Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Febrúar

04.02.2016 21:17

Framlög til Suðurlands hækka

 

 

Framlög til Suðurlands hækka

 

Þann 27. janúar 2015 var skiptaregla á framlögum til Sóknaráætlunar samþykkt í ríkisstjórn. Í ár koma í hlut Suðurlands kr. 103.087.717 en framlagið var árið 2015 kr. 90.586.255. Framlagið hækkar um 13,8% á milli ára.

Stjórn Byggðastofnunar samþykkti í lok síðasta árs skiptingu á fjármagni til atvinnuþróunar fyrir árið 2016. Í hlut Suðurlands koma kr. 26.083.200.- Framlagið árið 2015 var kr. 24.874.286.- þannig að það hefur hækkað um 4,5% á milli ára.

Þetta kemur fram í fundargerð SASS frá 15. janúar sl.Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður

04.02.2016 12:46

Styrkir til verkefna og rekstrar 2016

 

 

 

Styrkir til verkefna og rekstrar 2016

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að- uppbyggingu á sviði umhverfismála. Þá hefur ráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka. 

Frá árinu 2012 hefur Alþingi ákvarðað umfang verkefnastyrkja til einstakra málaflokka og verkefna á vegum félaga, samtaka og einstaklinga en úthlutun þeirra er á höndum ráðuneyta, lögbundinna sjóða, menningarráða landshluta eða annarra sem sjá um og bera ábyrgð á viðkomandi málaflokkum. Þá hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til félagasamtaka sem starfa á málasviði ráðuneytisins. 

Í verkefnaúthlutun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins voru 33,2 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam tæplega 108 milljónum króna. Alls námu umsóknir félagasamtaka um rekstrarstyrki um 49 milljónum króna en til úthlutunar voru 15,4 milljónir króna.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2016:

Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Styrkfjárhæð
Blái herinn Hafskógar Bláa hersins - úr sjó í skóg 2.500.000
Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi Náttúruöfl Skaftárhrepps 200.000
Fenúr Saman gegn sóun - sýning og ráðstefna 500.000
Ferðaklúbburinn 4x4 Landbætur og aukið öryggi ferðamanna á slóðum hálendisins 900.000
Fjórðungssamband Vestfirðinga Plastpokalausir Vestfirðir 800.000
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, merkingar og talningar á fuglum 1.000.000
Fuglaverndarfélag Íslands Ráðstefna um válista 190.000
Fuglaverndarfélag Íslands Garðfuglaátak - endurútgáfa bæklings um garðfugla 170.000
Fuglaverndarfélag Íslands Námskeið og fundur á vegum BirdLife í Evrópu 130.000
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs LAND-NÁM; Endurheimt birkiskóga suðvesturhornsins með skólaæskunni 1.950.000
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs Uppgræðsla við Sveifluháls 1.500.000
Hið íslenska náttúrufræðifélag Heimasíða HÍN 460.000
Hjólafærni á Íslandi Hjólum til framtíðar 2016 - hjólið og náttúran 300.000
Hjólafærni á Íslandi Cycling Iceland 2016 - Þjónusta, almenningssamgöngur og öryggi á ferð um landið 300.000
Hrafnhildur Ævarsdóttir Snjall-Skaftafell 550.000
Kirkjubæjarstofa Þjóðleiðir, fyrrum ferðaleiðir og örnefni í Skaftárhreppi 1.500.000
Kvenfélagasamband Íslands Mótvægisaðgerðir matarsóunar 750.000
Landvarðafélag Ísland Ráðstefna í tilefni af 40 afmæli Landvarðafélags Íslands 500.000
Landvarðafélag Ísland Ferðastyrkur - Alþjóðaráðstefnu landvarða í Rocky Mountains National Park, Colorado, USA 300.000
Landvernd Bláfáni Landverndar 2.000.000
Landvernd Fræðsla ungmenna og vistheimt á örfoka landi á Suðurlandi 2.000.000
Landvernd Aðgerðir og þróun aðgerðaramma í loftslagsmálum með sveitarfélögum 1.800.000
LISA samtök Málþing og vitundarvakning á möguleikum landupplýsingavinnslu í skólakerfinu 300.000
LISA samtök Ráðstefna um samræmingarverkefni á sviði landupplýsinga 300.000
LISA samtök Erlent samstarf og þekkingarmiðlun 250.000
Melrakkasetur Íslands Refirnir á Hornströndum, ástand stofnsins og ábúðaþéttleiki 1.500.000
Náttúruverndarsamtök Austurlands - NAUST Átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi 700.000
Náttúruverndarsamtök Íslands Ferðastyrkur - Climate Action Network og þing aðildarríkja loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna 350.000
Reykjanes jarðvangur Reykjanes Geopark í erlendu samstarfi 2016 300.000
Rósa Björk Halldórsdóttir Vistvænar umbúðir 500.000
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni Malbikun á skógarstíg fyrir hreyfihamlaða í Kristnesskógi í Eyjafjarðarsveit 2.400.000
Skorradalshreppur Hættumat vegna gróðurelda í Skorradal 100.000
Skógræktarfélag Borgarfjarðar Skjólskógar við Hafnarfjall 200.000
Skógræktarfélag Djúpavogs Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 200.000
Skógræktarfélag Íslands Opinn skógur 2.300.000
Skógræktarfélag Íslands Stígagerð í Brynjudalsskógi 900.000
Skógræktarfélag Íslands Þátttaka í fundi European Forest Network í Litháen  200.000
Skógræktarfélag Íslands Krakkanámskeið í skógrækt að Úlfljótsvatni 200.000
Snorri Baldursson Smávinir fagrir – leiðsögn um lággróður Íslands 500.000
Surteyjarfélagið Viðhald á rannsóknaskála og búnaði í Surtsey og fjarlæging á rusli 1.000.000
Ævar Petersen Vöktun íslenska lómastofnsins og loftlagsbreytingar 700.000

 

Eftirfarandi félagasamtök hlutu rekstrarstyrki fyrir árið 2016:

Nafn umsækjanda Styrkfjárhæð
Framtíðarland 700.000
Fuglaverndarfélag Íslands 1.830.000
Garðyrkjufélag Íslands 1.300.000
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs 2.000.000
Hið íslenska náttúrufræðifélag 1.000.000
Landvernd 5.000.000
Náttúruverndarsamtök Austurlands - NAUST 200.000
Náttúruverndarsamtök Íslands 2.700.000
Náttúruverndarsamtök Suðurlands 250.000
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands 250.000
Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd 70.000
Umhverfisvaktin við Hvalfjörð 100.000

  Skilmálar styrks af safnliðum fjárlaga


Af www.stjornarrad.is

Skráð af Menningar-Staður

03.02.2016 21:20

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 17. feb. 2016

 

 

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka

verður miðvikudaginn 17. febrúar 2016

að Stað á Eyrarbakka kl. 20:00
 


Skráð af Menningar-Staður

02.02.2016 21:26

Píratar festa sig í sessi sem stærsta stjórnmálaflið: Ákall um breytingar

 

 

 

Píratar festa sig í sessi sem stærsta stjórnmálaflið:

Ákall um breytingar

 

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir mikið fylgi Pírata í könnunum ver ákall um breytingar og lýsa vantrausti á kerfinu, stjórnsýslunni og stjórnmálunum.

Píratar mælast nú tíunda mánuðinn í röð stærsta stjórnmálaaflið meðal þjóðarinnar, með rúmlega 35% fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup-fyritækisins.

Sjálfstæðisflokkurinn sem var um áratuga skeið stærsti flokkur þjóðarinnar með 30-40% fylgi, er fastur í 20-24% fylgi. Það er minna en hann fékk í síðustu kosningum, sem voru næstlélegustu kosningar flokksins frá stofnun hans árið 1929.

Ekki er ástandið skárra hjá Samfylkingunni sem fær nú aðeins 9,2% í skoðanakönnuninni, minna en nokkru sinni fyrr. Samfylkingin fékk aðeins 12,9% í síðustu kosningum.

Framsóknarflokkurinn hefur tapað meirihluta fylgisins frá síðustu kosningum og mælist nú með 12% og Björt framtíð hefur misst meira en helming þess sem hún fékk í kosningunum, fær nú 3,6%.

Af "gömlu" flokkunum eru aðeins Vinstri græn sem halda sínu frá síðustu kosningum, með tæp 11% fylgi.

Fylgi flokkanna er nú samkvæmt mælingu Gallups:
Vinstri græn 10.8% ↑0.6%
Framsóknarflokkur 12% •0%
Samfylkingin 9.2% ↓1.2%
Sjálfstæðisflokkur 24.4% ↓0.8%
Björt framtíð 3.6% ↓0.6%
Píratar 35.3% ↑2.2%

4,7% sögðust styðja aðra flokka eða framboð.


37,5% kjósenda styðja ríkisstjórnina - nokkru fleiri en samanlagt styðja ríkisstjórnarflokkana. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist aðeins einu sinni meiri á síðasta ári.

Af www.skutull.is


Skráð af Menningar-Staður

 

 

02.02.2016 06:33

Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni!

 

alt

Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi.

 

Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni!

 

Íslandspóstur hf. ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins.

Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnartíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum.

Ráðherra taldi að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þessum breytingum, þjónustan yrði til staðar áfram, gegn gjaldi „nota bene“, og þjónustukönnun sýndi að ekki væri almenn andstaða við sveigjanleika í dreifingu póstsins og póstsamskipti hefðu færst mikið yfir á netið. Ég vil benda á að aukin þjónusta og verslun á netinu nær ekki til allra dreifðra byggða og enn er langt í land að tryggð sé háhraðanettenging til allra landsmanna.

Mótmæli frá fulltrúum landsbyggðarinnar?


Margar sveitastjórnir í dreifbýli hafa eðlilega mótmælt þessum áformum harðlega og benda á máli sínu til stuðnings að þarna sé um afturför og veikingu á búsetuskilyrðum að ræða. Lítið samráð hefur verið haft við Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtökin í þessu máli og ýmsar athugasemdir hafa komið við það af þeirra hálfu. Íbúar í dreifbýli hafa nú þegar mátt þola fækkun afgreiðslustöðva Póstsins á undanförnum árum þrátt fyrir að þurfa að reiða sig á póstþjónustuna þar sem þeir eru fjarri fjölbreyttri þjónustu og markaðssvæðum. Þessi ákvörðun kemur líka ofan á ýmsa aðra þjónustuskerðingu af hálfu opinberra- og einkaaðila að undanförnu.

Góð fimm daga þjónusta Póstsins hefur skipt dreifðar byggðir miklu máli og má þar m.a. nefna lyfjasendingar fyrir fólk og búfé og ýmiss konar birgða- og varahlutaþjónustu.


Íslandspóstur hf. talar um að póstinum verði að lágmarki dreift annan hvern dag og að í dreifbýli verði boðið upp á heimsendingu gegn greiðslu alla virka daga eftir því sem óskað verður eftir. Sem sagt, enn einn landsbyggðarskatturinn á ferðinni þar sem þjónustan verður verðlögð sérstaklega umfram dreifingu annan hvern dag. Með þessum áformum ætlar Pósturinn að spara um 200 m.kr í boði veikustu byggðanna í landinu. Ég hef sagt að ef sú ákvörðun verður tekin af yfirvöldum að það sé ekki þörf fyrir dreifingu á pósti nema annan hvern dag þá hljóti það að gilda jafnt um alla landsmenn. Mín skoðun er eftir sem áður sú að Íslandspóstur hf. eigi áfram að halda uppi 5 daga góðri alþjónustu fyrir alla landsmenn. Ég bind vonir við að ákvörðun Íslandspósts hf. um skerðingu á þjónustu verði endurskoðuð og reglugerð innanríkisráðherra sem heimilar þessa þjónustuskerðingu verði dregin til baka. Landsbyggðarþingmenn hljóta að standa saman gegn þessum áformum og ég bind í það minnsta vonir við að samstaða náist um að allir landsmenn sitji við sama borð og njóti alþjónustu Íslandspósts hf. áfram fimm daga vikunnar.

 

Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi.

 

 

F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Myndin er tekin í heimsókn Hrútavina á Alþingi í lok maí 2015.

Ljósm.: Siggeir Ingólfsson.
Skráð af Menningar-Staður

01.02.2016 20:47

1. febrúrar 1904 - Hannes Hafstein - fyrsti ráðherra Íslands

 


Hannes Hafstein.
 

 

1. febrúrar 1904 – Hannes Hafstein - fyrsti ráðherra Íslands

 

Ráðherraembættinu, sem varð til með heimastjórninni, fylgdu meiri völd og ábyrgð en nokkurri stöðu á Íslandi öldum saman. Í sérmálum Íslands tók ráðherrann við því valdi sem danska stjórnin hafði áður. Hann var að vísu háðari vilja Alþingis en danski Íslandsráðherrann hafði verið. Hins vegar var staða hans til þess fallin að gefa honum forystuhlutverk á þingi. Svo var það nýtt ábyrgðarhlutverk, og ekki vandaminnsti þáttur ráðherrastarfsins, að halda á málstað Íslands gagnvart Danmörku.
 

Heimastjórnarflokkurinn hafði unnið þingmeirihluta í kosningum 1903 og gerði því tilkall til ráðherraembættisins, en lét konungi eftir að ákveða hvaða flokksmanni það yrði falið. Það var því í raun ráðherra Íslandsmála í dönsku stjórninni sem þurfti að ganga úr skugga um hvaða heimastjórnarmaður væri best til þess fallinn að Hannes Hafstein Þingsetninghalda trúnaði starfhæfs meirihluta á þingi og fara með hin vandasömu samskipti við konung og ríkisstjórn Dana. Fyrir valinu varð Hannes Hafstein, sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði. Hann var af yngri kynslóð stjórnmálamanna, hafði aðeins setið á tveimur þingum, en naut þó mikils trausts í flokki sínum. Honum hafði verið falið, þegar stjórnarskipti urðu í Danmörku 1901, að fara og túlka sjónarmið meirihluta Alþingis fyrir hinum nýju valdhöfum. Sendiförin gaf honum tækifæri til að sanna, bæði fyrir Dönum og Íslendingum, hæfileika sína til að gegna hinum diplómatíska þætti ráðherrastarfsins.

 

Hannes Hafstein var fæddur 4. desember 1861, sonur amtmannshjónanna á Möðruvöllum, en var barn að aldri þegar faðir hans missti embættið og ólst því ekki upp sem höfðingjasonur, en ættingjar studdu hann til mennta. Hannes vakti athygli í menntaskóla fyrir námsgáfur og forystuhæfileika, og var þá þegar byrjaður að yrkja. 

Á námsárum sínum við Kaupmannahafnarháskóla varð hann þjóðfrægur sem ungskáld: skáld lífsgleði, ásta og karlmannlegrar bjartsýni. Hannes kom heim sem lögfræðingur, stofnaði heimili og gerðist embættismaður, fyrst í Reykjavík en síðan bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði.

 

Sem sýslumaður Ísfirðinga varð hann frægur af mannskæðri svaðilför á hendur erlendum landhelgisbrjót á Dýrafirði. Hannes Hafstein var fyrst kjörinn á þing 1901 og var síðan stjórnmálamaður í fremstu röð meðan honum entist líf og heilsa. 

Hannes var fyrsti ráðherra Íslands 1904-1909 og öðru sinni 1912-1914.

 

Eins og allir stjórnmálamenn var hann umdeildur, en eignaðist marga einlæga aðdáendur. Hans er einnig minnst fyrir skáldskap sinn og fyrir fágæta glæsimennsku í sjón og framkomu.Hannes Hafstein framan við Stjórnarráðið í Reykjavík. Fjær er Kristján konungur IX  

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

01.02.2016 20:39

1. febrúar - Dagur kvenfélagskonunnar

 

Nokkrar konur úr Kvenfélaginu á Eyrarbakka 1. maí 2013. Ljósm.: BIB

 

1. febrúar - Dagur kvenfélagskonunnar

 

Dagurinn í dag, mánuudagurinn 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar. 


1. febrúar 1930 var stofndagur Kvenfélagasambands Íslands og var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010. Var það gert til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil, enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

 

Skráð af Menningar-Staður