Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Febrúar

09.02.2016 11:13

Bocciamót á Eyrarbakka 9. febrúar 2016

 

 

Bocciamót á Eyrarbakka 9.  febrúar 2016

 

Félag Eldri-borgara á Eyrarbakka tók í morgun, þriðjudaginn 9. febrúar 2016, á móti félögum ur Eldri-borgara félginu á Selfossi.

Móttakan var að Stað á Eyrarbakka og var haldið mót í Boccia og á eftir voru veitingar.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.
 

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277066/

 

Nokkrar myndir hér: 

 

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

09.02.2016 06:49

9. febrúar 1827 - Kambsránið í Flóa

 


Myndin er af Þuríði formanni en hún fæddist árið 1777 og varð 86 ára.

Hún var mikill skörungur. Samheiti orðsins skipstjóri er formaður. Þuríður varð sem sagt skipstjóri. Hún var formaður á árabátum, enda þilskipin ekki komin til sögunnar. Hún bjó nánast alla ævi í Árnessýslu og gerði mest út frá Stokkseyri en einnig frá Eyrabakka og Þorlákshöfn. Þuríður fór fyrst á vertíð með föður sínum og bróður aðeins 11 ára. Eftir það fór hún á vertíð að vori og hausti ár hvert. Hún fékk sérstakt leyfi sýslumanns til að klæðast karlmannsfötum vegna sjómennskunnar.

Þuríður stundaði sjósókn mestalla ævi eða til 1843 er hún hætti vegna heilsubrests. Hún varð háseti um 17 ára aldur en lengstum var hún svo formaður. Sérstakt var á þeim tíma (og jafnvel enn) að kona væri formaður á bát. Þuríður var vinsæl og þótti rækja hlutverk sitt vel. Hún var bæði varkár og áræðin. 

 

 

 9. febrúar 1827 - Kambsránið í Flóa

 

 Brotist var inn og peningum rænt á Kambi í Flóa. Ránsmennirnir voru síðar handteknir og dæmdir að loknum umfangsmiklum réttarhöldum.

 

Stóran þátt í að réttarhöldin skiluðu árangri var aðkoma Þuríðar Einarsdóttur, formanns á Stokkseyri að málinu eins og frægt er.

 

Kambsránið

Kambsránið, framið aðfaranótt 9. febrúar 1827, þegar fjórir grímuklæddir menn brutust inn í baðstofu á bænum Kambi í Flóa, lögðu hendur á bóndann, Hjört Jónsson, og heimilisfólk hans, tvær konur og fimm ára dreng; bundu þeir fólkið á höndum og fótum og hótuðu pyndingum og dauða til þess að fá afhent fé bóndans. Ránsmennirnir urðu að brjóta upp allar hirslur, áður en þeir fundu féð, rúmlega 1.000 ríkisdali, sem þeir hurfu á brott með. Þegar athuguð voru verksummerki, fundust hlutir úr fórum ránsmanna, sem notaðir voru sem sönnunargögn við réttarrannsókn.

Þórði Sveinbjörnssyni, sýslumanni í Hjálmholti, sem rannsakaði Kambsránið, tókst að upplýsa málið, svo að allir ránsmennirnir voru handteknir, og eftir langvinn réttarhöld játuðu þeir á sig ránið. Fyrirliði þeirra var Sigurður Gottsvinsson frá Leiðólfsstöðum. Fleiri reyndust flæktir í málið með því að hylma yfir með afbrotamönnum. Í réttarhöldunum komst einnig upp um ýmis önnur þjófnaðarmál í Árnessýslu frá undanfarandi árum, m.a. þjófnað úr Eyrarbakkaverslun, sauðaþjófnað o.fl. Málaferlin voru einhver hin víðtækustu, sem um getur í íslensku sakamáli, stóðu í tæpt ár, og um 30 manns var stefnt fyrir rétt.

Í febrúar 1828 kvað sýslumaður upp dóm, sem áfrýjað var til Landsyfirréttar í Reykjavík og Hæstaréttar í Kaupmannahöfn, en þar gekk dómur 1829. Var forsprakkinn, Sigurður Gottsvinsson, dæmdur til að hýðast við staur og til ævilangrar þrælkunarvinnu í Rasphúsi í Kaupmannahöfn, ennfremur aðrir ránsmenn, tveir þeirra þó um styttri tíma; 15 aðrir voru sakfelldir.

Ránsmennirnir voru fluttir utan 1830; tveir þeirra áttu afturkvæmt til Íslands eftir náðun, árið 1844, einn lést ytra, en Sigurður Gottsvinsson var dæmdur til lífláts fyrir áverka, sem hann veitti fangaverði, og hálshöggvinn 1834.


Morgunblaðið og fleira.Skráð af Menningar-Staður
 

09.02.2016 06:39

Þrjátíu og eitt framúrskarandi fyrirtæki á Suðurlandi

 

 

Þrjátíu og eitt framúrskarandi fyrirtæki á Suðurlandi

 

Creditinfo tilkynnti 4. febrúar sl. framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2015. Að þessu sinni hlutu 682 fyrirtæki viðurkenningu eða um 2% af öllum skráðum fyrirtækjum á Íslandi. Af þeim voru 31 fyrirtæki af Suðurlandi, en þau má sjá hér að neðan.

Creditinfo hefur birt lista framúrskarandi fyrirtækja frá árinu 2010 en þá voru einungis 178 félög á listanum. Framúrskarandi fyrirtækjum hefur því fjölgað verulega sem er jákvætt fyrir atvinnulífið og samfélagið. Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta. Fyrirtækin byggja á sterkum stoðum og eru ekki líkleg til að skapa kostnað fyrir samfélagið. Það felast því mikil verðmæti í þessum fyrirtækjum fyrir samfélagið í heild sinni.

Þau félög sem fá viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi þurfa að uppfylla viss skilyrði er varða rekstur og stöðu þeirra. Félögin þurfa að vera skráð hlutafélög, hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára, einnig þurfa líkur á alvarlegum vanskilum að vera undir 0,5% og félögin þurfa sýna fram á rekstrarhagnað síðustu þriggja ára. Jafnframt þarf eiginfjárhlutfall félaganna að vera 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð og eignir séu 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð.

Suðurland

Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2015:


Stórt    Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjum
Stórt    Jötunn vélar ehf., Selfossi
Stórt    JÁVERK ehf., Selfossi
Stórt    Set ehf.    Selfossi
Stórt    Huginn ehf., Vestmannaeyjum


Meðalstórt    Gullfosskaffi ehf., Bláskógabyggð
Meðalstórt    Bær hf., Kirkjubæjarklaustri
Meðalstórt    E.Guðmundsson ehf., Vík
Meðalstórt    Hallgerður ehf., Hellu
Meðalstórt    Þjótandi ehf., Hellu
Meðalstórt    Frár ehf., Vestmannaeyjum
Meðalstórt    Höfðabrekka ehf., Vík
Meðalstórt    Hótel Geysir ehf., Bláskógabyggð
Meðalstórt    Gufuhlíð ehf., Bláskógabyggð
Meðalstórt    Fossvélar ehf., Selfossi
Meðalstórt    Kjörís ehf., Hveragerði
Meðalstórt    TRS ehf., Selfossi
Meðalstórt    Eldhestar ehf., Ölfusi
Meðalstórt    Ufsaberg ehf., Vestmannaeyjum
Meðalstórt    Steini og Olli - byggingaverktakar ehf., Vestmannaeyjum
Meðalstórt    Jarðefnaiðnaður ehf. (JEI ehf.), Þorlákshöfn
Meðalstórt    Landstólpi ehf., Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Meðalstórt    Steingerði ehf., Hveragerði
Meðalstórt    Kvika ehf. útgerð, Vestmannaeyjum
Meðalstórt    Ísfélag Þorlákshafnar hf., Þorlákshöfn
Meðalstórt    Guðmundur Tyrfingsson ehf., Selfossi


Lítið    Krissakot ehf., Vestmannaeyjum
Lítið    Stóra-Ármót ehf., Selfossi
Lítið    Nesey ehf., Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Lítið    Lending ehf., Vestmannaeyjum
Lítið    Ásgerði II ehf., Flúðum

 

alt


Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

08.02.2016 16:18

Ræðum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins

 

 

 

Ræðum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins

 

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verða á morgun, þriðjudaginn 9. febrúar 2016 kl. 16:15,

með fund í Sjálfstæðishúsinu að Austurvegi 38 á Selfossi.

Allir velkomnirSkráð af Menningar-Staður

 

08.02.2016 11:36

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 8. febrúar 2016

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Rúnar Eiríksson, Björn H. Hilmarsson og Jóhann Jóhannsson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 8. febrúar 2016

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

07.02.2016 06:36

Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurlandi

 

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.

 

Sólarkaffi  Vestfirðinga á Suðurlandi

 

Nokkrir Vestfirðingar, sem búa á Suðurlandi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga sunnudaginn 14. febrúar 2016 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka kl. 14:00 – 17:00

Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sólarkaffi með pönnukökum þegar sólin sést aftur eftir skammdegið. Þessi siður hefur ekki verið á Suðurlandi enda sést sól þar alla daga ársins. Með þessu vilja aðfluttir  Vestfirðingar á Suðurlandi gefa sveitungum að vesta kost á að hittast í sólarkaffi og jafnframt kynna þennan góða sið fyrir Sunnlendingum og öðrum hér um slóðir.

Á sólarkaffinu verður Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri með málverkasýningu á Stað sem nefnist   -Frá Djúpi til Dýrafjarðar-  Elfar Guðni hefur fimm sinnum á þessari öld dvalið á Sólbakka í Önundarfirði í samtals þrjá mánuði og málað mikið í vestfirskri náttúru. Hann segist hvergi utan heimaslóðar sinnar hafa orðið fyrir jafn sterkum áhrifum til listsköpunar eins og vestra og má sjá þetta á sýningunni.

Þá mun Önfirðingurinn á Eyrarbakka, Víðir Björnsson,  sýna nokkrar af ljósmyndum sínum sem hann hefur tekið á síðustu misserum í Flóanum og víðar á Suðurlandi.

Tíu heppnir gestir muni fá bókaglaðning frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri sem hefur í rúm tuttugu ár verið gríðarlega kröftugt menningarafl Vestfirðinga.

Vitað er um menn sem koma langt að til sólarkaffisins; svo sem tónlistarmennirnir Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal og Siggi Björns frá Berlín.

Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. 


Skráð af Menningar-Staður

06.02.2016 22:10

Áttu mynd af vita

 

 

Áttu mynd af vita

 

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

05.02.2016 21:02

Oddný í opnu húsi á Selfossi

 

 Oddný G. Harðardóttir. 

 

Oddný í opnu húsi á Selfossi

 

Samfylkingin í Árborg og nágrenni er alltaf með opið hús á laugardagsmorgnum að Eyrarvegi 15 á Selfossi.

 

Á morgun laugardag, þann 6. febrúar kemur Oddný G. Harðardóttir alþingismaður og ræðir átakamál á vorþinginu og hagsmuni Suðurkjördæmis.

Hún kallar eftir áherslum sunnlenskra jafnaðarmanna, bæði svæðisbundnum baráttumálum og þau sem varða alla landsmenn.

 

Húsið opnar kl. 10:00 en fundurinn með Oddnýju hefst kl. 11:00.


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

05.02.2016 06:38

 

Gyðja M ynd af einu verki Sigurjóns á sýningunni Gyðjur.

 

Myndir af gyðjum tálgaðar í tré

 

Sýningin Gyðjur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verður opin gestum á Safnanótt. Á sýningunni eru portrett af konum eftir Sigurjón Ólafsson ásamt öðrum verkum hans, höggvin í stein eða tálguð í tré, þar sem hinni kvenlegu ímynd er lýst og hún tekur á sig mynd gyðjunnar. Sýningin er sett upp í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt.

Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson er meðal þekktustu portrettlistamanna Norðurlanda og eftir hann liggja rúmlega 200 andlitsmyndir. Flestar eru þær af karlmönnum í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu, en kvenportrett Sigurjóns eru síður þekkt, að undanskilinni myndinni sem hann gerði af móður sinni árið 1938. Fyrir þá mynd hlaut Sigurjón hinn eftirsótta danska heiðurspening, sem er kenndur við gullaldarmálarann C.W. Eckersberg, og í kjölfar þess eignuðust ríkislistasöfnin í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi afsteypu af verkinu. Auk portrettanna eru á sýningunni 14 skúlptúrar sem fjalla um konur – oftast sem draumsýn, og nokkrar bera gyðjunöfn.

Morgunblaðið föstudagurinn 5. febrúar 2016

 

Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson.


Skráð af Menningar-Staður

05.02.2016 06:30

VANDI GÖMLU FLOKKANNA ER SPILLING

 

 

Kristinn H. Gunnarsson.

 

VANDI GÖMLU FLOKKANNA ER SPILLING

 

"Flokkarnir sem eiga í erfiðleikum gagnvart kjósendum um þessar mundir gjalda því fyrir aðild að eða ábyrgð á misbeitingu valdsins. Þar liggur hundurinn grafinn."

Þetta skrifar Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í nýjasta blaði Bæjarins besta, en hann er jafnframt menntaður í stjórnmálaheimspeki. Hann greinir vanda valdaflokkanna og segir að þegar ákvarðanir eru teknar bak við luktar dyr og handvöldum aðilum færðir gróðamöguleikar á silfurfati, jafnvel af þeim sem beinna hagsmuna eiga að gæta verði útkomin ekkert annað en spilling: "Spilling er oftast afleiðing af misbeitingu valds. Spilling er líka á kostnað almennings," skrifar Kristinn, margreyndur stjórnmálamaðurinn.
 

Hann segir að einstakir hagsmunir virðist eiga svo sterk ítök í þessum stjórnmálaflokkum að þegar þeir eru við völd ráði hagsmunaaðilarnir mikilvægum ákvörðunum, jafnvel þótt þær gangi þvert gegn grundvallaratriðum í stefnu flokkanna. Fyrir vikið missi stjórmálaflokkarnir trúverðugleika sinn, þeim sé ekki lengur treystandi fyrir valdinu.
 

Og það er enginn skortur á málum undanfarin ár sem hafa varpað spillingarskugga á stjórnmálaflokkana, skrifar Kristinn: "Síðustu dæmin eru ein og sér nóg að nefna til þess að skilja gremju almennings," og hann bendir á sölu Arionbanka á hlut í Símanum og sölu Landsbankans á hlut hans í Borgun.

Hann segir óvenjulega tíma uppi í þjóðfélaginu, rífum sjö árum eftir hrun sé fjarri því komið á jafnvægi og sæmileg sátt um stóru málin. Pólitíkin beri þess merki: "Gamlir og grónir flokkar eða arftaka þeirra eiga allir í miklum vandræðum og njóta lítils fylgis en nýr flokkur eykur stöðugt fylgi sitt og nálgast nú 40% fylgi. Vissulega eru þetta enn sem komið er aðeins kannanir, en það fer ekki á milli mála að kjósendur eru afar óánægðir með núverandi og síðustu stjórnarflokka og eru að setja fram ákveðnari kröfu en áður um breytingar."
 

Fylgi Pírata er að mati Kristin að einhverju leyti þeim sjálfum að þakka: "En líklega er samt stærsta skýringin á fylgi þeirra , enn sem komið er, megn óánægja með „gömlu“ flokkana. Meðan þeir skynja ekki kröfur kjósenda og gera ekki trúverðugar breytingar á stefnu sinni og forystusveit munu allar líkur benda til stórfelldrar fylgissveiflu í næstu Alþingiskosningum í takt við skoðanakannanirnar."

 

Af www.hringbraut.is


Skráð af Menningar-Staður