Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Febrúar

18.02.2016 21:24

77.500 FERÐAMENN Í JANÚAR 2016

 

 

77.500 FERÐAMENN Í JANÚAR 2016

 

ferðamenn í janúar 2010-2016Um 77.500 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 14.800 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 23,6% milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað verulega í janúar á síðustu árum og hafa aldrei verið fleiri en í ár. Meira en fjórfalt fleiri ferðamenn komu í janúarmánuði 2016 en í janúar árið 2010. 

Bretar og Bandaríkjamenn 54% ferðamanna

10 fjölmennustu þjóðerni í janúar 2016Um 78% ferðamanna í janúar árið 2016 voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 35,5% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn (18,6%). 

Þar á eftir fylgdu Kínverjar (4,3%), Þjóðverjar (4,2%), Frakkar (3,2%), Danir (2,7%), Norðmenn (2,5%), Japanir (2,3%), Svíar (2,2%) og Kanadamenn (2,0%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum og Kínverjum mest milli ára en 5.835 fleiri Bretar komu í janúar í ár en í sama mánuði í fyrra, 5.051 fleiri Bandaríkjamenn og 1.173 fleiri Kínverjar. Þessar þrjár þjóðir báru uppi aukninguna í janúar milli ára eða 81,5% af heildaraukningu. 

Ferðamönnum fækkaði hins vegar frá nokkrum þjóðum, m.a. Svíþjóð, Danmörku, Frakklandi og Japan. 

Fjöldi Breta og Norður Ameríkana hefur meira en sexfaldast frá 2010

Fjöldi ferðamanan eftir markaðssvæðumÞegar litið er til fjölda ferðamanna í janúarmánuði má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010. Þannig hefur fjöldi ferðamanna frá Bretlandi og Norður Ameríku meira en sexfaldast, fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu nærri þrefaldast og ferðamönnum frá löndum sem lenda í hópnum annað meira en fjórfaldast. Ferðamönnum frá Norðurlöndunum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli.

Hlutfall Breta eykst en Norðurlandabúa minnkar

HlutfallSamsetning ferðamanna hefur breyst mikið frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í janúar síðastliðnum voru Bretar ríflega þriðjungur ferðamanna en ríflega fimmtungur árið 2010. Norðurlandabúar voru fjórðungur ferðamanna árið 2010 en árið 2016 var hlutfall þeirra komið í 8%. Hlutfall N-Ameríkana í janúar er mun hærra í ár en fyrri ár en hlutfall Mið- og S-Evrópubúa hins vegar lægra en árin á undan. Hlutfall ferðamanna í janúar frá öðrum mörkuðum hefur hin síðari ár hins vegar verið á svipuðu róli.

Ferðir Íslendinga utan

Um 30 þúsund Íslendingar fóru utan í janúar síðastliðnum eða 2.700 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 9,9% fleiri brottfarir en í janúar 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Af www.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

 
 

 

 

 

 

 

18.02.2016 16:28

Aðalfundur Eldsmiðjufélags Suðurlands í kvöld - 18. feb. 2016

 

 

 

Aðalfundur Eldsmiðjufélags Suðurlands

verður í kvöld, fimmtudaginn 18. feb. 2016
kl. 20:00 í Rauða-húsinu á Eyrarbakka 

Skráð af Menningar-Staður 

18.02.2016 15:03

Sumarafleysingar við Fangelsið Litla-Hrauni og Sogni 2016

 

 

 

Sumarafleysingar við Fangelsið Litla-Hrauni og Sogni 2016

 

Fangelsismálastofnun ríkisins auglýsir laus til umsóknar embætti fangavarða til sumarafleysinga við Fangelsið Litla-Hrauni og Sogni 2016.

Fangavörður - sumarafleysingar

 

Markmið Fangelsismálastofnunar við rekstur fangelsa eru þessi helst: 
- Að afplánunin fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt 
- Að draga úr líkum á endurkomu fanga í fangelsi.
- Að föngum sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti séu höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetja fanga til að takast á við vandamál sín 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf fangavarðar felst m.a. í umsjón ákveðinna verkefna og veita leiðbeiningar til skjólstæðinga. 
Um skilyrði þess að vera ráðinn fangavörður fer skv. ákvæðum reglugerðar nr. 304/2000. 

Hæfnikröfur

Leitað er eftir starfsmönnum sem:
- Sem eru 20 til 45 ára 
- Eru hugmyndaríkir og vilja vinna að breyttu og betra fangelsisumhverfi 
- Hafa gott viðmót og samskiptahæfileika
- Hafa áhuga á að vinna með mjög breytilegum einstaklingum 
- Eru þolinmóðir, agaðir og eiga auðvelt með að fylgja vinnureglum
- Geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum
Annað
- Gott vald á íslensku talaðri sem ritaðri
- Enskukunnátta 
- Tölvufærni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til þess að sækja um.
Sækja skal um starfið merkt "...embætti fangavarða til sumarafleysinga.." á heimasíðu Fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is fyrir fyrir 4. mars nk.
Stofnunin áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.

Umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 
Ath. Þeir sem nú þegar hafa fyllt út umsókn "Viltu vera á skrá" á heimasíðu fangelsismálastofnunar þurfa ekki að fylla út nýja umsókn. 

 

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 07.03.2016

Nánari upplýsingar veitir

Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir- sigurbjorg@fangelsi.is - S: 480 9000
Sigurður Steindórsson- sigurdurst@fangelsi.is - S: 480 9000


FMS Litla-Hraun yfirstjórn
v/Hraunteig
820 Eyrarbakki

Af www.fangelsi.is

________________ 

.


.

 

Skráð af Menningar-Staður


 

18.02.2016 12:00

14 ára stúlku frá Eyrarbakka hent út úr strætó á þjóðvegi

 

Mæðgurnar Sædís og Agnes Halla. Agnes var á leið til ...

Mæðgurn­ar Sæ­dís og Agnes Halla. Agnes var á leið til Sel­foss frá Eyr­ar­bakka í gær­kvöldi þegar vagn­stjór­inn bað hana að yf­ir­gefa vagn­inn á miðjum þjóðvegi vegna fifla­láta. Agnes var hins veg­ar færa sig milli sæta til að vera nær vin­um sín­um. Sama hver ástæðan er seg­ir móðir Agnes­ar að aldrei eigi að henda farþegum út úr strætó á miðri leið. 

Ljós­mynd/?Af Face­book síðu Sæ­dís­ar Óskar

 

14 ára stúlku frá Eyrarbakka hent út úr strætó á þjóðvegi

 

Agnes Halla Eggerts­dótt­ir, 14 ára nem­andi við grunn­skól­ann á Eyr­ar­bakka var á leiðinni með strætó milli Eyr­ar­bakka og Sel­foss um sjöleytið í gær­kvöldi þegar strætóbíl­stjór­inn stöðvaði vagn­inn og krafðist þess að hún myndi yf­ir­gefa vagn­inn sök­um fífla­láta.

„Ég fæ sím­tal frá dótt­ur minni sem er þá úti á miðjum vegi í myrkri, þoku og hálku. Henni hafði verið hent út fyr­ir að standa upp og labba á milli sæta,“ seg­ir Sæ­dís Ósk Harðardótt­ir, móðir Agnes­ar Höllu.

Sæ­dís bað dótt­ur sína um að lýsa at­vik­inu nán­ar fyr­ir sér og var furðu lost­in á viðbrögðum vagn­stjór­ans. Sæ­dís tjáði sig um málið á Face­book og sagði meðal ann­ars:

„Mér finnst það grafal­var­legt að henda 14 ára barni út úr strætó á miðjum þjóðvegi. Sama hver ástæðan er þá er það al­gjör­lega ólíðandi. Séu krakk­ar með læti í vagn­in­um á að tala við þau á áfangastað, jafn­vel banna þeim að koma með ein­hverj­ar ferðir, hafa sam­band heim og ef þau láta eng­an veg­inn segj­ast þá bara hringja eft­ir aðstoð en ekki reka börn út á þjóðveg­inn hvort sem er í myrkri, þoku, hálku og snjó eða bara um há­bjart­an dag.“

Agnesi Höllu var mjög brugðið og var orðið ansi kalt þegar faðir henn­ar sótti hana. „Hún var mjög sjokk­eruð og fékk hálf­gert kvíðak­ast,“ seg­ir Sæ­dís, sem hafði strax sam­band við Strætó og ræddi við þjón­ustu­full­trúa sem síðan hafði sam­band við vagn­stjór­ann.

„Kon­an í þjón­ustu­ver­inu sagði mér að kvöldið áður hefði verið stelpa í strætó sem hefði ekki látið segj­ast og flakkað um í vagn­in­um og bíl­stjór­inn hafi talið að um dótt­ur mína væri að ræða. Hún var hins veg­ar ekki í vagn­in­um á þriðju­dags­kvöldið. Þetta finnst mér líka al­var­legt, ef dótt­ir mín er ekki eina barnið sem hann er að henda út úr vagn­in­um á þjóðvegi,“ seg­ir Sæ­dís.

 

„Al­gjört dómgreind­ar­leysi“

Jó­hann­es Svavar Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, sagði í sam­tal við mbl.is að vagn­stjóri Strætó hefði sýnt al­gjört dómgreind­ar­leysi með gjörðum sín­um í gær­kvöldi.

„Það er í verklagi okk­ar að það á aldrei að vísa farþegum út á víðavangi á lands­byggðinni. Bíl­stjór­ar eiga að hafa það á hreinu að þeir eiga að keyra farþega til síns ákvörðun­arstaðar og reyna þá að út­kljá málið þar ef þörf er á.“

Jó­hann­es gat ekki tjáð sig um framtíð vagn­stjór­ans hjá Strætó, en hann staðfesti að farið verður yfir at­vikið og verklag Strætó verði írekað við starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins.

„Ég skil vel að stúlk­an hafi verið ósátt við þessa fram­komu. Ég sendi móður­inni tölvu­póst og baðst af­sök­un­ar á fram­kom­unni sem er ekki í sam­ræmi við okk­ar verklag,“ seg­ir Jó­hann­es.

Sæ­dís seg­ir að mik­il­vægt sé að vekja at­hygli á at­vik­inu þar sem hún þekki fleiri dæmi þar for­eldr­ar og börn hafi átt í sam­skipta­erfiðleik­um með vagn­stjóra sem aka á milli Eyr­ar­bakka og Sel­foss.

„Þetta er lítið sam­fé­lag, hér eru mörg börn sem sækja íþrótt­ir og tóm­stund­astarf á Sel­foss og því er mik­il­vægt að sam­göng­ur eins og Strætó séu í góðu lagi og að sam­skipt­in milli vang­stjóra og farþega séu í lagi.“

 

Stöðufærsla Sæ­dís­ar í heild sinni: 

Sædís Ósk Harðardóttir

Það er ekki oft sem ég reiðist eða æsi mig, en í kvöld gerðist atvik sem gerði það að verkum að ég varð mjög reið.

Dóttir mín var í strætisvagni áðan ásamt vinum sínum og voru þau að fara á Selfoss. Hún hringir síðan í mig hágrátandi, þá hefur henni verið hent út úr strætó á miðjum þjóðvegi. það var myrkur, hálka, snjór og þoka. Ástæðan var sú að hún hafi staðið upp og fært sig á milli sæta. Stoppar hann þá vagninn og rekur hana út, hún hafði ekki þor til að mótmæla honum og gekk bara út.

Mér finnst það grafalvarlegt að henda 14 ára barni út úr strætó á miðjum þjóðvegi. Sama hver ástæðan er þá er það algjörlega ólíðandi. Séu krakkar með læti í vagninum á að tala við þau á áfangastað, jafnvel banna þeim að koma með einhverjar ferðir, hafa samband heim og ef þau láta engan veginn segjast þá bara hringja eftir aðstoð en ekki rekar börn út á þjóðveginn hvort sem er í myrkri, þoku, hálku og snjó eða bara um hábjartan dag.

Ég hafði samband við strætó og lét vita af þessu atviki. Talaði þar við konu í þjónustuveri, hún sagði þá að það hefði verið stelpa í strætó kvöldinu áður sem hefði ekki látið segjast og flakkað um í vagninum og bílstjórinn taldi að um sömu stelpu væri að ræða. Það var hins vegar ekki hún þar sem við vorum saman hér heima í gær. Þetta finnst mér lika alvarlegt, segjum að þetta hafi verið hún þá á ekki að henda börnum út úr vagninum á þjóðvegi.
Hún hefði getað verið símalaus og ekki náð að hringja eftir aðstoð.
Ég vona að svona gerist ekki aftur með börn sem fara hér á milli staða með strætó. þau eiga að geta verið örugg um að komast á milli staða.

af www.mbl.is

 

Skráð af Menningar-Staður

17.02.2016 22:40

Næturregnbogi byggði brú út í heim

 

 

Viðir Björnsson á Eyrarbakka og Morgunblaðið 17. febrúar 2016.

 

Næturregnbogi byggði brú út í heim

 

Hann er kominn með ljósmyndadellu eftir að hann seldi Playstation-tölvuna sína og keypti sér myndavél. Hann syndir í íslenskum sjó og tekur myndir í ölduróti, af fuglunum sem mamma gefur að borða og því sem verður á vegi hans. Myndirnar hans hafa birst í erlendum miðlum og ljósmyndaverkefnin tínast inn.

 

Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir - 

Morgunblaðið

 

Ég hef alla tíð haft áhuga fyrir ljósmyndun en það var ekki fyrr en um mitt árið 2015 sem ég fór að taka myndir á fullu. Þá hafði ég fengið nóg af því að vinna leiðinlega dagvinnu, svo ég hætti því og ákvað að fara að vinna við eitthvað sem ég hefði áhuga á og þætti skemmtilegt. Ég fór því að þeyta skífum sem plötusnúðurinn Dj Víðir og Dýrið, en sú vinna er einvörðungu um helgar og því hafði ég nægan tíma á virkum dögum. Ég ákvað að selja Playstation-tölvuna mína og kaupa mér eitthvað af viti í staðinn, og það var Go-Pro myndavél. Hún varð til þess að ég var alltaf úti að gera eitthvað skemmtilegt og taka myndir í leiðinni,“ segir Víðir Björnsson áhugaljósmyndari, sem hefur verið iðinn við kolann og fengið birtar myndir í erlendum miðlum. Hann var með fyrstu ljósmyndasýningu sína á Eyrarbakka um síðustu helgi á árlegu Sólarkaffi, sem er gömul vestfirsk hefð til að fagna sólinni, en í æðum fjölskyldu Víðis rennur önfirskt blóð.

„Pabbi er fæddur og uppalinn í Önundarfirði og hann er reyndar hörku ljósmyndari, þannig að ég hef þennan áhuga eflaust líka frá honum,“ segir Víðir, sem tekur líka myndbönd, þó að ljósmyndunin eigi hug hans allan. „Ég fann mig algerlega í þessu og er klárlega kominn með ljósmyndadellu.“

 

BBC birti mynd og tók viðtal

Víðir segir að sér hafi alla tíð fundist gaman að vera úti að leika þegar hann var strákur og að það hafi nú vaknað á ný.

„Ég stunda sjósund með félögum mínum og ég er í raun háður sjónum, hann togar í mig. Ég bókstaflega verð að ganga í fjöruborðinu í hverri viku við Óseyrarnes á bernskuslóðunum. Þegar ég fer í fjallgöngur reyni ég að velja leið og stað sem ég veit að er fallegur og tek myndir í leiðinni. En ég fer líka stundum gagngert eitthvert út til þess eins að taka myndir,“ segir Víðir, sem hefur tekið þó nokkuð af fuglamyndum, enda er hann alinn upp við sjávarsíðuna á Eyrarbakka þar sem fuglalífið er fjölbreytt.

„Amma og mamma hafa gefið krumma matarafganga allt sitt líf og þar sem foreldrar mínir búa á Eyrarbakka veit krummi alveg hvert hann á að koma í matinn. Mig langaði að ná mynd af þessum merkilega fugli og ég faldi myndavélina rétt við góðgætið og skildi hana þar eftir, því að hrafninn er var um sig. Úr þessu komu margar góðar myndir, ekki aðeins af krumma, heldur líka af öðrum fuglum. Þessar myndir hafa vakið lukku og mynd af starra að næla sér í bita var birt í The Telegraph, en ástæðan fyrir því að ég átti greiða leið í erlenda miðla með myndir mínar er sú að síðastliðið haust náði ég góðri mynd af svokölluðum njólubaug (e. moonbow), sem er næturregnbogi, en njóla er skáldamál og merkir nótt. Njólubaugur er sjaldgæfur en getur myndast þegar fer saman mjög bjart tunglskin og súld eða skúraveður ásamt dreifðum skýjum. BBC hafði samband við mig út af þessari njólubaugsmynd og tók við mig viðtal, og í framhaldinu fór myndin út um allan heim. Næturregnboginn er því brú mín út í heim; eftir þetta var ég kominn með fullt af tengiliðum úti um víða veröld sem vildu fá myndir frá mér. Núna sendi ég myndir til konu í London hjá fyrirtækinu Rex ShutterStock og hún reynir að selja þær áfram fyrir mig til fjölmiðla og fleiri aðila, en myndir þaðan birtast í hinum ýmsu miðlum hvar sem er í heiminum.“

 

Ljósmyndun og útivist er fullkomin blanda

Ljósmyndunin er ástríða hjá Víði en honum er fleira til lista lagt, hann er meðal annars meðlimur í hljómsveitinni Kiriyama Family og leikur þar á bassagítar og hljómborð.

„Framtíðarplönin eru enn að gerjast með mér, kannski fer ég og læri ljósmyndun, kannski ekki, því að flestir þeirra ljósmyndara sem ég dáist að eru sjálfmenntaðir.

Ég stefni að því að vinna við eitthvað tengt ljósmyndun og verkefnin eru nú þegar byrjuð að tínast inn. Fólk hefur hvatt mig mjög mikið áfram og það er frábært. Ég hef algerlega fundið mig í þessu og ég varð útivistarmaður á sama tíma, þetta er fullkomin blanda.“

Hægt er að skoða myndirnar hans Víðis á slóðinni: www.vidirbjornsson.com og á instagram: vidirb

 

Bls. 10 og 11 í Morgunblaðinu 17. febrúar 2016

 

Næturregnboginn frægi.

.

Víðir með Guðmundi vini sínum í ölduróti við Íslandsstrendur.

Víðir með Guðmundi vini sín­um í öldu­róti við Íslands­strend­ur.

.

Víðir fór með Júlíu Bjarneyju systur sinni í fjörugöngu á Eyrarbakka í miklu roki og rigningu á 17. júní.

Þau voru svo heppin að fá þessa þrjá svani fljúgandi akkúrat yfir á þessari mynd. Myndin er tekin í fyrra.

.

.

.

.

.

Hægt er að skoða

mynd­irn­ar hans Víðis hér

.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 17. febrúar 2016


Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

17.02.2016 11:15

Fjölsótt Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurlandi

 

.

 

 

Fjölsótt Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurlandi

 

Sunnudaginn 14. febrúar sl. héldu Vestfirðingar á Suðurlandi fjölsótt Sólarkaffi í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Gestir voru á öllum aldri en elst var Jensína Guðmundsdóttir 98 ára, fyrrum húsfrú á Tannanesi í Önundarfirði, en hún kom í kaffið með nokkrum börnum sínum og tengdabörnum.

Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri, var  með málverkasýningu sem nefndist   Frá Djúpi til Dýrafjarðar.

Önfirðingurinn á Eyrarbakka, Víðir Björnsson,  sýndi nokkrar af ljósmyndum sínum sem hann hefur tekið á síðustu misserum í Flóanum og fyrir vestan.

Vestfirska forlagið á Þingeyri sendi góðar kveðjur á Sólarkaffið með póstkortum til allra gesta og einnig fengu 10 þeirra eintök af bókunum Frá Bjargtöngum að Djúpi. Þingeyringarnir Gerður Matthíasdóttir og Ólafur Bjarnason sáu um að draga út hina heppnu gesti.

Pétur Bjarnason frá Bíldudal kom með nikkuna og stjórnaði fjöldasöng og var mikil uppruna- og átthaga stemmning hjá sólarkaffisgestunum.

Heiðursgestur á sólarkaffinu var síðan „sólin“ sjálf sem skein glatt í suð-vestrinu  með mikilli endurspeglun á snæviþöktu Suðurlandinu.  Víst er að sólin alla daga hér á Suðurlandinu  gleður mjög hina aðfluttu Vestfirðinga. Í flestum byggða Vestfjarða sér ekki til sólar í um tvo og hálfan hánuð; það er frá um miðjan nóvember og nær því út janúar en það fer nokkuð eftir staðháttum. Því er löng hefð fyrir því vestra að fagna komu sólarinnar veglega með kaffi og pönnukökum.


Þökk sé hinum mikla meistara sem skóp sólina með allri þeirri birtu og ytri sem innri yl sem henni fylgir.

Myndaalbúm með 48 myndum er komið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277190/

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.


 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

16.02.2016 18:15

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 17. feb. 2016

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 17. feb. 2016

 

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka

verður miðvikudaginn 17. febrúar 2016

í Rauða-húsinu á Eyrarbakka kl. 20:00

(ekki á Stað eins og fyrr var auglýst)

Skráð af Menningar-Staður

16.02.2016 18:05

Félagsvist BES 17. febrúar 2016

 

 

 

Félagsvist BSE 17. febrúar 2016


 

Frá Foreldrafélagi BESSkráð af Menningar-Staður

 

16.02.2016 15:12

Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstj. Ljósmyndasafns Íslands - 60 ára

 Inga Lára Baldvinsdóttir.

 

Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstj. Ljósmyndasafns Íslands – 60 ára

Í kompaníi við gömul hús

 

Inga Lára fæddist í Reykjavík 16.febrúar 1956 og ólst upp á Högunum í Vesturbænum. Hún var auk þess í sveit á sumrin hjá ættmennum sínum á Oddsstöðum í Lundarreykjadal.

Inga Lára var í Melaskóla og Hagaskóla, lauk stúdentsprófum frá MR, BA-prófi frá University College í Dublin 1979 og cand. mag.-prófi í sagnfræði við HÍ 1984.

Inga Lára stundaði safnstörf við ýmis tímabundin verkefni hjá Þjóðminjasafni Íslands 1977-89, var ritstjóri Árbókar Hins íslenska fornleifafélags 1982-92, ritstjóri Þjóðólfs á Selfossi 1986-87, skjalavörður hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga 1988-89, var hreppstjóri Eyrarbakkahrepps um skeið, hefur starfað síðasta aldarfjórðung við varðveislu ljósmynda í Þjóðminjasafni, var deildarstjóri þar frá 1991 og er nú sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafninu.

Inga Lára hefur gefið út bækur um íslenska ljósmyndasögu og unnið við sýningar á því sviði. Þá hefur hún tekið þátt í ýmsu félagsstarfi með safnmönnum og fyrir þeirra hönd.

Inga Lára hefur verið búsett á Eyrarbakka frá 1982. Hún hefur, ásamt manninum sínum, Magnúsi Karel, staðið að því að gera upp þrjú hús á Bakkanum og hefur haft mikinn áhuga á húsavernd á Eyrarbakka og á landsvísu.

Inga Lára og Magnús hafa starfrækt Verzlun Guðlaugs Pálssonar í einu þeirra húsa sem þau gerðu upp. Þar stendur Magnús vaktina í búðinni en Inga Lára er „lagerstjóri“.

Inga Lára hefur tekið þátt í félagsstarfi á Eyrarbakka og í Sveitarfélaginu Árborg, stuðlaði að uppbyggingu dvalarheimilis á Eyrarbakka með góðu fólki og var lengi í rekstrarstjórn þess. Þá hafði hún um hríð umsjón með Sjóminjasafninu á Eyrarbakka og hefur starfað í kvenfélaginu á staðnum. Hún sat í stjórn Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka, í fornleifanefnd og þjóðminjaráði og sat í stjórn Félags íslenskra safnmanna um skeið.

Áhugamál Ingu Láru liggja á starfssviði hennar auk þess sem þau hjónin hafa varið miklum tíma og kröftum í að vekja af dvala þau gömlu hús sem þau hafa gert upp á Bakkanum. Eyrarbakki er eins og Stykkishólmur og Flatey, einn þeirra örfáu staða á landinu þar sem gömul og sögufræg hús hafa oftar en ekki fengið að standa óáreitt fyrir skammtíma gróðasjónarmiðum.

„En við höfum nú einnig gefið okkur tíma fyrir gönguferðir. Höfum gengið víða erlendis með góðu vinafólki og farið í nokkrar gönguferðir á slóðir forfeðranna á Vestfjörðum með fjölskyldunni.“

 

Fjölskylda

Eiginmaður Ingu Láru er Magnús Karel Hannesson, f. 10.4. 1952, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Foreldrar hans voru Hannes Þorbergsson, f. 5.11. 1919, d. 15.10. 2003, vörubílstjóri á Eyrarbakka og víðar, og Valgerður Sveinsdóttir, f. 18.4. 1921, d. 4.10. 2005, húsfreyja og verkakona á Eyrarbakka.

Sonur Ingu Láru og Magnúsar Karel er Baldvin Karel, f. 11.7. 1985, nemi og kokkur í Reykjavík.

Systkini Ingu Láru eru Páll Baldvin Baldvinsson, f. 28. 9. 1953, blaðamaður og rithöfundur í Reykjavík, og Guðrún Jarðþrúður Baldvinsdóttir, f. 25.11. 1960, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Reykjavík.

Foreldrar Ingu Láru: Baldvin Halldórsson, f. 23.3. 1923, d. 13.7. 2007, leikari og leikstjóri í Reykjavík, og k.h., Vigdís Pálsdóttir, f. 13.1. 1924, handavinnukennari í Reykjavík.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Gengið á Vestfjörðum.

Inga Lára með hópi ættmenna sem eru að leggja í hann suður og niður af Þorskafjarðarheiði.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Mæðgurnar Inga Lára og Vigdís við standsetningu Sjónarhóls, sl. aldamót.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 16. febrúar 2016
 


Skráð af Menningar-Staður
 


 

16.02.2016 09:52

Fyrsta ljósmyndasýning Víðis Björnssonar

 


Víðir Björnsson við ljósmyndasýninguna að Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 14. feb. 2016

 

 

Fyrsta ljósmyndasýning Víðis Björnssonar

 

Var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka á Sólarkaffi Vestfirðinga 14. feb. 2016

 

Þá er fyrstu ljósmyndasýningunni minni lokið. Þetta var skemmtileg reynsla og ég þakka öllum kærlega fyrir sem mættu!

Núna er bara undirbúa næstu grin broskall
//
My first photo exhibition was yesterday and I want to thank everyone that attended. I'm really happy about it and it was a good experience.

Now it´s just time to prepare for the next one

Víðir Björnsson


Skráð af Menningar-Staður