Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Mars

31.03.2016 12:01

Nýr miðbær á Selfossi

 

.

 

Sjá má öll húsin á þessari slóð:

http://www.midbaerselfoss.is/myndir/

 

Nýr miðbær á Selfossi

 

Tillaga að nýju deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi er nú í lögformlegri kynningu. Gert er ráð fyrir að byggð verði um 30 hús. Með þessu er ætlunin að styrkja miðbæ Selfoss, með tilliti til þess þegar hringvegurinn færist út fyrir bæinn. Nýju húsin eiga að verða endurgerð gamalkunnra húsa sem horfið hafa af sjónarsviðinu með ýmsum hætti víða um land.
 

Þegar komið er yfir Ölfusárbrú á leið austur blasir við autt svæði þar sem áður stóðu byggingar Kaupfélagsins Hafnar. Sveitarfélagið Árborg keypti þetta land árið 2011 fyrir 175 milljónir króna. Bæjarstjórnin rökstuddi kaupin meðal annars með því að þannig gæti sveitarfélagið haft fulla stjórn á því hvernig miðbæjarsvæðið byggðist upp. Sigtún Þróunarfélag hefur nú vilyrði fyrir lóðum á svæðinu og leggur fram tillögu að deiliskipulagi, sem unnin er af VSÓ-ráðgjöf og Batteríinu, arkitektum. Hún felur í sér byggingu húsa í eldri stíl sem eru mest 3 hæðir.

Söguhús rísa á ný

Öll eru þessi hús endurgerð eldri húsa, sem horfið hafa af sjónarsviðinu af ýmsum ástæðum. Um fimmtungur þessara húsa stóð á Selfossi, en hin í Reykjavík, Hafnarfirði‚ á Akureyri, Ísafirði, Eyrarbakka og víðar. Í forgrunni verður gamla Mjólkurbúið á Selfossi sem Sigtún Þróunarfélag og Mjólkursamsalan hafa sammælst um að endurbyggja. Talsmenn Batterísins arkitekta segja að með þessu sé ætlunin að gera þessum byggingum hátt undir höfði, stuðst verði við teikningar þar sem þær séu til, annars ljósmyndir og teikningar. Að innan verði svo húsin önnur en þau voru, í samræmi við nútíma kröfur um athafnarými, aðgengi, öryggi, eldvarnir og fleira.

Skjólgóður miðbær

Miðað er við að götur verði ekki breiðari en 10 metrar. Þannig verði til skjólgóður miðbær sem minni á miðbæi til dæmis í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri, Ísafirði og Seyðisfirði. Miðað er við bílastæði að húsabaki og að nokkru í götunum, en umferð verður takmörkuð að nokkru með einstefnuakstri. Í kynningu nú gefst öllum tækifæri til athugasemda við deiliskipulagið. Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar er hlynntur tillögunum, en bíður þess hverjar viðtökur íbúa verða og hvort fjármögnun tekst. Minnihlutinn lagði fram bókun á síðasta sveitarstjórnarfundi, þar sem ýmsir fyrirvarar voru settir við málið. Meðal annars var þar spurt um hvernig sveitarfélagið næði aftur því fé sem lagt hefði verið í uppkaup landsins.

Lykilatriði í nýrri framtíð

Forystu sveitarfélagsins þykir hugmyndirnar falla vel að þeim breytingum sem framundan eru á næstu árum. Þá færist hringvegurinn norður fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá.  Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar staðfestir þetta. „Jájá, við verðum auðvitað áfram með veg í gegnum bæinn. Við teljum að þetta og ýmislegt annað sem við höfum gert, geri það að verkum að fólk sjái áfram ástæðu til þess að koma við hjá okkur. Við fórum í miklar endurbætur á sundlauginni og sundlaugarsvæðinu og það er að skila mikilli traffík þar. Við horfum bara bjartsýn fram til sumarsins og bara framtíðarinnar“.


Af www.ruv.is

 


Skráð af Menningar-Staður

 

30.03.2016 12:54

Menningar-Staður í -morgunandakt- upp við Ölfusá

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ingvar Jónsson við Ráðhús Árborgar á Selfossi. Ljósm.: BIB

 

Menningar-Staður í  -morgunandakt- upp  við Ölfusá

 

Vinir alþýðunnar hittust samkvæmt venju í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í morgun, miðvikudaginn 30. mars 2016.

Meðal gesta var Ingvar Jónsson frá Selfossi.

Í lok fundar á Eyrarbakka bauð hann Siggeiri Ingólfssyni og Birni Inga Bjarnasyni upp að Ölfusá í „morgunadakt“ en það er samkoma virðulegra eldri karla í lesstofu Bókasafnsins í Ráðhúsi Árborgar við Austurveg. Þessar samkomur eru fastur liður í mannlífinu þar efra  og hefjsast kl. 10.

Gestum Strandarinnar var mjög vel tekið og í hópinn þaðan bættist Þórður Guðmundsson frá Stokkseyri.

Flest vandamál alheimsins, sem og staðbundin, voru rædd þarna og gerðar tillögur til betri vegar í mörgum þeirra.

Menningar-Staður færði til myndar:
Myndalbúm komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277890/Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

F.v.: Tómas Jónsson, Hilmar Þór Björnsson, Hörður Hansson, Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson,

Þórður Guðmundsson, Garðar Einarsson, Gunnar Einarsson og Ólafur Hákon Guðmundsson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður

 

29.03.2016 16:14

Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn aftur haldin á Eyrarbakka!

 

 

 

Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn aftur haldin á Eyrarbakka

 

 

Síðustu tvö ár hefur alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn verið haldin með trompi á Eyrarbakka. Nú er komið að því að halda hátíðina aftur í ár, og mun hún fara fram dagana 21.-24. apríl nk. eða sömu helgi og Vor í Árborg.

Frábærir listamenn og konur hafa boðað komu sína og má búast við algjörri tónlistarveislu á Eyrarbakka.

Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína eru Magnús Þór Sigmundsson, Valgeir Guðjónsson, Ellen Kristjáns og Eyþór Gunnarsson, Lay Low, Skúli Mennski, Íkorni, Erna Mist og Magnús og UniJon.

Tónleikar munu fara fram á Gónhól, í Rauða Húsinu, Húsinu, Eyrarbakkakirkju, Óðinshúsi og í Orgelsmiðju Björgvins í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

af: www.bakkinn.org


Sklráð af Menningar-Staður

26.03.2016 20:00

Elfar Guðni og Valgerður Þóra opnuðu sýningar í Svartakletti á Stokkseyri

 

 

Elfar Guðni Þórðarson.

 

Elfar Guðni og Valgerður Þóra opnuðu sýningar

í Svartakletti á Stokkseyri - 26. mars 2016

 

Feðginin, Elfar Guðni Þórðarson og Valgerður Þóra Elfarsdóttir, opnuðu sýningar í  Svartaklett í Menningarverstöðinni Hólmaröst að Hafnargötu 9 á Stokkseyri, í dag laugardaginn 26. mars 2016.

 

Á sýningunni eru vatnslitamyndir frá Elfari af fjöllum, klettum við sjó, jöklum, þorpum og blómum. Flestar eru myndirnar málaðar árið 2004, nokkrar eru eldri, málaðar í kringum 1978. Einnig eru olíumyndir sem flestar eru nýlegar, brim, veður, bátar og hús í fjarska ræður þar ríkjum.

 

Valgerður Þóra sýnir mosaic og myndir á rekavið með blandaðri tækni.

 

Opið verður um helgar frá kl. 14 til 18 og í annan tíma eftir samkomulagi.

 

Sýningarlok eru óákveðin en þegar líður á sýningartímann og kemur fram í maí n.k. verður þess minnst með  viðeigandi samkomuhaldi að nú eru 15 ár frá listalegu landnámi Elfars Guðna í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri með opnun  vinnustofu og sýningarsal hans í Svartakletti árið 2001.

Víst er að í Svartakletti er eitt mikilvægasta lista- og menningarsetur á Suðurlandi.

 

Menninga-Staður leit við í Svatakletti í Menningarvertöðinni Hólmaröst við lok fyrsta sýningardagsins og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277836/Nokkrar myndir hér:

F.v.: Þórir Þórðarson. Elfar Guðni Þórðarson og Auðbjörg Guðmundsdóttir.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

F.v.: Anna Rut Hilmarsdóttir, Elfar Guðni Þórðarson og Valgerður Þóra Elfarsdóttir.
.
 

.

 Fjölskyldustemmning í Svartakletti.
.

.

.

 

.

Skráð af Menningar-Staður

 

26.03.2016 12:01

Páskadagur 27. mars 2016 í Eyrarbakkaprestakalli

 

Í Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Páskadagur 27. mars 2016 í Eyrarbakkaprestakalli 

 

Á páskadag, 27. mars 2016, eru hátíðarguðsþjónusturnar í Eyrarbakkaprestakalli  þannig:

að sú fyrsta er kl. 8 um morguninn í Eyrarbakkakirkju,

kl. 11 í Stokkseyrarkirkju

og kl. 14 í Gaulverjabæjarkirkju.

Morgunkaffi er í skrúðhúsinu eftir guðsþjónustuna í Eyrarbakkakirkju.

 

Gaman væri ef þið gætuð deilt þessu á fésbókinni og víðar og látið nágranna, fjölskyldu og vini vita af þessum messum og vinna þannig saman að betri kirkjusókn.
 

Séra Kristján Björnsson

Af Facebokksíðu Eyrarbakkaprestakalls.


.

.

.

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

26.03.2016 10:58

Sjálfumgleðiferðin rataði í héraðsblaðið Suðra

 

 

 

Sjálfumgleðiferðin rataði í héraðsblaðið Suðra

 

 


Skráð af Menningar-Staður

26.03.2016 08:43

Elfar Guðni og Valgerður Þóra sýna í gallerí Svartakletti

 

 

Elfar Guðni og Valgerður Þóra sýna í gallerí Svartakletti

 

Elfar Guðni og Valgerður Þóra opna sýningu í gallerí Svartakletti Hafnargötu 9, Stokkseyri, í dag laugardaginn 26. mars 2016 kl. 14:00. 

 

Á sýningunni verða vatnslitamyndir frá Elfari af fjöllum, klettum við sjó, jöklum, þorpum og blómum. Flestar eru myndirnar málaðar árið 2004, nokkrar eru eldri, málaðar í kringum 1978. Einnig eru olíumyndir sem flestar eru nýlegar, brim, veður, bátar og hús í fjarska ræður þar ríkjum.

 

Valgerður Þóra sýnir mosaic og myndir á rekavið með blandaðri tækni.

 

Opið verður um helgar frá kl. 14 til 18 og í annan tíma eftir samkomulagi. 


Sýningarlok óákveðin.Skráð af Menningar-Staður
 

25.03.2016 22:12

Í Selfosskirkju að kveldi föstudagsins langa 2016

 


 

Í Selfosskirkju að kveldi föstudagsins langa 

25. mars 2016

 


.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

25.03.2016 18:27

Ég kveiki á kertum mínum

 


 

 

Gospeltónar,

Fanny K. Tryggvadóttir, Hrönn Svansdóttir og Óskar Einarsson

flytja Ég kveiki á kertum mínum

 

Smella á þessa slóð:

https://www.youtube.com/watch?v=sfsCouecJrY

 

Ég kveiki á kertum mínum

 

Ljóð: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í Eyjafirði.
Lag: Guðrún Böðvarsdóttir frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.


Í gegnum móðu' og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.


Þín braut er þyrnum þakin,
hver þyrnir falskur koss.
Ég sé þig negldan nakinn
sem níðing upp á kross.
Ég sé þig hæddan hanga
á Hausaskeljastað. -
Þann lausnardaginn langa
var líf þitt fullkomnað.

4
Að kofa og konungshöllum
þú kemur einn á ferð.
Þú grætur yfir öllum
og allra syndir berð.
Þú veist, er veikir kalla
á vin að leiða sig.
Þú sérð og elskar alla,
þó allir svíki þig.

5
Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.Skráð af Menningar-Staður

25.03.2016 07:32

Sólarupprás frá Eyrarbakka - föstudaginn langa - 25. mars 2016

 

 

.
Sólarupprás frá Eyrarbakka - föstudaginn langa - 25. mars 2016

 

.

.

.

 

Sólarupprás frá Eyrarbakka - föstudaginn langa - 25. mars 2016

 

 

Skráð af Menningar-Staður