Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Febrúar

29.02.2016 06:40

Gríðarleg umferð um Menningar-Stað

 

 

Gríðarleg umferð um Menningar-Stað

 

Vefurinn Menningar-Staður varð þriggja ára þann 19. febrúar 2016.

Gríðarleg umferð er um vefinn þessa dagana og dæmi um slíkt eru 10 síðustu dagar en á þeim tíma eru flettingar samtals 36.801 sem eru að meðaltali 3.680 á degi hverjum.

Vefstjórarnir þakka gestum þessar miklu vinsældir sem sýna sig í flettingum.

 


 

F.v.: Vefstjórarnir Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.
 


Skráð af Menningar-Staður

28.02.2016 16:38

Frá föstumessa í Eyrarbakkakirkju 28. feb. 2016

 

 

Frá föstumessu í Eyrarbakkakirkju 28. feb. 2016

 

Föstumessa var í Eyrarbakkakirkju í morgun, sunnudaginn 28. febrúar 2016.

Kór kirkjunnar söng.

Organisti var Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur var séra Kristján Björnsson.

Menningar-Staður færði til myndar.

Unga stúlkkan á myndum er Þórunn Erla Ingimarsdóttir.Myndaalbúm með 28 myndum er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessas slóð:


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277424/


Nokkrar myndir hér:
.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

28.02.2016 12:40

Fornar leiðir í nágrenni Skálholts

 

Image result for skálholt

 

Fornar leiðir í nágrenni Skálholts

 

Málþingið Fornar leiðir í nágrenni Skálholts verður haldið á hlaupársdag, mánudaginn  29. febrúr 2016, í sal Þjóðminjasafnsins kl. 16–18.

Þar mun Helgi Þorláksson sagnfræðingur leita svara við því hvar helgistaðir muni hafa verið á Skálholtsleiðum pílagríma og hvað þeir geti helst sagt um ferðir þeirra.

Guðrún Ása Grímsdóttir rannsóknarprófessor við Árnastofnun fjallar um leiðir Skálholtsbiskupa nær og fjær.

Bjarni Harðarson rithöfundur og bóksali fjallar um staðarval Skálholts m.t.t. miðaldahugmynda um hervarnir og virkisveggi.

Málþingið er á vegum Skálholtsfélagsins og Pílagríma, áhugamannafélags.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


Af www.dfs.is


 

 

Skráð af Menningar-Staður

28.02.2016 09:08

Föstumessa í Eyrarbakkakirkju 28. feb. 2016

 Eyrarbakkakirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Föstumessa í Eyrarbakkakirkju 28. feb. 2016

 

Föstumessa verður í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 28. febrúar 2016 kl. 11:00

Kór kirkjunnar syngur.

Organisti Haukur Arnarr Gíslason.

Séra Kristján Björnsson.
Skráð af Menningar-Staður

28.02.2016 08:03

Þetta reddast...

 

 

Þetta reddast...

 

Fyrir leikmann með takmarkaða þekkingu á leiklist var spennandi að mæta á frumsýningu hjá Leikfélagi Selfoss á Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsjekhov en leikverkið var frumsýnt í Litla leikhúsinu síðastliðið föstudagskvöl. Kirsuberjagarðurinn er klassískt verk sem hefur verið sett upp nokkrum sinnum hér á landi og Tsjekhov er þekkt nafn í leikhúsheiminum.

Í leikskrá segir: „Við hverfum rúm hundrað ár aftur í tímann á slóðir óðalseigenda í Rússlandinu stóra. Það kann að hljóma framandi í nútímaþjóðfélagi en e.t.v. er ekki svo ýkja mikill munur á sögusviði leikverksins og okkar raunveruleika þar sem helsta heimsspekin er „þetta reddast“. Allt er þetta fólk með langanir, tilfinningar, fortíð og framtíð, líkt og fólk í dag.“

Kirsuberjagarðurinn er eins og mörg verk Tsjekhovs sambland af kómik og tragedíu. Sýning Leikfélags Selfoss var einnig á þeim nótum. Oft voru brosleg atriði þar sem hláturshviður fóru um salinn en inn á milli var mikil dramatík í gangi. Þó sögusvið verksins sé 1904, skömmu fyrir rússnesku byltinguna, á verkið vel við í dag. Menn eru enn að glíma við peningavandræði, slá lán og reyna að eiga fyrir vöxtunum. Stundum er eina leiðin að slá nýtt lán eða bara fá sér í glas og láta eins og lánið sé ekki til.

Í stórum dráttum gengur söguþráðurinn út á að rússnesk hefðarkona snýr til baka á óðalssetur sitt eftir nokkurra ára dvöl í París en fyrir liggur að selja óðalið og þar með kirsuberjagarðinn á uppboði. Þrátt fyrir að þeim sé hvað eftir annað bent á vandamálið virðast þau ekki gera sér grein fyrir staðreindunum og líta bara í hina áttina. Leikritið gengur síðan mikið út á viðbrögð fólks og mannleg samskipti.

Fyrir leikmann út í bæ var leikurinn heilt yfir mjög góður. Framsögn var góð, sviðsmynd einföld og skemmtileg tónlist sem tengdi atriðin saman. Að öllum öðrum leikurum ólöstuðum vakti frammistaða Hafþórs Agnars Unnarssonar sérstaka athygli leikmanns. Hafþór fór oft á kostum í hlutverki Lopakhíns þegar hann reynir að forða fjölskyldunni frá þeirri ógæfu að þurfa að selja Kirsuberjagarðinn. Eins var gaman að sjá dætur hefðarfrúarinnar, Sjarlottu og Önju sem hinar ungu Halldóra Ósk Öfjörð og Alma Rún Franzdóttir léku.

Heilt yfir var þetta mjög skemmtileg og vel gerð leiksýning sem leikstjórinn, Rúnar Guðbrandsson, hefur sett fram. Það er hiklaust hægt að mæla með Kirsuberjagarðinum og vel þess virði að kíkja í Litla leikhúsið við Sigtún á næstunni.

 

Örn Guðnason, ritstjóri Dagskrárinnar og áhugamaður um leiklist.
 

 

Af www.dfs.is
 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

27.02.2016 06:38

Góð stemning hjá Dýrunum í Hálsaskógi

 

altalt

.

altalt

 

Góð stemning hjá Dýrunum í Hálsaskógi

 

Dýrin í Hálsaskógi voru frumsýnd síðastliðinn laugardaginn fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Hveragerðis.

Önnur sýning var á sunnudag líka fyrir fullu húsi.

Uppselt er á sýningar næsta laugardag og sunnudag.


Af www.dfs.is

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

26.02.2016 10:28

26. febrúar 2016 - Örlygur Benediktsson er 40 ára

 

Örlygur Benediktsson.

 

26. febrúar 2016 - Örlygur Benediktsson er 40 ára

 

Örlygur ólst upp á Bergsstöðum í Aðaldal, býr á Eyrarbakka, lauk lokaprófum frá Tónlistarháskólanum í St. Pétursborg og sinnir tónlistarkennslu og tónsmíðum.

Maki: Rebekka Þráinsdóttir, f. 1968, aðjúnkt í rússnesku við HÍ.

Foreldrar: Benedikt Arnbjörnsson, f. 1951, bóndi á Bergsstöðum, og Ásdís Þórsdóttir, f. 1954, íslenskufræðingur.

Morgunblaðið föstudagurinn 26. febrúar 2016
Skráð af Menningar-Staður

25.02.2016 06:42

75 ára afmælistónleikar Jóns Kr. á mynddiski

 

 

 

75 ára afmælistónleikar Jóns Kr. á mynddiski

 

Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal, hélt síðastliðið sumar tónleika í sal FÍH og sagði þá vera kveðjutónleika sína, haldna í tilefni af 75 ára afmæli hans þann 22. ágúst 2015. Tónleikarnir voru kvikmyndaðir af Jens Þorsteinssyni og hefur Jón Kr. nú gefið þá út á mynddiski.

„Að þessum tónleikum komu margir góðir tónlistarmenn, hljóð færaleikarar, söngvarar, tæknimenn og allir sem gerðu sitt besta til að gera þetta að listviðburði og má ekki gleyma tónleikagestum sem voru dásamlegir og var húsfyllir, en sveitungi Jóns frá Bíldudal, Óli Þ. Guðbjartsson á Selfossi setti tónleikahátíðina,“ segir Jón Kr. í tilkynningu.

Hann bætir við að hafi lesendur áhuga á að eignast diskinn sé best að hafa samband við hann, í símum 456-2186 og 847-2542.

Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal er fæddur 22. ágúst 1940 og hefur búið og starfað á Bíldudal frá því hann kom í þennan heim. Tónlistargyðjan hefur verið hans förunautur alla tíð og hann hefur sungið við kirkjuathafnir, í veislum og öðrum mannfagnaði frá unglingsárum.

Landsfrægur varð Jón Kr. sem söngvari í danshljómsveitinni Facon frá Bildudal, sem hann stofnaði ásamt þremur öðrum árið 1962 og lagið þeirra „Ég er frjáls“ er ódauðlegt. 

Jón Kr. Ólafsson söng einnig í hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall Jónssonar. Hann  hefur komið fram og sungið á óteljandi skemmtunum á Bíldudal, í Reykjavík og víðar um landið og einnig erlendis.

Jón Kr. stofnaði tónlistarsafnið Melódíur minninganna á Bíldudal árið 2000 og hefur safnað þar fjölmörgum dýrmætum minjum úr dægurlagasögu íslensku þjóðarinnar.

Ævisaga Jóns Kr.Ólafssonar, skráð af Bílddælingnum Hafliða Magnússyni sem síðasta rúman áratuginn bjó á Selfossi,  kom út árið 2008 hjá Vestfirska forlaginu.

70 ára afmæli Jóns Kr.  á Suðurlandi

Fróðlegt er að rifja það upp hér að Jón Kr. hélt uppá sjötugs afmælið á Suðurlandi þann 22. ágúst 2010. Hann bauð nokkrum brottfluttum Verstfirðingum með sér um Suðurlandið í afmælisferð og í lok dagsins var borðað í Kaffi Eldstó á Hvolsvelli. Þessir Vestfirðingar voru; Pétur Bjarnason frá Bíldudal en hann var með Jóni Kr. í Facon og samdi Pétur “Ég er frjáls“  lag og texta, Magnús Björnsson frá Bíldudal ( lést 2015), Hafliði Magnússon frá Bíldudal (lést 2011), Ólafur Helgi Kjartansson frá Ísafirði og Björn Ingi Bjarnason frá Flateyri.
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli,  hafði haft njósn af afmælisferð Jóns Kr. um Suðurlandið og kom til móts við stórsöngvarann og fylgdarmenn í Kaffi Eldstó. Með honum voru miklir aðdáendur Jóns Kr. þær Margrét Ísleifsdóttir og Guðríður Pálmadóttir, móðir og systir Ísólfs Gylfa. Þarna urðu miklir fagnaðarfundir eins og meðfylgjandi myndir sýna og fékk Jón Kr. áritaðan fána frá Rangárþingi eystra


 


Jón Kr. 70 ára á Hvolsvelli. F.v.: Jón Kr. Ólafsson, Magnús Björnsson, Ólafur Helgi Kjartansson,

 Hafliði Magnússon og Pétur Bjarnason. Ljósm.: BIB

 

 

F.v.: Guðríður Pálmadóttir Jón Kr. Ólafsson og Margrét Ísleifsdóttir. Ljósm.: BIB

 

 

F.v.: Jón Kr. Ólafsson og Ísólfur Gylfi Pálmason. Ljósm.: BIB

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

23.02.2016 21:15

FERÐAMENN TIL ÍSLANDS NÆRRI 1,3 MILLJÓNIR ÁRIÐ 2015

 

 

FERÐAMENN TIL ÍSLANDS

NÆRRI 1,3 MILLJÓNIR ÁRIÐ 2015
 

Fjöldi ferðamanna um Seyðisfjörð, Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli var um 1,3 milljónir árið 2015 en um er að ræða 291 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2014. Aukningin milli ára nemur 29,2%. Gera þarf ráð fyrir vissum frávikum vegna aðferðafræðinnar sem beitt er.

Fjöldi ferðamanna eftir komustöðum

Breyting á milli ára

Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum en 100.141 farþegar komu til Reykjavíkur með 108 skipum árið 2015, 4,5% færri en á árinu 2014 þegar þeir voru 104.816 þúsund talsins. Um 96% skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík.

Tíu fjölmennustu þjóðernin um Keflavík og Seyðisfjörð

Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll 2015Um 73% ferðamanna um Keflavíkurflugvöll árið 2015 voru af tíu þjóðernum. Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 38,3% af heildarfjölda ferðamanna en þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi (8,2%), Frakklandi (5,2%), Noregi (4,1%), Danmörku (3,9%), Kína (3,8%), Kanada (3,7%), Svíþjóð (3,4%) og Hollandi (2,3%). Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum, Kínverjum og Þjóðverjum mest árið 2015. Þannig komu 90.781 fleiri Bandaríkjamenn en árið 2014, 60.521 fleiri Bretar, 21.606 fleiri Kínverjar og 17.469 fleiri Þjóðverjar. 

Ferðamenn um Seyðisfjörð 2015Sölutölur frá Austfari gefa til kynna hver þjóðernasamsetning farþega með Norrænu til Íslands er eins og sjá má af grafi. Níu af hverjum tíu erlendum ferðamönnum með Norrænu árið 2015 voru af tíu þjóðernum. Þjóðverjar voru langfjölmennastir eða 45,8% af heildarfjölda en þar á eftir komu Danir (10,4%) og Færeyingar (9,2%). 

Ekki eru tiltækar upplýsingar um þjóðernasamsetningu farþega um aðra millilandaflugvelli en Keflavík.

FERÐAMENN UM KEFLAVÍKURFLUGVÖLL

Fjölgun alla mánuði ársins

Fjöldi / aukning á milli áraFjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30% átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október (49,3%), september (39,4%) og maí (36,4%). 
Líklegt er að ýmsir þættir hafi haft áhrif á þessa miklu aukningu. Þar má nefna árangur af umfangsmiklu markaðsstarfi og mikla fjölmiðlaumfjöllun um landið, ásamt jákvæðum áhrifum af hagstæðu gengi og auknu framboði á flugsætum.

Árstíðasveiflan minnkar enn

Sé litið til dreifingar ferðamanna eftir árstíðum má sjá að hlutfall ferðamanna utan háannar, þ.e. sumarmánuðina þriggja hefur hækkað milli ára 2014-2015. Hlutfallsleg aukning utan háannar hefur hins vegar verið mest að hausti og vetri.

Dreifing ferðamanna eftir árstíðum

Skipting eftir markaðssvæðum 2015

Brottfarir eftir mörkuðumFerðamenn frá einstökum markaðssvæðum dreifðust nokkuð ólíkt yfir árið. Bretar skera sig úr en ríflega helmingur (54,9%) þeirra kom að vetri til. Mið- og S- Evrópubúar voru hins vegar áberandi yfir sumarmánuðina en 55,8% þeirra komu að sumri. Norðurlandabúar, Norður Ameríkanar og ferðamenn frá löndum sem flokkast undir annað dreifðust hins vegar jafnar yfir árið eins og sýnt er á myndinni hér til hliðar.

Tíu fjölmennustu þjóðernin eftir árstíðum

Vetur (jan.-mars/nóv.-des.)

vetur 2015Um 29% erlendra ferðamanna árið 2015 komu að vetrarlagi eða 369.558 talsins. Um er að ræða tæplega 89.760 fleiri ferðamenn en yfir vetrarmánuðina árið 2014. Aukningin nemur 32,1% milli ára. Af einstaka þjóðum voru flestir vetrarferðamenn frá Bretlandi (35,8%) og Bandaríkjunum (16,3%). Ferðamenn frá Þýskalandi (4,5%), Frakklandi (4,0%), Kína (3,3%), Danmörku (3,3%), Noregi (3,2%), Svíþjóð (2,7%), Kanada (2,4%) og Japan (2,4%) fylgdu þar á eftir en samanlagt voru þessar tíu þjóðir 77,9% ferðamanna að vetrarlagi. Bretar og Bandaríkjamenn báru að miklu leyti uppi (58,7%) aukningu vetrarins en 34.643 þúsund fleiri ferðamenn komu frá Bretlandi yfir vetrarmánuðina 2015 en að vetri til 2014 og 18.015 fleiri Bandaríkjamenn. Um er að ræða 35,5% aukningu Breta milli ára og 42,6% aukningu Bandaríkjamanna.

Vor/Haust (apríl-maí/sept.-okt.)

Vor haust30,5% erlendra ferðamanna árið 2015 komu að vori eða hausti til eða um 384.957 talsins, 104.214 fleiri ferðamenn en á sama tímabili árið 2014. Aukningin nemur 37,1% milli ára. Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn að vori og hausti frá Bandaríkjunum (19,5%) og Bretlandi (17,3%). Þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi (7,5%), Noregi (5,9%), Danmörku (4,7%), Kanada (4,5%), Svíþjóð (4,3%), Frakklandi (4,0%), Kína (3,3%) og Hollandi (2,2%) en samanlagt voru þessar tíu þjóðir 73,2% ferðamanna að vori og hausti.

Næstum helmingsaukning að vori og sumri var borin uppi af Bandaríkjamönnum sem fjölgaði um 32.218 og Bretum sem fjölgaði um 16.951.

Sumar (júní-ágúst)

Sumar 2015Um 40,2% ferðamanna komu yfir sumarmánuðina þrjá eða 507.423. Um var að ræða 98.783 fleiri ferðamenn en sumarið 2014 og nemur aukningin 24,2% milli ára. Af einstaka þjóðum voru flestir ferðamenn að sumri árið 2015 frá Bandaríkjunum (21,1%) og Þýskalandi (11,4%). Þar á eftir fylgdu ferðamenn frá Bretlandi (8,3%), Frakklandi (7,0%), Kína (4,4%), Kanada (4,0%), Danmörku (3,7%), Noregi (3,3%), Svíþjóð (3,3%) og Spáni (3,2%) en samanlagt voru þessar tíu þjóðir 69,7% ferðamanna sumarið 2015.

Af einstaka þjóðum fjölgaði Bandaríkjamönnum mest eða um 40.468, Kínverjum um 10.036, Bretum um 8.927 og Þjóðverjum um 6.317 en þessar fjórar þjóðir báru uppi 66,6% aukningu að sumri til.

Nánari upplýsingar

Gera þarf ráð fyrir frávikum í tölunum, vegna þeirrar aðferðafræði sem beitt er. Talningar Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríksson ná þannig til allra brottfara, meðal annars erlendra ríkisborgara með fasta búsetu á Íslandi. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn 2015 og 2014

 


 

 

 

 

 

23.02.2016 16:33

Fremur viðbjóðslegan glæp, en ...

 

 

Guðmundur S. Brynjólfsson, rithöfundur á Eyrarbakka.

Ég hugsa að ef þessi náungi hefði ekki alist upp við þær aðstæður sem raun ber vitni hafði hann jafnvel plummað sig.

 

Fremur viðbjóðslegan glæp, en ...

 

Engilbert, aðalpersónan í nýjustu skáldsögu Guðmundar S. Brynjólfssonar, fremur viðbjóðslegan glæp en er þó ekki slæmur maður, að sögn höfundarins. Hann segist einmitt hafa fengið þau viðbrögð frá mörgum lesendum. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

 

Guðmundur S. Brynjólfsson hefur fengist við skrif af ýmsu tagi í gegnum tíðina; sent frá sér barnabækur, skáldsögur og skrifað leiklistargagnrýni svo eitthvað sé nefnt, bæði fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Nú er hann fastur pistlahöfundur áHringbraut.

Skáldsagan Líkvaka kom út fyrir jólin, áhugaverð en afar sérstök og ber sannarlega nafn með rentu þótt með óhefðbundnum hætti sé. Ekki verður farið nánar út í það hér.

„Ég hef lengi gengið með þá hugmynd að skrifa sögu um einhvern sem fremur svakalegt ódæði en er samt ekki slæmur maður; að láta einhvern gera eitthvað viðbjóðslegt en að lesandinn finni samt frekar til með honum en hitt,“ segir Guðmundur í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

 

Hrotti vegna uppeldis

Rithöfundurinn segir borðleggjandi að Engilbert þessi, aðalpersónan, hafi skemmst í uppeldinu, og lesandinn getur vart annað en komist að sömu niðurstöðu. „Ég hugsa að ef þessi náungi hefði ekki alist upp við þær aðstæður sem raun ber vitni hafði hann jafnvel plummað sig. Þótt einhver veila hafi verið fyrir hendi hefði hann aldrei verið svona hrottalegur nema af því hann ólst upp við mikinn viðbjóð.“

Guðmundur segir söguna að mestu leyti hreinan skáldskap.

„Ég hef reyndar hitt marga sem hafa sagt mér eitt og annað, og sjálfur lent í ýmsu í gegnum lífið þannig að þetta er samtíningur héðan og þaðan. Sagan er í raun samfélagsádeila, Engilbert segir ýmislegt í sínu brjálæði sem margir eru að tala um úti í samfélaginu en enginn ber samt kannski almennilega á borð.

Gagnrýnin er þó ekki beint á meðferðargeirann, frekar á úrræðaleysi samfélagsins gagnvart fólki eins og honum; á félagsmálapakkann þar sem allt virðist reka á reiðanum, einhver teymi eru alltaf til staðar en kerfið áorkar þó í raun engu. Engilbert er að vísu óforskammaður og örugglega ekki gott við hann að eiga.“

Guðmundur segist í raun ekki hafa lagt upp með að skrifa ádeilusögu. „Þetta er skáldskapur sem tekur bara þessa stefnu og kemur víða við.“

Hann nefnir að fyrir jólin var mikið í umræðunni að menn væru að segja eigin sögu í ýmsum búningum, „en ég hef sem betur aldrei lent í þeim aðstæðum sem ég lýsi í bókinni og aldrei kynnst neinu af því tagi!“

Guðmundur skrifaði Líkvöku á síðustu tveimur árum en í hittifyrra sendi hann sér sér skáldsöguna Gosbrunninn. „Það er líka saga manns í krísu, sögð í fyrstu persónu, en á allt öðrum nótum en Líkvaka. Þessi bók er því alveg einstæð.“

Áður hafði hann sent frá sér tvær barnabækur og skrifað leikrit en þau verk voru á allt öðrum nótum. „Ég er alltaf með eitthvað á prjónunum og reyndar alltaf með margt í gangi í einu. Ég er ekki alveg ákveðinn í hvað ég fer í af mestum krafti næst, en hugsa að ekkert komi út fyrr en á næsta ári.“

Guðmundur segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við Líkvöku.

„Mörgum finnst sagan rosaleg og segja það hikstalaust við mig; að sagan sé óskaplega ógeðsleg, en líka að hún sé góð og mér sýnist það sem ég ætlaði mér hafi heppnast mjög vel því margir tala um að þeir finni til með aðal persónunni.“

 

Af hermangi

Guðmundur hefur fengist við margvísleg skrif eins og áður greinir. Snemma árs í fyrra kom til að mynda út ljósmyndabók hjá Crymogeu með myndum Braga Þórs Jósefssonar af yfirgefnum mannvirkjum á Miðnesheiði; bókin Iceland Defence Force. Guðmundur skrifaði textann, sem er bæði á íslensku og ensku í bókinni.

„Ég vann í hermanginu í gamla daga og þótti vel til þess fallinn að skrifa þetta. Mér fannst það dálítið fyndið að ein af ástæðunum sem gefnar voru upp var að margir rithöfundar hefðu unnið á Vellinum en vildu helst ekki tala um það. Skömmuðust sín fyrir það! Ég skammast mín hins vegar ekki neitt. Ég var þarna í mörg ár og líkaði vel. Þetta var ekki verri vinnustaður en hver annar,“ segir Guðmundur S. Brynjólfsson.

Morgunblaðið sunnudagurinn 21. febrúar 2016.


Skráð af Menningar-Staður