Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Janúar

26.01.2016 11:45

Eyrarrósarlistinn 2016 birtur

 

 

 

Eyrarrósarlistinn 2016 birtur

 

Listi yfir tíu verkefni sem eiga möguleika á því að hljóta Eyrarrósina í ár.

Í ár barst mikill fjöldi umsókna um Eyrarrósina hvaðanæva af landinu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.

Eyrarrósarlistinn 2016 birtir nöfn þeirra tíu verkefna sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Verkefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og koma alls staðar að af landinu. Þann 2. febrúar næstkomandi verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en hin tvö verkefnin hljóta peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Eyrarrósarlistinn 2016:

  • Act Alone
  • Að – þáttaröð N4
  • Barokksmiðja Hólastiftis
  • Eldheimar
  • Ferskir vindar
  • Northern Wave
  • Reitir
  • Rúllandi snjóbolti
  • Sauðfjársetur á Ströndum
  • Verksmiðjan á Hjalteyri

Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn um miðjan febrúar næstkomandi í Frystiklefanum að Rifi.

Að venju mun Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhenda verðlaunin.

Nánar um verkefnin á Eyrarrósarlistanum 2015

Act Alone

Leiklistarhátíðin Act Alone er haldin árlega á Vestfjörðum yfir sumartímann og fagnar í ár þrettán ára afmæli sínu.  Sérstaða Act Alone felst í því að hún er meðal fárra leiklistarhátíða í heiminum sem helgar sig einleiknum og einnig hefur hún aukið aðgengi almennings að þessu sérstaka leikhúsformi með því að hafa ókeypis á allar sýningar. http://actalone.net

Að - þáttaröð N4:

N4 hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir vandaða umfjöllun um menningu og mannlíf, fyrst á Norðurlandi en nú einnig á Austurlandi og Suðurlandi. Í ár mun Vesturland bætast í hópinn. Að – þáttaröðin er 30 mínútna þáttur sem sýndur er þrisvar í viku. Í þáttunum er lögð áhersla á fjölbreytta og uppbyggilega umfjöllun á sviði menningar- og lista, nýsköpunar og atvinnulífs. http://n4.is/

Barokksmiðja Hólastifts:

Markmið Barokksmiðju Hólastiftis eru að kynna barokktónlist fyrir tónlistarfólki og almenningi, auka áhugann á þessu tímabili tónlistarsögunnar og fjölga tækifærum starfandi tónlistarfólks til að taka þátt í metnaðarfullu tónlistarstarfi í háum gæðaflokki. Barokksmiðjan stendur á ári hverju fyrir Barokkhátíðinni á Hólum þar sem haldnir eru tónleikar, fyrirlestrar og námskeið fyrir tónlistarfólk og gesti. http://barokksmidjan.com/

Eldheimir

Eldheimar er safn, menningar- og fræðslusetur tileinkað eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973. Markmið Eldheima er að miðla fróðleik um Heimaeyjargosið sem og sögu Surtseyjar, sem rekin er sérstaklega í Surtseyjarstofu. Auk fastra sýninga safnsins er þar reglulega haldnir tónleikar og myndlistarsýningar, auk annarra fjölbreyttra viðburða. http://eldheimar.is

Ferskir vindar

Ferskir vindar er alþjóðleg listahátíð í Garði. Markmið hátíðarinnar er að skapa lifandi umhverfi sem allir njóta góðs af og færa listina til fólksins. Þeir listamenn sem taka þátt í hátíðinni dvelja í fimm vikur í Garði við listsköpun sína og standa fyrir ýmis konar sýningum og uppákomum á með dvölinni stendur. Með listahátíðinni er verið að efla menningu og listir á Suðurnesjum og laða að ferðamenn utan háannatíma. www.fresh-winds.com/

Northern wave

Á hverju ári er alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave haldin í Grundarfirði. Hátíðin fer fram yfir eina helgi og býður upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra stuttmynda og íslenskra tónlistarmyndbanda auk annar viðburða.. Hátíðin hefur beint sjónum kvikmyndagerðarmanna að Grundarfirði sem tökustað, en þar hafa verið teknar upp stuttmyndir, heimildamyndir og þáttaraðir fyrir sjónvarp. http://northernwavefestival.com 

Reitir

Sumarsmiðjan Reitir býður árlega 20 skapandi einstaklingum frá öllum heiminum til Siglufjarðar að taka þátt í tilraunakenndri nálgun á hinni hefðbundnu listasmiðju.Reitir byggja á þeirri hugmynd að með því að blanda saman fólki úr ólíkum áttum og starfsgreinum myndi fjölbreytt reynsla þáttakenda grunn að nýstárlegum verkefnum sem fjalla á einn eða annan hátt um Siglufjörð. Markmið smiðjunnar er að vera virkur þáttur í menningaruppbyggingu Siglufjarðar, í samstarfi við íbúa staðarins.  http://reitir.com

Rúllandi snjóbolti

Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) og hefur verið haldin frá árinu 2014 í gömlu Bræðslunni á Djúpavogi. Sumarið 2015 voru sýnd verk 26 samtímalistamanna frá Kína, Hollandi, Íslandi og víðar. Verkefnið eflir tengsl listamanna í Evrópu og Asíu og beinir einnig sjónum að fjölbreyttu menningarstarfi Austfirðinga.  http://djupivogur.is/adalvefur/?pageid=3112

Sauðfjársetur á Ströndum

Sauðfjársetur á Ströndum hefur verið starfandi frá árinu 2002. Jafnan eru uppi fjórar sögu- eða listsýningar á Sauðfjársetrinu í einu. Þar er einnig starfrækt kaffistofan Kaffi Kind og handverks- og minjgagripabúð. Auk þessa stendur Sauðfjársetrið fyrir fjölda viðburða á ári hverju, þar sem markhópurinn er bæði heimamenn og ferðafólk. Á síðustu árum hefur þessi dagskrá þróast mjög og viðburðum fjölgað. http://strandir.is/saudfjarsetur/

Verksmiðjan Hjalteyri

Verksmiðjan á Hjalteyri var stofnsett af listafólki á Norðurlandi sumarið 2008 með það að markmiðið að reka listamiðstöð, sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiðju Kveldúlfs við Eyjafjörð. Verksmiðjan hefur óslitið í þessi átta ár staðið fyrir framsæknu myndlistar- og menningarstarfi sem hefur dregið að fjölda áhugasamra gesta og listamanna og eru umsvif hennar í stöðugum vexti. http://verksmidjan.blogspot.com/

-------------------------------------------------------------------------

Hrútavinir af Suðurlandi voru gestir fyrir nokkrum árum í Sauðfjársetrinu að  Sævangi á Ströndum.


.


.

 


Skráð af Menningar-Staður

25.01.2016 07:56

UNESCO og Hrútavinafélagið Örvar

 

Dr. Guðrún Ingimundardóttir á fundinum á Selfossi. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

UNESCO og Hrútavinafélagið Örvar

 

Dagana 21. – 23. janúar 2016 voru haldnir fjórir umræðu- og kynningarfundir á Suðurlandi um óáþreyfanlegan menningararf „menningarerfðir“ og sáttmála UNESCO um verndun hans.

 

Það var dr. Guðrún Ingimundardóttir  sem stjórnaði fundunum röggsamlega.

 

Fundirnir voru:

·       Selfoss – í Fjölheimum, fimmtudaginn 21. janúar

 

·       Hvolsvöllur – Hótel Hvolsvöllur, föstudaginn 22. janúar

 

·       Kirkjubæjarklaustur –   föstudaginn 22. janúar

 

·       Höfn í Hornafirði –  laugardaginn 23. janúar

 

Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla, hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku, að kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull.

 

Fundirnir eru í tengslum við verkefni á vegum Menntamálaráðuneytisins en markmiðið með því er að

 

·       Koma af stað umræðu um menningarerfðir

 

·       Fá hugmyndir um menningarerfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda

 

·       Skrá félög/hópa/einstaklinga sem starfa á sviði menningarerfða

 

·       Kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða

 

Menningar-Staður á Eyrarbakka átti tvo fulltrúa á fundinum í Fjölheimum á Selfossi; þá Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.

Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, kvaddi sér hljóðs að lokinni framsögu Guðrúnar Ingimundardóttur.  Hann benti réttilega á að undirstaða þessa verkefnis UNESCO og Menntamálaráðuneytisins virtist vera sótt í stjórnarskrá Hrútavinafélagsins Örvars þar sem segir um tilgang félagsins; „Að viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita“ Var þessari ábendingu vel tekið af fundargestum.

Hrútavinafélagið Örvar er því; "Hirðar menningararfleiðarinnar "


 

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er koimið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276871/Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

24.01.2016 21:49

Áttu mynd af vita

 

 

Auglýsing í Fréttablaðinu 23. og 24. janúar 2016. 

 

 

Áttu mynd af vita

 

 

 

Listaverkið "Brennið þið vitar" eftir Elfar Guðna Þórðarson

í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 


Skráð af Menningar-Staður

 

24.01.2016 07:10

Píratar mælast langstærstir

 

 

 

Píratar mælast langstærstir

 

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 12. til 20. janúar 2016.

 

Samkvæmt könnuninni jókst fylgi Pírata um 2,6 prósentustig og mældist nú 37,8%.

 

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur farið minnkandi síðustu tvær kannanir á sama tíma og fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hefur verið sveiflukennt og fylgi Vinstri grænna hefur þokast upp á við. Breytingar á fylgi flokka voru í öllum tilfellum innan vikmarka frá síðustu könnun, samkvæmt frétt MMR.

 

Athygli vekur að MMR spurði sérstaklega um stuðning við Sturlu Jónsson, vörubílstjóra og reyndist 1% aðspurðra styðja Sturlu, eða næstum því fjórðungur á við þá sem segjast styðja Bjarta framtíð, en það voru 4,4% aðspurðra.

 

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,5% en hafði verið 20,6% í síðustu könnun (18. desember) og 22,9% í könnuninni þar áður (7. desember).

Fylgi Framsóknarflokksins mældist 10,0% en hafði verið 11,5% í síðustu könnun og 12,9% í könnuninni þar áður.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,5% en hafði verið 11,4% í síðustu könnun og 9,4% þar áður.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,4% en hafði verið 12,9% í síðustu könnun og 9,4% þar áður.

Fylgi Bjartrar framtíðar mældist 4,4% nú en hafði verið 5,3% í síðustu könnun og 4,6% þar áður.

Fylgi annarra flokka mældist um og undir 1%. 


Morgunblaðið laugardagurinn 23. janúar 2016


 


Skráð af Menningar-Staður

23.01.2016 07:03

Bakkablótið að Stað 30. janúar 2016

 

 

  Bakkablótið að Stað 30. janúar 2016

 

                           Uppselt - Biðlisti

 

                           Uppselt - Biðlisti
 


Skráð af Menningar-Staður

23.01.2016 06:58

Þorrinn hófst í gær 22. janúar 2016

 

 

 

Þorrinn hófst í gær 22. janúar 2016

 

Mánuðurinn þorri hefst á föstudegi í 13. viku vetrar. Nú á bilinu 19. til 25. janúar en 9. til 15. janúar í gamla stíl fyrir 1700. Hann er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu og upphaflega mun upphaf hans hafa miðast við fyrsta nýtt tungl eftir vetrarsólhvörf.

Mánaðarheitið þorri kemur fyrir í elsta íslenska rímhandritinu frá lokum 12. aldar og einnig í Staðarhólsbók Grágásar frá 13. öld og í upptalningu mánaðanna í Snorra Eddu. Margir gömlu mánaðanna í norræna tímatalinu báru mismunandi nöfn eftir heimildum, en þorri hélt alltaf nafni sínu í þeim öllum. Svipað mánaðarheiti þekkist á öðrum Norðurlöndum en þá sem nafn á janúar og jafnvel mars.

Merking orðsins er ekki ljós og hafa verið settar fram margar kenningar um hana. Helstu tilgátur eru að orðið sé skylt lýsingarorðinu þurr, sögninni að þverra, nafnorðinu þorri í merkingunni „meginhluti“ og eins að Þorri gæti verið eitt nafna Þórs eða nafn á samnefndum fornkonungi.

Þorri er nefndur í heimildum frá miðöldum sem persónugervingur eða vættur vetrar og þar er einnig minnst á þorrablót. Ekki er vitað hvernig þeim var háttað en lýsingarnar benda þó til mikilla veislna og að menn hafi gert vel við sig í mat og drykk. Engar frásagnir eru í Íslendingasögum eða öðrum fornsögum sem gerast á Íslandi en orðið Þorrablót kemur fyrir í forneskjulegum þætti sem bæði er að finna í Orkneyinga sögu og á tveim stöðum í Flateyjarbók þar sem hann heitir Hversu Noregr byggðist og Fundinn Noregur.

Fyrsti dagur þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Um fyrsta dag þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f. 1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728 að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin fari út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn, og inn í bæ, eins og um tignan gest væri að ræða.

 

Fyrr á öldum virðast þorrablót fyrst og fremst hafa verið haldin á heimilum fólks og fyrir heimilisfólkið, en þorrablót eins og við þekkjum þau í dag, sem almennar veislur í sal út í bæ og haldin eins og kallað var í upphafi „að fornum sið“, voru ekki tekin upp fyrr en undir lok 19. aldar.

 

Þorrablótin lögðust svo af en um miðja tuttugustu öldina var farið að halda þorrablót á veitingastaðnum Naustinu í Reykjavík, þar sem fram var borinn „hefðbundinn“ íslenskur matur, súr, reyktur og/eða saltaður. Síðan hefur tíðkast að halda þorrablót einhvern tímann á þorra, oftast á vegum félaga og ýmissa samtaka.

 


 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

22.01.2016 07:10

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 21. jan. 2016

 

 

F.v.: Guðmundur Sæmundsson, Siggeir Ingólfsson, Haukur Jónsson, Jón Friðrik Matthíasson

og Ragnar Emilsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 21. janúar 2016

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður.

21.01.2016 08:49

Ásmundur Friðriksson alþingismaður - 60 ára

 Ásmundur Friðriksson á dögunum í þrettándagleði Hjallastefnunnar á Eyrarbakka.

 

Stjórnaði hreinsun í Eyjum eftir eldgosið

Ásmundur Friðriksson alþingismaður – 60 ára

 

Ásmundur fæddist í Reykjavík 21.1. 1956 en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Skógaskóla, 1973, prófum úr framhaldsdeild í Reykholti 1974 og hefur sótt fjölda námskeiða.

Ásmundur stundaði sjómennsku á troll- og línubátum sem og netagerð 1970-72, vann við hreinsun Heimaeyjar sumarið 1973 og var verkstjóri og síðar yfirverkstjóri hjá Viðlagasjóði sem sá um hreinsun, endurreisn og uppgræðslu Heimaeyjar eftir eldgosið 1974-77: „Þarna var í mörg horna að líta, samstarf við verktaka, vegna niðurrifs, lagfæringa og endurbygginga húsa, hreinsun austurbæjarins, hreinsun í fjöllum, sáning á Haugasvæði, Eldfelli og Helgafelli.

Að þessu komu tugir starfsmanna, og verktaka og hátt í 100 ungmenni öll sumur. Reynslan af stjórnun verklegra framkvæmda og endurbyggingar heils bæjarfélags eftir eldgos, var einstök og afar lærdómsrík fyrir ungan mann.“

Ásmundur var framleiðslu- og yfirverkstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja 1978-86 og stundaði jafnframt blaða- og fréttamennsku við Vísi, DV, og Morgunblaðið og var fréttaritari á árunum 1995-2003.

Ásmundur var ráðinn framkvæmdastjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja 1986, ritstjóri Fylkis, málgagns sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum og síðar Karató, blaðs verslunarmanna í Eyjum í tvö ár.

Árið 1988 stofnaði Ásmundur eigið fiskvinnslufyrirtæki, Kútmagakot ehf., og starfrækti það til ársloka 2003. Þar störfuðu lengst af 25-30 manns en fyrirtækið fékk gæðaverðlaun, frá Coldwater Seefood í Bandaríkjunum 2003 sem Ásmundur tileinkaði starfsstúlkum fyrirtækisins.

Ásmundur var ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur 2004, verkefnastjóri Ljósanætur, menningarhátíðar Reykjanesbæjar 2006, var verkefnastjóri í atvinnu- og menningarmálum Reykjanesbæjar til 2008, var forstöðumaður Upplýsingasvið Reykjanesbæjar, var bæjarstjóri í Garði 2009-2012 og er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi frá 2013.

Ásmundur æfði og keppti í handknattleik með meistaraflokki Þórs, ÍR og ÍBV 1974-84. Þá æfði hann og lék með meistaraflokki IBV í knattspyrnu 1974 -78.

Ásmundur sat í þjóðhátíðarnefndum Vestmannaeyja 1974-96, var formaður handknattleiksdeildar Þórs 1974-78, sat í stjórn Golfklúbbs Vestmannaeyja 1982-94, var formaður ÍBV, héraðssambands 1994-99, formaður knattspyrnudeildar ÍBV 1999-2002, formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna 1982-86, sat í stjórn SUS, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Eyjum.

Ásmundur var bæjarfulltrúi í Vestmanneyjum 1982-86, var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Vestmannaeyja 1982-86, ritari hafnarnefndar 1998-2003, ritari í stjórn Herjólfs hf 1978-88, í stjórn Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja 1984-2000, í stjórn Fiskmarkaðar Vestmannaeyja 1990-2003, formaður og stofnandi Hollvinasamtaka Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði 2005-2011, sat í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ 2007-2008, var hvatamaður og stofnandi að Lista- og menningarfélaginu í Garði 2009, stjórnandi listaverkefnisins Ferskir vindar í Garði 2010, er formaður sjálfstæðisfélagsins í Garði frá 2012, hefur starfað í Oddfellowreglunni frá 1982 og gegnt þar flestum trúnaðarstörfum.

Ásmundur er áhugamyndlistamaður, hefur haldið fimm einkasýningar og tekið þátt í átta samsýningum. Hann mun opna myndlistarsýningu í Eyjum 23.1. nk. í tilefni afmælisins. Hann sendi frá sér bókin Ási grási í Grænuhlíð, 2013 og bókina Hrekkjalómafélagið, púðurkerlingar og prakkarastrik, 2015.

 

Fjölskylda

Eiginkona Ásmundar er Sigríður Magnúsdóttir, f. 26.1. 1958, matráður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar hennar: Magnús G. Jensson, f. 29.6. 1933, d. 6.7. 2008, húsasmíðameistari í Reykjavík, og k.h., Kristín Guðríður Höbbý Sveinbjörnsdóttir, f. 24.7. 1937.

Sonur Ásmundar og Sigurlaugar Sigurpálsdóttur er Friðrik Elís Ásmundsson, f. 24.6. 1975, tökustöðvastjóri í Reykjavík.

Dóttir Sigríðar er María Höbbý Sæmundsdóttir, f. 30.3. 1977, iðntækifræðingur í Reykjavík, en maður hennar er Guðmundur Árni Pálsson múrarameistari og eiga þau Andra Pál, Arnar Ása og Guðna Sigurð.

Börn Ásmundar og Sigríðar eru Ása Hrönn, f. 27.1. 1982, póstmaður í Eyjum en maður hennar er Ingimar Guðnason verktaki og eiga þau Ragnar Orra; Erla. f. 25.11. 1984, matreiðslumaður í Reykjavík, og Magnús Karl, f. 7.7. 1991, nemi.

Bræður Ásmundar eru Óskar Pétur Friðriksson, f. 19.6. 1958, netagerðamaður og smiður í Eyjum, og Elías Jörundur Friðriksson, f. 2.6. 1967, sjúkraþjálfari í Eyjum.

Foreldrar Ásmundar: Friðrik Ásmundsson, f. 26.11. 1934, skipstjóri í Eyjum, síðar skólastjóri Stýrimannaskólans og loks hafnsögumaður í Eyjum, og Valgerður Erla Óskarsdóttir, f. 24.5. 1937, d. 6.11. 2015, húsfreyja í Eyjum.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins
Hjónin

Ásmundur Friðriksson og Sigríður Magnúsdóttir.

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 
 

-Hressir krakkar.

Hér eru börnin öll samankomin. F.v.: Friðrik Elís, Magnús Karl, Ása Hrönn, Erla María og HöbbýMorgunblaðið fimmtudagurinn 21. janúar 2016.


Skráð af Mennimgar-Staður
 

20.01.2016 21:40

Yfir-strandvörðurinn í Menningar-sellunni

 

 
Siggeir Ingólfsson, yfirstrand-vörður Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

 

Yfir-strandvörðurinn í Menningar-sellunni

 

Gestur dagsins, í "Menningar-sellunni" á forsetasetri Hrútavinafélagsins Örvars að Ránargrund á Eyrarbakka,

var Siggeir Ingólffsson, yfir-strandvörður félagsins.Skráð af Menningar-Staður

 

20.01.2016 13:37

Dagskráin 21. janúar 2016

 

 

 

Dagskráin 21. janúar 2016

 

Sýnishorn:

 

 

 

 
 

 

Af www.dfs.is

Skráða f Menningar-Staður