Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Janúar

09.01.2016 06:31

Kristinn J. Níelsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar

 

Kristinn J. Níelsson.

 

Kristinn J. Níelsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar

 

Fræðslunefnd Vesturbyggðar hefur ráðið Kristinn Jóhann Níelsson Fil. Cand í tónlistarfræðum og MA í hagnýtri menningarmiðlun til tímabundinna starfa sem skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar.

Kristinn er Ísfirðingur og kenndi lengi vel nemendum á norðanverðum Vestfjörðum, en hann var áður tónlistarskólastjóri á Flateyri, í Bolungarvík og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði.

Síðast var Kristinn skólastjóri Tónlistarskólans í Vík í Mýrdal. Elzbieta Kowalczyk hefur verið skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar undanfarin ár, en hún er sem stendur í veikindaleyfi. 

Af www.bb.is


Kristinn J. Níelsson er einn af meðlimum Hrútavinahljómsveitarinnar

Granít í Vík í Mýrdal.

 

 Skráð af Menningar-Staður

 

08.01.2016 21:31

Útsvar: - Árborg í 8-liða úrslitin

 

Lið Árborgar skipa f.h. þau Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir, Gísli Þór Axelsson, læknanemi
og Gísli Stefánsson, kjötiðnaðarmaður.

 

Útsvar: - Árborg í 8-liða úrslitin

 

Lið Árborgar er komið í 8-liða úrslit í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu eftir stórsigur á firnasterku liði Reykjanesbæjar í kvöld.

 

Lokatölur urðu 86-50.

 

Reykjanesbær hafði frumkvæðið framan af en Árborg átti frábæran endasprett og vann að lokum öruggan sigur.

 

Lið Árborgar skipa þau Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir, Gísli Þór Axelsson, læknanemi og Gísli Stefánsson, kjötiðnaðarmaður.

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

07.01.2016 22:37

Starfsdagur í Hjallastefnunni - 7. janúar 2016

 

 

Starfsdagur í Hjallastefnunni – 7. janúar 2016

 

Hjallastefnan á Eyrarbakka tók til hendinni í dag, fimmtudaginn 7. janúar 2016.

Þá var tekinn niður „hinn sígni fiskur“ sem hangið hefur síðustu vikur í Hjallastefnunni á útsýnispallinum við Félagsheimilið Stað og fiskurinn verið myndaður mjög mikið af ferðamönnum sem leið hafa átt um.

Farið var með fiskinn á Sölvabakka  þar sem kann var roðflettur og snyrtur fyrir suðu.

Einnig var tekinn saltfiskurinn margmyndaði sem í upphafi var flattur á Aldamótahátíðinni við Stað að viðstöddu fjölmenni.  Verkaður á Mána-ÁR-Bakka hjá Hauki Jónssyni og félögum.  Síðan sólþurrkaður við Stað -  ferðamönnum til enn meiri myndagleði.

Saltfiskurinn var skorinn í bita og settur í útvötnun á Sölvabakka.

Nokkrir litu við á Sölvabakka í dag meðan á þessari verkunarathöfn stóð og haft var á orði að svona merkileg fiskverkun hafi ekki verið á Eyrarbakka um árabil.

Framundan er fiskiveisla og þá mun einnig bætast við það sem á undan er talið - kæst skata.

Allt þetta sé þökk Hjallastefnunni hinni nýju á Eyrarbakka.

Myndalabúm  er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: 
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276631/Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.


.

.
Skráð af Menningar-Staður

07.01.2016 21:33

Geiri á Bakkanum

 

 

Siggeir Ingólfsson - Geiri á Bakkanum- situr við gluggann á Sölvabakka.

 

 

Geiri á BakkanumSkráð af Menningar-Staður

07.01.2016 19:40

1.581 sóttu um listamannalaun

 

Andri Snær Magnason rithöfundur hlaut 12 mánaða listamannalaun.

 

1.581 sóttu um listamannalaun

 

Sótt var um sjö sinnum fleiri mánuði en voru til úthlutunar.

Meðal launþega eru margir landsþekktir listamenn.

 

Greint hefur verið frá því hverjir hljóta listamannalaun árið 2016. Þetta kemur fram á vefsíðu Rannís. 

 

Þar segir að til úthlutunar voru 1.606 mánaðarlaun, sótt var um 11.381 mánuði sem er ríflega 20% aukning frá fyrra ári. Alls bárust 946 umsóknir (1.581 umsækjendur) um starfslaun og ferðastyrki frá einstaklingum og hópum. Úthlutun fá 378 listamenn (þar af 78 í 14 sviðslistahópum).

Samkvæmt fjárlögum 2016 nema starfslaun listamanna 339.494 kr. á mánuði en í frétt Rannís er það tekið fram að um verktakagreiðslur er að ræða. Það þýðir að alls verður varið rúmum 545 milljónum króna í listamannalaun.

Meðal þeirra sem fengu úthlutun þetta árið eru Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Gerður Kristný Guðmundsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundar en þau fengu öll 12 mánaða listamannalaun. 

 

Hægt er að sjá listann í heild sinni á vefsíðu Rannís.

Af www.vb.isT.d. fékk Eyrbekkingurinn Valgeir Guðjónsson t.h. 3 mánuði.
 

Skráð af Menningar-Staður

 

07.01.2016 16:08

84% lesa Dagskrána í hverri viku

 

 

84% lesa Dagskrána í hverri viku

 

Í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Dagskrána, fréttablað Suðurlands, dagana 22. október til 10. desember sl. kemur fram að 84% svarenda lásu blaðið í hverri viku. Úrtakið var 1523 einstaklingar, 18 ára eða eldri, sem búsettir eru á Suðurlandi. Voru þeir valdir af handahófi úr þjóðskrá. Notuð var síma- og netkönnun og var þátttökuhlutfall 52,2%. Flestir fletta blaðinu 1–2 sinnum í viku eða 68,6%, um 9,3% fletta blaðinu 3–4 sinnum í viku og 7,5% á tveggja vikna fresti.

Í könnuninni var einnig spurt hversu ánægt eða óánægt fólk var með Dagskrána. Þar voru 66,5% ánægð með blaðið, 28,1% hvorki né og 5,5% óánægð. Þegar fólk var spurt hvers vegna það væri ánægt með blaðið svöruðu flestir eða 55,4% að það væri vegna frétta og annars efnis af svæðinu. Einnig var nefnt að blaðið væri bæði gott og vandað, í því væri mikið af upplýsingum um viðburði og það sem væri að gerast á Suðurlandi.

Þessi nýja könnun undirstrikar enn frekar hve sterkur auglýsinga- og fréttamiðill Dagskráin er á dreifingarsvæði blaðsins á Suðurlandi. Blaðinu er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Auk þess liggur það frammi í öllum stærstu verslunum.

Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður

07.01.2016 07:45

Fullkomnasta fangelsi landsins

 

 

 

Fullkomnasta fangelsi landsins

• Nýja fangelsið á Hólmsheiði verður „algjör bylting“ að sögn forstjóra Fangelsismálastofnunar

• Fullur aðskilnaður fanga sem afplána í sama fangelsi verður nú mögulegur í fyrsta sinn hér á landi

 

Nýja fangelsið á Hólmsheiði mun rúma 56 fanga. Þar verða 24 fastir starfsmenn til að byrja með, eða jafnmargir og voru alls í Kvennafangelsinu í Kópavogi og Hegningarhúsinu. Flestir starfsmenn verða fangaverðir en einnig skrifstofufólk, forstöðumaður, fangaflutningamenn o.fl., að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins.

 

Aðskildar deildir

Í fangelsinu verða sérstök rými fyrir einangrunarfanga og gæsluvarðhaldsfanga, einnig verða þar rými fyrir afplánunarfanga. Fullkomin aðstaða verður fyrir konur í langtímaafplánun. Í fangelsinu verður m.a. sérstök heimsóknaríbúð þar sem aðstandendur, t.d. börn fanga, geta dvalið hjá aðstandanda sínum í heimsóknum. Í hverri álmu og á hverri deild verður eldunaraðstaða. Gert er ráð fyrir því að fangar sjái um sig að töluverðu leyti hvað varðar eldamennsku og þrif. Einnig verður aðstaða fyrir fanga til að stunda nám auk aðstöðu fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Þetta nútímalega fangelsi verður algjör bylting fyrir okkur. Það er mikil ástæða til að gleðjast yfir þessu,“ sagði Páll.

 

Miðlæg varðstofa

Skipulag fangelsisins sést vel á loftmyndunum. Í miðjunni er hringlaga þak sem stendur upp úr húsinu. Þar verður miðlæg varðstofa fyrir allt fangelsið. Frá henni verður stutt í allar álmur og það tryggir skamman viðbragðstíma. Fangaverðir verða alltaf á vakt í varðstofunni.

Í álmunum verða mismunandi fangadeildir. Þær eru aðskildar og hefur hver og ein sitt útivistarsvæði. Þannig verður algjör aðskilnaður fanga í sama fangelsi mögulegur í fyrsta sinn á Íslandi.

Við enda hverrar álmu eða deildar er útivistarsvæði og inni í álmunum eru einnig minni opin rými fyrir útivist fanga. Búið er að leggja net yfir opna rýmið á álmunni, sem sést til hægri, með. Þar verða fjórir aðskildir útivistargarðar fyrir einangrunarfanga.

Útivistarsvæði fanga verða afgirt og utan um fangelsið verður stór girðing og önnur minni afmarkar fangelsislóðina, þannig að þreföld girðing skilur fangana frá frelsinu. Í upphafi var ákveðið að hafa ekki múr utan um fangelsið heldur girðingar.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 7. janúar 2016

 

 


Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

06.01.2016 21:39

BIB-arinn og besta ræðan

 


 

 

BIB-arinn og besta ræðan

 

"Ég undirritaður, Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, var spurður að því á dögunum hvenær ég hefði flutt mína bestu og innihalds-ríkustu ræðu á ferlinum sem forystumaður í félagsmálum í rúm 40 ár.


Svarið er trúlega á þessum myndum frá Sólbakka 6 á Flateyri um hvítasunnuna árið 2008 í 40 ára afmæli Hljómsveitarinnar Æfingar."

Björn Ingi Bjarnason
Ránargrund á Eyrarbakka.

 

 

.

 

.

.

Hljómsveitin Æfing á Sólbakka 6 á Flateyri um hvítasunnuhelgina árið 2008.

F.v.: Ásbjörn Björgvinsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Árni Benediktsson og Siggi Björns.

.

 


 

Skráð af Menningar-Staður.