Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Febrúar

13.02.2016 07:59

Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurlandi

 

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.

 

Sólarkaffi  Vestfirðinga á Suðurlandi

 

 

Nokkrir Vestfirðingar, sem búa á Suðurlandi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga sunnudaginn 14. febrúar 2016 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka kl. 14:00 – 17:00

 

Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sólarkaffi með pönnukökum þegar sólin sést aftur eftir skammdegið. Þessi siður hefur ekki verið á Suðurlandi enda sést sól þar alla daga ársins. Með þessu vilja aðfluttir  Vestfirðingar á Suðurlandi gefa sveitungum að vesta kost á að hittast í sólarkaffi og jafnframt kynna þennan góða sið fyrir Sunnlendingum og öðrum hér um slóðir.Á sólarkaffinu verður Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri með málverkasýningu á Stað sem nefnist   -Frá Djúpi til Dýrafjarðar-  Elfar Guðni hefur fimm sinnum á þessari öld dvalið á Sólbakka í Önundarfirði í samtals þrjá mánuði og málað mikið í vestfirskri náttúru. Hann segist hvergi utan heimaslóðar sinnar hafa orðið fyrir jafn sterkum áhrifum til listsköpunar eins og vestra og má sjá þetta á sýningunni.Þá mun Önfirðingurinn á Eyrarbakka, Víðir Björnsson,  sýna nokkrar af ljósmyndum sínum sem hann hefur tekið á síðustu misserum í Flóanum og víðar á Suðurlandi.Tíu heppnir gestir muni fá bókaglaðning frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri sem hefur í rúm tuttugu ár verið gríðarlega kröftugt menningarafl Vestfirðinga.Vitað er um menn sem koma langt að til sólarkaffisins; svo sem tónlistarmennirnir Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal og Siggi Björns frá Berlín.


 

Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

 

 

Nokkrar myndir frá Sólarkaffinu að Stað á Eyrarbakka 2015.

En fleiri á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/269748/

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 
 Skráð af Menningar-Staður

12.02.2016 15:50

Önfirðingastund á FM 96.3 á Selfossi 12. febrúar 2016

 

Önfirðingurinn og dagskrárstjóri á Suðurland FM 96.3  Henný Árnadóttir.

 

Önfirðingastund á FM 96.3 á Selfossi 12. febrúar 2016

 

Önfirðingurinn og tónlistarmaðurinn Siggi Björns í Berlín var í spjalli hjá
Önfirðingnum Henný Árnadóttur, dagskrárstjóra, á Suðurland FM 96.3 á Selfossi í dag,

föstudaginn 12. febrúar 2016, og tók hann lagið lok viðtalsins.

Menningar-Staður færði til myndar.

Myndalabúm er komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277129/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

12.02.2016 15:13

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. febrúar 2016

 

.
F.v.: Jón Friðrik Matthíasson, Rúnar Eiríksson, Siggi BJörns, Ragnar Emilsson

og Ingólfur Hjálmarsson.
.

 

F.v.: Siggi Björns og Ragnar Emilsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. febrúar 2016

 

Sérstakur gestur frá Berlín var tónlistarmaðurinn Siggi Björns.

 

 

.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Rúnar Eiríksson, Ingólfur Hjálmarsson, Reynir Jóhannsson

og Siggi Björns.Skráð af Menningar-Staður

 

 

11.02.2016 22:35

Beitustrákadagur á Bakkanum 11. feb. 2016

 

F.v.: Sveinbjörn Rúnar Helgason og Siggi Björns.

 

Beitustrákadagur á Bakkanum 11. feb. 2016

 

Það bar til tíðinda að beitustrákarnir frá Flateyri, þeir Siggi Björns í Berlín sem þessa vikuna er á Eyrarbakka til hvíldar og hressingar, og Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, litu við hjá beitustrákunum á Mána ÁR á Eyrarbakka í morgun.

 

Beitustrákarnir á Mána ÁR eru:
Sveinbjörn Rúnar Helgason
Stefán Þóroddsson
Magnús Hrafnsson og

Alex Máni sem var fjarverandi í skóla.

 

Var þetta hin magnaðasta morgunstund en Siggi BJörns og Björn Ingi hafa ekki verið sem beitustrákar á vertíð síðan haust- og vetrarvertíðina 1983 – 1984 á Ásgeiri Torfasyni ÍS 96 á Flateyri en það skip er nú Arnar ÁR í Þorlákshöfn.

 

Björn Ingi Bjarnason og Siggi Björns dásömuðu aðstöðuna í beitingaskúrinni og þá sérstaklega skurðarvélarnar og starfsmannaaðstöðuna sem er heilsugámur við hliðina.

 

Þá gáfu þeir Vestfirðingarnir sunnlensku beitustrákunum bestu umsagnir fyrir verklag og stílfærslur við beitinguna.

 

Sameiginleg ánægja allra var með þennan morgungjörning á Bakkanum.

Menningar-Staður færði til myndar:


 

F.v.: Siggi Björns og Sveinbjörn Rúnar Helgason.

 

.

 

F.v.: Siggi Björns og Stefán Þóroddsson.

.

.

.

.

.

F.v.: Siggi Björns og Magnús Hrafnsson.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

11.02.2016 18:47

Neyðarnúmerið 112 á Íslandi í tuttugu ár

 

 

Neyðarnúmerið 112 á Íslandi í tuttugu ár

 

Í dag, 11. febrúar 2016,  er 112-dagurinn, samstarfsverkefni stofnana og félagasamtaka sem annast margvíslega neyðarþjónustu, almannavarnir og barnavernd í landinu.

 

Almannavarnir eru þema þessa dags og áherslan lögð á áfallaþolið samfélag með viðbúnað og viðbrögð við náttúruhamförum, sérstaklega jarðskjálftum og óveðri.

 

Að þessu sinni er haldið upp á að 20 ár eru liðin frá því að Neyðarlínan tók evrópska neyðarnúmerið 112 í notkun hér á landi. Það leysti af hólmi 146 mismunandi símanúmer viðbragðsaðila.

 

Eitt samræmt neyðarnúmer sem allir þekkja skiptir máli þegar bregðast þarf hratt við neyðarástandi.

 

Neyðarlínan gegnir lykilhlutverki í almannavörnum með móttöku og úrvinnslu neyðarbeiðna í neyðarnúmerið 112 og rekstri TETRA-fjarskiptakerfisins sem viðbragðsaðilar nota innbyrðis og sín á milli.

 

Þetta kemur fram á vef Almannavarna.

 

Neyðarlínan

 l


Skráð af Menningar-Staður
 

11.02.2016 17:26

Styrkir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar

 

Atvinnuvegaráðuneytið við Skúlagötu.

Atvinnuvegaráðuneytið við Skúlagötu.

 

Styrkir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar.

Um er að ræða styrki sem einkum er ætlað að styðja við uppbyggingu verkefna á vegum fyrirtækja, samtaka og einstaklinga og stuðla að eflingu atvinnulífs og byggða.

Við mat á umsóknum verður litið til þeirrar þekkingar sem verið er að afla, hæfni umsækjenda til að leysa verkefnin, reynslu, aðstöðu og raunhæfni áætlana.

Í stærri verkefnum verður og sérstaklega litið til samstarfs mismunandi aðila. Byggðasjónarmið, nýsköpun og kynjasjónarmið verða einnig höfð að leiðarljósi við ákvörðun um úthlutun.

Ekki verða veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga. Í umsókn skal koma fram greinargóð lýsing á því verkefni sem sótt er um styrk til ásamt ítarlegri kostnaðar-, fjármögnunar- og verk- áætlun. Styrkir verða aðeins veittir til eins árs. 

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 21. febrúar 2016. 


 


Skráð af Menningar-Staður
 

11.02.2016 16:57

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 11. febrúar 2016

 


F.v.: Siggi Björns. Sigurður Egilsson, Rúnar Eiríksson Sigggeir Ingólfsson

og Jón Guðmundsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 11. febrúar 2016

Sérstakur gestur frá Berlín var tónlistarmaðurinn Siggi Björns.

 

.

 

F.v.: Sigurður Kristinsson f.v. meðlimur í Sniglabandinu og Siggi Björns trúbador og meðlimur í

Hljómsveitinni Æfingu sem er Sunnlendingum og fleirum að góðu kunn.


Skráð af Menningar-Staður

 

11.02.2016 06:27

Opinn fundur með Oddnýju á Selfossi

 

 

 

Opinn fundur með Oddnýju á Selfossi

 

Þingmenn kjördæmisins standa fyrir fundum vítt og breitt um kjördæmið þessa dagana enda kjördæmavika að hefjast.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt opinn fund á Selfossi um síðustu helgi og var hann vel sóttur.

Margt bar á góma og ræddi Oddný um helstu mál vorþingsins. Hún sagði brýnt að standa vörð um háskólanám í kjördæminu, byggja þyrfti upp aðstöðuna á Reykjum í Ölfusi og verja háskólanámið á Laugarvatni. Þá var mikið rætt um stöðuna á húsnæðismarkaði, uppbyggingu hjúkrunarheimila og stöðuna í stjórnarskrármálinu.

Með henni á fundinum var Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, bæjarfulltrúar flokksins í Árborg og Ölfusi og fjöldi annarra gesta sem sjá á má myndunum.

 


Suðri -  héraðsfréttablað á Suðurlandi greinir frá.

 

Skráð af Menningar-Staður

10.02.2016 18:34

Alþýðuhúsið 10. febrúar 2016

 

 

 

F.v.: Siggi Björns, Siggeir Ingólfsson, Reynir Jóhannsson og Jón Friðrik Matthíasson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 10. febrúar 2016

 

Sérstakur gestur frá Berlín var tónlistarmaðurinn Siggi Björns.

 

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

10.02.2016 07:13

Rætt við þingmenn Sjálfstæðisflokksins

 

F.v.: Séra Úlfar Guðmundsson, Ásta Stefánsdóttir , sem var fundarstjóri, Vilhjálmur Árnason og

Ragnheiður Elín Árnadóttir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Rætt við þingmenn Sjálfstæðisflokksins 

 

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Vilhjálmur Árnason, voru í gær, þriðjudaginn 9. febrúar 2016, með fund í Sjálfstæðishúsinu að Austurvegi 38 á Selfossi. Þingmennirnir Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson forfölluðust á síðustu stundu.


Á Alþingi Íslendinga er þessa vikuna kjördæmavika og var fundurinn liður því ferli hjá þingmönnum Sjálfstæisflokksins í Suðurkjördæmi.

Fundurinnn var ágætlega sóttur miðað við að hann var um miðjan dag og líflegur.

 

Menningar-Staður færði fudinn til myndar.

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277084/Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af  Menningar-Staður