Strandarkirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Ný pílagrímaganga á Suðurlandi
Gengið frá Strandarkirkju að Skálholti í sumar
Undanfarið hefur vinnuhópur unnið að því að búa til pílagrímagönguleið frá Strandarkirkju og alla leið í Skálholt. Hugmynd að göngunni fékk Þorlákshafnarbúinn Edda Laufey Pálsdóttir eftir að hún gekk Jakobsveginn, þekktustu pílagrímaleið Evrópu. Edda Laufey hefur oft á undanförnum árum komið með hugmyndir að verkefnum sem gætu aukið áhuga ferðamanna á Þorlákshöfn og Ölfusinu og hafa margar hugmyndir hennar orðið að veruleika.
Edda Laufey kynnti tillögu sína að fimm daga pílagrímsgöngu frá Strandarkirkju í Skálholt, fyrir bæjarfulltrúum og fleiri áhugasömum í Þorlákshöfn. Hugmyndinni var afar vel tekið og var hún kynnt víðar þar sem leiðin liggur um fimm sveitarfélög. Eftir kynningarfund í Skálholti var myndaður fimm manna vinnuhópur sem nú vinnur að því að móta verkefnið. Í vinnuhópnum sitja þau Barbara Guðnadóttir fyrir Ölfusið, Bragi Bjarnason fyrir Árborg, Rósa Matthíasdóttir fyrir Flóahreppi, Ásborg Arnþórsdóttir fyrir Uppsveitir Árnessýslu og Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur Suðurprófastsdæmis.
Að mörgu er að hyggja þegar ný gönguleið er hönnuð og hefur verið rætt við landeigendur til að fá leyfi þeirra. Þá þarf að ákveða gönguleiðina á hverjum stað með með það í huga að dagleiðir verði ekki of langar um leið og gengið er um falleg svæði. Verkefnið fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands og mun hann nýtast við að kortleggja leiðina og skipuleggja prufugöngur.
Verkefnið var kynnt fyrir Ferðafélagi Íslands í haust og í kjölfarið var prufuganga ferðarinnar sett á dagskrá FÍ á þessu ári. Gengið verður fimm sunnudaga í sumar á eftirfarandi dögum:
Hver ferð kostar kr. 9.000 (6.000 kr fyrir félaga í FÍ). Ferðafélagið sér um skráningu í ferðina.
Af www.hafnarfrettir.is
Eyrbekkingar við Strandarkirkju. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Vegna breyttra reglna um mótframlag er að nýju auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Umsóknarfrestur er til miðnættis 2. febrúar 2016. Þær umsóknir sem bárust í kjölfar síðustu auglýsingar (19. september 2015) halda gildi sínu og mun umfjöllun um þær byggjast á grundvelli nýju reglnanna.
Samkvæmt nýjum reglum miðast mótframlag styrkhafa að jafnaði við 20% þegar styrkhafi er sveitarfélag eða einkaaðili en styrkir til svæða í eigu eða umsjón ríkisins verða veittir án kröfu um mótframlag. Mótframlag getur áfram verið í formi beinna útgjalda eða vinnuframlags.
Einnig er gerð breyting á útborgun styrkja. Styrkur greiðist út til styrkþega í samræmi við samþykkta kostnaðar-, verk- og framkvæmdaráætlun. Fyrsta greiðsla, allt að 40%, er greidd við undirritun samnings en áður en til frekari greiðslna kemur skal styrkþegi skila inn framvinduskýrslu, ásamt myndefni, fyrir hvern áfanga.
Þær umsóknir sem bárust í kjölfar síðustu auglýsingar (19. september 2015) halda gildi sínu og mun umfjöllun um þær byggjast á grundvelli nýju reglnanna. Kappkostað verður að ljúka úthlutunarferlinu eins fljótt og unnt er. Kjósi umsækjandi að breyta umsókn sinni skal það gert í þjónustugátt Ferðamálastofu í síðasta lagi 2. febrúar nk. Sjá nánar undir liðnum "Hvar ber að sækja um" hér að neðan.
a. Verkefnislýsingu sem lýsir hugmyndinni með rökstuddum og skýrum hætti.
b. Kostnaðar- og verkáætlun. Hún er hluti af umsóknarformi og fyllt út samhliða.
a. Ef sótt er um styrk fyrir byggingu mannvirkja eða til annarra framkvæmda þá verður deiliskipulag,
fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi að liggja fyrir.
b. Ef sótt er um styrk til skipulags- og hönnunarvinnu eða undirbúningsrannsókna þá verður að fylgja
skriflegt samþykki sveitarstjórnar og/eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.
c. Skriflegt samþykki allra landeigenda og/eða umsjónaraðila.
Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.
Sótt er um á rafrænni þjónustugátt Ferðamálastofu. Byrja þarf á að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í farsíma. Þegar innskráningu er lokið skal velja flipann "Umsóknir".
Í myndbandinu hér að neðan eru leiðbeiningar um innskráningu og fleira sem tengist umsóknarferlingu, bæði fyrir nýjar umsóknir og ef umsækjandi vill breyta umsókn sinni. Ath. að aðeins er hægt að breyta umsóknum sem sendar voru inn fyrir lok síðasta umsóknarfrests, þ.e. í október 2015, en ekki er hægt að breyta nýrri umsókn eftir að hún hefur verið send inn.
Af www.ferdamalastofa.is
Skráð af Menningar-Sta'ur
Uppselt - Biðlisti
Laust á ballið
Velkomin
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
F.v.: Rúnar Eiríksson, Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson, Jóhann Gíslason
og Ragnar Emilsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 29. janúar 2016
![]() |
Skráð af Menningar-Staður |
![]() |
Vigdís í vöfflukaffi 29. janúar 2016
Vigdís Hauksdóttir í vöfflukaffi í Framsóknarhúsinu við Eyraveg 15 á Selfossi
í dag, föstudaginn 29. janúar 2016 kl. 16 - 18
Allir velkomnir.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
|
Opinn fundur um bæjarhátíðir í Árborg
Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2016. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3.hæð, þriðjudaginn 2.febrúar nk. kl.18:30.
Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.
Í tilkynningu frá nefndinni segir að mikil sóknarfæri séu í ferðamannaiðnaðinum og eru fjölbreyttir og líflegir menningarviðburðir hluti af því sem ferðamenn, innlendir sem erlendir vilja heimsækja.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Óðinn við bryggju á Flateyri. Ljósm.: BIB |
Varðskipið Óðinn kom til landsins þann 27. janúar 1960.
Því var beitt í þremur þorskastríðum og það tók þátt í björgun um 370 skipa.
Skipið er nú hluti af Víkinni, sjóminjasafninu í Reykjavík.
Morgunblaðið miðvikudagurinn 27. janúar 2016
![]() |
Eyrbekkingurinn og Önfirðingurinn Vilbergur Magni Óskarsson,
skipherra, á brúravæng Óðins við bryggju á Flateyri.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Spilavist BSE byrjar 27. janúar 2016
Foreldrafélag BES stendur fyrir fjórum spilakvöldum.
Það fyrsta verður annað kvöld, miðvikudag 27. janúar 2016, á Stokkseyri kl. 18:00.
Allir hjartanlegavelkomnir
– börn, foreldrar, ömmur og afar, kennarar, vinir og nágrannar
Stjórnin
Skráð af Menningar-Staður
Um 70.900 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í desember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 17.100 fleiri en í desember 2014. Aukningin nemur 31,9% milli ára. Fjöldi erlendra ferðmanna um Keflavíkurflugvöll var því um 1.262.000 á árinu 2015. Gera má ráð fyrr að tölurnar nái til um 97% ferðamanna sem hingað komu. Ótaldir eru þeir sem komu um aðra millilandaflugvelli og farþegar Norrænu en heildaruppgjör fyrir árið mun liggja fyrir síðar í mánuðinum.
Aukning eftir mánuðum:
• 34,5% í janúar
• 34,4% í febrúar
• 26,8% í mars
• 20,9% í apríl
• 36,4% í maí
• 24,2% í júní
• 25,0% í júlí
• 23,4% í ágúst
• 39,4% í september
• 49,3% í október
• 34,1% í nóvember
• 31,9% í desember
Um 76% ferðamanna í desember síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bretar voru langfjölmennastir eða 34,3% af heildarfjölda og næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn (17,2%). Þar á eftir fylgdu Kínverjar (6,8%), Pólverjar (3,8%), Þjóðverjar (2,9%), Japanir (2,5%), Danir (2,3%), Frakkar (2,3%), Norðmenn (2,0%) og Kanadamenn (2,0%).
Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum og Kínverjum mest milli ára í desember en 6.700 fleiri Bretar komu í desember í ár en í fyrra, um 5.400 fleiri Bandaríkjamenn og um 1.900 fleiri Kínverjar. Þessar þrjár þjóðir báru uppi 81,9% aukningu ferðamanna í desember.
Ferðamönnum í desember hefur fjölgað verulega frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli árið 2002 og þá einkum síðastliðin fjögur ár. Þannig hefur heildarfjöldi ferðamanna í desembermánuði meira en þrefaldast frá árinu 2011 og munar þá mestu um aukningu Breta sem hafa meira en fimmfaldast, N-Ameríkana sem hafa meira en fjórfaldast og þeirra sem flokkast undir ,,önnur þjóðerni“ sem hafa nærri fjórfaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu hafa á sama tíma tvöfaldast en Norðurlandabúum hefur einungis fjölgað lítilsháttar.
Á árinu 2015 fóru tæplega 1,3 milljónir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll eða um 292.700 fleiri en á árinu 2014. Um er að ræða 30,2% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum nema Norðurlöndunum sem hafa staðið í stað. Aukningin hefur verið 51,6% frá N-Ameríku, 33,5% frá Bretlandi, 19,6% frá Mið- og S-Evrópu og 41,7% frá öðrum löndum sem ekki eru talin sérstaklega og flokkast undir ,,annað“.
Um 32.900 Íslendingar fóru utan í desember síðastliðnum eða um 4.800 fleiri en í desember árið 2014. Á árinu 2015 fóru um 450.300 Íslendingar utan eða um 50.300 fleiri en á árinu 2014. Aðeins einu sinni áður hafa ferðir Íslendinga utan verið fleiri á einu ári en það var árið 2007.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð þannig að inn í tölunum eru erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is