Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Desember

06.12.2015 16:51

Neyðast til að loka fangelsum og fækka föngum

 

 

Páll Winkel.

 

Neyðast til að loka fangelsum og fækka föngum

 

Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, segir að stofnunin neyðist til að loka fangelsum og fækka föngum verði breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið að veruleika. Stofnunin sé komin að þanmörkum.
 

Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið gera ráð fyrir að framlög ríkissjóðs til Fangelsismálastofnunar hækki um 45 milljónir króna á næsta ári, en í frumvarpinu var stofnuninni ætlað að reka sig fyrir um 1.600 milljónir króna árið 2016. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir hækkunina nema í raun 34 milljónum, eftir að tekið hefur verið tillit til ellefu milljóna króna niðurskurðarkröfu. Samkvæmt sérstakri neyðaráætlun, sem Fangelsismálastofnun vann að beiðni innanríkisráðuneytisins, taldi stofnunin að hún þyrfti að lágmarki 80 milljóna króna hækkun á næsta ári.

„Og þá er ég ekki að tala um, og ég undirstrika það, einhvern óskalista eða gæluverkefni eða eitthvað í þeim stíl, heldur lágmarksupphæð til að geta rekið kerfið hættulaust,“ segir Páll í samtali við fréttastofu.

Hann segist hafa fundið fyrir skilningi hjá formanni fjárlaganefndar sem og innanríkisráðherra, en einhver staðar í ferlinu hafi sá skilningur farið fyrir lítið.

„Sko, við erum búin að loka fangelsum, við erum búin að fækka fangavörðum, við erum búin að minnka þjónustu við fanga, það eru minni heimsóknir til fanga, börn geta bara komið á virkum dögum í heimsóknir, það er minna aðgengi að námi. Allt sem kostar peninga, minni útivist og svo framvegis og svo framvegis. Við rekum ekki fangavarðaskóla nema annað hvert, þriðja hvert ár. Allt sem kostar og við getum komist undan, því komumst við undan. Nema það er eitthvað sem þú getur bara gert í ákveðinn tíma, þú getur ekki stanslaust haldið því áfram og á ákveðnum tíma þá ertu kominn að þanmörkum, og það var í sjálfu sér í hittifyrra,“ segir Páll.

Neyðast til að loka óhagkvæmari einingum

 

Til stendur að taka nýtt fangelsi á Hólmsheiði í notkun á næsta ári. Páll segir framlög ríkissjóðs til fangelsismálastofnunar engu breyta þar um, enda hagkvæm eining í rekstri eins og fangelsið á Litla-Hrauni. Hins vegar gæti stofnunin neyðst til að loka öðrum óhagkvæmari fangelsum til að bregðast við, eins og Kvíabryggju eða fangelsinu á Akureyri.

„Staðan er þannig að við erum búin að loka einu fangelsi, og staðan er þannig að við getum ekki haft eins marga fanga á næsta ári eins og núna. Þetta er ósköp einfalt, okkar verkefni eru fangar og við þurfum að draga úr verkefnunum og það er þá að fækka föngum.“


Af www.ruv.is

 

Hið hagkvæma fangelsi að Litla-Hrauni á Eyrarbakka. Ljósm.: BIB

Skráð af Menningar-Staður

04.12.2015 15:33

Jólamarkaður og tónleikadagskrá í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri

 

 

Jólamarkaður og tónleikadagskrá í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri

 

Jólamarkaðurinn í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri fékk mjög góðar viðtökur í fyrra og er ætlunin að endurtaka leikinn á aðventunni í ár.

Jólamarkaðurinn opnar föstudaginn 4. desember kl. 17:00.

Tónleikar verða um kvöldið kl. 20:00, en þar mun Ágústa Sigrún Ágústsdóttir flytja lög af nýjum jóladiski sínum „Stjörnubjart“.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin.

Jólamarkaðurinn opnar síðan laugardaginn 5. des. og verður opinn laugardaga og sunnudaga fram að jólum kl. 13:30–18:00.

 

Tónlistardagskrá Orgelsmiðjunar:


Laugardagur 5. des. kl. 15:00. Hringur, kór eldri borgara í Rangárþingi, syngur jólalög 


Sunnudagur 6. des. kl. 14:00. Nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur

                                           og Helgu Sighvatsdóttur.


Laugardagur 12. des. kl. 15:00. Nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga undir stjórn Uelle Hahndorf.


Sunnudagur 13. des. kl. 15:00. Jólatónar – nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga undir stjórn Ingibjargar Birgisdóttur

                                             og Birgit Myschi.


Laugardagur 19. des. kl. 14:00. Nemendur Glódísar Guðmundsdóttur úr Tónlistarskóla Árnesinga.


Laugardagur 19. des. kl. 17:00. Tónleikar Sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur.


Sunnudagur 20. des. kl. 14:30. Jólatónar – nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga undir stjórn Guðmundar Pálssonar.

                              Kl. 16:00 UniJón flytja nokkur jólalög 

Fólk er hvatt til að koma í Orgelsmiðjuna og njóta notalegrar stemningar. Vöruúrvalið verður vandað handverk úr verkstæði Orgelsmiðjunnar, vörur úr nágrenninu svo sem Stokkseyrarhunang, jólamöndlur, hunang, sultur og te, jólastjörnur frá Þýskalandi, smádót frá Pakistan og gjafir fyrir tónlistarunnendur.

 

Látið koma ykkur á óvart og verið hjartanlega velkomin.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

04.12.2015 10:29

4. desember 2015 - 154 ár frá fæðingu Hannesar Hafstein - ráðherra Íslands

 

Hannes Hafstein.

 

4. desember 2015

- 154 ár frá fæðingu Hannesar Hafstein - ráðherra Íslands

Hannes Hafstein var fæddur að Möðruvöllum, Hörgárdal í Eyjafirði þann 4. desember 1861.

 

Hannes Hafstein lést, 61 árs þann 13. desember 1922.

 

Æviágrip

Fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 4. desember 1861, dáinn 13. desember 1922.

Foreldrar: Pétur Havstein (fæddur 17. febrúar 1812, dáinn 24. júní 1875) alþingismaður og amtmaður þar og 3. kona hans Kristjana Gunnarsdóttir Havstein (fædd 20. september 1836, dáin 24. febrúar 1927) húsmóðir. 

Maki (15. október 1889) Ragnheiður Stefánsdóttir Hafstein (fædd 3. apríl 1871, dáin 18. júlí 1913) húsmóðir. Foreldrar: Stefán Thordersen alþingismaður og kona hans Sigríður Ólafsdóttir Stephensen, sem áður var 2. kona Péturs, föður Hannesar. Börn: Sigurður (1891), Kristjana (1892), Ástríður (1893), Þórunn (1895), Sigríður (1896), Sofía Lára (1899), Elín Jóhanna Guðrún (1900), Ragnheiður (1903), Kristjana (1911), Sigurður Tryggvi (1913).

Stúdentspróf Lsk. 1880. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1886.

Settur sýslumaður í Dalasýslu 1886, sat að Staðarfelli. Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1887. Sinnti síðan lögfræðistörfum um hríð. Landshöfðingjaritari frá 1889 og jafnframt að nýju málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1890–1893. Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1896–1904. Skipaður 31. janúar 1904 ráðherra Íslands frá 1. febrúar að telja, lausn 31. mars 1909. Bankastjóri við Íslandsbanka 1909–1912. Skipaður 24. júlí 1912 ráðherra Íslands að nýju frá 25. júlí, lausn 21. júlí 1914. Varð aftur bankastjóri við Íslandsbanka 1914 og gegndi því starfi til 1917, er hann varð að láta af því vegna vanheilsu.

Endurskoðandi Landsbankans 1890–1896. Átti sæti í millilandanefndinni 1907, varaformaður hennar og formaður íslenska hlutans. Skipaður 1911 í milliþinganefnd um rannsókn á fjármálum landsins og í aðra um skattamál, skipaður 1914 í velferðarnefnd. Foringi Heimastjórnarflokksins 1901–1912.

Alþingismaður Ísfirðinga 1900–1901, alþingismaður Eyfirðinga 1903–1915, landskjörinn alþingismaður 1916–1922, sat síðast á þingi 1917 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).

Ráðherra Íslands 1904–1909 og 1912–1914.

Forseti sameinaðs þings 1912.

Kvæði hans hafa birst í mörgum útgáfum. — Ævisaga hans eftir Kristján Albertsson kom út í þrem bindum 1961, 1963 og 1964.

Ritstjóri: Verðandi (1882).

 

Meðal ljóða hans eru Sprettur (Ég berst á fáki fráum) og Stormur.

 

Minnisvarði um Hannes var afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið 1. desember 1931.

 


Hannes Hafstein við Stjórnarráðið í Reykjavík.

.

 

Fjær er Kristján IX konungur Danmerkur og Íslands með stjórnarskrá til Íslendinag í hendi árið 1874.
Nær er Hannes Hafstein.


Skráð af Menningar-Staður.

 


 

03.12.2015 06:55

Fjalla-Eyvindur snýr aftur - Selfoss 4. des. 2015

 

 

Fjalla-Eyvindur á enn erindi við nútímamanninn.

 

Fjalla-Eyvindur snýr aftur
 Selfoss 4. des. 2015

 

Hin útlæga og vinsæla sýning Fjalla-Eyvindur verður tekin úr útlegð á föstudag, 4.desember 2015. Þá verður þessi óvænt vinsæli leikur sýndur að nýju í Gamla bankanum á Selfossi. Á undan sýningunni mun Guðmundur G. Þórarinsson segja frá sinni sýn á lífshlaupi Fjalla-Eyvindar. 

Miðaverð er aðeins 2.800.- kr og er miðasala þegar hafin í síma 894 1275. Fjalla-Eyvindar stundin á föstudag hefst kl.20.

 

Einleikurinn Fjalla-Eyvindur eftir og með Elfari Loga Hannessyni, Bílddælingi og tengdasyni Dýrafjarðar, hefur fengið fanta fínar viðtökur. Leikurinn var frumsýndur í lok október 2013 og hefur gengið síðan. Sýningar á leiknum hafa legið niðri um tíma en nú snýr Fjalla-Eyvindur aftur og hefur sjaldan verið hressari. 

  


Skráð af Menningar-Staður

 

 

03.12.2015 06:39

Skemmtanalífið 1966-1979

 

 

 

Skemmtanalífið 1966–1979

Í máli og þúsund myndum

 

Dansleikir og skemmtanir í Festi í Grindavík, landskunnar hljómsveitir og fegurðardrottning af Suðurnesjum eru meðal efnis í máli og myndum í nýrri bók, Öll mín bestu ár, eftir Kristin Benediktsson og Stefán Halldórsson.

Bókin fjallar um skemmtanalífið á árunum 1966-1979. Viðfangsefnin eru dansleikir, útihátíðir, skólaskemmtanir, tískusýningar, uppákomur, barnaskemmtanir, hljómleikar, fegurðar- og hæfileikasamkeppnir og aðrir við- burðir víða um land.

Yfir 1.000 ljósmyndir Kristins eru í bókinni og ítarleg umfjöllun Stefáns um flytjendur, gesti, staðina og stemminguna. Kristinn Benediktsson var fyrr á árum ljósmyndari á Morgunblaðinu og Stefán skrifaði um popptónlist í blaðið í 10 ár frá 1967 til 1977. Þeir hófu samstarf um gerð bókarinnar árið 2011, en eftir að Kristinn lést árið 2012 eftir langa baráttu við krabbamein hélt Stefán verkinu áfram í samvinnu við dóttur Kristins og vin hans.

 

Hljómar, Júdas, Óðmenn, Trúbrot og Ábót eru meðal yfir 100 hljómsveita, þjóðlagaflytjenda og skemmtikrafta á síðum bókarinnar

 

Hjónin Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir prýða forsíðuna og þrír bræður Maríu, Þórir, Júlíus og Baldur, koma einnig við sögu.

 

Stefán Halldórsson er útgefandi bókarinnar, en bókaforlagið Salka annast dreifingu í verslanir.

 

Blaðið Reykjanes fimmtudagurinn 3. desember 2015

 

Skráð af Menningar-Staður

02.12.2015 06:12

Fyrrum ráðherra er nú rithöfundur

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Guðni Ágústsson.

 

Fyrrum ráðherra er nú rithöfundur

• Í Rithöfundasambandið • Þrjár bækur

 

„Hjá byrjendum allavega er löng meðganga að hverri bók. Sköpunarverkið býr um sig í heila og hjarta og mótast þannig stig af stigi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra. Hann fékk á dögunum inngöngu í Rithöfundasamband Íslands sem kallast má staðfesting á því að vera rithöfundur, sem óneitanlega er talsverður titill. Skilyrðin fyrir aðild eru að höfundur hafi sent frá sér tvö verk sem hafi listrænt og fagurfræðilegt gildi eins og það er orðað á vefsetri sambandsins. Þessi skilyrði og vel það uppfyllir rithöfundurinn frá Brúnastöðum í Flóa.

 

Var kominn með bakteríuna

Árið 2007 kom út bókin Guðni – af lífi og sál sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði. Þar sagði Guðni frá lífshlaupi sínu og var góður rómur gerður að verkinu. „Ég var tæplega sextugur þegar bókin kom út og fannst ég því kannski fullungur til að segja frá ævi minni í bók. Minningur orða fermingarprestsins míns, séra Sigurðar Pálssonar í Hraungerði, sem sagði að menn ættu að segja sögu sína áður en þeir færu að gleyma, lagði ég upp í þessa vegferð fyrir áeggjan Péturs Más Ólafssonar forleggara,“ segir Guðni.

„Merkilegast var að hafa tekið ákvörðun um ævisöguna staddur í Brussel ESB-sinna. Þangað fórum við til að gleðja Íslendingana, talaði um frelsið og sauðkindina við þá og féllst síðan á ósköpin yfir þjóðarrétti heimamanna, kræklingi og frönskum,“ segir Guðni. Kveðst þarna hafa verið kominn með þá bakteríu að verða rithöfundur ef ekki skáld.

Sögur af fólki og ýmsar minningar voru efni bókarinnar Guðni léttur í lund sem kom út 2013. Þá bók skrifaði Guðni sjálfur svo sögu Hallgerðar langbrókar sem kom út í fyrra. Þar brá höfundurinn nýju ljósi á líf og örlög hinnar stórbrotnu konu, sem er ein af lykilpersónum Njálu. Í áranna rás hefur Guðni oft fjallað um það mikla verk hvar hann hefur oft fundið samsvörun milli sögupersónananna og bragðarefa nútímans í íslenskum stjórmálum.

 

Skarphéðinn heillar

„Nei, ég ætlaði mér aldrei að vera með bók fyrir þessi jól. En það eru umbrot í mér og af mörgu að taka sem mætti skrifa bók um. Slíkt er langt ferli og mikið ævintýri. Það er ómögulegt að segja til um hvað sú næsta verður um en ef ég skrifa meira um Njálu þá heillar Skarphéðinn Njálsson mig töluvert,“ segir Guðni. sbs@mbl.is

Morgunblaðið miðvikudagurinn 2. desember 2015


 

Skráð af Menningar-Staður

01.12.2015 18:43

Hjallastefnan í Kaupmannahöfn

 

.

 

 

Hjallastefnan í Kaupmannahöfn

 

Hjallastefnan, hin nýja frá Eyrarbakka, hefur náð til Kaupmannahafnar eins


og sjá má hér á Íslandsbryggju.
 

 
 


Skráð af Menningar-Staður

01.12.2015 15:19

Jón Sigurðsson og 1. desember

 

 

Jón Sigurðsson og 1. desember

 

Þann 1. desember 1918  tóku svokölluð  sambandslög gildi. Samkvæmt þeim varð þjóðin fullvalda, eins og það var kallað, en áfram í konungssambandi við Dani, þ.e. við höfðum áfram sama kóng. Einnig skyldu Danir sjá um utanríkismál okkar og landhelgisgæslu.  

   Auðvitað byggðu sambandslögin mikið á baráttu Jóns Sigurðssonar og félaga fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Það fer því vel á að rifja upp örfá orð um þann mann á þessum  ágæta degi, sem við erum að vísu að mestu leyti hætt að halda  hátíðlegan.   

 

Ásgeir Ásgeirsson forseti mælti meðal annars svo í hátíðarræðu á Hrafnseyri 17. júní 1961:

 

  “Það mun fágætt, að maður taki á svo ungum aldri rétta stefnu og forystu, svo að vart þurfi að breyta, þó stundum þurfi að auka, á langri ævi fram á gafarbakka. Nokkurn arf, staðgóðan, hefur pilturinn haft með sér frá Hrafnseyrarheimilinu og Vestfjörðum, þó ekki væru það fjármunir. Slíkur árangur og afköst, sem urðu af ævistarfi hans í verslunarmálum, fjármálum og stjórnskipunarmálum þjóðar sinnar, sögu og stjórnvísindum, eru með eindæmum.”

 

    Mikið vatn er til sjávar runnið síðan Jón Sigurðsson var að reyna að koma Íslendingum til manns og Dönum að hlusta á söguleg og siðferðileg rök. Þessi óþreytandi áróðursmaður, sem jafnframt var gætinn og hagsýnn, var ötull talsmaður frjálsra samskipta. Hann var opinn fyrir öllum gagnlegum nýjungum, hvaðan sem þær komu. Hann benti þráfaldlega á að leiðin til frelsis og framfara lægi í gegnum frjáls viðskipti milli þjóðanna. Jón forseti var langt á undan mörgum samtíðarmönnum sínum hvað þetta snertir. En fáir voru samt jafn raunsæir og þessi heimsvani útnesjamaður héðan að vestan.

Hallgrímur Sveinsson

á Þingeyri.

 

 
Skráð af Menningar-Staður

01.12.2015 12:12

Dýrasta lúxusrúta landsins

 

 
 

 

Dýrasta lúxusrúta landsins

Með 48 sæti í stað 60 svo gott pláss sé fyrir farþega

Kostaði 60 milljónir króna og er í þjónustu Gray Line

Dýrasta lúxusrúta sem Íslendingar hafa eignast er í notkun hjá ferða­ þjónustufyrirtækinu Gray Line.

Rútan er af gerðinni Volvo 9900 VIP og er að mörgu leyti sambærileg við lúxusfarrými um borð í flugvélum, með 48 sæti í stað 60, til að gott pláss sé fyrir alla farþega. Verð rútunnar er 60 milljónir króna. Þetta er flaggskipið frá Volvo Bus í rútum. Gólfið er hallandi (theater floor) til að auka upplifun farþega af að sjá betur út um framrúðuna á meðan á lungamjúkum akstri á loftpúðafjöðrun stendur. Rútan er hlaðin aukabúnaði, þar á meðal ísskápum, kaffiaðstöðu, sjónvarpsskjáum, salerni, tvöföldu lituðu gleri, myndavélum fyrir bílstjóra o.fl. 

Mikill lúxus fyrir farþega

Farþegasætin eru einstaklega vel útbúin og þægileg. Þau eru fjölstillanleg, með armpúðum á milli sæta, hallanleg með fótskemlum og fóthvílum auk þess sem hægt er að auka hliðarbil á milli sæta. Við hvert sætapar eru 230 volta tenglar til að hlaða raftæki. Stjórnborð fyrir ofan farþega tryggir þeim ferskt loft og lestrarljós eftir óskum. Að sjálfsögðu er loftkæling og fyrir íslenskar aðstæður er tímastillir á hitun, þannig að rútan er alltaf heit að innan áður en fyrstu farþegar dagsins stíga inn í hana. Bíllinn lækkar sig hurðamegin til að auð­ velda inngöngu. Lokaðar farangursgeymslur eru ofan við sætin, líkt og í flugvélum. Í bílnum er 460 hestafla dísilvél og hann er með þremur hásingum. Það ætti ekki að væsa um farþega þessarar glæsilegustu rútu landsins, en aldrei hefur annar eins lúxus sést í rútu hérlendis áður.

Fréttablaðið þriðjudagurinn 1. desember 2015

Skráð af Menningar-Staður