Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Janúar

15.01.2016 11:45

Merkir Íslendingar - Hjálmar Finnsson

 

Hjálmar Finnsson.

 

Merkir Íslendingar - Hjálmar Finnsson

 

Hjálmar fæddist á Hvilft í Önundarfirði 15. janúar 1915. Foreldrar hans voru Finnur Finnsson, bóndi á Hvilft, og Guðlaug J. Sveinsdóttir.

Finnur var sonur Finns, bónda þar Magnússonar,  b. þar Einarssonar (og helsta stuðningsmanns Jóns Sigurðssonar við kosningarnar til hins endurreista Alþingis 1845), bróður Ásgeirs, alþm. á Þingeyrum, og Torfa, alþm. á Kleifum, en systir Magnúsar var Ragnheiður, amma Torfa tollstjóra og Snorra skálds Hjartarsona.

Guðlaug Jakobína var dóttir Sveins Rósinkranzsonar, skipstjóra á Hvilft, bróður Rósinkranz, föður Guðlaugs þjóðleikhússstjóra, en systir Sveins var Kristín, amma Kristjáns Ragnarssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra LÍÚ.

Meðal systkina Hjálmars voru Ragnheiður skólastjóri; Sveinn, framkvæmdastjóri Fiskimálasjóðs; og Gunnlaugur, alþm. á Hvilft.

Eiginkona Hjálmars var Doris Finnsson, f. Walker, sem lést 1992, hjúkrunarfræðingur, og eignuðust þau þrjú börn.

Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MA 1938, viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1941 og stundaði framhaldsnám í fyrirtækjastjórnun við University of Southern California 1941-42.

Hjálmar stofnaði viðskiptafyrirtæki í New York 1942, var umboðsmaður íslenskra verslunar- og iðnfyrirtækja við innkaup í Bandaríkjunum 1942-48, var framkvæmdastjóri fyrirtækis í New York 1945-48 og umboðsmaður Loftleiða hf. í Bandaríkjunum, m.a. við öflun varanlegs lendingarleyfis 1947-48.

Hjálmar var framkvæmdastjóri Loftleiða hf. í Reykjavík 1949-52. Þá kom mjög til álita að sameina Loftleiðir og Flugfélag Íslands og að Hjálmar yrði forstjóri hins nýja flugfélags. Hann var forstjóri Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi 1952-85, sat í Flugráði, í samninganefnd um flugleyfi til Evrópulanda og var m.a. formaður Félags viðskiptafræðinga.

Hjálmar var fróður maður, hressilegur í viðmóti og skemmtilegur viðmælandi. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

Hjálmar lést 10. júlí 2004.

Morgunblaðið föstudagurinn 15. janúar 2016.

 

 


Hjálmar Finnsson.

 


Skráð af Menningar-Staður


 

14.01.2016 06:40

Hljómsveitin ÆFING 47 ára

 

 

 

Hljómsveitin ÆFING 47 ára

 

Æfing er mannlífs- og menningarlegt samafl Vestfirðinga og Sunnlendinga.

Hljómsveitarstjóri og gítarleikari er Árni Benediktsson, verslunarstjóri í Húsasmiðjunni á Selfossi. Bassaleikari er Ásbjörn Björgvinsson, formaður ferðamálasamtaka Íslands og framkvæmdastjóri Eldfjallasetursins sem mun rísa á Hvolsvelli. Gítarleikari er Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra og Siggi Björns er gítarleikari og aðal lagasmiðiur Æfingar. Siggi hefur margsinnis spilað á Suðurlandi síðustu árin og í aldarþriðjung starfað við tónlist erlendis.

 

Þá liggur í Æfingu upphaf Hrútavinafélagsins Örvars sem hefur farið mikinn í sunnlensku menningarlífi undanfarin ár.

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri, sem þá hét reyndar Víkingar, kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.

 

Þetta er upphaf afmælisgreinar um Hljómsveitina ÆFINGU sem er miðopnunni í nýjasta tölublaði Suðra héraðsfréttablaðs á Suðurlandi og kemur út í dag, fimmtudaginn 14. janúar 2016.

Blaðið í heild sinni má sjá á þessari slóð:

http://fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2016/01/Sudri-01-2016-1401.pdf


 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

13.01.2016 06:57

Kristján Runólfsson yrkir

 

 

Kristján Runólfsson lengst til vinstri. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Kristján Runólfsson yrkir

 

Meðal gesta á Þrettándafagnaði Hjallastefnunnar í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, þann 11. janúar 2016, var Skagfirðinguriinn og Eyrbekkingurinn  Kristján Runólfsson skáld í Hveragerði.

Hann orti:

Sá á borðum siginn fisk,

sem í magann tróð ég,

í mig setti annan disk,

uns á blístri stóð ég.

 

.

 


Skráðaf Menningar-Staður

11.01.2016 17:28

Þrettándagleði Hjallastefnunnar á Eyrarbakka

 

.

 

Þrettándagleði Hjallastefnunnar á Eyrarbakka

 

Hjallastefnan hin nýja á Eyrarbakka bauð á hádegi í dag, mánudaginn 11. janúar 2016, til þrettándaveislu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka – Alþýðuhúsinu.

Á borðum var þjóðlegt sjávarfang sem veitt var af vinum Hjallastefnunnar og síðan verkað á athafnasvæðinu við Félagsheimilið Stað á síðustu mánuðum.

Um er að ræða siginn fisk sem hangið hefur néðan í útsýnispallinum á Stað við hinar bestu aðstæður. Einnig saltaður þorskur og langa sem flött voru á Aldamóthátíðinni við Stað og síðan sólþurrkað þar í framhaldinu.

Þessi verkun hefur notið gríðarlegara vinsælda þeirra tugþúsunda erlendu ferðamanna sem komið hafa að Stað á Eyrarbakka og myndað eins og hver önnur náttúru-undur á Suðurlandi.

Í forrétt var kæst skata úr Grindavík sem tengdi þessa Hjallastefnuhátíð skemmtilega við Þorláksmessuhefðir Hrútavinafélagsins á vetri sem sumri við skötusnæðing.

Rúmlega 30 manns tóku þátt í þessari velheppnuðu samkomu Hjallastefnunnar sem Siggeir Ingólfsson, yfir-strandvörður Hrútavinafélagsins og forseti þess, Björn Ingi Bjarnason, stjórnuðu.

Sérstakir þátttakendur á eigin vegum og faglegir eftirlitsmenn á samkomunni voru nokkrir starfsmenn hjá Matvælsstofnun og Hafrannsóknarstofnun og blessuðu þeir  allt sem fram fór.

Myndalbúm með 46 myndum Björns Inga Bjarnasonar og Ásmundar Friðrikssonar er komið hér  Menningar-Stað

 

Smella á Þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276682/Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

10.01.2016 21:22

Merki Umf. Þjótanda tilbúið

 

 

 

Merki Umf. Þjótanda tilbúið

 

Úr: -Áveitan- fréttabréf í Flóahreppi

Ábyrgðarmaður:  Baldur Gauti Tryggvason

 

Skráð af Menningar-Staður

10.01.2016 21:15

Fréttatíminn greinir frá: - Dýrasti ellilífeyrisþeginn

 

 

 

Fréttatíminn greinir frá: - Dýrasti ellilífeyrisþeginn

Fréttatíminn helgin 8. - 10. jnúar 2016


Skráð af Menningar-Staður 

10.01.2016 20:28

Vinna hafin við Flóamannabók

 

Ritnefndina skipa: Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum, formaður, Sigmundur Stefánsson frá Arabæ, gjaldkeri, Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli, ritari, Veronika Narfadóttir Túni, Þórdís Kristjánsdóttir frá Skógsnesi, Guðrún Tryggvadóttir frá Hróarsholti, Bjarni Pálsson Syðri-Gróf og Brynjólfur Ámundason frá Kambi.

 

Vinna hafin við Flóamannabók

 

Undanfarin ár hafa þeir Brynjólfur Ámundason frá Kambi og Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli unnið að undirbúningi byggðasögu Flóahrepps. Hugmyndin er að þar birtist skrá yfir alla bændur, húsfreyjur og börn þeirra á hverjum bæ í fyrrum Flóahreppi. Það er að segja hinum fornu Hraungerðis-, Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppum.

 

Hér er ekki lítið í ráðist því rekja skal söguna allt frá 1703 og til þessa dags. Þarna er um að ræða 220 bújarðir, hjáleigur og kot en þar að auki ýmsar þurrabúðir og tómthús, bæði fyrr og síðar. Á þessum stöðum hafa búið 2850 fjölskyldur svo nógu er af að taka. Sagan á að vera vel myndskreytt með myndum af bændum og búaliði ásamt bæjum þeirra og búskaparlífi. Þá verður fjallað um helstu félög hverrar sveitar, ungmennafélög, kvenfélög, búnaðarfélög og þar fram eftir götunum. 

Stofnfundur ritnefndar


Stofnfundur ritnefndar fyrir Flóamannabók var haldinn í Selinu á Selfossi laugardaginn 2. janúar og þar var stefnan tekin á að hefja verkið í Hraungerðishreppnum. Ritnefndarfólk er allt úr Flóahreppi og jöfnum höndum búsett fyrir austan fjall og á höfuðborgarsvæðinu. Ritnefndina skipa: Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum, formaður, Sigmundur Stefánsson frá Arabæ, gjaldkeri, Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli, ritari, Veronika Narfadóttir Túni, Þórdís Kristjánsdóttir frá Skógsnesi, Guðrún Tryggvadóttir frá Hróarsholti, Bjarni Pálsson Syðri-Gróf og Brynjólfur Ámundason frá Kambi.

Allir mættu á stofnfundinn nema Brynjólfur sem komst ekki vegna lasleika. En það er einmitt Brynjólfur sem hefur gert þetta verkefni mögulegt. Hann hefur af þrotlausum áhuga grafið upp upplýsingar um alla þá sem búið hafa í sveitinni síðustu þrjár aldirnar og látið einskis ófreistað til að fylla í eyðurnar. Segja má að hann hafi verið í fullu starfi við þetta síðustu tíu árin og nú er komið að Jóni sem ætlar að bæta við persónulegum upplýsingum um bændur og húsfreyjur á bæjunum.

Jón hóf ritun verksins formlega á nýjársdag með umfjöllun um Hraungerði og svo verður farin boðleið um sveitina og reynt að gera skil öllu því margvíslega mannlífi sem þar er og hefur verið gegnum tíðina. Þetta er eins og gefur að skilja mjög metnaðarfullt verkefni og miklu skiptir að viðtökur verði góðar. Því er heitið á Flóamenn og aðra velunnara verksins að taka höfundum og ritnefndarfólki vel þegar leitað verður til þeirra um margháttaða aðstoð því án þeirra hjálpar verður þetta tæpast að veruleika. 

Áætluð sex ársverk


Flóahreppur veitti verkefninu menningarstyrks ársins á nýliðnu ári að upphæð ein milljón króna. Ljóst er að hér er um tugmilljóna verkefni að ræða. Í tillögum að verkáætlun, sem lögð var fyrir sveitarstjórn Flóahrepps, kemur fram að fjármagns verði aflað á fernan hátt: 1. Með söfnun áskrifta. 2. Framlagi Flóahrepps. 3. Framlögum einstaklinga. 4. Framlögum og styrkjum sjóða og fyrirtækja. 

Í tillögunum er gert er ráð fyrir að Flóahreppur leggi fram tiltekna fjárhæð árlega í sex ár á ritunartíma bókarinnar. Ritnefndin skuldbindur sig til þess að leggja fram jafnmikið fé á móti og helst nokkru meira. Þetta gæti dugað langdrægt fyrir launum og útlögðum kostnaði á ritunartímanum en prentkostnaði yrði mætt með áskriftarsölu bókanna.

Framkvæmd verksins

Miðað er við að vinna verkið þannig að hinir gömlu hreppar verði teknir fyrir hver af öðrum og bækur gefnar út eftir því sem verkinu vindur fram. Hugsanlegt er að gefa út eina bók árlega eða draga saman og gefa tvær út samtímis. Annaðhvort fyrri hluta tveggja hreppa eða hvern hrepp fyrir sig, fyrrra og síðara bindi. Mikilvægt er að ná góðri samvinnu við íbúa sveitanna og þá ekki síður burtflutta sveitunga. 

Heimasíða


Gert er ráð fyrir að stofnuð verði heimasíða verkefnisins. Þar verði settar inn myndir verkinu viðkomandi sem upplýsingar skortir um og auglýst eftir myndum af fólki, bæjum og öðru sem birt verður. Þar verða settar inn upplýsingar um framvindu og framkvæmd verksins.

alt

Brynjólfur Ámundason

alt

Jón M. Ívarsson.

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður


-jmí/ög

10.01.2016 06:28

21. janúar 2016 - Ásmundur Friðriksson 60 ára

 

 

 

21. janúar 2016 - Ásmundur Friðriksson 60 ára
 


Skráð af Menningar-Staður

09.01.2016 20:30

"Allrahanda menning" veitir 10 milljónir í menningarstyrk

 

 

 

„Allrahanda menning“ veitir 10 milljónir í menningarstyrk

 


 

Blaðið Vestfirðir greinir frá fimmtudaginn 7. janúar 2016

FRÍBLAÐINU VESTFIRÐIR ER DREIFT Í 3.400 EINTÖKUM

Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM
 

Ritstjóri blaðsins er Kristinn H. GunnarssonSkráða f Menningar-Staður