upp úr bók sinni í Bókakaffinu á Selfossi fimmtudaginn 11. desember sl. við mjög góðar undirtektir eins og sjá má þessum myndum:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður 

11.12.2015 07:02

Munaðarleysinginn - upplsestur á Rauða-Húsinu 11. des. 2015

Munadarleysinginn

Sigmundur Ernir Rúnarsson les upp úr bókinni ,, Munaðarleysinginn"

sem gefin er út af bókaútgáfunni Veröld.

Í bókinni kemur Eyrarbakki mikið við sögu.

 

Munaðarleysinginn

- upplsestur á Rauða-Húsinu 11. des. 2015
 

Lífssaga Matthíasar Bergssonar spannar allt frá dvöl á munaðarleysingjaheimili í Reykjavík á sjötta áratugnum til hörkulegrar herþjálfunar fyrir stríðið í Víetnam og daglegs lífs í glæpahverfi í miðríkjum Bandaríkjanna.

Við sögu koma Marlene Dietrich, Alice Cooper, Axl Rose, Marlboro-maðurinn, morðingi Johns Lennon – og þrír Bandaríkjaforsetar, svo nokkur séu nefnd. Í veraldarvolkinu tókst Matthías á við ótrúlegustu verkefni en sökk að lokum til botns í óreglu, niðurlægingu og eymd. Honum tókst að rífa sig upp úr ömurleikanum og tók stefnuna heim til Íslands – þar sem hann vissi af æskuástinni sinni.

Sigmundur Ernir Rúnarson ritar örlagasögu munaðarleysingjans Matthíasar Bergssonar af innsæi og sagnalist – einhverja óvenjulegustu ævisögu síðari ára!

Höfundur: Sigmundur Ernir Rúnarsson

Sigmundur Ernir Rúnarsson les upp á Rauða-Húsini í kvöld. 11. desember 2015 kl. 20:00 


 Í bókinni kemur Eyrarbakki mikið við sögu
 

 

Skráð af Menningar-Staður

11.12.2015 06:24

Bókakaffið á Selfossi 10. desember 2015

 

 

Bókakaffið á Selfossi 10. desember 2015

 

Myndaalbúm með 51 mynd hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:

 http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276126/Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

10.12.2015 16:10

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 9. desember 2015

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 9. desember 2015

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

 

10.12.2015 12:55

"Í fangelsunum er engin betrun lengur"

Eyrbekkingurinn Sigurjón Birgisson frá Merkisteini,
aðstoðar-varðstjóri á Litla-Hrauni.

 

„Í fangelsunum er engin betrun lengur“

 

Sigurjón BIrgisson, fyrrverandi formaður Félags fangavarða gagnrýnir harðlega að Fangelsismálastofnun fái ekki frekara fjármagn til að standa undir lágmarks rekstri fangelsiskerfisins. Fjárskorturinn geri það að verkum að fangelsin bjóði ekki lengur upp á betrunarvist.
 

Breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið gera ráð fyrir að framlög ríkissjóðs til Fangelsismálastofnunar hækki um 45 milljónir króna á næsta ári en í frumvarpinu voru stofnuninni ætlaðaðar um 1.600 milljónir króna í rekstur árið 2016.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, sagði í samtali við RÚV á sunnudaginn, að hækkunin væri nær 34 milljónum, eftir að tekið hefur verið tillit til ellefu milljóna króna niðurskurðarkröfu. Samkvæmt sérstakri neyðaráætlun, sem Fangelsismálastofnun vann að beiðni innanríkisráðuneytisins, var talið að hún þyrfti að lágmarki 80 milljóna króna hækkun á næsta ári til að reka fangelsiskerfið hættulaust. Páll sagði stofnunina að óbreyttu neyðast til að fækka föngum og loka fangelsum nái breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga.

 

Ekki kallað á vaktir þegar fólk vantar

 

Sigurjón Birgisson, aðstoðarvarðstjóri á Litla-Hrauni og fyrrverandi formaður Félags fangavarða, segir tíðindin grafalvarleg. „Við erum bara með lágmarks mönnun á vakt hverju sinni og oftar en ekki hefur komið upp sú staða að þegar það vantar á vaktina vegna veikinda, orlofs eða svoleiðis, þá er ekki kallað út á vaktina vegna þess að það er alltaf þessi stöðuga krafa um að spara og passa peningana,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu og nefnir sem dæmi dag í október þegar vantaði átta manns í vinnu í fangelsum landsins.

Hann segir að ekki hafi verið til fjármagn til að manna vaktir með tilliti til minnsta öryggis fanga og starfsfólks. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á fólki og svo náttúrulega skert þjónusta fyrir fanga, hvað varðar útivist, heimsóknir og annað sem við erum að reyna að halda úti.“

 

Ekki lengur betrun í fangelsunum

 

Sigurjón segir að fangaverðir hafi lýst ástandinu fyrir öllum sem hafa viljað hlusta. Forstöðumanninum á Litla-Hrauni og fangelsismálastjóra auk þess sem fulltrúar fangavarða á Litla-Hrauni hafi farið yfir áhyggjur sínar á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. „Allir taka vel í þetta og tala um nauðsyn betrunar og hvað hún geri samfélaginu gott, en miðað við það sem við sjáum í tillögunum í dag þá virðist það ekki alveg vera að skila sér.“

Þá segir Sigurjón að það sé einungis tímaspursmál hvenær eitthvað gerist í fangelsunum sem ógnar öryggi fanga og fangavarða. „Um helgar erum við að keyra á mjög litlum mannskap og það má ekkert út af bera, og við erum að tala um fangelsi sko, ekki heimavistarskóla,“ segir Sigurjón. „Það er ekki bara það að öryggi fanga og fangavarða sé ógnað með þessu, heldur þetta betrunarkonsept sem á að vera í gangi og er öllum til hagsbóta, að reyna hjálpa mönnum að finna betri leið í lífinu, við erum ekkert að ná að halda því úti heldur. Þrátt fyrir að maður heyri þingmenn úr öllum flokkum koma fram og tala um nauðsyn betrunar.“

 

Skert þjónusta hefur líka skaðleg áhrif á fanga

 

Dæmi eru, að sögn Sigurjóns, um að fella hafi þurft niður útivistartíma og loka vinnustöðum í fangelsunum vegna manneklu. Þá sé búið að stytta heimsóknartíma, og loka Barnakoti um helgar, þar sem hægt hefur verið að koma með börn til þess að verja tíma með foreldrum í einrúmi, sem sé einkar bagalegt þar sem helgar henti foreldrum jafnan best til að koma með börn í heimsókn í fangelsin.

Sigurjón segir þessa skertu þjónustu hafa skaðleg áhrif á fanga. „Þetta hefur náttúrulega þau áhrif að betrunin sem slík, tengslin við fjölskylduna og börnin þín, vinna og útivist, allt sem er talið gott til að láta þér líða betur og komast út úr vandræðum, það er allt skorið við nögl. Ég er búinn að vera á Litla-Hrauni í tuttugu ár og þegar ég sé mann koma í fangelsi í fimmtánda skiptið, þá er eitthvað mikið að,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu.

Hann segir að ekki sé lengur hægt að tala um að í fangelsum landsins sé boðið upp á betrunarvist. „Það er yfirlýst markmið að reyna að betra og hjálpa mönnum að komast út úr vandræðum, en það er bara ekki að ganga. Það er ekki að ganga þegar það er ekki til mannskapur. Það er ekki að ganga þegar það eru tveir félagsráðgjafar, það er ekki að ganga þegar það er engin geðlæknir í þessu kerfi, það er ekki að ganga þegar það má ekki kalla út fólk til að vinna störfin.“

Þá gerir Sigurjón athugasemd við forgangsröðun stjórnvalda í fangelsismálum. „Í fangelsiskerfinu er alveg gríðarlegur fjöldi manna, sem vissulega hefur misstigið sig á lífsleiðinni, en þeir eru mörgum góðum kostum gæddir og hæfileikum, en þeir fá bara engin tækifæri til þess að sýna það. Og það eina sem gerist að þeir fara út og koma aftur. Með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur öll. Sparnaðurinn á auðvitað að felast í því að hjálpa þessum mönnum að verða virkir þegnar í þessu þjóðfélagi, en það nær aldrei þangað. Þetta er búið að vera svona alla tíð í fangelsismálakerfinu. Það hefur aldrei verið líklegt til vinsælda að berjast fyrir fangelsismálakerfinu, og það er ekkert að fara breytast.“


Af www.ruv.is

 


.Skráð af Menningar-Staður

 

 

09.12.2015 11:35

Af ráðabruggi um Bruggverskmiðju á Eyrarbakka

 

 

Sunnlenska skopið í Sunnlenska fréttablaðinu miðvikudaginn 9. desember 2015
Teikning: Óðinn Andersen.

 

Af "ráðabruggi"

um Bruggverskmiðju á Eyrarbakka

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.12.2015 07:53

Eygerður Þórisdóttir er sextug í dag - Heldur upp á afmælið í Berlín

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Í Berlín

Eygerður stödd á jólamarkaði í fyrradag.

 

Eygerður Þórisdóttir er sextug í dag

- Heldur upp á afmælið í Berlín

 

Ég er stödd í Berlín hjá syni mínum og fjölskyldu, komum hingað á sunnudaginn og verðum fram yfir afmælið,“ segir Eygerður Þórisdóttir. „Það var hálfgert sumarveður þegar við komum hingað, þ.e. íslenskt sumarveður, 10-11 stiga hiti og gott að losna við óveðrið heima á Íslandi.“

Eygerður er fyrverandi formaður Kvenfélags Eyrarbakka sem hefur verið starfrækt frá 1888. „Félagið hefur alltaf verið virkt og það hefur aldrei fallið niður starfsemi hjá því. Við vorum að enda við basar sem gekk mjög vel, en ég var í basarnefndinni. Svo var bingó hjá okkur fyrir stuttu og svo verður jólatrésskemmtun fyrir börnin milli jóla og nýárs, sunnudaginn 27. desember. Við söfnum fyrir alls konar líknarmál, t.d. Sólvelli sem er heimili aldraðra á Eyrarbakka og skólann okkar.“

Eygerður er fædd og uppalin á Eyrarbakka og hefur alla tíð búið þar. „Við maðurinn reistum okkur bæ þar árið 1978 og köllum hann Simbakot en áður hafði staðið bóndabær á sama stað með því nafni. Þar nýt ég þess að vera og sauma mikið, prjóna og hekla,“ en Eygerður hefur haldið sýningar á bútasaumsverkum sínum.

Eiginmaður Eygerðar er Erlingur Bjarnason, verkstjóri hjá RARIK. Þau eiga þrjá syni sem allir búa erlendis, Þórir býr ásamt fjölskyldu sinni í Atlanta, Bjarni Þór býr í Huntsville í Alabama með fjölskyldu sinni og Jóhannes býr með sinni fjölskyldu í Berlín. „Eitt barnabarna okkar, sonur Jóhannesar, býr síðan hjá okkur.“

Morgunblaðið miðvikudagurinn 9. desember 2015.


 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

08.12.2015 06:46

Hólmfríður Lilja Haraldsdóttir - 30 ára í dag 8. des. 2015

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Hólmfríður Lilja Haraldsdóttir.

 

Hólmfríður Lilja Haraldsdóttir er 30 ára í dag - 8. des. 2015

 

Hólmfríður Lilja ólst upp á Eyrarbakka en er búsett í Tjarnabyggð í Árborg og er nú heimavinnandi húsfreyja sem stendur.

Maki: Arnar Elí Ágústsson, f. 1986, sölustjóri hjá Netpörtum í Árborg.

Börn: Haraldur Elí, f. 2007; Andrea Eir, f. 2009, og Ingibjörg Elín, f. 2014.

Foreldrar: Inga Björk Emilsdóttir, f. 1965, og Haraldur Ólafsson, f. 1961.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 8. desember 2015.
 

Skráð af Menningar-Staður

 

07.12.2015 21:16

Lokaáfangi göngustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar hafinn

 

.

Flaggað og fagnað var austast á Eyrarbakka þegar grafa frá Gröfutækni var komin á svæðið

nú á helginni og framkvæmdir í sjónmáli.

.

 

 

Lokaáfangi göngustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar hafinn

 

Í morgun, mánudaginn 7. desember 2015, hóf Gröfutækni  framkvæmdir við lokaáfanga við göngustíginn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.

 

Verkið felur í sér uppbyggingu á göngustíg milli Stokkseyrar og Eyrarbakka. Stígurinn liggur frá gamla ruslahaugaveginum við Eyrarbakka að sjóvarnargarði rétt við Hraunsá en þangað hafa fyrri áfangar stígsins náð frá Stokkseyri.

 

 Stígurinn í þessum hluta framkvæmdanna mun liggja um gróin tún, eftir gömlu fráveitulagnastæði og einnig um mýrlendi að hluta. Að auki liggur stígurinn um svæði þar sem líkur eru á fornminjum. Á því svæði er skylda að það sé viðstaddur eftirlitsmaður meðan grafið er fyrir neðra burðarlaginu.

 Hluti verksins verður  unnin á árinu 2015 en heildarverklok eru 17. maí 2016.

Fyrsta skóflustungan við gangsíginn frá Stokkseyri var tekin 7. september 2012.

Göngustígurinn hefur verið á loforðalista allra framboða í Sveitarfélaginu Árborg í öllum kosningum frá árinu 1998.

 

Þegar framkvæmdum verður lokið þann 17. maí 2016 hefur þetta verk verið í loforða- og framkvæmdaferli í 18 ár.

Saga göngustígsins verður rakin hér á Menningar-Stað síðar.

 

 

 

Fyrsta skóflustungan við gangstíginn frá Stokkseyri var tekin 7. september 2012. Skráð af Menningar-Staður

 

06.12.2015 20:58

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

Menningarverstöðin Hólmarsöst á Stokkseyri. Svartikletytur á miðhæðinni.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. 

 

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

Framboðsfundur D-listans í Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri árið 2002

Það sem menn muna helst frá þessum fundi eru loforð um göngustíg á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.


 

Í öllum kosningum frá:
 

1998
2002

2006

2010

2014

hafa öll framboð í Sveitarfélaginu lofað að beita sér fyrir lagningu göngustígs á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.

Myndaalbúm frá framboðsfundi D-listans í Árborg sem haldinn var í Svartakletti í Hólmaröst á -Stokkseyri fyrir kosningarnar vorið 2002 er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276028/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

Skráð af Menningar_Staður