![]() |
Það var Guðni Ágústsson, f.v. landbúnaðarráðherra sem opnaði stöðina formlega |
![]() |
World Class opnaði nýja heilsuræktarstöð í Sundhöll Selfoss
Í dag, laugardaginn 2. janúar kl. 9:00 2015, var ný og fullkomin heilsuræktarstöð World Class opnuð á Selfossi.
Það var Guðni Ágústsson, f.v. landbúbnaðarráðherra sem opnaði stöðina formlega.
Aðaleigendur World Class eru bræðurnir Björn K. Leifsson og Sigurður J. Leifsson frá Flateyri.
Eitthvað fyrir alla
„Nýja heilsuræktarstöðin, sem er ein sú fullkomnasta á landinu, er á 2. hæð í nýbyggingu Sundhallar Selfoss. Hún er með fullbúnum 550 fm tækjasal með nýjum Life fitness og Hammer strength líkamsræktartækjum, lóðum og öllum þeim fylgihlutum sem þurfa að vera þar inni til þess að jafnt vanir sem óvanir finni eitthvað við sitt hæfi. Einnig eru þrír hóptímasalir, hjólasalur með 30 nýjum Life fitness spinninghjólum, hot yoga salur og svo fjölnota salur,“ segir Silja Þorsteinsdóttir sem stýrir World Class á Selfossi.
„Sérstakt opnunartilboð á árskortum í nýju stöðina er til 3. janúar og allir sem eiga kort geta nýtt sér þessa frábæru aðstöðu og þjálfara stöðvarinnar til þess að fá æfingaáætlun og kennslu á tækin. Einnig verða í boði opnir tímar í spinning, hot yoga, joga, zumba, tabata, vaxtamótun og margt fleira. Sérstök lokuð námskeið og einkaþjálfun eru svo seld sérstaklega. En að auki gilda svo kortin í alla aðstöðu sem Sundhöll Selfoss býður uppá, gufu, sund og heita potta.“
Aukin þjónusta
„Við erum spennt fyrir opnuninni og Selfoss er frábær viðbót fyrir World Class utan Reykjavíkur. Margir viðskiptavinir búa á Selfossi og nágrenni og vinna í Reykjavík. Hér er aukin þjónusta við þá svo og alla sem eiga sumarhús á svæðinu og fyrir heimamenn,“ sagði Silja í World Class á Selfossi.
Ljósm.: Magnús Hlynur Hreiðarsson.
![]() |
||||||
Björn K. Leifsson
|
Á Stokkseyrarbryggju og séð upp að Menningarverstöðinni Hólmaröst.
Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson.
Björgunarfélag Árborgar verður með flugeldasýningu á Stokkseyrarbryggju í kvöld,
laugardagskvöldið 2. janúar 2016.
Sýningin hefst kl. 20:00
Myrkvun:
Laugardagskvöldið 2. janúar verða götuljós á Stokkseyri slökkt kl. 23:00 og munu þau vera slökkt í um klukkustund.
Myrkvunin er liður í athugun á hugmynd félagasamtaka atvinnurekenda á Stokkseyri um að skapa rómantíska stemmningu í bænum og þannig sérstöðu í ferðamennsku.
Skráð af Menningar-Staður
Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar. Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Jónas og Ritvélarnar á toppi árslistans á RÁS 2
Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar eru á toppi Árslista Rásar 2 fyrir árið 2015 með lagið „Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá“.
Listinn var frumfluttur á Rás 2 á gamlársdag en verður endurfluttur á laugardag kl. 15 og sunnudag kl. 22.
Lag Jónasar og Ritvélanna sat í sextán vikur á Vinsældarlista Rásar 2 á árinu og náði hæst toppsætinu.
Kiriyama Family á tvö lög á árslistanum, Innocence, í 44. sæti og Chemistry í 56. sæti.
Met Kiriyama Family frá árinu 2012 stendur enn með lagið sitt Weekends sem þá sigraði með 456 stig. Lagið var 19 vikur á lista og sat í efsta sætinu í 3 vikur. Þetta er mesta skor í allri sögu RÁSAR 2.
Kiriyama Family
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Hallgrímskirkja í Reykjavík sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði. |
Ljósm.: Morgunblaðið Árni Sæberg.
Gleðilegt nýtt ár
Þökkum liðin ár
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka
Menningar-Staður
Alþýðuhúsið á Eyrarbakka
Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is